Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 2
2. SIÐA. mEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JÚNÍ, 1936 INDLANDSFAR HLAÐIÐ GULLI OG GIMSTEINUM STRANDAR Á ISLANDI Dýrmætasti farmur se>m til landsins hefir komið Mesta manntjón á einu skipi Eftir Árna óla Haustið 1667 strandaði hér við land stórt hollenzkt kaup- far, komið frá Austindíum. Það hét “Het Wapen van Amster- dam” og var hlaðið dýrara farmi en nokkurt annað skip, sem hér hefir strandað síðan land bygðist. Og aldrei mun, svo sögur fari af, hafa orðið jafn mikið manntjón við neitt strand eins og þá. f>ótti mér því hlýða að reynt væiri að rifja upp alt það, semfmenn vita með sannindum um skipstrand þetta eða geymt er í munnmælum. En þegar eg fór að rannsaka sögu þess, sá eg fljótt, að þar var ekki á vísan að róa, því að flest skjöl og skilríki frá þeim tíma munu glötuð vera, en ann- álum ber ekki saman að sumu leyti. I»ær heimildir, sem eg hefi stuðst við um eftirfarandi frá- sögn, eru þessar: Árbækur Esp- hólíns, Vallaannáll, Fitjaannáll Kjósarannáll, Hestannáll, Hirð- stjóraannáll Jóns (próf. Hall- dórssonar, Annáll Magnúss Magnússonar sýslumanns, — Vatnsfjarðarannáll yngri, Sýslu mannaæfir, íslands ártali Gísla Konráðssonar, Alþingisbækur (1669) og Onze Uslandsvaard- ers in de 17de en 18de Eeuw, doktorsritgerð ungfrú M. Simon Thomas um siglingar Hollend- inga til íslands á 17. og 18. öld (prentuð í Amsterdam 1935). f>ar sem heimildir greinir á, verður þess getið smám saman, og reynt að hafa það, er sannast þykir. Skipið ‘Het Wapen van Am- sterdem” (Skjaldarmerki Am- sterdam) var eign siglinga- og verzlunarfélagsins Kamer Am- sterdam. — Var það eitthvert glæsilegasta skipið í hinum glætsilega verzlunarflota' Hol- lendinga á þeim árum. Skip- sterdam fór “Het Wapen van Amsterdam” í fyrstu Indlands- för sína 20. október 1654 og kom heim aftur 16. júlí 1657; í aðra förina fór það 13. október 1657 og kom heim 30. júní 1659; í þríðju förina 17. des. 1659 og kom heim 30. júní 1661; fjórðu förina 27. sept. 1661 og kom heim 18. júlít1663; í fimtu ferðina 21. maí 1664 — en úr henni kom það ekki. Það strandaði við ísland 19. sept. 1667 og þar báru flestir skips- verja Ibeinin, og hinn dýrmæti farmur fór forgörðum að mestu. Hinn dýrmæti farmur Talið er, að þegar, skipið lagði á stað heimleiðis frá Batavíu á Java í seinasta sinn, hafi farm- ur þess verið metinn á 43 tunn- ur gulls. Samkvæmt orðabók Sigfúsar Blöndals hefir hver “tunna gulls” verið virt til 200- 000 króna, og ætti þá farmur- inn að hafa verið 8.6 miljóna króna virði. Segir Esphólín svo frá í Ár- bókum um það hver farmurinn hafi verið: “Klukkukopar einn hafði ver- ið barlestin, en áhöfn gull og perlur, silki, skarlat, pell og purpuri, kattún og léreft ærið og mörg dýrindi, einnig dem- antar og kartbúnkúlur, desmer- kettir og margt annað”. Fitja-annáll segir: “Flutti bæði gull og perlur, silfur og kopar, kattún, silki og léreft yfiríljótanlegt og margs- kyns dúka og ábreiður”. Kjósarannáll segir: “--------fraktað með lérefti, silki, kopar, silfur, gull, dýr- mætar