Heimskringla - 12.02.1936, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.02.1936, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. PEBR. 1936 VANDAMÁL í tilefni af grein sem kom út í Lögbergi tekin upp úr Morg- unblaðinu eftir herra. Á. P. Jó- hannsson hvar hann talar um að íslenzkan sé á háu stigi í Norður Dakota, og sem getur valdið misskilning, vil eg geta Iþess, án þess að fara út í nokkrar öfgar, að íslenzkan í Vídalín söfnuði er á hröðu afturfarar skeiði. Bara fyrir áhrif tveggja kvenna og afskiftaleysis prests- ins er búið að gera sunnudaga- skólann enskan. Nú virðist ekki lengur þörf að syngja ‘Ó Jesús bróðir besti” eða “Ástar faðir himin hæða.” Nú heyrast ekki lengur sungnir íslenzkir söngvar á samkomum. Þessi uppvaxandi söngflokkur sem nú er tekinn við kann ekki að syngja “Eld- gamla ísafold” á íslenzku, og við hverju er öðru að búast, þegar foreldrar og aðstendend- ur eru áhugalausir fyrir íslenzk- um söng og “ástkæra ylhýra málinu”. Það var ekki meiri nauðsyn til þess nú að gera sunnudaga- skólan enskan fremur en í prstskapartíð séra K. K. Ólafs- sonar. ( Svo er annað að athuga. — Bandalagsbókin er fyrir langa löngu uppseld og ekki til nema á örfáum heimilum, svo það liggur við að það sé brýn þörf að gefa út nýja bók og endur- bæta hana. Templara bókin er líka uppseld fyrir löngu og eng- in bók á markaðnum af því tæi. svo eg er viss um að það yrði nóg sala fyrir hana bæði hér og heima. Eg heyrði einusinni ritara Þjóðræknisfélagsins seigja ræðu, að næst því að vera ís- lendingar, þætti sér vænt um að vera Dakota-íslendingur. Eg veit að Ihonum og öðrum góð um íslendingum þætti miður að íslenzkan í Vídalíns söfnuði gengi fyrir ætternisstapa löngu „fyrir tíma. B. J. EYJA ROBINSONS Eg er oft að hugsa um, hvort menn þurfi ökuleyfi til þess að aka sér. * * * — í sumar þori eg ekki fyrir mitt h'f að slá túnið mitt tvisvar. — Því það? — Til þess að þurfa ekki að greiða hátekjuskatt.—Mbl. * * * Hún: Karlmenn geta haft augu án þess að sjá, og eyru án þess að heyra! Hann: En kvenmenn geta ekki haft tungu án þess að tala. Eyjan Juan Fernandez, þar sem hin fræga saga Daniel De- foes “Robinson Krusoe” gerist, er talin liggja undir Chile, þótt hún sé 600 km. leið frá Valpar- aiso, úti í Kyrrahafi. Nú hefir hún verið friðhelguð vegna þess að ferðamannastraumur hefir aukist þangað stórkostlega á seinni árum og ferðamenn voru á góðum vegi með að uppræta þar allar sögulegar minjar um Rabinson Krusoe. Þessi ráðstöf- un kemur heldur seint, en betra er seint en aldrei. Nú ætlar stjórnin í öhile að vemda allar minjar á eynni og hafa þar túlka og fylgdarmenn fyrir ferðamennina. Er talið líklegt að þeir muni fá nóg að gera, því að alt kapp á að leggja á það að auka ferðamanna- strauminn sem mest. Af því sem merkast er þarna, er að sjálfsögðu hellirinn, sem Alexander Selkirk bjó í um fjögurra ára og fjögunra mán- aða skeið. Hellir þessi er í hinum svonefnda Krusoedal um 180 metra frá flæðamáli. Er hann í hraunkletti. Munninn er 41 metrar á hæð, þar sem hann er hæstur. Úr hellinum er ágætt útsýni yfir Cumber- landvoginn. Hellirinn er 9 metra breiður. í veggi hans eru skápar, sem Selkirk hjó þar og hafði fyrir geymslubúr. — Ferðamenn, sem komu þangað á öldinni sem leið, segja að þar hafi verið ýmis verkfæri, nagl- ar, ryðgaðir pottar og ofn hlað- inn úr grjóti. Nú er þetta alt horfið. Sennilegt er, að menn, sem komu þangað 1848 til að leita að fólgnum fjársjóðum sjó- ræningja, hafi eyðilagt þetta eða haft það á burt með sér. En það er áreiðanlegt að þessir hlutir hafa verið þar, þvl að Selkirk sagðist svo frá sjálfum, að hann hefði unnið að því í átta mánuði að gera hellirinn að sæmilegri vistarveru. Skamt frá sjó, og undir ofur- litlum hól er sléttur flötur og segja menn að þar hafi verið akur Robinsons. Á öðrum stað er vík, og þar segir sagan að Robinson hafi flutt á land alt sem hann gat bjargað úr skip- inu. Segir Defoe að það hafi meðal annars verið brauð, hrls grjón, þrír hollenzkir ostar, fimm stykki af þurkuðu geita- kjöti og nokkuð af komi, sem seinna varð útsæði. Hann seg- ir líka að Robinson hafi náð í tvo púðurkassa, poka með högl- um, byssur, sverð og fleiri vopn. Er enn sýnt hvar Robinson geymdi þessa muni í helli sín- um. Fyrir framan hellirinn gerði hann h'ka virki til að verjast óvinum, sem aldrei komu. Á öðrum stað er spjald og á það stendur letrað, að á þessum stað hafi Robinson staðið á hverjum degi og horft út yfir hafið eftir skipaferðum. DAY SCHOOL for a thorough business training— NI6HT SCHOOL for added business qualifications— Xhe Dominion Business College, Westem Canada’s Largest and Most Modem Commercial School, offers complete, thorough training in SecretaryShip Stenography Clerical Efficiency Merchandising Accountancy Bookkeeping Comptometry— —and many oiher profitable lines of work We offer you inaividual instruction and the most modem equipment for busfness study, and AN EFFECTIYE EMPLOYMENT SERVICE for the piacement of graduates in business DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. Jiames, St John’s Það er rétt að Alexander Sel- kirk dvaldist nokkur ár sem einbúi á Juan Fernandez. Sá, sem bjargaði honum, Wood Rogers skipstjóri gaf út árið 1712 (eða þremur árum áður en Rabinson Krusoe kom út), sögjuna um það hvernig Selkirk hefði vegnað á eynni, en þá bók þekkja nú fæstir. Hann segir að Selkirk hafi verið háseti á skipi sem hét “Cinque Ports”. Lenti hann í deilu við skipstjórann og í hefndarskyni fyrir það lét skip- stjórinn flytja hann í land á þessa eyðiey og skilja hann þar eftir einan síns liðs. Var hon- um fengin bibh'a og ein sögu- bók, stígvél, dálítið af verkfær- um, byssa, púðurhom, högl, ketill og mörg pund af tóbaki. Tóbakið gekk fljótt til þurð- ar og eins púðrið, því að ein- setumaðurinn varð að skjóta fugla og geitur til bjargar sér. Og þegar þetta var upp gengið, varð Selkirk að lifa sem stein- aldarmaður og bjargast á iíkan hátt. Ailtaf þráði hann að komast til manna og dag eftir dag starði hann út á bafið, hvort hann sæi ekki skip. Oft sá hann skip undir fullum seglum, en þau fóru öll fram hjá eynni. En eftir 