Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 7

Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 7
WINNIEPEG, 3. JÚNl, 1936 HEIM8KRINGL/ 7. StÐA ÖRLAGAÞRÁÐURINN Frh. frá 3. bls. foerjamó, hér á milli toæjanna og það að þau hafa mitt óskift fylgi. Svo mikið hefi eg reynt um dagana að eg læt ekki gæfuræna Þuríði, ef eg megna nokkru að ráða. Þorsteinn: Mér þykir þú vera orðin mælsk, en það held eg að toúið héma á Brekku, hefði ekki verið tíundarhærra, þó þú hefð- ir stjórnað því og líklega fitnaði það ekki mikið, þó Gerðis pakk- ið settist í það og það er toezt að þú vitir það nfú strax, að eg er toúinn að ráða hana Þuníði litlu hjá honum séra Hákoni mínum í vetur, hún getur lært þar margt, bæði til munns og hand- ar, af þeim mæðgum frú Ástríði og Ólöfu, og líklega veizt þú það, að stúdentinn Einar, sonur prestshjónanna situr heima í vetur, og eg get ekki vorkent henni Þuríði að nota tímann til þess að tryggja hann að sér. Nú það er kannske dálítið ann- að en að faðma 'Gerðisstrákinn. Eg sé heldur ekki að stúd. taki neitt ofanfyrir sig, þó hann hall- aðist að henni Þuru, þar sem eg, hreppstjórinn í sveitinni með Brekknabúið, stend á toak við hana og skylt er skeggið hökunni, þó sýslumannsem- toættið sé nú dálítið hærra, þá Iþurfa þeir flestir að sækja til hreppstjóranna og kannske þií skiljir það nú loksins, þegar það er svona útlistað. Ingitojörg: Mér bregður nú ekkert við það, þó þú sjáir ekki út yfir raðirnar á ríkisdalnum, við glætuna af höfðingjahyll- inni, og aflið í metorðagirnd- inni, en gæfa hugsandi og skilningsríkra manna, er ekki innifalin í neinu þvílíku. Mér hefir nú æfinlega fundist að sóra Hákon vera beggja handa járn, og ýmislegt er það í toreytni hans sem stráðir mjög á móti kenningum hans í kirkj- unni, og á því byggist óánægj- an í hjónabandi hans, sem þú og fleiri saka hana um. Eng- inn maður getur kosið öðrum allskostar geðfeldan hjartans vin, og þó slíkt geti farið sæmi- lega fyrir mannasjónum, þá fylgir því Sjálfsagt altaf mikil áreynsla (fyrir hlutaðeigendur. Líklega hefir þú talað um það við Þuríði áður en þú réðir hana að Staðarhóli, og ekkert hefi eg á móti iþví, ef hún sjálf æskir þess, því eg treysti þelim mæðgum vel, og vona að Þu- w ríður sjálf, leiðist ekki afvega. Þorsteinn: Eg ansa ekki öllu þessu rugli, en Þura er mitt barn eins og þitt, og eg vona að hún hafi þaó af mér að sjá sóma sinn í því að tengjast heldra fólki, fremur en Gerðis- pakkinu. Þá rauk Þorsteinn út og hélt það yrði lítið úr toúskapnum á Brekku ef öll störf og fyrir- byggja snerist um stelpuna. Framh. ÍSLANDS-FRÉTTIR Maður bráðkvaddur við jarðarför Hinn 18. apríl vildi það til við Jarðarför húsfrúar iSigurlaugar Guðmundsdóttur í Sauðárkróki, að einn af líkmönnum varð toráðkvaddur við gröfina, meðan staðið var yfir moldum. Hann hét Árni Magnússon kendur við Utanverðunes, 64 ára gamall. Hefir hann verið símaeftirlits- maður í 18 ár. * * * Norskir kapítalistar beimta að Noregur hætti allri þátt- töku í refsiaðgerðunum strax. Khöfn 17. apríl 1 grein í “Norges Handels og Sjöfartstidende í dag er þess krafist, að lýoregur hætti að taka þátt í refsiaðgerðunum gegn Italíu strax, þar sem þær hafi stórskaðað Noreg, en ekki komið Abessiníu að neinu haldi. Blaðið segir á þessa leið: “Á meðan vér höfum tekið þátt í refsiaðgerðunum gegri ítalíu, hefir sambandsland Dan- merkur, Island, aukið verzlun sína við ítatíu og unnið markaði frá oss, alveg á sama hátt og ísland vann markaði f vánlönd- unum, á meðan Noregur var toannland. Danmörk og ísland hafa komið sér svo vel