Heimskringla - 18.09.1935, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.09.1935, Blaðsíða 1
NUMER 51. XLIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. SEPT. 15)35 W. W. KENNEDY, K. C. SÆKIR UM ENDURKOSNINGU Á fundi seraí kjósendur í Miö- Winnipeg syðri héldu í gær, til að velja þingmannsefni sitt fyrir næstu sambands kosningar, var W. W. Kennedy, K.C., tilnefndur í einu hljóði. Aðrir, sem stung- ið var upp á afsökuðu sig með því, að þeir væru glerharðir fylgismenn W. W. Kennedy. Þetta er í fjórða sinni sem Mr. Kennedy sækir í þessu kjör- dæmi. í tvö skifti áður hefir hann unnið kosningu, en tapað í einu. Honum er talin kosning vís, að þessu sinni. FORSÆTISRÁÐHERRA CANADA STADDUR VESTRA Síðast liðinn mánudag kom forsætisráðherra R. B. Ben- nett til Winnipeg. Var á leið vestur til Regina og stóð hér lít- ið eitt við á járnbrautarstöð- inni, en þar var hópur manna eða um 200 manns að-±aka á móti honum. Rigndi.þar yfir hann velþóknun frá vinum hans fyrir útvarpsræðurnar sem hann hafði nýlokið við að flytja. Var forsætisráðherra hinn kát- asti og útlitið í stjórnmálunum kvað hann ágætt eystra og taldi flokki sínum sigur vísan. Þegar þetta er skrifað hefir hann bæði flutt ræður í Regina og Lethbridge sem mjög mikil athygli hefir verið veitt. Virðist sem fylgi stjórnarinnar aukist og eflist og sé mjög eindregið, hvar sem stjórnarformaðurinn fer um. Um yfirvofandi stríð Með yfirlýsingu Frakka um að styðja Þjóðabandalagið í tilraunum þess, að stöðva stríðið sem vofir yfir í Afríku, má heita að Þjóðabandalagið sé einróma á m'óti ítalíu. En á Mussolini sézt þó ekki neinn bilbugur. — Hann virðist ákveðinn í að fara í stríð við Blálendinga. Hann slær hendi móti öllum sáttatil- raunum Þjóðabandalagsins og vilkjörum þeim sem það býður. Hann vill sjáanlega aðeins eitt: stríð! Og það er ekki ómögu- legt að honum veitist það. í mánudagsfréttunum var tal- ið að næsta spor Þjóðabanda- lagsins yrði að víkja ítalíu úr félaginu. Smáríkin, Panama, Haiti og fríríkið írland lýstu því yfir í byrjun vikunnar, að þau fylgdu eindregið Þjóðbandalaginu — í hvað sem slæst — til að stöðva Afríku-stríðið. Þjóðirnar í Þjóðabandalaginu kváðu hafa í hyggju, að hætta allri verzlzun við Italíu. Bann við því eða ráðstafanir til að stöðva vöruflutning til landsins kvað þó ekki vera um að ræða, enda yrði það ekki hægt, nema með hervaldi. Svo ákveðinn er Mussolini í áformum sínum áð hann sagði síðast liðið raánudagskvöld, að ef Þjóðabandalagið samþykti að stöðva stríðið í Afríku með refsi ákvæðum, gæti það reitt sig á, að nýjan uppdrátt yrði senn að gera af Evrópu. ítala kvað hann reiðubúna að ganga á hólm við hverja þjóð, er þessa dirfðist. Fyrir helgina bárust fréttir um það frá Addis Ababa, að Blálendingar væru orðnir svo óðir og uppvægir að berjast við ítali, að erfitt yröi að aftra því. Ef keisari þeirra reyndi til þess sem stendur, er sagt, að þeir mundu steypa honum af stóli. Eru fregnritar, sem í Blálandi eru, mjög hræddir um, að jafn- vel þó Þjóðabandalagið gæti sveigt Mussolini til sátta, yrði ilt að hemja þá svörtu og að það geti orðið þjóð þeirri að