Heimskringla - 16.02.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 16. FEBR. 1938
HEIiVlSKRINGLA
3. SÍÐA
mestur allra flokka í stjórnmál-
um Þýzkalands á dögum lýðveld-
isins. Hann var leystur upp af
Hitler, eins og allir aðrir stjórn-
málaflokkar, fáum mánuðum eft-
ir að hann komst til valda. f
samningi milli Vatíkansins og
þýzka ríkisins gaf páfinn eftir,
að ríkið hefði rétt til að leysa
upp allan kaþólskan félagsskap,
sem hefði pólitíska stefnuskrá,
eða jafnvel aðeins pólitískan blæ.
Kaþólskum prestum var bannað
að tala um stjórnmál eða taka
þátt í þeim. Aftur á móti skuld-
batt stjórnin sig til að virða rétt
kirkjunnar, einkanlega í uppeld-
ismálum.
Þrátt fyrir þennan samning,
hafa Nazistarnir stöðugt aukið
afskifti sín af kirkjuskólunum
og mentun kaþólsks æskulýðs. í
júlí 1935 var öllum kaþólskum
æskulýðsfélögum bannað að taka
þátt í íþróttum eða almennum
félagsmálum og fræðslustörfum.
Ennfremur var öllum bannað, að
vera bæði í feskulýðsfélögum
Hitlers og 1 kaþólskum ung-
mennafélögum. Á þennan hátt
hafa Nazistar rænt kaþólsku
ungmennafélögin flestu því, sem
gerir þau aðgengileg fyrir ungl-
ingana^ og með því tælt þá inn í
sín félög.
Margir kaþólskir menn hafa
verið ofsóttir af Nazistum, þrátt
fyrir samninginn. Allmargir,
nafnkendir, kaþólskir menn voru
meðal þeirra, sem drepnir voru
í flokkshreinsuninni 30. júní. —
Kaþólsk blöð hafa verið undir
strangri ritskoðun og útkoma
þeirra hefir verið bonnuð. Með
lögsóknum á hendur nunnum,
munkum og prestum fyrir að
hafa brotið Nazista lög, hefir
stjórnin reynt að sanna þýzku
þjóðinni, að kaþólskir le'ðtogar
séu óvinir ríkisins.
Kaþólskir prestar hafa fundið
sig knúða til að andmæla opin-
berlega árásum Nazista á biblí-
una og ýmsu því helsta í trúar-
skoðunum þeirra, þar á meðal
lögunum um aðgerðir á mönnum
til að gera þá ófrjóa (stenhza-
tion). út af þessu hefir slegið í
harða baráttu milli Nazista em-
bættismanna og Vatíkansins. —
Nazistar segja, að kaþólsku
prestarnir noti vald það sem
staða þeirra veiti þe;m, í pólitísk-
um tilgangi, þar sem þeir setii
sig upp á móti ráðstöfunum
stjórnarinnar. Kirkjan mótmæl-
ir aftur vaxandr afskiftum af
trúarbragðalegri starfsemi prest
anna, af kaþólskum leikmanna-
félögum og frelsi kaþólskra
blaða.
Páfinn talar.
Á pálmasunnudag 1937 sendi
páfinn umburðarbréf til ka-
þólskra biskupa á Þýzkalandi. í
því harmar hann hina vaxandi'
baráttu milli ríkis og kirkju á
Þýzkalandi, en gefur um leið þá
viðvörun, að kirkjan ætli að berj-
ast fyrir rétti sínum og kenning-
um. Hann dró sérstaklega at-
hygli að hinu hörmulega ástandi
þar eins og það lýsti sér í “opin-
berum árásum á kirkjuskólana,
sem þó voru verndaðir með
samningi, og með því að komið
sé í veg fyrir, að þeir sem hafi
rétt til að fá kaþólska mentun,
geti fengið hana.” Hann lét enn-
fremur sorg sína í ljós út af því
ástandi yfirleitt, sem gerði ka-
þólskum mönnum erfitt að halda
hollustu sinni við kirkjuna.
