Heimskringla - 18.09.1935, Blaðsíða 5

Heimskringla - 18.09.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 18. SEPT. 1935 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA í borg, sem nefnist Paulin- Chambers. Hefir það verið starfandi hér síðan 1876 og býr til kökur og ýms sætindi, sem nemur að verðlagi milljón doll- i urum á ári. Jámbrautarlestin var löng. — Um 250 farþegar voru í förinni. Margt var þar stórmenna, meðal annars Mr. Bracken, forsætis- ráðherra Manitoba-fylkis. Lestin var heimili farþeganna allan tímann. Þar sváfu og þar höfðu þeir máltíðir sínar. Allur viður- gerningur var hinn ákjósanleg- asti. Þeir, sem önnuðust svefn- vagna létu -ekkert ógert til að auka þægindi og vellíðan far- þeganna. Máltíðimar voru svo góðar að þær geta vart hugsast betri. Sömuleiðis var þjónað að borðum með allri snild. Menn höfðu líka nógan tíma til að njóta máltíðanna, enda virtist matarlyst aukast eftir því sem norðar dró. Má vera að loftið hafi þar verið hreinna en það staðhæfi eg ekkert, en hitt er víst, að eg naut lífsins þessa ferðardaga í fylsta mæli. Auk alls þessa var margt ann- að gert til þess að gera lífið á- nægjulegra meðan á ferðalag- inu stóð. Meðal annars var gefið út daglega dálítið frétta- blað, vélritað í svo mörgum ein- tökum að sérhver sem með lest- inni var gat fengið eitt eintak. Voru þar fréttir utan úr heimi og margvísleg umsögn um það sem gerðist á ferðinni. Stundum söfnuðust allmargir saman til að syngja. Dálítill strengja- lhjóðfæraflokkur var með til að auka ánægju söngsins. Síðasta kvöldið fór fram skopgifting, með ýmsum þaraðlútandi leik- araskap, en þar var enginn vígður maður viðstaddur. Eg tjáði formanni nefndarinnar vanþóknun mína á því að mér hefði ekki verið boðið að vera þar viðstaddur. Má vera, að eg hefði eitthvað getað lært af þessari athöfn. Það var í það heila meira félagslíf á þessari lest en eg hefi nokkumtíma áður orðið var við á ferðalagi með járnbraut. Mikið var t. d. um hlýjar kveðjur að skilnaði. Bæði Paulin-Chambers félagið og járnbrautarstarfsmennimir eiga alúðar þakkir skilið fyrir framúrskarandi meðferð á ferða fólkinu. Hið sama má segja um fólkið á öllum dvalarstöð- um. Alt þetta var samtaka um að gera ferðina sem allra skenftilegasta og sem allra nyt- samasta. Það var enn eitt sem var sterkur þáttur í ferðagleðinni. Það var veðrið. Stundum var það drungalegt þegar við vor- um á ferðinni. Þó gerði það lítið til. En á öllum dvalarstöð- um, þegar veðrið hefði getað orðið ánægjuþröskuldur, var það ákjósanlegt, aldrei mikill hiti, en alstaðar glaða sólskin. í Churchill var dálítið svalur vindur en sólskin var allan dag- inn. Um morguninn, sérstak- lega þegar við fórum yfir höfn- ina fann eg það betra að vera á léttri yfirhöfn en þegar við vorum komin á land aftur var hún aðeins til erfðileika. í bænum Dauphin var fyrsta viðdvölin. Bæjarbúar voru þar til taks með bíla til að flytja fólk til ýmissa skemtana. Súm- ir léku “golf”, aðrir “bowling”, aðrir óku um bæinn eða út í Riding fjöllin, eða til Dauphin vatns. Eg fór þannig um allan bæinn og töluvert út í Riding fjöllin. Dauphin er að öllu leyti snotur og þrifalegur bær. Tvo klukkutlma stóðum við þar við og höfðum mikla skemt- un af. Rétt áður en lestinj fór af stað kom maður til mín og sagði á íslenzku að hann) þekti mig. Eg horfði beint framan í hann og sagði: “Hans”. Þetta var Hans Gillies, sem einu sinni var í Vatnabygðinni í Saskat- chewan. Hann var lítill dreng- ur á sama bæ og eg áður en eg fór frá