Heimskringla - 14.08.1935, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 14. AGÚST, 1935
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
NÍUNDA ÞING
Sambands íslenzkra kvenfélaga
í Norður Ameríku
Haldið að Wynyard, Sask.,
29. júní, 1935
Fundargerningur
Níunda þing sambands ísl-
lenzkra frjálslyndra kvenfélaga
í Norður Ameríku var sett kl.
10 f. h. 29. júní, 1935 í kirkju
Wynyard-safnaðar. Forseti,
Mrs. S. E. Björnson, bað konur
að syngja sálminn nr. 637 áður
en tekið væri til starfa. Því
næst flutti hún bæn og bauð
alla gesti og fulltrúa velkomna.
Samkvæmt tillögu Mrs. G.
Árnason, voru þessar konur
kosnar í kjörbréfanefnd: Mrs.
J. Kristjánsson og Mrs. R.
Pétursson. Forseti skipaði eft-
irfylgjandi konur í dagskrá-
nefnd: Mrs. Borgfjörð, Mrs.
'Skaftason og Mrs. Árnason.
Mrs. R. Pétursson gerði uppá-
stungu að öllum konum er sætu
þingið væri veitt þingréttindi.
Samþykt. (
Mrs. Árnason, fyrir hönd dag-
skrár nefndarinnar las upp dag-
skrána.
Mrs. Thorvaldson gjörði til-
lögu sem studd var af Miss
Sigurrós Johnson, að dagskráin
yrði viðtekin. Samþykt.
Mrs. Skaftason gjörði tillögu,
studda af Mrs. Thorvaldson, að
Miss Helga Árnason, og Miss
R. Vidal væru kosnar til að
yfirskoða skýrslur gjaldkera.
Samþykt.
Skrifari las upp fundargjörn-
ing síðasta fundar. Mrs. Árna-
son gerði uppástungu, studda
af Mrs. Thorvaldson, að fundar-
gjörningurinn væri samþyktur.
Samþykt.
Miss Helga Árnason las upp
skýrslu féhirðis vegna þess að
féhirðir, Mrs. G. M. Björnson,
var fjarverandi. Var skýrslan
yfirskoðuð, fundin rétt og við-
tekin. Gjörði Mrs. Borgfjörð
uppástungu en Mrs. Ámason
studdi, að Sambandið veitti tíu
dali í eftirlaunasjóð Presta.
Samþykt.
Þar næst skýrði Mrs. J. B.
Skaftason frá sameinaðri sam-
komu sunnudagaskólanna sem
haldin var á Gimli sunnudaginn
þ. 16. júní s. 1. Sagði hún að
þrátt fyrir óhagstætt veður
hefðu bömin skemt sér vel.
Höfðu börnin verið æfð í að
syngja nokkur íslenzk lög, og
fór sá s'öngur mjög vel fram
undir umsjón Mr. G. Erlendson-
ar. Fóru þar fram hlaup og
stökk og ýmsar íþróttir undir
umsjón séra Philip Péturssonar
og Skafta Borgfjörð. Að end-
ingu veittu kv^nfélagskonur
Gimlisafnaðar öllum kaffi ó-
keypis.
Mrs. Borgfjörð talaði þá fá-
ein orð um að æskilegt væri
að hafa samkomur þessar fram-
vegis og gerði það að tillögu
að nefnd yrði kosin til að íhuga
þetta sunnudagaskólamál. Var
þessi tillaga studd af Mrs.
Kristjánsson. Þessar voru kosn-
ar í nefndina: Miss Gerða
Kristjánsson, Mrs. Borgfjörð,
Mrs. Skaftason, Mrs. J. Kristj-
ánsson, Miss M. Pétursson, Mrs.
Dr. Björnson, Árborg, Miss S.
Johnson frá Árnes, Mrs. Melan
frá Riverton, og Miss S. Benson
frá Gimli. Mrs. R. Pétursson
talaði um erfiðleika á að
koma bömunum saman til söng
æfinga. Miss Gerða Kristjáns-
son talaði um erfiðleika þess-
ara sameinuðu samkomu vegna
kostnaðarins við þær.
