Heimskringla - 18.09.1935, Blaðsíða 7

Heimskringla - 18.09.1935, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 18. SEPT. 1935 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA “This aaveiusement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not responsible for statement made '' as to the quality of products advertised”. Haust'skuggar Nú liljur og rósir fölna á fold svo fallvölt er jarðlífs gleði og laufblöðin hrynja að myrkri mold en manni er órótt í geði, er blikna og fölna öll sjónar svið, og sýnast benda á dauðans hlið. Til suðrænu landanna svifin er nú söngfulgaskarinn mætur. Úr feigð lostna norðrinu forða sér með frosta og eljanætur en náttúran syngur sorgar óð og svona kulnar vor hjartaglóð. NAFNSPJOLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. G. S. THORVALDSON Skrifstofusíml: 23 674 B.A., LL.B. Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Lögfrœðingur Er að finnl á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Talsími: 33 158 SILFURBRÚÐKAUP Silfurbrúðkaup var þeim hjón- um Jóhanni Halldórssyni og Jónínu konu hans frá Amar- anth, Man., haldið í Langruth, sunnudaginn þann fyrsta þessa mánaðar. Var það haldið á heimili Mr. og Mrs. Carl Bjama- son. Er Mrs. Bjarnason systur- dóttir Mrs. Halldórsson. All- margir vinir hjónanna ásamt börnum þeirra voru viðstaddir. iSéra Guðmundur Ámason styrði samsætinu og mælti nokkur orð til silfurbrúðhjón- anna. Afhenti hann þeim fyrir hönd barna þeirra og vina silf- urborðbúnað, hina, prýðilegustu gripi. Auk hans ávörpuðu þeir Björn Bjarnason, kaupmaður í Langruth, Oddur Gíslason og Eiríkur Hallsson frá Lundar Hon. LUCIEN GENDRON, K.C. er nýlega var skipaður ráðherra sjávarútvegs í Bennett ráðu- neytinu. silfurbrúðhjónin með nokkrum vel völdum orðum. Og að end- ingu þakkaði Jóhann öllum við- stöddum fyrir velvild þá, er þeim hjónunum væri sýnd með sam- sæti þessu, sem og endranær. Mjög rausnarlegar veitingar voru fram bornar og skemtu gestirnir sér hið bezta við söng og annan gleðskap. Þau Mr. og Mrs. Halldórsson hafa búið í grend við Amaranth síðastliðin 17 ár. Eiga þau fimm börn, sem flest eru upp komin, og eru þau öll mann- vænlegasta fólk. Er Jóhann dugnaðarmaður mesti og kona hans honum mjög saníhent, enda hefir hagur þeirra blómg- ast vel, þrátt fyrir örðugleika þá, er flestir sveitabændur verða nú að berjast við. Þau hjónin biðja Heims- kringlu að flytja sitt innilegasta þakklæti öllum, sem tóku þátt í þessu silfurbrúðkaupi, og eink- um þeim Mr. og Mrs. Carl Bjarnason, sem höfðu alla for- stöðu á hendi í því. Viðstaddur FERÐ TIL CHURCHILL F*rh. frá 5 bls. starfræksluna. Þegar þetta starf var hafið var eirinn í háu verði en svo féll hann svo lágt að það hefði líklega mátt til að hætta við alt verkið ef ekki hefði verið fyrir gullið. Þarna er stærsta málmvirkjun í Vestur-Canada þangað til komið er í British Columbia. Málmgrjótið sem* unnið er úr hvern sólarhring er 4,400 tonn. Um 1400 manns hefir þar at- vinnu. Pyrir nokkru síðan var kaup verkamanna lækkað, en nú er það orðið eins hátt og áður. Þreyttur og óhreinn kom eg START EARLY TO PREPARE FOR A GOOD BUSINESS POSITION The Dominion Business College announces a NEW TERM Revised Courses Latest Teaching Methods Individual Instruction Effective Employment Service DOMINION BUSINES S COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John's An Accredited School Enroll Monday Það þykkna hin djúpu skugga-ský, nær skanfmdegis húmið færist og sólguðsins' varna-vígi hlý nú veikjast, en jörðin hærist, en vetrar sólstöður setjast að með svell og myrkur í daga-stað. Ef húmið í vora sálu sezt nær sorgin í hjartarætur og myrðir alt sem við metum bezt og manninum blæða lætur, Því ylsins ei njótum innan frá er angur og hugraunir lækna má. Ef blómskrýddir reitir í sálu sjást er svellin hið ytra herða þá rósemd og gleöin ríkja í ást - því raunimar léttar verða ef sannleikans ljós þér í sálu er þú sigrar, hvað sem að nfætir þér. Því þegar oss andans lýsir ljós við land fyrir stafni sjáum, þó falla hljótum í feigðarós við fjörlesti aldrei náum; í.friði og sátt við förum þá nfeð framtíðarvonir í dauðans þrá. M. Ingimarsson til baka að lestinni nökkru fyrir kvöldverð. Eg var samt ekki óánægður, því þó eg skildi lítið í aðferðum málmfræðinganna, hafði eg fengið að líta það sem greip hugann sterkum tökum. Eg hefi áður getið þess að Mr. Bracken, forsætisráðherra í Manitoba, hafi verið í förinni. Eg vissi það alls ekki fyr en eg kom til Flin Flon. Þar bar það við eitt sinn, að við stóðum tveir. einir. “Hvað heitir þú?” spjrr hann. Eg nefndi nafn mitt. “Eg heiti Bracken,” seg- ir hann. Já eg þóttist kannast við liann. Eg sá hann oft eftir þetta. Hann var ætíð glaður og fjörugur, stimamjúkur við kven- fólk, Indíána og alla aðra er á vegi hans voru. Eftir kvöldverð var stofnað til dansskemtunar, en sökum þess að eg hefi aldrei lært