purtir og eðalsteina. Vatnsfjarðarannáll yngri seg- ir: “Þar var idel klukkukopar fyrir barlest, en góssið var allra handa varitet: silki, skarlat, pell, léreft etc., ýmislegir dýr- mætir eðalsteinar og cailbun- culi, desmerkettir og alls kyns þesskonar dýrmætt góss.” Frá Java til íslands Hollenzku skipin munu hafa orðið seinni til heimfarar frá Batavia íþetta ár heldur en endranær. Lögðu þau ekki á stjórinn hét Reynier Brinck- stag þaðan fyr en 26. janúar man. Var skipið smíðað til 1667. Fæ eg ekki séð hve mörg þess að halda uppi siglingum þau voru saman, því að í heim- milli Java (og Indlands?) og iidum er talað aðeins um Hollands, og var þetta fimta “nokkur skip.” ferð þess. Mætti því ætla, að Þessi floti kom til Góðrarvon- skipið hafi verið nýlegt, en þess arhöfða í maJ og dvaidist þar ber að gæta, að á þeim árum fram í öndverðan júní. Þá var var lengur verið að fara hverja siglt á stað og samkvæmt fyrir- för frá Hollandi til Austurindía skipun átti að halda rakleiðis og heim aftur, heldur en er nú norður undir Færeyjar. Gekk á dögum. ferðin vel, en flotinn lenti nokk- Á þessum árum var stríð milli uru vestar en gert var ráð fyrir, Hollendinga og Englendinga. og var kominn undir Island, á 'Hin stóru kaupför, sem til 62 ibreiddargráðu. Indlands sigldu og komu þaðan Þá var það, aðfaranótt 17. aftur með hina dýrmætustu september, að á rauk æðiveður. farma, þorðu því ekki að sigla Leystist þá flotinn sundur, og um Ermarsund, heldur fóru þau er sagt að veðrið hafi verið svo vestan við Bretlandseyjar. Var voðalegt, að menn hafi búist við það venjan að þau sigldi svo því að skipin myndi sökkva þá vestarlega, að ensk herskiþ og þegar, og hver stund væri næði þeim ekki. , Kom það þá sín síðasta. stundum fyrir að svo vestarlega \ Flest skipin hleyptu til Fær- var siglt í Atlantshaf, að skipin eyja upp á líf og dauða. En tóku fyrst land við Færeyjar,, vegna strauma í sundunum og en héldu svo rakleitt þaðan til óveðurs var ekki viðlit að leita Hjaltlands. Það biðu þeirra hafnar þegar þangað var kom- hoilenzk herskip til þess að fylgja þeim heim. Venjulega lögðu Indlands- kaupförin á stað að heiman seint um haust, eða fyrra hluta vetrar, en frá Batavía aftur næsta ár, milli jóla og nýárs, og voru væntanleg til Hjalt- lands eftir 8—9 mánuði, ef eng- in sérstök óhöpp komu fyrir. Seinast í júlí eða fyrst í ágúst voru því herskipin, sem áttu að fylgja þeim norðan við Skot- land og yfir Norðursjó, komin heim með þau. Höfðu Indlands- kaupförin samflot, eftir því sem unt var, svo að hægt væri að fylgja þeim öllum heim í einu lagi. “Skjaldarmerki Amsterdam" Eftir skýrslum Kamer Am- ið. Komust þó öll nema eitt í iandvar hjá Kvalbö og lágu þar af sér mesta garðinn. Kom- ust þau síðan inn til Þórshafn- ar 1. október. En eitt skipið fórst við Fær- eyjar. Það hét “Walcheren”, eign verzlunar og ^iglingarfé- lagsins Kamer Zeeland. Er mér ekki kunnugt um afdrif þess nema hvað sagt er að 17 menn einir hafi komist af. Það er nú frá “Het Waajæn van Amsterdam” að segja, að þessa sömu nótt sem ofviðrið brast á, rak það