Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 1
L. ÁRGANGUR WINNLPEG, MIÐVIKUDAGINN, 3. JÚNÍ, 1936 HELZTU FRÉTTIR Dionne fimmburarnir vekja mikia eftirtekt Dionne fimmlburarnir voru tveggja ára s. 1. fimtudag. Afmælis þeirra var eins og gera má ráö fyrir minst. Börn- unum voru gefnar trum'bur, sem iþau áttu að leika á yfir útvarp- ið. Útvarpið flutti hljómleik þeirra stutta stund, eða þar til það áleit áheyrendur hafa feng- ið nóg af því. Hljómleikarnir voru svipaðir og þeir sem mað- ur heyrir þegar gengið er fram- hjá C. P. R. járnsmiðjunum. En annað merkilegt gerðist einnig á þessum afmælisdegi þeirra. Börnin eða eftirlits- menn þeirra, gerðu samning við kvikmyndafélag um að fimm- Iburarnir léku í kvikmynd fyrir það upp úr árinu 1938. Greiddi félagið fimmburunum $250,000 út í hönd af laununum. í banka- bók sinni eiga litlu stúlkurnar nú því $500,000. Það eru ekki margar stúlkur á þeirra aldri, sem úr meiru hafa að spila. Fjárhaldsmenn eða eftirlits- menn barnanna eru Hon. David A. Croll, ráðherra heilbrigðis- mála í Ontario-fylki, Dr. Allan Roy Dafoe, læknir þeirra og J. A. Valin dómari í North Bay. Segir hinn fyrstnefndi að í ibanka muni þær Jitlu eiga í lok ársins 1939 um $1,000,000. Deyi eða komi eitthvað fyrir eitt barnið, svo að það geti ekki verið með á kvikmyndinni, er samningur þessi einskis verður. Foreldrarnir Mr. og Mrs. Di- onne sem heima eiga í Callend- er, Ont., voru í heimsókn hjá stúlkunum sínum fimm á af- mælisdaginn þeirra. Að skiln- aði gáfu fimmburarnir foreldr- um Sínum $1,000 ávísun^ Þeir gáfu og hjúkrunar-konum sín- um einnig nokkra dollara. Mun það fátítt ef börn gefi öðrum gjafir á afmæli sínu í stað þess að aðrir gefi þeim. Börnin eru sögð heilsugóð. Enn eru þau þó sögð minni eða um tveim pundum léttari, en börn tveggja ára eiga að vera, eftir bókum að dæma um það efni. En þess ber að gæta, að þar er átt við böm sem fæðast 7 pund að þyngd oé þar yfir. En læknum- kemur saman um það, að íþeir hafi aldrei séð aðrar eins píslir og fimmburana við fæðingu. Sagðist Dr. Dafoe ekki fyr en eftir nokkur tíma íhafa vitað hvað af þeim dró andann. Eh hann vafði þau í pappír og dulur og lét svo heitar rekkju- voðir utan um þau. Vildi hon- um til að náð var í konu af næsta bæ, að aðstoða sig. — Móðir Sbarnanna var og í dauð- anum; hugaði hann henni ekki líf um tíma. En þegar af henni ibráði, greip hann bíl sinn og þaut í honum til prests eins í nágrenninu og fékk hann til að ná í hjúkrunarkonur. Bíl kunni enginn að stjórna á heimiliu og sími var enginn. Það er því vafalaust ekki að ástæðulausu, að frægð læknisins hefir víða iborist. Útlendingar í Blálandi í hættu Síðast liðin fimtudag bárust Bretum orð um það, að nokkur hópur útlendinga 1' ,Blálandi væri umkringdur af ræningja- flokkum og beiddist hjálpar. — Þetta er vestur við landamæri iSludan, um 250 mílur vestur af Addis Ababa. Stigamanna flokk- urinn um 3000 mann, yfirgaf her Haile Selassie. — Hafa þeir nú myndað þarna rtfki og kosið sér konung. Höfuð- ból hans er borgin Saio. Út- lendingarnir sem hér um ræðir, eru flestir trúboðar. Her ítala er nú á. leiðinni vestur, en býst ekki við að verða kominn á vettvang þenn- an fyr en eftir 3 daga. Leiðtogi conservatíya í Ontario-fylki Á flokksfundi