Heimskringla - 03.07.1935, Blaðsíða 7

Heimskringla - 03.07.1935, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 3. JÚLÆ 1935 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. THOMAS LAWRENCE hjnn ókrýndi konungur Arabíu Thomas Edward Lawrence— hinn ókrýndi konungur Arabíu lézt um daginn, eða svo er sagt, í Sýrlandi. Hann var ein- hver mesti æfintýramaður þess- arar aldar og víðkunnur af starfi sínu í Arabíu í ófriðnum mikla. Hér fer á eftir ágrip af æíiatriðum þessa merkilega manns. Thomas Edward Lawrence er nafnið á æfintýramanni, sem innan við þrítugt hafði skapað veraldarsögu, unnið orustur stofnað konungsríki og skipað konunga og hafnað aðalstitli, hershöfðingjatitli og Victoríu- krossinum. Og meðan aðrar hetjur stríðsins sóluðu sig í heiðursmerkjum, fékk Lawrence sér stöðu undir gerfinafni sem flugvélaverkfræðingur; því að hann sagði, að það eina, sem hann hefði áhuga á væru vélar. Svo mikils virði var hann í heimsstyrjöldinni, að Tyrkir lögðu eina miljón króna til höf- uðs honum. Mörg heiðursheiti voru honum gefin, svo sem: “Hinn ókrýndi konungur Ar- aba”, “Slyngasti njósnari Eng- lands”, og nafnið, sem Tyrkir gáfu honum: “1 Orens, vélaspill- irinn”. Lawrence er fæddur í Wales, en er Iri að ætt og uppruna. Hann var 47 ára gamall, þegar hann dó, en frægðarverk sín inti hann af hendi, áður en hann varð þrítugur. Hann var stú- dent frá Oxford og fór árið 1910 fótgangandi um Sýrland til þess að rannsaka byggingalist frá krossferðatímunum. Næsta ár tók hann þátt í fornfræðaleið- angri um sömu héruð. Hann hafði sérstaká leikni í því að nema arabiskar mállýzkur (það var álitið að hann kynni tíu arabiskar mállýzkur), og auk þess var hann ágætur vísinda- maður, sem lagði einkum rækt við fornfræði, sögu og tungu- mál. Auk þess hafði hann sér- staka hæfileika til skipulagn- inga og hafði sérstakt lag á að vinna traust Araba. Svo kom heimsstyrjöldin 1914. Lawrence vildi fara í her- inn sem sjálfboðaliði, en var U j.hu MAIL THIS COUPON TO-DAY! To tKo Secrotory : Dominion Bunnot Winnipog. Monitoiio WitKout obUgtkm. picoso mo fuU porticulan of youx coursci oa‘*Stro—iKno** Kusxncn tr*min*. &*/?eDominion BUSINES^ COLLEGE O'-l THt mm! • WINMPEG gerður afturreka, sakir þess, hve lítill hann var. Hann var aðeins fimm fet á hæð. Þá datt engum í hug, að áður en stríð- inu lyki hefði hann unnið sinn sérstaka sigur. Aftur á móti var hann sendur með landfræð- ingasveit til Kairo. Þar kom það að góðum notum, hve kunnugur hann var arabiskum staðháttum. I þessari stöðu var hann um tveggja ára skeið. Hann stóð í stöðugu sambandi við hina ara- bisku kunningja sína, og þeg- ar Sheik Hussein árið 1916 hóf uppreisn gegn Tyrkjum, bað hann leyfis að mega fylgja þeim til “Arabisku skrifstof- unnar” í Djiddah, sem heyrði undir enska utanríkisráðuneyt- ið. Þar bað hann um 14 daga leyfi til þess að heimsækja Fei- sal emír úti í eyðimörkinni. Hann kom aldrei aftur úr þeirri leyfisferð. Yfirboðar hans urðu fegnir að losna við þennan unga mann, sem “alt vissi” og ríðandi á kameldýri fór hann út á eyðimörkina, til þess að heimsækja Feisal emír, hinn hyggna og duglega son Hus- seins. Hann borðaði geitakjöt og drakk svart, sætt kaffi í tjaldi hans og sagði við hann: — Hvenær kemst her þinn til Damaskus? Feisal baðaði út höndunum og sagði: — Það veit enginn, nema Allah, en eg held, að borgarhlið Damaskus séu jafnfjarri og port himnaríkis. En Lawrence hafði dottið dá- lítið sniðugt í hug. Hann vissi, að Hussein-ættin var komin af Fatima dóttur Muhameds. — Hann þekti ættarsitolt Arab- anna, og þótt hann sæi, að hinn litli her Feisals hefði vonlausa aðstöðu og væri án skotfæra- birgða, og yrði að lifa