Heimskringla - 13.05.1936, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.05.1936, Blaðsíða 1
NÚMER 33. L. ÁRGANGUR WINNIPEG, MEÐVIKUDAGINN. 13. MAl, 1936 HELZTU ítalíu konungur orðinn keisari Blálands Það er ekki nein ráðgáta í huga Mussolini hver sé eigandi Blálands, hvað sem Þjóða- ibanda lagið segir um það. Síð- ast liðinn laugardag lýsti hann því yfir, að það væri eign ítalíu og Victor Emmanuel, konungur ítalíu, var nefndur keisari Blá- lands. Og um leið og keisara nafn- bótinni var bætt við konungs- nafnið, var lýst yfir, að hún gengi í erfðir. Yfirhershöfðingi Pietro Bado- glio, sem s. I. fimm mánuði stjómaði her ítala í Blá,andi, var gerður að vísikonungi — (viceroy). Mussolini hélt áhrifamikla ræðu við þetta tækifæri. Hann lýsti velþóknun sinni á ítölskum hermönnum og þjóðinni í heild sinni. Eftir 14 ára stjóm fas- cista sagði hann Italíu orðið keisaradæmi aftur. Eriður sagði hann að sér byggi í huga. Nú hefði þjóðin svigrúm til þess að bjarga sér og verða aftur eins efnalega voldug og hún hefði til foroa verið. Þegar hann lauk máli sínu, var hrópað á hann tvisvar eða þrisvar fram aftur af þeim sæg xnanna, er á hann hlýddi. ítalska þjóðin var uppi í skýj- unum af þessum sigri 1 Blá- landi. Og sendiheora stofuna 'brezku, lét Mussoh'ni verja til vonar og varar með stórum flokki hermanna meðan á dýrð- inni og fögnuðinum stóð. Italía og Egyptaland Dr. Wilfred Osgood náttúru- fræðingur í Chicago og vel kunnugur í Blálandi, segir ítal- íu ekki hafa grætt mikið á því, að taka Bláland. Blálandsstríðið er búið að kosta ítalíu $750,000,000. Það fé segir hann ekki mikla von um að nokkru sinni fáist endur- greitt, nema með þvlí að eyða off jár í að bæta landið og yrkja. En það er ekki óhugsandi, að Mussolini hugsi sér aðra leið en að rækta landið til þess að hafa nokkuð fyrir gnúð sinn. Hann gæti æft her þarna og herjað á Sudan smásaman — og að lokum snúið sér að Egyptalandi. Og hvað sem Mussolini segir um það, hefi eg sterkan grun um að það sé þetta, sem að baki liggur nú fyrir Mussolini. Að hafa nokkuð gott af þess- um Blálands sigri í bráðina, er ítalíu ofvaxið. Hún getur ekki búist við neinum beinum hagn- aði af honum fyr en eftir ein 10 ár. Það eru góð búlönd í Blá- landi, áþekk búlöndum í Mið- Mexikó, sem ítalir geta bygt. En landið er samgöngulaust, veglaust og óbygt á menningar- lega vísu. Að koma á sæmi- legum samgöngum kostaði tug- um eða hundruðum miljóna dollara. Frá ÞjóSabandaliaginu Það hefir á ýmsu gengið á fundum Þjóðabandalagsins, síð- an Blálandsstríðinu lauk, eða Mussolini lýsti því yfir, að land- ið heyrði nú ítah'u til. Á fyrsta fundinum sem um stríðsmálið átti að þinga, krafðist Aloisi, fulltrúi italíu, að Wolde Mariam fulltrúi Blálands viki af fundi; hélt hann fram, að hann væri ekki fuhtrúi neinnar stjómar og væri á fundi í trassi við lög og FRÉTTIR reglur Þjóðabandalagsins. — Aðrir fulltrúar á fundi viður- kendu það ekki og kváðu Mr. Marion hafa fulla heimild til að vera þar. Gekk þá Aloisi af fundi. Næsta sporið varð að Þjóða- Ibandalagið hélt leynifund s. 1. mánudag á heimili Joseph Av- enol, aðalritara Þjóðabanda- lagsins í Genf. Var þar rætt um Blálandsstríðið eða lok þess og hvað Þjóöabandalagið ætti að gera í sambandi við það