Heimskringla - 04.12.1935, Side 5
WINNIPEG, 4. DES. 1935
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
Og Mark Twain varð frægur
maður og auðugur. Meðal vina
hans má telja Játvarð sjöunda
Bretakonung og Andrew Car-
negie. Oxford háskólinn gerði
hann að heiðursdoktor, og hvar
sem hann fór keptust menn um
að sýna honum virðingu. Um
langt skeið var hann eflaust
langmest lesinn allra amerískra
rithöfunda, en nú á síðari árum
mun hann mikið minna lesinn
en áður. Sögur hans haÆa ver-
ið þýddar á mörg tungumál, og
margar bækur hafa verið rit-
aðar um hann sjálfan.
Sögur Mark Twains, sem
flestir kannast við, eru Tom
Sawyer og Huckleberry Finn,
auk margra stuttra kýmnis-
sagna. The Innocents Abroad
hefir líka verið mjög mikið les-
in bók, en aðrar bækur hans
gíður, og eru þær þó sumar
ekki óeftirtektarverðari en þess-
ar, sem nefndar hafa verið. Tom
Sawyer og Huckleberry Finn
eru sögur af strákum, fullar af
tfjöri og gáska, en um leið svo
náttúrlegar og nákvæmar lýs-
ingar af hugsunarhætti og sál-
arlífi bæði eldri og yngri að
undrum sætir. En það er í bók
eins og The Innocents Abroad,
sem að hin einkennilega fyndni
höfundarins nýtur sín bezt. —
Bókin lýsir ferðalági Ameríku-
manna um Evrópu. Ferðalang-
arnir bera alt, sem þeir sjá þar
saman við það, sem þeir þekkja
heima; og samanburðurinn
verður hlálega fjarstæðufullur
og hlægilegur. Mikið af fyndni
hans liggur einmitt í þesskonar
samanburði hluta, sem í eðli
sínu eru hver öðrum ólíkir, eða,
eins og Stephen Leacock kemst
að orði: hann er “humorist of
Unexpected Contrasts”. Ame-
ríka með sínu unga, vaxandi
þjóðlífi og framförum, í saman-
burði við Evrópu með sinni
gömlu menningu og virðingu
fyrir öllu frá fyrri tímum, var
honum óþrjótandi uppspretta
þessa kátlega samanburðar; og
'hann gerði jöfnum höndum háð
áð þótta og drambi Evrópu-
mannsins og barnaskap og
skilningsleysi Ameríkumanns-
ins.
í sögum sínum, t. d. Huckle-
berry Finn, hefir Mark Twain
dregið upp ódauðlegar karaktir-
myndir. Huck hefir óviðráðan-
iega flakknáttúru og talar oft
eins og spekingur. Aðrar per-
sónur í sögum hans eru undar-
legt sambland af þrengsta
hversdags hugsunarhætti og
imjög heilbrigðri skynsemi. En
út frá því öllu geislar þessi sí-
fjöruga fyndni og hinn glöggi
skilningur á kostum og göllum
mannanna, heimsku þeirra og
hjartagæzku. Þess konar sögu-
persónur búa ekki aðrir til en
þeir, sem eru snillingar.
En Mark Twain varð aldrei
það sem hann vildi verða. Hann
vildi verða djarfur og ákveðinn
umbótamaður og nota gáfur
sínar til þess að ganga í ber-
högg við úreltar skoðanir og
hugsunarhátt. En það fékk
hann ekki að gera fyrir konu
sinni, sem var mjög bundin við
erfikenningar og venjur. Hún
las yfir alt, sem hann ritaði og
lét hann fella úr því það sem
ihenni geðjaðist ekki að. Sumir,
sem um Mark Twain hafa rit-
að, gera ef til vill of mikið úr
þessum áhrifuim konu hans, en
það er enginn vafi á, að þau
voru mikil og miðuðu öll í þá
átt, að halda honum innan
þeirra takmarka, sem hún áleit
viðeigandi og nauðsynleg. Aftur
á móti hefir verið bent á, að frá
praktisku sjónarmiði hafi þetta
aðhald verið Mark Twain gagn-
legt; því að vinsældir hans sé
mest því að þakka, að hann hélt
sér jafnaðarlega á sviði fyndn-
injiar og gaf sig ekki of mikið
við alvarlegri viðfangsefnum. —
Áð líkindum er það satt. En
samt verður það að skoðast
sem tap, að hann gat ekki notið
sín til fulls vegna þessa ofríkis
vanafestu og þröngsýnis.
