Heimskringla - 12.02.1936, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.02.1936, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 12. FIBHR. 1936 . <1 BELLAMY MORÐMÁLIÐ u Um litla stund datt ekki af neinum né draup, svo brugðu við sinnar hinnar fjórðu stéttar, gleymdu skyndilega ihátign laganna og mintust ekki neins nema hátignar fréttablað- anna. Þrjár mínútur í sjö — þrjár mínútur til að ná í seinasta útgáfu gos! Þeir ruddust til dyra en þar tóku á móti þeirra trylta troðningi réttarins og laganna gæzlumenn; jþeir kölluðu ,stundarhátt: “Sitjið kyrrir!” ‘‘Hægir, hægir!” “gefið hljóð!” “Sleptu mér!” “Sleptu tökum!” en yfir þann usla dunuðu hamarshöggin frá Caver dómara. Bnn voru þau Stephen Bellamy og Susan Ives króuð í kví, með þrumugný pressunnar á aðra hlið og laganna regindyn á hina. Þau virtust ekki gefa því neinn gaum. Stephen mæaidi, fölur og fár til litlu dyranna, en hand- an við þær var frjálsræðið. Susan. Ives sneri haki við þeim. Hún hafði augun á dökkhærð- um kolli úti í horni, er slútti svo að ekki sá nema á hárið, og svipurinn í þeim var óttalaus rakkur og áfjáður, svo að jarpkolla gat ekki að sér gert, það setti að henni ákafan grát og hún bældi sig, blygðunarlaus og vonlaus inn í nokkuð sem ilmaði af ull — og tóbaki — og himnaríki. . . Klukkan í dómsalnum sagði sjö. Morðmáli Bellamys var lokið. Dómarinn hvarf til stofu sinnar í dóm- höllinni og var léttara í skapi en marga fyrir- farandi daga. Sú stofa var væn, dökkþiljuð í hólf og gólf, með tveim stórum gluggum, tveim mjúkum stólbáknum og stóru borði, gljáskygðu, en á því voru bækur og skjöl, fallega bundnar bækur með veggjum, og yfir dyrum mynd af réttvísinni; hún var í hvítum klæðum og horfði brosandi og þó alvarleg á þá skýlu, sem hún hafði í höndunum og manninnum hefir þótt hæfa að binda fyrir augu hennar. Andspænis henni, miUi glugg- anna, gat að h'ta John MarshaU, spakan og prúðan, í svartri skikkju, hann horfðist í augu við hana, um aldur og æfi, hkt og þau vissu nokkuð bæði, þau tvö og enginn annar. eigir framabraut framundan. Góða nótt, Mar- tin, fylgdu unga herranum tU dyra. Ef nokk- ur annar ónáðar mig í kveld, þá skal sá rekinn.” “0, vitaskuld, herra dómari. Góða nótt herra dómari.” 'Hurðinni var lokað varúðar og virðingar- fylst, en herra dómari starði á bréfið sem hann ihélt á, en gamanið sá enn í augum hans og yfirbragði. Bréfið var þykt og bústið og 'búldulegt með þrem rauðum innsiglum, eins og það væri merkilegra en önnur Ibréf; utaná- skriftin var svona: Carver dómari. Afhendist honum sjálfum með skilum. Hann reif upp umslagið og hristi innihaldið niður á borð. Drottinn sé oss næstur, skröksaga í þrem bindum! Hver veit hvað margar arkir, þétt skrifaðar settu og skýru letri, líkast prenti. — Pappírs miði þyrlaðist ofan á gólf, með ógerð- arlegri og unglingslegri rithönd: 10. f. h. 19. júní Pat, eg tek annaðhvort átta eða áttaþrjá- tíu vagninn----- Hann seildist eftir miðanum, mjög hægt og varasamlega, brosið fór af honum, furðu- svípur kom í staðinn. Pat, eg tek annaðhvort átta eða átta- þrjátíu vagninn, svoleiðis kemst eg S kotið fyrir níu, ekki seinna. Eg skal bíða þar í hálftíma. Þú mátt afsaka þig fyrir Sue með hverju sem þú vilt — bara komdu, og láttu lekki bregðast að koma með það semiþú lofaðir. Eg hugsa þér skiljist eins vel og mér, að það er ekki til neins að vera að tala lengur. Við erum komin lengra en svo að tali taki, og héð- an af skulum við hætta skrafi og taka til starfa. Það er fráleitt