Heimskringla - 14.08.1935, Blaðsíða 2
2. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. ÁGÚST, 1935
SAMTÖK OG SAMEIGN
Artliur Brisbane, ritstjóra öld-
ungur í Bandaríkjunum, hefir
oft haft fyrir nokkurskonar
slagorð, að engir skildu fjár-
Major Douglas lét ekki stað-
ar numið við eintómar hugsan-
ir og bollaleggingar, heldur tók
hann af kappi að rita um, fjár-
málin. Ritgerðir hans birtust
fyrst í “English Review” og
síðar í vikublaðinu “The New
Age” (Nýja Öldin), sem A. R.
mál til hlítar. Fjármálamenn
sjálfir væru þar meir að segja 'va7~ritstjórí viðT Orage
-f-11 jC L.l.i.. n V> níln 4- nlrí 'X T Cll
ritstjóri gerðist samverkamaður
úti á þekju yfir heila tekið! Sú
skoðun mun líka vera all-al-
menn, að fjármálin séu lítt
skiljanleg, og fjármálamenn um
leið látnir einir um hitu í
þeim sökum.
Einn fjármálagarpur er þó
kominn til sögunnar, sem fjár-
málamönnum segist ekki ein-
göngu jafnsnjall, heldur mikið
meiri. Nafn hans er C. H.
Douglas og er hann enskur
verkfræðingur. Er hann vana-
lega nefndur Major Douglas;
en majórs titilinn hlaut hann
fyrir formennsku-starf við hin
konunglegu loftvéla verkstæði
á Indlandi. Við það starf var
hann riðinn skömmu eftir alda-
mótin. Hann er talinn að
tera snjall verkfræðingur og
glöggsýnn með afbrigðum.
Starfsskeið hans á Indlandi
færði honum heim sannin um
það, að ýmsir fjármálahnútar
væri þar illir þröskuldir í vegi.
Hinn vanalegi gjaldeyrir, hvort
umræðir gull eða silfur, hefði
lítið að þýða í sambandi við
hið iðnaðarlega, en “Credit”
eða auðmagn væri aðalatriðið.
Úr því tók Mjor Douglas að
hugsa um fjármál af alvöru og
stuðluðu þær bollaleggingar
hans að lokum til nýs skilnings
á fjármálum.
Liggur næst við að halda að
þá hafi ný vakningaralda verið
að velta yfir heiminn! Við
íslendingar minnumst þess, að
um þær mundir var skáldið St.
G. Stephansson að taka fjár-
málin all-rösklega til bæna.
Sérstaklega má benda á kvæðið
“Kveld”, er gert hefði Stephan
að stórskáldi þó hann hefði ekk-
ert annað ort. Enginn skálda-
jöfur, fyr eða síðar, hefir kom-
ið fýrir stórfenglegra efni í
einu stefi, en Stephan þá gerir.
Stefið hljóðar þannig:
“Og þá sé eg opnast það
eymdanna djúp,
I>ar erfiði liggur á knjám
En iðjulaust fjársafn á féleysi
elst
Sem fúinn í lifandi trjám,
En hugstola mannfjöldans
vitund og vild
Er vilt um og stjómað af fám.”
majórsins og á árunum 1919
til 1922 reyndu þeir af ítrus(u
kröftum að koma hinu nýja
fjármálafyrirkomulgai á fram-
færi, er þá tók að birtast und-
ir nafninu “Social Credit”. Lít-
ið varð þeim þó ágengt, því
kreppan í heimsstyrjaldarlok
gerði öllum nýmælum örðugt
viðfangs. Lét Major Douglas
þá á þrykk út ganga tvær bæk-
ur: “Economic Democracy”
(1920) og “Credit Power and
Democracy” (1921). Tilraunir
að koma “Social Credit” fyrir-
komulaginu að á Englandi mis-
hepnuðust þó algerlega, er
þeim var hafnað af hinni brezku
verkamannastjóm og biðu ó-
sigur í neðri sal þingsins.