falli, því sigur telja engir þeim vísann, nema sjálfir þeir. Félögin í Bandaríkjunum, sem samninga höfðu gert við Blálandskeisara um stórkost- legan námurekstur í landinu, hafa að beiðni Roosevelts for- seta sagt upp samningunum og hætt við námavinsluna. Vildu þau ekki að það stæði á neinn hátt í vegi fyrir friði né flækti Bandaríkin inn í stríðsmálin. Árangurinn iaí öllu sem Þjóðabandalagið hefir haft fyrir stafni til þess að hepta Afríku- stríðið, virðist því ennþá eng- inn. Þegar Italir fengu fregn- ina af því á mánudag, að þjóð- irnar í Þjóðanbandalaginu væru að sameinast á móti sér, voru þúsundir hermanna sendir af staö að nýju frá ítalíu til Afríku. Og Bretar bættu einnig strax skipum við flota sinn í Egypta- landi. Að þeir loki Suezskurð- inum fyrir ítölum bráðlega, er talið víst. Fyrir hvern ítalskan hermann sem um Suez-skurðinn fer greiða ítalir $3.25. Um miðjan ágúst höfðu um 250,000 her- menn verið fluttir til Afríku frá ítalíu. Fyrir hvert skip er og hár tollur. Skip sem‘ er 20,000 lestir að stærð og flytur um 5000 hermenn um skurðinn, verða ítalir að greiða um $55,000. Og þar sem Mussol- ini ætlar sér að hafa þarna 400,000 hermenn um það er hann fer af stað í stríðið, er þarna um engan smáræðis- kostnað að ræða, þó það sé ekki stórt hjá öllu öðru, sem þessu er samfara. Það er auðvitað full ílagt að segja, að ítalía verði gjaldþrota áður en stríðið byrj- ar, eins og ýmsir segja, en hitt er víst að stríð þetta getur kom- ið til að kosta hana nokkuð um það er; því lýkur. Fimm-þjóða nefndin, sem Þjóðabandalagið kaus til að gera uppkast að friðarskilmál- um railli ftala og Blálendinga, birti álit sitt í gærkvöldi. Er grundvallar atriðið það, að Þjóðabandalagið hafi eftirlit með Blálandi( sem annara smá- ríkja, er nú eru undir vernd þess. Mussolini kvað ekki vera þessu fráhverfur. En Haile Sel- assie er því mótfallinn, að yfir- stjórn landsins sé í höndum út- lendinga eða annara en íbúa .landsins. En þar sem hér er um vernd fremur en yfirráð að ræða af hálfu Þjóðabandalags- ins, er nú samt ekki að vita nema að þetta reynist heilla drjúgt til friðar. En um það fréttist síðar í þessari viku, því þá verða svörin frá öllum að- iljum lögð fyrir fund Þjóða- bandalagsins. SÉRAJAKOBJÓNSSON RÁÐINN PRESTUR VATNABYGÐA SAFNAÐA Séra JaJkob Jónsson prestur Þjóðkirkjunnar á íslandi, sem preststörf hefir haft með hönd- um síðast liðið ár hjá hinu Sameinaða kirkjufélagi, hefir verið ráðinn áfram hjá kirkju- félaginu og tekur við preststarfi í Sarabandssöfnuðunum í Sask- atchewan. Séra Jakob hverfur því ekki heim til íslands að svo stöddu. Erum vér þess ekki duldir, að Vestur-íslendingum er það fagnaðarefni að hann dvelur á meðal þeirra. Séra Jakob hefir unnið sér vinsældir miklar og álit hér vestra, þann stutta tíma sem hann hefir dvalið hér, enda er hann maður gáfaður og hinn viðknnnanlegasti í viðmóti. — Hann hefir unnið mikið og þarft verk í þjóðræknismálum Vest- ur-íslendinga og er íslenzku félagslífi hér ómetanlegur styrk- ur. Séra Jakob mun fyrst um sinn verða til heimilis í Wyn- yard, Sask. Er fjölskyldu hans von vestur á þessu hausti. Fangelsi