að Steve gruni nokkuð. Eg get farið í kringum hann eins og eg vil, og undireins og við erum búin að koma okkur saman um aukaatriðin í kveld, þá getum við farið okkar leið, hvenær sem okkur sýnist. Californía! Ó, Pat, eg á bágt með að bíða! Og þegar þér skilst, hvað lukkuleg við verðum, þá fer af þér iðrun og eftirsjá, líka. Þú sagð- ir alla tíð, að þú vildir að eg yrði lukkuleg— manstu ? Mimi. Carver dómari ýtti sínum djúpa stól nær ljósinu, lét fallast þunglega í sætið og kipti að sér örkunum með þétta letrinu og setta. Hann var þreytulegur og hrumur til að sjá. Dómarinn Carver leit á þau, ekki á- hyggjulaus, en þau brostu bæði við honum; þessi þrjú höfðu verið í góðri vináttu um þrjátíu ár. Hann hvataði að borðinu, en þaðan blik- aði, eins og í spegli, stQtt reykjarpípa mórauð, ajfarstór öskulbolli við risa hæfi og hylki fyrir eldspítur, blikaði og kjáði vinalega við hans þreytulega svip. Svarta kápan gerðist þung á herðum hans, hann tók upp hendinni til að svifta henni af sér, varð litið á handrit sem lá í miðið. “Góðir menn í tylftardómi, sú langa rann- sókn og áhyggjusamlega, sem vér höfum stundað-----” i iNú, hvað var það sem hann hafði tjáð þeim um, að fremjandi og vitorðsmaður at- verká væri eitt og hið sama í morðmáli? Vita- skuld, í raun og veru var þar enginn munur á milli. Eigi að síður — hann leitaði í hand • ritinu kunnuglega — þarna “Sá sem er í vitorði um atverka, er----” 1 því var barið að dyrum, hann kallaði, dáMtið önugur: “Kom inn.” Hurðinni Var lokið upp gætilega og í sama bili stóð undir mynd hinnar brosandi Réttvísi, pilthnokki, freknóttur, bláeygður og dökkhærður, á grænum sendlboða klæðum. Að baki honum sá dómarinn framan í Martin gamla réttarskrifara, með kvíðasvip. “Eg gat ekki ráðið neitt við hann, herra dómari. Eg sagði honum að þú værir í önn- um, og eg sagði honum að þú mættir ekki vera að því að sinna ihonum og eg sagði honum, að þú hefðir bannað að láta nokkurn ónáða þig, en hann sagði það sama við öllu. “Eg lofaði að skila því í hans hendur og í hans hendur fer það, þó eg verði að hanga hérna þangað til máninn gengur undir og sólin kemur upp.” “Og það var sem eg lofaði,” sagði sá óbeystni bógur, hvelt og mjóhljóða, hræddur bæði og þrár. ‘‘Og eg skal. Sama hvað—” “Jæja, jæja, láttu það þarna og farðu.” Rómur dómarans var ekki sérlega hýr. “í hendur hans, sagði eg, og í hendur hans—” Dómarinn rétti fram fallega hönd og granna og brosti svo, að hans kalda yfirbragð hýrnaði við. Hin höndin sóttí nokkuð í vas- ann. “Hérna, ef þú heldur áfram að vera ærlegur og yfrið leiður, þá kann vera að þú Miðnætti. Minn kæri, háttvirti Carver dómari: Eg veit það vel að það er alt annað en drengilegt, og jafnvel huglausum líkt, að skrifa þér þetta til. Það miðar til þess, og einskis annars, að koma byrðinni af mér, á annars bak, og þó ætti bakið á mér vissulega að vera byrðum vant nú orðið. En þessi er svo undar- leg, ill í meðförum og óttaleg, að eg verð að losna við hana, 'hvað sem sjálfsálit mitt og sæmilegur leikur kann að skerðast þar við — eða hugarrósemi þín, meir að segja. Ef tylft- ardómur fellir sekt á þau kærðu á mörgun þá sendi eg bréfið vitanlega ekki, heldur segi sækjanda eins og er. Eg ver nóttinni til að skrifa þér þetta, ef svo skyldi fara, að þau verði dæmd sýkn saka. “Eg drap Madeleine Bellamy. Mér finst alveg ótrúlegt, að allir skuli ekki hafa getið upp á því fyrir löngu. “Kathleen Page, Melanie Cordier, Laura Roberts, Patrick, Sue, eg sjálf — öll sögðum við