Mrs. J. B. Skaftason flutti
kveðjur frá þeim konum sem
ekki gátu verið viðstaddar.
Mrs. Björnson flutti kveðjur frá|
ýmsum konum sem vom fjar- j
verandi( en sérstaklega frá Mrs.
R. Kvaran. Hún skýrði frá því1
að hún hefði fengið bréf frá
henni með kveðju til sambands-
ins. Tillaga frá Mrs. J. B.
Skaftason, studd af Mrs. Borg-
fjörð, að Mrs. Dr. Björason sé
falið að skrifa Mrs. R. Kvaran
og bera henni kveðju kvenna-
sambandsins. Samþykt.
Skýrslur kvenfélagana voru
þar næst gefnar. Mrs. Björa-
son las skýrslu frá Árborg; Miss
Sigurrós Johnson las skýrsluna
frá Árnesi; Miss Kristín Benson
skýrsluna frá Gimli; Mrs. E.
J. melan las skýrsluna frá Riv-
erton; Mrs. Árnason las skýrsl-
una frá Lundar.
Oak Point og Langruth sendu
ekki neina skýrslu. Mrs. Árna-
son lagði til að skýrslur sem
gefnar væru á þingi væru meira
en hagfræðisskýrslur, því ágrip
af starfsemi félaganna væri
meira virði en upptalning inn-
tekta og útgjalda. Mrs. Skafta-
son lýsti ánægju sinni yfir
hvað fullkomin skýrsla Lundar
og Árborg kvenfélaganna hefði
verið. Sérstaklega hefði sér
þótt ánægjulegt að heyra um
samkomuna sem Lundar félagið
hefði árlega fyrir aldrað fólk,
og óskaði þess að fleiri kven-
félög taki upp þann sið, að
gleðja gamla fólkið.
Mrs. Skaptason skýrði frá
líknarstarfsemi safnaðarins í
Winnipeg: yfir 120 dalir hefðu
verið gefnir til líknar starfsemi
og margar jólakörfur hefðu ver-
ið gefnar á jólunum.
Næst skýrði forseti frá því
að tveir nefndarfundir hefðu
verið haldnir á árinu. Einnig
efndi Sambandið til skemti-
fundar að Árnesi þ. 16. sept.
Þann fund sóttu konur frá Gim-
li, Riverton, Árnes og Árborg.
Forseti Sambandsins, Mrs. S.
E. Björnson, stýrði fundinum
og skýrði konum frá starfi ög
tilgangi þess félags. Mrs. John-
son, forseti Árnes-kvenfélagsins,
bauð konur velkomnar. Mrs. E.
Melan flutti erindi um Californ-
íu og var það erindi bæði fróð-
legt og skemtilegt. Þær systur
Mrs. Sigurgeirsson og Miss Þór-
dís Thorvaldson skemtu með
söng. Báru svo kvenfélags-
konur Árnessafnaðar fram
rausnarlegar veitingar handa
öllum sem fundinn sóttu. Einn-
ig gat forseti þess að hún og
Mrs. J. Skaptason hefðu heim-
sótt Lundar kvenfélagið síðast-
liðiö haust. Flutti Mrs. Skapta
son þar erindi um listir, en
Mrs. S. E. Björnson talaði um
heilbrigðismál. Viðtökur voru
hinar ánægjulegustu. Að síð-
ustu gat forseti þess, að hún
hefði verið á skemtifundi hjá
Winnipeg kvenfélaginu. Hefði
hún þar minst á sumarheimilis
hugmyndina og henni verið yf-
irleitt vel tekið. Flutti Mrs.
J. B. Skaptason þar erindi um
listir og aðstoðaði Mr. J. Kristj-
ánsson hana með því að sýna
myndir af frægum listaverkum.
Hvatti forseti kvenfélagskonur
PELtmERS
COUNTRY CLUB
J"PECIA1_
The BEER that Guards
Q.UALITY
Phones: 42 304
41 111
Bjálkahúsið
Við að skoða eftirlíking laf fyrsta kofa Gimli manna
Þarna er höllin — húsið smáa,
Húsið litla — en frægðar háa.
