Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 5

Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 3. JÚNI, 1936 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA My Mother (Fyrverandi þingmaður Selkirk og Nýja Islands kjördæmds, James H. Stitt, lögfræðingur, en núverandi forstöðumaður ríkis- þjónustunnar, (Civil Service Commission), er allgott skáld á hér- lenda visu. Hafa birst kvæði eftir hiann í ýmsum canadiskum tímaritum og þykja allgóð. Eftirfylgjandi kvæði skaut hantn að ráðsmanni Heimskringlu i siðastliðinnd viku, er hann onti Mæðra- daginn 10. miai síðastl.) Her beauteous 'body at my birth Gave nurture to my fainting earth, I could not be nor breathe nor stir But through the breaking heart of her. The lovely songs she sang to me Were like an angel’s minstrelsy, And her pale hands were never done With tending me, “Her little son”. Where’er my trembling steps would light She was 'beside to guide them right, I could not soib, nor smile, nor cry But her frail form was standing by. When sickness wracked my tiny frame Her love burned with a stronger flame, And mercy in her holy eyes Shone with a light from Paradise. She taught me first the golden rule When I reluctant went to school, ’Twas then she dressed me fine and neat And even kissed me on the street. When I became a bigger boy I was her pride and hope and joy, And she had such a wondrous plan For me when I became a man. Alas, the lives of many sons Are not just those of holy ones, And oftentimes they play a part Which break a mother’s trusting heart. Although her dream was dimmed with tears She never let me know her fears, But still held on and hoped to see The man she prayed her son would be. Yea, even with her fainting breath Before she fell asleep in death, She seemed at last to gaze surprised As if her dream were realized. O, Mother, when from realms of light God grants to thee a second sight Of this thy son, Implore again his life may be That shining dream you prayed for me, Thou lovely one. James H. Stitt varast þrumuveðrin, er ekkert undarlegt þótt skemdir verði þar í meiriháttar þrumuveðrum. í skeytum frá Vestmanna- eyjum og Reykjanesvita kl. 12 í nótt, er þurmuveðurs eigi get- ið og er því líklegt að eigi hafi það komið þar. Hinsvegar var hagl í Vestmannaeyjum. —‘N. Dagbl. * * * fslenzk mályerka- sýning í London Eyjólfur Eyfells, listmálari, opnaði málverkasýningu í gær- dag í London. Sendiherra Is- lendinga og Dana í London var viðstaddur og kynti gestum sýninguna. 12 íslendingar voru viðstaddir. Viðtökur virðast ætla að verða góðar. —N. Dagbl. 6. maí * * * Ríkistekjur Svíþjóðar Þrjá fyrstu ársfjórðungana af yfirstandandi fjárhagsári sæn- ska ríkisins hafa tekjurnar o'rð- ið 81.3 milj. kr. meiri en á sama tíma í fyrra. Ágóðinn af ríkis- járnJbrautunum hefir farið mest fram úr áætlun. Áætlunin var 26 milj. kr., en tekjurnar hafa orðið 40 milj. kr. Benzinskatt- urinn hefir farið 12 milj. kr. fram úr áætlun, tolltekjurnar 11 milj. kr., tóbakseinkasalan hefir gefið 4.5 milj. kr. meiri arð, en áætlað hafði verið, sím- inn 3.26 milj kr. og póstflutn- ingarnir 1.25 milj. kr. UPPRUNI GUÐANNA Meðal hinna gömlu þjóð- flokka voru guðimir skapaðir í mannsmynd; menn tileinkuðu guðunum skapgerðareinkenni mannanna, bæði kosti og lesfi. Framleiðendur gyðinglegrar og kristinnar trúar aftur á móti létu mennina vera skai>aða í guðs mynd. 