mál. Voru fuhtrúar bæði ítala og BláJendinga þar á víxl. Var auðséð, að fyrir Þjóðabanda- laginu lá, að viðurkenna eða neita, að Bláland væri orðið eign ítalíu. Neitaði Þjóðabanda- lagið alt, nema fulltrúar ítalíu, að svo væri. En þessu reiðist Mussolini og kallar alla fulltrúa sína heim af fund-um Þjóðabandalagsins. Er nú ýmsu spáð um það, að þetta sé byrjunin að því, að ítajía gangi úr Þjóðabandalag- inu. Og á Italíu er mikið skraf- að um, að sendiherra Bretlands verði sendur heim og öllu sam- bandi við það slitið. Kennir Mussolini Bretum um það öll- um fremur, að Þjóðabandalagið viðurkendi ekki, að Bláland heyrði nú ítahu til. En svo var nú þriðji fundur- inn haldinn í gær og var á hon- um samþykt, að halda við- skiftabanninu áfram óhögguðu gegn ítalíu eins og samþykt var í nóvember á síðast liðnu ári. Mun nú verða látið við það sitja, þar til á næsta fundi Þjóðabandalagsins, sem haldinn verður 15 júní. Er þeim fundi frestað þennan tíma, til þess að gefa nýju stjórninni á Prakk- landi tíma til að koma sér fyrir sem bezt, áður en hún sendir fuhtrúa á fundi Þjóðabanda- lagsins. Er búist við, að sú stjórn verði ekki Mussolini eins vinsamleg og sú er áður var við völd. Mussolini heldur fram, að stríðsmálið sé úr sögunni og Þjóðabandalagið ætti ekiki að hafa það á dagskrá sinni lengur. En Þjóðabandalagið telur Haile Selassie stjórnanda Blá- lands, en ekki ítala, enn sem komið er og stríðsmálið við- fangsefni sitt. Satt að segja virðíst nú litlu muna, að Bretar og ítalir fjúki saman. Það hefir sjaldan legið nær stríði en nú. Bretar virð- ast líta orðið svo á, að stríð verði óumflýanlegt og með því að fresta því, sé lítið unnið. Nazistar óSir enn Frá Þýzkalandi var símað í gær, að Nazistar hafi enn á ný hafið árás á sósíalista og kom- múnista um landið og ýmist líf- látið þá eða hnept í fangelsi. Ástæðan ftyrir árásinni er nú sögð meðal annars sú, að þeír hlusti á útvarp frá Rússlandi. í Bremen voru fimm menn handteknir og dæmdir til tveggja ára fangelsisvistar fyrir það, að þeir sátu við móttöku tækið og voru að hlusta á út- varp frá Moskva. í Cologne drap leynilögreglan tvo Sósíalista foringja, í tugt- húsinu . Eru þeir nefndir Julioh og Rieter. Vorul iþeir fyrir nokkru, ásamt 60 öðrum hnept- ir í fangelsi. Þegar á Ieyni- lögregluna var borið, að hún hefði drepið mennina, sagði hún að þeir hefðu sjálfir hengt sig. Og því trúir stjórnin. Leyndardómsfullar rannsókn- ir hafa víða farið \ifram í Þýzkalandi. Fyrir slíkan rétt hafa um 100 manns verið kall- aðir í Magdeburg. Það sem á þá hefir verið borið, er að þeir séu að vinna að því aðj mynda sósíalista og kommúnista sam- tök. Tugir imanna hafa verið handteknir í Hamburg, Dres- den, Baden og víðar. Á þinginu í Bretlandi hafa verkamannafulltrúar farið fram á það, að stjórnin rannsakaði, að hve miklu leyti sendiherra- stofan þýzka í Englandi, sé riðin við spæjara-starfið í Þýzkalandi; þótti eitthvað be/a vott um að svo væri, er á rannsókn málsins stóð út af ráni folaðamannsins og gyð- ingsins dr. Jacobs. Stjórnin kvaðst ekki hafa neina vitneskju um, að sendi- herrastofan hefði nokkuð verið riðinn við mannránið í Sviss og að svo komnu yrði ekkert af rannsókn af sinni hálfu út af því. OrSur og titlar Af því að dæma