Fyrir þá, sem framhjá ganga:
Frumbýlingsins Grettis-tak.
Hönd sem lagði lag í verkið,
Lengst mun sýna dáðamerkið,
Þó um aldir öldur falli.
Ei því grandar tímans blak.
Svipir kringum salinn reika,
Sögulandið akurbleika,
Litið fá með andans augum,
Áður hvar var þeirra slóð.
Gleðjast yfir gæfu hinna,
iGengi fa.gna bræðra sinna —
Arfa sinna og allra manna:
Öld, er myndar nýja þjóð.
Húsið litla, limi þakið,
Lýðfrægð hefir náð. Og vakið
Aðdáun, sem ekki gleymist.
Okkur þó sé málið háð.
Skúti hlýr, í skorpu fanna;
Skýlið gömlu frumherjanna,
Kotungs bær, sem konungs setur,
Köppum varð, með hug og dáð.
Hér var hlúð að mörgum manni,
Manni — er barst að þessum ranni,
Fátæklegum ferðamanni,
Frumbýling, er haföi ei neitt.
Fjölskyldur, sem ekkert áttu,
Ætíð þarna huggast máttu.
Gestrisninnar göfgu hendur,
Gátu hrygð í fögnuð breytt. .
Einn er ljórinn. Lítil týra.
Lagði þaðan glætu hýra.
Það var viti f vetrarhríðum.
Vænt að komast þangað heim.
Nú er kofinn aflag orðið,
Áhöld fá og lítið borðið.
Geymist þó í minni manna.
Markryðjendum -— heill sé þeim!
Jón Kernested
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Bldg.
Skriístofusimi: 23 674
Stundar sérstaklega lungnasjúk-
dóma.
Er að finni á skrifstofu kl. 10—ir
f. h. og 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
Talsími: 33 158
Dr. J. Stefansson
216 MEDICAL ARTS BLDG.
Horni Kennedy og Graham
Stundar eingöngu augna-eyrna-
nef- og kverka-sjúkdóma
Er að hdtta frá kl. 2.30—5.30 e. h.
Talsimi: 26 688
Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691
Jacob F. Bjarnason
—TRAN SFER—
Baggage and Furniture Moving
591 SHERBURN ST.
Phone 35 909
Annast allsfconar flutnlnga fram
og aftur um bœinn.
að heimsækja fundi hvor ann-
ara, meira en gert væri, því í
því væri hagur öllum málsaðil-
um.
Mrs. Skaptason gerði þá upp-
ástungu að Mrs. R. Pétursson
yrði gerð að heiðursforseta fél-
agsins. Samþykt.
Mrs. Kristjánsson gerði uppá-
stungu að fundi væri frestað
til kl. 2 e. h.
Þá komu fundarkonur saman
á ný. Flutti Mrs. Dr. Björnson
erindi um starfsemi félagsins,
stefnu þess og tilgang, og út-
skýrði hin þrjú aðalmál sem
eru á dagskrá fiess. Þar næst
flutti Mrs. E. J. Melan erindi
um friðarmál. Mrs. Dr. Björa-
son flutti því næst erindi um
uppeldismál og í sambandi við
það skýrði hún frá tilraunum
félagsins að koma á sumar-
heimili fyrir böm, og skýrði
frá að búið væri að leigja hús
á Gimli í þeim tilgangi, að þar
yrði hafin starfsemi í sumar.
Mrs. O. Pétursson benti á að
kvenfélaginu í Winnipeg hefði
þótt það æskilegt, að mæðrum
sem ættu lítil börn, væri leyft
að vera með þeim á sumar-
heimilinu. Var þetta rætt dá-
lítið frekar, og forsetinn gat
þess að þótt það væri eigi
hægt nú þá mætti reyna það
í framtíðinni.
Mrs. Skaptason talaði fáein
orð um þetta og gjörði það að
tillögu, sem studd var af Miss
G. Kristjánsson, að stjómar-
nefndinni væri falið þetta mál
á hendur.- Samþykt.
iSkrifara var falið á hendur
að tilkynna félaginu The Wom-
en’s International League for
Peace and Freedom að Sam-
! bandið væri að vinna að friðar-
I málum.
i
Næst var samvinnumál tekið
! á dagskrá. Var það rætt nokk-
uð.