'Niðurstaðan varð því sú sama í báðum tilfellum; það átti að sannast, að menn- irnir væru guðlegs uppruna, og ættu því rétt á því að ráða yfir öllu, sem ekki væri guðlegs uppruna. Allir guðir, heiðnir, gyðinglegir og kristnir voru skapaðir af mönnum. Aðeins í einstökum tilfellum er hægt að grafa það upp, á hvern hátt guðir hafi orðið til, því að þeir, sem einhvem hagn- að hafa af trúaribrögðunum, hjúpa uppruna þeirra dular- slæðu. Ein af stjörnum himinsins vísar konungum fjarlægra landa veg til jötunnar, himn- arnir opnast og básúnuþeytarar veita f járhirðunum ókeypis kon- sert. I Bandaríkjum Norður- Ameríku er sá maður stimplað- ur guðlastari, sem reynir að afla sér þekkingar á tilorðningu kristinnar trúar. Aftur á móti þykir það ekkert guðlast að rannsaka uppruna heiðinna guðshugmynda og gera opin- berar niðurstöður rannsókn- anna. Hér fer á eftir ofurlítil frá- sögn um tilorðningu Indíána- guðs eins; það var að vísu grá meri, fædd á Spáni, en að öðru leyti hinn þénanlegasti guð. Þegar Fernando Cortez (spanskur hershöfðingi, sem náði Mexico frá Aztekum á ár- unum 1519—1521) hafði náð Mexico á sitt vald, tókst hann ferð á hendur til Honduras. I leiðangri þessum ætlaði hann sér að finna sund milli Atlants- hafsins og Kyrrahafsins, því á þeim tímum álitu menn, að meginlönd Suður-Ameríku og Norður-Ameríku væru aðeins tvær stórar eyjar, og væri sund á milli þeirra. Á ferðalagi þessu kom Cor- tez til Petenvatns, sem er stórt vatn í Guatamela. Við strendur þessa vatns og á eyjum í vatn- inu hitti Cortez Indíána, sem tóku á móti honum og fylgdar- liði hans með svo höfðinglegri gestrisni, að ef hann hefði ekki hitt þá, hefði hann og lið hans áreiðanlega farist á gresjunum eða í fenjunum. Indíánar þessir gátu ekki fengið af sér að synja gestum sínum nokkurrar ibónar, og gengust þeir inn á það með glöðu geði að láta skírast og gerast kristnir. Á tveim dög- um voru allir Indíánarnir, sem höfðu safnast saman, eins og til veizlu, skírðir, og svo var bróð- urkærleikur þeirra og friðarvilji mikill, að þeir horfðu aðgerða- lausir á Spánverjana brjóta nið- ur hof þeirra og hina gömlu guði. Þeir meira að segja gátu ekki annað en skemt sér yfir djöfulgangi Spánverjanna, því svona einkennilegar aðfarir höfðu þeir aldrei áður séð. Indíánar þessir lifðu á fiski úr vatninu og dýrum skóganna, en þeir áttu hvorki, silfur, gull né dýra steina. Þessvegna hafði Cortez skamma viðdvöl þar. En til þess að gera skírnarat- höfnina sem hátíðlegasta og sýna Indíánunum dýrð og veldi hins hvíta kynþátts, hélt Cortez hersýningu daginn áður en skírnarathöfnin hófst og lét skjóta úr nokkrum fallbyssum. Indíánarnir höfðu aldrei séð annað eins. Þrumur og elding- ar fallbyssnanna, skrúðganga munkanna og riddarahersýning- in hafði mikil áhrif á þá, eins og til var ætlast. Indíánarnir áttu að sannfærast um það, að þjóð sú, sem slíkt gæti afrekað, ætti sér miklu merkilegri guð en þeir. En þó merkilegt rnegi virð- ast, voru það ekki fallbyssurn- ar, sem höfðu dýpstu áhrifin á índíánana, heldur riddaramir og hestarnir. 