Heimskringla - 19.01.1938, Síða 2

Heimskringla - 19.01.1938, Síða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. JANÚAR 1938 Opið kunningjabréf til Jóns J. Bíldfell frá undirrituðum Hr. Jón J. Bíldfell. Kæri vinur: f afmælisblaði “Lögbergs” er all-löng grein eftir þig, þar sem þú m. a. gerir grein fyrir skoð- unum þínum á íslenzkum kirkju- málum. Mér finnst grein þín gefa ágætt tilefni til frekari um- ræðu um þessi mál, sem vafa- laust hafa afgerandi þýðingu fyrir framtíð hins íslenzka þjóð- arbrots hér í álfu. Eg þakka þér fyrir vinsamleg ummæli í minn garð, og þó að eg líti öðr- um augum en þú á sumt, sem þú minnist á, þá þakka eg þér líka fyrir að rjúfa þá leiðinlegu þögn, sem um »keið hefir ríkt, þar sem þessi mál eru annars vegar. Mér hefir fundist þessi gráa þögn benda á tvennt, ann- ars vegar úrræðaleysi, hins veg- ar á ábyrgðarleysi. Með því síðasta á eg við tilhneigingu manna til þess að vilja smeyja sér undan því að bera ábyrgð á því sem gert er eða gert verður. , . Þeir, sem eitthvað vilja og eitt- hvað aðhafast, geta auðvitað alt- af átt á hættu, að þeim skjátlist, en sú er villan örgust að gera ekki neitt og vjlja ekki neitt. Þetta mættu menn gjarnan hug- festa. Þú rekur í stórum dráttum þróun íslenzkrar kristni vestan hafs, en eg álít, að í greinargerð þinni gæti víða all-mikils mis- skilnings á þeim hreyfingum, sem þar er um að ræða, og sam- henginu í rás atburðanna. En á því hlýtur vitaskuld að byggjast lausnin á þeim vandamálum, sem fyrir liggja. f þeirri von, að þér sjálfum og öðrum þyki það ávinningur, að um þetta sé rætt frá sem flestum hliðum, vil eg nú leitast við að skýra það frá mínu sjónarmiði. Sá, sem vill skilja í kirkju- málum íslendinga, verður fyrst ■ og fremst að gera sér ljóst, að þau eru ekki einangruð fyrir- brigði í sögu heimsins. Það, instefnurnar urðu tvær, og hvernig menn skiftust í flokka, fór aðallega eftir því, hvaða skoðun menn höfðu á valdi kirkjulegra erfikenninga yfir einstaklingnum. Rétttrúnaðar- stefnan leit svo á, að biblían væri óskeikul bók, en þegar til þess kæmi að skýra innihald hennár eða leiða út frá henni trúarlærdóma, væri það kirkj- an sem stofnun, er ein hefði vald til skýringar og útlistana. — Skýringar kirkjunnar og kenn- ingakerfi var að finna í gömlum fundarsamþyktum Og trúarjátn- ingum. Nýguðfræðin eða frjáls- lynda stefnan bygði aftur á móti á því, að biblían þyrfti rann- sókna við á sama hátt og aðrar fornar bækur, og rétturinn til þess að skýra hana og leiða út frá henni trúarlega lærdóma, væri ekki í höndum neinnar stofnunar, heldur hjá hverjum einstaklingi. Þessi grundvallar- regla var þó í rauninni alls ekki ný. Það var sjálft meginatriði siðbótarinnar, sem þarna kom til skjalanna að nýju til, lýðræðis- hugmynd í kirkjulegum efnum. Það var í rauninni heldur ekki nýtt að beita þessari reglu gagn- vart biblíunni, því að sjálfur Marteinn Luther, frumkvöðull siðbótarinnar, gerði mun á rit- um biblíunnar. Gagnvart trú- arjátningunum tók hann sér einnig það frelsi, að við barns- skírnir feldi hann niður mestalla 2. grein hinnar postullegu trúar- játningar. En á 19. öld hafði handritarannsóknum f 1 e y g t fram, og þekking manna á al- mennri trúarbragðasögu aukist svo mjög, að þegar vísindamenn- irnir þáðu þann rétt, sem hið kirkjulega lýðræði gaf þeim, til að rannsaka ritningarnar, hlaut það að koma meir í bága við erfikenningarnar en nokkru sinni fyr. Mjög er það mis- jafnt, vísindalegar niðurstöður hafa náð að hafa áhrif á kenn- ingar kirkjunnar í hinum ýmsu löndum, eða hve trúarleg lýð- ræðishugsun hefir náð tökum á, alþýðunni. Á Norðurlöndum er t. d. enginn vafi á því, að í ís- lenzku kirkjunni er lýðræðis- sem