fyrir að yfirgefa börn sín Stjórnin í Rússlandi er að gefa út reglugerð um það, hvernig refsa skuli þeim for- eldrum, sem ekki sjá fyrir böm- um sínum. Eftir reglugerðinni má láta þau sæta árs fangelsis- visit. Nikolai Krinlenko, dómsmála- ráðgjafi, liefir gefið út skýrslu, sem sýnir það, að það fer mjög í vöxt að feður yfirgefi börn sín. Árið 1933 voru í Rússlandi sjálfu dænfdir 142,000 feður fyr- ir það að gefa ekki með börnurp. sínum, en þessi tala hækkaði upp í 200,000 árið 1934. Engar skýrslur eru um það hvernig ástandið er í hinum sovjet-ríkj- unum. MRS. S. THORSON DÁIN Mrs. S. Thorson, ekkja Stef- áns heitins Thorson, lézt síðast liðinn fimtudag á Grace Hospi- tal í Winnipeg. Hin látna var 83 ára, kom vestur um haf með manni sínum árið 1887. Áttu þau hjón heima í Winnipeg umi langt skeið, einnig á Gimli og með því síðasta í Selkirk. Synir þeirra eru 3 á lífi, Joseph lögfræðingur og Jón báðir í Winnipeg og Charles í Hollywood, Cal. Jarðarför Mrs. Thorson fór fram frá Lútersku kirkjunni í Selkirk s. 1. laugardag. VÍKINGASKIP FUNDIÐ f SVÍÞJÓÐ Nýlega hefir fundist óvenju merkileg og lítið skemd skips- gröf hjá Arby í Rasbokilssókn um tvo kílómetra norður af Uþpsölum í Svíþjóð. Er þetta fyrsta fullkomna skipsgröfin frá víkingatímunum eða sennilega frá því árið 1000, sem fundist hefir þar í landi. Einn af fornmenjafræðingun- um, sem fyrir hönd sænska rík- isins var við uppgröftinn, segir, að skipið sé að vísu aðeins 4 raetra langt, en samt sé þetta merkilegasta skipsgröfin, sem fundist hafi í Svíþjóð. Botn bátsins er gerður úr breiðu eikarborði, en í hliðunum eru tveir plankar hvorum megin, annar úr eik og hinn úr furu. Auk þess eru þrjú þverbönd úr eik og eru þau fest með tré- nöglum. Botn og hliðar eru negldar saman með þéttri röð af járnhnoðanöglum. Á bátnum er fallega gerður kjölur og eru sumir hlutar hans skreyttir skurðmyndum og eru þær ótrú- lega lítið skemdar. í skut bátsins fanst beina- greind, sem álitið er að sé af kvenmanni. Fast við beina- grindina lá stýrisár með breiðu kesjulöguðu blaði og gullhring. í stefni bátsins fanst m. a. beinarusl senf sennilega er úr fæðu þeirri, sepi lögð hefir verið í gröfina handa hinum dauða. Á bakborða við bátinn lá ótrú- lega lítið skemd ár úr tré með litlu kesjulöguðu blaði; tvö lítt skemd trékör, hvort niðrí í öðru og ennfremur tréausa og tré- skeið og þær báðar mjög hag- lega útskornar. Ennfremur fundust beina- igrindur af hesti og hundi. Við höfuð hestsins lágu leifar af skeifu og hjá beinagrindinni fanst múll. Það var Ijóst, að hesturinn hefir verið rotaður, því að ennisbeinið var mölbrot- ið. Um hálsliði hundsbeina- grindarinnar var hálsband. — Meðal margs annars sem fanst í haugnum, voru leifar af vef- stól og tvö alveg óskemd dýra- höfuð fagurlega útskorin í tré. Þegar búið er að rannsaka fundinn og gera við skipið á það að vera til sýnis á forn- menjasafn ríkisins.