conservatíva í Ontario-fylki s. 1. fimtudag, var Hon. W. Earl Rowe kosinn for- ingi flokksius í fylkinu. Voru fimm í vali upphaflega, en eftir aðra talningu atkvæða hafðii Mr. Rowe hreinan meiri- hluta. Lt. Col. George A Drew frá Guelph, hlaut ,næst flest at- kvæði. . Þegar hann lagði til að kesningin væri í einu hljóði Var minst á Mr. ,Drew, sem næsta dómsmálaráðherra. ' Mr. Rowe er 42 ára. Hann er samlbandsþingmaður og vann sæti sitt í síðustu kosningum með 3000 atkvæða meirihluta, sem einstakt mátfci heita, svo ákveðið sem fylgi liberala var þá í öllu landinu. Hann var ráðherra án sérstakrar deildar í ráðuneyti Rt. Hon. R. B. Ben- netfcs. Mr. Rowe er bóndi og nýtur eindregins trausts og virðingar. Málin sem Mr. Rowe eða flokkur hans kvaðst ibeita sér fyrir, var að afnema lög, er gerð voru á síðasta þingi þar sem sérskólum fylkisins er veittur viss hluti stóriðjuskattsins, sem Ibrezkrsinnuðum mun þykja ó- þarft. Önnur mál sem á var minst iutu að raforkumálum Norður-Ontario. Fylkiskosning- ar munu ekki fara fram á þessu ári í Ontario. Hvað gerist í stríðsmálum Evrópu? Eftir fregnum að dæma frá Evrópu í byrjun þessarar viku, er erfitt að ráða í hvað þar muni gerast. iStjórnin á Eng- landi virðist alt annað en ákveð- in. Margir í ráðuneyti Bald- wins, kváðu vera á móti því, að útflutningsbanninu til Italíu sé haidið áfram. Þeir virðast vera með því, að ítalíu sé leyft að kasta eign sinrni á Blálandi. — Baldwin mun hafa verið á móti því, að viðurkenna sigur ítala í Blálandi. En hann er að kom- ast að raun um, að bæði liberal flokkinum og þeim öðrum, sem stefnu hans eru fráhverfir, er að aukast fylgi. Hann verður því brátt, ef flokkur hans á ekki að tvístrast að ráða við sig hvað gera skuli í utanríkis- málunum. Mussolini hefir (boðið mjög viðunanlega friðarkosti að sagt er, ef eignaréttur ítah'u í Blá- landi er viðurkendur. Munu tvær grímur hafa runnið á Breta við það. En hins vegar er nýja stjóm- in á Frakklandi esp í garð ítala og fascista-stjórna, hvar sem eru. Og svo eru Rússar. Þess- ar tvær þjóðir munu alls ekki með því, að slaka á útflutnings- ibanniun til ítalíu. Þar vand- ast málið fyrir Bretum. Liberalar á Bretlandi ibenda á að verði viðskiftabanninu haldið áfram, sé óumflýanlegt að hafa mikið af brezka sjóflotanum á Miðjarðarhafinu. En það veiki eða rýri vörnina heima fyrir. Baldwin hefir nú tekið sér hvíld frá öðrum störfum í þrjá eða fjóra daga til þess að íhuga með ráðgjöfum sínum, hvaða stefnu skuli taka í utanríkis- málunum og láta iskeika að sköpuðu að iþví búnu með hvort að stefna hans verður stjórninni að falli. Krefjast fyrirgefningar Nýlega varð ibrezkur flugmað- ur að nauðlenda í Lilbyu. Hann var í þjónustu Imperial Air- ways félagsins, er sér um vöru og fólksflutninga til landa Breta í Norðaustur-Afríku. Voru þrír menn með honum. Um leið og báturinn lendir, kemur ítalskur hermaður þar og hneppir ialla mennina í varðhald. Þeim var og auk þess sýnd ýms fyrirlifcn- ing, eins og til dæmis, að láta þá ganga í fylkingu frammi fyrir svörtu herliði og bugta fyrir því. Mönnunum var að vísu slept er þeir voru sóttir, en utanríkisráðherra Breta krefst þess a^ ítölsku stjórn- inni, að hún biðji tafarlaust fyr- irgefningar á þessu athæfi. Óeirðirnar halda áfram í