Heimskringla - 13.05.1936, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.05.1936, Blaðsíða 4
4. StÐA. HEIMtKRINGLA WINNIPBG, 13. MAÍ, 1936 (StofnnO ÍSSS) Kemttr út i hvrfum miOvtkudefft. UgcDdur: the viking prkss ltd. SSS og SSS Sargent Avenuc, WtnnApeg Taltímit SS S37 VerB blaðsdns er $3.00 íirgangurinn borgW tyriríram. Allar borganir sendlat: XHE VIKING PRESS LTD.____________ öll ylCaklfta bréf bladlnu aOlútandl sendlat: Manager THK VIKINO PRESS LTD. SS3 Sargent Ave., Wtnnipeg Ritstjóri 8TEFAN KINARSSON Utaniskrift til ritstjórans: EDITOR HEIttSKRINOLA SSS Sargent Ave., Winnépeg "Heimakxingla" U publiabed and prínted by THE VIKINO PRESS LTD. SSS-SSS Sargent Avenue, Wtnuipeg Man. Telepixme: 86 637 WINNIPE'G, 13. MAÍ, 1936 MÆÐRA MINNING Það er stundum vitnað í orð Edison’s og Lincolns um það, live mikið þeir hafi átt mæðrum sínum að þakka. En geta ekki flestir eða allir menn með sanni sagt, að þeir eigi mæðrum sínum meira að þakka en nokkrum öðrum? Verður ekki letrið farið að máðst á minninga- spjöldunum, þegar áhrifin frá móðurinni eru öll gleymd? Kvæði, sem Matthías Jochumsson yrkir til móðurinnar byrjar svo: Hví skyldi eg yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? Móðurinnar sem gaf honum svo “guð- legar myndir”, að enginn gat honum neitt betra gefið. Það er ekki út í bláinn að efnt er til “mæðra-dags”, eða að vissan dag hefir verið ákveðið bæði í Canada og Banda- ríkjunum, að minnast móðurinnar. Það var nú gert í flestum eða öllum kirkjum þessa lands s. 1. sunnudag í ræðum prest- anna. Það kann og að hafa verið gert með einhverri annari sérstakri viðhöfn, þó í fréttir hafi ekki verið fært, að því er vart hefir orðið. Ef að það gæti orðið til þess, ,að menn myndu betur hvað þeir eiga móður sinni að þakka, að minnast hennar einn viss- an dag á ári, er ekki til einskis upp á sið þessum brotið. Nóg er vanþakklætið samt í heiminum og tómlætið fyrir öllu sem vel er gert, þó að reynt væri að draga ofurlítið úr því, þar sem það er verst og þar sem sárast svíður undan þvi. Og það ætlum vér fáa hafa eins orð- ið á að kenna og móðurina. BRETINN OG GYÐINGURINN Um margar aldir lagði Evrópa bæði fé og mannslíf í að reyna að bjarga Pale- stínu og kristindómsins helgustu véum eða stöðum frá því að verða “óhreinum og barbariskum Tyrkjanum” að bráð. Með yfirráðunum sem Bretum voru á friðarfundinum að stríðinu mikla loknu veitt, var Gyðingum trygð landvist í Palestínu svo að þeir gætu flutt þangað og sezt þar að um aldur og æfi. Gyðingar nútímans, afkomendur þeirra er um fleiri aldir hafa flækst um öll lönd jaröar og útlagar voru gerðir árið 1 e. K. og árin næstu áður úr landinu, geta nú aftur flutt þangað undir vernd voldugasta ríkisins á jörðunni og ríkisins, sem á manninn trúir sem frelsara, er forfeður þeirra tóku af lífi. Niðjar Abrahams sóru sig mjög í ætt sína, er þeir tóku sér bólfestu í föður- landi sínu á ný. Þúsundir þeirra fluttu þangað og með fjárframlögum frá Gyð- ingum og ódýrum arabiskum vinnukrafti iblómguðust þeir og aldingarðarnir spruttu