1 Ameríku voru ekki til hestar um þessar mund- ir og Indíánarnir höfðu aldrei séð þesskonar dýr fyr. Þeir héldu að maðurinn og hestur- inn væri eitt dýr. Skepna þessi hafði fjóra fætur, var mjög fljót á fæti, hafði tvö höfuð, annað var mannshöfuð og hitt einkennilegt, aflangt höfuð með stórum, kringlóttum augum, hún hafði langan brodd, það var spjót riddarans, og langan hníf, sverðið, og með þessum hníf gat ófreskja þessi barið á báðar hendur. Þegar hermenn Cortez höfðu náð sér aftur eftir ferðavolkið, yfirgáfu þeir hina greiðviknu Indíána, án þess að borga fyrir sig með öðru en því að sýna þeim, hvernig þeir ættu að þvo af sér syndir sínar, sem þeir höfðu ekki vitað fyr að væru til. • , Sannleikans vegna er þó rétt- ast að taka það fram, að daginn áður en Cortez iagði af stað, á- kvað hann að sýna Indíánum hvað mikill höfðingi hann gat verið. Hann gaf þeim því meri eina gráa að lit. Að vísu var Grána bæði skúfslitin og tann- laus og því ekki líkleg til lang- ferða. Indíánar veittu gjöf þessari móttöku með mikilli viðhöfn og hátíðleik, eins og fólk, sem er óvant því að meðtaka konung- legar gjafir. Að þessu loknu hvarf Cortez og förunautar hans á jafn leyndardómsfullan hátt og þeir höfðu komið. Og eina sönnunin fyrir því, að þetta var ekki draumur, sem fyrir Indíánana hafði borið síð- ustu dagana, var ein skúfslitin og tannlaus meri. Jæja, Cortez hafði skenkt hinum greiðviknu gistivinum sínum gráa hryssu, en honum hafði alveg láðst að skýra þeim frá því, á hverju 'hún ætti að lifa. Þúsundir Indíána höfðu nú komið úr fjarliggjandi héruðum, til þess að sjá hryssuna. Og þar sem hún stóð í svo nánu sambandi við hvíta, skeggjaða menn, sem gátu framieitt þrum- ur og eldingar, þá báru hinir sólbrendu synir landsins mikla virðingu fyrir henni. Þeir færðu henni hin fegurstu blóm, en hið heilaga dýr aðeins 'þefaði af þeim og leit ekki við þeim meir. Þá urðu Indíánarnir ákaflega sorgbitnir. Þeir báðu og sungu og héldu hátíðlegar skrúðgöng^ ur, til þess að blíðka hið heilaga dýr. Að lokum sagði gamall græð- ari, sem var vitringur hinn mesti: “iSjáið þið ekki, að hið heilaga dýr er sært á fæti.” Indíánarnir komu nú með mikið af steiktum kalkúnum og færðu hryssunni, því að þeir álitu steikta kalkúna eina hina beztu sjúkrafæðu. Enda þótt kalkúnarnir væru Ibornir fram í gljáfægðum kop- arfötum, ásamt blómum og i ágætu kryddi, þá liristi hryssan bara makkann og stappaði nið- ur fótunum. Þá datt Indíánunum snjall- ræði í hug. Þeir völdu fagra ungfrú úr hópnum og færðu hryssunni. En veslings skepn- an kunni ekki að meta þessa dýrmætu gjöf. Þó að hryssa þessi hefði get- að lifað hinu dásamlegasta lífi, sem nokkru hrossi hefir fallið í skaut, og enda þótt hún væri ekki meir en svona 100 faðma frá iðgrænu engi og alt um það að akrar Indíánanna bylgjuðust af mais, þá fór svo, að veslings skepnan dó úr hungri. Indíánarnir fyltust ógn og skelfingu og stóðu ráðþrota umhverfis hrossskrokkinn. Og þar sem þeir óttuðust mjög hefnd hryssunnar, þá fengu þeir myndhöggvara til þess að gera líkan af hryssunni og settu lík- anið í eitt af dýrðlegustu hofum sínum. Níutíu og þrem árum seinna komu tveir förumunkar til Pet- envatns, til þess að umvenda heiðingjum. Eftir að Cortez fór þaðan hafði enginn hvítur maður flækst á þessar slóðir fyr. Munkarnir tveir gengu inn í musterið og urðu mjög undr- andi, er þeir sáu gríðarstórt lík- neski af hesti, því að á þessum slóðum vissu iþeir ekki til að hestar væru. En ekki urðu þeir minna