Heimskringla - 04.03.1936, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 4. MARZ, 1936
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
staddir menn úr öllum hinum;
þrem íslenzku kirkjum. Hugs-!
um oss líka, að höfundar hinna
fornu játningarrita væru þar
viðstaddir.
í kirkjunni yrðu með öðrum
orðum hinir ólíkustu menn. Og
þó ættu þeir margt sameigin-
legt. Allir syngja þeir sálma
sína til þesss að veita útrás þrá
sinni til guðs, allir tækju þeir
þátt í bæninni, hug sínum til
styrktar og trúarlífi sínu til efl-
ingar. Ef þeir gera það ekki,
fer það alls ekki eftir því, hvaða
kirkjudeild þeir tilheyra. Allir
trúa þeir á guð. Sumir þeirra
viðhafa orðalagið þríeinn guð
eða þrenning, aðrir ekki. Höf-
undur Aþanasiusarjátningarinn-
ar mundi krefjast þess, að sá
einn yrði talinn hólpinn, sem
fylgdi hans útlistun á þrenn-
ingunni. Hver sá, sem ekki
varðveitir hans trú “heila og ó-
mengaða, mun vafalaust að
eilífu glatast.”
Aftur á móti mundi flestum
nútímamönnum þykja viður-
hlutamikið að kveða svo ramt
að orði. En þó að vér nútíma-
menn séum langt frá því að
fylgja þessum fornu höfundum
í útlistunum sínum á þríeinum;
guði, þá trúum vér þó með!
þeim á guð. Vér trúum því og
með þeim, að í mynd Jesú |
Krists birtist oss kærleiksvilji!
guðs, því að Kristur var opin- j
berun þess fullkomnunartak-1
marks, sem guð setur mönnun- j
um. Og ennfremur samein- j
umst vér í því að trúa á hinn
ósýnilega kraft guðs, anda
guðs, verkandi í veröld allri.
Þannig mundu menn hver um
sig hafa sína afstöðu til kenn-
inganna, en veruleikinn, sem
þeir leita að, er einn og hinn
sami.
Ef þessi guðsþjónusta væri
jólamessa, mundu menn hafa j
ýmsar skoðanir á því, hvemig j
Kristur kom í heiminn. Allir
mundu hinsvégar fagna komu j
hans og telja fæðingu hans hina j
mestu hamingju í lífi heimsins.
Allir mundu sameinast í því, að
hans lífsstefna væri hjálpræð-
isleið mannkynsins, að feta í
fótspor hans væri að gera vilja
guðs.
Ef það væri föstudagurinn
langi, mundu sumir þakka guði j
fyrir þann kærleika að gefa son j
sinn sem fórn fyrir syndimar.
Aðrir mundu vera þeirri kenn- j
ingu andstæðir, að dauði Krists j
hefði mýkt reiði guðs. En þeir
mundu allir þakka og gleðjast
yfir þeirri fórnarlund, sem fram
kom hjá Kristi, er hann lagði
sjálfan sig, æfi sína, líf sitt í
sölurnar til þess að leiða menn-
ina inn í guðs ríki með orðum
sánum, eftirdæmi og anda. Allir
mundu sameinast í þeirri trú,
að krossfesting Krists væri
staðfesting þess, að til að firelsa
heiminn úr myrkri, lyginnar og
vanvirðu veikleikans þurfi stöð- j
uga fórnfýsi. Eftir því sem
Ágsborgarjátningunni farast
orð, mundu ekki aðrir af kirkju-
gestunum geta orðið réttlættir
fyrir guði en þeir sem aðhyltust
hina gömu skýringu á kross-
dauða Krists. Hinir yrðu ofur-
seldir djöflinum og árum hanj.!
En eg hygg, að flestir nútíma- j
menn mundu frekar halda sér
að orðum Krists í dæmisögunni
um Pariseann og tollheimtu-1
manninn, að sá fari réttlættur
heim til sín, sem á nóga hrein- {
skilni og drenglund til að kann-;
ast við yfirsjónir sínar í trausti
á líknsemd guðs föður. Vér
mundum tæplega þora að nota
neina skýringu á krossdauða
frelsarans til að aðgreina guðs
börn og djöfulsins.