Misskilningur væri það, að
ætla, að enga alvöru sé að
tfinna í ritum Mark Twains. —
Hún er þar, en hún er falin.
Háð hans um lífið, þótt það sé
ekki biturt (sarcastic) að jafn-
aði, er oft alvöruþrungið og
getur komið lesandanum til að
hugsa. Alvara hans er eins og
hæg undiralda, sem bærist svo
að hennar verður lítið vart, en
fyndnin er eins og hinn létti
vindur, sem strýkur hafflötinn
iog vekur sikvikar bárur,, er
ýmist rísa eða falla.
Fjölda margar sögur eru til
um Mark Twain, um fyndni
hans í tilsvörum og kátlega
hætti, og líka um göfuglyndi
hans og drengskap. Alkunn er
sagan um fregnina um dauða
hans; sem einu sinni barst út.
Fréttaritarar fóru heim til hans
og fundu hann bráðlifandi. Varð
honum þá að orði, að fregnin
um dauða sinn væri mjög mikið
ýkt.
Mark Twain dó í hárri elli.
Síðustu árin, sem hann lifði,
var hann oft í Bermuda eyjun-
um. Gekk hann þá jafnan í
hvítum fötuim. Eg heyrði eitt
sinn konu, sem sá hann þar,
segja, að hann hefði verið eftir-
itektarverðasti og fallegasti
maðurinn í öllum þeim sæg,
sem gisti í hinum fræga bað-
stað á eyjunum.
G. Á.
REFLECTION
(The Sons of Canada unanimously voted that Great Britain
should not be involved in War arising from
the Italian and Ethiopian dispute)
If poppies grow in Flanders field
To soothe the decayed flesh,
That had to tjrrants sceptre yield
Their earthly happiness;
Why should the sores of other land
Be neglected by those,
That never dared in danger stand
To meet the coming foes?
The cup that hölds the monsters greed
Has never yet been filled.
’Mongst plenty those most sore in need
Shall starve or else be killed,
As sacrifice to Mammons God,
That rules untouched, sublime,
And dictates with his iron rod
The promotion of crime.
B. P.
HÆTTAN Á VÖTNUNUM
Eg var nýlega að tala við
im'ann, sem ekki vildi kannast
við neitt á íslandi annað en
hættur og dauða. Var það aðal-
lega í sambandi við sjómanna-
lífið. Hann hélt því fram að
þar færi fjöldi manns í sjóinn á
ári hverju en hér kæmi það
tæplega fyrir að maður misti
lífið við þá atvinnu.
Til þess að hrekja þennan
misskilning langar mig til að
þýða stutta grein sem birtist í
blaðinu Free Press 6. desember
1934.
Greinin er eftir mann sem
heitir J. P. De Wet og er fyrir-
sögn hennar:
“Hin ægilega hönd idauðans
he’fir hrifsað til sín stórkostlega
fórn meðal fiskimanna á vötn-
unum í Manitoba.”
Og hér birtist þýðing af
greininni:
“Hið hörmulega slys, sem
varð á Winnipegosisvatninu 18.
október vekur upp í hug m'anns
endurminningar um hinar ógn-
andi hættur sem fiskimennirnir
í Manitoba eru undirorpnir. —
Þennan tiltekna dag fórust níu
manns, en aðalatvinna fólksins
ií Winnipegosis eru fiskiveiðar.
Ár eftir ár farast fleiri eða
færri í hinum hættulegu vötn-
um fylkisins. Oftast verða
slysin þegar vötnin eru að
leggja; þá er veðrið kalt og fiski
mennirnir eru þungir á sér
vegna þess hversu þykkum föt-
um þeir verða að klæðast. —
Þegar þeir falla í vatnið verða
þeir innkulsa í ísköldu vatninu,
þar sem þeir berjast við dauð-
ann.
Sum árin eru slysin miklu
tfleiri en venjulega; þannig var
það árið 1929; þá fórust átta
manns; sama sagan hefir end-
urtekist í ár (1934), eru þeir
ellefu sem nú hafa farist. Árið
1933 voru slysin með lang-
minsta mfóti, druknaði þá aðeins
einn maður.
