Heimskringla - 14.08.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 14. ÁGÚST, 1935
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
haldið áfram að rera íslenzkir, sem eyddu hér kröftum sínum
eins lengi og við missum ekki gengu hér í gegnum hið bitrasta
sjónir á verðmætum norræns landnámsstríð, sem íslendingar
menningararfs. Og þegar mað- j hafa nokkru sinni háð. Kvenn-
ur er staddur á íslenzkasta ; anna, sem kallaðar voru til að
staðnum hér vestra, verður hafast við í litlum, köldum og
manni ekki láð það, þó maður
hugsi sér og æski slíkrar mið-
stöðvar þess sem íslenzkt er,
einmitt þar, í Nýja-íslandi.
VIÐ LAGNINGU
GRUNNSTEINS
að minnismerki yfir íslenzka
landnámsmenn að Gimli 5. á-
gúst 1935. eftir J. J. Bíldfell,
forseta Þjóðræknisfélagsins
Islenzku menn og konur!
Vér íslendingar höfum komið
saman við ýms tækifæri og
undir ýmsum kringumstæðum,
í þessu landi, en sjaldan við
tækifæri, sem eins hefir brent
sig inn í instu fylgsni hjartna
vorra, eins og það sem safnað
hefir oss saman um grunn þann,
sem hér er reistur. Engin minn-
ing héfir læst sig svo um líf
vort og sál, eins og minningin
um mennina og konurnar, sem
þessi varði er hér skal reisa er
helgaður—íslenzku mennina og
konurnar, sem lentu hér við
ströndina á Gimli fyrir sextíu
árum síðan.
Slíkar minningar eru mönn-
um dýrmætar, eða ættu aö
minsta kosti að vera það. En
þó að minningar í hjörtum og
hugum manna séu gullvægar,
þá eru þær þó forgengilegar,
eins og alt annað, sem að tím-
ans tönn nær til. Endurminn-
ingarnar fölna og fyrnast með
tíð og tíma og sifjaböndin mást
þar til þau slitna. Menn háfa
því fundið annað ráð til að
varðveita viðburðina frá því að
falla í gleymsku og dá, og það
er að varða þá svo traust að
minnismerkin séu talandi vott-
ar þeirra, frá einni kynslóð til
annarar og öld fram af öld.
Minnisvarðarnir eru eins
gamlir og mannkynssagan, eða
eldri. Þeir hafa verið reistir í
öllum löndum og af öllum þjóð-
um. Táknmyndir þeirra eða
fyrirkomulag er mjög með mis-
munandi' hætti, og fer eftir
menningarþroska þjóða, eða
hlutaðeigandi einstaklinga.
En þó að táknmyndir þeina
séu margar og oft hver annari
ólíkar, þá eiga þeir þó allir sam-
eiginlegt gildi, að minsta kosti
í tveimur aðal atriðum. Hið
sögulega og hið minningarlega
gildi.
Mönnum hefir nú raunar ver-
ið þetta ljóst áður, en aldrei eins
berlega og nú, þegar varðarnir
eru farnir að fylla upp í eyður
sögunnar, og gefa samtíð vorri
skýrari myndir af menningará-
sigkomulagi liðinna tíða, en fólk
átti áður kost á.
Þessi minnisvarði, sem vér
leggjum hornsteininn að í dag,
skal reistur til að vera sögulegt
tákn á þessum stað, þegar at-
burðurinn, sem hann varðar er
fallinn í gleymsku og dá, og þó “Queen Mary”
kynslóðir komi og kynslóðir Ensk blöð skýra frá því, að t
fari, skal hann standa, til var- kinu nýja risaskipi, Queen Mary,
anlegs tákns um landtöku ís- j verði alls þrír kvikmyndasalir.
lendinganna fyrstu, sem bygð
hófu í Vestur-Canada.
En ásamt því að vera sögu-
óhollum húsakynnum og halda
við ylnum á arni þeirra. Kvenn-
anna, sem urðu að deila litlum
brauðleifum á milli margra. —
Kvennanna, sem eftir erfið
dagsverk urðu að vaka yfir
veikum börnum sínum, þegar
ylurinn frá eldstæðum húsa
þeirra vermdi sjúkrabeðinn ann-
ars vegar en vetrarfrostin nístu
þau hins vegar og urðu svo að
fylgja hverju þeirra eftir annað
til grafar, en mæltu þó eigi
æðruorð. Kvennanna, sem jókst
orka við hvern erfiðleika og
stækkuðu í hverri hættu. Land-
námskvennanna vestur-ís-
lenzku,, sem voru prýði stöðu
sinnar, bygðar sinnar og ætt-
þjóðar.
