Heimskringla - 18.09.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.09.1935, Blaðsíða 3
WINNIPE5G, 18. SEPT, 1935 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Svo koitfa örfáir aðrir og segja “Það er hægt að bjarga ástandinu, og það er fólkið, sem getur gert það, jafnvel “skyrtu- lausa fólkið.” Hvernig á það að ské? Það er ekki til nema ein leið, — aðeins ein. AS mann- kyninu berist aðl skilja, að allir eigi sama rétt til alls þess er náttúran eða alvaldið leggur til lífsviðurhalds fyrir menn og skepnur, Að þeir sem sterkari eru og betri hæfileikum gædd- ir séu reiðubúnir að hjálpa þeim sem minna er lánað og hjálpar þurfa, í hvaða merkingu sem um er að ræða. Að mannkyniö inu skiljist, að fullkomnustu störfin í mhnnheimi, séu þau: Að vera sívakandi yfir að láta gott af sér leiða. Að stuðla að öllum friði manna á milli. Að útiloka öllum ótta við menn og málefni, (láta stjórnast af eigin hugsun, sannleika og réttlæti. Hvað hinn eða þessi segir skift- ir minstu máli, ef manneskjan stjórnast af því sem innri mað- urinn segir rétt vera). Að allur stéttarígur hverfi. (Verkamað- urinn sem vinnur verk sitt vel, vinnur af trúmensku, er betri þeim sem ekki nennir að vinna), Að ala upp frjálsa menn og konur, með óháðan skilning á trúmálun? og öðrum skoðunum. En umfram alt óeigingjarnar skoðanir. Frú Helena Dehavna Blavat- sky, einn aðalstofnandi Guð- spekisfélagsins segir svo: “Sá, sem ekki ástundar mannúð, —- sá sem ekki er reiðubúinn að úthluta sínum síðasta bita til manns, sem er aumari eða vanmáttugri en hann sjálfur; sá sem vanrækir að hjáipa náunga sínum, af hvaða kyni, þjóð eða átrúnaði sem er, hvar og hvenær, sem hann verður þjáninga var; sá sem lokar eyrunum fyrir kvala- stunum' mannlegrar eymdar; sá sem heyrir illa talað um sak- lausann mann án þess að taka svari hans, eins og hann mundi verja sjálfan sig — hann er ekki guðspekingur.”---------- Nokkur hópur manna og kvenna um heim allan berjast fyrir “bræðrahugsjónum.” ■— Það geta trauðla orðið skiftar skoðanir, að stefnuskrá jafn- réttismanna, sé fegursta og full- komnasta málefni heimsins, ef nokkurn tíma verður unt að vinna því máli sigur. Um and- stæðinga slíks málefnis er að- eins eitt að segja: “Faðir fyrir- gef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera”. Grein skrifuð af séra Ásm. Guðmundssyni í Kirkjuritinu, er heitir “Oxford hreyfingin nýja”, vitnar í Mr. B. H. Streeters og er honum lýst sem einhverjum frægasta háskólakennara Englendinga.— Kemst Mr. Streeters svo að orði: “Þessi síðustu ár hefi eg verið að virða fyrir mér ástandið í heiminum. Mér finst það verða dapurlegra og dapurlegra og örvæntingin fara sífelt vaxandi. Að sönnu er mikið af góðvilja, en hann nægir ekki til að ráða fram úr ægilegum vandamálun- um; stríðum, stéttabaráttunni, fjárhagshrunum og örðugleik- um. Góðviljuðu mennirnir eru að missa kjarkinn. Þeir halda að vísu áfram; en verða von- daufari og vondaufari, þess- vegna er það skylda mín að snúast til fylgdar með stefnu, sem virðist hafa eignast dular- nfáttinn, ,til þess að gefa góð- viljuðu mönnunum nýja von og nýja djörfung og láta þeim fjölga. Því heiminum verður ekki breytt til batnaðar með vélgengu þjóðskipulagi einvörð- ungu,” heldur