Heimskringla - 04.12.1935, Síða 4

Heimskringla - 04.12.1935, Síða 4
4 SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 4. DES. 1935 1Lterntsknw)la (StofnuO 1S8S) Kemur út á hverjum mUJvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 og SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borgiat ryriríram. Allar borganir sendist : THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskifta bréí blaðinu aðlútandl sendiat: Uanager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnípeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla" is published and printed by THE VIKIMO PRESE LTD. 853-155 Sargent Avenue, Winnipeg Uon. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 4. DES. 1935 FULLVELDISDAGURINN Ræða flutt 1. des. í Sambandskirkju af Rögnv. Péturssyni Guð! Vér höfum heyrt það með vorum eigin eyrum, vorir forfeður sögðu oss frá því stórvirki, sem þú gerðir á þeirra dögum í fornöld. Eigi unnu þeir landið með sverð- um, heldur hægri hönd þín og armleggur þinn og ljós auglitis þíns, því þú hafðir velþóknan á þeim. Sálm. 44—1. 3. v. “Hin forna öldin er mér kær,” orti eitt af höfuðskáldum Svía fyrir hér um bil 100 árum. “Úr fornöldinni fljúga neistar framtaksins og hraustleikans” kvað hið mikla og vitra skáld þjóðar vorrar dr. Grímur Thomsen, nokkrum árum seinna. Með þessum orðum áttu báðir við hið sama; þeir áttu við söguna, hina undursömu opinberun mannlífsins. í sögunni koma saman vegir vísinda- mannsins og trúmannsins. Atburðarásin og orsaka lögmálið, er skráð er stóru letri á blöðum sögunnar, eru sálfræð- ingnum og mannfræðingnum opinberun hinna ótölulegu leyndardóma, og trú- manninum opinberun guðlegrar ráðstöf- unar með tilverunni. Hin mikla bók er kristnin hefir hafið yfir allar aðrar bækur og lagt um langt skeið fullan trúnað á sem óskeikult orð, er í réttum skilningi saga. Það má því til sanns vegar færa stað- hæfingar trúmannsins: sagan er guðs orð, og skoðun vísindamannsins: sagan opin- berar mannlega eiginleika og sýnir eftir hvaða farvegum lífið fellur frá upptökum þess og niður til áróssins mikla. And- spænis sögunni liggja vegir þeirra sam- an, og við ljós sögunnar, er hjá öðrum vakið trúnaðartraust og tilbeiðsla en hjá hinum lotning, alvörugefni og aðdáun. “Hin forna öldin er oss kær,” — sagan er oss kær, öll sagan, en þó einkum og sérstaklega saga vorrar eigin þjóðar. Það er sú sagan, sem ekki er eingöngu oss, heldur hverjum og einum kærust — saga eigin þjóðar. Það er sú saga sem hver og einn finnur til skyldleika við, sem skýrir fyrir honum lífið, sem gerir grein fyrir tilveru hans, og hvernig á honum stend- ur í hinu breytilega safni tilverunnar. Vér getum því aldrei án hrifningar og lotningar haft yfir orðin fornu, sálma- skáldsins, sem ávalt eru ný og töluð út frá hjarta sérhvers manns: “Ef eg gleymi þér, þá gleymi mér mín hægri hönd; mín tunga festist við minn góm ef eg ei man til þín.” Þér hafið heyrt — eg hefi heyrt — að þessi orð eigi að vera ofurmæli og bera vott um þröngt og takmarkað sjón- arsvið. Það á að vera til eitthvað annað, stærra og meira, en þetta, sem öllum beri að festa auga á, annað stærra og meira en saga eigin þjóðar. En þrátt fyrir það, hversu