Heimskringla - 18.09.1935, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.09.1935, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 18. SEPT. 1935 BELLAMY MORÐMÁLIÐ “Miss Cordier, til hvers *var seðillinn sem þú lézt í bókina?” “Til Mr Patrick Ives.” “Skrifaðir þú hann?” “Ah, nei, nei monsjör.” “Veistu frá hverjum hann var?” “Já, monsjör.” “Frá hverjum?” “Mrs. Stephen Bellanfy.” “Og hvernig atvikaðist, að seðill frá Mrs. Bellamy til Mr. Ives var í þínum höndum?” “I>að var vani Mrs. Bellamy að senda með pósti bréf til mín, sem hún girnist, að næðu Mr. Ives svo að enginn vissi a,f. Það sem allir gátu séð var mitt nafn utan á umslagi en innaní var litlara umslag og nafn Mr. Ives á því. Það umslag lét eg svo í bókina.” “Þú varst búin að gera þetta æði lengi?” “Æði lengi já, — sex mánuði — máske átta.” “Hvað marga seðla hafðir þú látið í bók- ina alls?” “Ah, það er eg ekki alveg vís — tíu — tólf — tuttugu — hver veit? Fyrst einu sinni á mánuði rrtáske, þennan seinasta mánuð tvo og þrjá á viku.” “Hvenær léztu bréfið þar?” “Máske fimtán mínútur fyrir sjö, máske tuttugu. Eftir hálfsjö, veit eg, og ekki enn sjö.” “Var það vani þinn?” “Ó, nei monsjör; minn vani var að láta þau þar á kveldin, þegar eg geri húsið dimt. Hálfsjö, það er slæmur tími, því að mjög hæglega mætti einhver sjá. “Því varstu þá að velja þann tíma, Miss Cordier?” “Ó, en eg vel ekki. Sjáðu, það var þessu líkt: Þegar MacDonald, ekillinn, kom inn með bréfin, ósköp lítið fyrir sex„ þá var eitt til mín, í umslagi sem var skrifað á “áríðandi”. Á litla umslaginu innaní segir áríðandi — mjög áríðandi með strykum mjög svörtum undir stöfunum, svo eg veit mikill er flýtir að Mr. Patrick Ives fái það bréf fljótt. Svo eg byrja að ganga til skrifstofu með það, en þarna í forsalnum er þá alt þetta fólk sem er kom!ð frá klúbbnum og Mrs. Ives hún sendir mig fljótt að sækja nokkuð og Mr. Dallas hann kemur fljótt með mér að sýna mér hvað hann vantar fyrir cocktails — alla þá hluti, þú veizt.” Hún leit svörtum augum á sækjanda með bænarsvip, en á hans harðlegu ásjónu brá brosi. “Þú ætlaðir að segja okkur af hverju þú stakst sendimiðanum þar á þessum tíma.” “Já, það er það sem skýri. Nú, eg bíð og eg bíð eftir þessu fólki að fara heim til sín, og enn fer það ekki^ en eg þori ekki að fara inn í skrifstofuna eins lengi og alt þetta fólk er í dagstofunni sem blasir við forsalnum. En eftir langa stund hætti eg að geta beðið af kvíða að Mr. Patrick Ives komi og fái ekki "það afar áríðandi bréf. Svo þegar eg held að eng- inn sjái læðist eg fjarska hægt inn og læt bréfið fljótt, fljótt í skrudduna og eg byrja að koma aftur út í forsalinn, en þá sá eg frá dyrunum, að þar var fólk, svo eg steig aftur inn.” “Og hvern sástu í forsalnum, Miss Cor- dier?” “Eg sá í forsalnum Mr. Elliott Farwell og Mrs. Patrick Ives.” “Sáu þau þig?” Miss Cordier svaraði skilmerkilega með því að ypta öxlum. “Hvemig veit eg það, monsieur? Má vera þau sjái, má vera þau sjái ekki. Eg hrekk til baka og hlusta og eftir litla stund þagna raddimar og eg heyri hurð lokast, og eg skýzt fljótt um forsalinn og í dyr að eldhúsi svoleiðis að enginn sér til mín.” “Heyrðirðu hvað þau töluðu um?” “Nei, eg gat