fyrst og fremst verður að bæta mennina sem vélinni eiga að stjórna.” “Góðviljuðu mennirnir” eru margir, þeir eru sannir jafn- réttindamenn (Socialistar) þeir vita það jafnvel ekki sjálfir, og greiða atkvæði móti stefnunni, þegar á hinn pólitíska vígvöll er komið, og sýna þannig bert, að þeir hugsa ekki málið til ÆFEMINNING SIGURÐUR MAGNÚSSON kft Försætisráðherra heiðrar sigurvegara Þegar Montreal Royals unnu í International League og urðu heimskappar var foringja flokks ins “Shag” Shaughnessy, hin- um fræga fótbolta og basebolta leikara færður bakki úr cana- disku silfri frá forsætisráðherra R. B. Bennett. Á bakkann var rituð þökk forsætiráðherra til leikforingjans fyrir starf hans í þarfir æskunnar. Gjöfin var af- hent af Hon. Earle Rowe, ráð- íerra án stjórnardeildar og Hon. Lucien Gendron, sjávarútvegs- ráðherra. Myndirnar voru tekn- ar við afhendingu gjafarinnar. Til hægri er mynd af gjöfinni. hlítar. — Aftur eru margir Socíalistar á vörunum, greiða atkvæði með stefnunni, oft í eigin hagsmluna skyni en gleyma svo að sýna það í verk- unum. En hvað um það, — ir, gefi bræðralagshugsjóninni sigur. Að hvorki ótti né hræðsla við menn eða ineitt annað, haldi fólki lengur frá því að ganga þá braut er þeirra eigin isannleiks og réttlætis tilfinning “Rómaborg var ekki bygð á býður því. Berjumst fyrir það einum degi,” Vil eg því biðja'góða. Verið á verði kæru ís- þess og vona að allir góðir lendingar. “Kornið fyllir mælir- kraftar, sýnilegir sem ósýnileg- inn.” Hugað til Snæfellsjökuls Snæfellsjökull horfir hár hafs um breiða islóð, áhlaup storms og ægis ár þúsundir stóð. Hellubjrögum rend er ról. réttir krónu snæs móti grimdar ógn og æöi allra veðra og sæs. Horfir gneypur liafi mót hrika tröllið blátt hefir aldrei haggast hann við alda slátt. Víkingseðlið viknar ei voldugt jafnt og traust hamför enga hræðist storms né hrikalega raust. , Jökul-djúpið dimt og þungt drynur ár og sið, und svörtu loftum svellur sævarhrönnin stríð. Aldinn jöfur að því hlær ekki hræðist hót. Hvítum skalla hreykinn gnæfir himni bláum mót. Hafgolan er honum boð hafíss-jöklum frá, er frá ystu ströndum úfinn kljúfa sjá. Jökulraddir rjúfa geim, rísa kringum hann, sem að tök og tortímingin tímans aldrei vann. Þar sem Bárður bygði fyrst brim á klettum rís, björgin saman binda bárur snæs og ís. Faxa bugtin frjáls og við fótum hnígur að. Unl jökul höfuð sumar sólin sveipar geisla hlað. Högginn traust í bratta-berg Bárðarhellir enn óbilugur endist þó aldir hverfi og menn. Sveitir eyðast, svérfa stríð, svipur jafn er þinn. breðum herti, stuðlum steypti sterki jökullinn. M. Ingimarsson Enda eg svo grein þessa með hinum fallegu orðum úr “Minni Vesturheims”, eftir skáldið Ein- ar H. Kvaran. Vesturheimur verkurleikans álfa, vonaland hins unga sterka manns. Fyllt þú móði og manndáð okk- ur sjálfa nfóti hverjum óvin sa,nnleik- ans. Lyft oss yfir a,gg og þrætudýki upp á sólrík háfjöll kærleikans, Vesturheimur veruleikans ríki, vonaland hins unga sterka manns! Aldrei er góð vísa of oft kveð- Hann andaðist þann 24. ágúst síðastliðinn á heimili Mr. og Mrs. Kristjáns Thorvardarsonar á Lundar, Man. Sigurður sál. var fæddur 7. sept. 1878 í Álftartungukoti í Álftaneshrepp í Mýrasýslu á íslandi. Foreldrar