þá list sneri eg mér fremur að því, að leita uppi landa mína, sem heima eiga í Flin Flon. Einn þeirra hafði eg hitt fyrir1 hend- ingu á lestinni út í námuna, Mr. Otto Bergmann, bankastarfs- mann. Fyrstan allra leitaði eg uppi Dr. Pétur Guttormsson. — Það var auðgert því allir þektu hann, og ekki var heldur langt. að fara; en ekki var mjúkt und- ,ir fæti nokkursstaðar á stræt- um Flin Flon bæjar. Þar eru miklar hæðir og djúpar dældir. Nærri alstaðar er grjót. Mikið hefir verið gert til að laga strætin, en víðar er mulið grjót til að stíga á. Dr. G'Uttorms- son býr í fallegu húsi uppi á hárri hæð. Eg hitti þau hjónin ibæði og átti þar indæla komu. Dr. Guttormsson hefir verið þar hér um bil frá því bærinn varð | til og hefir honum hepnast starf sitt frábærlega vel. í byggingu næst við heimili sitt hefir hann skrifstofu sína. Hann hefir tvo lækna sér til aðstoðar. Meðan eg stóð við hjá Dr. Guttormsson, bar þar að garði kunningja minn, Guðmund Jónsson frá Vogar. Var hann þar ásamt konu sinni í heim- sókn hjá dóttur þeirra. Það varð að ráði að hann skyldi fylgja mér til þeirra íslendinga jsem þann þekti í bænum. Úr þessu varð dálítið ferðalag en þó komum við aðeins á tvö heimili. Fyrst komum við til Mr. og Mrs. Magnússon. Eg jþekti bæði hann og konu hans Helgu frá Piney. Okkur þótti held eg öllum vænt um að end- urnýja kunningsskapinn. Einn- ig komum við til Mr. og Mrs. J. Bergmann, sem eg ekki þekti áður. Fleiri hús hefðum við konjið í en þar var fólkið ekki heim'a. Þá lá leiðin aftur til Dr. | Guttormsons, og sat eg þar í Hon. WM. EARL ROWE nýlega skipaður ráðherra án stjónardeildar í ráðuneyti sam- bandsstjórnar. kaffiveizlu með nokkrum fleiri kunningjum. Þar var Mundi Goodmanson er var nemandi minn á Wesley College þegar eg kendi þar, ennfremur Thor- steinn O. P. Thorsteinsson á'- samt frú sinni. Hann var áður nemandi á Jóns Bjarnasonar skóla. Hin síðari ár hefir hann gefið sig við blaðamensku. — Hann er nú meðritstjóri við blaðið Flin Flon Miner. Enn- fremur var þar bróðursonur hans Kristján, einnig fyrver- andi nemandi Jóns Bjarnasonar iskóla, nú starfsmaður á skrif- stofu námufélagsins. Við áttum þarna verulega skemtistund, enda gerði húsnfóðir ásamt hús- bónda alt sitt til að auka á- nægjuna. Dr. Guttormsson og Mr. Goodmanson fylgdu mér að vagnstöðinni. Þegar þangað kom, var þar að leita að mér gamall vinur, Sigurður Einars- son. Þau hjónin höfðu verið að leita að mér og voru því ekki lieima þegar eg ætlaði að heim- sækja þau. Það var gaman að hitta hann. Við ræddum saman allir góða stund. Komið var fram yfir miðnætti þegar eg fór inn í svefnpláss mitt. Flin Flon er ungur bær og tilheyrir unga fólkinu. Það er 1 víst fátt þar af gömlu fólki. Þar er ekki atvinnuleysi. Fjöldi húsa var þar í smíðum. Sem stendur er hann líklega eini bærinn í Manitoba, sem er að vaxa. Hinir ungu kraftar örfast við tækifærið og viðfangsefnið að þroska þarna gott mannfé- lag. Framh. Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG Hornl Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- gg kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími: 26 688 Heimill: 638 McMillan Ave. 42 691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLENZKIR LOGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miovikudiai í hverjum mánuði. Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oo kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Fhone: 26 420 Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & KESIDENCE Phone 27 586 Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 594 Alverstone St. Sími 38 181 Dr. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Talsími 23 739 Viðtalstími 2—4 p.m. Heimili: 776 Victor Street Winnipeg Talsimi 22 168. Hon. ONESIME GAGNON, K.C var skipaður ráðherra nýlega án stjórnardeildar við endurskipun sambandsstjórnar ráðuneytisins. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl X viðlögum VitStalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 at5 kveldinu Sími 80 857 665 Victor St. A. S. BARDAL selur líkkistur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. _ Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteinia. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsíml 30 877 Viðtalstimi kl. 3—5 e. h. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Darae Ave. Phone 94 954 Freah Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu Simi: 96 210 Heimilis: 33 328 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi: 94 221 600 PARIS BLDG.—Wlnnipeg J. T. THORSON, K.C, Islentkur lögfrceðingur Skrifstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Simi: 92 755 Office Phonb Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12-1 4 P.M. - 6 P.M. AND BT APPOINTMENT Talslmi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL tanmlæknir 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.