Heimskringla - 04.03.1936, Side 6

Heimskringla - 04.03.1936, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. MARZ, 1936 I Vesturvíking Þýtt úr ensku “Eg þarf ekki að spyrja hvemig hann fék’ sár sín. Rölvaður uppreisnar besefi, og það er mér nóg. Út með hann, sveinar.” Mr. Blood gekk á milli hermannanna og sjúkrabeðsins og segir stygglega: “í mannúðarinnar nafni, sir! Hér erum við í Englandi en ekki í Tangier. Maðurinn er hættulega sár. La'f hans liggur við, að hann verði ekki fyrir hnjaski.” Captain Hobart brá á gaman og blótaði við: “Mér er ætlað að hh'fa heilsu þessara uppreisnar gogga, eða er svo? Heldurðu að við tökum hann í því skyni að bæta heilsu hans? Skrattinn fjarri mér. Eg má segja þér þá nýung, að það er verið að reisa gálga meðfram brautinni frá Weston til Bridge- water, og þessi dólgur er rétt eins góður í snöruna og hver annar. Kirke höfuðsmaður ætlar sér að kenna þessum fríkirkju fáráðum lexíu, sem þeir gleymi ekki fyrsta kastið.” “Þið ætlið að hengja fólk án dóms og laga? Sennilega er eg þá á skakkri skoðun. Við erum þá í Tangier, eftir altsaman, þar sem hersveit þín á heima.” Fýrirliðinn leit við honum hvast, og skoð- aði hann frá hvirfli til ilja. Hann sá fyrir sér hávaxinn mann og holdskarpan, í reiðbullum og með hárkollu vel strokna, og að sá bar höfuðið ekki lútandi, heldur lét sem hann hefði vald tilað segja sína vild og koma henni fram. Fyrirliðinn hleypti brúnum og hvesti augun. Hann þóttist þekkja að hér var her- maður. Hann rendi grun í meira og segir, mjög hávær: “Hver fjandinn þykist þú vera?” “Blood heiti eg, sir — Peter Blood er mitt fulla nafn.” “Jú — jú. Það var þá svo,” sagði fyrir- liðinn og herti á að sínum sið. ‘‘Þú varst einu sinni í liði F'ranskra, var ekki svo?” Ef Mr. Blood varð hissa, þá lét hann ekki á sjá. “Eg var.” “Þá man eg eftir þér — þú varst í Tan- gier fyrir fimm árum eða svo?” “Svo er. Eg var kunnugur höfuðsmanni hersveitar þinnar.” “Það veit trú mín, að þú kant að fá að endumýja þann kunningsskap.” Hér hló hann kuldahlátur. “Hvemig stendur á þinni hér- vem?” “Eg var sóttur til að gera að sárum þessa herra. Eg er læknir.” ‘‘Læknir — þú?” Rómurinn var hávær og harkalegur, það var auðheyrt að hann var viss um, að þetta væri lýgi. “Medicinæ baocalaureus” sagði Mr. Blood. “Vertu ekki að sproka frönsku slettur við mig, maður” sagði Hobart, snúðugt. “Talaðu ensku!” Honum var stríðni í stillingu og kuldalbrosi Mr. Bloods. “Eg er læknir og stunda þá íþrótt mína í Bridgewater borg.” Fyrirliðinn hnussaði við. “Og fluttist þangað í hórusonarins (Monmouths) herliði.” Svarið kom strax í sama tón: “Ef þú hefðir vit á við róm þinn, góður, þá værir þú orðinn mikill maður.” Fyrirliðinn brá litum og varð eldrjóður í framan. Eftir nokkra stund svaraði hann: ‘‘Þú kant að finna mig nógu mikinn mann til að hengja þig.” “Sennilega, já. Að háttum og útliti ertu engum líkari en böðli. En ef þú beitir þeirri atvinnu þinni á sjúkling minn, þá má vera að þú gangir í snöruna sjálfur. Hann er ekkj einn af þeim sem þú mátt hengja, án eftirmáls. Hann hefir rétt til dóms af sínum jafningjum.” “Af sínum jafningjum?” Fyrirliðinn hjó eftir þessum orðum, sem Mr. Blood lagði á- herzlu á. “Nú víst, hver og einn nema ibjáni eða villimaður, hefði spurt um nafn hans, áður en hann sendi hann á gálgann. Þessi maður er Gildoy lávarður.” Og þá svaraði lávarðurinn fyrir sig, veik- um rómi: “Eg vil alls ekki leyna fylgi mínu við hertogann Monmouth. Eg skal taka af- drifunum. En ef þér líkar, þá skal eg taka þeim að