Heimskringla - 13.05.1936, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.05.1936, Blaðsíða 5
WINNIPEfG, 13. MAl, 1936 HEIMSKRINGLA 6. SlÐA —30 ára gamalt, og eign hrepps ins. Kensluáhöld skólans voru vá- trygð að mestu, en bækur og áhöld skólastjóra var óvátrygt. Próf voru haldin í dag út af brunanum.—Mbl. * * * Rússneskt flöskuskeyti norðan úr fshafi fundið á Ströndum Á Ströndum, sunnan Stein- grímsfjarðar, fanst í febrúar- mánuði flöskuskeyti frá rúss- nesku rannsóknaskipi norður í íshafi. Það var 24. febrúar að Hall- dór Jónsson á Broddadalsá var á gangi niður við sjó og fann þar rekið tréhylki eða dufl all- mikið. Innan í því var annað tréhiylki mjótt og um 10 þuml- unga á lengd og þar innan í glerpípa, lokuð í báða enda. Innan í henni var þunt póstkort og prentað á bakhlið þess á rússnesku, ensku og sænsku: —• Dufli þessu hefir verið fleygt í sjó til þess að rannsaka hreyfingar hafíssins. Sá, sem duflið finnur er beðinn að láta bréfspjald þetta þegar í póst (ófrímerkt) og skrifa á það nafn finnanda, staðinn þar sem það fanst og hvenær það fanst. Skeytið var dagsett 16. júií 1934 og hefir því verið rúma 19 mánuði á leiðinni. Það hefir, eftir beiðni, verið útfylt og sent íshafs rannsóknadeildinni rúss- nesku í Leningrad.—Mibl. * ¥ * Konunglega leikhúsið vildi ekki Reumertshjónin Khöfn, 13. apríl Öll Kaupmannahafnarblöðin flytja í dag langar greinar í til- efni af því, að ráðningu þeirra Önnu Borg og Poul Reumerts 'til Konunglega leikhússins hefir verið frestað um óákveðinn tíma. Politiken, t. d. flytur ritstjórn- argrein um málið, og ræðst með mikilli hörku á stjóm leikhúss- ins, sem blaðið sakar um skort á listrænum skilningi, og góð- um vilja. Berlingske Tidende skýrir frá þvf, að blaðinu hafi borist fjöldi mótmæla frá almenningi í Höfn, og talar um málið á þá leið, að hér sé um hrekkjabrögð að ræða af hálfu leikhússins. Þau hjónin Anna og Poul Reumert hafa tjáð blöðunum það, að þau hafi ekki sóst eftir að verða ráðin við leikhúsið, en hinsvegar hafi þau fengið mála- leitanir um það frá stjóm leik- hússins, og segir Reumert að sér komi því alt þetta mál und- arlega fyrir sjónir.—Mbl. ¥ ¥ * Frú Sigríður Jónsdóttir prófasts Sveinssonar á Akra- nesi, ekkja Konráðs heitins Konráðssonar læknis, sem látin er fyrir nokkrum árum, andað- ist í Landspítalanum aðfara- nótt 9. apríl.—Vísir 11. apríl. KRAFTAVERKAPRESTURINN BAZIL JELLICOE Það var kaldan rigningardag í janúarmánuði fyrir nokkrum árum, að íbúarnir í Somers Town, teinu’- illræmdasta fá- tækrahverfi Lundúna, urðu var- ir við einkennilegan atburð. Eft- ir Sidney Street, versta stræt- inu, kom flokkur manna í há- tíðlegri skrúðgöngu. í farar- Ibroddi var prestur í fullum kennimannaskrúða, með kross í hendi. Næstur honum gekk verkamaður með nokkur dyna- mithylki og kveikiþráð í hönd- 'unum. Svo komu nokkrir verka- menn með ýmiskonar verkfæri. Fyrir utan versta húshjallinn í götunni staðnæmdist hópur- inn, prestur tók sálmabók upp úr vasa sínum, en bæjarstjórn- arfulltrúi tók dynamit-hylki og setti það í holu í veggnum — og svo var kveikt í því. Spreng- ingin varð ekki mikil, en hún braut þó