ekki heyrt þó eg hlustaði, svo lágt þau tala, svo lágt að nærri þau hvísla.” “Þú heyrðir ekki neitt annað meðan þú stóðst þarna?” “Jú, monsieur. Meðan eg stend hjá skrifborðinu, en áður en eg tek bókina, heyrði eg mademoiselle ganga um forsalinn með bömin.” “Mademoiselle? Mademoiselle hverja?” — Rödd ækjanda var alt annað en áfjáð, þó var auðséð á augunum og auðheyrt á rómnum, að honum líkaði miður. “Mademoiselle Page.” “Þú segir að hún gerði ekki annað en ganga gegnum forsalinn?” “Svo sagði eg, monsieur — á leiðinni til stigans.” “Þá varstu ekki farin að snerta bókina?” “Nei, monsieur.” “Þú beiðst þangað til hún fór hjá, áður en þú snertir bókina?” “Já.” “Var Mrs. Ives í forsalnum þegar þú stakst bréfinu í bókina?” “Ah, þetta líka segi eg ekki um. Eg segi bara að hún var þar eina mínútu, hálfa mín- útu eftir að eg stakk því í bókina.” “Gat hún séð til þín þaðan sem hún stóð?’ “Það er mögulegt.” “Sneri hún að þér?” “Nei, monsieur. Það er Mr. Farwell sem snýr að mér; Mrs. Ives sneri frá nfér.” Enn kom svipur af snarpri gremju eða skapraun, svo að bláu augun urðu dökk. “Af hverju segir þú þá, að hún hefði getað séð til þín?” Hin svörtu augun sem á hann sáu, opnuð- ust lítið eitt, ekki af furðu, heldur af gæfri, letilegri forundrun hvað mannkynið yfirleitt gæti verið skilningslaust, karlmenn einkanlega og saksóknarar ekki sízt. “Eg segi svo af því það gæti vel verið, að á þeirri stuttu stund, sem hún sneri við mér bakinu, þá hafi hún máske séð til mín í speglinum.” “Þar var þá spegill?” “En já, hinumegin forsalar gegnt skrif- stofu dyrum þar er langur, langur stóll, — það sem þið kallið bekk — þar sem herramir skilja eftir sín höfuð föt. Yfir þessum þar hangir spegillinn. Og það var hjá þeim^bekk að eg sá Mr. Farwell standa og Mrs. Ives.” “Og skrifborð og bókaskápur sáust í spegl- inum?” “Já, monsieur.” “Nú skil eg. Tókstu eftir nokkru sér- legu undir borðum, Miss Cordier?” “Alls engu; alt var eins og vant var, með algerðu gleðibragði.” “Á venjulegum tíma?” “Kort eftir sjö — já.” “Hverjir sátu að borðum?” _ “Mrs. Patrick Ives, Mrs. Daniel Ives og Mr. Patrick Ives, eins og vant var.” “Manstu hvað talað var?” “Ó, nei, monsieur, eg man ekki annað en allir töluðu eins og altaf, um smálegt. Sú sem kann að þjóna undir borðum er hæglát •og ófröm og heldur ekki kyrru fyrír í matsal nema meðan hún stundar sitt verk, skilurðu.” Hin óframa og hægláta þjónustu snót leit á spyrjanda ekki óhýrlega, en samt líkt og hún þyrfti að kenna honum mannasiði.” “Ekkert bar við eftir máltíð, sem þér þótti óvenjulegt?” “Nei, nei.” “Þú sást engan fyr en þú slöktir um kveldið?” “Ó, jú, eg sá Mrs. Daniel Ives um það leyti og hún spurði mig, hvort Mrs. Ives hafi komið aftur og eg sagði nei.” “Engan annan?” “Bara hitt vinnufólkið, monsieur. Rétt eftir tíu fór eg að hátta.” “Og sofnaðir strax?” “Já, monsieur.” “Morgunmáltíð var í engu frábrugðin venju?” “í engu, monsieur.” “Á hvaða tíma?” “Níu eins og altaf á sunnudögum. Mrs. Patrick Ives hefir sinn mat hálf tíu, þegar hún kemur frá kirkju.” “Var það frá venju?” “Þvert á móti, hún er því vön.” “Og eftir morgunverð gerðist ekkert ó- venjulegt?” “Eg veit ekki hvort þú kallar það óvenju- legt en eftir morgunverð kom nokkuð fyrir.” “Segðu frá því, ger svo vel.” Miss Cordier skoðaði vandlega glófa sína. rjómagula, óbrúkaða, áður en hún réði af að verða við þeirri bón. “Það var undireins og Mr. Ives og móðir hans stóðu upp frá borð- um, fáurri mínútum fyrir hálf tíu. Mr. Ives hann fer beint til sinnar skrifstofu og eg fer á eftir honum með sunnudags blöðin og áður en eg fer út spyr eg Mr. Ives, þú hefir fengið bréfseðiiinn sem eg lét í bókina?’ Og hann segir —” “Herra dómari, eg mótmæli! Eg mót- mæli! Hvað Mr Ives sagði—” Þennan ganginn voru mótmælahróp hans langþjáða Mr. Lamberts með fullu fylgi frain borin, sækjandi leit við honum ekki óhýrlega og bandaði hendi til vitnis síns. “Kærðu þig ekki um hvað hann sagði, segðu okkur bara hvað þú talaðir.” “Eg sagði, eftir að hann talaði: ó, Mr. Ives, þá ef þú hefir ekki tekið það, er það Mrs. Ives sem hefir fundið það. Hún hef- ir séð mig láta það í bókina meðan hún stóð í forsalnurrt.” Sækjandi gætti þess að allir viðstaddir hefðu nóg tóm til að festa í huga þetta svar, er sagði svo hentuglega frá því, sem vitninu var ekki leyft að segja frá. “Eftir þetta samtal við Mr. Ives vildir þú ekki vera í vistinni leng- ur, var ekki svo?” “Nei monsjör, það var seinna um daginn að eg afréð það.” “Nokkuð kom fyrir sem kom þér til þess?” Hinar hárauðu varir opnuðust, lokuðust, opnuðust aftur. “Já”. “Hvað Miss Cordier?” “Hálftólf frétti eg að Mrs. Bellamy hafi verið drepin.” Hún renti homauga til hinnar ungu konu, sem verið hafði húsmóðir hennar. Sú hafði óhægt sæti, hallaðist aftur að beinu stólbaki, krosslagði fætur um ökla, spenti greipar og horfði iniður á tær sér, á litlu skóna sína tábreiðu. Hin svörtu augun runnu frá faldi hins felda pils upp að höku, sem var í þreklegra lagi, liðu svo hægt og hægt á sækj- anda aftur. “Þegar eg heyrði það, var eg ekki ánægð, svo eg ekki lengur var kyr.” “Einmitt.” Sækjandi stakk höndunum djúpt í vasana og skaut auga, ófyrirleitnu, sigrihrósandi, á þann órólega Lambert. “Þú ekki lengur varst kyr. Nú er nóg komið, Miss Cordier. Verjandi spyrji.” “Miss Cordier, þú vissir vel, að ef Mrs. Ives hefði orðið vör við, að þú hefðir borið þau bréf sem látið er að gengið hafi á milli Mr. Ives og Mrs. Bellamý, þá hefðir þú ekki fengið að vera fimm mínútur undir hennar þaki upp frá því var ekki svo?” Fas og rómur verjanda var alt annað en góðgjam, miklu fremur frekjulegur af reiði, Miss Cordier hallaðist lítið eitt nær brík stúk- unnar til að mæta því frumhlaupi og jafn- framt harðnaði hún á svipinn, andlitið, rjóma- bleikt og fagursnotrað gerðist snarplega ó- svífið. “Eg veit að þegar Mrs. Ives verður reið, er hún fljót til máls, fljót til aðgerða — já I' monsjör.” Svarið kom óvænt, skjótt og viðstöðulaust og var því áhrifameira, hið rjóða andlit föln- aði og hrökk saman að því er virtist, tók sig svo á. “Og því þótti þér hentugra að fara úr vistinni áður en Mr. Ives gát spurt hana um hvort hún hefði fundið bréfið og þú yrðir rekin?” “Eg hefi sagt allareiðu, monsjör, að eg færi af því eg frétti morð Mrs. Bellamy, og iriér líkaði ekki.” Raustin var mjúk, þó orðin vissu á ilt, og fast kveðið að hverju atkvæði, skýrt og settlega. Mr. Lambert leit við henni