ykkur til þess, aftur og aftur. iSá einstak- lega hvumleiði og hvaflegi Mr. Farr — getur það hugsast, að hann hafi ekki grunað neitt, jafnvel þegar eg skýrði honum frá, að eg hefði verið að þvo hendur mínar í blómastofu, klukkan tíu? Samt spurði hann mig, fimn: mínútum síðar, hvort vatnskrani og stampur væri í búrinu, þar sem aumingja Sue mín hefði getað þvegið blóð Mimi Bellamy af höndum sínum — og á ihverju andliti í dómsalnum sá hrelling af þeirri tilhugsun. “Við sögðum ykkur frá öllu saman og þó tók enginn eftir því. “Hver vissi af igötunni yfir engið til lauf- skálans? Eg en ekki Sue. Hver sá til skrif- stofuglugga úr blómagarði? Eg en ekki Sue. Hver haföi allar hvatir sem Sue voru kendar, margsinnis tugfaldaöar? Eg, sem hafði ’kent á fátækt svo freklegri, að hjá þeirri voru árin sem Sue dvaldi í New York, glaðasta gaman; eg, sem hlaut að berjast, ekki aðeins fyrir öarni mínu, heldur líka fýrir ibörnum þess barns; eg, sem troðin var grimmustu möru, rétt alla æfi mína, var nú komin í paradís, og sá alt í einu þann koma, sem vildi reka mig úr þeirri paradís, ekki engil með blikandi sverði .heldur hugsunarlausa, tómhjartaða stelpu, lít- ilsverða, fégjarna og harðgerða, eins og ein- ungis þeim hugsunarlausu er lagið. Eg véit vel, dómari Carver, að sú byrði sem eg er að reyna að koma á þitt ibak, ætti að ihafa sín mestu þyngsli af iðrunar þunga, og í henni er, eg segi þér satt, nógu mikil eftirsjá til að beygja sterkara bak en þitt er eða mitt — en engin, hreint engin útaf dauða Mimi Bellamy. “Eftirsjá hefir tálgað af mér holdin, þrjár ulmliðnar vikur — iðrun út af þeirri skömm iog skelfingu og hættu, sem eg hefi leitt yfir börnin miín, út af þeim harmi og hrakningi sem eg hefi valdið því milda spakmenni, iStephen Bellamy, — jafnvel út af dauða þess vesalings, Elliott Farwell; hann hlaut Ibana af mánum völdum, það verð eg að kannast við. “Eg er heldur gamaldags. Eg trúi að til sé helvíti og að eg muni líkast til fara þangað, af því að eg, drap Mimi BeJLamy og af því eg sé, ekki eftir því. En það víti sem eg hefi búið við, bæði da gog nótt, frá því hún dó, er engri vitund beizkara vegna þess, að það var eg sem ýtti við henni svo að hún snaraðist úr einni veröld í aðra. “Þegar sá hvimleiði Mr. Farr var að á- kalla hefnd himins og jarðar yfir þann djöful í mannsmynd, sem hefði tekið fyrir, um aldur og æfi, hláturprýði ihinnar myrtu konu, þá mintist eg þess, að í siíðasta sinn sem hún hló, þá hló hún að gamalli konu, sem kraup á kné og ibað hana að hlífa láni og velferð tveggja ungra barna — og mér virðist veröldin ekki hafa orðið fyrir miklum skaða, þegar þeim hlátri linti. Þetta er hroðalegt, er ekki svo? Samt er það satt. “Eg ætla að reyna að segja hvað gerðist, svo þér skiljist málvextir sem glöggast; þá má vera að þú sjáir greinilegar, hváð mér bæri að gera og hvað þú ættir að gera við mig. Eg verð að fara mannsaldur til baka og byrja í iðnaöarborg í norðurlandi New York ríkls. Síðastliðinn júní voru liðin 31 ár frá því maðurinn minn fór frá mér, með dóttur norskrar konu, sem við bjuggum hjá. Honum var nokkur vorkun, vitáskuld. Þrúða var falleg eins og sú fríðasta mynd, sem sézt hefir nokkurntima á fordýrasta sætindastokk, sam- vizkulaus eins og Messalina — og eg var hvorugt. Þá sóttu þær annir á mig að vera veik og voluð og sár og að vorkenna sjálfri mér, svo miklár að eg gat varla öðru sint, svo hann fór burt með Þrúðu og nítján dali og fimtlu cent, sem eg geymdi í tepotti, og skildi mig eftir