Heimskringla - 12.02.1936, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.02.1936, Blaðsíða 1
L. ÁRGANGUR WLNNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. FEBR. 1936 NUMER 20. Fréttir af ríkisþingi Canada Ottawa, 6. felb. — Eins og áður hafði verið tilkynt, kom ríkisþing Canada saman s. 1. föstudag í Ottawa. I»ó þingsetningin fari mjög fram með sama hætti ár eftir ár, er hún ávalt nýr og eftir- tektaverður viðburður í höfuð- borginni. Það skiftir engu hvað dauft og fáskiftið líf borgarinn- ar hefir verið. — Við byrjun þingstarfsins ár hvert rofar til. — Fylkingar þingmanna á götum úti, vekja ekki að- eins tforvitni, sem meðfædd er hverjum manni, er um ný- lundu einhverja er að ræða, 'eins mikil pólitísk afskifti Til þess að vernda almenning fyrir ásælni og ágirnd iðnaðar- vörufélaga landsins, hefir netfnd verið skipuð, segir í hásætis- ræðunni. Á viðskiftasamningana við Bandaríkin er minst og er búist við góðum árangri af þeim. Canadabanka á að gera að þjóðeign. Á rekstri þjóðbrautakerfisins er og ibúist við breytingu. £5em stendur er kerfinu stjórnað af nefnd, sem er all-óháð stjórn- inni í starfi sínu. Var nefnd þeirri falið það starf svo að stefnu hans í tiðskiftamálum. Talaði hann á fjórðu klukku- stund og var hverju orði er hann sagði veitt eftirtekt. Síð- ustu orðin voru töluð með sama Iþrótti og hin fyrstu. Og þó að hann réðist á gerðir íKing- stjórnarinnar í samninga-mál- unum við Bandaríkin, Japan og framkomu hennar í hveitisölu- málinu, klöppuðu liberalar, jafnt sem conservatívar oft. undir ræðu hans, auðvitað fyrir persónu Bennetts, en ekki fyrir skömmunum. Frá þessu var sagt í dagblöðunum í gær, en af því að þingtíðindin eru ekki komin, er þetta er skrifað, bíður næsta blaðs, að minnast frekar á ræðu Mr. Benentts. heldur er koma þingmannanna frá hagsmunalegu sjónarmiði nokkurs konar marsvínavaða á f jörur iborgarbúa. Hvernig sem í ári lætur, eflast ávalt viðskift- in við komu þeirra. Hvað sem um það er því sagt, að ekkert gott leiði af starfi þingmanna, nær það ekki til höfuðborgar landsins. Fyrsta starf þingsins,, er það kemur saman, er að velja þing- forseta. En áður en til þess kom, lýsti Mackenzie King for- sætisráðherra því yfir, að næsta mál þingsins, að forseta-kosn- ingu lokinni, yrði það að minn- ast hins nýlátna konungs, — George V. og hylla nýja kon- unginn, Edward VIII. Forsætisráðherra skipaði þá Mr. Pierre Franquios Casgrain, þingmann frá Charlevoix-Sagu- eny þingforseta og bað þingið, að samþykkja það. En það gekk nú ekki orða- laust af. Mr. Casgrain hafði um leið oig hann fékk tilkynn- ingu um embættisvonina, (því tilkynning um það fyrirfram er óumflýanleg, svo að þingforseti geti séð um ráðningu manna til ýmsra starfa, bæði meðan þing stendur yfir og árlangt) “ibrúk- að hin breiðu spjótin” og rekið um 127 starfsmenn við þinghúsið. Var margt af þvi fólki fastastarfsmenn og ekki aðeins ráðið yfir þingið. Mót kæmu ekki til greina og áður oft í rekstrinum og ilt eitt hefir haft í för með sér fyrir þjóð- brautakerfið. Stjórn þess er nú ætlast til að samgöngumála- deild stjórnarinnar taki við, en nefndin, sem nú stjórnar því og sem kosin var að ráði Duff- nefndarinnar, verður rekin. Þá er minst á að ráðgjöfum hafi verið íækkað um