gerst hefir á meðal vor síð-1 ustu áratugina, á orsakir sínar [ hugsunin sterkust; meðal Norð- í hreyfingum, sem hafa látið til sín taka í kirkjulífi nágranna- manna aftur á móti sýnist helzt ekki um annað að ræða en hinar þjóðanna, en fá sinn sérstaka svip við að tengjast íslenzkri sögu. Segja má, að það skerið, sem hinir kirkjulegu straumar anleg. ísland er elzta lýðræðis- land álfunnar, og það má færa að því fullar líkur, út frá kirkju- sögu íslendinga og menningar- sögu, að þeir hafi um allar aldir haft sterka tilhneigingu til að meta mikils trú og hugsun ein- staklingsins. Við sjálfa kristni- tökuna er gengið út frá því, að guðsdýrkunin sé í innsta eðli sínu einkamál mannsins gagn- vart guði. Og sé leitað til síð- ustu aldar má minna á það, er skáldið Jónas Hallgrímsson tók upp vörn fyrir íslendinga, þegar danskur maður brá þeim um trúleysi. Jónas kvað íslendinga vera skynsemistrúar, þ. e. a. s. hver maður vildi láta vit sitt ráða fyrir sér í trúarefnum. — Ekki þarf annað en að lesa þær prédikanir, sem prentaðar hafa verið eftir Jónas til að sjá, að slík afstaða merkti síður en svo sljóvgaða tilfinningu fyrir trú- arlegum verðmætum. Þegar séra Páll Sigurðsson í Gaulverja- bæ kemur til sögunnar, nær hann þeim tökum á hugum al- þýðunnar, að prédikanir hans eru enn með vinsælustu bókum um andleg mál. Þetta sýnir, að sú lýðræðishugsun, sem kenning hans grundvallaðist á, var rót- fest hjá mönnum frá fyrri tíð. Um síðustu áratugi þarf ekki að ræða. Það er alkunnugt, að ís- lenzka kirkjan hefir tekið þá af- stöðu að halda í heiðri trúarlegu lýðræði. Prestarnir eru sumir frekar íhaldssamir, aðrir róttæk- ir eins og gengur og gerist, en kirkjan viðurkennir rétt þeirra allra til þess að meta meir sína eigin sannfæringu og sína eigin trúarreynslu en skýringar trú- arjátninga og fundarsamþykta. Þeir prestar, sem fullnægja þeim kröfum, er kirkjurétturinn gerir til mentunar og siðferðis, og hefir hlotið kosningu þjóð- kirkjusafnaðar, er vígður af biskupi landsins, hvort sem hann er gamal- eða nýguðfræðingur, og eins þótt hann sé t. d. guð- spekingur eða spiritisti. Guð- fræðistefnan breytir engu um þá viðurkenningu, er presturinn fær sem þjónn kirkjunnar. Og allir eru þeir viðurkendir lút- erskir prestar. Nú vil eg víkja sögunni vestur gömlu erfikenningar í fullu gildi. um ^af. Þegar fslendingar Svíar munu standa nær íslend- ingum, en Danir feti nær Norð- mönnum, þó að all-mikill munur játningum hennar og erfikenn- ingu eða óskeikulum bókstaf ritningarinnar — valdið yfir sannfæringu sinni, og afsala sér í hennar hendur réttinum til að hugsa sjálfstætt. Þetta er and- staða hins trúarlega lýðræðis. Það er kirkjulegt valdboð. Þessi niðurstaða þýddi ekkert annað en það, að þeir sem voru eindregnir lýðræðismenn í trú- arefnum, urðu að fara úr lúth- erska kirkjufélaginu og leita annað að kirkjulegu heimili. Og er það ekki svo, að eini kirkju- félagsskapurinn, sem þá vildi veita þeim trúarlegt lýðræði, voru Únítarar? Sennilega hefir það valdið mörgum sársauka að yfirgefa sína gömlu kirkju, en hér var um tvennt að velja. — Únítariska félagið átti fortíð sína og sögu á öðrum vettvangi en íslenzkum. Það hafði orðið til fyrir þá sök, að íhaldsemin og kennivaldið hafði verið svo rót- gróið í hinum stærri kirkjum, að eina lausnin var aðskilnaður og uppreisn gegn hinum fornu erfðavenjum og erfikenningum. Mun því hafa farið líkt fyrir Únítörum eins og fór fyrir Mar- teini Lúther gagnvart kaþólsk- unni og Jónasi Hallgrímssyni gagnvart rímnakveðskapnum, að ýmislegt, sem í sjálfu sér gat haft gildi áfram væri afnumið og niðurlagt, sökum þess að það var búið að vefja það í einhvers- konar trúsetningafjötrum eða á- kveðinn