upp að suður- strönd íslands og fórst þar við sandana tveimur nóttum seinna. « Hvar fórst skipið? Annálum ber ekki saman um það hvar skipið hafi strandað. Valla-annáll, Fitja-annáll, Kjós- arannáll, Hestannáll og íslands ártali telja að skipið hafi strandað við Skeiðarársand. En annáll Magnúss sýslumanns og Vatnsfjarðarannáll yngri og Esphólín segja að það hafi strandað á Sólheimasandi. Þrátt fyrir þessar misgreinir er engum blöðum um það að fletta að skipið hefir strandað á 'Skeiðarársandi. Það styðja fyrst munnmæli, sem herma það, að akkeri skips- ins hafi verið flutt upp undir bæinn Skaftafell í Öræfum og verið skilin þar eftir í skriðu nokkurri; en í einu hlaupinu af mörgum hafi Skeiðará sópað burtu skriðu þessari og akker- unum. En iþað sem mér finst taka af allan vafa um þetta efni, er Al- þingiSbókin 1669. Þar /Ijætur Einar Þorsteinsson,* sýslumað- ur í Austur-Skaftafellssýslu lesa upp í lögréttu skrif og fram- burð sinn “um iþá kvensnift, Ragnhildi Jónsdóttur í hans sýslu, er barn alið hefir og það kent Pétri Jacobssyni, sem ver- ið hefir á því hollenzka Ostindia fari, en maðurinn nú í burt sigldur”. Orðin “í ihans sýslu”, og að þess munu engin "dæmi ,að strandmönnum úr Vestur- 'Skaftafellssýslu (eða jafnvel Ranárvallasýslu) sé flækt aust- ur í Austur-SkaftafellssýslU; taka hér af öll tvímæli. Skeiðarársandur er víður, svo að þótt sagt sé, að iskip hafi strandað þar, er ekki nema hálfsögð sagan um lendingu skipbrotsmanna. Um ægisand- ana, alt austan frá Hnappavöll- um í Öræfum og vestur úr öllu vaidi, kvíslast jökulvötn til sæv- ar, log engin bygð nærri. Á söndunum var þá ekkert af- drep, því að þar voru engin skýii fyrir (skipbrotsmenn. Og hvar sem þá bar að landi í skipreika milli Ingólfshöfða og Núpsvatna voru þeir áægisandi, umkringdir beljandi vötnum, sáu hvergi til mannabygða og vissu ekkert hvert átti að halda. Óvíða í (heimi, þar sem menn- ingarþjóðir búa, mun hin hams- lausa náttúra, er hrekur skip af hafi í strand, búa þeim, er af komast, jafn geigvænlegar við- tökur eins og á Skeiðarársandi. Því fór ihér svo, að aldrei mun meira manntjón hafa orðið við strand eins skips á Islandi, heldur en í þetta iskifti. Má gera ráð fyrir því að 150 menn hafi fardst þar að minsta kosti, jafnvel alt að 200. Þeir, sem bezt þekkja sagnir um þetta strand 'og staðháttu, telja að skipið muni hafa strandað um 20 km. fyrir vest- an Ingólfshöfða. Ætti það þá að hafa verið hjá Veiðiósi, eða milli hans og Melósa, eins og þeir eru nú markaðir á Islands- korti. En fyrir nær 270 árum mun alt hafa verið þarna með öðrum svip en nú er, nema um vötnin, sandana og ófærurnar. Með imörgum (hlaupum á þessum öldum ihefir iSkeiðará ibreytt öllu umhverfi og fært ströndina lengra út. Má því vera, að staður sá, þar sem hið fagra hollenzka skip strandaði, sé nú iangt frá sjó, og þar liggi það einhversstaðar grafið í sandinum, ásamt þeim auðæf- um er með því sukku í sjó, og menn gangi þar nú árlega yfir þann blett, án þess að vita hvað sandurinn undir fótum geymir. Mennirnirifarast í sjóvolki og krókna á söndunum Það