Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.06.1936, Blaðsíða 6
6. SÍÐA -iEIMSKRINO' í Vesturvíking WHNiNIPEG, 3. JÚNÍ, 1936 Þýtt úr ensku “Hefi eg máske ekki varað ykkur við frá fyrstu, að alt væri of auðvelt?” innti hann, hvorki hryggur né reiður, heldur mitt iá milii. “Eg er ekki alveg iblár, lagsmenn góðir. Augu hefi eg. Og eg sé með þeim. Eg sé autt virki við vatnsósinn og hreint engan til að hleypa af byssu á okkur, þegar við siglum inn. í>á grunar mig gildru. Hvem ætli grunaði ekki gildru, með augum til að sjá með og heila til að hugsa með? Svei. Áfram höldum við. Hvað verður fyrir okkur? Borg, auð eins og virkið, borg^ sem fólk hefir svift öllu fémætu. Enn aðvara eg skipherrann Blood. Þetta etr gildra, segi eg. Samt eigum við að halda áfram, altaf áfram, án nokkurrar fyrir- stöðu, þangað til við finnum að það er um seinan að sigla út á sjó, að við getum hreint ekki siglt aftur út á sjó. En enginn vill hlusta á mig. Þið vitið ailir svo miklu meira. Drott- ins dýra nafn! Satt víst, á endanum eftir langan tíma grípum við fulltrúa landstjórans. Satt víst, við látum hann borga lausnargjald f.yrir staðinn Gibraltar, fimm hundruð dali eða svo. En hvað er það í rauninni, viljið þið segja mér? Eða á eg að segja ykkur? Það er ostbiti — soldill moli af ostbita í músagildru, og við erum mýslurnar. Godem! Og kett- irnir — kisurnar bíða eftir okkur. Kettimir eru fjögur spánsk (herskip, komin í ósinn með- an við hringsóluðum um vatnið. Og þau ibíða eftir okkur í flöskustút þessa vatnsgímalds. Guðs dapran deyð nefni eg til! Þetta hefst af þeim herjans þráa í skipherranum Blood.” 'Hér hló Wolverstone og þá harðnaði Ca- husac og bar ótt á: “Ah, drottins blóð! Þú hlærð, ódráttur? Þú hlærð! Segðu mér þá: Hvemig komumst við út aftur nema við tökum þann kost ,sem spánski flotaforinginn býður?” Þá rumdu víkingar og iþótti honum segj- ast vel. Við það krefti sá stóri Wolverstone gilda hnefa og ygldi sig móti þeim og ræðu- kappanum, fanst hann egna þá til upphlaups. En þó risinn léti ófriðlega þá gugnaði Cahusac ekki og hélt áfram ræðunni: “Þú heldur máske þessi skipherra Blood sé góðu'r guð. Að hann geri kraftaverk, hva? Hann er til að blægja að, með öllu stórlæt- inu . . I því ibili skrefaði útaf kirkjudyrum skip- herrann Blood með öllu stórlætinu og við hlið hans franskur vikingur háleggjaður og harð- skeyttur sem hét Yberville, hann hafði stýrt skipi í hemaði, misti það og réðist því til þess- arar ránferðar. Skipherrann Blood var ekki ræningjum líkur, í bláum silkiklæðum gull- saumuðum nneð barðaviðan hatt, fjöðrum settan, en hann hélt hendinni um meðalkafl- ann á sverði sínu og augun voru hvorkiiþýð né flóttaleg. 