Heimskringla - 14.08.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 14.08.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 14. ÁGÚST, 1935 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Að loknum flutningi erindis þessa var fulltrúum og gestum haldið rausnarlegt samsæti í samkomusal kirkjunnar. Þriðji fundur hófst kl. 10. f.h. þann fyrsta júlí. Ritari las fundarbók síðasta fundar og var hún samþykt.. Samvinnumálanefndin lagði fram skýrslu sína og las Dr. R* Pétursson nefndarálitið. Nefndarálit til Samvinnumála Til hins þrettánda ársþings hins Sameinaða Kirkjufélags Islend- inga í Norður Ameríku. Nefnd yðar er kosin var til þess að íhuga og leggja fram tillögu um samband og sam- vinnu kirkjfélags vors við ís- lenzka kirkjuflokka hér í landi, en þó einkum við Þjóðkirkjuna á íslandi leyfir sér að bera fram svohljóðandi þingsályktanir: I. Með því að gerist nú ljós- ara með ári hverju að nauðsyn rekur til þess að samband geti tekist og samvinna meðal vor íslendinga hér í álfu, sem og þeirra er til íslenzkrar ættar eiga að telja, til þess að vernda sjálfstæði vort, þjóðararf, áhrif og virðingu innan þjóðfélagsins. Og með því að þær kenni- setningar eldri sem yngri tíðar, er orðið hafa til þess að skifta þjóð vorri hér í álfu í hliðstæða og andstæða flokka um andleg efni hafa í ljósi yfirstandandi tíðar, lítil sem engin áhrif á hugsun manna, lífsskoðanir og trú til aðgreiningar eða and- stöðu. Og með því að í hönd færist sú tíð, að haga ber starfi allra andlegra félagsmála á þann hátt að leitt geti til einbeitingar að þeim viðfangsefnum, vandamál- um og stofnunum er þjóð vor hefir nú með höndum öllu frem- ur en til útþenslu og upptöku æ nýrra og nýrra fyrirtækja svo sem verið hefir; Þá lýsir kirkjuþingið því yfir að það vilji, að sinni hálfu, bjóða samvinnu og sameiningu um öll slík mál sem undir ofan- greinda liði verða talin og orðið geta þjóðflokki vorum til ham- ingju, á félagsbundnum en játn- ingarfrjálsum grundvelli, til framgangs og eflingar andleg- um og siðgæðilegum trúarsann- indum vor á meðal. Þessu til frekari fyrirgreiðslu skal kosin fimm manna nefnd er fari með þetta mál, fyrir hönd kirkjufélagsins, fram að næsta kirkjuþingi og vísi kirkjufélagsstjórnin sem og ein- stakir söfnuðir kirkjufélagsins öllum slíkum málum og mála- leitunum til þessarar nefndar. II. Þingið lýsir yfir þakklætij sínu til biskups þjóðkirkjunnar háskólans og stjórnarinnar á ís- landi fyrir alla þá miklu og ó- metanlegu aðstoð sem kirkjufé- lagi voru hefir borist úr þeirri átt, með hingað komu og starfi vor á meðal, manna þeirra er tekið hafa að sér prestsþjónustu safnaða vorra á liðinni og yfir- standandi tíð, á alfrjálsum kenningar grundvelli. Þar af leiðandi lýsir það yfir samþykki sínu á þeirri tillögu er samþykt var á þingi Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi síðastl. vor, að tekist geti sem inni- legust samvinna í kirkjulegum og þjóðernislegum efnum milli íslendinga Vestanhafs of) þjóð- kirkjunnar á Islandi. III. Þingið lýsir yif þakklæti sínu til Háskóla íslands og há- skólastjórnar fyrir það tækifæri, sem íslenzkum nemendum vest- an um haf hefir veist til þess að hafa not af þessari rnenta- stofnun, og lýsir yfir því áliti sínu, að nánari kynni ísl. mentamanna hérlendis af Há- skóla íslands sé til eflingar þjóðernismenningarsam b a n d i milli Islendinga vestan og aust- an hafs. i IV. Hina fyrirhuguðu nefnd er gert er ráð fyrir í I. gr. skipi 2 menn frá Winnipeg söfnuði, 2 frá söfnuðunum í Nýja íslandi og 1 frá Quill Lake söfnuði og vill nefndin benda á þessa: Prá Winnipeg: séra Rögnv. Pétursson og Capt. Joseph K. Skaptason. Frá Nýja íslandi: séra E. J. Melan og S. Thorvaldson. Frá Wynyard (Quill Lake söfnuði): Ólaf O. Magnússon. —Wynyard, Sask., 1. júlí 1935. Rögnv. Pétursson Jakob Jónsson E. J. Melan J. S. Kristjánsson Philip M. Pétursson. Um nafndarálit þetta urðu all miklar umræður og tóku þátt í þeim: Guðm. Árnason, Dr. Rögnv. Pétursson, séra Jakob Jónsson, frú Marja Björnsson, Páll S. Pálsson, Sveinn Thor- valdson, Guðm. Eyford. Árni Eggertsson, ' forseti lúterska safnaðarins í Wynyard bað sér hljóðs. Þakkaði hann fyrir