með sex vikna barn og gullhring, sem var ekki tómt gull. Og konan sem réð húsum vk ekki lofa mér að vera degi lengur en borgaö var fyrir, hún var eðlilega miður ánægð af óformlegri burtför dótturinnar. ikendi mér um, því að sá kvenmaður væri líklega ekki þess virði, að henni væri gefinn matur og húsa skjól, sem kynni ekki að halda sínum eigin- manni, sagði hún. “Svo eg fór eins og kvensunum í hrak- legum harmleikjum, vafði barn mitt í sjal og lagði af stað til verkstæða að fá vinnu. Það tókst vitanlega ekki. í verkstæðunum var minna um að vera en vant var, eg leit út líkt og sótthrakin fuglahræða, og átti ekki einu sinni fyrir vagnagjaldi. Að kveldi þess fyrsta dags, sem eg skyldi vinna fyrir mat mlnum, húkti eg á strætishornum og bað um að gefa mér. Ein leiðin er sú til að ná í mat. Næstu tuttugu árin reyndi eg margar aðrar leiðir til að ná í lifibrauð, þar með tví- vegis að stela því. En það var bara fyrsta árið; uppfrá því skorti okkur aldrei brauð, þó af skomum skamti væri, oft gamalt og oft viðbitslaust. “Þegar eg þeyri sumt fólk tala um fá- tækt, þá dettur mér gjarnan í hug, hvort það viti nokkur deili á þvf, sem það er að tala um. Eg var ekki rík þegar eg giftist Dan, dóttir málaflutningsmanns, sem var ekki ofhlaðinn störfum; mér fanst við vera bláfátæk, af því að við höfðum pottsteik í meginmál en ekki hænsnasteik, af því eg varð að vera í kjól úr tarlatan en ekki taffeta, og af því að eg átti ekki nema tvenna skinnhanzka sem náðu upp á olnboga, og eina sem náðu upp að öxlum. ‘E‘g kendi ósköp mikið í brjósti um sjálfa mig í þá daga, fanst eg vera píslarvottur og gekk um með rauða hvarma. Eg var alls ekki stórmannlega innrætt. Mér þótti gott að fara til dansleika á kveldin og liggja í rúminu fram - eftir morgni og koma óþroskuðum piltum til að biðja mín, skelfdum og yfirkomnum af mánaskini og mandolinspili. Eg kunni að leika á mandólin, sjóða kendís, tvær tegundir, sauma klósj>or og dansa lancers öllu betur en aðrir í þeixri borg, og mestalla kvæða bók kunni eg utanað, sem þá var í uppáhaldi. Svona vel búin undir kröfur hins heilaga egta- stands fór eg til og strauk með Mr. Daniel Ives. Um Dan ætla eg ekki að fjölyrða við þig. Hann lék elskhuga tf Jeikaraflokki sem kom til iborgarinnar, og þrem vikur eftir að hann sá mig í fremstu sætaröð, yfirkomna af aðdá- un, kom okkur saman um, að ef við fengjum ekki að vera saman, þá væri beggja okkar æfi innantómur skollaleikur, svo við hristum ryk þeirrar borgar af hælunum fyrir fult og alt. Sú sæla var sæt og svimasterk fyrstu sex dagana — og eftir það fór hún að réna. Orsökin var sú að eg, sem kunni að klóspora svo prýðilega, var ónýt að elda, ónýt að fara vel með og ráða, ónýt húsmóðir, ónýt til leiks og liðugrar umgengni, — í stuttu máli, il'l íbrúður. Eg var ekki alveg sæl, og eg hélt að það væri alveg óhætt að vera alt þetta, már datt alls ekki f hug, að ein manneskja gæti orðið svo leið á annari, að hún gæti farið sína leið steinþegjandi og skilið hina eftir til að svelta í hel. Og um það skjátlaðist mér, eins og um alt annað. Þetta segi eg þér, ekki mér til afsökunar, heldur til að útskýra einfaJdlega, svo þú láðir í, hvað rak á eftii’ mér þetta umrædda kveld. Eg held tvær manneskjur hafi farið að hitta Madeleine Bellamy f kothýsinu, væn, siðasöm, gráhærð gömul kona, og sú ódæla, illa vanda, hrædda stúlka, sem sú væna, gamla kona þóttist hafa fyrirkomið fyrir þrjátíu árum. Það er sanngjarnt að segja þér frá þessu, vegna þess sem eg ætla að