fara sjaldnast nákvæm- ar isögur af því hvemig hverjum einum reiðir af þegar skip far- ast. Og allra sízt eiga menn * Einar Þorsteinsson, sýslu- maður AusturnSkaftfellinga, er meðal annars kunnur fyrir það, að árið 1680 gaf hann Alþingi öxi þá, er lengi síðan var notuð við aftöku sakamanna. orð til að lýsa þeirri útlausn skelfingar, því óttamagni, sem brýst út, þegar hundruð manna eru í lífshættu. Þess vegna reyni eg ekki að draga neina mynd af þvi hvernig umhorfs hafi verið í “Het Waapen van Amsterdam” þegar það strand- aði hér á suðurströnd Islands En hitt má hverjum manni vera ljóst, að fyrir foringja skipsins, sem áttu að ibera ábyrgð á góssi og lífi hinna mörgu manna, sem innanborðs voru, var það næg ástæða til örvílnunar að stranda þama þar sem engin áreiðan- leg kort voru þá til af suður- strönd íslands. í aftakaveðri strandaði skipið við sandana. Af annálum er svo að sjá sem þegar hafi verið reynt að setja út báta til þess að koma skipsfólki á land, en | við það hafi margir farist. i Dr. M. Simon Thomas getur þess í doktorsritgerð sinni, að i sagnir gangi um það, að á skip- inu hafi verið Svertingi nokk- ur, syndur eins og selur. Hafi hann bjargað mörgum mönnum á sundi til lands, en í seinustu ferðinni :hafi hann farist. Lík hans hafi verið dysjað þar sem það kom á land, á mel einum, sem íslendingar kalli síðan Skollamel. Mér hefir ekki tek- ist að grafa upp hvar það ör- nefni muni hafa verið, og senni- lega er nú staðurinn gleymdur, og grafinn af Skeiðará. Hve margir björguðust? Ekki iber annálum saman um það, hve margir menn hafi ver- ið á skipinu, en þó lætur nær um frásögn þeirra, hve margir hafi af komist. Esphólín segir að á (skipinu Ihafi verið 300 manns og 50 komist af. Fitja- annáll og Kjósarannáll segja, að á skipinu hafi Verið 200 manns og nær 60 komist af. Magnús sýslumaður segir að á Skipinu hafi verið 250 Imanns, en 50 komist af. Vallaannáll segir að þar hafi týnst fólk flest. Þegar athuguð er frásögn Jóns Ólafssonar Indíafara um mannfjölda á dönskum Aust- indíaskipum, má geta nokkuð í eyðurnar um, hve margir hafi verið á hollenzka skipinu. Það var mikið stærra heldur en dönsku skipin, og hlaut þvá að hafa stæiiri skipshöfn. iSvo Iber þess líka að gæta, að Hollend- ingar höfðu miklu meiri, ítök í Austurindíum heldur en Danir, og má því búast við fleiri far- þegum með þeirra skipum heim- leiðis heldur en þeim dönsku. - Þykir ,mér því varla of mikið í lagt að ætla að á skipinu hafi verið um 200 manns, að minsta kosti. Dr. M. Simon Thomas tekur sínar tölur um þetta efni eftir íslenzkum iheimildum og skil eg það svo, að af skjölum útgerðarfélagsins verði ekki ráðið hve margir tóku sér far með skipinu frá Austindíum. — Virðist og svo, sem hún telji ís- lenzku annálana beztu heimild- ir um strand þetta og manntjón. Eftir öllum heimildum að dæma ihafa 50—50 menn bjarg- ast. Þegar í land yar komið Þeir, sem komust í land úr skipinu, voru litlu betur farnir en hinir, sem fórust í ibrimgarð- inum. Þeim skolaði holdvotum, sjóhröktum og örmagna á land þar sem ekkert athvarf var, en