Að síðustu er þessi varði próf-
steinn á íslendinga sjálfa. Hvers
virði er minningin um þessa
landnámsmenn og landnáms-
konur yðar íslendinga? Er bar-
átta þeirra, sigrar þeirra og trú-
trúmenska nokkurs virði fyrir
oss?
Metum vér það nokkurs, að
þetta landnámsfólk af vorri
þjóð, stríddi og sleit sér til þess
að vér, sem á eftir komum
mættum njóta ávaxtanna af
verkum þeirra og lífsþæginda
sem það bjó oss í ríkari og fyllri
mæli, bæði efnalega og andlega
talað, en vér annars heifðum
getað gert? Eg veit þið metið
það, og eg veit að á meðal landa
minna, hvar svo sem þeir eru
niðurkomnir í þessari viðáttu-
miklu heimsálfu, er' ekki að
finna svo járnkalda haustsál að
hún ekki beygi sig í lotningar-
fullri þögn fyrir minningu land-
námsmannanna og landnáms-
kvennanna, sem fyrst reistu bú
og bygð á strönd Winnipeg-
vatns og strengdu þess heit að
geyma þá minning í hreinu
hjarta eins lengi og lífið endist
og að gera hana eins arðberandi
innstæðu í sínu eigin lífi og unt
er.
Þjóðræknisfél. ísl. í Vestur-
heimi, sem gengist hefir fyrir að
byggja þessa undirstöðu og
þessari hornsteinslagningu, hef-
ir ákvéðið að halda minnisvarða
byggingunni áfram tafarlaust
unz að henni er lokið, þó enn
skorti fé til að ljúka því verki.
Það vonast eftir samhygð, sam-
vinnu og samtökum yðar allra,
vonast eftir að allir geti orðið
eitt í því að áform það geti tek-
ist, svo hægt verði að afhjúpa
minnisvarðann 21. október
næstkomandi, sem er sextugasti
lendingar afmælisdagur land-
námsfólksins hér á ströndinni,
minning þess til verðugrar við-
urkenningar og oss íslendingum
sjálfum til sóma.
Lífsreikningur sjötugs manns
Þegar eg lít yfir lífsreikning minn
Og liða hann sundur, í næði —\
Margskonar úttekt eg í honum finn
Sem ekki var matur, né klæði.
Flest sem hjá öðrum eg inn hefi lagt,
Eg út tók í svikum og snuði.
Eg skulda víst fáum, það fæ eg þó sagt,
Nema foreldrum mínum, og guði.
S. J. Scheving
ÆFIMINNING
HITT OG ÞETTA
legt tákn, á þessi varði að
vernda og vegsama minningu
mannanna, sem á hallandi
hausti árið 1875 lentu hér við
ströndina, framandi og félausir.
Mannanna íslenzku, sem komn-
ir voru “austan um hyldýPis
haf” klæðlitlir og skýlislausir.
Mannanna, sem ruddu hér
brautina og bygðu f y r s t u
bjálka heimilin. Mann-
anna, sem höfðu eigi annað á
milli sín og dauðans en hendur
sínar og hugrekki. Mannanna,
sem möttu lög og rétt jafnt sínu
daglega brauði og fyrstir allra
settu á stofn lög- og reglu-
bundið mannfélag í þessari
bygð. Mannanna, sem fyrstir
ruddu brautirnar í gegnum
eyðiskóga þessa héraðs og brú-
uðu fenin og flóana. Mannanna
Einn salur fyrir hvert farrými.
* ¥ *
Vatnabíll
Þýskur verkfræðingur hefir
fundið upp nýja gerð bíla, sem
hægt er að aka jafnt á sjó og
landi. Vagnar þessir geta far-
ið með alt að 20 km. hraða.
* * *
Hið konunglega
ítalska flugfélag
hefir heitið 100,000 líra verð-
launum þeim manni sem fyrstur
finnur upp flugvél, sem ein-
göngu er rekin áfram með
mannsafli.
* * *
Útviarpsveiki
Læknar í Ameríku þykjast
hafa fundið nýja veiki hjá fólki,
sem hlustar á útvarp á stuttum
bylgjum. Sjúkdómurinn lýsir
sér á þann hátt að fólk verður
blóðlaust, fær slæman höfuð-
verk og verður heyrnarsljóft.
