Heimskringla - 01.06.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 01.06.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 1. JúNf 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA atburðum, en lang mest þó og til- finnanlegast frá hugsunarleysi, festuleysi og samhugaleysi, ein- staklinganna sjálfra. Eg skal fúslega ganga inn á, að menn eiga úr vöndu að ráða, • þegar um það er að ræða að velja menn til forystu mála sinna eins og nú er ástatt. Kringumstæðumar þrengja að mönnum úr öllum átt- um og gera lífsafkomuna erfiða og framtíðina óvissa. Nýjar hugsanir og ný lífsmeðul, sem eiga að bæta erfiðleikana og bjarga vonunum, er haldið að fólki. óánægja með hinar eldri stefnur í stjórnmálunum á sér allvíða stað óg svo er kallað á menn til kosninga. Hvað eiga menn að gera? Hvernig eiga menn að snúa sér? Mér er enn í fersku minni samtal bænda tveggja út á íslandi á æsku- lárum mínum. Alþingiskosning- ar voru fyrir hendi. Tveir menn höfðu boðið sig fram. Annar sæmdarbóndi og reyndur þing- maður, en þótti ekki atkvæða- mikill. Hinn ungur en óreynd- ur aðkomu maður í kjördæminu. “Eg held við ættum að reyna unga manninn og sjá hvað í hon- um býr,” sagði' Guðmundur. — “Nei ekki geri eg það,” svaraði Jón. — “Hvemsvegnla ekkji”, spurði Guðmundur. — “Ja, það er nú sisvona,” sagði Jón. “Þeg- ar að maður er staddur út á ólgu- sjó þá verður manni það ávalt, að velja þann manninn til stjórn- ar sem mesta hefir reynsluna og þekkingu og líklegastur er til þess að fleyta skipi og mönnum að landi.” f þessu mjög svo skynsamlega svari Jóns felst tvent. Ábyrgðar tilfinning sem atkvæði hans fylg- ir fyrir framtíðar velferð lands og þjóðar og að sú ábyrgð verði að byggjast á reynslu og þekk- ingu liðins og líðandi tíma. Ástandið stjórnmálalega hér í þessu landi', Canada, er ekki ó- svipað ólgusjó. Mennirnir sem að atkvæðaborðunum ganga eru eins og skipverjarnir á íslenzku sjóförunum. Þeir fara þangað að velja sér formenn — formenn til að sigla þann erfiðasta og hættulegasta stjórnmálasjó sem nokkru sinni hefir risið í land- inu og þarf því ekki að fjölyrða um ábyrgðina sem því vali fylg- ir. Leiðarvísirarnir sem menn hafa í þessu vali eru loforð og faguryrði þeirra manna sem for- menn vilja gerast. Dómgreind og staðfesta kjósendanna sjálfra, og stefnur þær sem liðinna alda eldraun hefir veitt lifræni og festu í lífi mannanna og þar er frjálsynda stefnan fremst og efst á blaði, sem eðlilegt er því hún er jafn gömul mannkyninu sjálfu. Tákn orð þeirrar stefnu “The greatest good, for the greatest number”, er meðfædd þrá, sem vakað hefir í hverju óspiltu mannshjarta frá upp- hafi vega, og vaka á til daganna enda. Engin stjórnmálastefna sem þekt hefir verið, eða þekt er, liggur nær eðlisþrá mann- anna en frjálsynda stefnan og engin þeirra lofar heldur meiri einstaklings þroska en hún ger- ir. f henni finna mennirnir vonum sínum að því, er stjórn- málin snertir fullnægju. Undir hennar merkjum rúmast allar framfara hugsjónir mannanna, og hún hefir það til síns ágætís umfram flestar aðrar stjórn- málastefnur, að þegar kringum- stæðurnar hafa verið erfiðastar, þá hefir hún reynst glæsilegust. Mörg dæmi þess mætti benda á, úr sögu liðinna ára, en eg ætla aðeins að benda á eitt, sem nærri okkur liggur, sem sumir sjálf- sagt þekkja og allir geta þekt sem vilja og sém