Heimskringla - 23.12.1936, Page 3
WINNIPEG, 23. DES. 1936
3. SÍÐA
EGYPTINN. (Við kaupmann-
inn.) Það gleður mig stórlega
að þú ert kominn til húsa
minna. Velkominn! Þreyttur
eins og þú munt vera eftir
ferðalagið, vona eg að þú hafir
ekki á móti dálítilli hressing?
KAUPM. Eg þakka þér kær-
lega. Þessi maður er læknir,
hann er einn af mínum beztu
vinum. Eg kom hingað frá
Sýría í mjög áríðandi erinda-
gerðum. Okkur er það sérstak-
lega mikil ánægja að hafa tæki-
færi tií að heimsækja þig.
EGYPTINN. (Klappar saman
höndunum, kallar). Method!
(Víkur sér aftur að gestunum.)
— Gerið svo vel að fá ykkur
sæti. (Pétur kemur inn, klædd-
ur eins og þræll. Þegar hann sér
læknirinn, hrekkur hann við og
lítur undan.)
PÉTUR. Hvað get eg gert fyr-
ir þig, herra minn?
EGYPTINN. Komdu með dá-
lítið af brauði, víni og vínberj,
um, handa þessum kærkomnu
gestum mínum. Þessir herrar
eru samlandar þínir. Þekkir þú
þá ekki?
PÉTUR. (Hengir niður höf-
uðið). Nei. Eg þekki þá ekki.
(Fer.)
LÆKNIR. (Við húsherrann.)
Hefir þú komið til Sýría?
EGYPTINN. Já, fyrir hér
um bil átta árum síðan. Það var
þá, sem eg keypti þrælinn, sem
þið sáuð rétt áðan.
LÆKNIR. Það hefir þá ver-
ið rétt um það leyti, sem hinn
mikli atburður gerðist, er setti
allan bæinn í uppnám og er enn
hin hreinasta ráðgáta.
EGYPTINN. Hvað kom fyr-
ir?
LÆKNIR. Það stóð í sam-
bandi við einn af okkar ágæt-
ustu mönnum í borginni, Pétur
illa að nafni. Hann var eigandi
ákaflega mikils landflæmis og
garða. En hann hafði það orð'
á sér að vera hinn mesti nirfill.
En svo var það einn dag, að
hann breyttist alt í einu svo
undarlega og óvænt. Þannig
að augu hans lukust upp fyrir
kristilegum kærleika. Hann
byrjaði undireins á því að gefa
burtu eigur sínar. En þegar
kona hans og börn settu sig upp
á móti því að hann gæfi svona
gegndarlaust til, fátækra er sagt
að hann hafi ákveðið að selja
sjálfan sig eins og þræl og gefa
pepingana til fátækra í borginni.
Eftir að þetta alt var um garð
gengið, hvarf hann. Og guð má
vita hvar hann er nú niðurkom.
inn.
KAUPM. Konan hans hefir
sent út menn til að leita hans.
En alt hefir það verið árangurs-
laust. Enginn veit hvað orðið
hefir af honum.
EGYPTINN. Þetta er ,ein-
kennileg saga. Hvað var tiann
gamall? Hvernig leit hann út?
(Rétt í þessu kemur Pétur inn
með ávexti og vín.)
LÆKNIR. Eg hygg (hann
mundi vera inúna eitthvað í
kringum fimtugt. Meðalmaður á
hæð en frekar grannur og þunn-
leitur. Mjög svipaður þessum
þræl. (Pétur hylur andlit sitt í
flýti og hraðar sér út.) Þetta
er einkennilega fallegt andlit á
þræl!
EGYPTINN. Hann er gim-
steinn en ekki þræll. Síðan eg
tók hann inn í hús mitt, hafa
eigur mínar |margfaldast. Og
þó að eg hafi gefið honum fult
frelsi, þá vill hann ekki nota sér
það. Hann er einn af þeim beztu
mönnum, sem eg hefi komist í
kynni við, jafnvel þó hann
kunni að vera þræll. (Kallar).
Method! Method! (Pétur birt-
ist í dyrunum og gengur nokkur
skref áfram.)
LÆKNIR. (Við kaupmann-
inn.) Mér sýnist hann vera svo
afar líkur Pétri illa. Hvað sýn-
]st þér? Eg hefi ekki á allri æfi
minni séð svo náinn svip með
mönnum.
PÉTUR. (Hleypur til dyra.)
Mute! Opnaðu hurðina fyrir
mig! (Hurðin opnast og Pétur
þýtur út.)
Mute. (Kemur inn og seg-
ir): Þessi maður er heilagur!
Þegar hann nálgaðist ytri dyrn-
ar, sá eg geisla-baug yfir höfði
hans. Og í því hvarf hann!.