oft sem eg hefi heyrt þetta sagt hefi eg aldrei getað komið auga á þetta stærra og meira. Hið stærsta og m$sta sem eg hefi komið auga á, er það sem getur fundið oss stað, innan tilver- unnar, og það er sagan. Hún rekur fyrir oss upptökin fyrir því að spor vor, um einivern stuttan áfanga liggja um heim- inn, og hún sýnir oss hvar sólhvörfin verða, hvar sporin hljóta að hverfa í sandi tímans. Hún sýnir oss á hvern hátt orðin rætast, sem ávalt verða sönn: “frá honum fyrir hann og til hans eru allir hlutir.” Hún sýnir oss veginn, sem oss er ætlað að rata og hvar sá vegur sveigir niður að úthallinu. — Hún merkir fyrir oss slóðina, út af álþjóða- veginum, sem vér tökum — hljótum að taka — getum eigi annað, þegar að kvölda tekur og á daginn líður. Með háværð getum vér rætt um það, að þessa leiðina eða hina beri oss að stefna, inn í kveldroðann, beri að ganga út um þessar eða hinar dyr, en öll þau orð eru fánýt. Vitandi og óafvitandi ber oss að þeim dyrum, opnuon' þær dyr, sem feður vorir og frændur hafa stigið út um. Vér stígum þar út og lokum þeim á eftir oss. Vér eygjum sporin, þar sem mæður vorar hurfu oss og báðu oss, börnin sín, að dvelja um stund og bíða þangað til nóttin nálgaðist og háttatíminn væri kominn þá kæmum vér heim. Vér hlýð- um því. Þegar leikur lífsins þreytir oss, kliður lífsins svæfir oss, dagurinn hverfur oss og nóttin með sindrandi stjörnuskini breiðir ofan á oss rökkur voðir siínar, og gefur oss frið. Þá komum vér heim. Á heimsborgara hjalið höfum vér hlýtt en hvað er oss það? erum vér heimsborg- arar, er naumast vekjum boða á hinum kyrra fleti tilveru djúpsins er fellur inn milli þröngra fjalla? Hvað vitum vér sem fæst erum héraðstæk, flest naumast bæjartæk um útheiminn, nema ekki neitt? Á aðra hönd eygjum vér vögguna, á hina hönd gröfina og yfir fjörðinn er skamt. Þessar athuganir vorar um söguna vekur dagurinn í dag hjá oss, alveg í sér- stökum skilningi. Hann er minningar- dagur þjóðar vorrar og sjálfra vor, því vér eigum ekki nema eitt föðurland. Á þessum degi gerðist hjá þjóð vorri fyrir 17 árum sá atburður er hún minnist og mun minnast að vér vonum um langt skeið. íslenzka þjóðin heimti aftur sjálfs- forræði sitt á þessum degi er hún hafði af hendi látið rúmum 650 árum áður. Er því dagur þessi nefndur “fullveldisdagur” þjóðarinnar. — Jafnframt því sem hugur vor hvarflar hingað til þessara samfunda hér í kirkjunni, við vini og félagsmenn, hvarflar hann að iþessum atburði og viljum vér því nlinnast hans sérstaklega í þetta sinn, minnug þess að hann hefir sérstaka þýðingu til að bera fyrir oss, að ýmsu leyti svipaða og fyrir frændur vora og ættingja heima á ættlandinu. Hann er atburður í æfi vorri, fagur og gleðiríkur, þó vér búum fyrir vestan höf. Oss hefir auðnast að sjá þenna dag upp renna, sem hefir verið hinn þráði dagur þeirra manna sem vér dáum mest og oss hefir verið hin fegursta ímynd áræðis og drengskap- ar, hugrekkis og þjóðar metnaðar sem sögur vorar geta um. Oss hefir auðpast að lifa þenna dag, — þann dag sem gam- all og góður þingmaður þjóðar vorrar á- varpaði í anda endur fyrir löngu á þessa leið. — Eg tek hér upp orð hans eftir minni: “Nú er hann að renna upp, sá dag- ur, þegar