Alþýðublaðið - 12.05.1960, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 12.05.1960, Qupperneq 13
Tíu ára áætlun um ■ ■ WMUWVWWWWWWMVVWtVWWWtMWWWWWtWHWMWWVMMMWWWW sinnum meiri þunga en þær eldflaugar, sem nú tíðkast í Bandaríkjunum. Næstu þrjú árin þar á eftir er ætlunin að senda árlega fjögur geimför knúin Satúrneldflaugum út í geiminn. Árið 1968 gerir stofnunin svo ráð fyrir að skjóta upp Novaeldflauginni. í henni er eins hólfs orkugjafi, sem fram leiðir þrýsting er samsvarar 675 þúsund kílógrömmum. Með því að tengja saman nokkra slíka orkugjafa, er hægt að fá 2.700.000 kíló- gramma þrýsting. Þannig verður hægt að senda æ þyngri farma út í geiminn, eftir því sem eld- flaugarnar verða öflugri. Gera menn sér góðar vonir um að einhvern tíma á árun- um 1967—69 verði hægt að kóma á sporbraut farmi, er vegur 24.750 kíló. Dr. Hugh Dryden, varafor- stjóri Geimrannsóknarstofn- unarinnar, skýrði nýlega frá áætlun þessari í aðalatriðum, og tók meðal annars fram eftirfarandi: „Það er von okkar, að rann sóknir þær, sem þessi áætlun gerir ráð fyrir, eigi eftir að MYNDIN TIL VINSTRI: Takmark stórveldanna er að senda m'annaðar eld- flaugar út í geimínn og er ekkert til sparað í kapphlaup- inu um >að verða fj'rstur til þess, Myndin sýnir hvernig teiknarinn hugsar sér að mannaður gervihnöttur fari um jörðu. MYNDIN NEÐST: Tiros I. er tæknilegt furðuverk óg er þar komið fyrir fjölda nákvæmra og merkilegra tækja. Myndin sýnir er verið er að ganga endanlega frá tækjunum áður en hann er sendur á loft. Á miðri myndinni er linsa ljósmyndavél- arinnar. Tiros I. er 106 sentimetrar í þvermál. Tvö segul- bönd eru þarna og tæki til þess að sjónvarpa myndum til jarðar. MYNDIN FYRIR NElÐAN: Fyrsti veðurathugana'hnöttur Bandaríkjamanna, Tiros I. hefur þegar sént ýmsar merkilegar upplýsingiar til mót- tökustöðva í New Jersey og á Hawaii. Myndin sýnir er verið var að reyna hinar sólrænu sellur hans áður en hann viar sendur á IOft. Sellur þessar hreyta sólarhitanum í orku og knýja rafhlöður í gervihnettinum. Tiros I. sendir mynd- ir til jarðar af skýjamyndunum í háloftum og er búist við að hann eigi eftir að gjörbreyta veðurspám í framtíðinni. WASHINGTON. — Geimvís- inda- og loftsiglingadeild Bandaríkjastjórnar (NASA — National Aeronautics and Space Administration) birti fyrir skömmu áætlun um geimrannsóknir, sem fram- kvæmd verður á næsta ára- tug. Þetta er í fyrsta skipti, sem Bandaríkin birta ná- kvæma sundurliðaða áætlun svo langt fram í tímann. í áætluninni er *gert ráð ■fyrir, að næstu tíu ár verði framkvæmdar ýmsar tilraun- ir og rannsóknir, sem nauð- synlegar eru til þess að hægt sé að senda mönnuð geimför 'til tunglsins. Meðal annars verða um 260 gervihnettir og geimför send út í geiminn, auk þess sem reynt verður að koma upp föstum tilrauna- stöðvum þar. Þá verða gerð- ar nánari athuganir á stjörn- • unum Marz og Yenusi og ná- kvæmir útreikningar varð- andi lendingar og affermingu tækja á tunglinu, og er gert ráð fyrir hinni fyrstu árið 1961. Sama ár verður fyrsta geimfarið sent á sporbraut kring um jörðina og þremur árum síðar, árið 1964, er á- ætlað að senda mannað geim- far í fyrstu ferðina umhverf- is tunglið og aftur til jarðar- innar. Hins vegar verður sennilega ekki reynt að lenda mönnuðu géimfari á tunglinu fyrr en eftir 1970. Bygging tilraunastöðva úti •f geimnum og athuganir á Venusi og Marz er því aðéins hægt að framkvæma, að til séu öflugar eldflaugar, sem flutt geta þungan farm langt ut í geiminn. Fram að þessu hafa Bandaríkin eingöngu notað litlar eldflaugar með afar smágerðum tækjurff til vísindalegra rannsókna, og hafa ekki þurft á stærri eld- flaugum að halda. Verður því fyrst um sinn lögð meginá- herzla á að byggja stórar-eld- flaugar með sterkum þrýsti- loftsorkugjöfum. Hin fyrsta af þessum fyrir- huguðu eldflaugum — Satúrn eldflaugin, verður tilbúin ár- ið 1962: Hún framleiðir 675 þúsund kílógramma þrýsting við flugtak og getur lyft 25 fæxa okkur aukna kunnáttu og reynslu. Markmið okkar er fyrst og fremst að senda menn til tunglsins og koma þeim aftur til jarðar heilu og höldnu. Áður en því marki er náð, þurfum við þó að komast yfir erfiða hjalla. Við þurfum að koma upp mönnuðum geim- stöðvum á sporbraut umhverf is jörðina og senda mönnuð geimför umhverfis tunglið og aftur til jarðar. Til þess verð- um vér að byggja geimför, sem geta komizt ósködduð gegn um gufuhvolfið til jarð- ar, þótt þau fari með oísa- hraða. Það eitt að stýra slíku geim- fari örugglega gegn um gufu- ...—=—■ hvolfið er miklum erfiðleik- um bundið. Annar mikilvægur þáttur í áætlun okkar er hagnýting gervihnatta í friðsamlegum tilgangi og í þágu alls mann- kyns. Sá þáttur tekur yfir ýmsar greinar, og er þar fyrst að telja veðurfræði. Þótt all- ur útbúnaður og tæki séu enn á tilraunastigi, hefur þegar náðst árangur, sem opnar veð urfræðingum nýjar leiðir, bæði hvað varðar veðurspár og vísindalegar rannsóknir. í öðru lagi verður skotið upp gervihnöttum, sem eiga að stuðla að betra og fljótara sambandi milli fjarlægra staða, og loks verða gervi- hnettir og flugskeyti látin bera mælitæki okkar langt út í geiminn — eins langt og sól- kerfi okkar nær. Þeir munu fara á undan manninum og kanna leiðina fyrir hann, þar til hann getur sjálfur farið í könnunarferðir um geiminn. Síðast en ekki sízt munu gervihnettirnir fræða okkur um jörðina, gufuhvolfið, raf- hvolfið og önnur fyrirbrigði í geimnum utan jarðarinnar. Við tölum um geimrann- sóknir — en það orð er víð- tækt. Það nær yfir rannsókn- ir á þyngdarlögmálinu, raf- magni og segulmagni, geim- geislum, rafmögnuðum ögn- um í geimnum, geislavirkni á öllum bylgjulengdum — yfir- leitt öll þau efnafræðilegu og eðlisfræðilegu fyrirbæri, sem fyrirfinnast í geimnum“. — 12. máí 1960 |_3 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.