Alþýðublaðið - 12.05.1960, Síða 5

Alþýðublaðið - 12.05.1960, Síða 5
WASHINGTON, 11. maí (NTB). Eisenhower hélt hinn vikulega blaðamannafund í dag. Hann sagði í upphafi fundarins, að Bandaríkjamenn stunduðu njósnaflug yfir Sovétríkjunum til þess að koma í veg fyrir nýja Pearl Harbour-árás. Framhald af 1 síðu. vildi ekki vera í buxum Eisen- howers forseta, er hann kemur til Sovétríkjanna í næsta mán- uði. Krústjov kvaðst vera furðu sleginn, er hann hefði heyrt, að Eisenhower hefði á blaða- mannafundinum í dag viður- kennt og afsakað njósnaflug Bandaríkjamanna yfir sovézku landi. Hann vildi ekki svara, hvort hann óskaði eftir að Eis- enhower hætti við för sína til Sovétríkjanna. Krústjov sagðist mundu vera eini sósíalistinn á fundi æðstu rnanna,. en jafnframt sagðist. hann vera viss um, að tveir af hinum vestrænu þátttakendum yæru sér sammála í að fordæma etferli Bandaríkjamanna. IFrance I híeypt | af | stokkum | ST. NAZAIRE, 11. maí. ;• (NTB). — Mesta hafskipi !> Frakka var í dag hleypt !af ;! stokkunum í St. Nazaire á !; Atlantshaísströnd Frakk- j; lands. Hið nýja skip er 55 !> þús. smálestir. Yvonne de j; Gaulle, eiginkona forset- ;í ans, gaf skipinu nafnið jj France, Það er rúmlega ;! 315 metrar á lengd og get- !; ur það náð 30 hnúta hraða.' ;; France verður í Ameríku- !• siglingum og verða tvif far j; rými á því. i> Hann kvaðst mu'ndu reyna að fá Krústjov til þess að fallast á gagnkvæmt eftirlit úr lofti, er þeir hittast á fundi æðstu manna í næstu viku. Forsetinn sagði, að hann mundi fara til Moskvu eins og ákveðið hefði verið í júní. Hann taldi að horf Krústjov sagði, ag það yrðu margar óþægilegar spurningar lagðar fyrir Eisenhower, ef hann kæmi til Sovétríkjanna. Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna sagði í aag, að Tyrkland, Pakistan og Noregur væru samsek Bandaríkjunum í njósnafiuginu yfir Rússlandi. Gromyko viðhafði þessi um- mæli, er opnuð var sýning á flaki flugvélar þeirrar, sem skotin var niður nálægt Sverd- lovsk 1. maí síðastliðinn. Gromyko sagði, að Tyrkir væru meðsekir, þar eð þeir leyfðu njósnaflug frá landi, vél in hefði komið frá flugvelli í Pakistan og ætiað til Noregs og því væru þau ríki samsek. — ..Njósnaflug þetta var farið til þess að undirbúa árás á Sovét- ríkin,“ sagði utanríkisráðherr- ann. ,,Tvísagnir ábyrgra aðila í Bandaríkjunum í þessu máli hafa gert Bandaríkjastjórn að viðundri í augum heimsins.“ Hann sagði, að yfirlýsing Herters utanríkisráðh. Banda- ríkjanna á mánudag, sýndi, að það væri viðurkennd stefna Bandaríkjastjórnar, að reka njósnir. Hann kvað þetta njósnaflug vera leik með eld og geta leitt til styrjaldar. — „Sovétríkin geta í einu vet- fangí eyðilagt allar flugbæki- stöðvar Bandaríkjamanna um heim allan.“ Samkvæmt fréttum frá Tass komu margir starfsmenn er- lendi’a sendiráða í Moskvu á sýningu flaksins. Mest ber þar á vængjunum, en vélin er þar einnig og flugmannssætið. Þá eru þarna eiturnál flugmanns- ins, skammbyssa hans og ýmsir munir. Gromyko var spurður, hvort Sovétríkin stunduðu ekki flug- njósnir, en hann kvað það aldrei hafa hvarflað að ráðamönnum þar. urnar á góðum árangri fundar æðstu manna stórveldanna hefðu breytzt til hins verra eft- ir að Rússar skutu bandarísku eftirlitsflugvélina niður.' En hann kvað samt sem áður að aðalumræðuefni ráðamannanna yrðu Þýzkalandsmálið og af- vopnun. Eisenhower sagði, að margt benti til þess að eftirlitsflug- vélin hefði ekki verið skotin niður úr mikilli hæð eins og Rússar halda fram. Hann sagði ennfremur, að myndir þær, sem birzt hefðu í rússneskum blöðum og sagt væri flak U-2 vélar, væri greinilega ekki af slíkri vél, en hann neitaði að fara nánar út í þau efni að sinni. Eisenhower var minntur á það, að hann hefði oft sagt, að hann færi ekki til fundar æðstu manna, ef Rússar kæmu með einhverjar hótanir eða úrslita- kosti, og Spurður í því sam- bandi, hvernig hann liti á hót- anir Krústjovs um flugskeyta- árásir á bandarískar flugstöðv- ar. Forsetinn svara.