svo, að þeir höfðu appelsínur til útflutnings. Stjórnin hafði 31 miljón dollara tekju afgang. En velgengni Gyðingsins í Palestínu, leiddi, eins og í Þýzkalandi, til vandræða og óeirða. Gyðingaofsóknir byrjuðu þar og stóðu Arabar í Palestínu ekki aðgerða- lausir hjá því. Gyðingar voru myrtir, meiddir og á margan hátt illa leiknir. Búðir þeirra voru brendar og það var ekkert látið ógert til þesg að koma þeim, sem auðslindir þjóðfélagsins höfðu hrifsað í sínar hendur, burtu úr landi. Af því að Bnetar höfðu nú þarna stjórn, drógust þeir inn í málið. Þeir sem á móti Gyðingum snerust, reyndu bæði heima fyrir og erlendis, að espa aðra til ofsóknar. En Wauchopg lávarður, yfir- maður Breta í Palestínu, reyndi að gera minna úr ástæðunum til ofsóknarinnar og kæfði þær niður. Hann lagði og til að löggjafarráð væri stofnað, af 13 Aröbum, 8 Gyðingum og 5 Bretum. En sú tillaga var ósanngjörn að því leyti, að með því var Gyðingum gefið miklu meira fulltrúa-vald, en þeir áttu heimtingu á eftir fólksfjölda. En Gyðingar bentu á, að viðskifti landsins væru þeim að þakka og þeir gyldu skatta landsins. Hversvegna skyldu þeir ekki stjórna því? Bretar eiga í klípum með þetta mál. Það sem Gyðingar fara þama fram á, er það sama og Bretar fóru fram á í Suður- Afríku forðum og sem Búa-stríðið reis út. af. Tiltölulega fámennur hópur Breta er þar vann að námagrefti og viðskiftuim, vildi fara að taka þátt í stjóm landsins, vegna þess að þeir höfðu mikil viðskifti þar með höndum, áður en þeir voru góðir og gildir borgarar, eða höfðu verið þar sjö ár í landi, en Kruger sæli gaf ekki eftir. Frá Palestínu, sem nú berast fregnir daglega um óeirðir og viðsjár, eru af þrí sama sprotnar og flestar óeirðir, af yfir- gangi fárra manna, þeirra er gýna vilja yfir öllum auði þjóðarinnar. Það er sama ástæðan og sú er Þjóðverjum kom til að ofsækja Gyðinga. Og þeir eiga eflaust Bretanum að þakka, ef útreið þeirra í landinu sínu helga og endurheimta verð- ur ekki sú sama og á Þýzkalandi. STIGAMENSKA Af fregn sem barst síðast liðna viku frá Norður Blálandi, fá menn nokkra hugmynd um hvað þar taki nú við, eftir að ítalía hefir lagt landið að nafninu til undir sig. Fregnin hermir að sjö Blálendingar hafi verið handteknir fyrir það, að þeir hafi ráðist á nokkra ítali, sem voru að vinna að vegalagningu, eigi all-langt frá höfuðborginni Addis Ababa og drepið þá. Fimm Blálendingar vom teknir fyrir herrétt og skotnir niður, einn var dæmd- ur til lífstíðar fangavistar, en einn slapp við hegningu, af því að engar upplýsingar fengust um þátttöku hans í árásinni. Þetta er nú sýnishorn af því, hverju þarna muni fara fram nú um skeið eftir að ítalir hafa tekið landið. Það mun fæst af þeim fréttum verða birt. En það er fylsta ástæða að gera ráð fyrir, að þessu haldi lengi áfram. ítalía hefir með hervaldi ráðist á menn- ingarlausa þjóð og slátrað henni miskun- arlaust, undir því yfirskyni, að hún ætlaði að siða hana og manna. íbúar lands- ins, sem vænt þótti um ættjörð sína og þjóðfrelsi, risu gegn yfirganginum og börðust sem