íslandi. Mér þótti und- ur vænt um að sjá hann, og við áttum þarna dálitla skemtistund rétt áður en lestin fór að hreif- ast. Næsta morgun- var komið til The Pas. Sá bær stendur á suðurbakka Saskatchewan- fljótsins. Er fljótið breitt vatns- fall. Kemur það vestan úr Klettafjöllum og rennur í Win- nipeg-vatn norðvestanvert. The Pas er gamall bær eftir því senf gerist í Manitoba. Þó er Port Cumberland, um' 40 mílur lengra vestur með fljót inu eldra. Það var stofnað af hinum fræga landkönnunar- manni Hudson Bay félagsins, Samuel Hearne árið 1770. Um miðbik 19 aldar voru nokkrir Englendingar þar vetrarlangt. Voru þeir að leita að Sir John iPranklin sem var frægur ferða- maður um íshafslönd. Seinna fengu menn að vita að hann hafði dáið í norðurhöfum árið 1847. Eitt af því sem þessir leitarmenn gerðu var það að smíða kirkjubekki. Þeir eru enn notaðir í “Anglican” kirkj- unni í The Pas. Þeir eru stæði- legir og vel gerðir. Bærinn þessi telur nú um 4500 íbúa og nefnir sig “The Gateway of the North” (hlið norðurlandsins) og má það vel til sannsvegar færa. Hann hefir lengi verið verzlunar míðpunkt- ur fyrir afar stórt landssvæði. Þangað hefir safnast fjöldi veiðimanna og námumanna. — Þar hefst hin eiginlega Hud- son-flóa járnbraut. Þar er feikna mikil sögunarmylna, sagt að sé mesta “spruce” mylna í Canada. Allra mesti fjöldi fólks hefir þar atvinnu. Mikið af timbri fæst upp með Carrot ánni, sem rennur í Saskat- chewan fljótið örskamt fyrir of- an The Pas. Gufuskip þar inn við flytja timbrið að mylnunni. Bærinn er snyrtilegur, með öll menningartæki nútímans Þar eru ágæt gistihús.þar eru nokkrar kirkjur, og þar er sjúkrahús,. er mun hafa kost- að um $400,000, yndislegt í alla staði með hinumfullkomn- ustu tækjum til að fást við alls- konar lækningar. Það er eign kaþólsku kirkjunnar og nunnur sjá um hrjúkrunina. Við stönzuðum í alt þrisvar sinnum í The Pas, meiri hluta dags — í síðasta sinn, þegar komið var til baka frá Chur- chill. Þann dag var ýmislegt gert til að skemta ferðamönn- um. Meðal annars var þar sýn- ing á blómum, garðávöxtum, korni, málmum og loðfeldum. Þar var mikið fallegt og athug- unarvert að sjá. Þann dag fór eg 17 mílur út á land, að fallegu stöðuvatni. Pyrst var farið um Indíána-sveit, sem er beint á móti The Pas hinumegin fljóts- ins. Leiðin lá líka þannig, að við sáum all-mikið meira af Saskatchewan-fljótinu. Miðdag höfðum við þann dag hjá góðu vinafólki sem við kyntumst í Winnipeg, en kvöldverð höfðum við á íslenzku heimili, þeirra Mr. og Mrs. Jón Thorleifssons. Eg þekti þau fyrir mörgum ár- um, áður en þau giftust, þegar þau voru í Þingvalla-nýlendunni í Saskatchewan. Nú eiga þau uppkomin börn. Því miður var Mr. Thorleifson ekki heima, var að smíða austur við God’s Lake. En eg átti engu síður indæla stund í þessu boði. Allan tímann, sem eg var í The Pas, var eg með syni mín- um og þarf eg ekki að taka það fram, að það var bezta skemt- unin. Á öðrum degi eftir að við lögðum á stað frá Winnipeg, var farið frá The Pas til bæjar- ins Flin Flon. Hann er um 90 mílur norðvestur af The Pas, rétt á takmörkum Manitoba og Saskatchewan. Sá bær er ekki meir en svo sem 5 ára gamall en telur þó milli 5 og 6 þús- und íbúa, að sögn þriðji stærsti bærinn í Manitoba-fylki. Það er eingöngu námubær. Náman er í Saskatchewan en bærinn í Manitoba og er þá náman á- föst við bæinn. Nánfufélagið “HIÐ tvöfalda SJÁLFGERÐA er handhægast allra bókarheftai Cfumtede) CIGARETTE PAPERS 1 Eg hefi altaf, meðan eg var heitir Hudson Bay