“Með opinberri og leynilegri
þvingun, með hótunum, með lof-
orðum um hagsmunaleg em-
bættisleg og önnur hlunnindi er
hollustu kaþólskra manna við
trú sína, einkanlega þeirra, sem
eru í þjónustu stjórnarinnar, lát-
in mæta árásum, sem eru ólög-
legar og ómannúðlegar.”
Síðan ræðst hann á tilraunina
að setja trú þjóðernisins í stað-
inn fyrir kristna trú, og neitar
ákveðið kenningu Nazistanna
um það að hvað sem er gott fyrir
þjóðina sé rétt.
“Þau mannleg lög, sem eru al-
gerlega andstæð náttúrlegum
réttindum, eru svo gölluð frá
byrjun að þau verða ekki gerð
rétt með hótunum eða nokkru
ytra valdi. Á þennan mælikvarða'
á að mælast reglan: “Það er rétt,
sem er þjóðinni gagnlegt.” ”
Hitler svarar
Þrettánda apríl sendi þýzka
stjórnin mótmæli til Vatíkans-
ins gegn umburðarbréfi páfans.
Svarið lætur í ljós undrun yfir
því, að páfinn skuli taka sér
fyrir hendur að finna að innan-
lands ástandi á Þýzkalandi og
tekur fram, að ríkið geti ekki
þolað neina afskiftasemi um inn-
anlands málefni.
Jafnvel ennþá ákveðnara svar
bæði til kaþólskra og lútherskra j
manna var gefið af Hitler í ræðu, j
sem hann hélt til þýzks verka-
lýðs Maídaginn í vor. í ræðu
þessari lýsti hann aðstöðu sinni
til trúarbragðalegra stofnana á
þessa .leið:
“Eg mun ekki láta það við
gangast, að valdi hinnar þýzku
þjóðar sé boðið byrginn úr
nokkurri átt. Það á fyrst og
fremst við kirkjurnar. Meðan
þær binda starfsemi sína ein-
göngu við trúarbragðaleg mál-
efni, mun ríkið láta þær í friði.
En ef þær revna að sölsa undir
sig með yfirlýsingum og um-
burðarbréfum eða í verki, vald,
sem tilheyrir ríkinu, þá munum
vér reka þær aftur að þeirra
eigin verksviði andlegra og þjón-
ustusamlegra starfa.”
“Og ekki munum vér heldur
láta viðgangast aðfinnslur við
siðgæði ríkisins, þar sem nægar
ástæður virðast vera fyrir menn
að hugsa um sitt eigið siðgæði.
Vér tökum á oss alla ábyrgð fyr-
ir siðgæði ríkisins og þess fólks.”
Hann hélt svo áfram í enn
ákveðnari tón, að setja fram
kröfu Nazistanna um alger yfir-
ráð yfir mentun unglinganna,
sem vitanlega er undirrót deil-
unnar:
“Fyrst og fremst byrjuðum
vér með æsku þjóðarinnar. Það
eru enn á meðal vor gamlir í-
haldsseggir, sem eru ekki orðnir
að nokkru liði. Eftir lund sinni,
eru þeir ýmist til hægri eða
vmstri, og ganga hver fram hjá
öðrum eins og hundar og kettir.
En þetta raskar ekki ró vorri
hið minsta. Vér munum taka
börn þeirra og ala þ.au upp og
menta svo að þau verði nýir
Þjóðverjar. Vér munum ekki
leyfa þeim að hverfa aftur til
hms fyrri hugsunarháttar, held-
ur venja þau til fulls. Vér tökum
þau þegar þau eru tíu ára gömul
og ölum þau upp sameiginlega
þangað til þau eru 18 ára. Þau
skulu ekki sleppa; þau ganga i
flokkinn og svo í herdeildir hans
eða í verksmiðjurnar og skrif-
stofurnar. Svo koma tvö ár af
herþjónustu. Hver vogar ser að
segja, að þetta uppeldi mum ekkr
framleiða þjóð?”