undangengnum dómi — minna jafn- ingja, eins og læknirinn sagði.” Þegar sú veika röddin þagnaði, þá var fyrst hljótt. Hobarti var farið líkt og mörg- um hávaðamönnum að hann var töluvert deigur undirniðri. Tilkynningin um tign hins sjúka, náði til þeirra undirdjúpa. Hann var hrokafulíur uppskafningur, hræddur við titla. Hann hafði líka beyg af höfuðmanni hersveit- arinnar, Percy Kirke, því að sá var ekki mjúk- ur við klaufa. Nú bandaði hann við liðsmönn- um, hann þurfti að íhuga vandann. Mr. Blood sá hik á honum og gaf honum enn frekara í- hugunar efni. “Þér gleymist ekki, höfuðsmaður, að Gil- doy lávarður kann að eiga volduga vini og frændur Tory megin og þeir eiga erindi við Kirke hersveitarstjóra, ef lávarðurinn er höndl- aður eins og algengur illvirki. Fult eins ráð- legt að fara varlega, höfuðsmaður, ella kantu, eins og eg hefi getið um, að snúa virgil að sjálfs þín svíra, þennan morgun.” Hoibart höfuðsmaður fussaði við því ráði, næsta fyrirlitlega, en fylgdi því samt. Hanr benti tveim liðsmönnum: ‘‘Takið beddann og berið hann á honum til Bridgewater. Stingið honum í svartholið, þangað til eg fæ frekari skipanir.” “Það er eins víst að hann þoli ekki það ferðalag,” mælti Mr. Blood. “Hann ætti alls ekki að breyfast úr stað.” “Það er honum sjálfum fyrir verstu. Mitt erindi er að reka saman uppreisnarseggi.” — Hann benti tveim mönnum sínum og þeir tóku upp fletið. Gildoy reyndi að rétta lækn- inum hendina og sagði: “Sir, þú átt nokkuð að mér. Ef eg lifi, skal eg reyna að gjalda þér greiðann.” Mr. Blood hneigði sig þegjandi og gaf her- mönnunum sem báru hann burt, þessa skipun: “Berið hann hægt og stöðugt. Líf hans er undir því komið.” Jafnskjótt og iávarðurinn var borinn út, gerðist fyrirliðinn herralegur. Hann sneri sér að húsráðanda og spurði: “Hverjir fleiri eru ihér faldir?” ‘‘Engir aðrir, sir. Lávarður-----” “Lávarðinn erum við búnir með, að svo stöddu. Þig skulum við eiga við bráðum, þegar við erum búnir að leita. Og til guðs vitna eg, að ef þú hefir logið að mér . . .” Hér hætti hann og tjáði hermönnum fyrirskipun. Fjórir þeirra snöruðust út og jafnskjótt heyrð - ist gauragangur þeirra í næstu stofu, en fjrrir- liðinn skálmaði til og frá og barði á veggþilj- ur með skammbyssu skafti. Mr. Blood þóttist ekki hafa gilda ástæðu til að standa lengur við. “Með leyfi þínu, nú vil eg bjóða þér góðan daginn,” sagði hann. “Með leyfi mínu skaltu bíða dálítið við.” svaraði fyrirliðinn. Mr. Blood ypti öxlum, settist og tók til orða: “Þú ert leiðinlegur. Mig furðar, að hersveitar höfðingi þinn hefir ekki orðið þess var ennþá!” En fyrirliðinn ansaði honum ekki. Hann stóð hálfboginn yfir rykugu höfuðfati, sem eikarlauf hafði verið fest á, glotti kuldalega og rendi óhýru auga á húsbóndann, svo á mæðgurnar, sem hnipruðu sig úti í horni, og loks á Mr. Blood, en sá sat með krosslagða leggi, rólegur og kærulaus að sjá. Þar næ[ gekk fyrirliðinn að skápnum, kipti upp öðrum væng eikarhurðarinnar, greip í hnakkadramlbið á þeim sem þar húkti og svifti honum fram á gólf. “Hver er þetta?” kvað hann. “Annar íá- varður til?” Mr. Blood sá fyrir sér gálgana, sem fyrir- liðinn hafði sagt frá, sá hvað verða vildi, að þessi ungi lánlausi skipherra yrði festur upp án dóms og laga, í stað þess sem nú var geng- inn fyrirliðanum úr greipum, og því gaf hann honum titil strax í stað og ættfærði hann þar á ofan. Hann tók til orða, hvorki hraðmæltur né hýrlegur: “Spá er spaks geta, höfuðsmaður. Þetta er greifinn Pitt, bræðrungur Sir Thomas Ver- non, þess sem giftist