20. nóvember 1929 var dagur
hinna miklu slysa. Fórust þá
menn á þremur vötnum fylkis-
ins sama daginn; alls sex að
tölu. Á Cormorant vatninu
brotnaði ísjaki undan tveimur
mönnum: Ólafi Guðmundssyni
og H. Davíðssyni og druknuðu
þeir báðir. Á Athapapaskow
vatni brotnaði ísinn undan öðr-
um tveimur mönnum og drukn-
uðu þeir einnig báðir; þeir hétu
Arthur Anderson og Jack Currie
og áttu heirrta í Cranberry Por-
tage; drógu þeir á eftir sér
þungan sleða hlaðinn vistum
og veiðarfærum. Þegar ísinn
brotnaði drógust mennirnir til
ibotns vegna þess að kaðlarnir
sem þeir drógu á sleðann voru
bundnir utan um þá. Þriðja
slysið sama daginn varð á Win-
nipegvatni. Tveir menn sem
ihétu Jacob Schmidt og Fred O-
bich báðir frá Gimli, voru á ferð
eftir Winnipegvatni og brotnaði
undan þeim ísinn skamt frá
Moose Island. Voru þeir svo
þungir á sér sökum þykkra fata
og svo kaldir í vatninu að þeir
voru nærri því komnir að
drukná. En íslenzkur maður,
sem með þeim var og Daníel
Magnússon hét frá Árborg, náði
þeim upp úr vökinni með hinu
mesta snarræði og erfiðleikum.
Lögðu þeir nú allir þrír af
stað og ætluðu að komast sem
fyrst heim í kofa sinn, en ofsa-
rok og moldöskubylur skall á,
og eftir nokkurn tíma var svo
dregið af Obich að hann komst
ekki lengra, hneig niður nær
dauða en lífi, því föt hans voru
stokkfrosin og hann uppgefinn
og iniikulsa. Félagar hans
staðnæmdust með honum og
Magnússon fór úr yfirhööfn
sinni til þess að breiða hana
ofan á manninn, sem var að
deyja; var hann því verjulaus
sjálfur gegn bylnum, stormi
og frostinu og dó undir morg-
uninn.
Nú var Schmide einn eftir og
reyndi að konfast til manna-
bygða, viltist hann og ráfaði um
vatnið allan þann dag, alla
næstu nótt og frm á næsta dag;
komst hann þá loksins að öðr-
um fiskimannakofa alveg upp-
gefinn og skaðskemdur af
frosti. Var hann fluttur á St.
Boniface spítalann, lifði þar í
sjö daga við hinar mestu kvalir
og þá dó hann.
Áttúndi maðurinn, sem Hfið
misti á vötnunum þetta sama
ár, var J. Hobel frá Portage la
Prairie, hann fanst frosinn til
dauðs á Manitobavatni, hafði
orðið úti og var hans leitað í
tvo sólarhringa áður en hann
fanst.
I
Árið 1930 fórust sex manns
á vötnunum. Rétt fyrir mikla
veðrið á Winnipegvatni 17 okt.
ýttu þeir báti sínum á flot Ingi
Thordarson og Franklin John-
son félagi hans; þeir voru í
’ George Island og ætluðu að
reyna að bjarga netum sínum
áður en veðrið skilli á. En það
var orðið um seinan og þeir
lentu í veðrinu. Enginn vissi
í um afdrif þeirra fyr en viku
| seinna. Þá fór kapteinn Ed-
ward Nelson að sækja þá á skip-
I inu Wolverine; heyrði hann þá
, ógurleg hljóð; voru það hundar
þeirra félaga nálega dauðir úr
hungri. Kapteinn Nelson sá
för þeirra félaga í hálffrosnum
snjónum á vatnsbakkanum þeg-
ar hann hafði sópað lausasnjó-
inn ofan af krapinu til þess að
reyna að finna einhver merki,
sem mögulegt væri að átta sig
á. Förin lágu frá landi en hvergi
í land aftur. Og mennirnir fund-
ust ekki.
22. október lögðu fjórir fiski-
menn af stað frá Gimli á bát
I sem Magnús hét. Þeir voru
[ þessir: William Bjarnason for-
maður, Joe Bell vélastjóri, Mar-
tin Johnson og Óli Kárdal. —
Þegar komið var þrjár milur frá
landi kviknaði í vélastofunni.