1 hinni hendinni hafði hann langan jptaf úr fílabeini. Hann nam staðar á efsta þrepinu og talaði hægt og líkt og honum hálfleiddist, á þessa leið: J “Þér finst eg vera hlægilegur, Cahusac, hva? Hvað skyldi mér^þá finnast til um þig? Þú ætlar væntanlega að segja þeim, að við höfum tafist og að sú töf hafi valdið þeim háska sem við erum nú staddir í. Enj hverj- um er sú jtöf að kenna?” Cahusac blótaði: “Var það mér að kenna að ...” t “Var nokkrum öðrum það að kenna, að ,þú rendir skipji þínu La Foudre á grynningar í miðju vatni? Þú þóttist rata. Vildir engan hafa til leiðsögu. Rendir ekki einu sinni botn- sökku. Afleiðingarnar urðu, að við urðum að útvega ferjur og ná byssum og öllu öðru úr skipinu og mistum svo skipið, fólkið í Gxbralt- ar frétti til okkar og fékk þriggja daga frest til að flýja og fela fémuni sína, við urðum að elta höfðingja staðarins langt inn í land og sitja hálfan mánuð um það herjans virki, sem hann flýði í og mistum hundrað mannshf'þar á ofan. Svona stóð á því, að boðum 'varð komið til spánska flotans í La Guayra, og ef þú hefðir ekki mist La Foudre, þá hefðumivið þrjú skip en.,ekki tvö, og gætum brotist út úr þessari botnholu. iSamt lætur þú þér sæma að láta herralega og kenna okkur um þann vanda sem stafar af þínu dugleysi og engu öðru.” Hann talaði hægt og frekjulaust og því munuð þið óefað dást að, þegar eg segir ykkur í hvert óefni komið var. í ósinn sem rann til sjávar úr stórvatninu Maraoaybo var kominn spánski flotaforinginn Don Miguel'Espinosa, á skipinu mikla Encarnacion með þremur öðr- um. Hann hafði þeirrar skyldu að'gæta að verja landið fyrir ófriði og þar að auki hugði hann fast á að koma hefndum fram við skip- herrann Blood, ásamt bróðursyni sínum Este- ban, sem var á skipi hans. Eigi að síður hélt Blood stillingu sinni, er hann sefaði 'frekju- legan kvíða þess manns, sem átti ekki meiri háska að/mæta heldur en hann, nema síður væri. Hann sneri sér frá Cahusac og talaði til víkinga hópsins: ; “Eg ætla að vona að þetta leiðrétti þann misskilning sem/'hefir truflað ykkur.” “Það er þýðingarlaust að tala um það sem orðið er og ekki verður að/gert”, sagði Cahusac þverlega. ‘‘Spurningin er: Hvað eig- um við nú/að gera.” “Langt í frá. Þar um er enginn vafi,” svaraði Blood. “Víst er svo,” sagði hinn. “Spánski höf- uðpaurinn Don Miguel hefir /gert okkur þau boð, að ef við sleppum öllum föngum og her- fangi og gerum/engan óskunda, ,þá skulum við fá að sigla óhindraðir til hafs.” Skipherrann Ðlood glotti við/hann þóttist faJra nær um hvað mikið væri að reiða sig á loforð Don;Miguels, en Yberville varð fljótari til svars: “Þar af má/okkur skiljast, að sá spánski kærir sig ekki um að kljást við okkur.” “Það mun koma af/því, að hann veit ekki hve illa við erum við komnir” svaraði Cahusac þverlega sem fyr. “Þeim/kosti verðum við að hlíta. Það er eina ráðið fyrir okkur, að taka því 'boði. Það er mín skoðun.” “Jæja, eg er á öðru máli, samt,” svaraði Blood. “Þessvegna neitaði eg boðinu.”/ “Neitaðir þú?” Cahusac var hávær. “Af- tókstu það og lézt mig.ekki vita?” “Þitt atkvæði hefði ekki gert neitt til eða frá, því að/Hagthorpe hérna var alveg á sama máli og eg. Eigi að síður, ef þú og þínir frönsku félagar viljið sæta boði Spánverjans, þá skulum við ekki aftra ykkur. Þið getið sent einhvern af föngunum til að tjá Don Miguel, að þið takið þeim kostum sem hann býður. Hann verður feginn, þykist eg vita.” Cahusac ygldi sig við honum litla stund, eldrauður í framan, spurði