fyrir, að ann- að af ríkjum danska konungs- ins er meðlimur Þjóðabanda- lagsins, og hitt er Iþað ekki. Þeir geta barist á tveimur vígstöðv- urn. Þegar það hentar Íslending- um og Dönum, geta Danir hag- að vörukaupum sínum að nokkru svo að þau mæti ís- lenzkum útflutningi. En þegar svo stendur á, eins og nú með ítalíu, geta þeir komið fram hvor á sína hlið, ef það gefur vænlegri árangur. Þessar tvær þjóðir reka raun- sæispólitík, en vér spilum glæfraspil með hagsmuni þjóð- ar vorrar, í von um að fullnægja LABATrS (PoVc/ o Er alveg mátulegt að bragði, efni og styrkleika til þess >að auka á veizlugleði Fæst einnig á ölstofunum, klúbbum og í opin- berum vinsölubúðum. SÉRSTAKAR ÚTSENDINGAR Vöruihúsinu er haldið opnu þangað til 5.00 e. h. Panta má og kaupa í vínsölubúðum fylkisins í Winnipeg til kl. 11. e. h. Út um fylkið til kl 9. e. h. PANTIÐ NÚ STRAX SíMI 92 244 mmmmmmmmmm JOHN LABATT LTD. 191 Market Ave. E. Winnipeg (rétt við Main St.) IÍMMMMíIMMŒWMMMMmmMMMMMMMMMMMM This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. óframkvæmanlegum hugsjón- um.” * * * Drauma-Jói 75 ára í gær varð 75 ára Jóhannes Jónsson, sem dvalið hefir á Þórshöfn undanfarin ár. Venju- lega er hann kallaður Drauma- Jói og er þjóðfrægur undir því nafni fyrir það, að vera toúinn svo merkilegri draumgáfu að undrum sætir og á eflaust eng- an sinn líka hér á landi. Er Drauma-Jói var kominn á fullorðins ár, bar oft við, að hann talaði í svefni. Er hann var spurður, svaraði hann oft og sagði f.rá ýmsu, er var að gerast í fjarska og rakti jafnvel attourði, er liðnir voru og viísaði þannig á tapaða muni, og á ýmsan hátt annan var drauma- gáfa Jóa merkileg. Enda hefir einn fræðimaður þjóðarínnar, gert það að viðfangsefni sínu að rannsaka draumgáfu Jóa og .ritað um hann bók. Nú hefir Jói fyrir nokkru tap- að dulgáfu sinni eða fer svo dult með, að engin veit af. En í dagfari er hann enn sama hógláta ljúfmennið, er altaf hefir mætt erfiðleikunum með bros á vör.—N. Dtol. 25 apr. * * * Þýzkur og tjekkneskur vísindaleiðangur til íslands Dr. Kathau Mirko frá háskól- anum í Prag, er kominn til Kaupmannahafnar, til þess að undirbúa Tjekkneskan vísinda- leiðangur til íslands. Hann skýrir blöðum Kaup- mannahafnar frá því, að þangað sé von á 30 manna leiðangri þýzkum í maílok, og muni sá leiðangur einnig halda til ís- lands, til þess að stunda þar jar ð f ræ ðirannsóknir. Dr. Mirko segir, að foringi þess leiðangurs ve.rði prófessor Rech. Doks segir hann, að báð- ir þessir leiðangrar, sinn og prófessors Rech, muni leitast við að komast að samvinnu við leiðangur dr. Nielsen, sem þeg- ar er farin til Islands.—Mtol. * * * Stafnun kennaradeildar við Háskólann Rvík. 8. maí Jónas Jónsson hefir lagt fram í efri deild eftirfarandi þingsá- lytkunartillögu um mentun kennara við Háskóla íslands: “Efri deild Alþingis skorar á ríkisstjórnina að láta fara fram athugun á því, hversu toreyta mætti uppeldi kennara með því að hafa tveggja vetra sérnám í Háskóla íslands í sálarfræði, uppeldisfræði og kensluvísind- um fyrir kennaraefni, sem hefðu tekið stúdentspróf, með nokkrum öðrum sérstökum undirtoúningi fyrir kennarastarf- ið, og leggja niðurstöðuna fyrir næsta alþingi.” í greinargerð fyrir tillögunni segir m. a.: “í lögum um byggingu Há- skóla íslands, sem voru til með- ferðar á Alþingi árin 1930, 1931 og 1932 og náðu þá samþykki Alþingis, er ákveðið, að í vænt- anlegri háskólabyggingu skuli vera ætlað rúm fyrir kenslu í uppeldisvísindum. Auk þess var trygt, að á háskólalóðinni yrði rúm fyrir fleiri byggingar vegna kennaraefna, er