52 mánuði kom lauten- arstundin. Wood Rogers skip- stjóri sá, af stjórnpalli á skipi sínu, eld á eynni. Hann vissi að hún var óbygð og vakti þetta forvitni hans. Hann sendi bát í land og skipstjóra brá í brún er báturinn kom aftur með Sel kirk, því að þeir voru kunnugir áður. .Saga Sélkirks flaug um alt og þótti merkileg. Þegar hann kom til Bristol bauð frú Dam- arais Daniel honum heim á- samt Daniel Defoe. Hún vitesi hvað Defoe var sólginn í ein- kennilegar sögur og ætlaði að gleðja hann með því að koma honum í kynni við þennan æfin- týramann, Selkirk sagði Defoe sögu sína, en Defoe sagði að hún væri ekki svo merkileg að neinn bókaútgefandi vildi gefa hana út. En nokkru síðar bjó hann sjálfur til nýja sögu út af sögu Selkirks — söguna af Robinson Krusoe. Var hún gef- in út sem hin fyrsta neðan- málssaga í blaði. Varð sagan brátt svo vinsæl, að fáar bæk- ur hafa oftar komið út en hún á ótal tungumálum. Hvað gerði það til, þótt Sel kirk hefði ekki verið jafn hug- vitsamur og Robinson Krusoe? Hann hafði hvorki garða né akra og bragðaði ekki brauð all an tímann sem hann var á Juan Fernandez. Hvað gerði það til þótt hann hefði ekki haft neinn Frjádag hjá sér og engan hund ? Það hefir brent sig inn í með- vitund manna að sagan af Rob- inson Krusoe sé í alla staði sönn, eins og DanieJ Defoe hef- ir sagt hana, og að Alexander Selkirk og Robinson sé einn og sami maður. Sannleikurinn er sá, að vér þekkjum aldrei sög- una af Alexander Selkirk, vegna (>ess að vér trúum sögunni af Robinson Krusoe.—Lesb. Mbl. Æfilangt fangelsi—og meira til Nú situr í fangelsi í Mainz á Þýzkalandi maður einn,, sem reynir að afplána hegningu, sem er 14,977 ára fangelsi. ■— Hann heitir Otto Vodling, er bruggari, og var nýlega dæmd- ur fyrir skattsvik," til þess að greiða 82 milj. marka sekt. En ef sektin væri ekki greidd átti hann að sitja inni einn dag fyrir hver 15 mörk. , Nodling kvaðst ekki geta greitt þetta, og vildi sitja sektina af sér. Hann var settur í steininn í des. 1927 og á því eftir tæplega 15,000 ár! * * * Hlutlaus fréttaritari? Franska blaðið “l’Intransi geant” hefir nýlega ráðið frú Stavisky, sem fréttaritara sinn í Stavisky-málunum. —1 Skyldi iblaðið búast við hlutlausri frá- sögn? HITT OG ÞETTA Langur vegur Árið 1885 var unnið að því að gera veg úh Reykjavík inn í Laugar. Sagt er í fréttum frá íslandi, að um áramótin hafi vegurinn verið kominn alla leið frá Reykjavík og inn að Rauð- ará, en sú vegalengd er talin 600 faðmar.—Mlbl. * * * Andlitsduft í smálestatali Nú hefir það verið reiknað út, að konur í Englandi hafi notað 1300 smálestir af andlitsdufti, árið 1934. Dýrmæt egg Fyrir 40 árum var ungur nátt- úrufræðingur við uppboð í sveit- arþorpi í Englandi. Boðinn var upp kassi með ýmsu rusli í, þ. á m. leifur af eggjasafni. Áður en kassinn var boðinn upp sá náttúrufræðingurinn að í honum var eitt geirfuglsegg. Hann -bauð í kassann og keypti hann fyrir 11 stpd. Er hann hafði eignast kassann með öllu því, sem í var fann hann annað geirfuglsegg í kasanum. Eggin seldi hann á söfn og fékk fyrir þau um 450 stpd. * * * Elísabetar-grunn Árni Friðriksson segir í Ægi merkilega sögu af því, að grunn nokkurt sem heiti Elísabetar- grunn, og er suður af tslandi, austanverðu, hafi ifengi verið týnt. En rannsóknarbáturinn Thor, sem hingað ko;m sumarið 1934 fann grunn þetta í leiðinni hingað, svo nú ætti það ekki að týnast aftur.