kur- teisi þá sem þingið hefði sýnt sér með því að veita sér mál- frelsi. Talaði hann um ástand- ið í kirkjumálum meðal íslend- ‘Success Training’ Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Suc- cess Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in local Winnipeg offices in 1934 and 1935. Selective Courses Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, , or Comptometer. Selective Subjects Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Sfpel- ling, Economics, Business Organiza- tion, Money and Banking, Secretarial Science, Library Science, Compto- meter, Elliott-Fisher, Burroughs. Call for an interview, write us, or Phone 25 843 -r= SUCCESS =- BUSINESS COLLEGE LIMITED Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg (Inquire about our Courses by Mail) inga í Vatnabygðunum í Sask. og kvaðst vera þess mjög fýs- andi að samvinna eða einhver sameining flokkanna á heil- brigðum grundvelli meðal Vest- ur-íslendinga gæti komist á. +- Æskti hann þess að þetta þing legði einhver drög að slíkri sam- einingu. Að þessum umræðum loknum var nefndarálitið samþykt með breytingum, fjórum viðbættum í nefndina, og í milliþinganefnd til þess að hafa samvinnumálið með höndum voru þessir kosn- ir: Rögnv. Petursson (Wpg) J. B. Skaptason (Wpg) Eyjólfur Melan (Riverton) Sv. Thorvaldson (Riverton) Ól. O. Magnússon (Wynyard) Þessir voru bættir við: Guðm. Árnason (Lundar) Philip M. Pétursson (Wpg) Dr. Sv. Björnsson (Árborg) Sigurður Johnson (Wynyard) Þá bað G. B. Jóhannsson sér hljóðs og flutti ræðu um friðar- málin. Kvaðst hann vonast eftir, að leiðtogar þessa kirkju- lega félagsskapar lýstu skoðun- um sínum á þessu máli. Séra Jakob Jónsson ger£i fyrirspurn um, hvort þingið ætlaði að gera beinar ráðstafanir til fræðslu um friðarmálin og sagðist álíta, að það ætti að gera það. Dr. R. Pétursson benti á að þetta mál væri í höndum kvenfélaga- sambandsins og mæltist til að erindi það sem frú Ólafía Melan hefði flutt um friðarmálin yrði birt á prenti. Samþykt var að taka málið aftur fyrir undir nýjum störfum. Ungfrú Helga Árnason las þar næst álit fræðslumálanefndar- innar. Sveinn Thorvaldson gaf þá skýringu, að milliþinganefnd sú, sem kosin var á síðasta kirkjuþingi, til að hafa þetta mál með höndum, hefði haft í hyggju að koma á samræmi í öllum sunnudagaskólum innan félagsins. Nokkrar umræður urðu um nefndarálitið, einkum um ís- lenzkukenslu í sunnudagaskól- unum. Síðan var nefndarálitið samþykt. Milliþinganefnd í málið var kosin: Sveinn Thorvaldson Hlaðgerður Kristjánsson Franklin Olson Ólafía Melan Philip M. Pétursson nauðsynlegt að kæmu fyrir það Viku þá hlutaðeigendur af fundi og héldu fund út af fyrir sig. G. B. Jóhannsson lagði til að leiðtogar félagsins leituðu sam- vinnu við önnur kirkjufélög um friðarmálin. Séra Eyjólfur J. Melan studdi tillöguna. Dr. Itögnv. Pétursson benti á að heppilegast mundi að fela stjórnarnefnd félagsins málið til meðferðar. Var samþykt að gera það. Dr. Rögnv. Pétursson lagði til að árstillag safnaðanna skyldi sendast féhirði félagsins. S. B. Stefánsson studdi tillöguna og var hún samþykt. Mrs. Marja Björnsson gerði þá tillögu þess efnis, að prestar félagsins væru beðnir að flytja eina ræðu á árinu um friðar- málin í hverri kirkju, sem þeir þjóna. Tillagan var studd af séra E. J. Melan og samþykt. S. B. Stefánsson gerði tillögu um, að stjómarnefnd sé falið að láta söfnuðunum í té eyðublöð fyrir ársskýrslur sínar. Tillagan var studd af séra E. J. Melan og samþykt. Forseti mælti nokkur orð til þingsins; þakkaði hann fulltrú- um fyrir góða samvinnu og greiða þátttöku í þingstörfum og sömuleiðis meðlimum Quil! Lake safnaðar fyrir ágætar við- tökur. Guðm. Eyford gerði þá tillögu, sem Sveinn Thorvaldson studdi, að þingið þakki Kvenfé- lagi Quill Lake safnaðar, söfn- uðinum og bygðarfólki yfirleitt fyrir rausnarlegar og vingjarn- legar viðtökur. Tillagan var samþykt í einu hljóði. Var nú fundi frestað þar til eftir fyrirhugaða skemtisam- komu að kvöldi. Klukkan 9.30 hófst skemti- samkoma, sem kvenfélagasam- bandið stóð fyrir. Forseti sambandsins Mrs. Marja Björnsson stýrði sam- komunni. Séra Jakob Jónsson flutti ræðu, Miss