-—N. Dagbl. FRÁ ÍSLANDI Frá Djúpavogi Fiskveiðar hafa brugðist til- finnanlega í Djúpavogi í sumar, mest vegna ógæfta. Heyskapur hefir gengið sæmilega, en gras- spretta í tæpu meðallagi. Upp- skeruhorfur í görðum eru ekki álitlegar, og hefir borið á skemdum í kartöflugrasi, og á- litið að um sjúkdóm sé að ræða. * * * Sigurður Skagfield óperusöngvari hafði kveðju- hljómleik í sam'komuliúsi Akur- eyrar síðastliðið fimtudagskvöld. Í22. ág.) Aðsókn var góð og hrifning áheyrenda mikil. Að þessu sinni söng Skagfield aðal- lega íslenzk lög, gömul og ný. —Mbl. 25. ág. * * * Borgarís skamt undan Horni Samkvæmt fregnum frá Veð- urstofunni sá togarinn “Sindri” í gærnforgun stóran borgarís- jaka á reki um 40 rnílur norður af Barðanum. í gærkvöldi bárust stofunni ísfiiegnir frá tveimur þýzkum togurum, “Weser” og “Sagitta”. “Weser” sá stóran borgarísjaka á 66° 38’ n.br. og 24° 30’ v.l. en “Sagitta” kveðst hafa séð ann- an borgarísjaka á sömu slóðum og “Weser”. Þetta er rétt vestur af Homi að kalla má. Veður var hið versta í fyrradag sunnan og norðanlands, en vonandi þó að þessi vágestur dragi enga rek- isdræsu á eftir sér. —N. Dagbl. 27. ág. * * * Bilslys 26. ágúst Bifreiðaslys vildi til á Vatns- leysuströnd kl. 14 í gær. Mjólk- urbíllinn á Va t n sl ^ýsu str ö n d, G. K. 95, var að flytja sund- nema á sundsýningu er halda átti í Vogum í gærdag. Stóðu sundnemarnir á palli bílsins, en grind var umhverfis hann. Losn- aði þá önnur hiiðargrindin og kastaðist fólkið út af pallinum. — TveTr menn beinbrotnuðu, — Halldór Auðunsson frá Vatns- leysu handleggsbrotnaði, en Þorbergur Sigursteinsson, Aust- urkoti, viðbeinsbrotnaði. Berg- þóra Jónsdóttir, Knararnesi, og Magnús Benjamínsson sama stað fengu bæði heilahristing. Auk þess meiddust töluvert: Gunnar Auðunsson, Vatnsleysu og Þórarinn Guðmundsson, Halldórsstöðura, tveir drengir frá Ásláksstöðujn meiddust dá- lítið á höfði. Sjö aðrir er voru í hópnum, fengu smáskeinur. — Bjarni Snæbjörnsson læknir var þegar sóttur og batt hann um beiríbrot raanna og sár. Sundmótinu var frestað, en í gærkveldi var haldin hlutavelta! og ágóðanum varið til aðstoðar | þeim er mest meiddust... FERÐAPISTLAR Eftir dr. Guðm. Finnbogason París 7. júlí 1935 Eg lofaði víst Morgunblaðinu að senda því línu frá ferð minni til Genf, og til þess að verða ekki svikari, er víst best að byrja heldur fyrr en seinna. Það fer löngum svo, að sá sem frestar því til morguns, sem hann getur gert í dag, gerir það seint eða aldrei. Mér dettur þói ekki í hug að fara að segja ferðasögu. Ferðin hefir gengið slysalaust og er því ekki söguleg, en eins og allir vita, þykir ekkert í frásög- ur færandi nema alt gangi á \ tréfótum. Hrakfallabálkur þykir altaf sögulegur, eins og annálar vorir sýna. Þeir týna upp allar hörm- ungar, óhöpp og óáran, sem yfir þjóðina hefir dunið, eins og það væri lífsnauðsyn fyrir komandi kynslóðir að teiga þann bikar tii botns í endurminningunni. Og reýndin er sú, að annálarnir eru í uppáhaldi hjá öllum þorra manna og eru í rauninni ó- missandi bók. En það er ekkert ánnálsvert, þó að maður sigli í góðu veðri, með góðum skip- stjóra á góðu íslenzku skipi til Hull. Fari svo daginn eftir með lestinni til London. Menn læra að þekkja heiminn — í Bíó Ef til vill þykir það í frásögur færandi, að eg varð samferða ngri skrifstofustúlku úr Reykja vík. Hún var