Vert er eftirtektar að mál
þetta, svo nýtt af nálinni og
umsvifamikið, skyldi komast
svo langt á laggir. Var að
þakka skozkum iðnfélögum sem
undir eins árið 1920 hófu að
taka “Social Credit” fyrirkomu-
lagið til umræðu og íhugunar.
unum 1922 og 1924: “The Con-
trol and Distribution og Pro-
duction” og bók um “iSocial
Credit.”
Öflugt fylgi hlaut Major
Douglas á Englandi, og er sagt,
að margar þúsundir málsmet-
andi manna hafi slegist í lið
með honum. Hrinti það fylgi
ist. Enda þótt Major Dauglas
fari eigi fram á afnám auð-
valdsins, eins og svo margar
umbótahreyfingar nú á dögum,
fari eigi fram á þjóðeign banka
eða gagngera breytingu á nú-
verandi bankaskipun, þá er eigi
við öðru að búast, en hið við-
tekna auðvald gerist honum
af stokkum félagslegum sam- mótsnúið. Konungar og keis-
tökum. Blöð Englands sögðu
einu sinni frá “hungur-herferð”
til Lundúnaborgar, áf hálfu
“Social Credit” sinna. Skrýdd-
ust félagsmenn þeir “grænum
skyrtum” og voru hinir vígaleg-
ustu á velli, þó alt færi fram
vel og skipulega. ókunnugt er
undirrituðum um árangur þess
leiðangurs til höfuðborgar Eng-
lands, en skijjanlegt a. m. k.
að það hafi verið all-sláandi
auglýsing fyrir málstað félags-
manna.
Segja má með sanni, um
Major Douglas, að hann haf^
“fært út kvíar,” því að á síð-
ari árum hefir “Social Credit”
hreyfingin borist til annara
landa. Til Skotlands var hann
fenginn til þess að gera “upp-
kast” af sínu nýja fjármála-
fyrirkomulagi, er birtist í blað-
inu “Glasgow Evening Times.”
Vakti það almennar umræður
í stórum stíl.
Major Douglas hefir ekki
viljað gera hreyfingu sína að
í skýrslu þeirra félaga birtist þrætuepli Pólitízkra flokka, því
eftirfylgjandi staðhæfing:
“Vér erum sannfærðir um að
auðmagn bankanna (credits)
er aðal undirstoð eða aðal atr-
iðið í sambandi við alt sölu-
verð; og að engin úrlausn sé
möguleg, sem ekki færir slíkt
auðmagn undir almennings um-
ráð, er svo ákveður söluverð-
ið.”
En er málinu í heild var
framvísað til þáverandi verka-
mannaflokks stjómar, er setti
nefnd til að rannsaka það, var
því að lokum hafnað eins og á
undan er sagt. Geta má þess
að þungamiðjan í mótbárum
nefndarmanna, var sú játning
þeirra eða yfirlýsing, að yfir-
leitt botnuðu þeir lítið í “starfs-
málum praktiskra fjármála.”
Eigi uppgafst Major Douglas
að svo komnu, heldur hélt á-
fram að ræða og rita mál sitt
af kappi. Hélt hann víðsvegar
fyrirlestra um “Social Credit”
og ritaði í blöð og tímarit.
Framúrskarandi dugnað sýndi
hann við bókaútgáfur, því enn
gaf hann út tvær bækur, á ár-
hér ræði um fjármálalegt skipu-
lag er allir pólitízkir flokkar
ættu að geta stutt í sameiningu.
Aðal atriðið sé að útbreiða
þekkingu með félagslegum sam-
tökum. Félög af því tæi hafa
verið stofnuð í Suður Afríku
og eru óðum að stofnsetjast um
allan hinn enskumælandi heim.
í Nýja Sjálandi brauzt þessi
hreyfing samt inn á stjórn-
málasviðið. Voru sextán “Social
Credit” meðlimir kosnir þar til
þings, undir forystu Capt. Rush-
worth. Major Douglas heim-
sótti Nýja Sjáland í desember-
mánuði, árið 1933.
í Ástralíu hafa um ^úsund
“Douglas Credit” félög verið
stofnuð, er telja um 100,000
meðlimi. Við ríkisháskólann í
Sydney hefir ein af bókum maj-
órsins, “Economic Democracy,”
verið valin sem kenslubók.