vér fáum að ráða athöfnum vor- um sjálfir. Blessaður veri sá dagur og allir slíkir dagar.” Vér höfum lifað þá tíð að vér getum sagt: “Blessaður veri þessi dagur”, jafnframt því sem vér lút- um höfðum, minning þeirrar fórnar sem þeir er á undan oss eru gengnir, um hin- ar dimmu dyr, hafa selt af hendi til þess að hann gæti runnið upp. Vér blessum nöfnin þeirra, æfi þeirra, og orku þeirra að láta aldrei hugfallast, hversu fásinnug og dofin sem þjóðin þeirra var. Vér blessum nafn Jóns Sigurðssonar og þeirra samtíðarmanna hans, sem gátu fundið fullnægu allra sinna vona, í þeirri framtíð er þeir voru að skapa og sáu að verða myndi, þó dagsins fengi þeir ekki að bíða né hann að sjá; nema af fjallinu þar sem æfinni sleit. En alt þetta er saga liðinna daga, sem vér fáum ekki rifjað upp að þessu sinni, þó vér hinsvegar getum ekki minst þessa dags án þess að drepa á helztu atburðina sem til hans leiddu. En áður en eg geri það, vil eg aftur benda á orð séra Hannesar á Innra Hólmi er eg tilfærði að ofan og það sem í þeim felst: “Blessaður veri sá dagur er vér fáum að ráða oss sjálfir og allir slíkir dagar.” Það að fá að ráða sér sjálfur — ein- staklingsfrelsið — það er fullveldi hinnar íslenzku þjóðar! Þeirri hugsjón var í öndverðu helgað landnámið, og upp af þeirri hugsjón höfum vér skorið alt það sem vér eigum dýrmætast í fórum vorum. Hversu fráleit er hún ekki hugs- un hjarðarinnar, ef svo má að orði kom- ast, að hjörðin hugsi, sem óskar þeirri óblessan yfir sig að öll hennar æfi, og fæðan sem hún ber að vörum sér,. sé skipulögð af einhverju ímynd - uðu valdi sem fyrir ofan hana og utan hana stendur. “Individualisminn”, og nota eg hér evrópiskt orð en sem er full- vel skilið — er lífsandi vorrar kæru þjóð- ar, þessara síðustu leifa sem til eru, hinn- ar forn-norrænu þjóða,r. Þegar hann er tekinn frá henni deyr hún. Á honum var lýðveldið reist, er hugsaði sér lögin sem órjúfandi samnings atriði imilli frjálsra manna og réttlætis tilfinninguna eina, sem framkvæmdar vald, og ekkert annað. í krafti hans hafa þau verk sona hennar verið unnin er nokkurn varanleik bera með sér. Frá hionum fær saga þjóðarinn- ar hinn sérkennilega blæ, er aðgreinir hana frá sögu allra annara þjóða. Saga íslands er að mestu leyti saga einstakl- inga þjóðarinnar, saga þess sem ;þeir hafa sér fyrir hendur tekið, baráttu þeirra og sigurs. Það er sama á hvaða tímabil að litið er saga þess, hvers um sig, er saga hinna einstöku manna er þá voru uppi. Upptök eða upphaf þess atburðar, er helgar oss þenna dag, sem minningar há- tíð, eru aftur á fornri öld og er þar að byrja er þjóð vor seldi af hendi sjálfstæði sitt og hugðist með því mundu kaupa sér og niðjum sínum varanlegan frið. Frelsi sínu ætlaði hún ekki að farga, þó það kæmi fljótt á daginn, að í það varð ekki haldið er hinu var glatað, og mun svo jafnan reynast að með sjálfstæðinu fari frelsið. Ártölin eru einkum fjögur sem marka höfuð tímabil þeirrar sögu. Hið fyrsta er, árið 1262, er þjóðin á Alþingi sór Noregskonungi land og þegna að til skildum ákveðnum rétti, er þó smám saröan var úr hendi hennar dregin. Sátt- máli sá sem hún gerði þá við konungs- ættina norsku, Hákon konung hinn