nú að nota sum- arfríið sitt til að fullnuma sig í ensku. Vinstúlka hennar hafði útvegað henni samskonar stöðu og hún hafði sjálf, sem sé að vera stofustúlka kauplaust nokkrar vikur á ensku heimili í Lundúnum. Það þótti mér eftirtektarvert, hve fljót hún var að átta sig á öllu nýju, sem fyrir augun bar. Það var eins og hún þekti það flest áður, og reyndar kom það upp úr kafinu, að hún átti það mest Bíó að þakka. Önnur lönd eru orðin hvers- dagsleg fyrir ungu kynslóðinni, áður en hún kemur þangað. — Hún er nú komin upp á það allra þakka verðast að sitja kyr í sama stað og sarrÆ að vera að ferðast. Þegar við komum á jánrbrautarstöðina í Lundúnum, voru þar þrjár íslenzkar stúlkur að taka á móti samferðastúlku minni, hver annari hýrari og liruastlegri yfirlitum. Mér fanst mikH prýði að þeim þarna og eg vildi alls ekki skifta á þeim og ensku stúlkunum, Þingmannsefni í Selkirk-kjördæmi G. S. THORVALDSON, lögfr. G. S. Thorvaldson lögfræðing- ur er lagður af stað í kosninga- bardagann í Selkirk-kjördæmi. Er oss sagt að á þeim fáu fund- um sem hann hefir haft, hafi verið húsfyllir og að máli hans sé forkunnar vel tekið. Er auð- vitað margt sem að því stuðlar: Fyrst og fremst að maðurinn er góðum stjómmálamannshæfi- leikum búinn, og hefir víðtæka þekkingu á þjóðfélagsmálum, ennfremur að hann er snildar- lega máli farinn, hugsar hvert efni vel og er rökfastur í ræðum sínum. í þriðja lagi er hann fæddur og uppalin í kjördæminu og á þar vinum, skyldmennum og leiksystkinum að mæta ntjög víða. Af líkum að dæma, getur naumast verið efi á því að hann nái kosningu. Almenn- ingur virðist ekki skipa sér þétt- ar og alúðlegar utan um neitt þingmannsefni kjördæmisins en hann. Og það er það, sem vanalega gerir gæfumuninn. sem þarna voru umhverfis, að þeim ólöstuðum. Það varð nú einhvernveginn ósjálfrátt, að við slógum pjönkum okkar saman og skoðumum borgina það sem eftir var dagsins. Það heyrði eg, að allmargt af urígum ís- lenzkum stúlkum hefir verið í Lundúnum síðasta árið með slíkum hætti og þessar — unnið fyrir fæði og húsnæði og ekki haft annað kaup. Ef þær hafa allar eins gott af dvöl sinni og mér virtist þess- ar stúlkur hafa, þá er það gott og blessað. f bókasafni British Museum Eg dvaldi svo ekki nema næsta dag í Lundúnum. Og honum varð ekki betur varið með öðrum hætti en að vera sem mest á British Museum.— Á engu bókasafni, sem eg þekki, finst mér jafn indælt að vera og þar. Skipulag alt og afgreiðsla já lestrarsalnum er svo frábær- ílega gott og safnið svo auðugt, að vart finst annað eins. Eg hitti auðvitað dr. Jón Stefánsson þarna, því að það má heita, að hann sé þar alla daga, og hann er boðinn og búinn að gera hverjum manni greiða og fræða um hvað sem er. Eg heilsaði upp á yfirmann lestrarsalsins, Ellis að nafni, og lét hann aðstoðarmann sinn fara með mér um safnið og sýna mér helstu nýungarnar í ýmsum útbúnaði þess. Eg grenslaðist eftir því, hvernig safninu yki forða sinn af ís- lenzkum bókum, því að það keypti um skeið mjög mikið ís- lenzkar bækur, hafði Jón heit- inn Borgfirðing til að útvega Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.