flennunni Moll Kirke. hún er systir sveitarhöfðingja þíns og var fyrir eina tíð þjónustu mær hennar hátignar, sem nú er.” Fyrirliðinn og bandingi hans urðu báðir alveg hissa. Skipherrann lét ekki orð út úr sér upp frá því, en fyrirliðinn tók heldur en ekki upp í sig, vatt við fanganum, skoðaði hann hátt og lágt, leit á hann sem grimmlegast og segir: “Hann er að ljúga, er það ekki? Hann er að gabba mig, ha?” “Ef þú heldur það,” sagði Blood, ‘‘þá skaltu hengja hann og reyna hvað þú hefir af því.” Dragúninn hvesti augun á læknirinn og. þamæst á fangann, og fussaði við. þarnæst ýtti hann fanganum til liðsmanna sinna. “Far- ið þið með hann til Bridgewater. Og takið þennan fastan líka” og benti á Baynes. “Við skulum láta hann kenna á því, að hýsa upp- reisnar ára og hjúkra þeim.” Nú varð uppistand. Baynes braust um fast, þegar þeir lögðu hendur á hann og mót- mælti, hárri röddu. Kvenfólkið hljóðaði og veinaði, þangað til þær þögnuðu fyrir enn meiri skelfingu. Fyrirliðinn snaraðist til þeirra og tók um herðamar á stúlkunni. Hún var fríð, Ijóshærð með ljúflegan svip og leit bláum bænaraugum, sem aumt var á að horfa, upp á dragúninn. Hann brosti gleitt við henni, tók um höku hennar og kysti hana fast, en hún streittist á móti, skjálfandi. “Þetta eru festumar” sagði hann. “Láttu þetta stilla þig, uppreisnar gimbrin mín, þang- að til eg er búinn að ijúka mér af við þessa fanta.” Hann sneri frá henni, en hún hneig út af í faðm móður sinnar. Liðsmenn höfðu komið höndum á fangana í einni svipan og stóðu glottandi og biðu eftir fyrirskipun. “Farið þið burt með þá. Drake merkis- beri ráði ferðinni.” Hann leit áfjáðum aug- um til stúlkunnar, sem hnipraði sig að móður sinni. “Eg ætla að verða eftir hér, dálitla stund — að leita. Hér kunna fleiri dólgar að ( felast.” Svo lagði hann við: “Óg takið þið þennan með ykkur líka.” Hann benti á Mr. Blood. “Fljótir nú.” Mr. Blood hrökk upp úr þönkum sínum, sem voru þeir, að í tólastokk sínum ætti hann ibíld, sem brúka mætti til heilsusamlegs hold- skurðar á Höbart höfuðsmanni — heilsusam- legs fyrir aðrar manneskjur. Sá soldáti var auðsjáanlega blóðríkur úm of og hefði gott af iblóðtöku. Hann ætlaði að fara að segja höf- uðsmanni, að hann vissi hvar fé væri falið, og teygja hann þannig á einmæli, þegar þessi snögga skipun tók fyrir það. Samt reyndi hann að aka seglum eftir vindi: “Satt að segja kemur mér það vel, því Bridgewateir er minn lendingarstaður og þangað væri eg lagður upp, ef þú hefðir ekki haldið í mig.” “Þinn lendingarstaður er svartholið.” “Uss. Þú ert að gera að gamni þínu.” “Gálginn er til, ef þú vilt það heldur. Á gálgann skaltu, annaöhvort strax eða seinna,.” Þá voru harðar hendur lagðar á Mr. Blood, hann vatt sér af þeim, því að hann var hraustur og liðugur, en eftir skamma stund höfðu þeir hann undir, bundu hendur hans fyr- ir aftan bak og reistu hann á fætur, með því að kippa í strenginn. ‘‘Fariö þið með hann,” sagði fyrirliðinn snúðugt og tók að segja þeim sem eftir voru, hvernig haga skyldi leitinni. “Leitið frá kjall- ara og upp í mænir, komið svo og segið mér til.” Liðsmenn hurfu um þær dyr sem vissu inn í húsið en Blood var ýtt út á hlað, þar sem Pitt og Baynes biðu í böndum. Hann leit á Hobart öndóttum augum, af þröskuldi stofunnar, og hörð hótun var rétt komin fram á varir hans, hvað hann skyldi gera við þann fyrirliða, ef honum entist aldur til. Hann tók sig á í tíma, mintist þess, að ef hann léti þá hótun í ljósi, þá væri-þar með loku skotið fyrir, að hann fengi henni nokkurntíma