kórónaöa og Magnús lagabætir, hefir síðan verið nefndur “Gamli Sáttmáli”, til aðgreiningar öllum öðrum sáttmálum, er síðar voru gerðir hver eftir annan, við konung eftir konung, eftir því sem á aldir leið. Gamli Sáttmáli er hinn eftir- tektaverðasti stjómmála samningur sem gerður hefir verið, eg vil næst um halda ihjá nokkurri þjóð. í honum voru falin fyrimlæli þau er til hins síðasta var drýgsta vopnið í höndum þjóðar leiðtog- anna í allri frelsisbaráttu þjóðarinnar. Megin efni Gamla Sáttmála var þetta: Konungi er heitið ævarandi skatti og þegnhollustu landsbúa. Hið foma þjóð- Skipulag er engan herra hafði yfir sér nema Alþingið er lagt niður, og yfir þing- ið og vilja þjóðarinnar, er konungsvaldið sett. Því er gefið hið æðsta úrskurð- arvald í öllum málum. En gegn þessu eru þó skilmálar settir er niður aldirnar hafa að ýmsu haldi komið. í stað skatts- ins og þegnhollustunnar, var konungur skuldbundinn til að láta skip ganga á hverju ári, eitt í hvern landsf jórðung með nauðsynjar fyrir þjóðina. Þjóðin átti að halda sínum lögum og embættismenn all- ir að vera íslenzkir, utanstefnur að falla niður og um öll mál vera gert heima í landinu. Að síðustu var það tekið fram að ef sáttmáli þessi væri rofinn af kon- ungsins hálfu, áttu landsmenn að vera lausir allra mála við hann, en um það áttu að dæma beztu menn þjóðarinnar, eða eins og samningurinn hljóðaði‘ um það var dæmt “að beztu manna yfirsýn.” Eigi er sáttmáli þessi fyr gerður en hann er rofinn. Hin fornu íslenzku lög gátu ekki haldist óbreytt er nú var komið nýtt vald til sögunnar. Þeim varð heldur ekki breytt að vild, þó eitthvað annað þætti mega betur fara, nema með kon- ungs samþykki. Skipasendingarnar voru brátt sviknar, í embætti voru skipaðir útlendir menn í stað landsmanna sjálfra, auka byrðar og útsvör voru lögð á land- ið og þekkingarleysi útlendra yfirdrotn- ara kom í stað umhyggjusemi þjóðarinn- ar fyrir eigin hagsmunum. Hið eina sem vanst með þessum samningi var að friði var komið á í landinu í stað innan- lands styrjaldar, er stafað hafði af því að aflmestu mennirnir keptu um einræðisvald í landinu, og staðið hafði þá yfir í rúm 100 ár. En friður þessi varð dýrkeyptur, eins og þeim er kunnugt er þekkja til sögunnar Enginn kostur er að rekja þann hnign- unar feril sem fór í hönd með þessum samningi og náði hámarki sínu 400 árum seinna, en nóg er að geta þess að hver öldin sem viðtók af annari bar á sér meiri og meiri hnignunarmerki hvað þjóð- ina snerti, unz komið er upp að árinu 1662, og er það næsta ártalið sem vér viljum nefna. Þetta ár, með samningi er j þá var gerður og kendur er við Kópavog ; á Suðurlandi, er hinum síðustu leyfum af frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar varpað fyrir borð, og konungi unnin hyllingar eiður sem einvalds höfðingi yfir landinu. I Tóku þá umboðsmenn konungs sér öll völd í hendur, og með því réðu um langt skeið tilskipanir einar í stað laga. Þingið tapaði valdi sínu til að semja ný lög og gera um mál manna. Dómar þess urðu, er til hins ítrasta kom, að ganga eftir fyrir- mælum tilskipana en ekki laga. En með þessu hámarki hrörn- unar og afturfarar, fer þá líka áftur að rofa til. En deginum miðaði