Sé þessi guðsþjónusta á pásk-
um, yrðu einnig skiftar skoð-
anir á upprisu Jesú Krists. —j
iSumir mundu líta svo á, að
hann hefði risið upp í sínum'
jarðneska líkama; aðrir að hann
hefði birst í andlegum h'kama,
líkt og Páll postuli og spiritist-;
ar nútímans tala, um. En þeirj
mundu verða sammála um það,
að Kristur hefði leitt í ljós lífið
og ódauðleikann. Að hann
hefði á dásamlegan hátt víkkað
sjónarhring lærisveina sinna út
fyrir þröngan vettvang hins
jarðneska.
Þannig mætti halda áfram að
telja. Alstaðar eru skiftar
skoðanir. í flestum atriðum
fara menn feira en eina leið
hugsunarinnar, og eru ýmist
samferða hinum gömlu játn-
ingahöfundum eða á móti þeim.
En það sem er eftirtektaverð-
ast, er það, að ef kirkjugestirn-
ir ættu að greiða atkvæði um
kenningaratriðin, þá mundu
þeir greinast sitt á hvað, ger-
samlega án tillits til þess, í
hverri af hinum þrem kirkju-
deildum þeir eiga heima. Væri
aftur á móti leitað álits um
það, sem í hverju máli er kjarn-
inn, stæðu menn hver öðrum
nærri sem bræður, þótt þeir nú
starfi eða séu meðlimir í þrem
kirkjudeildum, hverri með sínu
nafni.
Vinir mínir! Af þessu, sem
eg nú hefi sagt, verður ekki
dregin önnur ályktun en sú, að
frjálslyndið og umburðarlyndið
hafi sigrað eða sé að sigra í öll-
um hinum íslenzku kirkjum. —
Sé farið eftir anda en ekki
bókstaf, er ástæðulaust að
ihalda þeim flokksmörkum, sem
hingað til hafa verið. Hvi gæti
ekki hin íslenzka kirkja, heima
og erlendiss, myndað með sér
eitt samiband? Eg sagði áðan,
að slíkt spor væri í fullu sam-
ræmi við þá hreyfingu, sem nú
er efst á baugi í hinum kristna
heimi. En fyrir kirkjur Vestur-
Islendinga er ástæðan tvöföld.
Móðurkirkjan á íslandi hefir
verið þjóö vorri menningar-
stofnun og dætur hennar hérna
megin hafsins hafa líka verið
það. Hinar Vestur-iísl. kirkjur
eiga fyrir sér að veikjast að því
skapi sem íslenzka þjóðarbrotið
á erfiðara uppdráttar. Af því
leiðir enn meiri nauðsyn á sam-
starfi, þrátt fyrir það sem óhkt
kann að vera. Skylda kirkjunn-
ar gagnvart þjóðinni hlýtur að
knýja hana til þess að sinna
þessum málum. Það má með
fullum sanni segja, að það sé
mikið undir kirkjunni komið,
ihvernig íslenzkri starfsemi yfir-
leitt vegnar á komandi tíð. Guð
gefi, að hún reynist þess megn-
ug, að vinna verk sitt með
prýði, og á þann hátt að allar
Ihinar þrjár ísl. kirkjudeildir
verði hver annari til stuðnings
e*n ekki til hneykslunar. Hans
iblessun sé yfir þeim öllum.
LAMA-PRESTAR I MONGÓLÍU
Framh.
m.
“Hinn lifandi Búddha” fædd-
ist í Tibet. Þegar hann var
Ibarn, fóru lama-prestar með
hann til Urga, og sögðu, að sér
hefði opinbeirast, að hann væri
(heilagt bam, sent af guði til
Mongóla. Mongólar tóku við
Ihonum, og hann var alinn upp
í Mongólíu. Prestarnir í Tibet
hafa með hjálp hans haft mikil
áhrif á málefni Mongólíu. Glað-
lyndi hans hreif hjörtu hinna
léttlyndu Mongóla; þeir ekki
aðeins tiibáðu hann sem guð-
dómlega manneskju, heldur
gerðu þeir hann að keisara með
tímanum. Hin póhtíska aðstaða
hans, jafnvel áður en hann var
krýndur, var ekki ósvipuð póli-
tískri aðstöðu páfanna á mið-
öldunum.
