Heimskringla - 12.02.1936, Blaðsíða 7

Heimskringla - 12.02.1936, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 12. FEBR. 1936 HEIMSKRINCLA 7. SÍÐA. IV,INJAGRIPURINN Frh. frá 3. bls. Armande vinkonu sinni fyrir- varalaust, aö hún ætlaði að dvelja um sumarið á einhverj- um kyrlátum bæ á Long Island, og yfirgefa leiksviðið fyrir fult og alt. Seytján mínútum eftir að fröken D’ Armande hafði nefnt nafn vinkonu sinnar^ var harið kröftulega að dyrum. Áður en henni ynnist tími til að svara, voru dyrnar opnaðar og Rosalie Ray hlammaði stórri ferðatösku inn á gólfið. Hún var í göngufötum og víðum bíl- jakka utan yfir og hafði heljar- mikla slæðu bundna um höfuð- ið. Þegar hún tók af sér slæð- una, kom í ljós óvenju fagurt andlit. En af einhverjum innri orsökum var hún kafrjóð í framan og augnaráðið bar vott um þreytu og megna öánægju. Mikið, kastaníbrúnt hár, sem virtist hafa verið nælt upp í flýti, losnaði jafnskjótt og hatt- urinn var tekinn og féll í lið- uðum lokkum niður yfir and- litið. Hún tók sem snöggvast utan um vinkonu sína og kysti hana stuttlega. Kveðjur umferða- leikara, sem mætast á förnum vegi, eru venjulega lausar við allan hátíðleik. Þær h'kjast einna helzt kveðjum hermanna og ferðamanna, sem hittast af tilviljun einhversstaðar úti á hala veraldar. “Eg fékk herbergi tveim hæð- um fyrir ofan þig,” sagði Rosa- lie, ‘en eg gat ekki stilt mig um að heilsa upp á þig í leið- inni. Annars vissi eg ekki fyr en rétt áðan, að þú bjóst hér.” ‘ ‘Eg hefi ibúið hér síðan í apríl,” sagði Lyunette. “Eg ætla að fara að leika í “Örlaga- ríki arfurinn”. Við byrjum í næstu viku í Elízabeth. Eg hélt, að þér hefði verið alvara með að hætta að leika, Lee. . Hvar hefirðu alið manninn og hvern- ig hefir þér liðið?” Rosalie settist á ferðakistu fröken D’ Armandes og hallaði sér upp að veggnum. Umferða- leikkonur kunna þá list, að hag- ræða Sér í hverju sæti, eins og þær hvíli í dúnmjúkum hæg- indastól. “Þú skalt fá að heyra sögu mína,” sagði hún, og svipur- inn var einkennilegt sambland af kuldaglotti og þolinmæðis- brosi. “Á morgun fer eg svo að rölta aftur um Broadway og slíta málningunni á stólunum í ráðningaskrifstofunum. Ef ein- hver hefði spáð í sumar, að eg ætti eftir að lenda þar aftur, þá hefði eg hlegið upp í opið geðiö á honum. Æi, lánaðu mér vasa- klút, Lynni. I>að eru ljótu járn- brautirnar á Long Island. Eg hefi fengið svo mikið kolaryk framan í mig, að eg gæti hæg- lega leikið svertingja án þess að lita mig. En vel á minst — áttu nokkuð til að væta með kverkarnar?” FYöken D’Armande lauk upp skáp og kom með flösku. “Eg á hér næstum hálfpott af Manhattanvínblöndu. Það ev nellikuvöndur í vatnsglasinu, en-------” “O, fáðu mér bara flöskuna. Geymdu glasið þangað til þú færð gesti. Mér veitir sannar- lega ekki af hressingu. Eg hefi ekki bragðað vín í þrjá mánuði “Jæja, Lyun, eg var staðráð- in í að yfirgefa leikhúsin fyrir fult og alt. Eg var orðin hund- leið á því öllu saman — einkum karlmönnunum — þessum karl- mönnum, sem við, leikkonurnar verðum að umgangast. Þú veizt sjálf, að líf okkar er sleitu laus barátta við þá alla, alt frá forstjóranum, sejm vill fá okkur til að reyna nýja bílinn sinn, og niður til auglýssingamannanna sem reyna fyrir sér með því að ávarpa okkur með fornafni. En þeir, sem við neyðumst til að vera með að sýningunum loknum, eru þó verstir allra. Þú kannast við þá, þessa, sem ibíða við leikhúsinnganginn, og vini foTStjóranna, sem bjóða okkur til miðdegisverðar, trana fram auðæfum sínum og bjóðast til að mæla með okkur á hinum og þessum stöðum. Þeir eru villi- dýr, eg hata þá. Og engar eru eins aumkunar - verðar og við,. sem komum frá góðum beimilum. Við erum metnaðargjarnar og þrælum nótt og