fram kqmið. Því að nú voru konungsmenn einráðir f þeim fjórðungi landsins, fóru með hann sem her- numið land, er hver óhæfa væri fullboðleg, hér var höfuðsmaöur herliða hæstráðandi lífs og dauða, að svo stöddu. Hestum sínum höfðu dátamir slept í ald- ingarðinn og þar var Blood og þeir félagar festir hver við sinn soldát með þeim hætti, að öðrum enda handfjötursins var hnýtt um söð- ulknappinn. Sá sem réði ferðinni gall við, að halda af stað. í því bili þóttist Mr. Blood fá fulla sönnun fyrir, að hér var hernaður fram- inn sem í óvinalandi. Brak og dynkir heyrðust í húsinu, sköll og hróp hrottalegra manna, en þar af var ljóst, að leitin að uppreisnarmönn- um var yfirskin, en aðalerindið að ræna fé- munum og spilla. Upp úr þeim gauragangi. gall alt í einu kvenmanns vein með mikilli skelfingu. Baynes tók viðbragð og lagðist snögt í strenginn en honum sló flötum, er hesturinn fór sína leið, og drógst með jörðinni spotta- korn. Ðátinn bölvaði honum í sand og ösku. hægði á svo hann kæmist á fætur og sló hann með sverði sínu flötu. Nú sem Mr. Blood þrammaði svo búinn út af garðinum, þar sem eplatré og annar ald- ina gróður brosti ilmandi við morgunsól, á þeim hýra og bjarta sumardegi, þá varð hann viss um það, sem hann hafði lengi grunað, ; í öllu drottins sköpunarverki væri manneskjan sú mesta svívirðing og að enginn nema fábjáni gerðist til að lækna og líkna þeirri skepnu skaparans, sem réttast væri að eyða og upp- ræta. III. Kapítuli Æzti dómarinn Nú liðu tveir mánuðir áður en Peter Blood var leiddur fyrir rétt — þann nítjánda sept.. ef þú vilt endilega vita dagsetninguna — kærður um drottinssvik og landráð. Vér vitum að hann var sýkn af þeirri sök,'en ekki þarf að efa, að hann var fús og albúinn til að drýgja það afbrot, um það leyti sem sakargift- inni var lýst. Þetta tveggja mánaða varðhald var svo hart, gekk svo óumræðilega nærri honum, að honum lék köld og banvæn heipt á kónginum James og öllum hans fylgifiskum. Ef satt skal segja, þá lýsir það bezt hreysti hans og skapstyrk, að nokkur hugur skyldi vera eftir í honum. Eigi að síður, þó að þessi alsýkni maður væri hræðilega staddur, þá mátti hann hrósa happi af tvennum ástæðum. Önnur var sú, að hann skyldi vera dreginn fyrir dóm, hin sú að kæra hans var tekin fyrir á fyrirgreindum degi, en ekki degi fyr. Daginn eftir orustuna var miklum fjölda smalað í varðhald og jafnharðan voru fangam- ir þaðan leiddir, mikið til af handahófi, og festir á gálga. Sveitarhöfðinginn Kirke rudd- ist svo fast að því verki, að líkast til hefðu allir fangarnir farið þá leið, ef biskupinn Mew hefði ekki skorist í málið með fullu kappi og istöðvað hryðjuverkin. Alt um það, gálgana varð að fylla, sem reistir höfðu verið víðs- vegar, og þeir sem sigri hrósuðu, létu sig litlu skifta sekt eða sýknu þeirra seml reknir voru í snöruna. Hvað var þessi leir, þetta rusl, þeg- ar öllu var á botninn hvolft? Og svo hömuð- ust böðlamir með hengingar ólar, axir og koltjöru í stórum pottum en við nákvæmri frásögn af þeim ofboðs verkum, skal eg hlífa lesendunum. Þessi saga segir ekki af afdrif- um þeirra, sem gerðu uppreisn með Mon- mouth, heldur af auðnubrigðum Peter Bloods, og af hepni hans var það og engu öðru, að honum var ekki snarað úr ' varðhaldi, á af- tökustað, daginn eftir orustuna. Hann hélt lífi og var tekinn úr fangelsi í Bridgewater ásamt þeim sem eftir lifðu, þeir voru látnir ganga, fjötraðir saman tveir og tveir. Þeir sem voru svo langt leiddir, að þeir gátu ekki gengið, voru látnir 'í kerrur, alt of