stigamenn, því það var eina bardaga-aðferðin sem þeir kunno. Og slíkir bardagar geta um langt skeið enn haldið áfram í landi, sem eins er snautt af öllum menningarframfömm og Bláland, ekki sízt samgöngum. Það má fyllilega búast við að fjöldi manna verði enn drepinn af beggja hálfu, áður en fullur friður,kemst á í landinu. Hryðjuverkum er því engan veginn lokið í Blálandi. Og það getur verið vafa- mál hvort að þeim ljúki meðan nokkur Blálendingur stendur uppi. Og líklegast verður menningarstarf Mussolini í því fólgið, að höggva þá alla niður. KANTÖTU-SÖNGURINN íslenzku söngfélögin hér í Winnipeg hafa átt fremur erfitt uppdráttar og lítið látið til sín taka nú seinni árin. Það þóttu því stór tíðindi er það barst um bæinn að, “The Icelandic Male Voice Choir” og “The Icelandic Choral Society” væru að efna til hátíðahaldg í minningu um sjötíu ára afmæli tónskáldsins Jóns Friðfinnssonar þar sem eingöngu yrði farið með tónverk hans. Var því tekið feginshugar af almenningi og sýnir það betur en nokkuð annað hvílíkum vinsæld- um þessi síungi aldurhnigni frumherji vestur-íslenzkrar tónlista á að fagna; þetta fyrirhugaða hátíða hald fór fram í Lútersku kirkjunni á Victor stræti mið- vikudaginn 6. maá s. 1. að viðstöddu miklu fjölmenni. Klukkan hálf nfu voru allir komnir í sæti sín. Söngflokkur og áheyrendur biðu aðeing heiðursgestsins. Það varð hljótt í salnum — eins og allir veigruðu sér við að tala upphátt. Úti æddi fyrstíi þrumuveður vorsins, regnið buldi á hús- inu í stríðum straum, eldingar glömpuðu á gluggunum og það var sem jörðin skylfi af þórdununum. Eftir litla stund | er hið sársjúka tónskáld stutt inn salinn og til sætis. Á meðan rísa allir úr sæt- um sínum og lófaklappið drekkir ham- förum veðursins. Þrátt fyrir sjötíu ár cg veikindi er hann þráðbeinn og ber sig ve! sem sönnum íslending og víking sæmir Paul Bardal hefur á loft sprota sinn og hinir dásamlegu tónar “Ó guð vors lands, Ó lands vors guð” líða um salinn og há- tíðin er sett. Fyrsti liður söngskrárinnar var kvin- tett fyrir píanó, fiðlu, viola og cello leikin af hjómsveit Pálma Pálmasonar. Tókst það svo vel að með ágætum má teljast, enda var óspart klappað lof í lófa. Þá var og vel viðeigandi að dóttur-dótt- ir tónskáldsins Lillian Baldwin söng hin alkunnu “Vögguljóð”. Hún er aðeins seytján ára að aldri en á yfir að ráða sér- staklega fegurri, mjúkri söngrödd. Það sem kann að hafa skort á tækni var fiyllilega bætt upp af þýðleik og barns- legum hreinleika tónanna. Pálmi Pálma- son lék með á fiðlu (obligato) og fórst það sérstaklega smekklega. Að því loknu kvaddi dr. A. Blondal sér hljóðs og ávarpaði heiðursgestinn í nafni Vestur-íslendinga. Tjáði honum með vel völdum orðum vinsemd þá, að- dáun og virðingu er við íslendingar bær- um til hans og þser hvatir er lægju á bak við þetta hátíðahald. Afhenti honum að gjöf, í nafni íslenzku nýlendunnar, skrautbundið eintak af hátíða-kantötunni með pennamynd af honum sjálfum (teikninguna gerði dr. Blondal) ogskraut- rítað þakka- og heillaóska ávarp. Frú Friðfinnsson