Bjarnason og Bell urðu frávita
af hræðslu og steyptu sér út-
byrðis. Hipir tveir reyndu á-
rangurslaust að slökkva eldinn
og þegar þeir sáu að þess var
enginn kostur ætluðu þeir að
1 ná í björgunarbátá bæði til
þess að forða eigin lífi og bjarga
1 félögum sínum, sem útbyrðis
höfðu hlaupið.
Um það leyti sem þeir kom'ust
í björgunarbátinn, varð spreng-
ing í skipinu og það sökk. —
Johnson og Kárdal komust af
en hinir fórust.
23. nóvember sama haustið
; fóru þrír menn — allir bræður
*— út á Manitobavatn frá Lun-
dar til þess að vitja um net sín.
Í»eir hétu: Friðrik, Helgi og
Sigurður Oddssynir. Þeir lögðu
af stað heimleiðis aftur um
kveldið með þungan sleða hlað-
inn fiski; gengu þeir Friðrik
og Helgi fyrir sleðann en Sig-
urður ýtti á eftir. Loft var þykt
og dimmviðri. Alt í einu brotn-
aði ísinn og alt fór í vatnið.
Sigurði hepnaðist að komast
upp úr vökinni við illan leik;
var hann mjög þjakaður en
bræður hans druknuðu báðir.
Haustið 1931 druknuðu að-
eins þrír í vötnunum í Mani-
toba. Einn þeirra var Óli Pet-
erson, fimtán ára gamall ungl-
ingur frá Gimli; féll hann út-
byrðis þegar hann var að vitja
um net, hafði mist jafnvægið;
bátinn fann bróðir hans nokkru
seinna og flaut húfan hans
við borðstokkinn. Bróðir hans
hét Sigurður og var að fiska
skamt frá á öðrum báti og
hafði ekki orðið þess var þegar
slysið bar að höndum.
17. nóvember sama ár drukn-
uðu tveir menn í Manitoba-
vatni; hétu þeir George Lebel
og George Cruzille, báðir frá
Delta. Hvolfdi bát þeirra hálfa
mílu frá landi í stormi og ólgu.
Þeir voru báðir ágætlega syndir
en bæði vegna þess hve þung
voru föt þeirra og vegna hins
hversu mikið krap var í vatninu
var engu sundi komið við. Bát-
ur þeirra fanst seinna á hvolfi
í krapinu mílu lengra frá landi.
Árið 1932 fórust tveir menn
í Dauphin vatninu, snemma um
(haustið. Þeir voru bræður,
hétu Joe og Allan Reid og áttu
iheima í Sifton. Þegar þeir
komu ekki heim að kveldi 27.
október var þeirra leitað alla
nóttina; fundu leitarmenn ,lík
Joes snemma um morguninn;
hafði hann druknað á fjögra
feta dýpi; var annar fóturinn
itflæktur í neti og þess vegna gat
hann enga björg sér veitt; en
þetta var aðeins 70 fet "frá landi.
Netin voru svo flækt að greini-
lega sást hversu afskaplega
hinn látni hafði brotist um áður
en hann dó.
Lík Allans fanst um kveldið á
sex þumlunga dýpi rétt í flæð-
armálinu. Var svo að sjá að
hann hefði verið að berjast við
að komast í land, orðið alveg
uppgefinn, dottið og lent á
steini með höfuðið, ekki samt
rotast, en verið of máttvana til
þess að geta staðið upp og dáið
af kulda.
Eimhverntíma nálægt 6. feb.
1933 — enginn veit daginn með
vissu — brann maður til dauðs
í fiskimannakofa 75 mílur frá
Gypsuníville. Hann hét Jacob
Turnan og var frá St. Martin.
Hafði hann unnið að því með
föður sínum að flytja fisk frá
Winnipegvatni að járnbrautar-
stöðinni á Gypsumville.
Er álitið að Tuman hafi verið
þreyttur, lagst til hvíldar og
sofnað. Hafði hann fyrst borið
farminn inn í kotfann til þess
að verja hann frosti, látið hest-
ana inn í skýli áfast við kofann;
breitt teppi yfir fiskikassana og
síðan so-fnað. Kofinn föðraður
með tjörupappir; hafði kviknað
í honum og kofinn brunnið til
kaldra kola á svipstundu.