Yfirráðin yfir samvizkunni.
Markmið Hitlers stjórnarinn-
ar er: ein þjóð, eitt ríki, ein
trú, grundvölluð á kenningunni
um' blóð, ætt, jörð og upphafn-
ingu ríkisins sem stofnunar, er
Guð sjálfur hefir birst í. Við
að reyna að koma þessari stefnu-
skrá í framkvæmd hafa Nazist-
arnir lent í harða baráttu bæði
við prótestanta og kaþólska. Það
er barátta um yfirráð yfir sam-
vizku og viljaþreki þjóðverjans.
’Leiðtogar kirkjunnar, eins og
leiðtogar hins fallna lýðveldis,
hafa verið seinir að gera sér
grein fyrir hættunum, sem eru
samfara hugsunarstefnu Nazist-
anna. Nú eru þeir umluktir af
hindrandi stjórnarráðstöfunum
og umsetnir af Nazista liði, svo
að þeir eiga mjög erfitt með að
veita nokkra verulega mót-
spyrnu. Þeir geta jafnvel ekki
gert fólki sínu ljóst, hvað á milli
ber. Og á meðan er ný kynslóð
að vaxa upp, sem að líkindum
fær aldrei að vita sannleikann
um kristindóminn.
G. Á. þýddi
MRS. JóHANNA
JóHANNSON
Minningarorð.
Ljúfar endurminningar skapa
unað. Ákjósanlegt er að lifa
þannig, að maður skilji eftir sem
mest af ljúfum endurminnmg-
um. Margir ná þessu takmarki
hjá fáeinum mönnum, nánustu
ástvinum, eða þá einhverjum ör-
fáum vinum. Sumir aftur ná
víðtækari sveiflum ekki vegna
þess að þeir séu að auglýsa sig,
ekki fremur en stjarnan sem
tindrar á næturhimni. Hún þarf
ekki að sýnast, því hún er ljós.
þannig er því farið með suma
jarðneska vegfarendur. Þeir
skilja eftir Ijúfar endurminning-
ar, ekki einungis hjá nánustu
skyldmennum heldur einnig hjá
mörgum öðrum samferðamönn-
um með því að vera ljósið sem
Guð tendrar.
Ein slík kona, Mrs. Jóhanna
Jóhannson andaðist í Selkirk-
bæ, 30. júlí síðastliðinn.
Hún var ættuð úr Þingeyjar-
sýslu á íslandi. Nokkra liði úr
sfett hennar skal hér tilgreina.
Semingur Jónsson bjó að
Húsavík á Tjörnesi í áður-
nefndri sýslu en var ættaður af
Vesturlandi. Börn hans voru
þessi: Jón Semingsson, Marsibil,
móðir Bólu-Hjálmars og Guð-
björg móðir Ólafs er kallaður var
stúdent.
Jón Semingsson bjó að Ytri-
tungu á Tjörnesi, en kona hans
var Guðrún Sigurðardóttir,
bónda að Fjöllum í Kelduhverfi.
Móðir Guðrúnar, konu Sigurðar
að Fjöllum var Guðrún Ketils-
dóttir prests í Húsavík en móðir
hennar var Guðrún Magnúsdótt-
ir prests í Húsavík og systir
Skúla landfógeta.