var færður fagur rósavönd- ur sem vottur um þá dyggilegu hlutdeild er hún hafði ætíð tekið í kjörum og starfi eiginmanns síns. Sonardóttir þeirra hjóna Evelyn Friðfinnsson bar blómvönd- inn inn kirkjugólfið. Var þá komið að aðal og veigamesta hluta söngskrárinnar, tónverki því er heiðursgesturinn hafði samið við hátíða ljóð Davíðs Stefánssonar “Islands þús- und ár”. Var það sungið af 78 manna blönduðum kór, karlakór (um 35) stjórn- að af Paul Bardal, undirspil á píanó fru Björg ísfeld og einsöngvar teknir af frú iSigríði Olson og Paul Bardal. Var þetta tónverk sungið þá í fyrsta sinn, þótt fullsamið væri fyrir meir en sex árum gíðan. Eiga allir þeir er þátt áttu í að koma því á framfæri beztu þakkir skOið. Það er mikið verk og mun drjúgan auka orðstýr höfundarins. Það var í mikið ráðist af hálfsjötugum manni að semja músik við þetta risakvæði Davíðs Stefánssonar. Með ágætum skilningi efnis og máls hefir tónskáldið klætt kvæðið tónum er lengi munu lifa í huga þeirra er á hlýddu. Skipar það honum á bekk með þeim fáu íslendingum er færir eru um kunnáttu og hæfileika vegna að semja slíkt verk og halda sér við efni og rím. Það mundi of langt mál að rita ítarlega um hvert atriði þessa stóra verks. Enda vonandi að sem allra flestir lesendur blað- anna fái tækifæri að heyra það sjálfir og dæma af eigin reynd. En það ber frá upphafi til enda hátíða og karlmensku blæ, og hvergi væmið þar sem að það túlkar viðkvæmari tilfinningar. Fyrsti flokkur verksins “Þú mikli eilífi andi” fangaði þegar í stað hugi áheyr- enda. Það hefir dulrænan seiðandi blæ, þrungið tilbeiðslu og lofgerð og túlkar á- gætlega hátíðleik kvæðisins. Dúr og moll skiftast á og er hver tóntegund notuð í fylsta samræmi við efni kvæðisins. Um þrótt verksins og karlmenskubrag er e. t. v. bezta dæmið “Við erum þjóð sem hlauí ísland í arf” (blandaður kór með dúett) og “Vakið, Vakið” (karlakór). Margt fleira mætti til telja og get eg ekki| stilt mig um að fara nokkrum orðum um síð- asta kórlagið “Rís íslands fáni”. Það lag er svo göfugt og laust við iwjál að það er sem tónskáldinu hafi verið Ijóst að alt aukaskrúð var óviðeigandi í slíku ávarpi til allmættisins er einskis metur tildur mannanna. Það er falslaus, einlæg bæn til drottins að vemda þjóð og land um alla komandi tíð. Tónskáldið hefir nákvæmlega haldið. efni kvæðisins óbrjáluðu og hvergi fallið í þá freistni að búta og brytja niður orð °g setningar til að þjóna dutlungum sín- um. Hversu ráðvandur hann hefir verið í þessu efni ber glöggan vott hversu vel áherslur kvæðis og lags falla alstaðar saman. Hann hefir glögglega skilið að Ijóð og lag eiga að styðja hvað annað og smekkvísi hans og kunnátta beint fionufn leiðina. Um meðferð verksing er gott eitt að segja. Snögkraftar ágætir, allar raddir góðar. Man eg aldrei að hafa heyrt meðal íslendinga svo ágætan blandað- an kór og meðal Vestur-íslend- inga var það áreiðanlega bezti karlakórsöngur er eg minnist að hafa hlustað á. Paul Bar- dal leiðir látlaust og á miklar þakkir gkilið fyrir að hafa náð svo góðu