Heimskringla - 03.07.1935, Side 4

Heimskringla - 03.07.1935, Side 4
4. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JÚLÍ 1935 --------—---------— ^ímskríttgla (StofnuS 1886) Kemur tít i hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 8S3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðsklfba bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepiione: 86 537 WINNIPEG, 3. JÚLÍ 1935 ÍSLENDINGADAGURINN íslendingadagur Winnipeg- og Gimli- manna verður haldinn mánudaginn 5. á- gúst á Gimli, eins og undanfarin ár. Stjórnarnefnd þjóðminningardagsins biður Heimskringlu að geta þessa og “skrifa ósköp vel um daginn”. Heimskringla veit nú ekki hvort hún getur orðið við síðari bóninni. En það vill nú svo vel til, að á litlu veltur um það. íslendingadagurinn undanfarin ár mælir svo vel með sér sjálfur, að einu gildir hvað um hann væri sagt. í ár verður hann svipaður og áður, nema hvað þar verður til hátíðabirgða nú minst 60 ára landnáms íslendinga í Mani- toiba og Dakota. Verður landnemunum reistur minnisvarði, sem búist er við að lokið verði um það leyti, og að afhjúpun- in fari fram á hátíðinni. Ræðumenn á íslendingadeginum verða þessir: Hjálmar Bergmann, K.C.; um- ræðuefni: “Minni 60 ára landnáms ís- lendinga í Manitoha og Dakota.” Land- nemaminni í ljóðum flytur Einar P. Jóns- son ritstj. Lögibergs. Háskólakennari Richard Beck mælir fyrir minni íslands. Dr. Jón Stefánsson minnist fóstrunnar, Canada, með ræðu, og Magnús Markús- son í ljóði. Af ræðum verður eflaust eitthvað meira, en þetta ætti að nægja að nefna. Fjallkonan verður í ár frú Lára Sig- urðsson, Gimli, Man. Ennfremur er þess vert að geta að Karlakór íslendinga í Winnipeg skemtir með söng eins og að undanförnu undir stjórn Páls Bardals bæjarráðsmanns. Forseti íslendingadagsins G. S. Thor- valdson, lögfræðingur, biður þess getið að því aðeins sé 5 ágúst valinn til hátíð- arhaldsins af nefndinni að þá er hér al- mennur helgidagur (Civic Holiday). — Vonar nefndin að það greiði fyrir mörg- um sem annars hefðu verið við vinnu bundnir, að njóta tækifærisins, að sækja þessa mestu, þjóðlegust og vinsælustu hátíð íslendinga, þjóðminningar dag þeirra. Ber þeim, þó ekki væri fyrir annað en það, að láta það sitja í fyrir- rúmi, að sinna deginum og hlúa með nærveru sinni að helgi hans og minn- ingu. Á fundi sem nýlega var haldinn í Can- ton í 'New York um canadisk og banda- rísk mál, komst Mr. J. W. Dafoe, ritstjóri Winnipeg Free Press svo að orði, að toll- lög Canada væru ekki ósanngjörn í garð Bandaríkjanna. Mr. Dafoe kveður aldrei þannig að orði í blaði sínu um tollmálin. í NAFNI HVERRA? í nafni hverra eru liberalar á sam- bandsþinginu að brýna raustina á móti starfi John I. McFarlands, sem eftirlit hefir haft með hveitisölunni fjrrir hönd landstjórnarinnar 3 eða 4 undanfarin ár? Er það í nafni bænda og búalýðs, sem þeir ofsækja Mr. McFarland og brigzla honum um öll þau klækja-brögð, sem fyr og síðar hafa verið talin óaðskiljanleg hveitisölu landsins? Það væri vel þess vert fyrir bændur að spyrja liberal þing- mannsefni þessarar spurningar þegar þeir finna þá að máli, sem ekki verður nú langt að bíða, þar sem kosningar eru fyrir dyrum. Þeir mega eins vel fá á- kveðið svar nú og síðar við þessari spurn- ingu. Það er og miklu betra fyrir liber- ala, heldur en að liggja undir því ámæli, að þeir séu að berjast á móti frumvarp- inu um stofnun söluráðs og róa að því öllum árum, að McFarland leggi niður starf sitt, til þess að hveitisalan geti verið frjáls og óáreitt í höndum skarfanna í kornhöllinni í Winnipeg. Mr. George H. Mclvor, sem minst var á í síðasta