Þar næst gaf Miss Elsie Pét-
ursson skýrslu frá ungmenna-
félaginu, og gat þess að fund-
ir hefðu þar verið reglulegir;
að það hefði gefið fjármunaleg-
an styrk söfnuðinum, en eink-
um hefði félagsskapurinn aukið
áhuga þeirra sem að honum
stóðu fyrir kirkjusókn.
Forseti mintist á hvort að
Wynyard konur vildu ganga í
Sambandið. Svaraði forseti
Wynyard kvenfélagsins að hún
skyldi taka það mál til með-
ferðar á næsta fundi.
Næst fóru fram embættis-
kosningar í félaginu.
Tillaga frá Mrs. Melan, studd
af Mrs. R. Pétursson, að stjórn-
arnefnd sé endurkosin. Sam-
þykt.
Tillaga frá Mrs. Árnason, að
Mrs. Carl Bjarnason, á Lang-
ruth, Mrs. Norman Stephens
frá Ginili- og Mrs. Melan frá
Riverton sé bætt í stjórnar-
nefndina. Samþykt.
Fundi slitið.
Laugardaginn kl. 2 e. h. flutti
Mrs. J. B. Skaptason fyrirlestur
um nútíma sjúkdómsvarnir, eft-
ir Lilju Thordarson, Gimli, sem
því miður gat ekki sótt þing-
ið.
Að kveldi hins 1. júlí hélt
Samband kvenfélaganna skemti
samkomu í kirkju Sambands-
safnaðar í Wynyard að við-
stöddu miklu fjölmenni. Sam-
koman byrjaði með því að for-
seti, Mrs. S. E. Bjömson, bauð
gestina velkomna og skýrði frá
áhugamálum Sambandsins. Sér-
staklega skýrði hún frá hinni
nýju hugmynd Sambandsins um
að stofna sumarheimili fyrir
böm einhversstaðar niður við
Winnipegvatn, þar sem börnin
gætu notið góða veðursins og
baðað sig í vatninu. Lýsti hún
með vel völdum orðum hversu
hin góðu áhrif, er slík sumar-
dvöl hefir á börnin, mætti vaxa
í minningu þeirra og verða þeim
til æfilangrar blessunar. Því
næst lék Harold Brown lag á
piano. Þá flutti Helga Árna-
son fræðandi og skemtilegt er-
indi um nútíma listir. Þar
næst sungu tvísöng Mr. Carl
Friðriksson og H. Johnson en
Mrs. Garish aðstoðaði á píanó-
ið. Var söngur þeirra hinn
fegursti og var tekið með
dynjandi lófaklapPj. Þá söng
Mrs. Terry einsöng með aðstoð
Harold Brown. Eftir það tal-
aði séra Jakob Jónsson nokkur
orð um það, hvað þekking
manna og samband við nátt-
úruna væri nauðsynleg, sér-
staklega fyrir borgarbömin.
Benti hann á að sumarheimilis-
hugmyndin bætti nokkuð úr
þeirri þörf og hvatti hann fólk
til að styrkja eftir megni þessa
fögru hugmynd, því hugsjónir
væru ekki nógar ef ekkert væri
framkvæmt. Þá las Mr. Árni
Sigurðsson “Síðasta fullið’’ eft-
ir Dr. S. Nordal. Var upplest-
urinn hinn snildarlegasti og
áhrifamikill. Eftir það söng
P. S. Pálsson gamanvísur, og
varð hann að endurtaka söngin
aftur og aftur. Var samkom-
unni slitið með því að allir
sungu Ó guð vors lands. For-
RAGNAR H. RAGNAR
Píanisti oo kennari
Kenslustofa: 683 Beverley St.
Phone 89 502
Dr. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
MARGARET DALMAN
TEACHER OF PIANO
854 BANNING ST.
Phone: 26 420
seti þakkaði öllum þeim sem
þátt tóku í því að gera sam-
komuna skemtilega og kvenfél-
agskonum Wynyard safnaðar
fyrir þeirra miklu gestrisni og
góðu viðtökur.