Mining and Smelting Co. Ógrynni fjár hefir verið lagt í þetta fyrirtæki, og er sagt að það sé að mestu Bandaríkja fé. Farið var með ferðafólkið á dá- lítilli járnbraut út að námunni. Við sáum þar tröllaukið skarð sem höggvið hafði verið í mikla hæð. Þaðan hafði málmurinn verið tekinn . Er hann allur í grjóti. Þetta var nú ofan jarðar, en sagt er að hann nái langt niður í jörð. Hvert stórhýsið er við annað nálægt námunni alt fult af vélum til að vinna málm úr grjótinu. Það sem mætir aug- anu er margt svo stórkostlegt og hrikalegt að manni finst að hér hafi verið jötnar að verki en ekki menskir menn. Auðvald og hugvit hafa hér samteinað krafta sína og afleiðingin er töfrakraftur, sem heillar hug- ann og yfirbugar. Fyrst er grjótið mulið. Á endanum verð- ur það að mjöli. Að lýsa því sem svo gerist þangað til þetta er orðið bræddur málmur er á engan hátt meðfæri mitt. í grjótinu er málmurinn blandaður: eir, sink, gull og silfur. Þetta er að nokkru leyti aðskilið í Flin Flon, en gullið er látið vera í eirnum þangað til það er aðskilið í Montreal. Sagt var mér að nóg gull væri í grjótinu til að borga alla Frh. á 7. bls. FERÐPISTLAR Frh. frá 1 bla. þær, og var gerð sérstök skrá yfir ísl. bækur í safninu. Bókavörðurinn taldi valinu á ísl. bókum á síðari árum1 ábóta- vant og tók því með þökkum, er eg bauð honum að marka, ár- lega við þær bækur í Ritaauka- skrá Landsbókasafnsins, er eg teldi, að safnið ætti helst að kaupa. Kvöldfundur í brezka parlamentinu Um kvöldið fór dr. Jón með mig í enska parlamentið. Fengu menn þar aðgöngumiða að á- heyrendapöllum eftir röð og hleypt inn smáhópum. — Var nokkur bið þangað til við kom- umst inn. En þar gat að líta eitthvað um 30 þingntannahræður á bekkjum. Öll hin sætin voru auð, nema skjöl á víð og dreif um bekki, því að aldrei hefir Bretaveldi þótst hafa ráð á að hafa nema eitt borð í þingsaln- um, en við það situr stjómin. Þingmenn sitja á langbekkj- um, og hafa plöggin hjá sér í sæti sínu, eins og vinnumenn á bæjum í gamla daga. Ekkert stórmál var á dagskrá þetta kvöld, og ekki þóttist eg hafa lært að stjórna heimsveldi eða gefa því lög á dvöl minni þarna, en vera má að einhver af þingmönnum vorum hefði getað það. Á Montmartre Nú er eg hér í París. Fyrstu tvær næturnar var eg uppi á Montmartre til að vera nálægt kunningjum, sem eg á þar, en það eru hjónin Georges og Madeleine Blanc, sem bæði hafa dvalið á íslandi og ferðast þar. Frú Balnce leggur stund á ís- lenzk fræði og hefir flutt erindi nokkur um ísland og sýnt ágæt- ar myndir af ferðum þeirra hjónanna þar. Hefir því verið mjög vel fagnað. Montmartre með hinni miklu kirkju “Sacré-Coeur” gnæfir yfir París, og er hvergi betra útsýn yfir borgina en þaðan. Þá sést það bezt, að slík borg er að yfirsýn líkust hramni, sem er að gróa upp. Og hver veit nema allar stórborgir séu Ó- dáðahraun fyrir drottni. Meðal fræSimanna Nú bý eg á einum stúdenta- garðinum í háskólaborginni nýu (La Cité Universitaire de Par- is), sem verið hefir að rísa síð- ustu 10 árin á ágætum stað sunnanvert í borginni hjá fögr- unl garði (Parc de Montsouris). Eg bý í stúdentagarði frönsku héraðanna (La Maison des Pro- vinces de France). Það var minn gamli ágæti vinur frá dvöl minni í París 1908 — 1909, prófessor Paul Verrier, sem kom mér hingað til vistar þessa daga, svo að eg gæti kynst þessari merkilegu háskólaborg sem bezt. Rétt hjá henni hefir bæjarstjóm Par- ísar látið reisa stór hýsi með á- gætum leiguíbúðum fyrir pró- fessora háskólans og annara æðri skóla. Þar