flokkur hafði krafist á því einkaréttar. En einn höfuð- kost hafði únítarisminn. Hann krafðist hvorki einkaréttar á sannleikanum og túlkun hans né valds yfir sannfæringu einstakl- ingsins. Umj nýguðfræðingana var það að segja, að þeir voru beinlínis sprottnir upp úr lúth- ersku kirkjunni, töldu sig sjálfir heyra henni til. En þeirra skilningur á því, hvað það væri að vera lúthersk- ur, útilokaði ekki að kenning- arnar breyttust með tíð og tíma og að prestarnir ættu að hag- nýta sér þekkingu þá, sem biblíurannsóknimar leiddu í ljós. Þegar að því kemur, að únítarar og nýguðfræingar sam- eini fylkingar sínar, er þar því ekki um neitt undanhald að ræða af hálfu hvors úm sig, eing( og mér skilst, að þú viljir vera láta. Hvorugur hópurinn hafði skuld- bundið sig til að fylgja ákveðn- brotnuðu aðallega á, síðari hluta sé á þeim tveim þjóðum í kirkju- 19. aldarinnar, væri hinar vís- legu tilliti. Afstaða fslendinga í indalegu biblíurannsóknir. Meg- þessum málum er mjög vel skilj- All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion oútyping contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open schooj championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE ST. WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD stofna sína kirkju í nýju landi, hlýtur það að verða lúthersk kirkja. Annað gat ekki komið til greina, blátt áfram af því að, um kenningakerfum, sem þeir það var sú kirkja, sem þeir voru : þyrftu að slá af. Báðir létu ein- aldir upp við, og hafði mótað staklingunum það í sjálfs vald helgar venjur þeirra og hugsun-! sett, hvaða guðfræðisskýringum arhátt, orðalag þeirra, er um 1 >eir fylgdu í einu eða öðru. — trúmál var að ræða, o. s. frv. Hið Dáðir voru fylg.iandi trúarlegu unga lútherska kirkjufélag fs- j lýðræði, og á, þeim grundvelli lendinga í Vesturheimi skoðaði i tóku þeir að sér að vinna saman. sig ekki í neinu frábrugðið þjóð- kirkju heimalandsins, og kenni- menn þess voru flestir fengnir að heiman. En áður en langt líður, kemst það mjög undir á- hrif Norðmanna, og í stað manna með íslenzka prestsment- un koma áður en varir prestar er hlotið höfðu tilsögn á presta- skólum Norðmanna. Tímar líða fram, og um öll Norðurlönd ger- ast þau straumhvörf í trúar- og kirkjulífi, sem eg þegar hefi Þannig er hið sameinaða kirkjufélag til komið og þannig starfar það enn í dag. En nú kem eg loksins að því mikla og mikilsverða atriði, sem þú talar um, hnignun og'þrótt- leysi lags. þinn hugsanaferill á þessa leið: Lútherska kirkjufélagið stendur enn á hinum sama kennivalds- grundvelli sem það gerði í byrj- un. Meðlimir þess eruænn sam- staðið í stað, hefir fólkinu farið fram. Smám saman hefir það orðið snortið af trúarlegu lýð- ræði og nú er svo komið, að allur fjöldi hugsandi fólks innan lúth- erska kirkjufélagsins er komið inn á sömu braut og únítarar, : nýguðfræðingar og ísl. þjóð- kirkjumenn yfirleitt. Meira að segja forseti kirkjufélagsins er trúarlegur lýðræðismaður, og hefir . í “Sameiningunni” reynt að útskýra lög félagsins þannig, að kennivaldshugmyndin hyrfi. Lútherski söfnuðurinn í Winni- peg hefir líka lýst sig fylgjandi , trúarlegu lýðræði með hinni endurskoðuðu lagagrein um játningarritin. Eg má ef til vill ekki byggja of mikið á þekk- ingu minni á prédikunum lúth- erskra presta hér vestan hafs, því að eg hefi því miður mjög sjaldan tækifæri J;il að hlýða á aðra presta en sjálfan mig. En eg hefi þó heyrt eitthvað til þeirra flestra. Samt minnist eg ekki nema einnar ræðu á þess- um þremur árum, sem hafi hald- ið fram kennivaldinu, og þó ekki nema óbeinlínis. Þetta kemur mér til að álíta, að það sem eitt sinn var talið meginatriði stefnu og starfi félagsins sé