Þau hjónin, Jón Semingsson
og Guðrún Sigurðardóttir áttu
þessar dætur: Guðrúnu, Ásu og
þóru. Guðrún átti Einar nokk-
urn, en hann dó úr mislingunum
miklu árið 1846. Börn þeirra
voru: Jón Einarsson, bóndi í
Breiðuvík á Tjörnesi; Einar og
Þóra. Þóra átti Jóhannes Ein-
arsson bónda og smið á Meiða-
völlum í Kelduhverfi og víðar
þar í sveit. Jóhannes var fædd-
ur í Hólsseli á Hólsfjöllum. Þar
bjó Einar Jóhannesson faðir
hans, bróðir Þorvaldar Jóhannes-
sonar, langafa próf. Richard
Beck.
Jóhannes og Þóra voru for-
éldrar Jóhönnu, hinnar látnu
merkiskonu, sem nú er minst.
Hún var fædd að Sultum í Keldu-
hverfi 12. júlí 1862, og ólst upp
með foreldrum sínum. Þau fluttu
síðar að Meiðavöllum, sem er
mjög nálægt hinu fræga Ásbirgi.
En seinna fluttu þau að Hrapps-
stöðum í Vopnafirði í Norður-
Múlasýslu. Þar bjuggu þau lengi
góðu búi. Þar í sveit giftist Jó-
hanna Runólfi Magnússyni, 12.
maí 1886. Var hann bróðir Páls
Magnússonar sem um mörg ár
hefir verið kaupmaður í Selkirk-
bæ í Manitoba. önnur systkini
þeirra nú á lífi, eru: Mrs. Stef-
anía Benson í Selkirk og Sveinn
Magnus í Minneapolis, í Minne-
sota-ríki.
Þau Runólfur og Jóhanna
bjuggu að Felli í Vopnafirði og
fluttu þaðan af fslandi árið 1893
og settust að í Selkirk. Þangað
fluttu einnig foreldrar Jóhönnu
og dóu þar fyrir nokkrum árum.
Runólfur og Jóhanna eignuðust 6
börn, 4 þeirra fædd á íslandi. —
Aðeins eitt þeirra er nú á lífi:
Mrs. Bergþóra Graham, til heim-
ilis í Selkirk. Eftir fjögra ára
dvöl í þessu landi misti Jóhanna
mann sinn. Sorgin sótti hana
oft heim. Yngsta son sinn misti'
hún árið 1928, af átakanlegu
slysi, og gekk það ef til vill næst
henni af öllu því erfiði sem á
dagana dreif en hún var frá-
bærlega stilt og fátöluð um
harma sína.
Árið 1905 giftist Jóhanna
Gunnlaugi Frímanni Jóhanns-
syni. Hann er ættaður úr Svarf-
aðardal á fslandi, hafði áður
verið kvæntur Elínu Jónsdóttur
úr Eyjafirði, en verið ekkju-
maður nokkur ár. Þrjú börn
þeirra eru á lífi: Mrs. Anna
Skaptason í Ashern, Man., Mrs.
Snjólaug Goodman í Winnipeg
og Jóhann Tryggvi Jóhannson í
Edmonton í Alberta-fylki. Sam-
fárir þeirra Gunnlaugs og Jó-
hönnu voru hinar ákjósanleg-
ustu; snemma í hjúskap þeirra
reistu þau sér heimili, rétt við
íslenzku lútersku kirkjuna í Sel-
kirk. Var það mjög myndarlegt
hús og þar áttu þau heima það
sem eftir var æfi hennar. Höfðu
þau, meðal annars, unun af því
að vera svo nálægt kirkjunni sem
þau bæði elskuðu. Sambúð þeirra
varð 32 ár. Þegar þau áttu silf-
urbrúðkaup var þeim haldið veg-
legt samsæti.
Fimm systkini Jóhönnu eru á
lífi: Jón, er nefnir sig Hrapp-
sted í Swan River héraðinu;
Magnús Jóhannesson að Vogar,
Man., og svo þrjú í Selkirk:
Aðalbjörg Halldóra, Jóna og Ein-
ar (öll Jóhannesson).