Hreyfingu þessari er að vaxa
magn í Bandaríkjunum.
er
arar vilja helzt vera einráðir í
löndum sínum!
Núverandi bændastjórn í Al-
bertafylki hefir gengið einna
lengst í að auglýsa “Social
Credit” fyrirkomulagið í Can-
ada, án þess þó að samþykkja
það eða veita því fylgi. Réði
stjórn sú Major Douglas til sín
fyrir tveimur árum síðan, til
þess að leggja skýrslu um fyrir-
komulag sitt fyrir fylkjsþingið.
Eigi gekk þó neitt eða rak í
Alberta, því að bændasinnar
daufheyrðust við öllu áð lok-
um. Var hann þó ráðinn til
Alberta aftur af sömu stjórn
í vor sem leið, en árangurs-
laust sem fyr.
Þessi umrædda hreyfing hef-
ir verið hægfara í Canada, engu
síður en í Bandaríkjunum, en
virðist þó vera að smá riðja sér
til rúms. Fél'ög hafa verið
stofnuð hér og þar, sem sér-
staklega virðast öflug í British
Columbia fylki. Vikublað er
þar útgefið í þágu hreyfingar-
innar, sem náð hefir töluverðri
útbreiðslu. Ritstjóri: W. A.
Tutte.
Maður er nefndur William
Aberhart og er hann háskóla-
stjóri í Calgaryborg í Alberta-
fylki. Hann gerðist öflugur
stuðningsmaður Douglasar fyr-
ir tveimur árum síðan og hefir
barist kappsamlega með hreyf-
ingu hans bæði í ræðu og riti.
Síðastliðinn vetur hófst Aber-
hart þessi til handa og stofn-
aði Pólitízkan flokk, er sækir
um stjórnarvöldin við næstu
fylkiskosningar. Er flokkur sá
svo öflugur orðinn, að margir
spá að aðal kosningabardaginn
verði á milli hans og bænda-
flokksins, sem setið hefir við
völd í Alberta í síðastliðinn 14
ár. Byggir Aberhart stefnu-
skrá flokks síns á “Social
Credit” " fyrirkomulaginu, en
virðist fara ögn lengra hér og
þar og vera öllu stórtækari á
Hætt sumum sviðum en Major Doug-
Til dæmis tiltekur stefnu-
Alberta
Þeir gömlu æ þrungnir af gamalli þrá,
nú gleðjast á minninga-stundu.
Því ljúfverðar minningar Alberta á
þeim ánægju og lífsheill hér fundu.
Hver pabbi og mamma er Alberta ól
nú yngjast við minninga-kransinn.
Og una sízt lengi mun afi í stól,
þá amma er stigin í dansinn!
Hver þjóðhátíð, minningum hugljúfu háð,
vill hugsjónir framtíðar tryggja.
Og hugsun hvers íslendings þá hefir þráð
á þjóðlegum stofngrunni byggja.
Og landnám í Alberta óskastund var
þeim ótrauðu víkinga sonum.
Hver dagsönn er áfram til dáðþroska bar
í draumsýnum fegri og vonum.
Hið liðna á geisla er glæða hvern hug:
Er grænkuðu skógar á vori,
og blómstrandi óbygðin efldi þinn dug,
gaf orku í sérhverju spori.
Og þeir sem að kvatt höfðu kaldari lönd
nú kættust á vorsviðum hlýrri.
En þá héldust frelsi og framsókn í hönd
á fósturströnd ungri og nýrri.
Vér helgum því landnámi hátíðabrag,
vor hjörtu við minningar kætast.
Við frumsporin stigin, vér dáum þann dag,
er draumar og hugsjónir rætast.
Ef þátíðin frumprýði raskaði ranns,
með rekum og öxum og plógum.
Mun framtíðin, Alberta, knýta þér krans
úr kjarrviði fögrum og skógum.
O. T. Johnson
4. ágúst, 1935.
Edmonton, Alberta.
og þjóðar. Bækur Douglasar
brjóta fjármálaskipulagið til
mergjar og varpa ljósi á margt,
sem áður hefir verið alþjóð
hulið.