foráttuveður og aftaka kuldi. Voru flestir illa undir það búnir, því að þeir voru klæddir í létt og skjóllaus silkiföt. Króknuðu þeir margir þegar á sandinum. En þegar skipið tók að brjóta og upp úr því rak ýmislegt, þar á meðal áfengi allskonar, var á- fenginu skift á milli skipsbrots- manna til þess að reyna að halda á þeim hita, og Kjósar- annáll 'segir: “Menn komust margir Mfs á land á toátum og skipibrotum, en af því veðrið var kalt, en yfrið langur vegur til /bygða, þeir og einnig drukknir af brennivíni, hvorí Eigið ekkert á hættu um bökun- ina. Notið í kökur yðar MAGIC BÖKUNARDUFT Þegar þér athugið verð á smjöri, eggjum og öðrum efnum til kökugerðar, þá virðist það heimskulegt, að nota hið lélega bökunarduft. Minna en lc virði af Magic bökunardufti nægir í stóra köku. Þér náið áreiðanlega Ibeztum árangri. Inniheldur ekkert Alum. Þessi staðhæfing á hverjum stauk tryggir það að Magic bökunarduft er laust við Alum og öimur skaðsemdarefni. Framleitt í Canada. þeir höfðu drukkið þá á land komu, þá dóu svo margir —”. Enginn veit nú hve lengi skipbrotsmenn hafa verið að hrekjast þar á söndunum, en sögn er sú, að þeir. hafi kynt bál, og að lokum hafi bændur (í Öræfum?) lorðið þeirra varir og gert út leiðangur til bjargar. Var þá köld aðkoma, er kom- ið var yfir vötnin, því að hing- að og þangað lágu lík Hollend- inga á sandinum, og sumir deyjandi. Þar á meðal var skip- stjórinn. Hafði hann áður feng- ið skipssögn sinni til farkosts þær gersimar, sem á land hafði rekið. Fundu menn hann liggj- arndi á sandinum nær dauða en lífi. Var hann í fögrum skart- klæðum og dró af hönd sér gimsteinum settan gullbaug, eins óg ’hann vildi með því kaupa mönnum sínum frið og frelsi. Síðan dó hann. Björgun manmanna Um björgun skipverja verður ekki sagt, né hvert þeir voru fluttir fyrst. En um það ber sögnum saman, að nokkrir þeirra hafi komist utan þetta sama haust með dönsku skipi, sem sigldi frá Eyrarbakka, en hinir hafi vistast um veturinn á Seltjarnarnesi og Kjalarnesi. Er mælt, að næsta vetur hafi 60 erlendir eftirlegumenn verið í Kjalarnesþingi. Var þá hart í ári hér og höfðu allir nóg með að sjá sjálfum sér farborða. — Mun foændum hafa þótt þungt undir að búa að sjá veturgest- um þessum farborða, eins og von var. Og á Alþingi 1669 bar Daði Jónsson sýslumaður í Kjal- arnesþingi fram kvörtun búenda í þeirri sýslu um átroðning út- lendinga, og mun þar meðal annars átt við hina hollenzku skipbrotsmenn. Til þess að skýra þetta foetur má geta þess, að sumarið 1667 “hindraðist sigling til íslands vegna ófriðar Hollendinga og Englendinga. Um Mikjálsmesu (29. september) komu kaupför í allar hafnir og sögðu frið sam- inn”. En þá var matbjörg svo lítil í landinu, að um það munaði að fóðra hér fjölda útlendinga vetrarlangt. Otto Bjelke kemur út Svo segja sagnir, að Dönum hafi borist kvittur um það, að sumarið 1667 ætluðu Englend- ingar að leggja ísland undir sig. Höfuðsmaðurinn — Hinrik Bjelke vaii þá ekki hér á iandi og þurfti því auðvitað skjótra ráða til að bjarga íslandi undan yfirvofandl hættu! Var því systurstonur