fimm, en ritarar verði skipaðir í þeirra stað. Er gert ráð fyrir að þeir verði talsvert fleiri en ráðgjaf- arnir, svo búhnykkurinn af því verður ef til vill minni en til var ætlast. Þá verður farið fram á stjórn- arskrá-breytingu. Var um það mál rætt á fundi sambands- ráðuneytisins og forsætisráð- herra fylkjanna fyrir nokkru. Er enn verið að athuga og koma sér saman um það við fylkin í hverju breytinigin skuli vera tfólgin. Fyrir dómstólunum er verið að rannsaka, hvort vinnuttfma- og launa-ákvæðislöggjöf verka- fólks og löggjöfin um etftirlit með sölu búnaðar-afurða, er Bennettstjórnin löggilti, sé landslögum samkvæm. Á ef- laust að reyna að koma þessari löggjöf fyrir kattarnef, eins og viðreisnarlöggjöf Roosevelts. Á japönsku samningana er minst ,sem vott ástúðar og blíðu milli Japana og canadisku þjóð- ÚR BRÉFI FRÁ DAKOTA FREGNSAFN Eg tek eftir því að “Lög- berg” og Al. Smith eru sam- mála um það að skipa núver- andi stjóm vorri á bekk með socialistum. — Al. segir að Roosevelt hafi stolið stefnuskrá þeirra. Lögbeirg segir að Nor- man Thomas hafi verið forseta efni Democrata við kosningam- ar 1932. Norman Thomas hetfir verið leiðtogi Socialista flokks- ins í Bandaríkjunum svo árum skiftir og- «ótti, við síðustu kosningar, undir merkjum Socialista um forseta emlbættið. Eða skal Thorstínu vera um þetta að kenna, og hún farið foringjá og flokka vilt er hún skýrði frá þvtf að Ásgeir Ás- geirsson hefði þegið heimboð að Norman Thomas í New York, forsetaefni demókrata 1932, áður en hann sneri heim aft- ur?” I Ath.: Það er erfitt að leysa úr þessari spumingu bréfritar- ans. Það er sagt alveg ótrúlegt hvað hæverskum og hyggnum konum geti tekist að mgla Ishbel, dóttir Ramsay Mac- Donalds fyrv. forsætisráðherra Bretlands, hefir nú keypt veit- ingahús í hinu gamla kjördæmi föður stfns og ætlar að veita því forstöðu. * * * í síðast liðnum mánuði (9. jan.) dó kvennagullið John Gil- bert í Hollywood 38 ára gam- all. Hann var að mestu leyti ó- kunnur sem leikari, þangað til fyrir fáum árum, að hann tók að leika á móti sænsku leik- konunni Gretu Garbo. Átti hann það fríðleik sínum að þakka, að Hollywood fékk augastað á honum. * * * í skýrslu sem aðal-yfirskoð- unarmaður reikninga sam- ibandsstjórnarinnar, George Gonthier, lagði tfram í þinginu á mánudag yfir síðasta fjár- hagsár, gat hann þess, að mjög ófullnæigjandi yfirskoðun ætti sér stað hjá mörgum fylkis- stjórnum landsins. Kvað hann og bókhald sumra fylkisstjórn- anna ekki upp á það bezta. í Ontario, Quebec, Alberta, Sask- atchewan og Manitoba, hefði komið í ljós, að samlbandss- tjórnin hetfði greitt ofmikið af tframfærslustyrknum, sem at- vinnulausum væri veittur. — Hann hefði krafist þess, að fylkin greiddu yfiilborgunina til baka, en þau hefðu ekki gert svo mikið sem að svara þvtf. Spurningin virðist sú, til hvers fylkisstjórnirnar hafi var- ið þeim hluta af framfærslu- styrknum, sem sambandsstjórn- in greiddi fram yfir það sem henni bar? * * * iStjórnin í Aiberta þvemeitar fregnum blaðanna um það, að engin lög verði lögð fyrir þing- Banatilræði Kings við Hveitisamlagið ”-—-““ Ottawa, 5. feb. — Nefndin, þessu búi, telur Hveitisamlagið sem Kingstjórnin skipaði til | það fyrir löngu hafa verið ljóst. þess að taka við eftirliti