seint, og það vöknuðu ekki nema fáir í senn á hverjum mannsaldri til meðvitundar um þenna raunahag. En það að alt- af vöktu einhverjir yfir frelsi landsins, leiddi þó að lokum til þegs að aftur birti og fomöld og framtíð voru tengd saman á ný. Það var Gamli Sáttmáli hið ótvíræða sönnunargagn ís- lenzks sjálfstæðis sem að lok- um hjálpaði til þess að hinu þráða takmarki var náð. í hinu undurfagra kvæði “Alda- slagur” lýsir skáldið Þorst. Erlingsson þessari hægfara dagrenningu. Tímabilið alt hugsar hann sér sem eina sam- stæða nótt, er hann nefnir — “Norðurálfunótt”. Um þessa löngu nótt fara vökumenn ís- lands, einn og einn, á fætur og kveikja, og þó ljósin séu dauf lýsa þau þó svo að aldrei er al- dimt. “Það eru geislar þó þeir skíni um nætur.” Nokkur glögg spor eru stig- nin áður en að fullveldinu er náð, og fékst það ekki alt í einu sem naumast var von. Fyrsta sporið er að Einokunarverzlun- inni er aflétt 1787, og eru þá helztu vökumenn landsins Skúli fógeti og Jón Eiríksson, borg- arráðsfulltrúi í Khöfn. Fram að þeim tíma var verzlunin seld á leigu til einokunar félaga í Hamborg, Khöfn og víðar. — Næsta sporið er stig- ið 1854 er verzlun landsins er gefin frjáls og þjóðin nær á ný, þeim réttindum sínum að kaupa og selja hvar sem hún vill. Hyllir í því máli hæzt undir Jón Sigurðsson, sem og æ síðar, að hverju góðu málefni fram til þess dags að hann and- ast. Þriðja sporið er stigið með heimtun stjórnarskrár, er kon- ungur færði landinu á þúsund ara hátíðinni 1874. Var þá Al- þingi fengið aftur að mestu leyti hið fyrra löggjafarvald sitt og þjóðinni gefið umboð til að fara með sitt eigið fé og eiga með sig sjálf. Næsta sporið er stigið árið 1904 er yfirstjórn landsins er færð inn í landið og síðasti vottur umboðsstjórnar- innar og konungsvaldsins er af- máður, er lögð eru niður em- bætti landslhöfðingja og amt- manna. Og loks er takmarkinu að mestu leyti náð, með full- veldis samningnum er staðfest- ingu náði 1. des. 1918. Hvaða drög að því liggja að samningur þessi náðist svo skjótt, að nýafstöðnu heims- stríðinu mikla er ekki kostur að greina frá, enda er það að sumu ijeyti vatfið slæðu þjóðmája- brasksins á þeim tíma. Sökum þess að hátíðisdagur þessi er svo þýðingar mikill í sögu vorri, vil eg leyfa mér að taka hér upp í útdrætti það sem frá atburði þessum er skýrt í stjórnmálatíðindum þess tíma. Þar er svo skýrt frá: Út af áskorun Alþingis um almennan siglinga fána 1917, er þó eigi fékk framgang við kon- ung, var sambandsmálið alt tek- ið upp að nýju með samþykki stjórnarinnar dönsku vorið 1918. Alþingi kom saman 10 apríl. Kom það í Ijós að það myndi tilleiðanlegt að leita samninga við Danmörku einasta um konungssambandið að til- skildri fullri viðurkenning á fullveldi þjóðarinnar. Ríkis- þing Dana var þessu samþykt og skipaði 15. júní 4 rnanna nefnd af sinni hálfu, er gera skyldi um málið í samráði við álíka fjölmenna nefnd af hálfu Alþingis. Fundarstaður nefnd- anna var settur í Rvík. og hófu nefndirnar starf sitt 1. júlí og luku samningum 18. s. m. — Höfðu nefndirnar þá orðið gam- þykkar um framvarp til sam- bandslaga. Sleit Alþingi þá þann sama dag. Varð nú að leggja frumvarpið fyrir bæði þingin. I Kom