margir í hverja, stækjuna af þeim lagði langar leiðir því að sárin voru holgrafin og umbúða- laus. Margir voru svo lánsamir að deyja á leiðinni. Þegar Blood krafðist að mega beita kunnáttu sinni til að lina þrautir þeirra, þá var ihonum tjáð að hann væri ósvífinn og hótað hýðingu. Loks var svo komið, að hann sá ekki eftir neinu meir en því, að hann skyldi ekki hafa gengið í uppreisnina með Monmouth. Það var vitanlega rangt hugsað, en þegar svona er komið fyrir manni, þá er varla við því að búast, að hann hugsi rétt. Sá sem hann var bundinn við á þessari göngu, var sá sami Jeremias Pitt, sem hafði sótt hann, en sú lækningaferð hafði snúist upp í þetta vandræði. Sá ungi skipstjóri hafði haldið sig að honum í varðhaldinu, í svækju og stækju og ósegjanlegu volæði. Stöku sinn- um var fréttum hleypt inn í fangelsið, þar á meðal þeirri, að Monmouth var hálshöggvin, en við það varð mjög bylt þeim sem kvaldir voru hans vegna, og trúðu því að hann hefði verið forvígismaður trúar þeirra. Margur var sá, sem vildi alls ekki trúa þeirri frétt. Þar af spunnust kvittir, meðal annars sá, að hann hefði ekki gengið sjálfur til aftökustaöar, held- ur annar honum nauðalíkur, sá hefði þolað líf- lát í hans stað, en Monmouth sjálfur væri á lífi og myndi koma aftur í mikilli dýrð, að frelsa Zion og herja á Babylon. Mr. Blood hlýddi á þessar fréttir og brá sér hvergi, en þegar hann frétti að hátignin hafði látið sér líka að láta Monmouth koma á sinn fund, en neitað að gefa honum líf, þá þótti honum konungi fara níðingslega; hann þóttist sjá að sú hefði verið tilætlun hans með þessu, að njóta þeirrar illmannlegu ánægju, ■að heyra hertogann biðja sér auðmjúklega lífs og afsegja honum að því búnu. Seinna frétti hann að lávaröurinn Grey, sem verið hafði næst hertoganum — eða öllu fremur en hann — foringi og upphafsmaður óróans, hefði keypt sig úr sökinni fyrir fjörutíu þúsund pund. Þetta þótti Peter á borð við annað og ámælti mjög kónginum James. “Nú, hér situr óburðugur svívirðingur í hásæti. Ef eg hefði þekt hann svoná vel, þá 'hefði eg vissulega gefið ástæðu til, að mér væri holað hér niöur.” Þar næst kom honum nokkuð í hug. “Hvar ætli lávarðurinn Gildoy sé, heldurðu?” Hann talaði til skipherrans Pitt, en úr kinnum þess hraustlega sjómanng var nú allur roði horfinn, og ekki gat hann svarað spurningunni nema með því að glápa. Peter svaraði sér sjálfur. “Þann tigna mann hefir ekki borið fyrir okkur í þessum sælustað, né neina aðra höfð- ingja sem hófu þessa herjans uppreisn. Svar- ið fáum við af dæmi Greys. Þeir eru auðugir og geta borgað fyrir sig. Þeir sem hér bíða gálgans eru þeirra ólánsömu fylgismenn, hinir sem höfðu æruna af að stjóma þeim í vand- ræöið, ganga lausir. Þetta eru undarleg og lærdómsrík afbrigði frá venjunni. Trúðu mér, þessi veröld er skrítin og fallvölt.” Hann hló við og upp frá því þótti honum skömm til koma þess sem gerðist, var í köldu skapi og talaði hæðilega, og með þeim hug gekk hann í stóra salinn í Faunton kastala, að vera viðstaddur þegar mál hans var tekið fyrir og dæmt. Með honum voru leiddir inn þeir Pitt og Baynes bóndi, þeirra mál var fyrst tekið fyrir á þeim ógnar degi. Salurinn var yfrið stór og svalir á miðj- um veggjum alt í kring, þær voru alsettar á- horfendum og gólfið sömuleiðis, sem var mest- megnis kvenfólk, en veggirnir voru tjaldaðir dreyrrauðu skarlati, að boði hins æzta dóm- ara, hann mun hafa haft mætur á þeim lit, sem líktist mest hans blóðuga hugskoti.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.