undrandi, þegar þeir sáu, að Indíánarnir tiibáðu líkneski þetta sem sinn æðsta guð og bak við það var stór trékross. Þeir komust síðar að því að þetta var þrumu og eldingaguð- inn. Það er skiljanlegt, að frásögn munkanna olli miklum æsing- um meðal þeirra, sem fengust við að rannsaka sögu Indíán- anna. Margar sögusagnir gengu um það, á hvern hátt Indíán- arnir hefðu lent út í það, að til- ibiðja hest og trékross. Getgát- ur manna hefðu sennilega orðiö til þess að leiða vísindamennina út í hinar mestu ógöngur, ef svo giftusamlega hefði ekki tekist til, að bréf fanst, sem Cortez hafði skrifað Karli keisara V. og neðanmáls í þessu bréfi var smáklausa, sem brá skýru Ijósi yfir þetta leyndardómsfulla fyrirbrigði.—Alþbl. VIÐSKIFTA- OG ATVINNU- LÍFIÐ 1935 Eftir Guðlaug Rósinkranz, yfirkennara Framh. Sala landbúnaðarvara innanlands Eins og kunnugt er var skipu- lagi komið á kjötsöluna innan- lands í fyrra, sem hafði það í för með sér að verð til fram- leiðanda varð um 30% hærra en árið áður, en smásöluverð þó ekki nema um 8% hærra. Heild- söluverð á nýju kjöti innanlands var það sama í haust og í fyrra- haust í sláturtíðinni eða: pr. kg. Á fyrsta verðlagssvæði kr. 1,10 —nema Rvík, Hafnar- firði, Vestm.ey., Akra- nesi og Keflavík —• .... — 1,15 Á öðru verðlagssvæði — 1,05 Á þriðja verðlagssvæði — 1,00 Á fjórða verðlagssvæði — 1,05 — nema Akureyri og Siglufirði ............ — 1,10 Á fimmta verðlagssv. — 1,00 Verð á smjöri hefir verið það sama og í fyrra eða kr. 3.30 kg. í heildsölu og hefir það alt selst á innanlandsmarkaðnum. Verð á osti hefir einnig verið sama og mest af honum hefir verið selt í landinu. Egg hafa verði í heldur lægra verði en í fyrra; komust njiður í 8 aura síðastlið- ið vor, og fullnægir nú íslenzka framleiðslan eftirspurninni. Sláturfé. — Slátrað var í haust rúmlega 345 þús. dilkum á öllu landinu og er það 8000 færra en í fyrra. Meðalþyngd á dilkkropp var í haust 12,94 kg. og er það 0,47 kg. þyngra en í fyrra. I haust var slátrað rúmlega 24 þús. færra en í fyrra. Sláturfé hefir því verið fullum 25 þúsundum færra en árið 1934. Kjötþunginn af sláturfénu á öllu landinu var í haust 4930 tonn, en í fyrra var hann 5200 tonn. Hefir því kjötmagnið í ár verið 270 tonnum minna en í fyrra. Skipastóllinn Eitt nýtt farþegaskip, “Lax- foss”, hefir verið keypt á árinn í stað “Suðurlandsins”, sem dæmt hefir verið ónýtt. Gengur “Laxfoss” í farþegaflutningi milli Reykjavikur og Borgar- ness. Eitt flutningaskip var keypt, gufuskipið “Snæfell”, sem Kaupfélag Eyfirðinga keypti og lét gera við, og hefir það síðan verið í millilandaferð- um. Togaraflotinn er sá sami og á síðastl. ári eða 38 talsins. Keyptiir hafa verið inn í landiö 10 nýir mótorbátar, 14—80 tonn að stærð og 8 mótorbátar 15— 50 tonn hafa verið smíðaðir í landinu, en 18 mótorskip hafa verið dæmd ósjófær, rifin, strandað eða seld til útlanda á árinu. Tala skipanna er því sú sama og á síðastliðnu ári, en þau sem komið hafa ný eru yfirleitt stærri og verðmeiri en þau sem hafa ónýzt. Sjávarútvegurinn Þorskaflinn. —* Afli hefir ver- ið mjög tregur á öllu landinu, en þó langminstar á Vestur- og Austurlandi, þar sem hann varð helmingi minni en í fyrra. Fisk- afli á öllu landinu var til 1. des. samkv. skýrslu Gengisnefndar: 1. des. 1935 49,925 þús. tonn 1. des. 1934 61,564 