sýnir hversu mikils virði að andleg verðmæti eru sumum mönnum og hversu núkið að hugsandi menn eru reiðubúnir, að leggja í sölurnar fyrir þau; þegar að Þjóðverjar tóku Belgíu 1914 var þar settur landstjóri sem von Bissing hét, með setulið til þess að halda öllu vel í hendi sér. Skipanir voru gefnar út um það hvernig að Belgíumenn mættu hegða sér — hvað þeir mættu gera og ekki gera. Hvað þeir mættu segja og ekki segja og hvað þeir mættu rita og ekki rita og er óþarft að taka fram, að það sem að þeim var bannað, v.ir það sem þeir vildu gera, og þráðu að gera, en það sem þeim var boðið var ekki aðeins að hefta frjálsræði þe:rra, heldur blátt áfram kefja, og eyðileggja alla þrá þeirra til einstaklingsfrelsis, og þjóðemis- legs sjálfstæðis — þeirra dýr- mæta sem feður þeirra höfðu barist fyrir öld fram af öld og þeir sjálfir unnu. Á móti öllu þessu ofurvaidi afturhalds og eyðileggingar, tóku tveir menn sig til og stofnuðu blað. Annar þeirra þektur blaðamaður og frelsisvinur en þá kominn mjög til aldurs. Ti^ útgáfu blaðs þessa, sem þeir nefndu “Liberty” lögðu þeir alt fé sem þeir áttu og vissu líka, að þeir voru að stofna lifi sínu í hættu og allra þeirra sem nokkur mök liefðu við þá. eða útgáfuna. — Samt fara þeir á stað með þet:a fyrirtæki, því frelsi þeirra sjálfra og líf þjóðar þeirra var i veði. f jarðhúsum er blaðið prentað. Eina vikuna hér, hina einhverstaðar* sem forgöngu- mennirnir völdu í það og það skiftið. Sjálfboðar taka að sér að útbreiða blaðið, því ekki mátt i það koma nærri póstflutningi, eða póstafgreiðslu stöðvum. Landstjórinn þýzki og með- ráðendur hans verða hamslaus- ir út af þessari ósvífni. Stór fjárupphæð er lögð til höfuðs forgöngumönnum þessa fyrir- tækis. Fimm þúsund leynilög- reglumenn eru sendir út til að snuðra þá uppi. Eftir öðrum fjörutíu þeim allra slyngustu, sem Þjóðverjar áttu er sent til Berlínar. Hver atförin annari grimmari' er gerð að þessu sér- staka frelsisliði Belgíumanna, en ekkert dugir. Menn og konur sem við útsending blaðsins voru riðin, og sumir sem stóðu óþægi- lega nærri því, voru tekin, pínd og pintuð til sagna árangurs- laust, síðan varpað í fangelsi, eða skotin en hvernig sem hamast var af yfirvöldunum þýzku, þá hélt blaðið áfram að koma út í fjögur ár unz að stríðinu var lokið, og sigurinn unninn. Þetta, og annað eins, “er að kunna vel til verks, og vera landsins hnoss” og það er í gegn- um slíkar eldraunir sem frjáls- lyndu hugsjónirnar og frjáls- lynda stefnan í stjórnmálum hefir orðið að ganga öld fram af öld og með því sýna öllum mönnum, tilverurétt sinn og líf- ræni. Þegar um stjórnmál er að ræða hér í Canada, sérstaklega á síðari árum, þá fella menn oft þunga dóma yfir eldri stjórn- málaflokkunum, segja að stefnu- skrár þeirra séu orðnar úreltar — stjórnmálahugsjónir þeirra séu orðnar eins og tröll sem dagað hafi uppi og þessvegna þurfi' menn að fá eitthvað nýtt. Auðvitað er þetta yfirborðs til- finning. Eg hefi ekkert á móti nýjum hugsunum í sambandi við stjórnmál, nýjum stefnum, eða nýjum flokkum. Það getur ver- ið eitthvað gott í þeim öllum og aukið við reynslu og þekkingu manna á því sviði. En það er með öllu rangt, að eldri stjórn- málastefnurnar séu úreltar. Þær eru báðar, sú frjálslynda og í- haldsstefnan rótækar í lífi þjóð- arinnar. En þ&ð er með þær eins og allar aðrar stefnur óg