STEINÞÓR JÓSEFSSON
Hann andaðist á spítala í
Winnipeg 15. júlí síðastliðinn,
eftir langvarandi veikindi.
iSteinþór fæddist 21. október,
1880 í Stykkishólmi á Islandi
eða þar í grend. Foreldrar hans
voru Vigfús Jósefsson og Guð-
rún Jóhannesdóttir; voru þau
bæði ættuð úr Snæfellsnessýsl-
unni. Þau fluttust vestur þeg-
ar Steinþór var bam að aldri
og settust að í Mikley, eftir
tveggja ára dvöl í Winnipeg.
Bjuggu þau þar nokkur ár og
hét heimili þeirra Hólmar. Það-
an fluttust þau til ísafoldar-
bygðarinnar í Nýja íslandi og
áttu þar heimili um eitt skeið,
eða fram til ársins 1903, er þau
fluttust vestur í Grunnavatns-
bygðina, eins og hún var þá
nefnd. Þar bjuggu þau fyrst
við Stony Hill Pósthús og síðan
við Hove pósthús. Var Vigfús
alkunnur dugnaðarmaður, á-
reiðanlegur og vandaður. Guð-
rún var greindarkona, og bæði
voru þau vel látin. Hann dó
árið 1915 en hún 1925.
Steinþór ólst upp með for-
eldrum sínum og dvaldi lengst
af hjá þeim meðan bæði voru
á lífi. Oft var hann þó við
vinnu frá heimilinu, einkum
plægingar. Var hann þá tíðum
í samvinnu við frænda sinn,
Kristján Pétursson Bjarnason-
ar, sem nú býr í Arborg. Voru
þeir systkinasynir og mjög sam-
rýmdir frá barnæsku. Um þetta
leyti var iSteinþór tvo vetur
við nám á búnaðarskólanum í
Winnipeg.
Mörg síðari árin átti Steinþór
heima á Lundar og stundaði
þar margskonar smíðar og
fiskiveiðar í Manitobavatni á
vetrum, meðan heilsa hans
leyfði. Var hann lengi í félagi
með Jóhanni Gíslasyni og smíð-
uðii þeir meðal annars mikið
af netaflám, sem talsverður
markaður var fyrir um það
leyti.
Fyrir nokkrum árum misti
Steinþór heilsuna, svo að hann
varð að hætta allri erfiðis-
vinnu. Fór heilsa hans mjög
hnignandi hin síðustu árin. Var
hann þá lengst af til heimilis
hjá Snæbirni Einarssyni á Lun-
dar og konu hans Guðríði, og
naut þar beztu aðhlynningar.
Steinþór heitinn var prýði-
lega vel gefinn maður og mjög
fjölhæfur. Verkhygni og hug-
vit hafði hann í ríkum mæli, og
fékst talsvert við uppfinningar;
má til nefna plóg með sérstöku
lagi, til að Plægja með rætna
jörð, og motor-sleða, er hann
smíðaði. Ekki urðu þessar upp-
finningar honum nein fjárupp-
sPretta, þótt að líkindum hefði
mátt gera báðar vel nothæfar.
En ekki var síður eftirtektar-
vert, hversu athugull hann var
á öðrum sviðum. Hann fylgdist
mjög vel með opinberum málum
og talaði um þau af þekkingu
og skilningi, þótt hann tæki
ekki mikinn beinan þátt í þeim.
Hann var mikið hneigður fyrir
skáldskap, las og kunni utan-
bókar mikið af íslenzkum Ijóð-
um og hafði næman smekk fyr-
ir því sem fagurt var í þeim.
Sjálfur var hann og vel hag-
mæltur, en fór svo dult með
það, að fáir vissu.
Á síðari árum hneigðist hug-
ur haiis mikið að sálarrann-
sóknum. Las hann mikið um
þau efni og tók þátt í tilraun-
um þar að lútandi. Var hann
einn þeirra fáu, sem geta talað
um þau efni öfgalaust og sagt
frá reynslu sinni í þeim án
ákafrar málafylgju. Hefir það
eflaust verið rannsóknarþrá
hans, sem kom honum til að
gefa sig við þessum viðfangs-
efnum. Var hann sannfærður
um að reynsla sín og annara
væri nóg sönnun fyrir fram-
haldslífi eftir dauðann. í trú-
málum var hann fylgjandi hinni
frjálslyndu stefnu og í stjórn-
málum einlægur umbótavinur.
En í hvorugu tók hann mikinn
beinan þátt; enda var hann að
upplagi dulur maður og lítið
fyrir það gefinn, að láta mik-
ið á sér bera í almennu félags-
lífi.