þús. tonn 1. des. 1933 68,441 þús. tonn 1. des. 1932 56,005 þús. tonn Eins og af þessu sézt minnk- ar fiskaflinn árlega. En þrátt fyrir það að aflinn er svo lítill voru fiskbirgðir rúml. þúsund tonnum meiri 1. des. í ár en í fyrra, eða 22,770 tonn. Síldveiðarnar gengu erfiðlega, veiði var mjög treg. Síld, sem veidd var til söltunar, varð við Norðurland rúmlega helmingi minni en í íyrra. En í byrjun septembermánaðar byrjaði síld að veiðast í Faxaflóa og veidd- ist fram í nóvemberlok. Veidd- ust þar úml. 40 þús. tunnur. Við Faxaflóa og hér sunnanlands hefir síld ekki fyrri verið veidd svo nokkru hafi numið. Sfld- veiðin við Faxaflóa í haust er því einn merkilegasti viðburð- urinn í sjávarútvegsmálunum á þessu ári. Síldaraflinn var sem hér segir: (9. des.). m Söltuð síld.........73,757 tn. Matjessíld ......... 7,452 — Kryddsöltuð síld _____28,335 — Sykursöltuð síld ..... 4,499 — Sérverkuð sfld ...,...19,578 — Samtals 133,621 tn. í fyrra samtals 216,760 tn. • Mestur munurinn er á Mat- jessíldinni í ár og í fyrra. En þá voru 71,023 tn. matjessaltað- ar, en nú ekki nema 7,452. Bræðslusíld var í ár 549,741 hl. — — 1934 686,726 — Nýmæli í fiskveiðunum Að tilhlutun Fiskmálanefnd- ar voru í haust gerðar tilraunir með karfaveiðar. Voru 5 tog- arar við þær veiðar í 2 mánuði og öfluðu þeir ágætlega. Karf- inn var lagður upp á Sólbakka og Siglufirði og bræddur þar í síldarverksmiðjunum. —. Verð karfans var ákveðið kr. 4,00 á mál, en Fiskimálanefnd lofaði 50 aura uppbót á mál ef verk- smiðjurnar sköðuðust á því að kaupa karfann því verði. Unnið var bæði lýsi og mjöl úr karfan- um og hefir sala þessara afurða gengið vel og gott verð fengist fyrir þær. Elr því nú mikill hug- ur í mönnum um að gera út á karfaveiðar næsta ár. Samkv. skýrslu Gjaldeyrisnefndar var búið að flytja út 1. des. karfa- afurðir fyrir 163,500 krónur. — Hafa þær verið seldar á Eng- landi, og fyrir ágætt verð. Annað nýmæli, sem að til- hlutun Fiskimálanefndar var tekið upp á árinu, var herðing fiskjar til útflutnings. Menn voru styrktir til þess að koma upp hjöllum og allmikið var hert. Samkv. skýrslu Gjaldeyr- isnefndar var útflutningur harð- fiskjar til 1. des. 147,550 kg. fyrir kr. 115,320. Eftirspurn eftir harðfisknum hefir verið mikil og verið gott. Hefir það. verið 65—70 auna fyrir ufsa og 60—100 aura fyrir þorsk. Harð- fiskurinn hefir verið seldur til Hollands, Svíþjóðar, Þýzka- lands, Afríku, o. fl. landa. Framh. HITT OG ÞETTA Endurlífgun 14. apríl, kl. 11.45 að kvöidi andaðist í London 23 ára gömul stúlka, Daisy Allen að nafni. — Læknar, sem voru við sjúkra- beðinn sögðu hinni sorgbitnu móður, að dóttir hennar væri skilin við. En þarna var viðstaddur læknir einn, Justin Bariley að nafni. Hann gerði í snatri ýms- ar aðgerðir á stúlkunni, og stundarfjórðungi seinna lifnaði hún við. Eftir að hún hafði vaknað til lífsins aftur skýrði hún svo frá: “Eg heyrði hljóðfæraslátt, sem í fjarska. Annars var alt rólegt í umhverfi mínu. Aldrei hefi eg fundið eins mikla sælu í lífinu. Það var eins og lík- aminn væri leystur upp, og sjálf væri eg laus við allar jarð- neskar áhyggjur. í stað kvala og óróleika hafði eg sælu og frið”. * * * Á hárgreiðslustofu. — Eg vil fá svolitlar bylgjur í hárið. — Með ánægju. — Hvaða bylgjulengd.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.