Helga Árna- son flutti erindi um nútíma list- ir. Auk þess var skemt með upplestri, söng og hljóðfæra- slætti. Samskot voru tekin til þess að standast að nokkru leyti kostnað við sumardv#! barna og unglinga á Gimli, sem sambandið gengst fyrir á þessu sumri í fjrrsta sinn. Að skemtuninni endaðri var iþinginu slitið. Þótt vart sé það til víga: Að verja lands vors reit. En manndóm mætan sýna Og menning halda við. Lát feðra frægð þá skína, Mitt frónska hetjulið! Jón Kernested. LANDNÁM INGÓLFS ÁRNA- SONAR OG SAGA ÞESS Rvík., 14. júlí. í haust sem leið var stofnað hér í bænum félag, sem nefnist Ingólfur. Tilgangur þess er að safna í eina heild sögu alls land náms Ingólfs Árnasonar og gefa hana út. Verður þetta um leið, og aðallega, saga Reykjavíkur, þar sem Ingólfur valdi sér bú- stað. Eitt af því sem nauðsynlegt er við útgáfu slíkrar bókar, er að fá sem flestar og elztar myndir í hana. Slíkar myndir eru í fórum einstakra manna, en það er ekki auðvelt að hafa upp á þeim. Nú ætlar félagið Ingólfur að efna til sýningar á myndum frá Reykjavík og mun hún verða opnuð í þessum mánuði. Ættu nú allir þeir, sem eiga gamlar myndir frá Reykjavík og grend að sýna félaginu þá vinsemd og höfuðborginni sinni þá rækt- arsemi, að ljá þært myndir á sýninguna. Með því móti get- ur sýningin gefið mönnum hug- Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgðlr: ilenry Ave. East Sími 95 551—95 552 , Skrifstofa: Honry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA mynd um hvernig hér var um- horfs á ýmsum tímum, og þar með haft sögulegt gildi. Stórt myndasafn, sem skipað er niður eftir aldri, sýnir þroskaferil Reykjavíkur frá því hún var fátæklegt þorp fiskimanna og þurrabúðarmanna, þangað til hún fékk á sig þann svip, sem hún hefir nú. Myndir geyma oft mörgum sinnum meiri fróð- leik heldur en langar lýsingar. Og ekki ætti menn að láta það fæla sig frá að senda myndir á sýninguna, að þeim þyki þær lélegar og lítils virði. Hver einasta mynd, einkum frá þeim dögum, er ljósmyndavélar voru óþektar, hefir sitt sérstaka gildi. Þetta á ekki aðeins við um teikningar og málverk, heldur einnig um myndir úr fáséðum bókum, svo sem ferðasogum. Mun sýningarnefndin taka með þökkum öllu því, sem henni berst af slíku tagi. —Mbl. Á ÍSLENDINIGADAG Fundi frestað til kl. 2. Kl. 2 hófst fundur aftur. Mrs. J. B. Skaptason las erindi um sjúkdómsvarnir nú- tímans, er samiö hafði Miss Lilja Thordarson hjúkrunar- kona; en hún gat ekki, sökum annríkis verið viðstödd. Var erindi þetta flutt að tilhlutan kvenfélagasambandsins, sem á heiður skilið fyrir að hafa tekiö heilbrigðismálin á dagskrá sína. Gætu allir kirkjuflokkar haft sameiginlegt starf þar með höndum. Að erindi þessu var gerður góður rómur. Að erindinu loknu var aftur tekið til fundarstarfa. Lá þá fyrir kosning embættismanna fyrir næsta ár. Þessir hlutu kosningu: Forseti: séra Guðm. Árnason Vara-fors.: Sveinn Thorvaldson Ritari: Dr. Sveinn E. Björnsson Féhirðir: Páll S. Pálsson Vararitari: séra Eyjólfur J. Melan Varaféh.: Capt. J. B. Skaptason Gæzlum. sdskóla.: séra Philip M. Pétursson Útbreiðslumálastj. (Field Sec.) : Dr. Rögnv. Pétursson Bókavörður: Guðm. Eyford Y firskoðunarmenn: Ólafur Pétursson og Jakob Kristjánsson Þá voru tekin fyrir ólokin störf. Forseti benti á að heppilegt mundi vera að þeir sunnudaga- skólafulltrúar og kennarar, sem á þinginu væru hefðu fund með sér og legðu fyrir þingið áður en því væri lokið þau mál, ef nokkur væru, sem þeim virtist Að koma fram með kvæði, Mín kæra frónska þjóð! Oss finst það fjörið glæði Og frægi störfin góð. Það brýst, sem byr um græði, Það berst, sem ljós um fold, Það reifar kufl og klæði, Það kætir líf og hold! Hver ósköp! Sveit mun segja. Hver sýnir slíkan óð? Hvað gjörði Freyr og Freyja, Er fomöld hugðnæm stóð? Því svarað gæti Saga. Eg söng minn aðeins flyt. Og býð í túni braga, Mitt bróðurþel og vit. Og þá er þarna bagan: Mín þjóð, sem geðþekk börn. Um völd og vesturhagann: Ei verið þrætugjörn! Og truflið ei hið trausta, Hið tigna fagra líf; Með hrós og lyndið hrausta— Það hrífi menn og víf! Og við—það vart skal efa— Þann vakið höfum brag: Það eitt að gjöra og gefa, Er glæðir kjörlands