á engi- sprettum og hunangi, en aftur á móti voru Tyrkar og Þjóð- verjar velbirgir að skotfærum, sá hann þó að hér gat verið um möguleika að ræða. Lawrence varð brátt leiðandi maður í arábisku uppreisnar- baráttunni. Þessi litli maður, sem var fæddur vísindamaður. gerðist hinn ágætasti herfor- ingi. Hann fór á milli ættar- höfðingjanna, sat hjá þeim við bálið, þáði af mat þeirra og ræddi við þá um forn frægð- arverk Arabanna og núverandi þrældóm þeirra, svo að hin flauelsbrúnu augu þeirra leift- ruðu af hrifningu, og hatri gegn Tyrkjum. Og Arabarnir álitu að hann væri sendiboði Allah. Hið ótrúlega skeði. Hann gat fengið Araba til þess að gleyma innbyrðis deilum og taka þátt í uppreisninni gegn Tyrkjum. Það leið langur tími, áður en hann fékk nokkra aðstoð frá Englendingum. Um langt skeið hafði hann ekki annað skot- vopna en tvær litlar fallbyssur, gegn fjandmannaher, sem hafði á að skipa þýzkum liðsforingj- um, hafði gnægðir skotbirgða og flugvéla. Lawrence þekkti landið betur en Tyrkir og þess naut hann nú. Hann sprengdi 79 brýr í loft upp og 25 járnbrautarlestir. — Þetta varð til þess að hann hlaut nafnið “vélaspillirinn”.— Aðferð hans var jafnan sú, að hann lagði dynamitsprengju undir vélavagninn. Síðan rændi hann lestina að matvælum og skotfærum. Hann virtist alt af vita, hvenær von væri á eimlest. Lawrence l’agði ætíð sjálfur dynamitsprengjuna á sporið og dulbjó sig sem Bedúina. Hann kærði sig ekkert um að kenna Aröbum þessa list. Hann áleit að þeir myndu ekki geta lagt niður þetta “sport”, þegar stríðið væri úti. Herinn jókst og árið 1917 var Lawrence, sem þá var 29 ára gamall, orðinn æðsti rnaður hers, sem taldi nokkur hundruð þúsundir manna. Það var fjöl- mennasti her, sem stofnaður hefir verið í Arabíu um síðast- liðin 500 ár. Um sama leyti fékk Allenby yfirstjórn brezka hersins í Sýrlandi. Nú varð samvinnan betri og nú hepnað- ist að sigrast á Tyrkjum. Loka- sigurinn var það þegar Dama- skus var yfirunninn. Og þegar Allenby kom til Damaskus var Lawrence kominn þangað og hafði tekið völdin í sínar hend- ur. Þegar stríðinu lauk hafði Lawrence öðlast nærri því ótrú- lega frægð, og um hann gengu mjög rómantískar sögur. Með óberstnafnbót tók hann þátt í friðarsamningunum ásamt Fei- sal. Hann hafði í nafni Eng- lands lofað .Aröbum því, að Ara'bar skyldu vera ein þjóð með Damaskus sem höfuðborg. Ríkið átti að ná yfir Sýrland, Palestínu og Mesopotamíu (ír- ak), en Frakkar knöfðust Sýr- lands, Englendingar Mesopota- míu, og Palestína var lofuð Gyðingum. í fyrstu heppnað- ist að fá Frakka til þess að láta sér nægja að vera vernd- arar strandborganna á Sýrlandi, og þar var stofnað konungsríki, þar sem Feisal var konungur, en Hussein varð konungur í Hedjas. Lawrence varð hryggur yfir því að hann fékk ekki að halda loforð sín og afþakkaði öll metorð. Hann vildi ekki að fomvinir hans, Arabarnir, skyldu álíta, að hann hefði selt þá fyrir metorð og titla. Alt skipulagið fór út um þúfur. Frakkar tóku Dasaskus og tóku iSýrland, Ibn Saud sigraði Hus- sein og náði völdum í Arabíu, án þess að Englendingar gerðu nokkra tilraun til hjálpar. Harð- stjóm Husseins gerði hann ó- færan til höfðingja. Árið 1921 var Lawrence um stutt tímabil skipaður í utanríkisráðuneytið til þess að reyna að greiða vandamálin í austurlöndum, og það var hann, sem kom því til leiðar, að Feisal var gerður að konungi í írak. En síðan dró Lawrence sig til baka og fékk stöðu sem flug- vélaverkfræðingur. Hærri stöðu vildi hann ekki. Vélar, sagði hann, að væri það eina, sem hann hefði áhuga á. Enda þótt hann hefði nú tekið sér nafnið Shaw, var hann þó svo frægur, að hann fékk hvergi að vera í næði. Þar til fyrir