samræmi hjá svo stór- um flokk. Maður fann glöggt að allir sem einn, söngfólk og söngstjóri voru að gefa af því bezta er það átti til með Ijúfu geði. Einsöngvana sungu Paul Bar- dal (foaritone solo) og frú Ol- son. Einsöngur Paul Bardals hefir e. t. v. vart verið metinn af áheyrendum að verðleikum því lagið gaf ekki rúm fyrir mikla sýningu á söngtækni og var stutt. En hann hefir f|rá- munalega fagra og mikla rödd Einsöngur frú Sigríðar Olson var svo næmur og þýður að seint mun fyrnast. Hve erfitt hlutverk hún hafði mun e. t. v. fáum ljóst, því henni virtist alt svo auðvelt. Slíkur söngur er allri tækni ofar, hún hafði tæknina, en maður varð aðeins var þess boðskapar er söngur- inn flutti. Frú ísfeld fóru undirspilin vel úr hendi, en naumast er eitt píanó nægilegt með svo miklum söngkröftum. Vonandi væri að fólki gefist annað tækifæri að heyra þessa söngskemtun. Mundi vafalaust verða ágæt aðsókn væri sam- koman endurtekin og hefi eg heyrt þess óskað úr mörgum áttum. En það var fleira merkilegt við þessa Ijátíð en söngurinn og annað það er um hönd var haft. Það mundi varla hugsanlegt meðal annara þjóða sá hugsun- arháttur er stóð á bak við þessi tónverk og þetta hátíðahald. Ljóð og list hefir hjá oss verið alþýðueign en ekki vissrar stétt- ar. Sjálfmentaðir fátækir al- þýðumenn hafa lagt ómetanleg- an skerf til íslenzkrar menn- ingar fyrrum og nú. Jón Frið- finnsson er fagurt dæmi þeirra er ekki láta lifskjör og baráttu kúga úr sér ljósþrána, löngun- ina til fegurðar og fullkomnun- ar. Áheiyrendurnir komu til að hlusta á sönginn og hafa af því nautn, en einnig til að heiðra og hylla heiðursgestinn, starf hans og það merki er hann hefir barist undir. Landnemarnir eru að hverfa einn eftir annan og of oft fer svo að “þögnin hylur þeirra heiti,,. Með orku og atgerfi hafa þeir breytt óbygðinni í “græna jörð”. Nú blómgast þar menning og fagrar listir, fyrir atbeina þeirra manna er unnu hugsjónum meira en sjálfum sér. Að bera skyn á það fagra og góða getur eitt gefið lífinu gildi. Því er saga Vestur-Is- lendinga meira en aðeins frá- sögn um menn er komu, bygðu og ræktuðu landið, að stíkar hugsjónir hafa lifað meðal þeirra og verið haldið vakandi af beztu mönnum. Jón Frið- finnsson hefir reist sér varan- legan minnisvarða með tón- verkum sínum, en hann hefir líka verið boðberi og tákn þess foezta er íslenzk menning á. R. H. Ragnar ■ ilg Athygli: Eftir að ofanskráð grein var fullskrifuð, hefir verið ákveðið, að sylngja Hátíðar- Kantötu Jóns rFiðfinnssonar í annað sinn af Karlakór Islend- inga og Icelandic Choral So- ciety. Verður söngurinn í Fyrstu lútersku kirkju, mið- vikudaginn 20. maí. Hefir ‘Hkr.’ verið skýrt frá því, að söng- flokkunum hafi borist óskir frá fjölda manna um að endurtaka sönginn. Hafa þeir orðið vel við því, og erum vér vissir um, ið þeir sem heyrðu sönginn síð- ast, sleppa ekki því tækifæri að hlýða á hann í annað sinn. Annars ættu allir sem á annað foorð vilja kynnast því bezta, sem hér hefir verið ort í tónum, að sækja þetta söngkvöld. S.E. ÍSLANDS-FRÉTTIR Merkilegur fornminja- fundur í Noregi. Osló 15. apríl Margar minjar frá fornöld fundust í gær í jörðu á búgarð- inum Austreim í Skaare, um 1 kílómeter frá “Haraldsstötten”. Fanst þar neðanjarðargrafreitur eða haugur í jörðu, er verið var að plægja. 