hag Þau áform sátt vér ynnum, Það eitt nú segja þarf Og framtíð fögnuð vinnum Og frægð, sem greipar starf! Mitt ljóð er engin lýgi, Mitt lof er ekkert skrum. En hefð á hæsta stigi Þótt hygð það telji gum. Á þetta er þörf að minna Og það: hvern eldhúsdag: Það framtíð megi finna Var fært í ljóð og brag. A stokk má ennþá stíga Og staðfesta vor heit: INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: Árnes..................................F. Finnbogason Amaranth..............................j. b. Halldórsson Antler....................................Magnús Tait Árborg..................................G. O. Einarsson Baldur.........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury.............................h. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Calgary..............................Grímur S. Grímsson Churchbridge....................................Magnús Hinriksson Cypress River...........................Pán Anderson Datoe...................................S. S. Anderson ERros..............................J. H. Goodmundsson Eriksdale...............................ólafur Hallsson Foam Lake............................... John Janusson úídiIí.................................. K. Kjernested Geysir................*...............Tím. Böðvarsson Glenboro..................................q. J. Oleson Hayland..............................sig. B. Helgason He°ia................................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Hove................................. Andrés Skagfeld Húsavík...................................John Kernested Innisfail............................Hannes J. Húnfjörð Kandahar...............................s. S. Anderson Keewatin.............................. Sigm. Björnsson Kristnes...................................Rósm. Árnason Langruth..................................p. Eyjólfsson L>eslie..............................Th. Guðmundsson Lundar.............................................Sig. Jónsson Markerville..........................Hannes J. Húnfjörð Mozart..............................................Jens Elíasson Oak Point...............................Andrés Skagfeld Oakview............................ Sigurður Sigfússon Otto......................................Björn Hördal Piney....................................S. S. Anderson Poplar Park.............................Sig. Sigurðsson Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík..................................Arni Pálsson Riverton..........................................Björn Hjörleifsson Selkirk................................G. M. Jóhansson Steep Rock.................................Fred Snædal Stony Hill................................Björn Hördal Swan River......................................Halldór Egilsson Tantallon..........................................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir...............................................Aug. Einarsson Vancouver...........................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..................................... Winnipeg Beach.....................................John Kernested Wynyard..................................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Akra....................................Jón K. Einarsson Bantry................................ E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash......................John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg....................................Jacob Hall Garðar............................... S. M. Breiðfjörð Grafton..................................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe....'........................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif...Thorg. Ásmundsson, 3314 Sierra St. Milton....................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts...................................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W Svold................................ Jón K. Einarssop Upham................................E. J. Ilreiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.