Mrs. E. J. Melan, ritari.
FRÁ ÍSLANDI
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
Lögfrceðingur
702 Confederation Life Bldg.
Talsími 97 024
W. J. LINDAL, K.C.
BJÖRN STEFÁNSSON
tSLENZKIR LOGFRÆÐINGAR
á öðru gólfl
325 Main Street
Talsími: 97 621
Hafa eirjnig skrifstofur að
Lundar og Gimli og eru þar
að hitta, fyrsta miðvikudag i
hverjum mánuði.
M. HJALTASON, M.D.
ALMENNAR LÆKNINGAR
Sérgrein: Taugasjúkdómar
Lsetur úti meðöl í viðlögum
Viðtalstímar kl. 2—4 e. h.
7—8 ati kveldinu
Sími 80 857 665 Victor St.
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annast um útfar-
ir. Allur útbúnaður sá besti. _
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phone: 86 607 WINNIPEG
Dr. S. J. Johannesson
218 Sherburn Street
Talsiml 30 877
Vlðtalstimi kl. 3—5 e. h.
Rovatzos Floral Shop
206 Notre Dame Ave. Phone 94 954
Fresh Cut Flowers Daily
Plants in Season
We specialize in Wedding &
Concert Bouquets & Funeral
Designs
Icelandic spoken
THE WATCH SHOP
Thorlakson Baldwin
Diamonds and Wedding
Rings
Agents for Bulova Watches
Marriage Licenses Issued
699 Sargent Ave.
Fjögur selveiðaskip sökkva
í íshafinu
ísafirði, 17. júlí.
Norskt hvalveiðaskip, “Ves-
tad” M. 116, kom hingað til
ísafjarðar kl. 8 í kveld með
45 skipbrotsmenn af 4 norskum
skipum, sem sukku við sela-
veiðar í íshafinu. Skipin sem
sukku voru þessi:
Hvidungen, sökk 9. þ.m.,
Hviding, Randi og Skansen.
Hin þrjú síðastnefndu sukku 11.
þ. m.
Öll skipin, sem sukku, voru
frá Álasundi.
Allar skipshafnir skipanna
björguðust um borð á Vestad.
Selveiðimenn segja veiði trega
í sumar og mikla storma í ís-
hafinu.—Mbl.
* * ¥
Slys
Sigríður, Dagbjartur og Grím-
ur, börn Bjama Grímssonar,
fiskimatsmanns, voru á sunnu-
daginn í skemtiferð austur við
Grafarbakkahveri. Sigríður
hætti sér svo nærri einum
hvernum, að hrúðrið, sem var
umhverfis hveropið sprakk und-
an fótum hennar og féll hún
upp að hnjám niður í hyldjúp-
an sjóðandi hverinn. Það var
aðeins snarræði bræðra hennar
| að þakka, að hún bjargaðist,
,sagði faðir systkinanna, þeg-
j ar Morgunblaðið spurði hann
| um slysið. Símað var frá Hruna
I eftir lækni og sjúkrabíl, héðan
,úr bænum, og stúlkan flutt í
Isjúkrahús Hvítabandsins. Líðan
i hennar er góð eftir hættP-ann-
ars er hún mikið brend á fót-
um og fótleggjum. Sigríður er
19 ára.
Dr. A. V. JOHNSON
tSLENZKUR TANNLÆKNIR
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegnt pósthúsinu
Simi: 96 210 Heimilis: 33 328
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Slmi: 94 221
600 PARIS BLDG.—Wlnnipeg
J. T. THORSON, K.C.
tslenzkur lögfrceðingur
Skrifstofa:
801 GREAT WEST PERMANENT
BUILDING
Simi: 92 755
Ofhce Phone
87 293
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BUILDING
Opfice Hours:
12 - 1
4 p.m. - 6 P.M.
AND BY APPOINTMENT
Talsimi: 28 889
Dr. J. G. SNIDAL
TANKLÆKNIR
614 Somerset Block
Portage Avenue WINNIPEG