Fyrstu kynni mín við “hinn
lifandi Búddha” sýna, hversu
auðvelt það er fyrir útlending,
sem ekki skilur málið vel, að
verða hlægilegur í landi, sem
hann er nýkominn til. Eg kom
fyrst til Urga árið 1894 og fór
þá strax að keppast við að læra
máliá. Eg hafði ágætan kenn-
ara. Einn dag, þegar eg var
ibúinn að sitja við lexíu mína
tvo klukkutíma, fanst mér eg
, þurfa að rétta úr mér; lét eg
því söðla hest minn og reið út
einsamall.
Eg hafði ekki farið langt,
þegar eg sá hóp af lama-prest-
um, sem voru klæddir í flaks-
andi, gular skikkjur, koma ríð-
andi á fjörugum gæðingum. —
Þeir komu eftir veginum, sem
eg var á, og stefndu í sömu átt
og eg. Alt í einu heyri eg aö
einhver hrópar: “Bó!” Eg vissi
ekki að “bó” gæti þýtt nokkuð
annað en byssa, og þar sem eg
hafði enga byssu með \ mér,
skifti eg mér ekkert af þessu.
En eg tók eftir því, að allir, sem
á veginum voru, horfðu á mig
og ihrópuðu: “bó! bó! bó!” —
Ennþá skildi eg ekki hvað um
var að 'Vera, en skrítið fanst mér
það, að allir, sem ríðandi voru,
nema lama-prestarnir, voru
komnir af baki og stóðu hjá
hestum sínum.
Nú tók einn lama-prestutrinn
sig út úr hópnum og kom þeys-
andi til mín; hann nam staðar
rétt fyrir framan mig og hróp-
aði: “ibó!” beint framan í mig.
Eg svaraði honum rólega, að eg
hefði enga byssu. Bæði hann
og þeir sem nærstaddir voru
ráku upp skellihlátur. Síöan
benti hann á jörðina og gerði
mér skiljanlegt, að eg ætti að
fara af baki.
Eg fór af baki og stóð hjá
hesti mínum næsta eymdarleg-
ur. Presturinn reið til baka til
flokks síns; og svo þeystu þeir
allir fram hjá mér hlægjandi, en
eg stóð þarna eftir eins og fá-
bjáni. Þegar þeir voru farnir,
fór eg heim styztu leið og náði
í kennara minn. Eg sagði hon-
um frá þessu atviki og að mér
hefði verið skipað að láta af
hendi byssu, þótt eg hefði enga
haft. Hann skýrði mér frá, að
orðið “ibó” þýddi ekki ávalt það
sama, ein merking þess væri
‘‘að fara af baki”. Eftir lýs-
ingu minni vissi hann, að
prestahópurinn hefði verið með-
reiðarsveit “hins lifandi Búdd-
ha”, sem einnig hefði verið i
útreið, eins og hann væri van-'
ur um þetta leyti dags. Hann
fræddi mig um það, að það
væru lög þar í landi, að hvert
mannsbarn færi af baki, þegar
hinn guðdómlegi Búddha riði
framhjá.
Atvik þetta vakti forvitni
mína á þessusm manni, sem
kennari minn sagði mér að væri
tilbeðinn eins og guð af öllum
Mongólum og væri haldinn svo
heilagur, að hann gæti ekki
drýgt neina synd. Eg fór þess-
vegna að leggja leið mína um
veg, sem lá framhjá höll hans,
þegar eg reið út mér til skemt-
unar.
Dag einn, skömmu eftir að eg
sá hann í fyrsta sinn, sá eg
mikla mannþröng hjá hölllinni:
þar voru nokkrar þúsundir
saman komnar af hlægjandi
ifólki, sem tróð sér inn í hvern
krók og kyma.
Eg bjóst við, að sjá hér ein-
hverja hátíðlega trúarbragða-
lega athöfn. Menn geta ímynd-
að sér undrun mína, þegar
glugga á efra lofti á höllinni var
ihrundið opnum og hlægjandi
maður í gullsaumaðri skikkju
kom í ljós. Hann hélt á kven-
bol í hendinni og kastaði hon-
um út í hópinn. Bolurinn flaug
rétt fyrir ofan höfuðið á mér og
eg greip hann á lofti. Fyrst
datt mér f hug, að kasta honum
aftur til þess sem sendi mér
hann, en áður en eg hafði tíma
til þess var hann rifinn úr hönd-
unum á mér.