hvernig Rt. Hon. MaoKenzie King, stjórnar- formaður _og aðrir fylgismenn hans töluðu um lögin um heið- ursviðurkenningar (orður og titla) á sámbandsþinginu s. 1. ár, mætti ætla að þau yrðu nú sem fyrst afnumin. En nú ber- ast þó fréttir austan að um það, að við þeim lögum verði ekki hreyft. Og King kvað meira að segja vera í vandræðum út af því, að lið hans gengur nú svo hart eftir því, að hann fari að nefna þá, sem sæmdar séu verðir, þar sem nú fer að líða að afmæli konungs og útbýtingu titlanna. Það verður hvað sem viðbjóði • Kings á titlum líður, gaman að sjá, hvort ekki teygist úr nafnaregistrinu yfir þá, sem sæmdina þiggja. Hveitibirgðirnar Samkvæmt því er folaðið Fin- ancial News á Englandi, heldur fram, eru hveitibirgðirnar í heiminum óðum að mínka. — Segir iblaðið, að Canada ætti ekki að hafa nema um 100 mil- jónir mæla óseldar 1. ágúst í sumar. Maðurinn sem heldur þessu fram, er talinn hinn fróð- asti um þessa hluti. Það kemur og heim við það, sem Mr. Mc- Farland hélt fram, er umsjón hveitisölunnar hafði hér áður með höndum. Hvernig fer nú Kingstjórnin, með þetta fyrir augum, að verja framkomu, sína í hveitimálinu? Var nokkur þörf á því fyrir hana, að fella hveitiverðið um 12 cents mælirinn fyrir bænd- um eins og hún gerði? Var það til að leiða bændur út úr eyði- mörkinni, eins og ein málpípa stjórnarinnar komst að orði? C. P. R. lánið greitt Fyrir fjórum árum varð C. P. R. félagið að mæta greiðslu á láni er miklu nam, en hafði ekki alt féð til þess í svipinn og fór fram á, að sambandsstjórn- in gengi í ábyrgð fyrir 60 miljón dölum af því. Gerði Bennett- stjórnin þetta. Féð játti að greiðast til baka á fjórum árum og var nærri helmingur þess endurgreiddur fyrir tveim ár- um, en afgangurinn var að fullu greiddur 1. þ. m. er hann féll í gjalddaga. Um lán þetta töl- uðu liberalar ávalt sem gjöf til C. P. R. félagsins. Svo það kemur fram í þessu sem ýmsu öðru, að það stendur ekki eins og stafur á bók sem þeir segja. Söngskemtun á morgun í Sambandskirkjunni Til söngskemtunar í Sam- bandskirkjunni annað kvöld, hefir svo vel verið efnt, að allir hvort sem önnum eru bundnir eða ekki, ef þeir eru ekki rúm- fastir, ættu að vera þar. Söng- flokkur kirkjunnar hefir lengi verið að æfa íslenzk úrvals Vísnalög undir stjórn Péturs Magnús. Þeir sem á söngflokk- inn hafa áður hlýtt vita að þarna er von ibeztu sikembunar. Auk þess eru og einsöngvar og einspil, sem full trygging er fyrir, að verði alt vel af hendi leyst. Til söngs þessa er fyrst og fremst, efnt Íslendingum til skemtunar og andlegrar hress- ingar. Inngangseyrir er ekki seldur, en samskot tekinn. — Menn geta því komið hvernig sem á stendur og skemt sér. Til þessa eru tækifæri allra jöfn. íslendingar ættu að muna eftir þessari skemtun. “Hindenburg” “Hindenlburg” eitt af mestu loftskipum heimsins kom til New York kl. 6.23 á laugar- dagsmorgun. Var það 61 klst. 53 mín. frá Fredrichhafen á Þýzkalandi til Lakehurst, N. J. Af belgskipi hefir leið þessi ekki verið farin áður á skemmri tíma ieú 81 kl^t. Farþegar sem með skipinu voru létu mikið af að ferðast mþð því. Var prestur í förinni og messaði hann á leiðinni. Er það sagt í fyrsta sinni að guðs- þjónusta hafi veríð haldin á flugskipi á fleygiferð. Sagði prestur