nú orðið aðeins áhugaefni fárra manna innan þess. En þverr- andi fylgi við þetta meginatriði hlýtur auðvitað að leiða af .sér hnignun, því að mönnum verður óljós og óskiljanleg stefna fé- lags, sem leggur enga áherslu á sína stefnuskrá. Allur almenn- ingur sýnist vera í vafa um lúth- erska kirkjufélagið, hvert það muni stefna í framtíðinni. Þeim mönnum fer fækkandi, sem vilja fylgja félaginu sökum þess kennivalds, sem lög þess fyrir- skipa. Hinum fer fjölgandi, sem vilja trúarlegt lýðræði, en bíða eftir því að kirkjufélagið skipi sér að fullu þeim megin, með því að nema úr gildi hin úr- eltu ákvæði. Og loks munu þeir vera all-margir, sem finnst, að þó að kirkjufélagið færi þannig að, væri óþarfi að hafa tvö ís- lenzk kirkjufélög á grundvelli trúarlegs lýðræðis. Hnignunin sprettur því ekki af leti eða kæruleysi fólksins, heldur af því að mönnum er ekki ljóst, hvert halda skal eða hvað hægt er að gera. Fjöldi manna reynir enn að telja sjálfum sér trú um, að alt sé í lagi — í stakasta lagi. Að- eins stöku sinnum koma fram raddir um, að ekki dugi að “fljóta sofandi að feigðarósi.” Þín rödd er þar á meðal, þó að það leýni sér ekki, að þér er það ekki sársaukalaust. Þess vegna þykir mér fyrir að þurfa að segja þér, að það ráð, sem þú hyggur til bjargar, hlýtur að miða að eyðileggingu þess, sem þér er annast um. Eg er þér sammála um, að það á ekki að láta reka á reiðanum um tilveru lútherska sýnt hér að framan. íslenzka , þykkir lögum þess, en þeir hafa kirkjan og norska kirkjan fara j reynst áhugalausir og sljóir fé- lagsmenn, sem láta sér nægja að. kjósa fáeina embættismenn og láta þá bera hita og þunga dagsina — f þessu atriði er eg þér algerlega ósamþykkur. Eg skal ekki rengja þig um, að á- huginn sé sumstaðar lítill, en það er ranglátt gagnvart fólkinu að reyna ekki að leita eðlilegra orsaka fyrir áhugaleysinu, áður ; en það er notað sem megin- skýring á hnignun félagsins. — 1 Auðvitað má þrefa fram og aft- burði, sem f jöldinn harmar, að j ur um þær orsakir, en út frá nokkurntíma skyldu eiga sér j viðkynningu minni við bæði stað, og óþarfi er að rif ja upp. — presta og allan almenning hér En undirrót þeirra atburða var j fyrir vestan um rúmra þriggja þó engin önnur en sú, að prestar ára skeið, er minn skilningur kirkjufélagsins ætluðu sér að|þessi: Samkvæmt lögum sín- standa við þá kröfu til sjálfs, um aðhyllist kirkjufélagið enn- sín og annara, að einstaklingur- j þá kennivald játninga og erfi- inn ætti að afhenda kirkjunni — kenningar. En þó að lögin hafi hvor sína leið. fslendingar að- hyllast trúarlegt lýðræði, þar sem samvizka og sannfæring ís- lendingsins er óbundin. Norð- menn halda enn í kennimál gam- alla játninga og kirkjuþinga. Og þá er það, að lútherska kirkju- félagið hættir að vera þjóðlegt, fjlgir Norðmönnum, en ekki fs- lendingum. Kirkjufélaginu sýn- ist hafa verið full alvara með að útiloka trúarlegt lýðræði. Sag- an geymir minningar um at- kirkjufélagsins. Það er hart að- hins lútherska kirkjufé-' göngu að leggja hálfrar aldar Ef eg skil þig rétt, er stofnun niður og “afhenda Bar- dal búkinn” umyrðalaust, ef önn- ur betri úrræði eru fyrir hendi. Þú telur sameiningu við “The United Lutheran Church of America” eðlilegast og farsæl- ast og ber þá ráðsbreytni saman við það, að Sameinaða kirkjpfé- lagið sé í sambandi við Únítara- kirkjufélagið. Það er auðvitað engin goðgá af þér eða öðrum að óska þess, að mál þetta sé at- hugað. En einn liður þeirrar rannsóknar hlýtur að vera at- hugun á því, hvers þessi stóru kirkjufélög krefjst eða mundu krefjast af hálfu fslendinga. Tökum fyrst sambandið við Únítara. Hið Sameinaða kirkju* félag er meðlimur í A. U. A., en tilgangi þess félagsskapar er lýst í 1. gr. félagslaganna, eins og frá þeim var gengið 25. maí í vor. Greinin hljóðar svo í ís- lenzkri þýðingu: Tilgangur hins Ameríska Úní- tarasambands er: 1. Að útbreiða þekkingu og verja áhuga á hreinni trú, sem samkvæmt kenningu Jesú er í því fólgin að bera elsku til guðs og manna. 