Hin síðari ár var Jóhanna all-
mikið biluð á heilsu. Samt mun
hún hafa að mestu sint störfum
sínum. Hún hafði sína venju-
legu heilsu þegar maður hennar
síðastliðið vor lagði á stað norð-
ur á Winnipeg-vatn þar sem
hann hefir stundað frskiveiðar
í mörg ár. Dauðinn hafði svo
lítinn fyrirvara, að maðurinn
hennar ga.t ekki náð til hennar
áður en hún andaðist.
Grunntónninn í lífi Jóhönnu
var kristindómurinn. Hjá henni
var hann sannur og lifandi. Af
því flýtur eðlilega gott líferni,
ást og umhyggja fyrir þeim nán-
ustu kærleiksrík breytni i hvers-
dagslífinu, ráðvendni í hugsun,
orði og verki, lifandi þátttaka í
guðsþjónustum og starfi kirkj-
unnar, og einlæg trúmenska við
æðstu hugsjónir lífsins. Alt þetta
hafði hún til að bera. Meirihluti
manna á hræðilega mikið af ó-
samræmi. Skoðanir eru stund-
um í áberandi mótsögn við
breytnina og skoðanirnar stund-
um í styrjöld hver við aðra. Það
er því hvíld og hressing þegar
við eigum kost á því að athuga
mannslíf sem eiga fegurð sam-
ræmisms. Það hygg eg að hafi
einmtit verið tilfellið með Jó-
hönnu Jóhannsson.
“Var líf hennar lilju skærra,
hreinn lofsöngur og hjartnæm
bæn.”
Mesta starfsvið hennar, utan
heimilisins,. var kvenfélag Sel-
kirk-safnaðar. Hún gerðist þar
meðlimur skömmu eftir stofn-
fund þess árið 1897 og var í því
félagi til dauðadags. Hún var
ritari þess meir en 8 ár og for-
seti þess var hún 1919—1923. í
félagsstarfinu var hún einlæg,
áhugasöm, ósérhlífin, umburðar-
lynd og frábærlega stilt. Vann
hún þar, með trúmensku, sem
aldrei brást, að því að efla hag
kirkjunnar, í samræmi við hinar
háleitu hugsjónir hennar.
Gæði hennar og trúmenska, á
sviði félagsstarfsemmnar í kirkj-
unni, átti' ekki síður heima hjá
henni í sambandi hennar við ást-
vinina. Ljós hennar lýsti þar
með guðlegum fegurðarljóma.
Traust hennar á Guði' fegráði alt
hennar líf. Hún hafði yl algæzk-
unnar og veitti hann fuslega
heimilinu sínu. Hún annaðist
/C,^^MEWMDDERN /
W GLA55WARE/
PLATE
A BEAUTIFUL PIECE IN EVERV
PACKAGE OF
QUICK QUAKER
Crystal ‘Wedding 0AT5
• Buy Quick Quaker Crystal Wed-
ding Oats today — for delicious
economical
health break-
fasts. Start now
to collect the
smart beautiful
rose-tinted
glassware pack-
ed in every
package!
það með alúð og umhyggjusemi.
Kristin trú var henni atkeri í
öllum erfiðleikum lífsins en líka
bjarmi sem breiddi birtu og
blessun yfir heimili og ástvini.
Guð blessi minnnig þessarar
góðu konu. Það eru margar ljúf-
ar endurminningar um hana,
ekki sízt í íslenzka mannfélaginu
í Selkirk.
Það fer vel á því að enda þessi
fáu minningarorð með upphafi
sálmsins sem hún lét syngja oft-
ar en nokkurn annan er hún var
forseti kvenfélagsins, því þar
hafa verið einkunnarorð æfi
hennar:
“Sú trú, sem fjöllin flytur,
oss fári þyngstu ver;
ei skaða skeyti bitur,
þann skjöld ef berum vér;
í stormum lífs hún styður
og styrkir hjörtu þreytt;
í henni er fólginn friður,
sem fær ei heimur veitt.”