Eg er ljós á hár, og höfuðið á
mér var þessvegna nokkuð á-
berandi innan um alt þetta
svarthærða fólk. Maðurinn í
glugganum tók eftir þessu og
klappaði saman höndunum af
kæti. Hann kastaði næst nið-
ur stórri ilmvatnsflösku, sem
brotnaði um leið og hún kom
niður. Þeir sem næstir stóðu
þefuðu og grettu sig yfir lykt-
inni.
Þá kom skæðadrífa af úrum,
góðum, svissneskum úrum. Þá
varð nú handagangur í öskj-
unni — fólkið ætlaði alveg að
ærast, menn og konur börðust
um og kútveltust hvað innan
um annað. En Mongólar eru
allra manna geðbeztir og þar að
auki sterkir og þola vel hnjask.
Til allrar hamingju ^meiddist
enginn í þessum látum. Á efitir
úrunum komu klukkur. Þær
voru flestar smáar og skraut-
legar. Ein var þó sitór stofu-
klukka, sem gerði dynk mikinn
og brotnaði í mask um leið og
hún kom niður.
Á eftir klukkunum komu
lampar og síðan ilmvatnsflöskur
enn á ný. Maðurinn fór úr
glugganum, ren fólkið kallaði
hann aftur fram. Hann kom
aftur með fangið fult af kven-
kjólum frá Vesturlöndum, og
þá náðu fagnaðarlætin hámarki
sínu. Hann fleygði nú út kjól-
unum, einum í senn. Það voru
allskonar kjólar og úr alls kon-
arefni. Seinast kom geysistór
morgunkjóll, útþaninn eins og
flugbelgur.
Á eftir kjólunum komu hatt-
ar, hattar af öllum gerðum og
stærðum. Karlar og konur
gripu þá á lofti og settu þá upp
utan yfir sín eigin höfuðföt. —
“Hinn lifandf Búddha” setti
jafnvel einn upp sjálfur — strá-
hatt með strútsfjöðrum, og rak
svo höfuðið út, áður en hann
kastaði hattinum, til mikillar
gleði fyrir áhorfenduma.
Þá komu skór, hælaháir skór
úr leðri og satíni; svo andlits-
farði og jafnvel skautar og leik-
föng: vindmylna, örkin hans
Nóa og lítill bátur með seglum.
Skemtunin endaði með því,
að hundruðum af smálúðrum.
blístrum og jólatrésskrauti var
útbýtt. Síðan var glugganum
lokað. Mongólarnir æptu, blésu
í lúðrana og æptu. Glugginn
var opnaður upp á gátt og “hinn
lifandi Búddha” rétti út tómar
Ihendumar. Fólkið dúeifðist;
en það sem eftir var dagsins og
langt fram á kvöld lék það sér
á strætunum, eins og böm á
tyllidegi.
Síðar, þegar eg var orðinn
vildarvinur “hins lifandi Búdd-
ha”, komst eg að því, að hann
hafði óseðjandi forvitni á öllum
vestrænum hlutum; og þar sem
hann mátti ekki fara úr landi
burt, sendi hann eftir verðlist-
um frá stórverzlunum í Stokk-
hólmi, Berlín, Lundúnum, París,
Róm og New York. Hann var
vanur að panta hveirn hlut, sem
hann hafði gaman af, og fékk
oft stórar vörusendingar. Þegar
hann svo var búinn að skoða
Ihlutinn og sjá hvers konar vam-
ing véstrænar þjóðir höfðu,
fanst honum heimska að vera
að geyma þá lengur, enda þurfti
að rýma til fyrir nýjum sending-
um. Hann lét þá boð út ganga,
að einhvern dag ytrði þessum
varningi útbýtt gefins úr hall-
arglugganum, og fagnandi
mannfjöldi safnaðist þar sam-
an. At þetta veitti fólkinu
góða skemtun, og þá ekki síður
gefendanum. Mér þótti líka
gaman að því, þegar farið var
að biðja mig að hjálpa til við
útbýtinguna. Framh.
Endurminningar
Annað hefti er nú komið út af
þessari sjálfsæfisögu Friðriks
Guðmundssonar. Fjallar það um
ferð hans hingað vestur og það
sem á dagana dreif fyrstu árin
í Ameríku; uppgang Winnipeg-
borgar; íslenzkan félagsskap;
frumbýlings árin í Vatnabygð-
um o. fl. Hefti þetta er mjög
skemtilegt og góðar og glögg-
ar athuganir víða. Kostar sama
og hið fyrra $1.25 í kápu. Er
til sölu hjá höf. að Mozart,
Sask., á skrifstofu Heims-
kringlu, Ólafi S. Thorgeirsson
bókasala og Magnúsi Peterson
bóksala. Sent póstfrítt.