—Mbl. * * * Sameiginlegt hjarta en hvor sín lungu og nýru Oslo í jan. Kona nokkur á Veröy á Lofo- ten eignaðist á jólunum sam- gróna tvíbura. — Þeir létust nakkrum klukkustundum eftir föðinguna. Við skoðun á (þeim lí Bodö sjúkrahúsi kom í Ijós, að þeir höfðu sameiginlegt hjarta, en hvor sín lungu og nýru. Mbl. ■ Öfundið ekki nágranna yðar ÞÉR skuluð ekki öfunda nágrannakonu yðar, þó hún búi til góðar kökur. Þér getið einnig búið til jafn ljúffengar kökur, ef þér notið Magic bökunarduft, sem allir matreiðslu-sér- fræðingar í Canada mæla með. Þeir vita að þetta fræga bökunarduft ber ávalt tilætlaðan árangur — óviðjafnanlega góðar kökur. Magie bökunarduft er ódýrt — kostar innan við 1 cent í stóra köku. Pantið stauk í dag. « Framleitt í Canada. MJNJAGRIPURINN Eftir O’Henry Fröken Lyunette D’ Armande sneri baki við Broadway. Það voru slétt kaup, þvi að Broad- way hafði oft snúið baki við henni. Eins og sakir stóðu, voru það að vísu ekki slétt kaup, því að höfuðpersónan í leiknum “Á vængjum vindanna” gat látið Broadway dansa eftir sinni pípu. En sá hlær bezt, sem síðast hlær. Fröken D. Armande sneri því aðeins stólnum sínum glugganum, ;sem vissi út að Broadway, og fór að stoppa hæl á silkisokk. Hávaði og skraut götunnar undir glugganum hennar hafði engin áhrif á hana. Það eina, sem öskir hennar snerust um, var hita- svækja búningsherbergjanna í leikhúsunum og fagnaðaróp hrifinna áhorfenda. En í tóm- stundunum var ekki um annað að gera, en að lappa upp á silki- sokkana. Silkið gengur að vísu fljótt úr sér, en það er þó það eina, sem hægt er að nota. Hótel Thaiia gnæfir yfir Broadway eins og Maraþon yfir hafið. Það rís eins og himin- hiát-t bjarg upp úr iðandi mann- þrönginni, sem streymir að úr öllum áttum. Hér safnast leik- bóparnir saman, til þess að hvíla sig eftir flakkið, og und- iribúa nýja för. í götunum um- hverfis úir og grúir af ráðning- arskrifstofum, leikhúsum, leik- skólum, og yfirleitt öllu, sem leikarar þarfnast. Sé gengið inn í anddyri hótelsins, er engu líkara, en að maður sé staddur í risavaxinni örk, sem sé í þann veginn að sigla, fljúga eða velta af stað. Alstaðar er ys og þys, og loftið er þrungið af óróa, vonum og kvíða. Þetta er sannkallað völ- undarhús. Leiðsögumannslaus er hver einstakur eins og reiða- laust skip í stórsjó. í hvert sinn, sem beygt er fyr- ir horn, eiga menn á hættu, að hrasa um ferðatöskur og aBs- konar faraiigur. Frá hundruð- um herbergja berst ' ó|mur af samræðum, köllum og hlátrum. Sumarið er komið. Leikhóp- arnir hafa sundrast og leita nú í þessa allsherjar höfn, en gera jafnframt áhlaup á leikhús- stjórnina, til þess að herja út hlutverk á næsta leikári. Um þetta leyti dags, er Ibúið að loka ráðningaskrifstofunum. — Gangi maður sér