býr prófessor Verrier, sem hefir verið braut- ryðjandi í kenslu Norðurlanda- mála við Parísháskólann, en hefir nú látið af embætti fyrir aldurs sakir. Hann er mála- maður mikill, fjöllærður og hef- ir skrifað mikil og merkileg rit um enska og franska bragfræði. Hann er mjög vel að sér í tungu vorri og bókmentum. í boði hjá honum hitti eg Fernand Mossé, sem er læri- sveinn hans. Mossé hefir þýtt bæði Laxdæla sögu og Grettis sögu og skrifað prýðilega inn- ganga að þeim. Leist mér mjög vel á manninn. Þá var eg í kvöldboði hjá Jolivert prófessor. Hann og kona hans eru íslend- ingum að góðu kunn, hafa bæði kent við háskóla vorn og hafa mikinn áhuga á landi voru og bókmentum. Jolivet er að þýða “Þú vínviður hreini” eftir Lex- ness. Allir þessir þrír prófessorar búa þarna í nýju háskólakenn- araíbúðunum, svo að þar eru saman komnir á einn stað þeir, sem bezt eru að sér í íslenzkum fræðum í Frakklandi, og er þangað gott að líta. Háskólahverfið í París. Eg vík aftur að háskólaborg- inni. Hún verður áður en þessu ári lýkur 19 stúdentagarðar með herbergjum fyrir nær 2400 stúd- enta. Fyrsti stúdentagarðurinn (Fondation Emile et Louise Deutsche de la Meusthe) var vígður 9. júlí 1925. Hann er 7 hús með samtals 340 herbergj- um og var gjöf frá frönskum auðmanni. Þessi glæsilega byrj- un varð til þess að háskóla- borgin tók að rísa með furðu- legum hraða og krafti. Ríkið og Parísarborg hafa gefið grunninn, sem er lá rústum gamalla víggirðinga borgarinn- ar. Landið er 40 hektarar að stærð, svo að þar er nóg rúm fyrir tré og grænar grundir. En stúdentagarðarnir hafa ýmist, verið gjöf einstakra auð- manna, eða reistir fyrir fé, sem fengið var mfeð samskotum og tillögum frá ríkjum eða héruð- um. Stúdentagarðar eru þarna fyrir Frakka, Belga, Breta, Hol- lendinga, Dani, Svía, Svisslend- inga, Monacomenn, Spánverja, Grikki, Armeninga, Bandaríkin, Canada, Argentina, Cuba, Indo- kína, Japan. íslendingar eiga eitt herbergi í húsi frönsku héraðanna. For- stöðumaðurinn sagði mér, að Símon Ásgeirsson hefði ásamt sér verið fyrsti maður, sem flutti í húsið, og lét hans að góðu getið. En nú var Símon í sumarfríi í Belgíu. Stúdentaherbergin eru yfir- leitt látlaus, smekklega og hag- lega gerð, en annars er mis- jafnt, hve mikið er borið í aðra sali garðsins, og fer þar hver þjóð eftir sínu höfði. Aöbúð og umhverfi námsmanna Ekki getur það orkað tvíntæl- is, að þetta eru yndislegar vist- arverur, og eykur þó stórum á, þegar komin verða þama margskonar önnur hús, sem nú eru í undirbúningi og þjóna eiga samlífi háskólaborgarbúa, svo sem hús fyrir stjórn borgarinn- ar, heilbrigðismál, íþróttir, bóka- safn, samkvæmishús, matsölu- hús o. s. frv., í stuttu máli alt, sem þarf til að lifa þarna heil- brigðu og þróttmiklu lífi, and- lega og líkamlega. Háskólaborgin er sprottin af þeirri hugsjón( að þeir, sem eiga að verða andlegir leiðtogar þjóð- anna, þurfi á náms og þroska- árum sínum að lifa í umhverfi, sení lyftir huganum og styrkir hann til starfs og trúar á lífið. Hér í hinu fornfræga menta- sæti, Parísarborg, rís á ný há- skólaborg, þar sem synir 'allra þjóða kynnast, læra hver af öðr- um, tengjast bræðraböndum og hverfa síðan hver til síns heim- kynnis með útsýn til annara þjóða, en án hennar má enginn vera, sem ætlar að skilja sig og sína þjóð. að skoða þessa nýju stúdenta- garða verið með hugann í Garð- inum okkar heima. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir hann. Hann er ágætur. En væri það ekki hugsanlegt, að bráðum gæti risið upp hjá hon- um annar, sem væri dálítil vasa- útgáfa af háskólaborginni hérna? Eg á við það, að aðrar þjóðir, eða auðmenn þeirra, gæfu hver fé fyrir tvö til þrjú herbergi, handa stúdentum, sem nema vildu norræn fræði við Háskóla Islands. Hver veit? Guðm. Finnbogason —Mbl. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: Árnes..............................................p. Finnbogason Amaranth............................. J. b. Halldórsson Árborg................................G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville......:......................Björn Þórðarson Belmont..................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Calgary.............................Grímur S. Grímsson Churchbridge...................................Magnús Hinriksson Cypress River....................................Páll Anderson F>afo€.................................S. S. Anderson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale..............................ólafur Hallsson Foam Lake..........................................John Janusson GrimD....................................K. Kjernested Geyslr............................... Tím. Böðvarsson Glenboro.................................g. J. Oleson Hayland..............................Sig. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Hove.............................................Andrés Skagfeld Húsavík............................................John Kernested Innisfail...........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar...............................s. S. Anderson Keewatin..........................................Sigm. Björnsson Kristnes..........................................Rósm. Ámason Langruth.............................................B. Eyjólfsson Leslie.............................................Th. Guðmundsson Lundar...................................Sig. Jónsson Markerville........................ Hannes J. Húnfjörð Mozart...................................Jens Elíasson Oak Point.......................................Andrés Skagfeld Oakview........................................Sigurður Sigfússon Otto.............................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Poplar Park....................'.......Sig. Sigurðsson Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík.........................................Árni Pálsson Riverton..........................................Bjöm Hjörleifsson Selkirk.................................G. M. Jóhansson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Swan River............................Halldór Egilsson Tantallon.........................................Guðm. Ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir.............................................Aug. Einarsson Vancouver....................................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis...k...................... Ingi Anderson Winnipeg Beach....................................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson I BANDARfKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.....................John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar...............................S. M. Breiðfjörð Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....:............................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham...................................E. J. IJreiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.