niður framhlið húss- ins. Og rétt á eftir réðust verkamenn upp á þak og fóru að rífa í óða önn. Prestur söng sálm. Gatan hafði fylst af forvitnu fólki og það tók undir sönginn. En upp yfir brakið og brestina í húsinu og söng fólksins, skar rödd prestsins: I will not cease from mental fight nor shall my sword sleep in my hand till we have built Jerusalem in England’s green and pleasant land. Þessi prestur gat gert krafta- verk. Á rústum þeirra grenja sem þama voru, rís nú hvert stórhýsið eftir annað, þar sem íbúarnir geta lifað við sæmileg kjör. Það er prestsins verk. Hann hét Bazil Jellicoe og var frændi yfirflotaforingjans. Tutt- ugu og þriggja ára iað aldri fór hann einn síns liðs sem boðberi nýs tíma til Som- ers Town. Það eru nú tíu ár síðan. Engin getur gert sér í hugarlund hvernig þá var um- horfs í þessum borgarhluta, ekki einu sinni þeir, sem komið hafa til London ;og séð strætin umhverfis Commercial Road. Oft voru 10—12 manna fjölskyldur í einu herbergi. — Fletin náðu yfir þrjá fjórðu hluta af gólfinu, en fjórði hlut- inn var alt í senn, eldhús, búr, kolageymsla, þvottahús, mat- stofa, og þurkhús. í herbergj- unum á neðstu hæð var sjaldn- ast sæmilegt gólf. Fjalimar voru fúnar og gisnar, og yfir þær voru breiddar pokadruslur, sem voru aðeins til óþrifnaðar og veittu enga vörn gegn rott- unum. Til allrar hamingju ef svo mætti segja, var venjulega einhver fullorðinn lasinn og fór ekki að heiman, svo að hann gat varnað því að rotturnar æti tær og fingur af ungbörnunum. í ýmsum hverfum Lundúna hafa rottur á seinustu árum lagst á börn, og árið 1933 þorðu mæðurnar í einu hverfi East End alls ekki að skilja börn sín eftir heima vegna rottanna. Og var svo alt morandi í veggjalús og öðrum óþrifum. Jellicoe var af góðu fólki kominn og honum iblöskraði þá er hann komst í kynni við á- standið í skuggahverfunum. — En hann lét sér ekki nægja ið biðjast fyrir í einrúmi og biðja þess að úr þessu rættist. Hann öyrjaði að starfa. Einhvern veginn tókst hon- um að safna fé til þess að láta gera við allra verstu vistarver- urnar. Veggfóðrið var rifið úr þeim, gólfin rifin upp og svo var svælt. ‘‘En þegar eg kom þang- að hálfum mánuði seinna sagði Jelilcoe, “varð mér það á að skella hurð á eftir mér og hrundu veggjalýs þá yfir mig sem steypiregn”. Fyrsta endurbótatilraun hans mishepnaðist því algerlega.. Og þá sannfærðist hann um það, að ekki væri um annað að gera en rífa skuggahverfin niður og byggja upp að nýju. Hann ákvað að byggja upp Somers Town. En það átti ekki að vera gert í gustukaskyni. — Hann hafði séð nóg af góð gerðastarfsemi í Englandi, og vissi að þó hún yrði máske ekki til að spilla þeim, sem hennar urðu aðnjótandi, þá gerði hún þá kærulausa. Hann var því ekki að hugsa um að reisa ódýr hús. Þau áttu að vera eftir kröfum nútímans, heilsusamleg og svo að þau borguðu sig. — Fólkið átti að fá góðar íbúðir fyrir lága leigu, og þeir, sem lögðu fram fé til bygginganna, áttu að fá vexti af því. Hugmyndin var í sjálfu sér ágæt, það viðurkendu menn. En fjársöfnunin gekk treglega fyrsta kastið. Menn vildu ekki kaupa hlutabréf í þessu fyrir- tæki. Það var ekki