Palestínu 'Síðast liðinn mánudag náðu Bretar í Paiesfcínu í flugrit, sem dreifa átti út meðal ibrezka hersins. í flugritunum er skor- að á ihermennina, að snúa við þlaði og gera uppreisn gegn Bretum. Flugrit þessi voru prentuð í Englandi og send til aðalstöðva kommúnista í OPalestínu. Nokkru áður voru grafin upp flugrit, sem fullyrtu að “Gyð- ingar væru kommúnistarl og ó- vinir Bvrópu og kristninnar”. Þessi rit voru prentuð á ítalíu. Þetta fylgdi frétt af óeirðum í Palestínu í síðustu vikulok; voru sex manns drepnir í þeim uppþotum. Tala þeirra sem drepnir hafa verið í óelrðunum í Palestínu síðan þær byrjuðu fyrir sjö vik- um er nú alls um 70. Brandon bær gefst upp Bæjarráðið í Brandon :sam- þykti tillögu á fundi í gær um það, að fela fyiklsstjórninni að taka við sfcjórn bæjarins. Mr. Cater borgarstjóra var falið, ,að fara á fund fylkisstjórnarinnar og ræða málið við hana. Á fundinum í Brandon urðu hvassar umræður út af tillögu um að lækka kaup þjóna bæjar- ins um 7%. Hvort fylkið skipar mann til að líta eftir fjárhag bæjarins (supervisor) eða.mann til að stjóma bænum (administrator) var lagt í hendur fylkisstjórn- arinnar. Tollbrú í Selkirk Frá Ottawa bárust fréttir s. 1. fimtudag um það, að nýja-brú- in, sem samþandsstjómin lét gera í atvinnubótaskyni yfir Rauðána í Belkirk-bæ, verði tollbrú. Eru menn ekki sem á- nægðastir með þetta og þeir sem fyrir austan ána eru og viðskifti eiga mikil við Selkirk Ibæ, telja sér órétt gerðan ineð þessu og auðsætt að þeir eigi að borga fyrir brúna. Brúartollur- inn er sem hér segir: Fyrir vörubíla, eitt eða tvö tonn að þyngd 25c. Fyrir tveggja tonna vörubíla 35c. — Fyrir þriggja til fimm tonna vörubíla 45c. Fyrir fimm-tonna vörubíla .og þar yfir 50c. Fyrir par af hestum 35c. Fyrir vagn með einum hesti fyrir 15c. Fyrir nautgripi, lOc hvem. Fyrir fólksflutningsvagna, (buses) 50c fyrir vagninn og vagnstjóra, og fyrir hvern farþega 5c. Fyrir algenga bíla 25c fyrir bílstjóra og bílinn og 5c fyrir hvern ann- an farþegar. Fyrir gangandi mann 5c. Þetta er aðeins fyrir ,aðra leiðina. Á bæjarráðsfundi í \Selkirk var málið rætt og tillaga sam- þykt um að ibenda stjórninni á að þessi tollur væri alt of hár og að almenningur mundi krefj- ast, að ferjan héldi áfram, ef engin lækkun fengist á tollin- um. Queen Mary kemur til New York Queen Mary, stærsta skip Breta, kom til New York s. 1. mánudag, kl. 12.37 e. h. Þessa fyrstu ferð sína vestur yfir At- lanzhaf fór skipið á 4 dögum, 12 klst., 24 mín. ,Ekki setti það met; það var þrem klukku- stundum lengur en Normandie, skip Frakkanna. Að meðaltali var hraðinn 29.135 sjómílur á klukkustund. Þegar Normandie setti metið, var hraði þess 29.61 sjómflur á klukkutímanum. King stöðvar lokræsisgerðimai Frétt barst frá Ottawa s. 1. fimtudag um það, að 'King- stjórnin hefði, stöðvað veiting- una til lokræsisgerðarinnar í Winnipeg. Ástæðan fyrir því er sú, að stjórninni hafa borist kvartanir um, að þeir sem vinn- una hafa með höndum, séu að draga sér meira en góðu hófi gegnir af atvinnubótafénu., Dr. J. P. Howden þ.m. á sam- bandsþinginu frá St. Boniface, sagði fráþví á þinginu, að einn af þeim, sem ákvæðisvinnu hefðu tekið á að gera lokræsi, Deyjandi bam Eftir H. C. Andersen Móðir eg er þreytt, nú vil eg sofa; lát