svo: “Rétt hverju hefir þú svaraði aðmíráln- um?” Skipherrann Blood svaraði brosandi: “Eg lét segja<honum, að ef hann ekki innan sólar- hrings rýmdi úr ósnum og leyfði okkur að sigla óáreittum til hafs, og gyldi |,þar á ofan átta þúsund dali, þá skyldum við brenna þessa fögru borg j til ösku og þar á eftir koma og gjöreyða skip hans.” Cahusac var orðlaus af furðu. En meðal víkinga;voru margir af þeim ensku, sem varð dátt við þá bíræfni, að sá í gildrunni setti þeim kosti, sem gildrunni réðu. Þeir fóru að hlægja og á sömu stund varð sá hlátur að aðdáunar 'hrópum, því að yfirlæti er þeim kært og tamt sem stunda æfintýr. Og þegar þeir frönsku skildu hvað sagt hafði verið, þá varð þeim það sama, að þeir hrópuðu og köll- uðu hlægjandi af kæti, að svona ætti/að hafa það, þangað til Cahusac stóð einn uppi, hafði sigiá burt og undi illa sínumi hlut þangað til daginn eftir. Þá kom sendimaður með bréf frá Don Miguel, á því stóð, að flotaforinginn tóók.^guð til vitnis því heitorði, að úr því vík- ingar neituðu boði hans, að fara leið sana slyppir en halda lífi, þá ætlaði hann að bíða komu þeirra í ósnum og ráða niðurlögum þeirra þegar/þeir færu hjá. Ef þeir drægju að sigla, þá skyldi hann koma og leita þá uppi jafnskjótt og herskipið Nino( væri komið, en þess væri bráðlega von. Cahusac gekk á fund Bloods, strax ;þegar þetta fréttist, að þæfa hið sama. Hann fékk þessar viðtökur: Vertu ekki að trufla mig framary Gerðu Don Miguel boð, að þú sért skilinn við mig. Hann mun lofa þér að komast hjá sér, tel eg víst. Taktu eina skútuna og sigldu þína leið og skrattinn verði þér samferða.” Þetta/ráð hefði hann tekið, ef menn hans hefðu orðið á eitt sáttir, en þeir voru milli á- girndar og ótta. Ef þeir(skildust við hópinn, urðu þeir að ganga frá herfangi og föngum og missa þannig/hlutar síns. Þá var á hitt að líta, að hinir eignuðust það sem þeim bæri og hugsast mætti, að þeir Jcæmust úr ógöngun- um, því að Blood væri trúandi til að hitta á einhvern útveg. ; Endirinn varð sá, að þeir vildu ekki skilja við hann og með þau erindis- lok fór Cahusac á fund. Bloods og tjáði honum þau málalok. Þá var honum vel. tekið og boðið að sitja ráðstefnu, sem haldin var í höll æðsta manns- ins í þeim hluta landsin, því að þangað hafði Blood þá flutt bækistöð sína úr dómkirkjunni, á þeirri ráðstefnu þrefuðu helztu,menn vík- inga um það ráð, sem Blood hafði gert til að brjótast t til sjávar. Vatnið Maracayibo er um hundrað og tuttugu mílur á lengd og álíka vítt, þar sem þaðær breiðast, háfjöllum horfið á tvo vegu og frá þeim renna jökulkvíslar í vatnið en til sjávarins mjókkar það smámsaman og endar í ósi með sjávarföllum. í ósnum, skamt upp frá sjávarmáli eru tvö nes sem standast á og að- grynni að báðum nema milli oddanna og þá leið verða öll stórskip að fara.