stunduðu þar nám. Stjórn háskólans héfir nú fal- ið húsameistara ríkisins að gera uppdrátt að væntanlegri há- skólábyggingu, og starfar hann að því verki. Mun þar gert. ráö fyrir nokkru húsrúmi vegna kenslu í uppeldisvísindum, en þó myndi málinu betra, að glögg ákvörðun yrði tekin um málið áður en lokið er við teikningu af húsinu. Er það ein af ástæðum til þess, að eg hreyfi nú málinu á Alþingi. Þá hefir kennaraþingið á fundi sínum fyrir ári síðan sam- þykt að óska þess, að farín yrði þessi leið. Hefir kennarastétt- in þar fyrir sitt leyti gengið inn á þann grundvöll, er eg lagði í háskólafrv. 1930, og sem endan- lega var ákveðin með háskóla- lögunum 1932. Kennaraþlngið byggir á því, sem rétt er, að námið í Kenn- araskólanum sé of stutt, ::g þeim stutta tíma veiður að skifta á milli gagnfræðanáms og sérmentunar. Tillaga kenn- aranna er því sú, að setja á stofn í háskólanum t /eggja ! vetra nám í sálarfræði. uppeld- isvísindum og verklegum æf- ingum, en að komið sé á fór sérstakri deild til að undirbúa kennaraefnin í 4 ár að því er snertir alla almenna mentun. Vel má vera, að þetta væri heppilegt. En þar sem nú er völ á mjög mörgum stúdentum úr toáðum mentaskólunum, sem hafa fengið þennan almenna undirbúning, og vita ekki nærri allir hvað þeir eiga að taka fyrir að loknu námi þá virðist einsætt, að uppeldisvísindadeild háskólans fengi nemendur sína í framtíðinni úr mentaskólun- um, ef til vill með nokkrum sér- kröfum. Að því er snertir laun kenn- ara við barija- og unglinga- skóla, þá munu þau smátr og smátt ekki verið lægri en laun margra háskólagenginna manna Og á Akureyri er vistin í menta- | skólanum og héimavist hans það ódýr, að duglegir menn vinna þar fyrir námskostnaði sínum með sumarvinnu. Og fjöldi dugandi manna torýzt í gegnum nám í toáðum skólun- um, þó að þeir séu fátækir og eigi fáa þjálparmenn. Það er þess vegna fullkomlega tíma- bært að taka útrétta hönd kennarastéttarinnar í þessu efni og auka kröfurnar um leið og tífs- og starfsskilyrði kennara eru toætt. Eg hygg, að heppilegast væri í þessum efnum, að hafa sér- staka kenslu í sambandi við 6.! toekk Akureyrarskólanls fyrir þau stúdentsefni, sem ætluðu j að ganga í uppeldisvísindadeild- j ina, og að nemendur úr Reykja- víkurskóla væru á Akureyri j þann vetur. Auk hins venju- lega toóklega náms þyrftu sli'kir menn að læra teikningu og smíði. Auk þess þyrftu þeir að vera hraustmenni; vel færir í- þróttamenn og ferðamenn, geta j leiðbeint um garðyrkju og mörg 1 önnur dagleg störf. Nokkuð af I þessum lærdómi yrði að fá ann- !arsstaðar, t. d. á væntanlegum ! garðyrkjuskóla á Reykjum. En af þessari greinargerð er ljóst, að hér er stefnt að djúptækri toreytingu. Kennarinn á að vera j ! félagi og forustumaður barn- anna, ekki aðeins við andlega vinnu, iheldur vlið íþróttir, ferða- lög og margháttaða líkamlega vinnu. Tveggja ára nám í háskólan- um í uppeldisvísindum og við j verklegt kenslunám myndi vera stórmikil hjálp fyrir kennara- j stéttina. Þá gætu íslenzkir kennarar í fyrsta sinn fengið aðstöðu til að kynnast undir góðum starfsskilyrðum þeim niðurstöðum, sem uppeldisfræð- j ingar nútímans hafa fundið með langvarandi og marghátt- j uðum rannsóknum. Sumir menn halda, að það sé lítill vandi að kenna toörnum. — Til þess þurfi ekki nema lágmál af þekkingu. En þetta álit Jstyðst ekki við dóm reynslunn- 1 ar. Að vísu geta toöra ekki tek- ið á móti mjög miklum þekk- ingarforða. En það skiftir máli að láta þá Téttu þekkingu í té á þeim rétta tíma, ekki of mikið j og ekki of lítið, og imeð þeim aðferðum, sem toezt