Lesið Heimskringlu
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
‘MJKIÐ EIGA ÞEIR AÐ ÞAKKA’
í síðustu Hkr. getur einhver
K. um samkomu Þjóðræknisfé-
lagsins í G. T. húsinu á þriðju-
dagskvöldið var, og er þar á-
samt öðru minst á kvæði það
er hr. Gunnl. Jóhannsson flutti..
eftir skáldið Magnús Markús-
son, en einkum þó á skýringu
þá eða formála, er hann hafði
fyrir kvæðinu.
Nú — í sjálfu sér — var það
ofur eðlilegt að hr. G. J. mis-
mælti sig eða misminti um vís-
una “Mikið eiga þeir að þakka”,
o. s. frv. En úr því að farið
var með það í opinbert blað, get
eg ekki stilt mig um að gefa
aðra og réttari skýringu.
í fyrsta lagi er vísan ekki
eftir Sigurbjörn Jóhannsson
Argylinga-skáld, í öðru lagi er
hún ekki rétt hermd og í þriðja
lagi er alls ekki átt við Winni-
peg með orðinu Paradís.
Vísan er eftir Sveinbjörn
Árnason, smið, er lengi bjó hér
í borg, var í stríðinu mikla og
flutti síðar til Chicago og dó
þar fyrir skemstu. Hann var
greindur maður meira en í
meðallagi, vel lesinn, orðhepp-
inn oft og vel hagorður. Hann
kendi mér vísuna sjálfur og er
hún svona:
Mikið eiga þeir að þakka
þeim í Paradís,
sem yrkja, hlaupa og eiga
krakka —
alt með fyrsta prís.
Allir geta séð að þýðing vís-
unnar er blátt áfram þessi:
Þeir menn, sem fá fytrstu
verðlaun fyrir öll sín verk, eins
og t. d. að yrkja, hlaupa og
geta börn, eiga forsjóninni
sannarlega mikið að þakka.
Tildrög vísunnar voru öllum
kunn á þeim árum. Magnús
Markússon hafði einmitt fengið
fyrstu verðlaun á Islendinga-
dögum með fárra ára millibili
fyrir þetta þrent. Enda var svo
fjarri því, að hann þyktist við
vísuhöf., því þegar hann heyrði
vísuna, varð honum að sögn að
orði, að hún ætti líka skilið
fyrsta prís — og fór með hann
inn á næsta hótel til þess að
greiða honum verðaunin.
Sveinbjöm orti margar
smellnar gamanvísur á þeim ár-
um, eins og t. d. biblíuljóðin
“Abraham var ekki frí,” þegar
sagt var að efnaleg velgengni
hér á slóðum hefði gert mörg-
um erfitt með að sætta sig við
bara eina konu, — og “þegar
hann Nói bygði bátinn sinn”,
sem sameinar í átta ljóðh'num
Nóaflóðssöguna og Darwins-
kenninguna. Og þá má ekki
gleyma vísunni um
“--------andskotann,
sem ekki fór í svínin”.,
J.
ISLANDS-FRÉTTIR
Skip komast ekki til
Búðardals fyrir ís
Frá Ljárskógum er símað að
norðaustan hvassviðri síðustu
daga hafi brotið ísinn af Gils-
firði, svo nú sé auður gjór inn
fyrir Salthólmavík, verzlunar-
stað Saurbæinga.
Hvammsfjröður er allur lagð-
ur út í eyjar. — Búðardalur,
aðalverzlunarstaður suðurhluta
sýslunnar, er lokaður frá sam-
göngum. Esja átti að koma
með vörur til Kaupfélags
Hvammsfjarðar 26. þ. m., en
varð að skilja þær eftir í Stykk-
ishólmi. — Bændur á Fells-
strönd og í Klofningshreppi, er
verzla mest í Stykkishólmi,
fengu nýlega matvöru þaðan
sjóleiðis til Skáleyjar og sóttu
hana þangað á hestum yfir ís.
—Alþbl. 2. feb.
* * *
óvenjuleg harðind?
Rvík. 7. febr.