blaði, að farið hefði til Ottawa til að gera grein fyrir starfi McFarlands, hefir skýrt frá því, að hveitiforði landsins væri um 225 miljónir mæla. Út af þessu hafa afskifti McFarlands af hveitisölunni verið básúnuð og bannsungin af liberöl- um og kornkaupahéðnum. Hefir það eflaust talsvert spilt fyrir hveitisölu og haft ill áhrif á verðið á heimsmarkaðin- um. En mikið skal í sölur leggja fyrir það, að koma þessu eftirlitsstarfi stjórn- arinnar fyrir kattarnef. Mr. Bennett vissi ávalt, að krafa liberala um rann- sókn á starfi McFarlands, væri í því fólg- in, að gera þessi viðskifti að háværu blaðamáli, sem skaðleg áhrif gæti haft á rekstur þeirra. Þessvegna var hann á móti rannsókninni, að öðru leyti en því, að þingmönnum, væru látnar allar upplýsingar í té, sem þeir einir æsktu. Og hvað er svo um þessar miklu óseldu hveitibirgðir, sem liberal blöð minnast nú ekki á öðru vísei, en sem hrygðarmynd af hveitisölustarfi McFarlands? ^að játar enginn að horfur með hveitisölu fram- vegis séu glæsilegar, þar sem fram- leiðslan er sjáanlega að verða of mikil um allan heim. Útlit með sölu á hveiti, hefir verið öllum þjóðum áhyggjuefni síðast liðin 15 ár. En í þessu landi verður ekki séð, að það sé hóti verra fyrir að- gerðir McFarlands eða samlbandsstjórnar- innar en áður. Við lok þessa viðskifta- árs, 1. ágúst, verður hveitiforðinn ekki sá sem hann nú er. Það mun óhætt að fullyrða að hann mínki um 50 miljónir mæla ef ekki miklu meira. Þegar sam- bandsstjórnin tók við völdum, var hann 127 miljónir mæla. Næstkomandi 1. ágúst, er eins líklegt að hann hafi það mínkað, að minna hafi safnast fyrir af óseldu hveiti árlega síðast liðin fimm kreppuár, en síðustu 5 góðærin fyrir 1930. Og yfir hverju er þá verið að býsnast? Mr. Mclvor hélt því fram og kvað það á eins nákvæmu máli bygt og unt væri, að hagur bænda af hveitisölu hefði num- ið 200 miljónum dollara meira fyrir að- gerðir McFarlands og stjórnarinnar en án þeirra. Á stjórnlausri sölu kvað hann verðið hefði orðið rúmlega einum þriðja til helmings lægra en verið hefir. Þar sem þessi staðhæfing er gerð af þeim, sem að Mr. McFarland undanskildum, er allra manna í þessu landi færastur um þetta að dæma, er það eftirtektavert. Það getur vel verið, að liberölum og kornkaupmönnum takist að telja almenn- ingi trú um áð starfsemi McFarlands hafi verið fláráð og sviksamleg við bænd- ur. En mikið má vera, ef það vekur ekki bros hjá súmum þeirra, að sjá kornhallar- mangarann taka sér það svo nærri! Hvað sem sagt er um hveitiforða Can- ada, er eitt víst, að það hefði glatt Jósep forðum, að eiga hann í forðabúri sínu. 68 ÁRA Landið, sem mín vígð er vinna, Vöggustöðin barna minna! Eg hefi felt í lag og línu Ljóðið mitt í grasi þínu.------- Þannig er byrjun á einu af hinum mörgu og fögru kvæðum St. G. um fóstr- una, landið sem í dag (1. júlí) átti sext- ugasta og áttúnda þjóðminningar afmæli og alment var minst með hátíð. Ekkert íslenzku skáldanna sendi fóstrunni þó afmælisvísu til birtingar í blöðunum. — Hálf undarlegt má það virðast, þó hitt sé nú auðvitað, að alheimsgorarahug- sjónin sé að leggja undir sig heim þeirra, íslenzka skáldheiminn, sem aðra heima og sjálfsagt telur það bera vott um þröng- sýni, að yrkja um það, sem svo nærri mönnum er, sem ættjörðin. Það er orðin öldin önnur í þessum efn- um. Það er flestum kunnugt að ein- hverjar fegurstu sveitarlýsingar sem ort- ar hefa verið á íslenzku, eru þær, er Klettafjallaskáldið bregður upp af bygð- um þessa lands. Sextíu og átta ár er ekki langur tími úr sögu einnar þjóðar, en þó á Canada orðið talsvert merkilega sögu. Stríðsæfin- týri