Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 3

Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 3. JÚNÍ, 1936 HEIMSKRINGLA 8. SÍÐA bættir, því að allur var þessi íslenzki reiðskapur traustari í ferðalögum heldur en silkið. Ekki koma öll ,kurl til grafar Mér er sem eg sjái bændur þarna eystra á þessum tíma. Þeim varð þá, eins og jafnvel loddi við lengi, að telja hvert skipstrand sem hvalreka, er þeir einir ætti, og mætti ganga að eins og þeim sýndist. Mun þeim því ekkert hafa verið um það gefið að Hollend- ingar reyndi að bjarga sínu, og þeim mun minna um það gefið, að alt sem hjargaðist úr skip- inu, væri dæmt konungseign, skyldi flytjast til Bessastaða og síðan af landi burt til þeirra, er engin réttmæt ítök áttu þar í, að guðs og náttúrunnar lögum. Annálar minnast að eins á þetta mjög varúðlega. Fitja- annáll segir: “iHaldið var að margnr yrði þá fingralangur fyrir austan”. Og Valla-annáll, sem ritaður er um aldamótin 1700, segir: “Margt náðist af góssi þessa skips all-vænt; hafa sést rök til þess í nokkrum stöðum syðra og suðeystra alt til þessa”. Þær sagnir ganga og, að hús- mæður eystra hafi um þetta leyti sjkift um sængurföt í rúm- um sínum, og hafi heimilisfólk alt sofið við silkirefla og rúm- klæðí úr silki lengi á eftir. Það getur vel verið, að enda þótt mest af hinum dýra farmi sykki með skipinu, og Danir hafi komist yfir margt af því, sem bjargað var, þá sé til enn á landi hér gripir úr því. Ungfrú M. Simon Thomas segist hafa talað við mann aust- ur í Öræfum, sem séð hafi tvær tóibaksdósir úr látúni, látúns- hjörur og skráarumhúnað af kistu, sem hann taldi kominn úr þessu skipi. Hvar þeir grip- ir eru nú niður komnir veit víst enginn. En í Þjóðminjasafninu er einn gripur, sem Matthías Þórðarson þjóðminjavörður hyggur að sé frá skipinu kom- inn í öndverðu. Er það hurð- arspjald með upphleyptu flúri. —Lesh. Mhl. BORGARFJÖRÐUR Borgarfjarðar blómgu sveitir blessast hafa ár og síð. Haf og jörðin hagsæld veitir hjarta lands frá upphafs tíð. Hrafna-Flóki fyrstur manna fékk þá héraðsprýði að kanna. ©íðar Skallagrímur góður grundir frjógvar vígði sér, húsaði bæ og hjó þar rjóður, höfnin trygg og friðsæl er. Brákarsund frá boðalögum hjargsælt er frá landnámsdögum Nafnið gaf þeim fræga firði fyrstur Grímur Kveldúlfsson, höfuðból og bygð svo yrði hjörg og stoð í landsins von. Þar sem nytjar styrks og starfa stæðu bezt til heilla og þarfa. Þaðan mestu menning landsins miðlað var sem eignast þjóð. Þaðan fræði fræðamannsins flugu víða um alheims slóð því aldirei Snorra fræði fölna fyrri máni og röðull sölna. • Fyrirmyndar fræða þulir finnast enn um Borgarfjörð. Varfærnir þó verkadulir vanda sagna tog ljóðagjörð, sem um aldur lengi lifa landsins menning dýpsta skrifa. Þó í öðrum lifi löndum lífs er taugin Borgfirðings, heimastöðva bundinn böndum bláir hnúkar fjallahrings. Þangað sækir andinn austur, “Úlfsins” fjötur reynist traustur. Landsins hjarta, blómga bygðin, hezta á minni ættarjörð. Við þig heilög tengd er trygðin traust, og lífsins þakkargjörð. Blessuð, Wfræn sé þín saga, “Sumar, vetu.r, ár og daga.” M. Ingimarsson ÖRLAGAÞRÁÐURINN (Frumsamin saga) Eftir Friðrik Guðmundsson Algengast er það, að íslenzku sveitirnar og hrepparnir draga nöfn sín, af prestssetrunum og gömlum höfðingjasetrum og höfuðbýlum. En þó víkur eigi óvíða frá þessari reglu og þann- ig er því varið með sögustöðv- ar mínar í þetta sinn. Það virt- ist í fljótu bragði eins og sveitin ibæri nafn af einhverju fáfengi- legasta kotinu í sveitinni, en þegar betur var athugað, þá sættust allir við nafn sveitar- innar, sannfærðir