sér einnig nýtt, að messa yfir söfnuði, sem helm- ingurinn af væru myndasmiðir. Svo stöðugt var skipið á flug- inu, að Yatnsglös á borðum hreyfðust ekki. Við komu skipsins til New York, blés hver pípa sem hljóði kom upp. Prófin Háskóla-prófunum í Mani- toba er nú likið; foirtist nafna- skrá nemenda í Winnipeg Free Press í morgun. Við fljótlegt yfirlit, er þar að finna þessi ís- lenzku nöfn: Master of Arts: Tryggvi Júlíus Oleson, B.A. Third Year Electrical Eng.: Einar Árnason (sonur séra G. Árnason). Hann hlaut $80 verðlaun; sömuleiðis Winnipeg Royal Air Fotrce MemoriaJ 'Sc(holarshio, $90. Bachelor of Arts: (Honour Course) Eric Herbert Bergman Doctor of Medicine: Elmer Fredolph Christopher- son Harold Egill Gíslason Stephen Benedikt Thorson Bachelor of Science in Home Economics Ólöf Anna Jónasson Bachelor of Science in Electrical Engineering Gunnthor John Henrikson Arts and Science (First Year) Richard S. M. Hannesson Bachelor of Arts (General Course) Marion Erlendsson Anna Sigrún Jóhannsson Krisbín Olson Það geta vel verið fleiri Is- lendingar á skránni þó ekki verði ráðið af nöfnunum og er Heimskringla þakklát þeim, er bendir hénni á það og náms- fólkið þekkja. ÍSLAN DS-FRÉTTIR Dr. Níels Nielsen kom í morgun Rvík. 11. apríl Dr. Niels Nielsen kom hing- að til Reykjavíkur í morgun með e. s. Gullfoss til að hefja nýjan Vatnajökuls-leiðangur. í för með honum er ungur vís- indaamður, Arne Noe-Nygaard, sem undanfarin 6 ár hefir feng- ist við jarðfræðisrannsóknir á austanverðu Grænlandi, og einnig rannsakað nokkuð af steinum, og öðrum jarðvegs- myndunum, sem dr. Niels Niel- sen hafði með sér heim til Dan- merkur úr Vatnajökulsleiðangri sínum 1934. Hér í Reykjavík slæst þriðji maður með í förina, en það er Jóhannes Askellsson, jarðfræð- ingur, — og munu allir þessir vísindamenn leggja upp í nýjan Vatnajökulsleiðangur í lok næstu viku. Hygst dr. Nielsen að hafa fyrst í stað aðsetursstöð sína við Grímsvötn, í Vatnajökli, og athuga þar jarðlagamyndanir. Hann segir: Það er sérstaklega tvent sem gerir, að Vatnajökull er betur til rannsókna fallinn en nokkurt annað fjall ÍJieimi. 1 fyrsta lagi bregður hann upp nýju ljósi um jökulbreiðu þá er eitt sinn lá yfir öllum Norður- löndum, norðurhluta Þýzka- lands, Holland og Bretlandseyj- ar — og í öðru lagi er það hin frábæra aðstaða til að mæla hitaútstreymi eldgosa. Og er það sérstaklega hið síðarnefnda sem beinir augum allra núlif- andi jarðfræðinga hingað. Við Vatnajökul er það einsdæmi, að eldstöðvarnar, eða útbrot elds- ins, liggja undir sjálfum jökl- inum, svo um leið og eldgos verður fer mikill hluti af orku eldsumbrotanna í að bræða jök- ulinn. Á þenna hátt binst hit- inn, því það þarf ákveðinn hita til að bræða ákveðið rúmtak af ís — en út frá því er svo mælt hitamagn og orka eldsupptak- anna. í lok næstu viku ætla leið- angursmennirnir að ganga á jökulinn og leggja upp frá KáJfaflbllssta;ð. Fylgdatrímaður þeirra verður Jón Pálsson frá Seljalandi í Fljótshverfi. Þegar rannsóknunum við Grímsvötn verður lokið, sem dr. Nielsen taldi sennilegt að yrði í byrjun júní, fer magister Nygaard austur í Öræfi til að rannsaka jökulbrúnir en Niel- sen ætlar að rannsaka upptök Skeiðarár. Taldi hann því h'k- legt að þeir mundu ekki) koma hingað til Reykjavíkur fyr en í júh', eða jafnvel seinna. Og því leggið þér, svo árla árs, upp í svo langa og erfiða ferð sem þessa? spurðum viö blaðamennirnir, sem hittum dr. Nielsen í herbergi hans á Hótel ísland, í morgun. — Það gerir jökulbrúnin — hún er bæði hættuleg og erfið. einkum þegar útá líður. Við höfum líka mikinn farangur, sem við verðum að hafa með- ferðis.