Edmonton/ Alta.
O. T. Johnson.
ÚTDRÁTTUR ÚR
FUNDARGERNINGUM
á þrettánda ársþingi hins sam-
einaða kirkjufélags íslendinga
í Vesturheimi.
las.
þó við að þar verði hún,
hægfara, því að þar í landi er, s*r* Þ®ssi “S'
auðvaldið stofnsett á þeim
grunni er óhagganlegur virð-
r
toí4
n
af *** t aö
og
\ÍÚÖ
T«'ef‘ ^ f f „5 V°
* , BtW"V 1 W*
• ■ ATT-rft að b „ vetöto ve^
oS ar geta a
tetí»T
T.G.BRIGHT&CO
LIMITED
Canada’s Largest
Winery
Niagara Falls, Ontario
Eatabliahed 1874
aðarlegu “hlutgjalda” (divi-
dends) ér greiðast eiga til allra
atkvæðisbærra einstaklinga, í
fylkinu. Samkvæmt þessu fyr-
irkomulagi á sér þannig stað
hluttaka almennings í afurðum
af verzlunarlegum viðskiftum
landsins. Eðlilega berjast hin-
ir gömiu pólitízku flokkar öfl-
uglega á móti þessu öllu, segja
það allt í bága við stjórnarskrá
landsins og í alla staði “óalandi
og óferjandi.” En flokkur Ab-
erharts fer sínu fram og þing- j
mannsefni hans sækja í öllum
kjördæmum fylkisins.
“Social Credit” er örðugt að
þýða á íslenzku, svo skiljaniegt ^
sé. Venjulega er orðið “credit”
látið þýða “lán-traust.” En þýð- '
ing þess orðs er þó víðtækari
í viðskifta og verzlunarlegum
skilningi. Getur þá þýtt “eigna-
magp eða auðmagn” — magn
neytendans til að afla sér lífs- j
nauðsynja og annars, elns
magn er skapast víð framleiðslu
þess er þjóðin þarf með. En
ætíð er “magn” það háð virð-
ing eða settu verðmæti þeirra'
háu og stóru í fjármálasessi!
Hinni umsvifamiklu hre\yf-
ingu Major Douglas verður eigi
rækilega lýst í stuttri blaða-
grein. Aðal kjarni þess nýja |
fjármála fyrirkomulags er sá:
að styrkja neytendur engu síð- ^
ur en framleiðendur; að alþýðu
hvers lands veitist nægilegur
kaupeyrir til þess að afla sér
allra lífsnauðsynja; nægilegur
gjaldeyrir sé í veltu til þess að
viðhalda allri framleiðslu og
tryggja lífleg viðskifti; slíkt sé
grundvallaratriði atvinnumála
og á því byggist velferð lands
Framh.
Skýrsla ungmennafélags-
nefndar var lesin af ungfrú Elsie
Pétursson.
Skýrt var frá að ungmenna-
félag með 60 meðlimum hefði
verið stofnað á síðastliðnu ári í
sambandi við Sambandssöfnuð
í WinniPeg, og að starf félagsins
hefði gengið vel. Nefndarskýrsl-
an var samþykt. 1 milliþinga-
nefnd til að annast ungmenna-
félagsmálin voru kosin:
Ólafía Melan
Margrét Pétursson
Gísli Borgfjörð
Helga Árnason
Margrét Stevens
Finnbogi Jónsson
Næst var lögð fram skýrsla
yfirskoðunarmanna og skýrsla
fjármáianefndar. Skýrsla yfir-
skoðunarmanna var samþykt
athugasemdalaust.
Fjármálanefndin lagði til að
stjórnarnefnd félagsins sé falið
að gera fullnaðar reikningsskil
milli félagsins og Sambands-
safnaðar í Winnipeg, að nefnd-
inni sé heimilað að veita fé úr
sjóði til útbreiðslumála þeirra,
sem nefndinni þykja nauðsyn-
leg, og sömuleiðis til styrktar
guðfræðisnemum innan félags-
ins; að stofnaður sé útvarps-
sjóður, og að hver söfnuður,
sem félaginu tilheyrir, sé beðin
að taka samskot við eina guðs-
þjónustu á árinu til styrktar
sjóðnum.