( Á öðrum tang- anum, sem heitir Palomar, var virki allsterkt, sem víkingar fundu pð var mannlaust, þegar þeir sigldu upp ósinn. Fyrir ofan oddana, lágu spönsku skipin Encarnacion með fjörutíu og átta stórbyssum, Salvador með þrjátíu og sex, Felipe og Infanta voru. smærri, hvort með tuttugu byssum og hundrað og fimtíu manns- Þessum skipum urðu víkingar að (mæta með sínum tveim skipum, Arabella hafði fjörutíu kanónur, Elizabeth tuttugu og sex,,en þar að auki höfðu þeir tekið kugga tyo eða þiljuskút- ur og sett \á fallbyssur nokkrar í smærra lagi. Á skipum Spánverja voru um þúsund manns en víkingar voru aðeins fjögur hundruð. En er þeir heyrðu ráðið, þá hvað Cahusac uppúr, að það væri örþrifa ráð og fífldirf'ska. “V'íst er svo,” svaraði skipherrann.” Hann tottaði pípu sína, mikið rólegur, með Sacer- dotes tóbaki,ksem sá staður er frægur af, og af þeim ilmandi reykvaldi höfðu þeir fylt nokkrar ámur. “En eg hefi lagt. í mörg önnur fífldjar- ari og ekki orðið að meini. Gikkir hafa gengi mest (sagði hann á latínu). Þeir þektu svei mér veröldina sína, þeir gömlu Rómverjar.” Hann iblés þeim.í brjóst þeim kjarki, sem hanrj hafði sjálf'ur, svo að jafnvel Cahusac lét sér segjast. í þrjá daga hömuðust kvíkingar myrkr- anna á milli að búa sig. Þeir tóku milligerðir úr annari skútunni, gerðu skörð í annan borð- stokkinn og göt mörg á þilfarið, fyltu hana með biki og brennisteini og hlóðu jpúðurkögg- um til og frá og einkum í skörðin. Að kveldi hinsf fjórða dags gengu allir á skip og lögðu upp tveim stundum eftir mið- nætti. Þá notuðu þeir sér-útfallið, höfðu að- eins trjónusegl við svo skipin létu að stjóm í næturkulinu. FTemst, fór skútan eldfima með Wolverstone og sex öðrum, þeir áttu að eign- I' ast} hundrað dali hver, auk hlutar^næst kom Arabella og Elizabeth og seinast fór kuggur- inn með hertekið ^fólk. Það var alt fjötrað. Yfir því stóðu fjorir víkingar með hlaðnar ibyssur en tveir voru við stýri. Nú sem eldfimu skútuna bar framhjá En- carnacion, feldu þeir sem til þess voru settir, stafnljái á söx drekans en aðrir voru í reiða og flæktu saman reiða.skipanna með þar til gerð- um krókum. Jafnskjótt og kugginn bar að, þeyttu vökumenn lúðra á drekanum, varð þá alt í uppnámi, sumir þutu tO og vildu toga akkeri, en hættu í miðju kafi, þá skutu þeir á fylkingu, bjuggust við áhlaupi og þótti undar- legt, að víkingar skyldu bregða venju sinni er ekki varð af uppgöngunni. Þeir sáu hvar tröll fór hiaupandi, hélt á langri taug, fléttaðri úr strái, löðrandi í biki. Hann sveiflaði tauginni í hring svo að hún logaði og kveikti í til og frá. Þá skildu þeir hvað hann var að gera og emn hinna spnösku fyrirliða kvaddi, hóp með sér til uppgöngu á brunaskútuna, til að slökkva eldinn. lEn þaðk var um seinan. Wol- verstone skaut eldiibrandinum niður um gat á þilfarinu og rauk fyrir borð.og allii? hans fé- lagar og syntu þangað sem bátur beið þeirra og flutti til Arabella. En í sama bili gusu upp eldar á skútunni, með miklum brestum áður en yarði þeystust logandi flyksur yfir drekann og eldar stóðu út af hverju skarði á borð- stokki á síðu hins mikla skips, en Spánverjar ömuðust að koma af sér stafnljáum og forð- ast eldinn. Meðan þetta stóð sem hæst lét Arabella skotin dynja á Salvador, sem næst henni var, fyrst eftir endilöngu þilfari, svo í húfinn, sem næst sjávarmáli, hægði þó ekki á ferðinni en let