Auk þess sem hann var hæfi-
leikamaður mikill, og það á
mörgum sviðum, var hann
drengur hinn bezti—vandaður
og fáskiftin um aðra í daglegri
umgengni, raungóður og hjálP-
fús við alla sem hjálpar þurftu
með. Leituðu margir hjálpar
hans, og mun hann hvorki hafa
haft skap til að synja né ganga
hart eftir sínu. Gaf hann oft
eftir allmiklar fjárupphæðir, er
hann átti hjá öðrum.
Með Steinþóri er fallinn í
valinn góður drengur á bezta
aldri. Hann var að verðleikum
vinsæll maður meðal allra sem
kyntust honum; stuðluðu þar að
gáfur, prúðmenska og dreng-
lund. Þeir sem þektu hann vel
vissu, að hann leið mikið síð-
ustu árin, en þó var hann jafn-
an æðrulaus og sami rólyndi
og hugsandi maðurinn sem
hann hafði verið meðan hann
var heill heilsu.
Af nákomnum ættingjum,
sem lifa hann ,má nefna K. P.
Bjarnason og systkini hans
Bjarna og Jónínu og tvær móð-
ursystur á Gimli, Mrs. K. Kjer-
nested og Hólmfríði á Betel.
Eina hálfsystur átti hanri* sem
Jóhanna hét og dó hún í Win-
nipeg 16 ára gömul fyrir mörg-
um árum. Guðbjörg Stefáns-
son, ekkja Jóns Stefánssonar
að Stoney Hill, var upPeldis-
systir hans. Fleiri skyldmenni
mun hann hafa átt, en nöfn
þeirra eru þeim sem þetta ritar
ókunn. —G. Á.
í leiðangri þessum taka þátt
jöklafræðingur, eðlisfræðingur,
fuglafræðingur, loftskeytamenn
og læknir, en alls verða leið-
angursmenn tíu.
Ráðgert er að setja upp tvær
vetursetustöðvar á innlandsísn-
um, aðra á austurströnd íssins
í 2600 feta hæð; hina á jaðri
skriðjökuls, sem fellur í Dave
Bay. Tuttugu grænlenskir
hundar verða með í förinni til
flutninga og eru þeir nú á leið
frá Kaupmannahöfn.
Ráðgert er að gera tilraunir
með það að skifta um menn á
stöðvunum yfir veturinn. En
eins líklegt þykir þó, að það
verði ógerlegt. Er því ætlanin að
ganga svo frá, að að minsta
kosti tveir menn á hvorri vetur-
setustöð, auk aðalstöðvarinnar,
verði við því búnir, að vera ein-
angraðir í alt að sex mánuði á
hvorri stöð.—Mbl.
FRÁ ÍSLANDI
FRÉTTIR FRÁ ERITREU
OXFORD-HÁSKÓLI GERIR ÚT
NORÐUR-ISHAFSLEIÐANGUR
17. júlí
í lok þessa mánaðar leggur
Norður-íshafsleiðangur, sem
Oxford háskóóli gerir út, af stað
frá Englandi. Hefir undanfarið
verið unnið að undirbúningi
leiðangursins. Ráðgert er að
leiðangursmenn verði 14 mán-
uði að heiman og setjist að á
lítt rannsakaðri og hrjóstugri
strönd Norðaustur-Spitsbergen,
og stundi þar vísindarannsókn-
ir. Leiðangursmenn verða að
öllu samantöldu sennilega hinir
yngstu, sem ráðist hafa í vetur-
setu í norðurhöfum; meðal ald-
ur þeirra er 23 ár.
London, 17. júlí
50 ítalskar fjölskyldur, sem
búsettar voru í Abyssiníu, eru
nú lagðar af stað heimleiðis til
ítalíu á tveim skipum. Á sömu
skipum eru einnig fluttir heim-
leiðis sjúkir hermenn. Það er
sagt, að 10—12 ítalskir her-
menn deyi nú á hverjum degi í
Eritreu, en þar er sagður óþol-
andi hiti um þessar mundir. —
Fjölda margir hermenn veikjast
daglega og hafa margir verið
fluttir til strandar og eru nú á
leið til ítalíu.
* * *
Oslo 17. júlí
Frá Rómaborg er símað sam-
kvæmt opinberum heimildum,
að ríkisstjórnin telji eins nauð-
synlegt fyrir ítalíu að ná yfir-
ráðum í Abyssiníu eins og það
var fyrir Breta að ná Egypta-
landi undir sín yfirráð. — 300
sprengjuflugvélar verða bráð-
lega sendar til Afríku frá Róm.