hugsjónir, að þær verða nothæf- ar og verðmætar þá fyrst, er þær njóta staðfastrar sannfær- ingar, brennandi áhuga og ó- skorins vilja fylgjendanna. Eitt er það sem menn mega ekkr gleyma þegar um stefnur í stjórnmálum er að ræða og það er að menningarlegt gildi stefn- ana sjálfra er mjög svo mis- Jón Friðfinnsson (tónskáld) i. Eg stundbundinn staðar nem og stíla fáein orð úr langætlan, ljóðstaf eg legg á slitið “Chord”. Á hljómböndin höggvin í helblámans unn og harmónur hrokknar og hrundar í grunn. En “Sæll vertu Jónas” og “Svala heimsins lind” og söngkáta “Vorið”— mun geyma þína mynd. II. Þú festir ást við íslenzk ljóð Og áa þinna tungu Þó byggir fjarri þinni þjóð, úr þögn í landi ungu Þú sendir þau á söngva-væng Um sveitir þinna granna Sem stigin upp af sjúkrasæng f sálum frumbyggjanna. Við plóg og herfi' hljómræn önd Sig hóf úr akur-reiti, Þú sáðir tónum sálarlönd Er sáðu aðrir hveiti, Nú blómgvast þau við skúr og skin Svo skjálfa öx í blænum Á meðan feyskjan fellir hin Þín falda krónum grænum. Hann söng sín lög við exi og orf Þinn unglingshugur glöggi Þó torvelt sýndist tónsmiðs horf Var tónn í hverju höggi. Og þegar heim í hús var sezt f horn á bjálkakofa Þú fékst í línu lagið fest Er lagst var fólk að sofa. Þér barst svo smátt úr býtum hér Sem borgun, — líkt og hinum, En eigðu þýða þökk frá mér Og þínum mörgu vinum Sem sazt í landi sólarlags Við söngvaguðsins fætur Og söngst þig yfir erri dags Og andvörp hljóðrar nætur. Sé hörpusláttur hættur þinn Og hættar söngva smíðar Þá lifir ennþá andi þinn í umsjá vorrar tíðar; Við geymum hjarta- og hugblæ þinn Þó heiminn könnum víðar Og máske síðast sönginn þinn Oss syngi banahríðar. Jón Jónatansson hæfileika. Þess sama traust vonast hann eftir að fá að njóta hjá kjósendum Wadena kjör- dæmisins og ef þeir veita honum það geta þeir reitt sig á að því verður aldrei misboðið. Allir fslendingar sem búa í Leslie og austan Dafoe bæjar — allir íslendingar í Vatnabygðum, að undantekinni Foam Lake, sem tilheyrir Kelvington kjör- dæminu þar sem Mr. J. Marshall sækir undir merkjum frjálslynda flokksins, eiga kjörgengi og kjörstaði í Wadena kjördæm- inu. Jón Bíldfell Þ6r sem notlS— timbur KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.f LTD. BItjBIp: Honry Ave. Eut Sími 95 551—95 552 Skrifatofa: Benry og Argylo VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA KOSNINGA ÞANKAR jafnt. Lítum aftur á táknorð frjálslyndu stefnunnar: “The greatest good for the greatest number”. Tekur ekki þessi stefnuskrá út yfir alt það, sem einstaklingar einnrar þjóðar geta sanngjarnlega frekast ósk- að sér, eða þráð að njóta? Geta menn hugsað sér, að á annan veg sé unt að ná hærra menningar- takmarki, hollari vegvísir, meiru jafnræði, bjartara viðhorfi, en andi þessarar stefnu, með brennandi áhuga, vakandi þjóð- arsál og einbeittan þjóðarvilja á bak við sig getur veitt? En hví að vera að tala um það sem getur verið, en ekki það sem er. Við höfum kosið frjálslynda stjórn í Canada, og í Saskatchewan, og þær hafa ekki ávalt fylgt anda einkunnarorða, eða stefnuskrár þess flokks. Hví þá ekki að reyna einhverja aðra stjórn? — Það eru oft kringumstæður sem gera flokkstjórnum erfitt, og stundum ókleift að framkvæma í fullu samræmi við anda stefnu- skrár flokksins, hvað góðan vilja sem þær kunna að hafa til þess og það ekki