eiga við sálarlíf barna. Með háskólabyggingarlögun- I um hefir Alþingi markað af- . stöðu sína í þessu máli, og með samþykt sinni á kennaraþing- jinu 1935 hefir stéttarfélag kennara heitið málinu fylgi sínu. Nú liggur næst fyrir, að ríkisstjórnin láti rannsaka mál- ið frá ýmsum hliðum fram til næsta þings, jafnframt því sem henni og toyggingarnefnd há- skólans toer skylda til að ætla væntanlegri deild fyrir uppeld- Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusimi: 23 674 stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finnl á skrifstofu kl. 10—1 f. h. og 2—6 e. h. Helmlli: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDO. Hornl Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 Helmili: 638 McMillan Ave. 42 691 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —;— Sask. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNINO ST. Phone: 26 420 Dr. O. BJORNSSON 764 Vlctor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 isvísindi heppilegt húsrúm í væntanlegri toyggingu Háskóla íslands”.—N. Dagbl. MÓTUN Löngum einn í tífsins höll, Leita eg um dali og fjöll, Undir stórum stjörnu mar Stunda’ eg mínar æfingar. Móta lífið mögn óþröng. Mér finst alt um skógar göng, Svala minni þrá og þörf, Þar er sál mín ung og djörf. Þar við lauf og ljúfan óm, Lít eg mörg hin fögru blóm, iSem eg aldrei áður fann; Eitt það nær að töfra mann. Öll vor þekking út á við, Á sér hefir dygða snið. Sálarinnar sigurvald: Samt á meira og dýpra hald. Menning öll og manndóms þrá, —Margir sem þó reyndar ná:— Styðst þó mest við styrkleik þann: Að stunda og sýna kærleikann. Hegðun vor og hugsun öll, Hún sé þannig björt sem mjöll. Og við lífsins æfikvöld Okkar verði lögð á skjöld. Jón Kernested Minsta kýr í heimi Bóndi nokkur í Trenton í Ohio í Bandaríkjunum getur hælt sér af því að eiga minstu kúna í heimi. Hin fræga kýr, sem enn hefir ekki unnið verð- laun á sýningu, þótt hún verð skuldi almenna aðdáun, er að- eins 92 cm. á hæð og vegur 110 kíló. Nýfædd var hún aðeins 9 kg. að þyngd. Hún er af Jersey- kyni, og samkvæmt áreiðanleg- j um eftirlitsheimildum, mjólk- ar hún þyngd sína á 15 dögum. Úr Esperantotol. ‘La Praktiko’ G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur 702 Confederatlon Llfe Bld*. Talsíml 97 024 w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLENZKIR LOGFRÆÐINOAR á öðru gólfl 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrlfstofur að Lundar og Glmll og eru þar að hitta, fyrsta mlðvlkudaa 1 hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasfúkdómar Lætur úti meðöl i viðlögum Viðtalstfmar kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldínu Sími 80 857 665 Victor St. A. S. BARDAL selur líkkistur og annas/t um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. — Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsiml 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Daine Ave. Phone 94 984 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spoken THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR T ANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnlpeg Gegnt pósthúsinu Simi: 96 210 Heimilis: 33 328 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnlpeg RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oo kennari Kenslustofa: 683 Beverley 8t Phone 26 555 Orric* Phoni 87 293 Res. Phoni 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Ornci Hotrns: 12-1 4 p.m. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 594 Alverstone St. % Simi 38 181

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.