með hveitisölu landsins í stað John I. McFarlands, kvað nú ætla að gera upp reikninga við Hveiti- samlagið og taka hveitibirgð- irnar, sem það hefir á hendi sléttum kaupum upp í skuldina við stjórnina, þó stjómin tapi 16 miljónum dollara á þvtf. — Nefndin telur sig geta gert þetta samkvæmt valdi þvtf er hún hafi, frá sambandsstjóminni. En hvað sem því valdi líður, er sagt að Hveitisamlagið sé á- kveðið í því, að fara í mál við nefndina út af þessu. Telur samlagið engin lög fyrir því. Ennfremur telur Hveitisam- lagið reikningstfærslu nefndar- innar fjarstæðu. Þegar búið sé að selja núverandi birgðir, geti Iþað eins vel orðið uppi á ten- ingi, að jtapið snúist upp í gróða. Viðvíkjandi þvtf hvað undir að með því eigi að koma þvtf til leiðar, að Hveitisamlagið verði að hætta starfi. Þetta sé framhaldið af því, sem byrjað hafi verið á með rekstri John I. McFarlands frá starfinu. Þegar búið sé að ryðja Hveiti- samlaginu úr vegi, sé kaupa- héðnunum í kornhöllinni í Win- nipeg gefin hveitisalan í sjálfs- vald. Þeir eigi að taka við o/g ráða lofum og lögum eins og þeir gerðu áður en Hveitisam- lagið var stofnað og setja bænd- um þá kosti, sem þeim sýaist. Þess var getið í Hkr. er þessi nýja kornsölunefndt var skipuð, að Mr. Murray, formaður henn- ar, væri ekki ráðinn nema til eins árs og að af þvtf væri sjá- anlegt, að Hveitisamlagið ætti þá að vera úr sögunni. Sú spá virðist ekki hafa átt sér langan aldur. sitt af heilar vikur tf einu í janúar og febrúar, fólk sem hefði aðeins $12.50 á viku, til þess að geta greitt hluthöfunum ákveðinn gróða. Sk'kt væri al- varlegt. Vonaðist Mr. Bennett til að framferði félagsins yrði rannsakað, enda þótt yfirmaður þess, Mr. Burton, hefði í tveim isíðustu sambandskosningum, að því er Bennett ætlaði, lagt meira fé í kosningasjóð liberala en nokkur annar einstaklingur. minni og þekkingu manna, þó j 9em n1^ stendur yfir tf fylk- óheimskir séu. Það er rauna-1 mu> viðkomandi social credit- legt að “Lögberg” skyldi henda fyrirkomulaginu. Segir hún að mæltu Rt. Hon. R. B. Bennett, armnar. og J. S. Woodsworth þessari! Þetta er nú innihald hásætis- framkomu, sögðu Mr. Casgrain skýlaust brotlegan við lög og reglur þingsins og kváðust greiða atkvæði á móti honum, sem þingforseta. En að máls- ástæðum er ekki spurt á þing- um og svo fóru leikar, að Mr. Casgrain var auðvitað' kosin. Næsta starf þingsins var það, að baldið var til efri-málstofu. og las landstjóri, Tweedsmuir lávarður, hásætisræðuna, boð- skapinn til beggja deilda þings- ins. Skulu hér nefnd helztu málin, sem tekin eru fram í hásætisræðunni. Á lát George V. og söknuð þjóðar þessa lands út af því var fyrst minst. Þá á Edward VIII, sem nýtekinn er við ríkisstjórn og hollustu þessarar þjóðar til hans. Að öðru leyti fjallaði hásætis- ræðan að mestu um það starf, sem Kingstjórnin hefir með höndum haft, síðan urn kosningar. Erfiðasta viðfangsefni stjórn- arinnar og þingsins, er atvinnu- leysið talið. Stjórnin hefir nú þegar skipað nefnd í það mál til þess að vinna í sameiningu við fylkin og sveitirnar að því, að ráða bætur á því. Er hætt við að við það verði látið sitja og að þingið sé með því leyst af hólmi, að glíma við það mál. Verkamáladeild stjómarinnar hefir eftirlit með starfi