sízt, nú í síðustu tíð. En það er eitt sem kjósendurnir því miðnr gleyma, sem er þó eitt hið mesta menningar skilyrði að muna, að það hvílir eins mikil skylda á þeim, að vaka yfir að anda hugsjónanna sé ekki mis- boðið, eins og á stjórnunum, að framkvæma í fullu samræmi við hann. Þá og þá fyrst, geta menn vonast eftir þjóðlegum framkvæmdum, þegar þjóðin sjálf vakir yfir anda hugsjóna sinna og framtíðar velferð. Innan fárra daga ganga land- ar vorir að atkvæðisborðinu í Saskatchewan -fylkinu. — Ekki' dettur mér í hug, að leitast við að hafa áhrif á val þeirra, enda væri það að sjálfsögðu þýðing- arlaust. En til hins vil eg mæl- ast, að þeir hugsi ekki aðeins um hina líðandi stund og yfir- standandi andstæður, heldur líka um framtíðina og fósturland vort. Jón Bíldfell Frambjóðandi í Wadena Dr. Donald McCallum, þing- mannsefni frjálslynda flokksins í Wadena kjördæminu í Sask., er maður fimtíu ára gamall, vel mentaður. Hann var fæddur í Brewer’s Mills í Ontario og er af góðu bændafólki kominn; auk almennrar skólamentunar stund- aði hann nám við hinn alkunna Kingston háskóla í Ont., og út- skrifaðist í læknisfræði frá læknaskólanum í Manitoba árið 1919. Eftir eins og hálfs árs dvöl við almenna spítalann í Winni- peg gerðist hann læknir í Wat- son í Sask., þar sem hann dvaldi við vaxandi virðing og tiltrú, í þrettán ár. Var hann þá kosinn héraðslæknir í Rose Valley hér- aðinu þar sem hann hefir dvalið síðan við hinn bezta orðstír. Dr. McCallum er enginn sérstakur áhlaupamaður. Hann er hæglát- ur og blátt áfram. Vingjarnleg- ur og einlægur í viðmóti, ábyggi- legur og orðheldinn og vinnur hvert það verk sem honum er trúað fyrir af stakri trúmensku. Hann er einn af þeim mönnum, sem vonsvíkur engan mann, og bregst heldur aldrei góðu mál- efni svo framarlega, að hann megi því bjarga eða lið ljá. f læknisstöðu sinni hefir hann unnið sér traust og virðingu samtíðafólks síns og stéttar- bræðra fyrir mannkosti sína og Eitt af því sem Mr. S. Guð- mundsson í Edmonton bendir mér á í grein sinni 19. þ. m. er það að nú verði gott tækifæri ti'I að fræðast um athafnir Social Credit stjórnarinnar í Alberta, í kosningunum, sem fara fram í Saskatchewan”. Þetta er vafalaut vel meint af Mr. S. G., en það verð eg að segja að eg álít kosninga ræður yfirleitt fremur lélega fróðleiks- lind. Og engan vil eg telja til þess að láta auga sitt fyrir einn drykk af þeim brunni. Miklu fremur vildi eg vara kjósendur í Sask. við því að láta leiðast af því, sem umboðsmenn og leigu dindlar auðvaldsins segja til þess að ná í atkvæði manna. Það er kallað svo að fjórir flokkar sæki nú um völdm í Saskatchewan: Liberalar, Con- servatívar, C. C. F. og Social Credíit. Eg geri lítinn muP liberala og Canservatíva, álít þá í rauninni aðeins einn flokk með tveimur andlitum. Báðir þessir flokkar eru talsmenn þeirrar hagfræðistefnu, sem hefir sökt landinu niður í skuldafenið' og leitt yfir þjóðina þá óhamingju, sem hún er nú stödd í, þar sem miki'll hluti hinna uppvaxandi manna ráfar vegalaus aftur og fram um landið, sviftur allri von og trú á framtðina, á sjálfa sig og landið sitt. Saga þessara flokka er skýru, en ljótu, letri skráð um landið þvert og endi- langt. Og þessir flokkar hafa ekki neinar verulegar umbætur að bjóða, stefna þeirra er dýpra, dýpra ofan í fenið. Ef eitthvað á að gera til að