eru þar að vísu ekki skráð á hverju blaði né frásagnir um glæsilega sigra yfir öðrum þjóðum sem heimurinn hefir svo lengi dáð. En sagan er óslitin og hrað- skreið þroska og framfarasaga. Hún er saga friðsamlegs starfs dreifðra bygðar- félaga og fámennra, er það eitt vakti fyrir að gera sér jörðina undirgefna og neyta síns brauðs í sveita síns andlitis. og lýkur með því að þau sameinast í eina heild, eina þjóð 1. júlí 1867. Ástæðan fyrir því að Canada steig þetta spor, átti ekki neinar rætur að rekja til stjórnmála. Stjórnmálarótið og stríðin voru þá liðin hjá og gleymd sem vondur draumúr. Bygðirnar eða fylkin sameinuðust vegna þess að viðskiftin sem voru orðin talsvert mikil voru tafsöm og erfið innan lands, og ein sameiginleg stjórn var óumflýjanleg til þess að greiða götu þeirra. Auðsuppsprettur munu óvíða meiri og fjölþættari en í þessu landi. Þó sumar þeirra hafi verið beizlaðar, er mikið af þeim enn ósnert. Það mun leit á því í nokkru bygðu landi, að jafn fámennur hópur og sá er þetta land byggir, eigi til- tölulega við meiri náttúruauðlegð að búa eða bjartari framtíðarhorfur. Ef mönnunum lærðist að búa saman öðru vísi en rándýrum, þyrftu þeir ekki að kvíða eða kvarta hér undan nægta- leysi. Hver þjóðminningardgur ætti að minna þjóð þessa lands á hvað til hennar friðar heyrir úm að byggja hér upp borgarlegt samlíf, er öllum tryggir bjargræði, svo engin þurfi að vera sem á eyðimörk staddur í landi, sem nefnt hefir verið brauðkarfa heimsins. En þrátt fyrir öll misstigin spor eru niðurlagsorð skáldsins í kvæðinu sem ljóðlínurnar í byrjun þessarar greinar eru úr, enn sönn: Myndi í fjarlægð þér frá fluttur út í heiminn víða eftir þínu sólskini sjá, ' sakna þinna hríða.--------- Dómari nokkur í Quebec gaf þann úr- skúrð nýlega, að eiginmanni, sem fyrir konuna sína vann, bæru $50 laun i viku. Konan áleit hann ekki þess verð- an og það álíta allar konur sem vér höfum héyrt minnast á þetta mál. MOSKVA FRELSI Eftir A. Averchenko Einu sinni var hæglátur og ómann- blendinn Rússi sem átti heima í Moskva. Hann sat einn dag heima hjá sér og var að drekka te af viltum grösum. Út í það lét hann sæturót, fyrir sykur, og með þessu var hann að borða eikanbörk með Vaseline fyrir viðbiti. En alt í einu er barið á dyr og inn til hans réðst vopn- aður hermaður. “Komdu með mér lagsmaður,” sagði hermaðurinn, “þú átt að fara á fund.” “Á fund?” mælti manngarmurinn. — “Heyrðu mig nú. Það var í síðustu viku að eg hlustaði . . .” “Það gerir ekkert til, þetta er ný reglu- gerð. Stalin félagi ætlar að halda ræðu um úrlausn yfirstandandi tíðar vand- ræði.” “Bíddu nú við. Eg get svarið að eg veit orð fyrir orð hvað hann muni segja. Hann mun heita á okkur að standast nú- verandi ástand ögn lengur þó óviðunandi sé. Kalla alþýðu til vopna í rauða herlið- ið móti Pólverjanum og Rúmeníumönn- um, lofa alheims uppreist í næstu viku. Því ætti eg að fara að hlusta á þetta sem eg veit alt fyrirfram?” “Þetta kemur mér ekkert við, mér er skipað að safna saman 1,640 manns — það er sætafjöldinn — og svo safna eg.” “Þá skal eg segja þér nokkuð. Það er maður sem á nú heima á næstu grösum — Egerov heitir hann — eg held það sé langt síðan hann hefir komið á fund, þér væri nær að dræsast yfir til hans.” “Eg er ekki sá asni að ferðast um til einkis. Leynilögreglan tók hann fast- ann í gær fyrir að koma ekki á tvo fundi. Nú jæja, á eg ekki að skrifa þig niður.” “Mér er ilt í hendinni.” “Þú heyrir ekki með hendinni.” “En sjáðu nú til, hendin er öll með út- brotum einskonar nöbbum. Eg er hrædd- úr við að láta kulda komast að henni.” “iHafðu hana þá í vasanum.” “Já, en