fyr en Jellicoe hafði fengið þá Cecil lávarð og skáldið John Gals- worthy í lið við sig, að pen- ingar fóru að streyma að hon- um. Og fyrir níu árum hafði hlutafélagið “St. Pancra House Improvement Society” efni á því að kaupa sjötíu húsa- skrokka í Somers Town. Þessi hús höfðu verið óbyggi- leg um þriggja kynslóða aldur, en eigendumir höfðu eigi að síður leigt þau með öllu Sbm fylgdi — rottum og veggjalús. Árið 1928 lagði Jellicoe Iflota- foringi hornsteininn að fyrsta nýtísku húsinu, sem þar var bygt. Árið eftir gerðist prins- inn af Wales (hinn núverandi konungur) hluthafi |í félaginu og síðan hefir tekist að um- skapa stóran hluta af Somers Town. Hlutafélagið er nú rúm- lega 7 miljónir króna og frá upphafi hafa verið greidd 3% í arð af hlutafé, og 2\% vextir af lánsfé. Sagan af umbótum Jellicoes er ekki nema hálfsögð, sé ekki minst á annað en það, að hann reif .niður og ibygði upp aftur. Hann sá, að fólkið þurfti meira en sæmilega bústaði. Kynslóð- um saman hafði það úrkynjast og siðspilst. Þegar hann kom fyrst til Somers Town var það ihverfi illræmt um alt England sem aðsetur þjófa og illmenna, morðingja og brennuvarga. Og lögreglumenn þorðu aldrei að vera þar á ferli nema þeir væri f jórir saman, að iminsta kosti. Hér dugðu því ekki betri húsakynni eingöngu. Hér varð einnig að siða; fólkið iog ala upp ungu kynslóðina, svo að hún yrði menn með mönnum. Og þar vann Jellicoe þre'kvirki. Þegar hann keypti eitthvert skuggahverfi, þá leysti hann í- búana um leið úr margskonar ánauð. Settar reglur eiga að gilda, en engar frelsishömlur, var orðtæki hans. í nýju hús- unum hans voru engar lífsregl- ur málaðar eða h'mdax á veggi. Þeir, sem þar áttu heima áttu að vera frjálsir og íinna til þess að þeir ætt|i þar heimili. Bezta ráðið er að vekja hjá þeim ábriygðartilfinningu, sagði Jellicoe. Þeir verða svo líka að finna það, að húseigandinn er vinur þeirra, en ekki aðeins innheimtumaður. Margt af því, sem. Jellicoe gerði, vakti gremju og jafnvel hneyksli. Það var nú t. d. þetta, þegar hann stofnaði knæpu þarna, og gerðist þar sjálfur lafgreiðslumaður. Hann var svo skynsamur að hann vissi að það var þýðing- arlaust að ætla sér að gera skuggahverfisbúana alt í einu að bindindismönnum. Hann vissi ósköp vel að knæpumar voru aðal skemtistaðir þeirra, og að hvorki líkama þeirra né sál mundi vera það hentugt að þeir hættu alt í einu að drekka. Ýms blöð voru mjög hneyksluð á þessu og töluðu um “bjór- knæpu prestinn”. En hann lét það ekkert á sig fá. “Þetta er áreiðanlega sú langbezta hugmynd sem eg hefi komið í framkvæmd”, sagði hann. Og svo fékk hann höfuð ensku kirkjunnar, erki biskupinn af Westminster, til þess að koma í knæpuna til sín og leggja bless- un kirkjunnar yfir hana. Þá gekk nú alveg fram af sumum. En Jellicoe varð alt umtal til góðs. “Eftir því sem ofsóknirn- ar eru ákafari, eftir því koll- sigla þær sig fyr”, sagði hann. Hlutafélagið, sem á /húsin, hefir aldrei farið í manngreinar álit um það hverjum það á að leigja. “Hlutverk mitt er að útvega öllu þessu fólki sæmilega bú- staði, en ekki hitt að dæma réttláta og rangláta”, sagði hann við einn, sem vildi