Heiðrekur Guðmundsson á
Sandi í Þingeyjarsýslu skrifar
Jóni Eyþórssyni veðurfræðingi
29. f. m., að þessi vetur sé það
sem af er sá harðasti vetur, sem
þar hafi komið í 18 ár. Hann
segir ennfremur:
Inn til sveíta hér í Þingeyjar-
sýslu hefir verið algerlega jarð-
laust síðan fyrir veturnætur,
og er útlitið þar orðið afar
skuggalegt. Sumir bændur í
Bárðardal eiga ekki eftir nema
mánaðargjöf handa sauðfé sínu
og alment heyleysi vofir yfir í
sýslunni, ef ekki verður skjótur
bati.
Brúnum, 6. febr.
Víða í Rangárvallasýslu var
orðinn tilfinnanlegur vatns-
skortur á undan þessum bata.
Öll vötn í héraðinu hafa verið
ísi lögð um langt skeið og álft-
ir voru byrjaðar að falla. — í
7—8 undanfarnar vikur hefir
verið þar sífeld norðanátt og
bjartviðri og muna menn ekki
fegurra skammdegi.—N. Dagbl.
.* * &
Forstjóri Ferðaskrifstofu
ríkisins skipaður E. P. Briem
Atvinnu- og samgöngumála-
ráðherra skipaði í gær tvo nýja
embættismenn ríkisins.
Dggert P. Briem var skipað-
ur forstjóri Ferðaskrifstofu rík-
isins og Ragnar E. Kvaran upp-
lýsingastjóri.
Eins og kunnugt er, var
Ferðatskrifstofa ríkisins sam-
þykt með lögum á alþingi 21.
des. s. 1.
Alþýðublaðið snéri sér í morg-
un til Eggerts P. Briem, og
sagði hann meðal annars:
“Eg veit að það er mikið
vandastarf, sem ríkisstjórnin
hefir falið mér. Ferðamanna-
straumurinn hefir aukist mjög
liingað til lands á undanförnum
árum, eða síðan 1930, og sýnir
það vel hvort landið er ekki til
þess fallið að vera ferðamanna-
land; þar sem þægindi eru hér
af mjög skornum skamti, en
ferðamennirnir koma samt. Við
þurfum að ráðast í margs konar
firamkvæmdir, byggja vtegi,
koma upp gistihúsum og greið-
asölustöðum, við þurfum að
fegra höfuðstaðinn og framar
öllu öðru að skipleggja þannig
móttöku erlendra ferðamanna,
að til sóma sé.”
Þér hafið töluverð kynni af
þessum málum?
“Já, eg vann í 15 ár hjá Eim-
skipafélaginu og annaðist mik-
ið leiðbeiningar fjrrir ferða-
menn. Auk þess hefi eg ferðast
töluvert mikið og kynt mér á
þeim ferðalögum starfsemi
ferðamannaskrifstofa.”
Fyrirætlanir yðar?
“Um þær get eg ekkert sagt.
Eg mun fara varlega. Þetta ár
verður reynsluár og eg tel rétt-
ara að kynna mér alla mögu
leika og aðstæður okkar áður
en eg ræðst í mikilvægar fram-
kvæmdir. Hinsvegar er mér
það mjög vel ljóst, að á starfi
minu og skilningi stjórnarvald-
anna veltur það, hvort Island
geti orðið mikið ferðamanna-
land og þjóðin notið góðs af
því.”
Ragnar E. Kvaran sagði við
Alþýðublaðið í morgun:
“Starf mitt verður í því fólg-
ið samkvæmt lögum um Ferða-
skrifstofu ríkisins, að veita
fræðslu um landið inn á við og
út á við með fræðsluritum, út-
varpserindum, — fyrirlestrum,
kvikmyndum, auglýsingum og á
annan hátt og kynna landið á
þann hátt, að menn fái sem
gleggsta hugmynd um lands og
þjóðar háttu, menningu, at-
vinnulíf og framleiðslu.
Starfið er því veigamikið, og
mun eg þegar undir eins og eg
tek við því, sem eg hugsa að
verði í marz, fara að undirbúa
það.”
Og ihvað á starf yðar að
heita?
“Eg hefi lagt til við atvinnn-
málaráðherra, að það heiti land-
kynning. Það er ágæt tilbreytni
frá öllum stjóranöfnunum.”