hvernig á eg þá að klappa? Þú veizt hvað skeður ef eg klappa ekki, ann- að eins brot á móti reglunum . . . .” “Ó lemdu á þér hálsinn með hinni bendinni, það er nóg.” Nú hugsaði heimamaður sig um, alt í einu man hann eftir nokkru. “Veiztu ^»að,” segir hann, “að í þessari byggingu býr maður sem Ivanoff heitir. Honum þykir afskaplega gaman að fara á fundi ykkar. Hann beinlínis lifir á þeim! Þú ættir að kjósa hann, því hven- ær sem hann heyrir getið um fund, halda honum engin bönd .... hann bara ríkur á stað.” “Þú kemur nú heldur seint með þessa uppástungu, því þessi náungi hefir legið á líkahrúgunni nú í þrjá daga. Við skutum hann, því hugsaðu þér bara, hann sofnaði á fundi.” “En — ef eg skyldi nú líka sofna á fundi?” “Þá mundi leynilögreglan ( fljótt vekja þig.” “Félagi, mætti eg bjóða þér | dropa af núnings spíritus?” “Þakka þér kærS^ga fyrír j skál! Eg er sannarlega þér þakklátur! . . . Eg má samt ekki i sleppa þér. Eg segi þér það ; satt að allan daginn geng eg eins og vitlaus maður til þess að draga menn á þessa fundi. Þessa bölvuðu fundi liggur mér við að segja. Fari þeir allir til —!! og altaf er það sama sagan annaðhvort er konan að ala barn, eða maðurinn er önnum kafinn á skrifstofunni, eða þá hann getur ekki farið, því hann hefir ekkert að vera í. Allir eru þeir eins. Einn þeirra sem eg sá í gær grét eins og barn og kysti á mér fæturnar. “Lofa mér að vera í friði,” sagði hann,“ eg er dauðleiður á Stal- in og hvernig færi ef eg yrði sjóveikur í miðju kafi þegar rætt væri um vandamál hins þriðja Alþjóða.” Hann grét og konan hans grét og krakkarnir orguðu, jafnvel eg sjálfur feldi nokkur tár. Samt sem áður varð eg að taka hann. Eg mátti til. Fyrst þú ert frjáls Soviet borgari verðurðu að hlýða Stal- in, hundurinn þinn! Þess vegna er þér gefið frelsið — jæja, eg verð að skrifa þig.” “Ó, fjandinn hafi það! . . . Verðúr fundurinn langur?” “Ó, svei því, ekki svo langur. Heyrðu mig nú þér er lang bezt að koma með frjálsum vilja, það er betra fyrir okkur báða, Það verða bara Stalin, og þrír eða fjórir aðrir og svo náttúr- lega áður en lýkur, atkvæða- greislan.” “Ó, skrattinn sjálfur! At- kvæðagreiðsla líka! Þú sérð það sjálfur, þetta verður óra tími.” “Hvað svo sem? Atkvæða- greiðslan! Eg held nú ekki. Ályktunin er öll til reiðu tilbúin og skrifuð, sjáðu til, eg hefi hérna afskrift af henni, svo all- ir geti séð.” Hermaðurinn setti niður riff- ilinn, ruslaði um stund í tösku sinni og rétti svo Moskóvítan- um grátt blað sem hann las: “Vér frjálsir borgarar sem hér erum saman komnir á fundi með félaga vorum Stalin, látum í ljósi með miklum meirihluta atkvæða, vora fylstu ánægju með allar gerðir Soviet stjórn- arinnar, bæði innan lands og utan lands. Einnig skorum vér á alla vora félaga og lags- bræður að ganga vel fram í hinu síðasta rauða stríði, sem nú fer í hönd við burgeisinn pólverska. Ennfremur látum vér hér með í ljósi vorn einlæg- an vilja til að líða allar nauð- synlegar þrautir og harðrétti til dýrðar hinu þriðja alþjóða. Undir eru skrifuð 1639 nöfn. Moskóvítinn las alt þetta og andvarpaði svo þungt að tala flaug af skyrtunni hans. “Jæja . . . hvað getur maður gert? Að sökkva er að sökkva, eins og Rasputin komst að orði þegar honum var stungið ofan um gatið á ísnum niður í ána.” —Þýtt úr “Magazine Digest”. M. B. H. varpsins, sem yfirskrift greinar þessarar bendir á, í lauslegri þýðingu. “Vér vitum, að í dag ber mikið á eirðarleysi og óróa í heiminum. En hefir það ekki ávalt þannig verið? Hættur steðja nú að úr öllum áttum. — Hefir það ekki æfinlega þann- ig gengið? Lítið í sögubæk- urnar. Hvernig sem á því