um að ein- mitt þetta átti hún að heita, ýmist Gerðissveit, eða Gerðis- hreppur eftir ástæðum. Þó Gerði væri ekki mikil bú- jörð, eða leyfði stóra áhöfn, þá kom það ekki til af því að það væri afskekt heiðarkot, öðru nær, því heita mátti að það stæði á sjóarbakkanum og al- faravegur manna lá meðfram túninu, að og frá kaupstaðnum sem allra þarfir og erindi snú- ast um einis og þekkjanlegt er. Á aðra síðu og morgunsólar- megin við ibæinn, gekk hár fjall- garður, smálækkandi á löngum vegi að sjó fram sem endaði fyrir mannasjónum laust frá meginlandinu, með tveimur há- um klettum sem klufu alla sjóa eins og útiverðir og höfðu sér til dægrastyttingar þá iðju að soga sjóinn eftir þröngu sundi inn á milli sín, og hrekja hann með fyrirlitningu af réttri leiö út um olnbogann hinsvegar á milli gáttinni. Stundum drógu þeir öldurnar til baka og hoss- uðu þeim upp á bringu sér, eins og væru þær ástmeyjar þeirra., og ættu ekkert með að fara diá- lætislausar um húsakynni þeirra, þó þeir væru svartir og frekar ófríðir. Þeir voru þó klettar í hafinu og hétu Hlöss- in, og það held eg aö þeir hafi ekki fundið til nelnnar óvirð- ingar með nöfnunum. Nyrztu og lægstu endar fjallgarðsins út við sjóinn, voru kallaðir halar, og voru þó þreklega vaxnir, því háar ibrekkur voru þar upp og ofan yfir að fara, en engin voru önnur úrræði, því hinumegin fjallgarðsins skarst mjór og nokkuð langur vogur inn í landið og var höfnin og kaup- staðurinn því austanmegin fjallsins, og hét á Vogi. Nú með því að kaupstaðurinn við Voginn, var rétt á móti Gerði, hinumegin fjallsins, bá var það fieiri klukkutíma krók- ur á alfaraveginum, að þurfa í kringum f jallið út á halana. Gerðið sem ibærinn og sveit- in og ýmsir landshlutar drógu nöfn sín á, líktist því helst sem geysimikill risavaxinn olnlhogi hefði verið rekinn í fjallið við irætur þess, eins og til að hrynda því frá, en það orðið kröftunum ofvaxið. Gerðið var lagsléttur flötur inn í fjallið, stórt eins og meðal tún. Fyrir botni gerðisins stóðu að því geysi há hamrábjörg, sem fóru smálækkandi til heggja hliða, niður að jafnsléttu. Og rétt neðan við gerðisopið stóð bær- inn. Gerðið sjálft var því eins og kvíar, eða kyrtur vermireit- ur yndis og fegurðar. í hotni gerðisdns komu þrjár silfurtær- ar uppsprettur undan rótum klettaveggjanna, með talsverðu millibili og þeim hafði á alda- hvörfunum áunnist að mynda sér farvegi, sem hölluðust hver að öðrum og komu saman í einn beljandi læk, nokkumveg- inn í miðju gerðinu er féll svo í áttina að ánni skamt fyrir sunnan Gerðisbæinn og var þá kallaður Bæjarlækur og var svo efnaður að hann lagði heimil- inu til alt það vatn sem það þarfnaðist, og það endurgjalds- laust, en flýtti hinsvegar syngj- andi ferð sinni að ánni, til að fylgja henni út í fjörðinn. í Gerðinu hafði fjöldi af fuglum sumarbústað sinn, og hygð'i hreiður sín, sumir í og á kletta- hyllunum, og aðrir í hlóma- runnum á blíðum sumardögum. Var því Gerðið alt stórfeldur söngskóli, þar sem allar raddir voru æfðar og iðkaðar. Það var því sízt að furða þó það væri tímum saman gestkvæmt í Gerðinu og að heita mætti að þjóðvegurinn lægi gegnum það. En snjókista var það alla vetr- ardaga þangað til örísa var á vorin. Húsfreyjan á Gerði hét Hall- ibera Einarsdóttir fullu nafni, én aldrei var hún kölluð annað en Halla í IGerði. Það stóðu augun í yngra fólkinu, ef hún var kölluð Hallbera, og það út- heimti útlistun, sem æfinlega kom fram í því, að presturinn hafði nefnt hana Hallberu þegar hann leiddi hana í kirkju, eftir heppilega afstaðinn barnslburð. Það voru nú að vísu 20 ár síðan, en gamla