Nokkrar umræður urðu um
þriðju tillöguna. J. B. Skapta-
son talaði um aukakostnað við
útvarpið. P. S. Pálsson benti á,
að það hefði ekki alllítinn
kostnað í för með sér, ef félagið
ætti eitt að sjá um allan kostn-
aðinn. Taldi hann æskilegt, að
guðsþónustum yrði. útvarpað
frá Sambandskirkjunni í Win-
nipeg að minsta kosti fjórum
sinnum á ári, en að á síðast-
liðnu ári hefði félagið tæplega
getað staðist kostnaðinn af út-
varpinu, ef ekki hefðu borist
gjafir í útvarpssjóðinn frá ein-
staklingum. Sveinn Thorvald-
son sagði að félagið þyrfti að
fá fyllri upplýsingar um alt
þetta mál og kostnað við það,
þar sem útvarpið gerði mikið
gagn, þar sem svo hagaði til að
fólk ætti ómögulegt með að
sækja guðsþjónustur. J. Ó.
Björnsson sagði, að þar sem
prestlaust væri, þætti fólki yfir-
leitt vænt um að fá útvarps-
guðþjónustur af og til. Tvær
iaf messum þeim, sem útvarpað
hefði verið frá Sambandskirkj-
unni í Winnipeg árið sem leið,
sagði hann að hefðu heyrst á-
gætlega í Wynyard, en ein als
ekki. Kvaðst hann telja víst, að
margir yrðu fúsir til að leggja
fram nokkuð til þess að stand-
ast kostnað af útvarpinu.
Að þessum umræðum loknum
var nefndarskýrslan samþykt og
J. B. Skaptasyni var falið að
semja við CKY fyrir hönd fé-
lagsins viðvíkjandi útvarpinu.
Þá voru næst bornar fram
ritaðar og munnlegar skýrslur
frá söfnuðunum, sem í félaginu
eru: Jóhann Sæmundsson fyrir
Árborgar söfnuð, Björn Björns-
son fyrir Lundar söfnuð, J. B.
Skaptason fyrir Winnipeg söfn-
uð, Matthildur Friðrikson fyrir
Dafoe söfnuð, Rögnv. Pétursson
fyrir Piney söfnuð, Sv. Thor-
valdson fyrir söfnuðina í Nýja
íslandi, að Árborgar söfnuði
undanteknum, Guðm. Árnason
fyrir Oak Point söfn. og gat
einnig um aðra staði, þar sem
hann flytur guðsþjónustur.
Sveinn Thorvaldson talaði um
að nauðsynlegt væri, að allir
söfnuðir sendu ritara félagsins
sem greinilegastar skýrslur á
hverju ári.
Dr. Rögnvaldur Pétursson
lagði til, að þingið léti í ljós á
viðeigandi hátt ánægju sína yfir
því að hafa sem gest dr. Thor-
berg Thorvaldson, prófessor við
Saskatchewan háskólann, og
þakkaði honum um leið fyrir
fylgi hans og starf á liðnum ár-
um. Tillagan var samþykt með
því að allir viðstaddir risu úr
sætum sínum.
Dr. Thorb. Thorvaldson bað
sér þá hljóðs. Lýsti hann á-
nægju sinni yfir því að geta
verið viðstaddur á þessu þingi,
og sagðist vona, að unt yrði að
heyra framvegis í Saskatoor
guðsþjónustur þær, sem útvarp-
að yrði frá Sambandskirkjunni
í Winnipeg.
Fundi var frestað til klukkan
tíu árdegis næsta dag.
Klukkan sjö að kvöldi flutti
séra Jakob Jónsson erindi, sem
hann nefndi “Skriftir og sál-
grenslan”. Gerði hann mjög
ljósa grein fyrir sálgrenslan
(psycho-analysis) á sviði lækn-
Jsfræðinnar og sálarfræðinnar
og talaði einnig um notkun
hennar á trúmálasviðum. Var
erindið í alla staði hið fróðleg-
'asta og vel flutt, og birtist það
j væntanlega á prenti áður en
langt um líður.