skotin, dynja á Infanta, frá stafnbyssum unz hann lagði að og réð til uppgöngu og hið sama gerði Hagthorpe við San Felipe. Þeir sponsku sáu foringja skipið í björtu báli og Salvador illa til reika,. héldu bardagann tapað- an og gáfust upp. Ef Salvador hefði komið þeim til liðs, þá /hefðu úrslitin orðið önnur. En því fylgdi annmarki eins og oft vildi verða hjá spönskum, en hann var sá, að það skip hafði meðferðis dýrgripi, gull og silfur til heimflutnings, þangað lét Don Miguel flytja sig,,er hans skip tók að loga og hleypti því undan til virkisins, því að sízt af öllu vildi hann að víkingar næðu þeim auðæfum. í virkið hafði hann látið flytja fallbyssur, nokkr- ar hinar stærstu, . sem þá gerðust, en af því vissu víkingar ekki. Þessvegna sigldu þeir á eftir Salvador Blood á, Arabella og Yberville á hinu nýunna skipi Infanta, komu skotum svo vel við að Salvador tók að lækka í sjónum tog loksins sökk skipið á grynningum, SVo að borðstokkar v°ru uppúr. í. sama bili, rétt þegar Blood hélt sigurinn unninn, gullu stóru byssurnar við í virkinu og jafnsnart var Arabella lostin kúlu, sem braut skarð í hana miðskipa og hefði fengið fleiri slík ef Pitt hefði ekki stýrt undan í snatri, en þó særðust og dóu æði margir víkingar áður skipið komst úr. skotmál. In- fanta var veikbygðari, fékk svo mikinn á- verka, að sjór féll.inn á hléborða, þá lét Yber- vill varpa fyrir borð öUum fallbyssum þeim megin, hallaðist þá skipið svo mikið, að sjór náði ekki upp að götunum og við það drógst Infanta úr skotfæri, við dunandi bresti frá virkis byssum. Þá lögöu þeir saman ;skipun- um fjórum og báru saman ráð sín. XVII. KAPÍTULI. ( Ginninga fífl Yfirmenn, skipanna settust á ráðstefnui á þilfari Arabella og þar bar Blood ekki hátt höfuð sitt, enda, sagði hann svo sjálfur seinna, að sjaldan hafi sér þótt eins súrt í broti eins og þá. Hann hafði að vísu stjórnað atlögunni prýðis vél, sett djarflegt ráð og kænlegt til að berjast við ofurefli og unnið sigur. En sá sigur gekk honum úr greipum, hann var innibyrgð- ur eftir sem áður og skip hans illa leikin, svo að alls ekki voru haffær. Eigi að síður var það þá ráð hans, að sigla þegar út um mjóddina hjá virkinu en því tóku hinir fjarri og það varð niðurstaðan að sigla aftur til staðarins Maracaybo og gera við skipin. Næstu daga var unnið kappsamlega að þessu, meðan skipherrann stundaði þá særðu. Eh að kveldi hins fyrsta dag samdi hann bréf á klingjandi spönsku til flotaforingjans, sem hljóðaði svo: “Eg sýndi þinni stórtign í morgun, hverju eg orka. Þó eg hefði minna en hálfajn afla á við þig, að mönnum, skipum og byssum, þá er eg nú búinn að eyða þeim sterka flota, sem þú ætlaðir að elta okkur á til Maracaybo og týna okkur öHum. Svo nú getur þú ekki efnt heit- an þína framar. Af því sem orðið er, máttu ráða hvað fram muni koma. Ekki myndi eg óróa þína stórtign með þessu tilskrifi nema vegna þess að eg er mannúðar maður, og hefi andstygð á iblóðsút'hellingum. Þess vegna, áður en eg tek virkið fyrir, sem þú heldur ó- vinnandi, og gerí því sömu ski]| og flotanum, vil eS bjóða þér þennan