nefnd- arinnar. ræðunnar. Umræður hófust engar um Ihana fyrsta daginn aðrar en þær, að gefið var til kynna, að umræður hetfjist næsta dag ( áföstudag) um tfyrsta málið er minst sé á í há- sætisræðunni. Á föstudag tók þingið til starfa klv3. e. h. Var þann dag til kvölds rætt um lát George V. konungs og nýja konumgin- um Edward VIII svarin hollusta Gerði forsætisráðherra Macken- zie Kimg tillöguna um það, en foringi stjórnarandstæðinga, R. B. Bennett studdi hana. Fluttu foringjar þriggja flokkanna (liberal, oonservative og C. C. F.) langar ræður bæði um hinn látna konung og hinn nýja, auk tveggja annara þingmanna. Var að því loknu þingfundi slitið og tilkynt, að fyrsta mál á dagskrá á mánudag, yrði um það er gerðist á fundi ráðu- neytis Kings og forsætisráð- herra fylkjanna tf Ottawa í des. Kihgstjórnin jhefir um 112 þingmanna meiri hluta. Er tflokkur hennar um 180 og svo tfjölmennur, að nokkrir úr hon- um verða að sitja þeim megin í þinghúsinu, sem andstæðing ar stjórnarinnar eru og á vinstri 'hönd við þingforseta. Það kvað ekki fyr hafa átt sér stað á sambandsþinginu. Á mánudag byrjaði Rt. Hon. R. ,B. Bennett að gagnrýna gerðir Kingstjórnarinnar og ressi slyzni að fara flokka vilt. Ekki þarf þó að kenna fljót- Æærni um, því gætilega er alt at- hugað áður en fná er skýrt, sem blaðið flytur. Á þetta þó einkum við það, sem að pólittfk lýtur. Það er vafasamt livort nokkurt orð er látið fara Svo í blaðið um stjórnmál að ekki hafi það áður verið borið sam- an við “Free Press”, og fært til fulls samræmis við það sem þar stendur. VfSUR tileinkaðar séra Guðm. Árna- syni fyrir lestur hans um Laxness Tímabæra taktu í kór talsmenn þess—sem kemur. Sá, sem fram úr samtíð fór sjónar-hóla nemur. Fyrir dirfsku maður minn margblessaður sértu! Landnámshugur leitar þinn; lífsins prestur ertu. Prangar hrædd með pappírstrú prestastéttin loppin. Ef hún þyrði—eins og þú út er kirkjan sloppin. Til H. Braodsonar, höfundt^r kvæðisins: “Hundur bjargar barni” TIL JÓNS JÓNSSONAR FRÁ GRUND á níræðisafmæli hans ÍSLANDS-FRÉTTIR, víðtæk löggjöf verði fyrir þing- ið lögð til grundvallar hinu nýja þjóðskipulagi, er stjórnin sé að tflýta fyrir, alt sem unt er, að verði tekið upp. , * * * Sambandsstjórnin er ekki enn að ráði farin að greiða þeirn, sem í síðustu kosningum unnu við atkvæðagreiðsluna, eða þeim, sem hús sín leigðu fyrir hana. Er sagt vanalegt, að stjórnir greiði laun þessara manna undir eins að kosning- um afstöðnum. Um 125,000 á- vísanir eru ennþá óútsendar og er eikki að þessu hraðar unnið en það, að sagt er að þvtf verði ekki lokið fyr en, í marz-mán- uði. Ætli að það hefði dregist svona lengi að greiða þessi dagsverk, el' Kingstjórnin sjálf hefði látið vinna þau? * * * Leiðist hænsnin Lloyd George hefir á seinni árum gefið sig mjög við hænsna rækt. Hann er nú orðinn leiður á þeirri iðju og ætlar að selja hænsni sín, 30 þús. að tölu á uppboði. Oft er döpur æfibrú öldung iháragráum; •en að lifa eins og þú auðnast sáratfáum. Að bresta hvorki ráð né rök reikning sinn að skritfa; þekkja engin þrælatök: það er að kunna að lifa. Heill og gæfa hundraðföld helgar þessa stundu. iSvona fagurt friðarkvöld flestir kjósa mundu. Sig. Júl. Jóhannesson Mannheldur ís á Skerjafirði í frostinu, sem verið hefir undanfarið