reiðilega og þrammaði sína leið: “Þú segist ekki hafa get- að sloppið gegnum forsalinn af því að Mr. Far- well var þar og Mrs. Ives?” “Svo er það.” “Því fórstu ekki gegnum matstofu til búrs?” “Af því eg heyrði til Mr. Dallas og Mr. Burgoyne í matstofu, þar sem þeir reyna einn meiri cocktail.” “Af hverju skyldu þeir taka til þess að þú kæmir frá skrifstofu?” “Eg hugsa það hyggilegra að enginn skuli vita, að eg hafi verið í þeirri skrifstofu.” “Þú varst að hanga þar beinlínis til þess að njósna um Mrs. Ives, var ekki svo?” “Eg gat ekki gert við því að eg sé Mrs. Ives, nema eg loki augunum.” Mr. Lambert var óhægt, líkt og hann væri að renna einhverju niður en gæti ekki, hélt svo áfram: “Sagðirðu Mr. Ives frá því, að þú sást Mrs. Ives og Mr. Farwell saman í for- salnum?” “Eg man það ekki, hvort eg sagði honum frá því ellegar ekki.” “Mr. Farwell sneri við þér, var ekki svo?” “Já.” “Hvað kom til þú varst svo viss að Mrs. Ives tók bréfið, en ekki Mr. Farwell?” “Af því þegar eg heyri dyrnar lokast þá veit eg að Mr. Farwell er farinn.” “Og hvernig vissirðu það?” Enn ypti Miss Cordier öxlum. “Af því, monsjör, eg er ekki afglapi. Eg lít út, hann stendur hjá hatta snögunum; eg skrepp inn, eg heyri hurð látna aftur, eg lít enn út og hann er ekki þar. Það er þó af því allra einfaldasta.” “Þú ættir að kanna flókin mál og tilburði en eyða ekki tímanum til að þjóna að máltíð- um,” mælti sá er hana spurði, ,með mikilli kurteisi. “Er það ekki sannast, að hver sem vera vildi á því heimili gat hafa gengið um og lokað dyrunum, en Mr. Farwell horfið inn í stofu ásamt Mrs. Ives?” “Ef þú segir svo, monsjör,” svaraði Miss Cordier, rólóeg og kærulaus. “Er það ekki líka sönnu næst, að Mr. Far- well var dauðskotinn í Mrs. Bellamy og var allatíð á höttunum að njósna um hana?” “Það getur verið.” “Getur verið! Mr. Farwell sagði svo margsinnis í þessari vitna stúku. Það er full- sannað og ölluirí vitanlegt. Hitt er líka full augljóst að hver sem vera vildi af tíu, tuttugu öðrum manneskjumj gat hafa gengið um for- salinn og séð hvað þú hafðist að.” “Eg myndi ekki trúa því — nei monsjör.” “Það vill svo til að þetta er satt, hvort sem þú trúir því eða ekki. Sex vinnuhjú eða átta, átta gestir eða tíu — hvaða ástæðu hefir þú til að halda, að Miss Page hafi ekki tekið eftir, að þú lézt öðru vísi en vant var og snúið aftur o gséð þig leggja bréfið í bókina, eftir að þú hélzt hana farna hjá?” “Enga ástæðu monsjör — bara mín fimm skilningavit.” “Þú ert frábærlega vel gefin stúlka, Miss Cordier, en samt sérðu víst ekki með hnakk- anum, eða er svo?” “Monsjör þóknast að gera að gamni sínu,” svaraði Miss Cordier en tónninn sagði til að i henni þótti monsjör alt annað en fyndinn. “Vertu ekki að lýsa spurningum mínum', svaraðu þeim.” “Fúslega. Eg gé ekki með hnakkanum.” “Svo að það reynist sannast, * að tíu — fjórtán mnneskjur hefðu getað séð til þín láta þetta áríðandi, þetta dularfulla bréf í bókina, þó þú kennir Mrs. Ives um það, er ekki svo?” “Það er monsjörs álit, ekki mitt.” Monsjör gerðist gneypur við þann hæðnis svip, sem prýddi hið snotra andlit vitnisins. “Og ennfremur, Miss Cordier, er það sönnu næst, að við vitum alls ekki hvort bréfið var