Alþingi því saman aftur 2. sept. og samþykti frumvarp- ið óbreytt iþann 9. Var frum- varpið þvínæst lagt fyrir al- irnenna atkvæðagreiðslu er fram fór 19. okt. og samþykt með 12411 atkv. gegn 999. í þjóð og ríkisþingi Dana var frum- varpið samþykt síðla í nóv. og gekk í gildi fyrir bæði löndin 1. des. Með frumvarpi þessu var það þá fengið aftur sem þjóðin ihafði afsalað sér, eftir 700 ára íbarát,tu. Þegar maður svo renn- ir augum yfir þetta langa og örlagaþrungna tímabil veit mað- ur naumast yfir hverju mest ber að undrast, vitsmunum og sjálfstæðis tilfinningu þeirra er sömdu Gamla Sáttmála, þraut- seigju og drenglund hinna mörgu leiðtoga fsl. þjóðarinnar eða að lokum1, sanngirni og drengskap hinna dönsku þjóð- ar. Með vopnum hefði fullveld- ið aldrei orðið sótt og með engu öðru en vákandi réttlætis tilfinningu, og drenglyndi. En nú er að varðveita þetta fullveldi og frelsi. Ef til vill verður það engu léttara en að iheimta það úr höndum útlendr- ar þjóðar. En vér skulum treysta því, að nú á vorum dög- um hafi ræzt hin góðgjarna spá skáldsins. Veit þá engi að eyjan hvíta Á sér enn vor ef fólkið þorír Guði að treysta, hlekki að hrista Hlýða réttu, góðs að bíða. Sjálfsagt þarf enn alllengi “Góðs að bíða” þangað til vér getum sagt að vér séum sjálf- stæð og alfrjáls þjóð. En svo mun mega um fleiri segja. — Þjóðirnar eins og einstakling- arnir þroskast með aldri að vizku og náð, og þess biðjum vér guð að hann veiti þjóð vorri þann styrk að hún nái jafnt og stöðugt því sem til kann að vanta á þroska hennar, er aldir renna, svo að þegar vorir tímar eru orðnir að fornöld, þá megi heimfæra upp á þá þessi orð sálmskáldsins forna þar sem 'hann minnist sögu sinnar eigin þjóðar: “Guð! vér höfum heyrt það með vorum eigin eyrum, forfeður vorir sögðu oss frá því stórvirki, sem þú gerðir á þeirra dögum í fornöld. Eigi unnu þeir landið með sverðum, heldur hægri hönd þín og armleggur þinn og ljós auglitis þíns, því þú hafðir velþóknan á þeim.” Drottinn blessi ísland og fs- lenzku þjóðinni, þenna merkis- dag, og alla daga að eilífu! MARK TWAIN Nú eru liðin rétt hundrað ár síðan hinn góðkunni rithöf- undur Mark Twain fæddist; ihann fæddist 30. nóvember 1835 í Florida í Missouri-ríkinu. Hið rétta nafn hans var Samuel Langhorne Clemens; en Mark Twain var gerfinafn, sem var þannig til komið, að þegar hann var Ieiðsögumaður báta á Mis- sissippi-fljótinu var það siður, að sá, sem mældi dýpið, kallaði til leiðsögumannsins, hvað mik- ið það væri; “mark twain” þýddi tvö merki eða hnútar á mælivaðnum — tveggja faðma dýpi. Síðar notaði Clemens þessi orð sem gerfinafn, er hann fór að rita sögur. Mark Twain fékst við ýms ólík störf fyrri hluta ðefinnar: hann var prentari, námumaður, leiðsögumaður báta (pilot) á Mississippi og blaðamaður. En ekkert af þessu hefði gert hann að frægum manni; hann varð frægur maður vegna þess að hann gat látið “’heiminn hlægja’, eins og að orði hefir verið kom- ist um hann. Prófessor Steph- en Leacock, sem sjálfur er eirin af allra fyndnustu rithöfundum í Canada og Bandaríkjunum, hefir sagt, að hann og Oharles Dickens séu tveir fyndnustu rit- höfundar nútímans.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.