hans voru: Magnús Jónsson og Helga Sig- urðardóttir, er þar bjuggu. Voru þau bæði ættuð þaðan úr sýsl- unni. Mun faðir hans vera enn á lífi heima á Íslandi, háaldrað- ur maður, en móðir hans dó fyr- ir nokkrum árum. Sigurður ólst upp með for- eldrum sínum, þar til hann gat farið að vinna fyrir sér. Var hann síðan allmörg ár vinnu- maður á ýnfsum heimilum í Álftanes- og Borgarhrepp, þar á meðal sex ár á Langárfossi hjá hinum góðkunnu hjónum Pétri heitnum Péturssyni og Jóhönnu konu hans, sem nú á heima í Winnipeg. Árið 1904 fluttist hann vestur um haf ásamt fyrstu konu sinni; Kristínu Sigurðardóttur. Höfðu þau gifst skömmu áður en þau fóru vestur. Þau komu hingað á miðju sumri, en um haustið veiktust bæði af taugaveiki og dó hún, en hann lá lengi hættu- lega veikur. Fyrsta júní 1907 kvæntist hann í annað sinn Þorgerði Jónsdóttur og lifðu þau j saman eitthvað á annað ár áður en hún dó. I þriðja sinn giftist hann Jakobínu Skúladóttur Torfasonar, 4. maí 1909. Hún andaðist árið 1917. Með síð- ustu konu sinni eignaðist hann tvö börn, dreng, sem Oddur Guðjón hét, og stúlku, Ingi- björg Ósk að nafni, er dó kom- ung. Drengurinn náði fullorð- ins aldri, en dó fyrir fjórum árum rétt um tvítugt. Var hann liinn áttundi af nákomnustu ástvinum og ættingjum Sigurð- ar, er hann varð á bak að sjá; Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgölr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henrv og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA 11; Ingibjörg Líndal urðsson á Lundar átti hann á- valt víst athvarf og dvaldi á þeim lengri eða skemmri tíma milli þess sem hann var við dag- launavinnu í Winnipeg eða stundaði fiskiveiðar á vetrum á Manitobavatni. iSigurður heitinn var mesti dugnaðarmaður, hvort sem hann vann hjá öðrum eða fyrir sjálfan sig. Hann var lftill maður vexti en knár og fylg- inn sér til allra verka, meðan hann hafði heilsu. Hann var allra manna trúverðugastur í þjónustu annara og jafn skyldu- rækinn gagnvart sínum. Hvers- dagslega var hann maður fá- skiftinn, en sagði meiningu sína afdráttarlaust, hver sem hlut átti að máli, ef því var að skifta. Má segja um hann, að hann var “þéttur á velli og þéttur í lund og þolgóður á raunastund.” Þurfti hann líka á því að halda, því að raunir hans voru margar og miklar, stöðugur ástvinamissir og svo að síðustu langvarandi heilsu- leysi. Mundu fáir hafa borið alt það mótlæti öllu karlmannlegar en hann. Hann naut ávalt mik- illar alúðar og samúðar bæði á heimilum þeim, sem hér hafa verið talin, og meðal allra þeirra sem þektu hann; því flestum mun hafa runnið til rifja hið stöðuga mótlæti, sem hann varð fyrir, flestum öðrum mönnum fremur. Hann var jarðaður frá Sam- bandkirkjunni á Lundar 26. á- gúst, og grafinn í grafreitnum því að tvo bræður sína misti: hjá Brekku, heimili Ingimundar Sigurðssonar, þar sem sonur hans var grafinn fyrir fjórum árum. Margt fólk frá Lundar og víðar að var viðstatt jarðar- förina og fylgdi honum til graf- ar. Sá sem þessar línur ritar talaði nokkur kveðjuorð yfir kistu hans. G. Á. hann á íslandi; druknuðu þeir báðir. Harmaði Sigurður heit- inn þennan son sinn mjög; ,enda var hann efnilegur piltur og eftirlæti föður síns. Hafði hann alist að mestu leyti