fólkið mundi iþetta fyrir víst. Halla var orðvör, kærleiksrík, gestrisin, greind og vönduð kona og hafði enginn nema gott af henni að segja, en oft varð hún að umtalsefni út um alla sveitina, fyrir marg- háttaða hjárænu, sem menn fundu í fari ihennar, án þess það þó sakaði nokkurn mann. Það var naumast nokkur maður í sveitinni sem skildi að Gerðið hefði alið Höllu upp meir en nokkuð annað, þó hún væri þar Iborin og harnfædd, og kotið hennar föðurleifð. Þó kom öllum saman um það, að hún Halla mundi heldur deyja úr hungri, en að veðsetja eina þúfu í sinni landareign fyrir hjálp til heimilisins. Menn vissu það fyrir víst að presturinn hafði sagt að Halla væri greindasta konan í sveit- inni, og með sjálfum sér gengu allir inn á það, er þeir í hugan- um mintust einhvers sem Halla hafði sagt eða gert, en menn fundu Mka á sér þetta sama sem Grettir stílaði, að þá er sitt hvað gæfa og gerfileiki, og að ekki verður vitið látið í askana. En svo þegar hetur var nú athug- að, þá var það einhver sérstök blessun sem fylgdi litla búinu í Gerði. Skepnurnar voru æfin- lega fáar, en í bezta standi, og full not af þeim, og það vissu menn af margra ára eftirtekt, að >ef nokkur handsamaði sil- ungsibröndu úr ánni, þá var það Gamli Jón í Gerði, en það hét maður Höllu, en enginn vissi hvers son hann var, en svo hlaut það nú að standa í sálna regstrinu við kirkjustólinn, en hann fékk aldrei hréf, svo hans fulla nafn yrði séð af því, ein- mitt vegna þess að Halla var Ibúin að ibúa nokkur ár í Gerði, áður en Jón kom til hennar, og hann var þessvegna skoðaður eins og viðbót við reiturnar hennar. Menn vildu líka á þeim tím- um alveg eins og nú í dag, hver einn sjá isér farlborða, og af því Halla átti kotið og skepnurnar áður en Jón kom til hennar, þá var vissara að skrifa ihaúa fyrir öllum viðskiftum. Hún hafði heldur aldrei gert neinn rekst- ur úr þyí, og hann hét því að- eins Jón í Gerði, eða Jón henn- ar Höliu. Það var altalað að hann hefði lítil ráð, en þó fylgdi það æfinlega að Halla væri góð við hann, og nærgætni hennar ibar hann ætíð með sér. Þau íHalla og Jón áttu tvö börn á lífi, og voru þau bæði fullorðin þegar þessi saga gerðist, piltur 22 ára gamall, sem hét Einar, föðurnafni Höllu, og stúlka 19 árg gömul sem hét Jónína. Þau voru bæði fríð sýnum og hin mannvænlegustu í allri fram- komu og umgengni. Nú verða fleiri menn og býli að koma til sögunnar. Næsti bær við Gerði, og talsverða bæj- arleið ofar í dalnum, en sama megin árinnar, hét á Brekku. Þar ibjó maður sá er Þorstelnn hét Þórðarson. Hann var fram- kvæmdarsamur, ötull og óhlíf- inn húsfaðir og þótti harðdræg ur í öllum viðskiftum. Hann var stórríkur á þeirrar tíðar mæli- kvarða, átti fleiri jarðir og tók árlega inn marga landskuldar gemlinga og smjörfjórðunga. — Árferðið var honum alt annað en öllum öðrum sveitungum hans. Hann var sérstaklega glaður í vorharðindum, þegar orðið var þröngt í búi hjá flest- um öðrum, þá var hann daglega að líkna og hjálpa nauðstödd- um, með því að vigta út smjör og kjöt og komskeppur, sem ekkert þurfti að borga, fyr en komin væri góð tíð, heitir sum- ardagar, og algerlega tekið fram úr, þá ætlaði hann að þiggja gemling í góðu standi samt, því það sagði hann að sér reyndist völubeinið valt. Þor- steinn var hreppstjóri, og hafði verið það í mörg ár. Hann var ekki beinh'nis greindur maður, en hygginn sem í hag kom. — Hann var höfðingjasleikja í eig- ingjörnum tilgangi, var með því að afla sér tiltrúar af yfirvöld- unum, og undirgefni og virð- ingar af alþýðu manna. Hann var andlitsstór, með útskotna kjálka, og því staðfestan