EGYPTINN. Við erum hér
vitni að miklu kraftaverki. —
Mute hefir fengið málið!
KAUPM. og LÆKNIR saman.
Það er hann! Áreiðanlega er það
hann! Pétur illi! Hann flúði
til þess að komast hjá hrósi
mannanna! Guði ^é lof og þökk!
Tjaldið.
ENDIR.
Davíð Björnsson
Jóla og Nýárskveðjur
frá
King’s Old Country Ltd.
47 HIGGINS AVE.
SIMI 92 622
Heilnæmustu drykkirnir
STONE GINGER BEER og GINGER ALE
Have the Business
POINT OF VIEW
?
•
Dominion Business Coilege students have the advantagí
of individual guidance in the all-important factors of
business personality, conduct, and approach.
No matter liow thoroug’hly you know the details of
office work, you mugt be able to sell your services,
and this is now just as much a part of Dominion
training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or
any of the other courses in which Dominion leader-
ship has been recognized for over twenty-five years.
Business is betterl Employment is increasing!
Prepare for it.
DOMINION
BUSINESS COLLEGE
On The Mall
and at Elmwood, St. James, St. John’s
HEIMSKRINGLA
ERINDI
flutt á 25 ára afmæli Lestrarfé-
lagsins “Gimli” á Gimli
14. ágúst 1936.
Háttvirti forseti!
Heiðruðu afmælisgestir!
Það er upphaf þessa máls, að
árið 1882 var mjög ólíkt um að
litast á Gimli, því sem nú gerist.
Þá voru engar stórskipa
bryggjur; þá klufu vélabátar
eða stærri skip ekki öldur vatns-
ins í tugatali;/þá sáust ekki stór-
kostlegir vöruskálar beggja meg-
in hafnarinnar; þá bárust ekki
hvarflandi ljósglampar hafnar-
vitans lengst út á öldukvik
vatnsins, til að benda hafnleit-
andi skipum á frið og næði á
ognstafaðri höfninni; þá gnæfðu
kirkjuturnar ekki hátt í loft,
yfir verzlunarhús kaupmanna og
íveruhús borgarmanna; þá var
ekki bygður hinn veglegi al-
þýðuskóli, né hið virðuglega
gamalmennahæli; þá var ekki
hinn svipmikli verndarvættur
Ný-íslands reistur; þá voru ekki
steyptar stein-gangstéttir; þá
þustu ekki bílarnir með örvar-
skots hraða, eftir strætunum,
huldir þykkum rykmekki; þá
spýttust ekki kristalstærar
vatnsbunur í háa loft og beint
upp í þorsta þjáða munna;/ þá
sigldu ekki loftskipin með mikl-
um gný um “skýjasæinn” hátt -
yfir höfðum manna; þá voru
ekki til símar, grammófónar né
radió; þá gengu ekki menn og
konur í stæltum búningum suð-
urhafseyjabúa, þeirra er efnis-
minstar hafa mittisskýlurnar;
þá lýstu ekki rafljós upp stræti
bæjarins, og vörpuðu glóbjörtum
geislum fyrir fætur sveina og
meyja-, er voru á skemtigöngu út
í danssalinn í skógarlundunum í
skemtigarði bæjarins, ten þar
dunaði alt og kvað við af létt-
stígu fótataki ástþýðra sveina
og brosmildra og berbakaðra
yngismeyja, en upp yfir þenna
ys og þys, sem einkum er kendur
við stórborgirnar hljómuðu heill-
andi töfratónar hljóðfæranna, er
æstu ímyndunarafl danssveitar-
innar, svo hún vaggaðist í ó-
minnis ölæði, en úti fyrir í sí-
grænum grenitrjánum þaut þýð-
lega í hörpu Æólusar, og á mill-
um trjánna skutust fagurskap-
aðir og flugléttir Cupidar, og
skutu örfum af beinskeytum
bogum og særðu æskulýðinn, en
sú tilfinning segir Sappo að lík-
ist “mjúksárum loga”.
f stað þess sem nú var sagt
frá, var á Gimli nefnt ár 1882,
eitt hús sem eg get með vissu
greint, það var hús Friðjóns
Friðrikssonar, en um sumarið
seldi hann húsið Pétri Pálssyni,
og var þar gistihús fyrir ferða-
menn. Tvo aðra húsráðendur
hefi eg einnig heyrt nefnda er
bjuggu þá á Gimli og hétu báðir
Ásmundar. Þá var Gimli bæjar-
landi óskift í lóðir, eður ómælt,
og gerðist ekki fyr en mörgum
árum síðar eður 1898.