til afþrey- ingar inn um hótelsportið, iber margt fyrir augu. Þarna koma tigulegar gyðjur með blæjur fyrir andlitunum, í skósíðum, skrjáfandi silkikjólum. Ungar, léttstígar dansmeyjar svífa fraimhjá og fylla loftið sætri angan margvíslegra ilmvatna. Alvarlegir skopleikarar hópast í dyragættunum og ræða um Booth. Og einhversstaðar að' kemur ilmur af reyktu fleteki og rauðkáli og glamur í diskum og hnífum. Öðru hvoru er þessi sífelda suða rofin af snörpum, holum hvellum, þegar tappamir þeyt- ast úr flöskunum. Ef lýsa ætti lífinu í hótelinu með viðeigandi greinarmerkjum,, leynir sér ekki, að komman er eftirlæti allra, semíkamman er litin hornauga, og punktar fyrirfinn- ast ekki. Herbergi “fröfeen” D’Arman- des var lítið. Það leyfði efeki af því, að ruggustóllinn hennar kæmist fryir á milli snyrtikom- móðunnar og ifataskápsins. Á feommóðunni var ye-njulegt smádót ungra kvenná, og nokkrar ljósmyndir af henni sjálfri og vinum hennar í ýms- um hlutverkum. Á eina þessa mynd varð henni frá .litið öðru hvoru. “Gaman þætti mér að vita, hvar Lee er niður komin,” sagði hún við sjálfa sig. Hefði ókunnur maður litið á myndina, mundi hann hafa haldið að hún væri af stóru, hvítu Iblómi, sem þyrlaðist á- fram í loftinu. En jurtaríkið ber ekki ábyrgð á þessum hvítu krónublöðum. Það, sem sást, var stutta, víða pilsið hennar Rosalie Rayts, í sömU andrá og hún tók helj- arstökk uppi í blómskrýddu rófe unni sinni, sem hékk niður úr loftinu fyrir framan leiksviðið, hátt uppi yfir höfðum áhorfend- anna. Ljósmyndavélinni hafði tekist að sýna, þó að á ófull- kominn hátt væri, þegar hún á þessu áhrifaríka augnabliki sparkaði fætinum yndislega út í lo-ftið, svo að gula silkisokka- ibandið þeyttist af henni og sveif niður til áhorfendanna. Það sást einnig, hvernig á- horfendurnir, sem aðallega voru ikarímenn, þustu á fætur, og teygðu úr sér, hver í kapp við annan, til þess að handsama þenna dýrmæta grip. í tvö ár — fjörutíu vikur í senn — hafði Rosalie Ray verið á stöðugu ferðalagi og sýnt list- ir siínar í .stóirborgunum. Auk þessa aðalhlutverks, danteaði hún og söng og lék ýmsar jafn- vægislistir. En þegar blóm- skrýdda rólan kom fram, -og Rosalie stökk ibrosandi upp í hana, með silkibandið lauslega hnýtt á sínum stað, þá náði hrifningin hámarki sínu. Áhorf - endurnir risu allir á fætur eins og einn maður og ætluðu bök- tetaflega að tryllast af hrifningu. Það var þetta hlutverk, sem hafði gert nafn Rosalie frægt og rutt henni glæsilega sigur- braut. En þegar tvö ár voru liðin, tilkynti hún fröken D’ Frh. á 7. bls. ROYAL YEAST CAKES Royal Yeast Cake-s og Royal soppu forskriftir fullkomha. brauðgerð sem þessa . . . Notið Royal gerkökur og þá megið þér eiga vist að brauðið hefar sig. Það er vegna þess að hver kaka er út af fyrir sig vaf- in í loftheldum pappír. Ekkert annað þurra-ger er vemdað á þenna hátt. Þér getið notað Royal Yeast Cakes i bökun dag- inn sem þér kaupið það—eða vikum seinna—og í hvert skiíti öðlast sama árangur. Kaupið vörur búnar tu í Canada

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.