dag til þess að komast áfram, en sitjum altaf í sama farinu. Það er oft talað um þá eymdaræfi, sem kórstúlkurnar eigi og fimtán dollara kaupið þeirra. En eg er viss um, að þeim líður miklu betur en mörg- um öðrum. Aumkunarverðaustu leikkon- urnar eru þær, sem fá þrjátíu — fjörutíu og fimtíu dollara á viku fyrir að leika höfuðper- sónuna í einhverjum hringavit- lausum skopleik. Þær vita, að þær fcomast aldrei lengra, en Iþær halda samt dauðahaldi f fávíslegar framtíðarvonir, sem aldrei rætast. Og hvíh'kt eymd- arlíf, að standa dag eftir dag og viku eftir viku á leiksviðinu með allskonar apakattarlátum til þess að æsa upp þenna skríl! En karlmennina hataði eg mest, þessar skepnur, sem höll- uðu sér hvíslandi yfir borðin og reyndu að kaupa mann fyrir Ibjónflösku eða brennivínslögg. Eða þá karlmennirnir meðal á- horfendanna, sem klöppuðu og öskruðu og ætluðu að gleypa mann með augunum, og ihefðu étið mann með húð og hári, ef þeir hefðu getað krækt í mann klónum. Æ, hvað eg hataði þá! Jæja, það er bezt að halda sér. við efnið. Eg var búin að leggja fyrir tvö hundruð dollara, þegar eg fór frá leikhúsinu. Eg fór rak- leitt til Long Island og settist að í yndislegum smábæ niðri við ströndina. Eg ætlaði að æfa mig í upplestri um sumarið og reyna svo að fá nemendur um haustið. Eg leigði mér her- ibergi hjá gamalli ikonu, sem öðru hvoru tók leigjendur sér til afþreyingar. Að þessu sinni var þar einn ungur maður fyrir — hans hávelborinheit Arthur Lyle. Og auðvitað var hann aðal- persónan í leiknum. Eg skal ekki þreyta þig með langri frá- sögn. Leikurinn er bara í ein- um þætti. — Það er ekki að orðlengja það, að eg varð skotin í honum strax og eg sá hann. Og þegar við höfðum skifst á nokkrum orðum, stóð eg í björtu báli. Hann var gerólík- ur þeim karlmönnum, sem eg hafði vanist í leikhúsunum. — Hann var hár og grannur, og maður heyrði aldrei, þegar hann kom inn í herbergið, heldur fann maður það einhvern veg- inn á sér. Hann minti einna helzt á myndir, sem maður sér af riddurum, og málrómurinn var undursamlega þýður. Og ekki má gleyma kurteisinni. John Dren er frægur fyrir leik sinn í samkvæmishlutverk- um, en beri maður þá tvo sam- an, þá léti maður umsvifalaust hegna John fyrir ruddalega framkomu. Eg skal fara fljótt yfir sögu. en eftir hálfan mánuð vorum við Arthur trúlofuð. Hann var prestur J Meþódistasöfnuði. — Það stóð til, að við fengjum h't- ið prestssetur, þegar við værum gift og hefðum hænsn og kapri- foh'ur. Arthur þuldi heilmikið yfir mér úr biblíunni, en eg hugsaði meira um hænsnin og kaprifolíurnar. Eg mintist ekki á það, að eg hefði verið leikkona. Eg hat- aði leikhúsin og alt, sem þeim fylgdi. Og mér fanst ástæðu- laust að vera að rifja upp for- tíðina, sem eg hafði megna and- stygð á. Eg var heiðarleg stúlka, og eg lét mér nægja að segja honum, að eg hefði lagt stund á upplestur. Það gat eg með góðri samvizku staðfö við. Ó, hvað eg var sæl, Lyun. Eg söng í kirkjunni, var meðlimur í saumaklúbb, lék meira að segja í leiknum “Annie Laurie”, og tókst það svo vel, eftir því sem sýsiublaðið sagði, að meðferðin var eins og hjá þaulvanri leik- konu. Við Arthur fórum lang- ar gönguferðir um skóginn, rer- um út á vatnið, og veiddum ostrur. Mér fanst þessi litli, af- skekti Ibær sannkölluð Paradís, og hefði ekkert kosið frekar, en mega eiga þar heima það sem eg átti ólifað. Svo var það einn daginn, að eg sat hjá Gurley gömlu, hús- móður minni, úti í garðinum, og var að hjálpa henni við að af- hýða baunir. Hún var eins og fleiri með því merkinu brand, að hafa gaman af að tala um náungann. Hún var ákaflega hrifin af séra Lyle, og virtist helzt vilja setja hann á borð með dýrlingum, eins og eg gat raunar af alhug fallist