stendur, hafa mennirnir aldrei viljað standa til lengdar í snotr- um, hagkvæmum, skipulegum og reglubundnum röðum. Þær eru stöðugt í aðsígi, þessar eirðarleysishreyfingar — marg- ar þeirra stofnaðar af ráð- vöndum, skynsömum og skarp- skygnum mönnum, en öðrum er hleypt af stokkunum af eigin- gjörnum skrumurum, sem á- vinna sér styrks og fylgis með því að leika á tilfinningar hinna eigingjörnu og skilningssljóu. “Þér, sem prófin hafið tekið, eruð framlag fylkis vors því sjálfu til verndar gegn þessum sérgæðingsskrumúrum. Æsing- armönnum ætti ekki að veitast það auðvelt, að sveigja hugi yðar að þeim áformum, sem um fjarstæður einar snúast. Þér eruð miklu fjölmennari en tala yðar gefur til kynna — þó slfk staðhæfing virðist gagnstæð heilbrigðri skynsemi, þar sem yður er það innanhandar, hverj- um í gínu bygðarlagi, að miðla þeim, sem ekki hafa átt yðar láni að fagna, af þeim menta- forða, sem þér eigið nú yfir að ráða. Heimurinn hefir alt af verið orustúvöllur milli vits- muna og fávizku. Þótt tak- markalínan á milli vitsmuna og fávizku sé ekki auðgreind, virð- ist þó sem fávizkan hafi ávalt verið liðfleiri, en þrátt fyrir það, hafa vitsmunirnir, þegar til lengdar hefir látið, venjulegast borið sigur úr býtum. “Fái fávizkan, í samvinnu með hinum óæðri skapeinkun- um mannsins — eigingirni, græðgi, valdafíkn og grimm- ýðgi, yfirhöndina, verðúr þessi heimur hræðilegur, já, voðaleg- ur bústaður, ekki einungis fyrir þá, sem lægra hlutinn bera, heldur og fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Hvar sem þér j kunnið að vea straddir, verðið þér af fremsta megni að leitast við að glæða þá trú í brjóstum manna, að bera fult traust til — ganga í lið þeirra, sem vits- munum og dómgreind eru gæddir. Takist yður ekki að framkvæma þetta, þá er eg hræddir um, að þeim hluta, sem fylkið hefir lagt fram til upp- fræðslu yðar, hafi verið á glæ kastað.” I Point Roberts, Wash. Sunnud. 23. júní 1935. Árni S. Mýrdal HITT OG ÞETTA TREYSTIÐ VITSMUNUM MANNSINS Greta Garbo og Ronald Colman Bresk blöð skýra fá því, að í ráði sé að þau Greta Garbo og Ronald Colman leiki aðalhlut- verk í kvikmynd, sem bráðlega verður gerð. Áður hafði komið til orða, að þau léki hvort á móti öðru, en þá gat eigi oriðð af því. * * * Nýstárlegt veð Forseti fylkishiáskólans hér, L. P. Sieg, flutti nýlega háskóla- prófsávarp, sem var og fyrsta ávarp hans til nemenda þessa háskóla. Mesta áherzlu lagði hann á vitsmuni mannsins — hve æskileg að sú einkun væri öllum, og að öðlast hana í sem fylstum mæli, væri nú og mundi ávalt vúrða brýnasta nauðsyn mannsins. Á vitsmun- um vorum hvílir vöxtur og við- gangur lýðveldisstjórnar og þróun mannfélagsskipunar. — Vitsmunir og mentun hafa mót- að þær stefnur. Þar sem ætla má, að málefni þetta sé þaulhugsað, og grund- vallist á sögulegri dómvísi þessa merkismanns, og alla skiftir miklu umfangsefnið, læt eg hér fylgja þann hluta á- Það bar til á Englandi hér um árið, að maður einn kom með kunningja sinn til veð- mangara og bað um lán út á hann. “Veðið” var ungur maður og snotur. Veðmangaranum þótti þetta svo skrítið, að hann félst á það, að taka hinn unga mann að veði fyrir ltíilli fjár- hæð, rúmum tveim sterlings- pundum. — Svo fór lántakand- inn sína leið, en “veðið” var eftir í búð mangarans. — Hann hafði ekki hugsað út í það, 1 karlsauðurinn, þegar hann lán- J aði peningana, að hann væri, samkvæmt góðum og gildum ! venjum, skyldugur til þess, að halda veðinu við, svo að það J gengi fekki úr sér eða rýrnaði á neinn hátt. — Og hann átti að skila því aftur á “útlausn-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.