biðja þig að skera úr. Og sanngjarnt gagnvart sjálfri mér líka. í tuttugu ár var mér svo kalt og svo heitt, svo þreytt og versöl og van- megna, að mér leið aldrei vel. Og eg ætla ekki að láta svo, að eg hefði viljað fá öðrum nokkuð af þeim fríðindum og forkostum, hverju nafni sem nefnast, sem mér hlotnuð- ust á endanum, og gerðu æfikvöld mitt fagurt og þokkamikið. En ekki drap eg Mimi Bell- amy út af því. Því bið eg þig að trúa. Hið skæða böl fátæktarinnar er ekki það, að við þjáumst sjálf, heldur hitt að við erum alveg magnlaus til að lyfta fingri til að hlífa og vernda þá sem okkur eru kærastir í ver- öldinni. Carver dómari, þegar Pat var veikur, á barnsaldri, þá gat eg ekki sótt lækni til hans, því eg átti ekki neitt til að borga með, og meðöl ekki heldur af sömu ástæðu. Þegar eg fór í vinnu, varð eg að koma ihonum fyrir hjá fólki, sem var hvorki vænt né hreinlegt og illa haldiðl til líkama og sálar, vegna þess eg hafði ekki efni til að koma honum fyrir hjá öðrum. Einu sinni var honum gefin inn blanda með ópíum, til að láta hann hætta að gráta, í annan tíma — En eg get ekki fengið mig til að rifja það upp, jafnvel ekki til þess að koma þér í skilninginn. Hann fékk aldrei neitt til að leika sér við nema tinkönnur, tvinnakefli og snærisspotta. Hann átti aldrei neitt nema mig. Og eg hét því með sjálfri mér, að meðan hann hefði mig, skyldi hann hafa alt. Eg skyldi vera honum fegurð, friður, mildi, þokki, kæti og kraftar. Eg var hvorki falleg né frið- söm né mild né yndisleg né kát né sterk, en alt ávann eg mér, fyrir hann. Eg grobba ekki, eg segi satt. Eg hét því, að hann skyldi aldrei sjá mig fella tár, né heyra mig byrsta röddina í reiði, né vita mig skelfast af nokkru, sem forlögin kynnu að leggja á hvort okkar sem væri. Þessa varð hann aldrei var — nei, sann- arlega, það gerði hann aldrei. Eg gat ekki gefið 'honum neitt annað, en þetta gaf eg honum. Það tók irug seytján ár að safna fyrir fari burt úr iborginni. Þá flutti eg til Rosemont. Væn kona, sem eg saumaði fyrir, átti systur í Rosemont. Hún sagði mér að það væri dæi- legur staður og vænlegur til atvinnu og að systir sín leigði herbergi og seldi greiða, svo eg varði þeim ,fáu dölum sem eg hafði safnað, til vistaskifta og svo veiztu hvað gerst hefir. Viíst er, að þér er ekki um alt kunnugt— þú veizt ekki ihvað hugaður og kátur og mild- ur Pat hefir altaf verið við mig, né hvað við vorum sæl, öllsaman, í marghýsinu í New York, eftir að hann giftist Sue og'börnin íædd- ust. Sue hjálpaði mér til við húsverkin og vann á skrifstofu annað veifið og Pat gerði hvað sem að honum kom og gerði það ljóm- andi vel. Við höfðum altaf meir en nóg að borða; satt að segja var hreint og bjart í kringum okkur og við vorum öll heilsugóð og hamingjusöm. En Sue mintist varla á það, hún er ekki margmál, blessað barnið, og henni þótti Thorne fólkinu skömm gerð með þvtf, að hún varð að búa í fárra herbergja íbúð, í lyftulausu marghýsi í Bronx, við litla viöhöfn og vinnukonulaus. Mr. Lambert var tregur til aö ifará iút tf þá sálma fyrir réttinum, hann var smeykur um, að Mr. Farr myndi vinda öllu við, til að láta Mta svo út, að Sue hefði þolaö fordæmdra kvalir. Vitaskuld höfðum við ekki mikið en áhyggjulaust og ríkmannlegt var það líf, á iborð við það, sem við Pat höfðum lifað við í meir en fimtán ár. Þetta vissir þú ekki — annað til er þér líka ókunnugt. Þú ert ókunnugur Polly og Pete, er ekki svo, Carver dómari?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.