á. Hún taldi upp alla góða eiginleika hans og dygðir, og endaði með því, að segja mér, að Arthur hefði ekki alls fyrir löngu orðið fyrir vonbrigðum í ástamálum. Henni hafði ekki tekist að kom- ast fyrir um einstaka atburði, en það eitt var víst, að prestur- inn hafði ekki verið sami maður eftir. Hann hafði orðið magur og fyrirgengilegur, og hann átti eitthvað til minningar um stúlk- una, í litlum rósatrékassa, sem hann geymdi vandlega niðri i skrifborði sínu. “Eg hefi oft komið að hon- um, þar sem hann hefir setið með þenna kassa fyrir framan sig,” sagði gamla konan^ “en jafnskjótt og einhver hefir komið, hefir hann flýtt sér að læsa hann niður.” Seinna um daginn, er við vor- um úti að róa, greip eg tæki- færið. “Arthur”, sagði eg, “þú hefir aldrei sagt mér, að þú hafir elskað aðra stúlku en mig. En ifrú Gurley hefir sagt mér frá því,” bætti eg við, til þess að hann skyldi ekki reyna nein undanlbrögð. Mér finst and- styggilegt að heyra karlmann ljúga. ‘‘Áður en þú komst,” sagði hann og horfðist rólega í augu við mig, “unni eg annari konu. “Úr því að þú veizt það, skal eg vera hreinskilinn við þig.” “Eg bíð,” sagði eg. “Ida mín,” sagði Arthur — eg var auðvitað kölluð réttu nafni meðan eg var í Soundport — “ást mín til þessarar konu var algerlag andlegs eðlis. Þó að hún vekti dýpstu og viðkvæm- ustu tilfinningar mínar, og væri að því er -mér virtist þá, há- mar-k kvenlegrar fullkomnunar, þá hefi eg aldrei hitt hana eða talað við hana. Það var alger- lega hugræn ást. Ást mín á þér, er það að vfsu einnig, en á alt annan hátt. Vonandi læt- urðu þetta ekki varpa skugga á hamingju okkar.” “Var hún falleg?” spurði eg. “Já, hún var mjög falleg.” “Sástu hana oft?” spurði eg. “Eg sá hana riokkrum sinn- um:” “Og altaf tilsýndar?” “Svo mátti það heita.” “Og þú elskaðir hana?” “Mér fanst hún vera full- komnun kvenlegrar fegurðar og yndisþokka,” sagði Arthur. “'Og þessi minjagripur, sem þú geymir svo vandlega —i er hann til minningar um hana?” “Já.” “Sendi hún þér hann?” “Eg fékk hann frá henni.” “Kom hann einhverjar króka- ferðir?” “Já, að vissu leyti, og þó fór hann ekki á milli fleiri.” “Hversvegna hittirðu hana aldrei?” spurði eg. “Hún var hátt yfir mig haf- in,” svaraði Arthur. “En góða Ida mín, þetta tilheyrir alt sam- an fortíðinni. Þú ert þó vonandi ekki afbrýðissöm?” “Aflbrýðissöm!” sagði eg. — “Hvað ertu að segja, maður. Þú hefiri vaxið óendanlega mikið í ENGIN ÞÖRF A AÐ SKAFA OG NUDDA Gillett’s Pure Flake Lye nemur í burtu þessa ógeðslegu gulu i bletti án þess að skaða glerhúð- ina eða skolpípurnar. Hellið því) dblönduðu einu sinni á viku ofan í setskálina og skolpípurn- ar. Það drepur sóttkveikjur, ver ódaun og hreinsar jafn- framt. Það leysir upp óhrein- j indi í skólprenzlunni og skol-' pípunum. Notið Gillett’s Lye blöndu* við alla erviða hreins- j un. Það étur óhreinindin. Og sparar yður erviðis vinnu. Hafið j altaf bauk af því við hendina! *Blandið lútinn aldrei með heitu vatni. L,úturinn hitar sjáifur vatn- ið með efnisbreytingunni. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgðir: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- / dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sfúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast aUskonar flutninga fram og aftur um bœinn. Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNINO ST. Phone: 26 420 augum mínum við þetta.” Og það var sannleikur, Lyun. Þessi hugræna ást var mér al- veg ný opinberun, og mér fanst hún vera það fegursta og dýr- mætasta, sem mannleg sál hafði að geyma. Hugsaðu þér, að karlmaður gat elskað stúlku, sem hann hafði aldrei svo mikið sem talað við, og geymt mynd hennar í hjarta sínu eins og dýrmætan helgidóm! Þeir karl- menn, sem eg hafði kynst, hömpuðu altaf auðæfum sínum eða veittu áfengisblandað súkkulaði, og hugsjónir þeirra og andlegt líf — um það skul- | um við ekki fjölyrða. Eg dáðist enn meira að Ar- thur en áður. Eg gat ekki fylst afbrýði gagnvart þessari fjar- lægu, guðdómlegu veru, sem hann hafði einu sinni tilbeðið. Og nú fór eg að líta á hann sem hélgan mann, eins og Gurley gamla. Um fjögurleitið kom einhver og sótti Arthur til sjúklirigs. — Gurley gamla hafði fengið sér blund, svo að eg var ein á ferli í j húsinu. Þegar eg gekk framhjá skrif- stofu Arthurs, stalst eg til að líta þar inn, og sá, að hann hafði gleymt lyklunum í einni skrifborðsskúffunni. Eg stóðst ekki freistinguna og gat ekki stilt mig um, að líta á þennan minjagrip, sem hann geymdi svo vandlega. Það var ekki af því, að mér stæði ekki á sama, hvað það væri — það var ein- skær forvitni, sem knúði mig til iþess. Á meðan eg var að opna skúffuna, fór eg að gera mér í hugarlund, hvað þetta mundi vera. Mér datt í hug, að það kynni að vera iblóm, sem hún hefði látið detta til hans niðurj af svölum, eða kannske mynd af henni, sem hann hefði klipt úr blaði, því að hann hafði gef- ið í skyn, að hún væri af háum J stigum. Eg leit sem snöggvast á þenna dýrmæta minjagrip. Svo fór eg upp og tók föggur mln- ar. Á leiðinni út fór eg inn til (Gurley görnlu og sparkaði í aðra löppina á henni. Eg hafði gert mér far um að vanda mál- Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 594 Alverstone St. Sími 38 181 Dr. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Talsími 23 739 Viðtalstími 2—4 p.m. Heimili: 776 Victor Street Winnipeg Talsími 22 168. far mitt, eftir að eg kyntist Ar- thur, en nú slepti eg öllum fjálgleik. “Hættu að skera hrúta,” sagði eg, “og skaföu skítinn úr eyrunum á þér, svo að þú heyr- ir, hvað eg segi. Eg er á förum héðan, og eg skulda þér átta dollara. Koffortið mitt verður sótt á morgun.” Eg rétti henni peningana. “Hamingjan góða!” sagði hún. ‘‘Hvað eruð þér að segja? Drottinn minn dýri, hvað ungu stúlkurnar eru óskiljanlegar! — Maður veit aldrei, hvaðan á sig stendur veðrið.” “Það er nokkuð til J því”, svaraði eg. “En um karlmenn- ina er öðru máli að gegna. — Þekki maður einn þeirra, þá þekkir maður þá alla. Svo er það mál útrætt.” Eg fór svo með næstu lest. “En þú hefir ekki sagt mér hvað var í kassanum,” sagði fröken D’Armande og brann í skinninu af forvitni. “Það var eitt af gulu silki- sokkaböndunum, sem eg spark- aði af mér niður til áhorfend- anna í gamla róluhlutverkinu. En áttu ekki til meira að drekka Lyun?” Axel Guðmundsson þýddi —Dvöl. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrceðingur 702 Confederation Llfe Bldg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON lSLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skriístofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudai i hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur útl meðöl í viðlögum ViBtalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 aB kveldinu Sími 80 857 $65 Victor St. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. _ Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsími 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. , Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnipeg Gegnt pósthúsinu Slmi: 96 210 Heimilis: 33 388 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oo kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 582 Orricx Phoni 87 293 Res. Phoni 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Omci Houss: 12-1 4 r.M. - 6 r.u. AND BT APPOINTMKNT SIMI 37 177 STANDARD COALS IJMITEI) Eldivlður til allra þarfa. 779 Erin St. Winnlpeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.