hefir Skerjafjörð lagt, svo að nú er hægt að tfara fótgangandi yfir fjörðinn, milli Skildinganess og Álftaness. Mörg skip, bæði línuveiðarar og togarar liggja á firðinum, og fara menn fótgangandi um borð í þau. Oh'uskip Shell-félagsins, Skeljungur liggur á firðinum um 200 metra frá landi. Skipið átti að fara í gær með oli'ufarm til Akraness, en komst ekki út úr firðinum vegna þess að skipið var frosið inni. Skelj- ungur tók kol í gær og voru þau flutt á isleðum frá Shellbryggj- unni að skipshlið. —Mbl. 14. jan. * * & Einar Ásmundsson, cand. jur., var meðal farþega á “Dronn- ing Alexandrine” til Akureyrar í gærkvöldi. Einar tekur nú við ritstjórn “Islendings” á Akur- eyri af Gunnl. Tr. Jónssyni, sem lét af því starfi um áramót. G. Tr. J. rekur bókaverzlun á Akureyri. —Mbl. 14. jan. BÆJARFRÉTTIR Þig má ekki þegja í hel þó að gjaldið bresti. Kveðju að senda sæmir vel svona fleygum gesti. J. S. frá Kaldbak BENNETT KVEÐUR ÞÖRFÁ RANNSÓKN í ræðunni sem Rt. Hon. R. B. Bennett hélt á sambands- Iþinginu s. 1. mánudag, lagði hann til að verksvið nefndar- innar, sem væri að rannsaka vefnaðarvörureksturinn, væri víkkað svo að það fengi einnig að ná til R. Simpson Co. Hann kvað félagið leggja verkafólk Winnipeg-borg hefir á síðasta fjárhagsári getað lagt rúmar 2i miljón dollara í varasjóð sinn og Iækkað skuldina sem því nemur. Mætti það viðunandi kalla, ef það bæri ekki fullmik- inn vott aðgerðarleysis í at- vinnumálum. Öll er skuld bæj- arins nærri 65 miljónir dollarar. Um 37 miljónir dollarar af henni eru lán til arðberandi fyr- irtækja, sem bærinn starfræk- ir. * * * Tveir drengir voru flengdir í unglinga-réttinum í bænum s.l. föstudag. Þeir voru 14 og 16 ára. Þeir höfðu faríð inn í 14 hús, er fólkið var útí og borið muni út með sér og falið. Þá skorti vasapeninga, en gátu ekki fqtngið neitt að gera til að afla sér þeirra. Fékk annar 8 svipuhögg en hinn 10. Sögðu þeir ólina hafa meitt sig, enda átti þetta að vera viðvörun til þeirra *og voru þeir sendir heim til sín að svo búnu. Þeir eiga heima hjá foreldrum sínum, er sagðir eru vel sjálfbjarga. í fregninni af þessu er talað um þetta sem væga hegningu. Hví þá það? Datt nokkrum í hug að kalla það barbariskt? Fjórir seyðfirskir bátar gerðir út frá Keflavík i vetur Seyðisfirði 12. jan. Fjórir vélbátar héðan úr bæn- um og landvinnutfólk, sem vinn- ur við |þá á vetrarvertíðinni er nú að leggja af stað til Kefla- vtfkur, þar sem bátunum verður Ihaldið út á vertíðinni. Alls fara frá Séyðisfirði 47 manns. Vélbátarnir Gullþór, Valþór, Vingþór og Sæþór, sem eru eign Seyðisfjarðarkaupstaðar, eru leigðir iSamvinnufélagi seyð- f irskra sjómanna, sem gejrir bát- ana út í vetur. Bátarnir lögðu af stað héð- an í dag, en landvinnufólkið fer suður með Dettifoss. * * * Fjörugrös, sjávarkræða og marhálmur geta orðið útflutningsvörur Frá Englandi hafa komið fyr- irspurnir um iþað, hvort hægt væri að tfá hér keypt fjörugrös og sjávarkræðu í stórum stfl. Mælt er að hægt verði að fá um 20 sterlingspund fyrir tonn- ið af þessum sjávargróðri. Ekki er blaðinu kunnugt um, hvaða horfur séu á því, hvort hægt sé að gera sér atvinnu úr því að safna gróðri þessum, til þess að jkoma honum í þetta Frh. á 5 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.