sjálf. Ingiibjörg hét kona Þorsteins, hún var fríð og fínleg kona og góðmenni hið mesta, enda elsk- uð af öllum á heimilinu. Hún jótti og hálfu greindari en mað- ur hennar, og var altalað að hún hefði verið honum gefin fyrir auðinn. Ekki þótti hjóna- iband þeirra ástríkt, en hrósað var honum fyrir það, hvað vel hann færi með hana, að hún jyrfti ekki að drepa herndi sinni kalt vatn. En aðrir sögðu að' Áslaug gamla, ráðskonan á Brekku væri honum, kærari en konan, og að hann kynni bezt við að Ingibjörg hefði sem minst afskifti af matreiðslunni, því alt yrði það drýgra hjá Áslaugu. Tvö böm áttu þau Þorsteinn og Ingibjörg. Hét sonur þeirra Þórður, og það stóð til að hann yrði stúdent af latínuskólanum í Reykjavík á næsta vori, en það var bágt að gera honum skóna, því hann var óreglumaður, og þar til og með tornæmur, en lögmaður átti hann að verða, til að vera því vaxinn að Mta eftir Brekkuauðnum. Dóttir þeirra hjóna hét Þuníður, hún var mikið yngri en bróðir henn- ar, og jafnaldra Jónínu í Gerði. Þuríður var mjög lík móðir sinni, og að allra dómi mikið betur gefin en bróðir hennar. Lítið neðar í dalnum og hinu- megin árinnar, var prestssetrið Staðarhóll, góð og mikil bújörð. Presturinn, séra Hákon Jóns- son, hafði verið þjónandi brauði þessu yfir 20 ár, og var því hvortveggja öllum kunnur og fyrir flestra hluta sakir vel lið- inn. Hann þótti gáfumaður mikill og farast alt vel í kirkj- unni, en fremur gleyminn á erindi sitt utan kirkju. Prestskonan hét Ástríður Ein- arsdóttir, og þótti hún kvenn- skörungur mikill, að vísu óþýð í viðmóti, ef svo horfði við, en raungóð og réttsýn, og sérstak- lega vel að sér um heimilisiðn- að allan. Þau hjón áttu þrjú börn sem koma við sögu þessa. Jón mik- ið elztur þeirra barna, nokkuð á fertugsaldri, þótti fremur ein- faldur og einkennilegur maður, en með afbrigðum duglegur við búskapinn. Hinsvegar þóttust menn vita að hans verklega út sjón og framkvæmdarsemi væri alt í fiyrirskipanir móður hans, sem átti oftast eintal við Jón sinn áður en gengið var til verka að morgni dags. Einar sonur þeirra hjóna var mikið yngri og meiri hæfileikamaður, og var nú með góðum vitnis- Iburði útskrifaður af latínuskól- anum, og jafnframt var afráðið að hann skildi sigla til Kaup mannahafnar á lagaskóla, en fá þó að hvíla sig heima einn vet ur í miUitíð. Dóttir þeilrra prestshjónanna hét Ólöf, hún -1 var jafnaldra þeirra Jónínu i Gerði og Þuríðar á Brekku, og sögðu menn að allir beztu ,kost- ir foreldra hennar prýddu hana. Það voru komnar kaldar haustnætur, stuttjr, tvísýnir og drungalegir dagar, með ísþiljað- ar tjarnir og polla, og skarir að straumvötnum, þá var og fallinn dálítill snjór ofan í dala- botna og út á sjóarbakka, en þó gott til jarðar fyrir allar skepnur nema mjólkurkýr, en þær voru seztar að sinni hreyf- ingarlausu vetrariðju. Þorsteinn á Brekku hafði slátrað nokkrum sauðum dag- inn áöur, nú var það hans eig- ið hlutverk samkvæmt gamalli venju, að höggva sauðarkrofin niður í spað, salta það niður í tunnur, og stappa það niður með heljarmiklum tréhnalli, sem forfeður hans höfðu átt hver fram af öðrum, og aldrei var handleikinn til annara hluta, en hékk eins og sigur- verk á sama naglanum, árin í kring, milli slátrunartíðanna. — ÁMka ættarfylgja var fjalhögg- ið, sem Þorsteinn brytjaði kjötið á, en það var sjáanlega valin rót af fullu feðmingstré, sem Golfstraumurinn hafði endur fyrir löngu hrifsað, líklega við ósa Mississippi fljótsin^ og borið upp á Brekkureka. Smásaman hafði unnist skál ofan í rótina, svo Þorsteinn var farinn að flumibra hnúana á henni ef hann var truflaður eitthvað við verk sitt, en þá bölvaði hann hnúunum en ekki skálinni eða fjalhögginu, því hann ann því mjög mikið. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgSlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA þeirra hafði farið á milli, en há vaði mikill heyrðist úr skemm- unni inn í bæinn, sem lýsti því að Þorsteinn var ákaflega reið- ur, en þá hafði Þuríður gengið að millidyrum, úr bænum ög skemmunni, og heyrt nokkuð af samtali þeirra Einars og föður hennar, sem endaði með því að hann rak Einar út úr skemm- unni og fyrirbauð honum nokk- urntíma að koma á sitt heim- ili, og þessu til stðafestu, barði hann kjötstöppu sinni af öllu afli í dyrastafinn, en hún var orðin of gömul til að þola þessa meðferð og klofnaði í sundur eftir endilöngu, en þá versnaði Þorsteini um allan helming, svo hann gekk eins og vitlaus mað- ur bölvandi um bæinn, og æddi inn í búr, en þar var kvenfólkíð við sláturstörf. Hann kallaði konu sína á ein- tal, og skýrði henni frá því, að strákasninn frá Gerði, hefði komið til sín í skemmuna, til að biðja sig um Þuru fyrir eig- inkonu. Eg sagði honum nú nokkurnveginn rækilega til syndanna, og rak hann út úr Þó er þess ekki skemmunni, og fyrirbauð hon- getið að hann hafi kyst það eins og norski dalakarlinn. Öxi Þor- steins var nokkuð yngri, en feta löng og þung að reiða hana hátt, en karlinn var kraftamað- ur, og fylginn sér að öllum verkum, kaus Mka helst að bit- arnir hrykkju af í einu höggi, rótti þá fyrirætlun sinni betur hlýtt. Yfir þessu verki var Þorsteinn altaf eitthvað að tauta í hálfum hljóðum og með óskiljanlegum orðum, og héldu náungarnir að hann væri að lesa upp Stur- lungu, þó þóttust menn heyra >að ef öxin geigaði og bitinn varð Mtil, að hann þá segði: Nóg handa Ingibjörgu. Það var komið fram að há- degi, vinnumenn Þorsteins voru við fjárgeymslu, hér og þar út um kvippinn og kvappinn, þeg- ar Einar í Gerði gekk heim á hlaðið úá Brekku, og heyrði >ungu höggin í mauraskemmu Þorsteins, en þá gekk hann þar inn og heilsaði hreppstjóranum virðulega. Ekki var það lýðum ljóst, fyr en að nokkru leiti eftir á, hvað um nokkurntíma að láta sjá sig hér framar en svo varð eg fyrir stórskaða, því mér var mikil al- vara, og sveiflaði kjötstöppunni í kringum mig ,til að sýna stráknum að mér væri alvara, en hún slóst í dyrastafinn og klofnaði í miðju sundur, svo hún er ónýt, má þó kannske gyrða hana, en það kostar skildinginn. Ingibjörg: Þér hefir ekki á mörgum undanförnum árum, fundist Einar í Gerði vera strákasni, þegar þú hefir haldið hann hér dögum saman til þess að skrifa fyrir þig skýrslur og reikninga hreppstjórnar þinnar, og það eftir þvl sem eg hefi komist næst, fyrir litla eða enga borgun. Hinsvegar er það góð- ur spegiM á nærgætnina þína, að hafa aldrei tekið eftir sam- drætti með þeim Einari og Þuru en gefa sjálfur stöðugt ástæðu til að halda það að þér þætti mikið til Einars koma. Annars segi eg þér það í eitt skifti fyrir öll, að Þuríður elskar Einar og þau hvert annað í hjásetu og Frh. á 7. bls. DAY SCHOOL for a thorough business training— NIGHT SCHOOL for added business qualifications— Xlre Dominion Business College, VVestem Canada’s Largest and Most Modem Commerclal School, offers complete, thorough training in Secretaryship StenogTaphy Clerical Efficiency Merchandising Accountancy Bookkeeping Comptometry— —and many other profitable lines of work We offer you incúvidual instruction and the most modem equipment’for busfness study, and AN EFFECTIVE EMPLOYMENT SERVICE for the piacement of graduates in buslness DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.