'í byrginu fanst meðal annars öskuker með ýmiskonar skrauti. Kerið var heilt og hefir varð- veitst vel. Nákvæm rannsókn á því, sem fanst, hefir enn ekki farið fram. * * * Sænski Vatnajökulsleiðangur- inn lagður af stað til íslands. Khöfn, 15. apríl Þátttakendur frá Svíþjóð, í ísl.-sænska leiðangrinum cil Vatnajökuls, eru lagðir af stað til Reykjavfkur um Bergen. — Sænsk blöð flytja greinar um leiðaúgurinn og viðtal við próf. Ahlmann, og lætur hann í ljós þakklæti leiðangursmanna til íslenzku stjórnarinnar fyrir rausnarlegt framlag til leiðang- ursins. Leiðangurmennirnir, sem koma frá Svíþjóð eru þeir próf. Ahlman, og kandidatarnir Sig- urður Þórarinsson, Karl Mann- erfelt, og Mac Lilliehoek. Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur, Jón Jónsson frá Laug, og fleiri íslendingar, bætast í hóp- inn í Reykjavík. * * * Lík manns sem talinn var drukmaður fanst upp í fjallshlíð Akureyri, 14. april Lík Halls Steingrímssonar, sem haldið var að druknað hefði í mannskaðaveðrinu 14. des. í vetur, fanstj í gær um 400 faðma upp af Knarramesi. Hef- ir Hallur sál. komist úr bátnum og orðið úti. Hallur heitinn fór með föður sínum frá Látrum á trillubát og lentu þeir í fárviðrinu, sem geysaði um alt land 14. des. Daginn eftir ofviðrið fanst foáturinn rekinn á svonefndu Knarrarnesi og var tík Stein- gríms Hallgrímssonar, föður Halls, í bátnum, en Hallur fanst hvergi, og var hans þó leitað lengi á eftir. Líkið fanst niú lí dæld fyrir ofan Knarrarnes og fyrir ofan veginn, um 1 kílómeter frá sjó. Lá það á grúfu og vissi höf- uðið undan brekkunni. Giska menn því á að Hallur sál. hafi verið á leið ofan htíðina, er hann örmagnaðist. Engin stígvél voru á líkinu, en í klæðum þess fanst úr og var glasið brotið. Vísirarair á úrinu sýndu að það hefði stöðy- ast kl. 6. Líkið var flutt í iSvalbarös- kirkju.—Mbl. * * * Barnaskólahúsið í Höfnum brennur til kaldra kola Keflavík, 14. apríl Bamaskólahúsið í Hafna- hreppi brann til kaldra kola s. J. nótt. Eldsins varð vart um mið- nætti. Tvær konur, er voru að koma isunnan frá Kalmanns- tjörn, sáu eldinn og er þær urðu hans varar, flýttu þær sér til næstu bæja og vöktu upp menn. Þegar þeir komu á brunastað- inn, kl. á fyrsta tímanum, var eldurinn orðinn það magnaður, að ekki var viðtít að slökkva, enda engin slökkvitæki til á staðnum og langt í vatnsból. Aðkomumenn brutu rúður á skólahúsinu, til þegs að reyna að bjarga kensluáhöldum, en litlu einu varð bjargað. Ókunnugt er um upptök elds- ins. Á annan í páskum var haldið barnaskólapróf í húsinu og fór skólastjóri seinastur út, eða um kl. 9. um kvöldið, en varð þá einskis var. Engin íbúð var í húsinu. Húsið, sem var einlyft timb- urhús, var vátrygt hjá Bruna- bótafélagi Islands. Það var 20

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.