ði því til, að hann gæti ekki túlkað þessi ummæli sem úrslitakosti. Eisenhower lagði áherzlu á, að Bandaríkjamenn yrðu að stunda könnunarflug til þess að auka öryggi ríkisins. Hann sagði, að öryggisþjónustan væri að nokkru leyti skilin frá rík- isvaldinu og starfaði á breiðum grundvelli, við að safna gagn- legum upplýsingum. BLAÐIÐ hefur Ieitað fyllri upplýsinga varðandi líkamsárás ina á Elías F. Hólm, Bergstaða stræti 19, sem hann varð fyrir um kl. 1.30 aðfar:anótt þriðju- dags, Árásarmennirnir munu hafa verið tveir. Þeir misþyrmdu Elíasi hrottalega og er hann illa til haldinn. Árásarmennirnir stálu á þriðja þúsund krónum frá Elí- asi. Peningarnir voru í tveim veskjum. Rannsóknarlögreglan he.'lur enn ekki handsamað ill- ræðismenni'na. Elías F. Hólm er kunnur fyrir kaup og sölu á flöskum. Kalda strí io iafiö a GUÐMUNDUR L GUB>MUNÐ8s SON utanríkismálaráðikiETi'a eé væntanlegur heim í kvöM meS flugvél frá Flugfélagi f-'JandsL , >, I fylgd með utanrikisrað-^ herra er Bjarni Benediktssoth dómsmálaráðherra. B.áoherr-J arnir voru sem feuhnugt- er áý fundi NATO-ráðherra i Tyrk.f landi' íýrir skömmu. Þeir héldrj :heim þaðan um GrikkJand, oö’ .París. f Guðmundur í. GuðmunttesotP hefur verið staddur erlendis frtv því er Genfarfundurinn hófstf 1 A * : ~f» CHARLESTON, 11. maí (NTB). Hinn 42 ára Bostonarmilljóna- mæringur, John Kennedy öld- ungardeildarmaður, vann glæsi legan sigur í undankosningun- um í Vestur-Virginíu í gær. Hlaut hann 58% af atkvæðum demókrata í ríkinu, en helzti andstæðingur hans, Hubert Humphrey öldungardeildar- maður, sem einnig er demó- krati, hlaut rúm fjörutíu pró- sent. Humphrey, sem hefur kallað sig frambjóðanda hinna íátæku hélt fund með blaðamönnum, er úrslitin voru kunn, og tjáði þeim brosandi, en með tárin í augunum, að hann hefði ákveð- ið að draga sig í hlé úr barátt- unni um að hljóta útnefningu Kristján ® sýnir KRISTJÁN DAVÍBSSON listmálari opnaði sl. laug- ardag sýningu í bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýnir hann þar 35 olíumyndir, allar málaðar á undanförn urn- tveim árum og eru þær flestar til sölu. Aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð og 14 myndir selzt. Sýningin verður op- in til 16. þessa mánaðar. sem forsetaframbjóðarjdi deinó krata í forsetakosníngamun 1 haust. Kvaðst hann xnunriu styðja Adlei Stevenspn. Fré’ttaritarar í Washington telja, að sigur Kennedys, sem, kom mjög á óvart, aúki stór- lega líkurnar á þvi, að hann verði frambjóðandi fiokks sína í forsetakosningunum. Er þaíi almenn skoðun, að þrátt fyrír aðgerðir andstæðinga hans f flokknum, þá sé erfitt a.Ö kom^ í veg fyrir að hann hijóti út-- nefningu. Kennedy sagði í ávar})i ti| íbúanna í Vestur-VixgnJu, ->ð stuðningur þeirra hefoi orðiö til þess að styrkjg si.g;-bajög< í( sessi. England Júgó- slavía 3:3 LONDON, 11. maí (NT’B—ri REUTER). England og Júgósla- vía gerðu jaónteíii í landsleik í knattspyrnu, sem fram íór á Wembley í dag. Enská liðiS sýndi ekki góðan leik og aiiffl" aði minnstu að það tapaoi'. Það var ekki fyrr en 2 miri. fyrli leikslok, að Johnny Hayneá (Rulham).tókst að skalla knött*- inn í netið. Hi'nir 60 þús. áhorf endur virtust allir vera.á þeirri skoðun, að Júgóslavar htfðu átt si'gurinn skilið. — 12. maí 19C0 0 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.