* * ¥
Berlín 17. júlí
Eftir því, sem blöð í Jugo-
slavíu skýra frá, hefir fjöldi
rússneskra landflóttamanna,
aðallega fyrverandi liðsforingja
í keisarahernum og svokallaðra
“hvítliða” boðið Mussolini þjón-
ustu sína í stríði við Abyssiníu.
Að launum mumf þeir, eftir því
sem sagt er, krefjast handa sér
hluta af Abyssiníu, er kallaður
verði “Nýja Rússland” og standi
undir vernd ítalíu.—Vísir.
Draugasögur bannaðar í Kína
1 Kína er búið að gefa út
reglugerð, sem bannar allskonar
blót og formælingar í útvarpinu.
Einnig er bannað að útvarpa
draugasögum og öðrum leynd-
ardómsfullum frásögnum.
Sviplegt slys
Eskifirði 19. júlí.
í fyrrinótt um fjögurleytið
vildi til sviplegt slys á Krossa-
nesi við Vaðlavík. Bátur með
þremur mönnum, hlaðinn skel,
lagði þá að landi. Innsiglingin
í höfnina er þröng, mjó renna
milli tveggja flúða,—en háflæði
var. Steytti báturinn á annari
flúðinni. Kom gat á hann, og
hvolfdi honum við næsta útsog.
Einn maðurinn druknaði, en
hinir komust lífs af.
iSá, sem druknaði, hét Elís
Sigurðsson, bóndi á Krossanesi.
Hinir voru Tryggvi Eiríksson,
vinnumaður, og Stefán Sæ-
mundsson, 14 ára piltur frá
Norðfirði. Elís druknaði, er
hann gerði tilraun til að bjarga
drengnum. En drengurinn náði
í ár, og komst upp á klöPpina.
Tryggvi misti aldrei af bátnum
og fékk komið honum á rétt-
an kjöl, og bjargaðist þannig
til lands.
Einar Ástráðsson héraðslækn
ir var sóttur til að reyna að
gera björgunartilraunir á Elís,
en það reyndist árangurslaust.
—Alþ.bl.
* * *
Hollenskir stúdentar
Reykjavík, 20. júlí.
Undanfarin sumur hafa holl-
enskir stúdentar komið hingað
til sumardvalar á bæjum upp til
sveita. Hefir það gefist vel
og báðir aðilar verið ánægðir,
bændurnir og stúdentarnir.
1 gærkveldi komu hingað með
Gullfossi sextán hollenskir stúd-
entar, 5 stúlkur og 11 Piltar,
;sem ætla að dvelja hér sumar-
mánuðina á ýmsum bæjum
sunnan og vestanlands.
Var upphaflega í ráði, að
þeir byggi á Garði meðan þeir
stæðu við í bænum, en sökum
rúmleysis þar sem stendur, hef-
ir þeim verið komið fyrir í
Málleysingjaskólanum; búa þeir
þar, en borða á Garði.
Jón Gissursson sér um stúd-
entana fyrir hönd Torfa Hjart-
arsonar, bæjarfógeta á Isafirði.
en hann er formaður móttöku-
nefndar.
Stúdentunum hefir verið
skift niður á þessa bæi:
Breiðabólstað á Síðu, Húsa-
fell í Borgarfirði, Stfera Ás, Örn-
ólfsdal, Helgavatn, Kvíar, Bílds-
fell, Hlíð, GnjúpverjahrepPi,
Múla, Biskupstungum, Holt, Ön-
undarfirði, Gunnólfsvík. Nokkr-
ir fara vestur, og kemur Torfi
Hjartarson þeim þar fyrir. —
Mbl.
Kaupið Heimskringlu
Lesið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
HOW TO FIND AND HOLD . . .
A Good Position
• Sound Qualifications—Dominion Business College
courses, especially built for the complex conditions
of modern business, are the best aváilable.
• Confidence—Up-to-date tuition methods of indivi-
dual instruction give the graduate the necessary
poise and self-reliance.
• The Right Approach—Dominion graduates are
taught the principles of businesslike procedure in
everything they do. They also receive definite ad-
vice on interviewing, applications, and the ability
to “hear of” available positions. They are taught to
sell their services.
9 Contacts—The Dominion Business College is well
known for the efficiency of its training, and its
graduates are preferred by business men. The
Employment Department puts numbers of young
people in touch with prospective employers every
month.
If you want the best position, give
yourself the best training. We are
open all the year round.
INQUIRE NOW FOR FULL INFORMATION
DOMINION
BUSINES S COLLEGE
On the Mall, and at Elmwood, St. James, and St. John’s
i