velja úr. “En því getið þér þó ekki neitað, að hér eru bæði sauðir og hafrar,” sagði hinn. “Herra minn”, sagði Jellicoe. “Það getur verið að þér verðið opinber ákærandi á efsta degi, en eg leyfi yður ekki að koma þannig fram hér”. Hann gat orðið byrstur eins og flotafor- inginn frændi hans. Jafnharðan og húsin voru til- búin voru íbúarnir úr grenjun- um látnir flytjast þangað. En þeir fengu ekki að fara inn fyr en þeir höfðu verið ibaðaðir rækilega, fengið ný föt og öll húsgögn þeirra svæld og sótt- hreinsuð, svo að engin óþrif bærist inn í nýju húsin. Svo reyndi Jellicoe eftir mætti að gera ánægða og nytsama borgara úr mannsoranum, sem þarna hafði verið áður. En hann forðaðist að ganga of langt Því að hann vissi að “seint er að kenna gömlum hundi að sitja”. Þeim |mun meira kapp lagði hann á gott uppeldi barn- anna. Foreldrarnir,. sem alið höfðu allan sinn aldur í Somers Town voru gegnsýrðir af þeim íbrag, sem iþar ihafði Verið, og þess vegna varð að fá böm- unum annað fóstur. Bygging- arfélagið hefir því látið gera barnagarða fyrir þau minstu, en teikni og málningaskóla fyrir böm á aldrinúm 6—11 ára. ■— Þetta er ekki gert til þess að gera úr þeim listmálara, held- ur til þess að vekja tilfinningu þeirra fyrir list, litskrúði og formfegurð, og þá fyrst og fremst til þess að varna þeim þess að lenda í solli skugga- hverfanna. Og nú er verið að koma upp atvinnuskóla fyrir unglinga og þá, sem atvinnu- lausir eru. iSmám saman á að bæta fleiri skólum við, og þegar börnin eru orðin svo stór, að þau ihafa ekki gaman að barna- bókum lengur, þá á að stofna þarna stórt bókasafn fyrir alla í hverfinu. Á þessu má sjá, að mikið er gert fyrir Ibörnin og fyrir það er svo komið, að þau eru farin að hafa bætandi áhrif á foreldra sína. Jellicoe andaðist í haust sem leið. En starf hans heldur á- fram. — Byggingafélagið, sem hann stofnaði, iblómgast vel og færir út kvíarnar. Það er orðið frægt víðar en í Englandi. í öðrum enskum borgum er nú verið að fara að dæmi þess. —Lesb. Mbl. Toppurinn hvass og brattar brúnir Brjóstin mynda hamra-stall. ‘Eilífur’ þar aleinn stendur ‘Austur-fjalla’l) vemdar-dís Horfir á ‘Jörund’2), hann er sunnar, Hátt úr bruna-söndum rís. Báðir hafa, bylting alda Boðið fang, og hopað ei. Staðist frumhlaup elds og ása. Austansandbyl, norðan þey. ¥ ¥ ¥ Nú skal halda norður lengra Norður á ‘Grjótháls’ auðnar- göng Bráðum sjáum bjarta elfi Brjótast fram um gljúfra-þröng, Þar, sem hátt af hamrastalli Hendist niður ‘Dettifoss’ Brýst þar um og báðu megin Björgum réttir úðakoss. Fylgjum eftir farveg djúpum Fram um urðar-holtin breið. Höldum ofan ‘Hólma-tungu’’ “Hafra-feH’ oss vísar leið. Síðar opnast ‘Svínadalur’ Sauðarland þar aldrei dvín Og á háa ‘Hljóðakletta” Hátt úr austri sólin skín. Komum svo, á ‘Byrgisbrúnir’3* Blasir við oss dýrðleg sýn. Klettastalla hálfur hringur, Mót hafinu breiðir undur sín. Skógur grænn, en örskamt utar ‘Eyjan’ steypt í þríhyrning Brúnaþungar bergsins sillur Birtast sýnum alt um kring. * ¥ ¥ Hvar, sem förum foldu yfir Fegri aldrei lítum sýn 1) Mývatnsöræfi. 2) Fjall. 