Á þessu árabili hafði verið
hinn mesti útflutningur af fólki
úr nýlendunni, og segir sá óljúg-
fróði maður Guðlaugar Magnús-
son, að er honum lauk. 'hafi ver-
ið eftir aðeins 8—10 búendur í
Mikley og 5 í Árnesbygð, en 12
í Víðirnesbygð, en Gimli taldist
til hennar. Canada-stjórn þótti
því horfa til nýlenduauðnar,
nema meira væri aðhafst, og
hafði stöðugt úti “legáta” til
eflingar innflutningsins og ný-
komnum íslenzkum emigröntum
beint til Nýja-fslands, svo sem
ráða má af orðum Baldvins
Baldvinssonar, er hann gerir
grein fyrir hvernig hann hafi
ráðstafað þeim, “að hávaðinn af
gömlu íslands ómegðinni, sem
send var vestur 1887, hafi farið
til Nýja-íslands. f Víðirnesbygð
hafi farið rúmar 30 fjölskyldur
allslausar, og til Mikleyjar jafn-
margar og fyrir voru” — og um
gæði á þessari innfluttu vöru
farast honum svo orð á sama
stað: “Þeir sendu oss glæpa-
menn, drykkjurúta, letingja og
vitskerta menn, og allskonar lík-
amlega og andlega vanskapn-
inga, og þenna vinaskenk frá
fósturjörðunni ætluðust sveita-
nefndirnar hér (þ. e. íslandi)
til, að vér tækjum upp á vora
arma og sæum um.”*
Eftir því sem fólkinu fjölgaði
aftur, og þrátt fyrir alla fátækt-
ina, fóru menn að finna til þess,
að enginn bókmentalegur félags-
skapur ætti sér stað, og upp úr
því fæddust svo samtök fárra
manna, til að mynda lestrarfé-
lag; peningar voru engir fyrir
hendi að kaupa bækur fyrir, og
skutu menn því saman bókum í
bókastofu félagsins.
Ekki verður saga þessa fyrir-
tækis, sögð eins greinilega og
æskulegt hefði verið, því funda-
bók þess er nú töpuð, og for-
maður þess dáinn fyrir mörgum
árum. Þau atriði sem hér verða
dregin fram, eru lesin úr fjár-
málabók féhirðis sem var Guðni
Þorsteinsson póstmeistari hér á
Gimli um fjölda ára, hefir hann
góðfúslega lánað þessi gömlu
skilríki til afnota, þeirra á meðal
eru lög félagsins og bókaskrá
þess, sýnilega með hendi Gísla
M. Tómassonar, sem seinna varð
útgefandi “Svöfu” og “Berg-
málssnis”
— Sögupunktar lestrarfélags
þessa sem lesnir verða saman úr
bók féhirðis eru þessir:
Félagið er stofnað 22. jan.
1887. Lög þess samþykt á fé-
lagafundi á Gimli 29. jan. sama
mán.
1. gr. hljóðar svo: “Félagið
heitir Auróra”.
2. gr. Tilgangur þess er sá, að
viðhalda og glæða lestrarfýsn al-
mennings yngri sem eldri, og
skulu helzt valdar þær bækur
fyrir félagið sem eru jafnframt
fræðandi sem skemtandi, og við
alþýðu hæfi, þó má félagið kaupa
vísindabækur, ef þær eru líkleg-
ar til að verða nokkrum af fé-
lagsmönnum að notum.
3. gr. segir að bókasafn félags-
ins skuli jafnan vera á Gimli.
7. gr. ákveður að þrír menn
séu í stjórnarnefnd 'félagsins,
forseti, skrifari og bókavörður,
og kosnir til eins árs.
9. gr. tekur fram, að ekki
megi þeir gjald taka fyrir starf
sitt.
Ársgjald félaga sé 1 dollar um
árið. Aðrar lagagreinir félags-
ins, sem eru 14 alls, eru svo um
almennar reglur og þykir því
ekki þörf að taka þær upp frek-
ar.
Embættismenn félagsins eru
að því næst verður komist. Gísli
M. Tómasson forseti, Guðni Þor-
steinsson skrifari, sem þessar
heimildir eru frá, og Magnús
Guðlögsson bókavörður.
Þeir sem gerast félagar fyrsta
starfsár “Áróru” 1887 eru 14.**
Af þessum 14 dala tekjum
fyrsta árið, er 7 dölum varið til
bókakaupa og fyrir bó|kband,
hinir 7 dalir eru í sjóði til næsta
árs.