mig hverfa í ástarfaðminn þinn. Gráttu ei! Því verður þú að lofa. Tár þín höfug brenna mér á kinn. Inni er kalt og stormur úti æðir; en í draumi dýrleg fegurð skín. Engla börnin sé eg svífa um hæðir sár þreytt þegar lokast augu mín. Móðir sér þú engil drottins fljúga? Heyrir þú hinn yndislega söng? Sérð þú vængi firna, frjálsa, trúa, fagurhvíta kljúfa djúpin löng? Græn og rauð og gul — á svásu svifi — sumar blómán Ibirtir engilmey. Fæ eg einnig vængi ef eg lifi? — eða móðir — fæ eg ef eg dey? Hví grætur þú — og höndum mínum heldur? Hví hnígur kinn þín fast að vanga mér, af tárum vot, sem brenna eins og eldur? Móðir, eg mun aldrei gleyma þér! Eh þú mátt ei ekka þrungin harma Grátir þú, eg gráta hlýt með þér. Ó, eg er svo þreytt! — nú sigrar svefninn hvarma. Sérð þú móðir! — engillinn er hér? J. S. frá Kaldbak, þýddi _______• NÚMER 36. um tvær mílur að lengd hefði í hreinan ágóða haft af því alt að því einn f jórða úr , miljón, eða um $250,000. iSegir dr. Howden að þeir er starfið hefðu tekið að sér, hefðu fengið $38.75 fyrir hvert fet. Á dag voru gerð 15 fet af lokræs- inu. Fyrir fuílan dag,vár þeim því greitt $574. Gróði þeirra af því nam $326 á dag., Dr. Howden kvað einn af um- sjónarmönnum verksins (in- spector) hafa gefið sér þessar upplýsingar. En sá umsjónar- maður er nú farin frá því starfi. Eins og á stóð, ,gat King- stjórnin því ekki annað gert, en að rannsaka þetta mál. Dr. Howden tekur ekkert til baka af því er hann hefir haldið fram um þetta, þó borgarstjóri John Queen líti svo á, sem eitthvað af því muni orðum aukið. Vegagerð Á sambandsþinginu var s&m- þykt s. 1. föstudag, að veita fé til þess að gera vegi norður í námuhéruðin í Ontario, Quebec, Manitoba, Saskatchewan og Bri tish CoTumbia. Fjárhæðin sem sambandsstjórnin leggur til þessa nemur $1,000,000.. Er það talið tveir þriðju fjárins sem með þurfi. Einn þriðja þess er ætlast til að fylkin leggi til. t hlut Manitoba ,er sagtl að komi um $260,000 af allri veitingunni. í British Columbia/mun eiga að verja nokkru af þessu fé til landmælinga á ströndinni." — Sagði einn þingmanna , þaðan, að japanskir fiskimenn ættu (betri landabréf af ströndinni.en fylkisbúar. Frá Alberta Mr. Aberhart, forsætisráð- herra Alberta-fylkis, tilkynti s. 1. fimtudag, að hann hefði lækkað rentu á lánum fylklsins; nemur hún /njú að meðaltali 2|%. Er sagt að á aliri skuld fylkisins nemi lækkunin um 3 miljónum dollara. Handhafar veðbréfanna sem í Alberta fylki búa, una þessu illa og hafa þegar talað um að mynda félag með sér eða sam- tök til þess að vemda sig fyrir þessum lögum. Samkvæmt því sem haft er eftir D. M. Duggan, er lánfélagi veibir forstöðu í Ed- monton, er hugmyndin að sam- einast félögum í Austur-Can- ada, er á Stefnuskrá sinni hafa það mái, að koma í veg fyrir lækkun á rentu á lánum eða veðbréfum. Samkoma söngflokksins í Sambandskirkju Að skemtun þeirri sem hald- in var í kirkju Sambandssafnað- ar í fyrri viku, var .góð aðsókn og [mikil ánægja. Lögin voru algeng, hafa heyrst á hverri samkomu fleiri eða færri, að undanförnu, en meðferðin á þeim var einstaklega geðug. Sá iblandaði kór sem Mr. P. Mag- nús hefir tamið, er ekki fjöl- mennur, en hann syngur rösk- lega og liðlega og virðist ekki taka nærri sér, hvorki háa tóna né