bæta úr böli líð- andi stundar, fæst það ekki nema með því að gefa ný veð í fram- tíðinni. Og hvert atkvæði, sem greitt er þessum flokkum er nýr hlekkur í skuldaþrældóms keðj- | unni, sem lögð hefir verið að í hálsi okkar á liðnum árum og það er svo til ætlast að það verði eina arfleifðin sem við skil- um í hendur barna okkar þegar , við göngum til moldar. Það má svo segja að ekki hafi' verið um aðrar stjórnmálastefnur að ræða hér í landi, fram á síðustu ár, en stefnur þessara gömlu flokka. — Kjósendur hafa fallið fram og tilbeðið þessa gullkálfa á víxl og um leið sokkið' dýpra og dýpra. En nú hefir þó neyðin vakið menn af dvala, svo að nokkur hluti kjósendanna er far- inn að hrista hlekkina og orðinn illur í taumi. Sumir tala jafnvel um að smeygja keðjunni alveg fram af sér og gefa hana á forn- gripasafnið. En aðrir verða óttaslegnir (eins og t. d. frétta- ritari Lögb. í Edmonton), því þeir halda að keðjan sé lífakkeri. C. C. F flokkurinn er að vísu umbótaflokkur og hefir mörgum góðum mönnum á að skipa. f þeim flokki eru sameinaðir ýms- ir smærri fl. sem áður voru til, svo sem verkamenn og bændur o. fl. Þeir hafa komið nokkr- um mönnum á þing og haft tals- verð áhrif hér og þar, í héraðs og bæjamálum, og jafnan komið fram til góðs. En mér virðist litlar líkur til þess að þeir nái þeim styrk í nálægri tíð að þeim verði' auðið að koma miklu til vegar. Ástandið í landinu krefst skjótari úrræða. Þeir sem hugsa sér að fá umbæturnar frá þeim, ferst líkt og karlinum sem keypti hrafnsungann til þess að vita hvort “það væri nú satt að hrafninn geti lifað í 200 ár.” Social Credit flokkurinn er yngsti stjórnmálaflokkur lands- ins, en að mínu áliti róttækasti og skjótvirkasti flokkurinn. — Stefna hans er aðallega í því innifalin að ná yfirráðum yfir gjaldeyris málum, svo hægt sé að notfæra náttúru auðlegð og 'vinnuafl landsins, það liggur í augum uppi að ekki er alt með feldu, þar sem menn líða skort þó allsnægtir séu í landinu. Social Credit sinnar vilja breyta mark- miði iðnaðar og framleiðslu, nú er þetta markmið fjárgróði, öll framleiðsla er nú miðuð við það að upp úr henni sé hægt að hafa pengingalegan gróða, fyrir þá, sem fyrir henni standa, fólkið, sem að framleiðslunni vinnur fær aldrei svo mikið kaup að það geti keypt alla framleiðsl- una, þess vegna safnast fyrir ó- seljanlegar vörubirgðir og þá stöðvast framleiðslan, vinnulaust fólk hefir enga kaupgetu. En það verður samt að fá lífeyri þangað til aftur fæst atvinna. Stjórnir landanna ráða nú fram úr þessu á þann hátt að þær taka féð að láni frá þeim sem þær hafa áður selt peninga út- gáfuréttinn, þetta fé á svo að Frh. á 8. bls. ÍSLENDINGAR í WADENA KJORDÆMI! Verndið þjóðareininguna með því að greiða at^væði með Liberal flokknum í fylkiskosningunum, sem fram fara í Saskatchewan þann 8. júní. Patterson-stjórnin reyndist vel þegar mest reyndi á þolrifin og fyrir viturlega forsjá hennar í meðferð fylkismála, verðskuldar hún trausts- yfirlýsingu og hjálp af hálfu kjósenda. Dr. Donald McCallum er frambjóðandi Liberal flokksins í Wadena kjördæmi; hann er hygginn maður, og nýtur almennra vinsælda. Velferð kjördæmisins verður vel borgið í hans höndum. Tryggið Dr. McCallum kosningu þann 8. júni! Lic/cccccocooGccceeeeeoeccccocccccGcocccGccoooeccoccco

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.