upp, eftir dauða móður sinnar, hjá þeim Einari Johnson og konu hans Oddfríði, áður á Lundar, nú í Winnipeg. Fyrir tveimur árum veiktist Sigurður heitinn mjög alvarlega og tók hann aldrei á heilum sér eftir það. Var hann lengi á heimili þeirra Mr. og Mrs. Ágústs Magnússonar eftir að hann veiktist. Bæði á áð- urtöldum heimilum og hjá þeim hjónum Ingimundi og Ástu Sig- KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU Myndalaus myndabók EFTIR H. C. ANDERSEN Sig. Júl. Jóhannesson, 'þýddi Þrítugasta og fyrsta mynd “Það var í litlum kaupstað,” sagði mán- inn. “Eg sá það í fyrra en það gerir ekkert til, eg sá það svo greinilega, þótt svona sé langt um liðið. í kveld las eg um það í blað- inu, en þar var það ekki eins glögt eða greini- legt. Niðri í veitingastofunni sat bjamtrúður- inn — maðurinn sem samið hafði björninn til þess að leika alls konar íþróttir og listir; hann var að snæða kveldverð. Björnin stóð bund- inu úti á bak við eldiviðar hlaðann. Veslings björninn sem aldrei hrekkjaði nokkra lifandi skepnu, þótt hann væri nokkuð svipljótur. Uppi í þakherberginu lágu þrjú börn; geislar mínir skinu glatt á þau. Elzta bamið var sex ára gamalt og það yngsta hæsta lagi tveggja. Alt í einu heyrðist eitthvert skark: “Kark, klark!” Það var eins og einhver skepna væri að brolta upp eftir stiganum. Hvað gat þetta verið? Hurð opnaðist — það var björninn; stóri, loðni bjöminn! Honum hafði leiðst að vera aleinn þama úti. Slitið sig Iausan og kom svo upp stigann og alla leið upp í þakherbergi. Eg hafði séð þetta alt áður en eg las það í blaðinu í kvöld. Bömin urðu svo hrædd að þau hentust sitt út í hvert horn og hnipruðu sig þar sam- an í kuðing. En hann sá þau öll; hann gekk hægt og rólega frá einu barninu til annars, þefaði ,af þeim og fór svo frá þeim án þess að gera þeim nokkurt mein: “Hvaða ósköp er þetta stór hundur,” hugsuðu þau öll en þorðu ekkert að segja. Björnin stóð kyr á gólfinu og eftir nokkum tíma urðu bömin svo hugrökk að þau fóru til hans hvert á fætur öðru, struku á honum liárið og klöppuðu honum. Hann tók vinalátum þeirra með ánægju og eftir stundarkorn lagðist hann á gólfið. Minsti drengurinn klifraði upp á bakið á hon- um og lék sér að því að hylja gulllokkaða kollinn í svarta þykka hárinu á biminum. Loksins tók elzti drengurinn trumbuna sína og sló hana í ákafa. Þá reis björninn á fætur, stóð á afturfótum og fór að dansa eftir trumbuslættinurri. En hvað það var gaman! Drengirnir sóttu nú allir litlu byssurnar sínar og björninn varð að fá eina þeirra og hann hélt á henni eins og hann væri æfður skot- maður. Þetta var svei mér fjörugur leikfélagi, sem drengirnir höfðu fengið. Og þeir léku allir og dönsuðu; einn drengjanna kallaði fyrir dansinn og sagði: “Einn tveir, einn tveir —” Nú heyrðist að einhver tók í hurðina; dyrnar voru opnaðar og inn kom móðir drengj- anna. Þú hefðir bara átt að sjá hana! — að sjá hversu dauðhrædd liún varð. Hún gat ekki komið upp einu einasta orði. Andlitið varð náfölt; munnurinn var hálfopinn og augun starandi. En yngsti drengurinn kinkaði kolli svo undur ánægjulega og kallaði eins hátt og hann gat: “Við erum bara að leika hermann!” — og svo kom bjarntrúðurinn.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.