nokkurntíma lagt í bókina, nema af því sem þú segir um það.” “Monsjör finst það ekki vera nóg?” Monsjör lét spurningunni ósvarað, en það var auðséð á honum, hvað honum fanst. — “Hvað kom til þú valdir bók í skrifstofu Mr. Ives, til að fela tilskrifin í?” “Af því það er öruggur staður, þar sem á hverju kveldi hann getur gáð svo enginn sjái.” “Datt þér ekki í hug, að einhver annar mætti taka þá bók úr skápnum til að lesa?” “Þá bók? Stone on Commercial Paper, Volume III? Monsjör þóknast að gera gam- an.” Nokkrir í hópi blaðamanna létu á sér heyra að þeim var skemt, Mr. Lambert gaf þeim óhýrt hornauga og breytti til um ásókn- ina, .heldur skyndilega. “Miss Cordier, þú þekkir mann að nafni Adolph Platz?” Miss Cordier deplaðl augnalokum einu sinni og svo einu sinni til. “Þekki hann víst.” “Sástu hann seinni part dags þann nítj- ánda júní?” “Já.” “Hvernig kynntist þú honum?” “Hann stýrði um tíma vagni Mrs. Ives.” “Kvæntur, var hann ekki?” “Kvæntur, já.” “Mrs. Platz var í vist hjá Mrs. Ives?” “Já.” “Þau fóru úr vistinni af því ykkur Mrs. Platz kom ekki saman?” “Svolitla stund, ger svo vel.” Sækjandi tók fram í eins og sá sem valdið hafði. “Rig- um við von á að fá í einni dembu alt ósam- komulag og málæði sem hjú Mrs. Ives létu sér líka að hafa í frammi, nú og að undan- förnu? Eg veit ekki betur en minn heiðraði mótpartur taki með því til við verkefni, sem eg lét ósnert, þó vera kunni ábatasamt og skemtilegt. Álítur rétturinn ann- að eins sæmilegar spurningar?” “Ekki gerir rétturinn það. Spurningin er ekki svara verð.” “Eg beiðist undanþágu, herra dóómari . . . Miss Cordier, þegar þú^ slöktir ljósin þetta kveld, komstu þá í allar stofur niðri?” “í allar — já.” “Sástu Mr. Patrick Ives nokkursstaðar?” “Nei monsjör.” 'Sue Ives hallaðist fram skyndilega, kaf- rjóð í framan. Mr. Lambert gætti þess vel að líta ekki þangað sem hún sat. “Þú hefir hvað eftir annaö látið í ljós, að þú værir fim og reynd og slyng við að þjóna undir borðum, Miss Cordier. Stundar þú það nú?” “Nei.” “Hver er sú atvinna sem þú stundar nú?” “Rétt húna hefi eg enga atvinnu. Eg hvíli mig.” “í þeirri gistingu í Atlantic City, þar sem þú hefir stundað hvíld í undanfarna þrjá mán- uði. hvílist þú ekki undir nafninu Melanie Cordier, eða er svo?” Hin svörtu augun hvörfluðu snúðugt til sækjanda, en hann stóð og hallaðist fram á stólbak, kærulaus og kænlegur að sjá. “Er það sérstaklega nátengt þessari rannsókn, hvort Miss Cordier kýs að kalla sig Joan of Arc ef henni svo líkar?” “Eg ætla mér að sýna að þessu vitni er ekki trúandi, að þó hún láti hér sem hún sé réttlátur ungur kvenmaður og fyrirmyndar vinnukona, þá lifir hún stórlega vansömu lífi í málamynda hjúskap . . . Miss Cordier, eg spyr þig: hefirðu ekki látist vera kona Adolfs Platz í umliðna þrjá mánuði og fengið hann til að yfirgefa sína eiginkonu?” Af augunum svörtu stóð reykur og funi. “Og eg segi þér nei, nei og enn nei, monsjör.” “Þú kallar þig þá ekki Mrs. Adolf Platz?” “Eg tel hann ekki á að yfirgefa konuna, þá einföldu veimiltítu. Löngu áður en eg kynt- ist honum, var hann orðinn uppgefinn, veikur af henni.” “Þú kallar þig þá ekki Mrs. Adolf Platz?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.