skömmu síð- an var hann vélaverkfræðingur og smíðaði Speed-vélar í South- ampton. Frægð hans var hon- um til byrði. í Þýzkalandi, Frakklandi og mörgum öðrum löndum fékk hann ekki lands- vistarleyfi, sakir orðróms þess að hann væri slyngasti njósn- ari Englendinga. Hans eigin frásögn um uppreisnina í eyði- mörkinni er kominn út á ótelj- and tungumálum og saga hans eftir Lowell Thomas er uppseld. Lawrence reit fyrstu bók sína árið 1919 o gvar hún full bitur- leika vegna þeirra vonbrigða, sem hann hafði orðið að þola. Einnig svifti hann ofan af ýms- um deilumálum innan herstjórn- arinnar í Egiftalandi, en ferða- tösku með handriti og ýmsum skjölum var stolið frá honum. Orðrómur barst út um það, að stjórnin hefði staðið á bak við stuldinn, en sennilegra er, að þar hafi aðeins verið um venju- legan þjófnað að ræða. Eftir minni skrifaði Lawrence bókina aftur. Nú hafði þessi vísindamaður, sem kringumstæðurnar gerðu að hermanni, dregið sig til baka og bjó í litlu húsi í Suffolk. Engir titlar eða heiðursmerki eru tengd nafni hans. Austur- landapólitík hans var hrunin til grunna; þetta mál, sem hann hafði fórnað eldlegum gáfum sínum, fjölhæfni og starfskröft- lim, færði honum aðeins von- brigði. En minningin um frægð- arverk hans mun lifa og gera hann að æfintýralegri persónu. Ský-ringin á slysinu: að hann ætlaði að komast hjá því að aka yfir lítinn drenghnokka, sem hljóp í veg fyrir hann, og allur sá huliðshjúpur, sem virt- ist hvíla yfir atburðinum, er hann slasaðist, hefir til hins síðasta haldið skírum þeim æfintýraljóma, sem alt af hefir hvílt yfir þessum manni. —Alþbl. NORÐURLÖND ERU STÓR- VELDI EF ÞAU VINNA SAMAN Undanfarið hefir mjög verið unnið að því að auka samvinnu Norðurlanda, og hafa jafnaðar- mannastjórnirnar í Danmörku og Svíþjóð unnið sérstaklega ákveðið í þá átt, og síðan jafn- aðarmenn í Noregi tóku við völdum hafa þeir einnig unnið að því. Enda er nú svo komið, að samvinna Norðurlanda eykst með hverjum mánuði sem líður. Hefir þessi aukna samvinna komið fram í ýmsu, meðal ann- ars nú síðast, er utanríkisráð- herrar Noregs og Svíþjóðar lýstu því yfir, að þeir og stjórn- ir þeirra væru algerlega sam- þykkar þeirri afstöðu, er P. Munch, útanríkisráðherra Dana, tók á fundinum í Þjóðab^nda- lagsráðinu, þegar rætt var um herskylduákvarðanir Þjóðverja. Á fundi, sem haldinn var í Stokkhólmi fyrir nokkru um samvinnu Norðurlands, var mikið rætt um það, að auka þyrfti samvinnu þeirra í verzl- unarmálum, því að þó að hvert Norðurjandanna stæði illa að vígi í verzlunarsamningum við hin stóru ríki ,þá væru þau sterk ef þau stæðu saman, veittu hvert öðru upplýsingar og hjálpuðust að í markaðs- löndunum. Norðurlönd hafa samtals 16,3 milljónir íbúa, en utanríkis- verzlun þeirra nam árið 1933, þegar verðlagið var þó það lægsta, sem það hefir orðið á kreppuárunum yfir 2 miljarðar króna. Innflptningur þeirra allra var 2750 milljónir króna og útflutningurinn 2225 miljón- ir króna. ítalía, sem hefir 42 miljónir í- búa, hafði sama ár aðeins 2200 miljón króna innflutning og 1800 miljón króna útflutning. Sovét-Rússland með 160 milj- ónir íbúa hefir ekki nándar nærri eins mikla utanríkisverzl- un og Norðurlönd öll, og er verzlun þess þó veitt miklu meiri athygli á heimsmarkaðin- um. Atriði, sem vert er að veita athygli, er einnig það, að Norð- urlönd kaupa sérstaklega mikið af stóru ríkjunum (Bretlandi, Þýzkalandi, Bandaríkjunum), svo að vérulegur hluti af út- flutningi þeira ríkja fer til N orðurlanda.—Alþbl. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—1: f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta írá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 SAMVINNA TYRKJA OG RÚSSA London 22. maí Frá Angora í Tyrklandi er símað, að Tyrkir verði nú að- njótandi margskonar aðstoðar frá Rússum, en aðallega á fjór- um sviðum, þ. e. iðnaöar, land- búnaðar, flugmála og hljómlist- ar. Ekki er talið, að Tyrkir hafi leitað aðstoðar Rússa vegna þess, að þeir sé svo hlyntir hinni kommúnistisku stefnu, og það er jafnvel full- yrt, að þeir sé yfirleitt andstæð- ir kommúnisma. Hvað sem því líður, er hin besta samvinna með Tyrkjum og Rússum í ýmsum málum, og hefir verið undangengin ár. Þannig er þess getið, að Rússar sendu fyrir nokkru til Tyrklands einhvern frægasta hljómlistarstjóra sinn, sem starfað hefir við akadem- iska leikhúsið, rússneska (Grand Academie Theatre) og fjölda marga söngmenn og söngkonur, til þess að kynna Tyrkjum rússneska sönglist og danslist, og verða á ýmsan hátt til leiðbeiningar á þessu sviði í Tyrklandi, einhverju hinu mesta framfaralandi nú á dögum. — — — En í þessu sam- foandi er vert að geta þess, að Tyrkir hafa að undanförnu gert ráðstafanir til þess að út- rýma austurlenzkri músik í löndum sínum og þroska smekk Tyrkja í þessum efnum og gera Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 951 Fresh Cut Flowers Dally Plants In Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsími 30 877 ViOtalstími kl. 3—5 e. h. Orricí Phon* 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING OrricE Hovrs: 12-1 4 r.M. - 6 p.m. AND BT APPOINTMENT THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Siml: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg hann þjóðlegan og skapa þjóð- lega tyrkneska músik, og það er þess vegna, sem þeir hafa fengið Rússa til sín, til þess að læra af þeim. — Ennfremur hafa Rússar fyrir nokkru sent fjölda marga flugmenn til Tyrk- lands og flugvélar, til þess að æfa unga tyrkneska flugmenn i fallhlífarstökkum og svifflugi. Hafa Rússar smíðað mikið af svifflugvélum í seinni tíð og hafa flutt nokkrar þeirra til Tyrklands, til þess að kenna Tyrkjum sviffluglistir. — Tyrk- ir hafa komið sér upp nýtísku baðmullarverksmiðjum í Cae- saera , Anatoliu og eru þær reknar af ríkinu og eign þess. Voru þær smíðaðar að fyrir- sögn rússneskra verkfræðinga og undir eftirliti þeirra, og tyrk- neska verkafólkiö í verksmiðj- unum er æft af æfðu rúss- nesku verkafólki. Rússneskir verkfræðingar eru nú að koma upp nýrri verksmiðju samskon- ar fyrir Tyrki í Nailli. Þá hafa rússneskir sérfræðingar í land- búnaðarmálum aðstoðað Tyrki á margan hátt. Fyrir þeirra til- stilli hafa Tyrkir komið betra skipulagi á landbúaðarmál sín og hafið ræktun ýmissa jurta, sem þeir hafa ekki fengist við ræktum á áður. Meðal annars rækta þeir nú >te.—Vísir. LesiS Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar v‘“- —mlðV:' ■ að hitta, fjTsta . hverjum mánuði. ðvikudag í M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasfúkdómar Lætur úti meðöl í viðlögum ViStalstimar kl. 2—4 e. h. 7—8 atS kveldinu Simi 80 857 665 Victor St. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. — Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oa kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnlpeg Gegnt pósthúslnu Simi: 96 210 Heimilis: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrceðingur Skrifstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Sími: 92 755 Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard Sask. Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANMLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG VIKING BILLIARDS og Hárskurðar stofa 696 SARGENT AVE. Knattstofa, tóbak, vindlar og vlndlingar. Staðurlnn, þar sem Islendingar skemta sér.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.