Þetta má nú teljast álitleg
byrjun í jafn fámennum bæ og
Gimli var þá, en þetta fyrsta
starfsár félagsins reyndist því
miður bezta ár þess. — Næsta
ár 1888 ,er ársgjaldið fært ofan
í 50 cent, og þó ganga úr félag-
inu meira en helmingur, og sum-
ir þeirra borguðu ekki, samt
komu nýir menn og tóku hinna
sæti, svo það ár verður félaga-
tal 22, en óskilin halda áfram,
* úr fyrirlestri höldnum og
pr. í R.v. 1893. bls. 26. — Þessi
dómur er tekinn ofurlítið til
meðferðar í óprentuðum þætti
af Baldvin Baldvinssyni.
** Þessir eru nefndir: Jónas
Stefánsson, 2. Björn Runólfsson,
3. Magnús Halldórsson, 4. Jó-
hannes Hannesson, 5. Jón Guð-
mundsson, 6. Sigurður ólafsson,
7. Jónas Leó, 8. Jón Stefánsson,
9. Kristján Guðmundsson, 10.
Benedikt Austmann, 11. Hjörtur
Jóhannesson, og svo nefndar-
mennirnir 3, alls 14.
og skulcþr berast á félagið. Árið
1889 eru félagar 15. óinnheimt
árstillag $4.25, og félagið komið
í $14.05 skuld. — Árið 1890, eru
félagar 15. óinnheimt ársgjöld
7 dalir 25 cent og félagið skuld-
ar fyrir keyptar bækur og bók-
band 12 dali 10 cent. Árið 1891
eru félagar 8. Ársgjöld þeirra
og 1.85 f. f. ári, 5.85, eru látnir
ganga í skuldina, þá eru eftir ó-
borgaðir 6 dalir 25 cent sem
skiftast svo:
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
Birgðlr: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA
Tomson tapar ..........$1.35 i
Guðni ....................90
Bókm.félagið ....f.......4.00
en félagið í óinnheimtum gjöld-
um 7 dölum 25 centum. Hefðu
allir félagar staðið í skilum, var
1 dollar umfram skuldir. Með
óessum hætti réðu vanskilin fé-
laginu “Áróru” bana. Fátækt
var að vísu mikil, en 50 cent á
ári eru ekki tilfinnanleg útgjöld
sé viljinn góður, og vitað var um
suma þessa menn, að centaráð
höfðu, ef þeir þurftu á öðrum
óhollari vörum að halda.
En hvað varð af bókasafninu ?
Félagið hafði starfað frá 29.
jan. 1887—30 okt. 1891 eða nær-
felt 5 ár og eru á bókaskránni
talin 135 bindi; af þeim voru 16
á dönsku.
SELECT
BEER
Phone 96 361
SHEA’S WINNIPEG
BREWERY LTD.
Colony St., Winnipeg
Ekki finnast beinlínis rök fyr-
ir því hvar bókaskápurinn var
óessi ár, en þegar hans getur
næst, er hann hjá Magnúsi Guð-
augssyni, og hafði svo verið
mörg ár, af því er það með öðru
dregið, að hann hafi verið bóka-
vörður. Var Magnús hirðumað-
ur mikill og vandaður.
Þá er með þessum fáu orðum
drepið á nokkur atriði úr sögu
lestrarfélagsins “Áróru”.
Nú verður að taka árin lang-
stökkum. Frá árinu 1891—1911
— tuttugu ár. — Það er tímabil,
sem í sögu Vestur-íslendinga
mætti nefna “Skálmöld”. Kemur
hún ekki við þessu ákveðna efni.
Bókmentalegt ástand Ný-fs-
lendinga árið 1911 rifjar upp í
huga mínum setningar úr kvæði
nokkru: Nár var þá Njáll og nár
var Bergþóra, burtu var Kári,
brunninn Grímur, höggvinn
Helgi”, því nálega öll tímarit og
blöð sem voru uppi á þessu tíma-
bili Höfðu látið lífið; þannig lézt
Dagsbrún 1896. Lýsing 1899,
Bergmálið 1901, Aldamót 1903,
Svafa 1904, Baldur 1909, Freyja
1910, Breiðablik 1911 og Heimir
var að feta í feigra spor, dó 1913,
en þrjú lifðu, Lögberg, Samein-
ingin og Heimskringla, þau nutu
einnig peningastyrks frá æðri
máttarvöldum. — Þetta voru
flokksblöð, og unnu mjög hart
Frh. á 7. bls.
m
Stetilaktoetiíur
ttl borra mörgu
ötna
Á ný — með jólin í námunda,
f
nemum vér staðar í ys og önn
jólaviðskiftanna á s í ð u s t u
stundu, til þess að árna hinum
mörgu, íslenzku vinum vorum í
Vestur-Canada . . . verulegra
gleðilegra jóla og aukinnar far-
sældar á nýja árinu.
i'nhsiuts 15«ti (Lompimu.
INCORPORATED 2*? MAY r670.