—Vísir. * * * Tillögur stjórnarliða um presta- fækkun feldar f neðri deild! Rvík. 16. apríl Frv. það, sem Jörundur Bryn- jólfsson bar fram í fyrra og nú, á Alþingi, og komið var frá milliþinganefnd í launamálum, um sameining prestakalla og fækkun presta (um nál. 40), var felt við 2. umr. í neðri deild í gær með 13:11 atkv. En samþtykar voru breyting- , artillögur minni hl. nefndarínn- ar, um fækkun presta um að- eins nál. 10 — til 3. umr., en alls óvíst um úrslit málsins í þinginu héðan af.—Mfol. * * * Gott tíðarfar bjargar bændum á harðindasvæðinu Rvík. 15. apríl Ágætt tíðarfar hefir verið á harðindasvæðinu austan Jalnds og norðan síðustu daga. Víða er komin upp jörð og nokkur beit. Víðast hvar eiga bændur enn eftir nokkurn heyforða og eru menn orðnir vongóðir um horf- ur þrátt fyrir öll harðindin í vetur. Fréttaritarinn að Ystafelli skýrir frá því, að í Suður-Þing- eyjarsýslu hafi verið sólskin og blíðviðri undanfarna daga, en lítil leysing. Víða er komin upp beifarsnöp, en víða er enn jarðlaust. Bændur hafa von um að komast af með hey, ef þessu fer fram. iSkepnuhöld eru góð. Snjóbíllinn hefir undanfarið flutt fóðurbætir í Bárðardal. — Hefir hann farið nokkrar ferð- ir og flutt 20 vættir í hverri ferð. Símastöðin að Víkingavatni í Axarfjarðarhéraði sagði góða tíð hafa verið í héraðinu und- anfarna daga og haga kominn upp. Stöðin sagði bændur eiga nokkurn heyforða og útlitið sæmilegt.—Mbl. * * * Vestmannaeyjabátar hætta veiðum sökum netaskorts Vestm.eyjum, 14. apríl Netaskortur er nú orðinn svo tilfinnanlegur hér í Vestmanna- eyjum, að til stórvandræða horfir. Tveir bátar, sem hafa mist öll sín net, hafa orðið að hætta veiðum, þar sem ómögulegt er að fá net hér, eða annarsstað- ar á landinu. Afli hefir verið mjög misjafn hjá bátum. Á annan páskadag reru allir bátar sem sjó stunda, enda var veður ágætt og öfluðu þá 3—4 þús. fiska á bát. 1 dag reru bátar aftur, en, þá var afli svo misjafn að bátar, sem fengu 4 þús. í gær, fengu nú aðeins nokkur hundruð fiska. 'Hér liggja á höfninni Eld- borg og Hekla með salt til út- végsmanna. Einnig liggur hér h'nuveiðarinn Jarlinn, og kaupir fisk af bátum, og saltar um borð hjá sér. * * * Maður druknar í Þverá Þann 14. apríl vildi það slys til að Eyvindur Albertsson, ó- kvæntur bóndi í Teigi í Fljóts- hlíð druknaði í Þverá, skamt neðan við Miðkot. Eyvindur var á heimleið sunnan yfir ána, og er talið að hann muni hafa farið af réttri leið vegna dimmu, og lent í sandbleytu. Hestur hans var kominn beislislaus heim að Teigi um morguninn og var þá þegar far- ið að leita Eyvindar. Fanst lík hans á eyri í ánni, fyrir framan Miðkot* og reynd- ust lífgunartilraunir árangurs- lausar. Eyvindur heitinn bjó með fullorðinni móður sinni, Salvöru Tómasdóttur, á einum þriðja hluta af Teigi. ■Hann var 27 ára gamall.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.