kost, í tómu mannúð- ar skyni: Eg skal hlífa borginni Maracaybo, leggja þaðan strax og skilja ef'tir þá fjörutíu fanga sem alt eru heldri menn, gegn því að þú sendir mér tíu þúsund dali og eitt hundrað nautgripi og leyfir mér óhindraða útsigling um ósinn. Föngunum held eg þangað til eg er ■ kominn á sjó, skal svo senda þá til lands með ibatum, sem við skulum hafa með oss héðan í greindum tilgangi. Ef þín stórtign tekur það orað, að hafna þessum kostum og þar með knýr mig til að ,taka virkið með töluverðu mannfalli, þá aðvara eg þig, að þú átt ekki gnða að vænta og þá skal eg skilja eftir ösku- haug þar sem nú stendur sú ofannefnda fagra borg Maracaybo.” Til að bera bréfið valdi hann úr hertekinna boP1 þann sem umboð hafði til landstjórnar á þessu svæði og yfirráð í borginni, einmitt þann sem hann vissi, að leggja mundi fastast að on Miguel að bjarga borginni, hvað sem það kostaði, frá þeim forlögum sem Blood hótaði henni. Þetta fór eins.og hann átti von á - Maðunnn bað heitt og ákaflega, að þeim kost- um væn tekið, sem á bréfinu stóðu. takflEnr>Dr MÍSUel Var harðari 1 born að 1 satt, að vísu, að skip hans væru topuð, en það hefði orsakast af því að Það11? k°mÍð að h°nUm ^ óvörurn. að skyldi ekki koma fyrir aftur. Þeir skyldu ekki ætla sér að koma að þeim óvörum í Xk- ‘Pherrann Blood réði sínum hermdar- IkvlTh 1 ^araCayh°’ Wt það og annað skyldi hann fa að borga, áður úti.væri. Borgarstjórinn varð óttasleginn, síðan sti hann stjorn á skapLsxnu og veitti flota foringjanum átölur með þungum orðum Þá var honum svarað þannig: hátiénarhefðir verið em* dyggur þegn hans atignar að verja vikingum innsiglingu eins værumrið1 V6ra að.verja Þeim ótsigling, þá skup irb- nU'ekkl ? Þessum vanda. Svo þú skalt ekki mæða mig framar með þráu kjark- ausu kyabbj. Eg geri.enga sátt við Blood og hans felaga. Eg veit hvað mér ber að gerl fyrn- kongmn minn og það skal eg gera ^Eg vex somuleiðis hvað mér ber að gera'fyrí að pSkTf Eg-a ÞeÍm manni Blood heiftm að rSJaida ffir sJalfan miS. -Þá skuld ætla eg og skifaaðu þeTm!”" ^ ,b°ð með hér Svo maðurinn kom aftur til sinnar fögru allar i Maracaybo, þar sem Blood hafði bæki- stoð sina og sagði erindislok, ekki feginn. — 'Hann flutti skilboðin og dró ekki af, þvf að ann blygðaðist fyrir sína frammistöðu, þegar hann sá hve. hraustlega Don Miguel bar sig í vandanum. Því flutti hann boðin eins hörð og heiptuðleg og flotaforinginn gat á kosið. Skipherranum Blood varð hermt við, þó ekki sæi það á honum. Hann brosti rólega og sagöi: “Er þetta þá það sem hann vdll? Bagt er að flotaforinginn skuli vera svona þrar. Svona fór hann að missa flotann, sem hann reði eins og hann ætti hann sjálfur. En íann a ekkert með þessa vænu borg Maracay- bo. Honum .er vafalaust ekki eins sárt um hana. Það þykir mér bágt. Óþarfa eyðilegging er mer eins andstyggileg eins og manndráp. En svona er nú komið, eins og þú sérð. Eg skal láta hlaða ibálkestina á morgun, máske honum skiljist, þegar hann sér báhð, að Peter Blood bregður ekki orðum sínum. Þú mátt fara.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.