2. Að styrkja kirkjur þær, sem í sambandinu eru, til meira og betra starfs fyrir ríki guðs. 3. Að stofna nýjar kirkjur til útbreiðslu trúar vorrar í voru eigin landi og í öðrum löndum. 4. Að hvetja til samúðar og samvinnu með þeim, er aðhyll- ast trúarlegt lýðræði (religious liberals) heima fyrir og erlend- is. 5. Sambandið viðurkennir, að stjórn þess byggist á safnaða- veldi í venjum og skipulagi, og að ekkert í þessum aukalögum skal nota sem mælikvarða, er lagður væri á með valdboði. Það hefir stundum verið um það rætt, að við það að vera í Únítara-sambandinu, v e r ð i prestar Sameinaða kirkjufélags- ins háðir Únítörum, og er þá sennilega átt við það, að við verðum að lúta kennivaldi þeirra. Eg hefi t. d. stundum rekið mig á það, að fólk heldur, að eg hafi það ,sem kallað er “skift um trú” við það að hætta prestskap í íslenzku þjóðkirkj- unni (sem eg er auðvitað enn meðlimur í svo lengi sem eg er ísl. borgari) og verða prestur í hinu Sameinaða kirkjufélagi, í tenglsum við Únítara. En á ofanritaðri stefnuskrá er auð- velt að sjá, hvað það er, sem við Sambandsprestar höfum undir- gengist. Við höfum í fám orð- um sagt tekið að okkur að pré- dika það, sem Jesús Krístur nafndi æðsta boðorðið, elsku til guðs og elsku til mannanna, og það er ætlast til þess að við sé- um samverkamenn í því að styðja starf kirknanna, guðsríki til eflingar, og ennfremur að trúboði innan og utan lands. Þá er og gert ráð fyrir því, að við stuðlum að samúð og samvinnu milli þeirra, sem fylgja trúar- legu lýðræði, hvar sem þeir eru, og hvað svo sem þeir menn eru kallaðir (lútherskir, reformerað- ir o. s. frv.). Loks er okkur í stefnuskránni tilkynt, að við sé- um ekki undir neitt valdboð seld- ir, sannfæring okkar og sam- vizka sé ekki háð neinu ytra kennivaldi, hvorki frá únítörum né öðrum. Eg fæ ekki skilið að lúthersk- ur prestur frá Þjóðkirkju ís- lands þurfi að taka nærri sér til þess að starfa samkvæmt þess- ari stefnuskrá. Og einmitt slíkt samband sem þetta er vel til þess fallið að sameina menn um aðal- atriðið án þess þó að banna mönnum að fara sínar eigin leið- ir í öðrum atriðum, — enda er því svo farið, að í söfnuðum Sambandskirkjunnar eru bæði menn, sem kalla sig Únítara og aðrir, sem kalla sig lútherska, en hvorir tveggja skilja það, að nafnið gerir ekki meiri mun en svo, að samfélagið velti frekar á öðru, sem sé hinu æðsta boðorði Jesú frá Nazaret. En United Lutheran Church of America mundi ekki láta sér nægja þau skilyrði, sem felast í stefnuskrá únítara. Það mun eiga í fórum sínum skrá yfir gamlar játningar og kirkju- þingasamþyktir, heil kerfi af kennisetningum, sem einstakl- ingurinn verður að samþykkja, ef hann á að teljast kristinn * maður. Og ef hann aðeins sam- þykkir það með vörunum en ekki með hjartanu, fer hann til hel- vítis, ásamt illræðismönnum og óskírðum ungabörnum. En þyki óonum sumt í fræðum þessum larla torskilið, eða kanske óvið- feldið, þá á hann svo sem ekkert að vera þreyta höfuð sitt á því, að gera út um hvað sé satt eða rétt, því að það sem kennisetn- ingarnar segja, er sannleikur, þó að það kunni að vera í æpandi mótsögu við alt, sem þú hefir séð og reynt. Sé nú einhver kennimaður svo harðsvíraður að vilja eiga einhverja ofurlitla ögn eftir af viti handa sjálfum sér, er hann dæmdur frá kjól og kalli. Nei, minn kæri vinur, eg

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.