höfuðsmannsins, Otto Bjelke, sendur hingað um sumarið á herskipi til að verja ilandið fyrir Englendingum. — j Kom hann til Bessastaða á und- an öllum kaupförum og byrjaði þegar á því að ldaða upp “Skansinn” að nýju og gera þar varnarvirki, sem enn má sjá. — Lagði hann þá ‘Skansskatt’, eða herkostnað, á nærliggjandi sýsl- ur, og varð Kjalamesþing að greiða 36 ríkisdali, Borgarfjarð- arsýsla 156 ríkisdali, Þómesþing 106 ríkisdali, og alls varð “Skansskatturinn” 1500—'1600 ríkisdalir og alt goldið í slegnu gjaldi. Otto Bjelke fréttir um strandið Nú er það um haustið, þegar Otto Bjelke hefir gem mest fyrir stafni á Bessastöðum, að hann fréttir um skipstrandið mikla á Skeiðarársandi. Brá hann þá fljótt við og gaf út úrskurð um það, að alt verðmætt, sem úr þessu skipi kynni að nást, væri konungs eign. Taldi hann það vogrek og skipaði svo fyrir að sýslumenn skyldi flytja það selflutningi hver frá sér til Bessastaða. Var þetta gert og barst hon- um mikið af vogrekinu, bæði um haustið og veturinn, en ann- álar gefa í skyn, að hvorki hafi verið trúlega fram reitt, né trú- lega með farið. Magnús Magnússon sýslu- maður segir í annál sínum: — “Mikið af þessu dýrmæta góssi rak smám saman upp og var fært til Bessastaða, comedant- inum (þ. e. Otto Bjelke) til handa, hvort hann lét um vet- urinn selja fyrir ærna peninga”. Hirðstjóraannáil segir: “Comed- antinn Otto Bjelke reiknaði þetta fyrir vogrek og kóngsfé og skikkaði strengilega sýslu- mönnum að flytja það til Bessa- staða, og vissi hann bezt hvað þá varð af því (leturforeyting hér), komu þó ei öll kurl til grafar”. Útgerðarféiagi skipsins mun eigi hafa þótt sem frómlegast með farið, því að það bað sendi- herra Hollands í Kaupmanna- höfn, Van Reede van Ameron- gen, að fá hjá Hinrik Bjelke höfuðsmanni skýrslu um það, sem bjargast foefði úr skipinu, en Otto Bjelke hafði þá, að því er bezt sést, sölsað undir sig mestan bluta þess. iSíðan var leitað leiðréttingar Danakon- ungs, en óvíst hvernig það mál hefir farið. Silki í gjarðir, beisli og höft Strandmennirnir, sem af komust, munu ihafa ætlað að fiytja með sér vestur á Eyrar eða til Hafnarfjarðar alt það góss sem þeiir gæti komist með. Fengu þeir siér því hesta fyrir sig og farangur sinn. Er það annálað hvernig út- búnaður þeirra var, að þeir höfðu silki til áreiðings, í gjarð- ir og yfirgirðinga, höft og beisli. Var nýstárleg sjón að sjá slíkt, hér á íslandi. Mun foóndum hafa 'þótt það mikillæti, en var þó ekki annað en staðfesting reynslunnar, að “nota flest í nauðum skal”, jafnvel silki í gjarðir, höft og beisli á hesta. Þess má hér jafnframt minnast. að silki var þá fágætara en nú er, og vart þekt á íslandi nema úr æfintýrasögum. Búendum eystra mun hafa blöskrað þessi bruðlunarsemi á dýrmætustu vöru, og þótt þeir hafi ef til vill ekki fengist til þess áður að ljá Hollendingum reiðver svo vel gengi, fóru þeir nú að versla við þá, og seldu þeim í skiftum fyrir silkið hnappheldur, gjarðir og múla úr hrosshári eða ull. Þóttust ' Hollendingar með því góðu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.