djúpa. Það heyrðist á hverju lagi að hver og einn söng frýju- laust, eins og honum og henni var ætlað, en þó við hóf. Hversu vel kórinn er taminn til íþróttar, mun áheyrendum minnisstæð- ast af því lagi, þar sem Mrs. Jó- hannesson söng fyrir, hvellum rómi og mjúkum og jafnvel klaksárum, en kórinn tók við örugt, eins og sá sem fer snúð- ugt alþekta leið. Mr. Ragnar lék pianolag," sem ihann kendi við stóru nöfnin, Beethoven, Liszt og Paderewski, löng og torsótt og öll blaðalaust. Hon- um^og Mr. Pálmason var klapp- að lof í lófa. Einsöngvamir tók- ust vel. Að ræðu dr. Rögnvald- ar þótti gaman og víslega mátti nokkuff af henni læra. Það er óhætt að segja, að söngskemt- un þessi var ánægjuleg umfram það sem gerist. Lízt ekki á blikuna Nú lízt skólaráðinu í Winni- peg ekki á blikuna. Það var einu sinni fyrir löngu síðan að iþað átti peninga. Það lánaði Alberta-fylki þá og fékk góða vexti af þeim. En nú berst skólaráðinu frétt um það, að vextirnir á skuld Alberta-fylkis séu lækkaðir niður í 2£%. Og skólaráðið, sem um $367,000 á í verðbréfum á Ailberta-fylki, tapar við þetta vöxtum svo að nema mun um $10,000. Er sagt að skólaráðið ætli að kalla til almenns fundar til þess að heyra álit manna um málið og stofna félag eins og víðar hefir verið gert til þess að berjast á móti því að vextir á lánsfé verði lækkaðir. Og þetta átti þá fyrir verka- mannastjórn þessa bæjar að liggja, að hervæðast með lánfé- lögunum og vemda gróða þeirra. 30 miljón gasgrímur Stjórnin á Englandi hefir á- kveðið að láta geira 30 miljón gasgrímur fyrir almenning heima fyrir að grípa til, ef txl kemur að verjast þurfi eiturgasi úr loftförum. Haile Selassie, sem nú er kominn til Englands, segir Blá- landi hafi orðið að falli að al- menningur hefði ekki haft grímur til að verjast eiturlofti. Svona eir það. Allar þjóðir heimsins hafa komið sér saman um að nota ekki eiturgas í hemaði. Samt búa þær það allar til. Og þær nota það auð- vitað allar einnig, þegar út í það er komið. 30 ftalir drepnir í gær voru 30 ítalskir her- menn idrepnir isem voru á leið- inni til Addis Ababa. Fjöl- mennur hópur blálenzkra stigamanna sveif að þeim og gekk af þeátn öllum dauðum. Fer Kína í stríð við Japan? Canton stjórnin í Kína er sagt að hafi hótað Nanking- stjórninni (hörðu, ef hún sam- einist sér ekki til varnar móti Japan. Suður-Kína virðist reiðubúið að segja Japan stríð á hendur er minst varir og finst ekki nema sjálfsagt, að alt land- ið verði með í því, ekki sízt þar sem norður helmingur þess sé í meiri hættu af Japönum en Canton stjómin. Neitar að fara Formaður CNR jráðsins, C. P. Fullerton, er sagt að neitað hafi að leggja niður starf sitt, þó King-stjómin ihafi krafist þess. 'Hann hefir síðan 1934 unnið að því að koma breytingunni á, sem Duff-nefndin lagði til að tekin yrði upp, en hún var í því fólgin, að losa lárnbrautina undan pólitízkum áhrifum, svo að við hver stjórnarskifti yrðu verkamenn ekki reknir um- vörpum. Vegna þess starfs sem Ibyrjað hafi verið í þessa átt undir sinni leiðsögn, segist Full- erton ekki fara frá stöðu sinni. Bankar hafa nýlega lækkað vexti á sparisjóðsfé um J%, svo þeir eru nú 2%. En þú getur reynt að gamni þínu að fá lán fyrir minna en 7%.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.