3* ‘‘Ásbyrgi. HÆTTIÐ AÐ ÞRÆLA Því »ð vera svo gamaldags þegar um vorhreinsun er að ræða? I sannleika borgar sig ekki að reyna að hreinsa fín forhengi og dúka heima hjá sér—þegar fá má hjá Quinton hjálp sér- fræðinga og umfram alt S A N I T O N E sem ummyndar alla dúka og færir þá tíl upprunlegrar feg- urðar. Sendið strax: Stofutjöld Teppi Gluggablæjur Gólfdúka Símið 4-2-3-6-1 Heldur en Mývatns margvíslegu Mýndbreyting, er sólin skín. Einstök fjöll á hrjóstur-heiðum. ’Hljóða-kletta’ og ‘Dettifoss’. Fegurð allskyns-yndislega ‘Ásbyrgi’ þá sýnir oss. Halldór Stefánsson Um daginn var flugvél send frá Boden í Norður-Svíþjóð til Manstrask eftir konu í bams- nauð. Flugvélin var nýfarin af stað með konuna er barnið fæddist uppi í hálofti. Það var stúlka — fyrsti Svíi sem fæðst hefir í loftfari. FRÁ “MÝVATNI” “ÁSBYRGIS” TIL Fæddur er eg, sem fjöllin bláu Fagran mynda verndarhring Um klettaborg og bruna-þústir Birkistofna kjarr og lyng. Mývatns blái bjarti flötur Blikandi í sólar-glóð Vefur sig um ey og andnes; Eins og gyðja morgun-rjóð. Hugurinn við það ávalt unir Upp að rifja fyrir sér Brunahraunsins breytileika; Bratta hóla, djúpan hver. Lyngi vaxnar lautir kringum Liggja kletta-girðingar; Studdar föstum stuðlabjörgum Stofnum birki, hér og þar. Út um nes og inn um vogá Ýmsa dranga líta má. Hamra-stalla hellis-boga Hringmyndaða Víðir flá — Hólamergð og djúpar dældir, Dala-hvilftir, hæðaskörð. Tjarnafjöld og holta-hrjóstur, Heitar laugar, melgrasnbörð. Eldborgir í qtal myndum Út og suður, langan veg Blasa við á björtum degi Og bröttu fjöllin tignarleg. Niðurföll með brotnum börmum Brunakamba, dularþing Skessu-katla—skvompur ljótar Skiftast á, við urðar-bing. ¥ ¥ » Komirðu’ út að Eilífs-vötnum Einhvern fagran sólskinsdag; Þar, sem fyr stóð ‘Hlíðarhagi’* ‘Hágángna’§ við brunalag. 1 norðri stendur útvís á&inn Axlasígið keilu-fjall. GLEÐI Nafn á fjallgarði. Eyðibýli. Fleira en eitt nafnfrægt skáld hefir látið þá hugsun í Ijósi að, “sameiginleg gleði sé tvöfölduð gleði”, og oss er spurn hvort vér auglýsum sjálfsálit vort með því lað líta svo á, sem öll við- skifti, niður í það smæsta, er gerast millum vor hér hjá Eaton og viðskiftavina vorra er dreifðir eru út um hinar breiðu sléttur, sé gl&ði er skifta megi vor á milli. Á vora síðu finnum vér til ákveðinnar gleði, yfir því að gera vort hlutverk vel, þannig að útvega sem bezta vöru á hinu bezta verðmati fyrir yður —v&ra á verði með vörugæðin með sífeldri grenslan og efnisrannsóknum og jafnvel með brotalausri bökkun og hraðri útsendingu. Og vér hugsum með ánægju til gleði tilfinningarinn- ar sem rís þegar böggullinn kemur frá Eaton— hinnar hlýju eftirvæntingu þegar vörurnar eru teknar úr umbúðunum. Þó metum vér enn meira hina varanlegu gleði vissu yðar um það að vörur vorar reynist ávalt eins og vér höfum lýst þeim í Eaton’s Vöruskránni. Og svo að auk—&f oss hefir hepnast að ná verzlunarhlut sem þér eruð sólgnir í að eignast, ef til vill hinumegin af hnettinum, og koma honum skilvíslega í yðar hendur, felst þá ekki, einhversstaðar í öllu þessu gleði sem vér getum deilt á m&ðal vor? ■'T.EATON Cí-. W1NNIPCQ CANADA EATON S i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.