Engin merki voru þess að
maðurinn hefði brotist um; er
talið líklegt, að hann hafi kafn-
að af reyk áður en hann varð
var við eldinn.
Hestarnir höfðu slitið sig
lausa, brotið hurðina og dyr-
umbúninginn og komist út; en
þeir voru svo skaðbrendir um
höfuðin að miskunarverk þótti
að stytta þeim stundir.”
Isafirði, starfar nú við skólann.
1 héraði voru menn að hirða
hey síðastliðinn sunnudag og
eitthvað er ennþá úti af heyj-
um. — Síðari hluti sumars var
mjög erfiður. — Uppskera garð-
ávaxta var misjöfn.
í gær voru lögð í sömu gröf
í Vallaneskirkjtugiarði,, hjónín
Sigfús og Guðrún Kjerúlf frá
Stóra-Sandfelli.
* * *
Fáheyrður vænleiki
var á sauð sem Þorsteinn
bóndi Bjarnason á Hurðarbaki
í Reyktholtsdal slátraði í haust.
Sauðurinn var þrevetur, og
heimagangur. Fé fylgdi hann
lítið eða ekki, heldur hélt sig
með kúnum að sumrinu og
| fólkinu sem hann oft fylgdi á
j engjar, en á vetrum var hann
með ám í húsi.
Sauðurinn hafði á blóðvelli
50£ kg. af kjöti, 15 kg. af mör
og 9| kg. af gæru, og hefir því
gert milli 70 og 80 krónur.
Eg hefi heyrt um hrút, sem
lagði sig með 58 kg. skrokk, en
eg hygg að þess séu varla dæmi,
að þrevetur sauður hafi lagt
sig með meiri kroppþunga en
þessi.—N. Dagbl. P. Z.
Þessi grein sýnir það nokk-
urn veginn hvílíka hættu og
erfiðleikum það er undirorpið
að stunda fiskiveiðar hér á
vötnum og eg efast um að
fleiri týni lífi sínu við það á
íslandi hlutfallslega en hér í
Manitoba.
Sig. Júl. Jóhannesson
FRÁ ÍSLANDI
Grímsey
Það er mælt að Norðlending-
ar sé farnir að tala um það í
fullri alvöru, að það ætti að
flytja Grínrseyinga í land og
leggja eyna í eyði — þennan
stað, sem Einar Þveræingur
sagði að gæti fætt heilan her.
En nú er sagt að bjargræðis-
vegir Grímseyinga sé bannaðir,
afli bregst og fuglabjörgin hafa
stórskemst af hruni í jarð-
skjálftum.
# * *
Hallormsstað
Hallormsstaðaskóli var settur
fyrsta vetrardag. Skólinn er
tæplega fullskipaður. — Hann
starfar með sama sniði og áður.
Nýr kennari í handavinnu, ung-
frú Wienem, sem áður hefir
kent við Gagnfræðaskólann á
‘HINIR SfÐUSTU
VERÐA FYRSTIR”
Það er liáski að horfa í kring,
hleypa kvæði af stokkum,
nema sértu þartfa þing
þjóðrækni og flokkum.
Þetta tuggna þjóðar-hól
—því er ver og miður—
ibyrgir hugsun, sál og sól
—sækir þráðbeint niður.
Þung í skauti þroska er
þessi dýrkun flokka:
æðri stéttum eið ’ún sver
almenning að plokka.
Þeir sem príla þrautseigir
þessu upp í ræfur
eru af flestum álitnir
engar meðal skræfur.
En sá er himinn sumum lár
sífelt þröngt til veggja
—setja þeir upp segl og ár
svo úr nausti leggja.
Úti—hár er himininn
Hafið hvergi þrengir.
Jafnvel sjálfur sjódauðinn
sýnist töfra, drengir!
J. S. tfrá Kaldbak
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
S\XVW
,**'» a . aí
oé
*A« e'tt ‘
.,6 io* w et
Bti#* 1’
v***6vb
v*
aftit ^
oS
. r séo
T. G. BRIGHT
& CO.
LIMITED
Stærsti vín-
framleiðandi í
Canada
Niagara Falls,
Ontario
Stonfsett 1874
right's
1 O WINES,
rhia advertlsement is not inserted by the Government Liquor Control Commi*.Mon. The
Oommlssion is not responsible for statements made as to quallty of produat advertised.