R. M.
VOR SAMEIGINLEGA
NORRNÆA ARFLEIFÐ
Eftir W. J. Líndal, K.C.
Ræða sem hann flutti í viðvarpið
í Winnipeg, 30. janúar, 1938
Efnið sem eg ætla að ræða í
kvöld er: “Vor sameiginlega,
norræna arfleifð.”
Þegar rakin er saga vorrar
sameiginlegu norrænu arfleifðar
er það óhjákvæmilegt, að leiða
hugi yðar til þeirra þjóða, sem
bygðu norðurhluta Evrópu fyrir
rúmum þúsund árum. Miðdep-
ill þess svæðis er Jótlandsskag-
inn. f norðurátt voru Norð-
menn og bygðu þeir suðurhluta
skandinaviska skagans. Á sjálfu
Jótlandi og næst fyrir sunnan
það bjuggu Englar, Saxar og
Jótar. Lengra suður voru Lág-
lendingar (Þjóðverjar í þeim
hluta Þýzkalands) og í suðvestur
Fríslendingar; nú er það svæði
kallað Niðurlönd.
Jafnvel þótt orðið norrænn í
þess víðari merkingu nái yfir þá
Þjóðverja, sem bygðu efri hluta
Þýzkalands (Hálendinga), þá er
svo lítið sameiginlegt með þeim
og því fólki, sem eg hefi minst á
að óhætt er að ganga fram hjá
þeim í því, sem hér verður sagt.
Vor norræna arfleifð nær ekki til
þeirra.
f upphafi þessa máls mætti
spyrja þessarar spurningar:
Hvað var það — ef það annars
var nokkuð — sem þessar þjóðir
áttu sameiginlegt ? Hvað var
það, sem einkendi þær sérstak-
lega frá þeirri þýzku grein nor-
ræna fólksins, sem Hálendingar
nefndist eða jafnvel frá öðrum
þjóðflokkum Norðurálfunnar?
Þeir voru einstaklingssinnar
og þoldu ekki ofríki, voru eirðar-
lausir og æfintýragjarnir. Frels-
isást og sjálfræðis, réttur hvers
einasta manns til þess að sigla
sinn eigin sjó og skapa sína eigin
framtíð, hugsanafrelsi og at-
hafna — alt þetta myndaði bæði
ívaf og uppistöðu í lyndisein-
kunn þessara norrænu þjóða.
En samvafið þessu sjálf-
stæði er þráin til þess að vinna
sameiginlega og almenningsheill
og eindregin mótstaða gegn því
að leggjast undir algert kúgun-
arvald, hvort heldur var einveldi
eða ofríki í einhverri annari
mynd. í stuttu máli sagt má
finna hjá þessum þjóðum frum-
rætur eða frjóanga þess lýðræð-
is, er vér þekkjum nú á dögum.
Frh. á 7. bls.
All-Canadian victory for pupils of
DOMINION BUSINESS
COLLEGE at Toronto Exhibition
Pupils of the DOMINION BITSINESS COLLEGE,
Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both
Novice and Open School Championship Divisions of
the Annual Typing Competition.
Miss GWYNETH BELYEA won first place
and silver cup for highest speed in open
school championship with net speed of 92
words a minute..
Mr. GUSTAVE STOVE won first place and
silver cup for highest speed in Novice Sec-
tion of typing contest. His net speed was
76 words a minute.
Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil,
won second place for accuracy in the novice
division!
Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C.
student, came fourth in the open school
championship section!
The Dominion sent four pupils to Toronto
and they won two firsts, a second and a
fourth place!
The contest officials announced at the Coliseum before an
audience of 9,000 people that the Dominion Business
College, Winnipeg, had the best showing of any com-
mercial school in the competition!
There were 107 contestants!
ENROL NOW
DOMINION
BUSINESSCOLLEGE
WINNIPEG
FOUR SCHOOLS: THE MALL—
ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD