Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 8

Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 3. JÚNÍ, 1936 FJÆR OG NÆR GuSsþjónustur í Winnipeg Næstkomandi sunnudag fara guðsþjónusturnar í Sambands- kirkjunni" fram á yanalegum tíma, á ensku kl. 11. f. h. og á íslenzku kl. 7. e. h. iSunnu- dagaskólinn kemur saman eins og undanfarið, kl. 12.15. Séra Philip M. Pétursson messar við báðar guðsþjónustur. ¥ * * * Séra Guðm. Árnason messar á Lundar sunnudaginn 7. júní á venjulegum tíma. Safnaðar- fundur á eftir messu. , * * * Séra Jakob Jónsson messar í Leslie n. k. sunnudag á venju- legum tíma. * * * Síðastliðinn laugardag, 30. maí voru Kristín Guðrún Egg- ertson og John Ewart Hatfield gefin saman í hjónaband. Er brúðurin dóttir Jóns heitins Eggertssonar og Guðrúnar Pjelsted, en brúðguminn er af hérlendum ættum. Giftingin fór fram að heimili brúðarinnar, 797 Arlington St. Séra Philip M. Pétursson gifti. * * * Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund á miðvikudags- kvöldið 10 júní að heimili Mrs. J. Markússon, 989 Dominion St. * * * Stefán Scheving biður Heims- kringlu að geta þess, að heim- ilisfang sitt sé nú að Ste. 14 B Brandon Court, Ft. Rouge, Win- nipeg. ^ • • BUJORÐ TIL SOLU 320 ekrur, gott íbúðarhús á steinkjallara. Nýtt fjós með bustarþaki, 28 x 60 fet á stærð. Ennfremur ýmiskonar útihús, öll í góðu ástandi. Bújörð þessi er rétta mílu frá Eriksdale og er vel löguð fyrir naut- gripa og mjólkur bú. Verð $1,800.00. — Niðuríborgun $500.00, afgangurinn á vægum skilmálum. Spyrj- ist fyrir hjá eiganda: S. D. B. Stephanson Eriksdale — Man. SAFNAÐARFUNDUR Almennur fundur Samlbands- safnaðar verður haldinn í kirkj- unni á sunnudagskveldið kemur 7. þ. m. að afstaðinni guðs- þjónustu. Fundarefni, með öðru, er að kjósa fulltrúa á kirkju- þing er haldið verður hér í bæ, dagana 26—30 júní og að und- irbúa móttöku við utanbæjar- fulltrúa er þingið sækja. Safn- aðarfólk er beðið að fjölmenna. Winnipeg, 2. júní 1936. M. B. Halldórsson forseti Jón Ásgeirsson ritari H- * * Home Cooking Saie Ein sú ágætasta sala á heimagerðri matvöru, sem hér hefir nokkru sinni verið kostur á, fer fram 6. júní í sal Sam- bandskirkju. Birgið ykkur þar upp fyrir næstu daga með ljúf- fengum íslenzkum mat. * * * í bænum voru staddur s. 1. mánudag: séra Guðm. Árnason frá Lundar, Sveinn Thorvald- son, M.B.E., og séra Eyjólfur Melan frá Riverton. I»eir komu til þess að vera á fundi stjórn- amefndar Sameinaða kirkjufé lagsins, er hér var haldinn s. 1. mánudag. ¥ * * Rræðumir Sigurður og Jón Sigurðssynir (synir Einars Sig- urðssonar) frá Oakview, og mágur þeirra Jóhannes Johnson komu til bæjarins s. 1. fimtudag. í>eir skruppu norður til River- ton yfir helgina til að finna vini og frændfólk. * * * Héraðssaga Borgarfjarðar er á prent komin í annað sinn. S ú nýja útgáfa fæst með því að senda þrjá dali til Jóns Helga sonar, Vörubúðin, Skólavörðu- stíg, Reykjavík. Fyrir þá upp- hæð er bókin send póstfrítt til allra staða í þessari heimsálfu. * * * Jón Pálmason frá Keewatin, Ont., kom snöggva ferð til bæj- arins í ,gær. Hann kvað lítið batna atvinnuhorfur í sinni bygð. NfU VERÐLAUN VEITT í QUEEN MARY Eftirlíkingar Smíða Samkepninni Það er ekki ervitt að smíða á rétitri hlutfallsstærð eftirlíkingu af Queen Mary eftir uppdráttunum sem fylgja smiðatóla kistlunum sem nefndir eru hér fyrir neðan. Sérfhver eftirliklng sem lögð er inn við samkepnina, verður að vera smíðuð með kistla verkfær- unum. 1. Flokkur Notuð áhöld 50c kistilsins. Fyrir drengi 12 ára og yngri lstu Verðlaun—Vöruávísan upp á..............$5.00 2r Verðlaun—Vöruávísan upp á................$3.00 3ðju Verðlaun—Vöruávísan upp á..............$2.00 2. Flokkur ' 3. Flokkur Notuð áhöld $1.00 kistilsina, — Natuð áhöld $1.50 kistilsins. — Fyrir drengi 15 ára og yngri. keppniauta á Öllum lstu Verðlaun — Vöruávisan ístu Verðlaun — Vöruávisan upp á $7.50 upp á $10.00 2r Verðlaun — Vöruávisan 2r Verðlaun — Vöruávísan upp á $5.00 upp á $7.50 3ðju Verðlaun — Vöruávísan 3ðju Verðlaun — Vöruávisan upp á $3.00 upp á $5.00 Þátttöku skirteini til útbýtingar í leikfangadeildinni, á fimta gólfi. Samkepninini lýkur lsta September. ^T. EATON C2-™ ÞINGB0Ð Fjórtánda ársþing hins Sameinaða Kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi, verður sett í kirkju Sambandssafn- aðar, Banning og Sargent Ave., Winnipeg, kl. 8 að kveldi föstudagsins 26. þ. m. Þingið stendur yfir fram á þriðjudagskveld 30. júní. Söfnuðir, sem eru í kirkjufélaginu eru kvaddir til að senda fulltrúa á þingið, einn fyrir hverja 50 safnað- arfélaga eða brot af þeirri tölu. Á þinginu er ætlast til að mæti fulltrúar fyrir hönd sunnudagaskólanna og ungmennafélaganna. Ennfremur heldur Samband íslenzkra Kvenfélaga hins Sameinaða Kirkjufélags ársþing sitt, ákveðna daga á þingtímanum. Starfsskrá þingsins verður nánar auglýst síðar. Winnipeg, Man., 2. júnf 1936. Guðm. Ámason, forseti Sveinn ,E. Bjömsson, skrifari Vilhjálmur Pjörnsson heitir ungur maður nýkominn til Win- nipeg frá íslandi. Dvelur hann hér tveggja eða þriggja mánaða tíma til að kynna sér aðferðir við kassagerð og er hjá S. Thor- kelssyni í því skyni. Telur hann mikla þörf á kassaverk- smiðju heima meðal annars til að smíða fiskikassa og mun hugsa sér að fá áhöld hér til hennar áður .en hann fer aftur heim. * * * Umboðsmanni sínum, A. S. Bardal, buðu stúkurnar Skuld og 'Hekla til skmsætis á fimtu- dagskveldið var, af því tilefni að Arinbjörn er orðinn sjötugur, þó ótrúlegt þyki þeim sem þekkja hann í sjón. Ræður Ihéldu Rev. Carl Olson, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, séra R. Mar- teinsson, Guðm. Bjarnason, Mrs. Backman og Helgi John- son, sem einnig flutti tvö kvæði til heiðursgestins, eftir L. Kristjánsson og Davíð Bjöms- son. Gunnl. Jóhannsson kaup- maður stjórnaði samsætinu röggsamlega og 'mælti fyrir minni Margrétar konu Bardals. Sömuleiðis afhenti hann heið- ursgestinum rafmagnsklukku í þessa minning, með silfurskildi sem Baldwin hafði letrað fag- urlega. Enginn vildi trúa, að A. S. væri sjötugur fyr en hann sann- aði það með útdrætti úr kirkju- bók þeirrar sóknar, sem hann fæddist í til þessa eymdardals. Hann er miklu vanari því, að starfa að samsætum fyrir aðra, heldur en að sitja þau sem hon- um eru haldin. Honum líkaði þessi veizla vel, þótti gaman að, og er þess hér getið vinum hans til leiðbeiningar, að gleyma ekki afmælinu hans þegar hann verður tíræður. * * * Dr. Harriet G. McGraw hermsækir Winnipeg Um fyrri helgi komu til þessa bæjar Mr. og Mrs. Joseph Mc- Graw frá Tryon, Nebraska. — Dvöldu þau hér fram á mið- vikudag. Mrs. MoGraw er ís- lenzk og ein af þeim konum þjóðar vorrar, sem rutt hefir sér braut til frama og virðingar og þjóð sinni til sóma. Hún heitir Hrefna Finnbogadóttir, ættuð úr Miðfirði. Eru þau Mr. W. S. Melsted í Winnipeg og hún bræðraJbörn. Mrs. McGraw mun hafa verið fyrsti íslenzki kven- læknirinn hér vestra. Lauk hún prófi árið 1907. Hún er læknir héraðsins sem hún býr í og er mikið af starfi hennar látið. — Maður hennar er lögfræðingur og gætir laga þar, svo þau eru þar réttnefndir sveitarhöfðingj- ar. Mrs. McGraw hefir af eig in ramleik rutt sér hér veg; hún átti hér enga þá að, er efnalega gætu fyrir henni greitt. Og sjö ára byrjar hún stritið með því að líta eftir ungabörnum. Þó það hafi eflaust oft gengið nærri kröftum hennar, var ekki um annað hugsað en að halda áfram þar til takmarkinu var náð. Mrs. MoGraw kvaðst hafa haft mikla skemtun af komunni hingað til Winnipeg á fund Is- lendinga. Þó hún hafi ekki frá því hún var unglingur neitt ver- ið þeirra á meðal, talar hún en vel íslenzku. í för með þeim Mr. og Mrs. McGraw, var frú Ingibjörg Lin- dal frá Wynyard, Sask., eru þær Mrs. McGraw og hún systkina dætur. Mrs. MoGraw dvaldi meðan hún stóð við í Winnipeg hjá Ásm. P. Jóhannssyni. * * * Fimm eldliðsmenn í St. Boni- face féllu í öngvit s. 1. miðviku- dag. Þeir voru að slökkva eld er upp kom í vöruhúsi. Þetta var einn heitasta daginn, sem komið hefir á þessu ári, sem auk svækjunnar og reyksins frá húsinu sem var að brenna, gerði hitann öþolandi. Síðastliðinn sunnudag, 31. maí fór fram fermingarathö'n í iSambandskirkjunni í Winni- peg, kl. 3. e. h. að mörgum við- stöddum. Kirkjan var prýdd blómum af sunnudagaskólan- um, og var alt hið álitlegasta að sjá. Mrs. K. Jóhannesson söng einsöng og söngflokkurinn kór- söng auk fermingarsálmanna. Þrír drengir buðust til ferm- ingar, — Gunnar Victor Thor- darson og Viggó Thordarson, synir Guðmundar Thordarsson- ar og Guðlaugar heitinnnar Jónsdóttur Thordarson og Pét- ur Bjarni Pétursson sonur Ólafs fasteignasala Péturssonar og Önnu McNab Pétursson. Séra Philip M. Pétursson stýrði ferm- ingarathöfninni, og að henni lokinni innrituðust ifermingar- drengirnir í söfnuðinn. * * * Jón Sigurðson Chapter I. O. O. E. heldur sinn næsta fund að heimili Mrs. G. F. Jónasson 195 Ash St., á þriðjudagskveldið 9. júní — kl. 8. e. h. * * * Allan Leask sjóður undir umsjón Jón Sigurdson Chapter I. O. D. E. Áður auglýst ...........$30.00 Mrs. G. Kolbeinson Kindersley, <Sask..... 1.00 Mrs. Gísli Jónsson Osland, B. C.......... 5.00 Mr. og Mrs. J. M. Bjarnason Elfros iSask.......... 2.00 Dr. og Mrs. Rögnv. Péturs- son, Winnipeg, Man..... 5.00 $43.00 Með þakklæti. Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St. Mrs. B. S. Benson 695 Sargent Ave. v * * Líti á karlmönnum Mrs. Black, sem er sambands- þingmaður og hefir Ihaft gott tækifæri að virða þingmennina fyrir sér, segir engan þeirra verulega fallegan í vexti. Þeir hafi þessi sömu líti og flestir karlmenn, hafi útistandandi eyru og séu digrastir um mitt- 1 ið. , * * * Ágætur hljómleikur Hljómleikur nemenda Ragn- ars H. Ragnars í Chalmers Un- ited kirkjunni 28. maí, var á- gætlega sóttur, nærri fult hús, sem er fágætt um slíkar sam- komur. En menn vita, að Rag- nar lætur ekki nemendur sína ganga sofandi til verks og þeir eiga von á góðum hljómleik á samkomum hans. Sá mun og enginn þarna hafa verið, sem fyrir vonbrigðum varð. Hljóm- leikurinn var hressandi og á- gætur frá byrjun til enda. Og þar sem Miss Diehl leikur són- ötur, er um ómengaða hljómlist að ræða. Og meðspil Franks Thorólfssonar þarf ekki að minnast á; hann er einn af skörpustu löndum vorum í sinni list og semur áheyrileg lög, svo sem það er Miss Diehl fór með þarna. Þá vakti meira en litla eftirtekt leikur Marvin Halder- son, ekki einungis spilið, heldur og lagið eftir sjálfan hann. Eða þá bróðir ihans Allan Halderson, er bar burt 'bikar úr þessa árs samkepni Manitoba Music Tea- chers Association í sínum bekk, Allir þessir nemendur Ragnars sem nefndir hafa verið — því þeir er aðstoðuðu þarna að Miss Diehl undanskilinni hafa einnig verið það — eru svo kunnir fyr- ir list sína og hafa svo glæsi- lega sigra unnið, að hér er ó- þarft að lýsa hvemig þeir leysa verk sín af hendi. Og um þá 20 nemendur sem þarna komu fram og hér verða ekki nefndir, værum vér ekki hissa á að frétta eitthvað svipað um er tímar líða. Elma Gíslason söng og undur þítt einsöng sinn. Það er ástæða til að árna hljómleikakennaranum alls góðs í svo ágætu starfi sem sam- koma þessi ber vitni um að hann leysir af hendi. Matvöru-búðir í WinApeg veröa lokaðar síðari hluta hvers miðvikudags hér eftir í nokkra mánuði. Þær eru lokaðar eftir hádegi í dag. * • • In honor of Mrs. Berth.i Thorpe, who for 20 years has been a member of the Chapter and has served in the capacity af Vice-Regent, Regent and for many years convenor of the Hospital Visiting Oom.m(ittee, the Jon Sigurdson Chapter I.O. D.E. entertained at a Dinner at the Marlborough Hotel on Thursday eve., May 28th. At the head table, seated with the Regent, Mrs. J. B. iSkaptason and the guest of honor, were: Mrs. W. G. Lumbers, National President, who is visiting in the city for a few days attending the National Convention, Mrs. Homer Bunnell, President of the Municipal Chapter, Mrs. J. A. Hughes, President of the Provincial Chapter and Mrs. Colin H. Campbell, Ó. B. E. Mrs. Lumbers, upon making the presentation of a Primary Life memþership certifioate and pin to Mrs. Thorpe, said that work of the nature for which Mrs. Thorpe was being honored, did not carry monetary remun- eration, but that a Life mem- bershhip as the highest form of recognition for servicé ren- dered. Mrs. Hugbes, in her remarks said that Mrs. Thorpe might rest assured that her many acts of love and devotion to this very worthy service had been and was constantly being re- paid by the cheer and joy that she is spreading upon her visits to the ihospitals and sanatori- ums. Mrs. Bunnell complimented the Regent upon her splendid co-operation at all times. Mrs. Campbell paid tribute to the Jón Sigurdson Chapter and to the Icelandic people of our Province and made special men- tion of the gift to the Univer- sity of Manitoba of a set of 2500 volumes of Icelandic books by Mr. A. Olson. Grace Thorlakson Johnson gave a very pleasing rendition of two vocal numbers ‘‘From the Land of the Sky Blue Wat- ers” by Charles Wakefield Cherdman and “Homeing” by Terefa Del Riego accompanied by Miss Björg Frederickson. After # an bour’s game of Bridge the prize won by Mrs. Smith a very enjoyable even- ing was brougt to a close by the singing of the National Anthem. F. B. HITT OG ÞETTA Krishnamurti í Suður-Ameríku Guðspekingar halda tjaldbúð- arfund í Ommen í Hollandi á komanda sumri, og er gert ráð fyrir að hann standi yfir frá 24. júlí til 5. ágúst. Ráðgert er að Krishnamurti komi þangað og flytji þar erindi. MESSUR og FUNDIR 1 Jcirkju SambandssafnaOar Uessur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaSarnefndin: Funólr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsita mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þrlðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. J. WALTER JOHANNSON Uinboðsmaður New York Life Insurance Company Annast um aðgerðir á Radios, set upp aerials, einnig sel ný og gömul Riadio. TH. VIGFÚSSON Sími 39 359 559 Furby St. Krishnamurti hefir upp á sáð- kastið verið á ferðalagi um Suður-Ameríku og Mexico. I Uruguay var hann gestur ríkis- stjórnarinnar og var tekið þar með kostum og kynjum. Flutti hann þar erindi, og var aðsókn meiri en svo, að nokkurt hús rúmaði áheyrendur. í för þessari kom Kríshna- murti til Buenos Ayres, og hafði kaþólska kirkjan þar í borginni mikinn viðbúnað til þess að dfcragá úr áhfjifium (“ljalsispá- mannsins”. Var honum neitað um að tala í útvarp, og kaþólsk iblöð voru full af árásum á hann. Frjálslyndu blöðin aftur á móti tóku svari hans. Krishnamurti er nú kominn til Kaliforníu og dvelst þar fyrst um sinn. * * * Fyrst var tekið að nota títu- prjóna árið 1343. Áður notuðu konur trénálar í þeirra stað. * * * —■ Hvar ertu fæddur, pabbi? — Á ísafirði! — En þú, mamma? — Á Seyðisfirði! — En eg sjálf? — í Reykjavík! — En hvað það er undarlegt, að við skyldum öll hittast! RECITAL BJÖRG FREDERICKSON presents her pupils in a PIANO RECITAL assisted by Marjorie Hopkins, soprano in the Music & Arts Recital Hall Thurs. June 11 8.15 p.m. Admission 25c & 15c Fyrirtæki sem vert er að leggja peninga í BATHURST POWER AND PAPER CO. LTD. BATHURST, N. B. Capitalization, issued 400,000 Class A Common Shares Capitalization, issued 300,000 Class B Common Shares Fixed Assets.................................$16,500,000 Liabilities (outside of capital invesitment).. 1,000,000 Current Assets................................. 2,700,000 Current Liabiiities........................... 250,000 Working Capital................................2,400,000 or equal to about $6.00 per share of the A stock Current Assets highiy liquid, marketable securities.$1,400,000 Timber jUmits 2,587 square miles estimated 10,000,000 cords of pulpwood This Company manufaetures Kraft Liner Board and 1‘aper Boxes. Nesbitt, Thomson & Co., Ltd., hefir rétt nýlega tekið við félagi þessu. Vér álítum hlutabréf í A flokki, er seljast nú á markaðinum á $14.00 mjög gott kaup og gróða- vænlegt sé hlutabréfunum haldið skynsamlega lengi. Þeir sem hefðu hug á þessu geri svo vel og skrifi annað- hvort á íslenzku eða Ensku. O. G. BJÖRNSON, skrifstofustjóra ' NESBITT, TH0MS0N & C0. LTD. 603 Electric Railway Chambers Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.