Heimskringla - 01.06.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.06.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSK'RINGLA WINNIPEQ, 1. JÚNÍ 1938 I J “Hamingjan góða!” hrópaði hann ©r eg sagði frá þátttöku hinna tveggja vina minna. Hann varð svo glaður að hann réði sér ekki og tók í hendina á þeim hvað eftir annað og sagði að þeir væru sínir vinir eins og mínir. Við hugsuðum einnig um fangann í kjall- aranum. Afi minn varð himinglaður, er hann heyrði að þjónn brezku stjórnarinnar væri fangi í húsum hans. En þetta var samt alvarlegt mál, eins og við allir vissum. Var það því nauð- synlegt að sjá fyrir ráði Larrys hið fyrsta. “Eg vii fara og fara strax,” sagði hann. “Mr. Donovan. Mér þætti heiður að hafa yður hér hjá mér,” sagði afi minn. “Eg vona að Jack verði hér áfram og vildi eg að þér gætuð dvalið hér með honum.” “Sýslumaðurinn og félagar hans munu ekki hafa hátt um það, sem hér hefir gerst,” sagði Stoddard. “Og ekki munu þeir reyna að frelsa fangann úr húsi, þar sem afturgöngur birtast.” “Nei, en það er ekki hægt að hafa brezkan fanga um aldur og æfi í húsum sínum. Það vissu of margir að hann hafði verið á þessum slóðum, og áreiðanlegt að bardaginn hér og heimkoma Mr. Glenarms liggur ekki' lengi í lág- inni. Alt sem eg bið yður um, Mr. Glenarm er, að þér haldið fanganum í varðhaldi fáeinar stundir eftir að eg fer héðan, til að gefa mér tækifæri að koma á undan honum.” “Auðvitað, en þegar vandræði- eru um garð gengin vona eg að þér heimsækið okkur hér og hjálpið Jack til að lifa hér reglubundnu oð heiðvirðu lífi.” Afi minn talaði um að eg yrði hjá sér með slíkum hlýleik, að mér hitnaði um hjartaræt- urnar við að heyra það. Eg hafði ekki minst á Marian Devereux við hann. Eg hafði ekki minst á för mína til Cincinnati, vegna þess að það gerði ekkert til hvað erfðirnar snerti eins og nú var .komið málum, og beið eg eftir tæki- færi er við værum einir saman, að ræða þetta við hann. Hádegis verðurinn stóð lengi yfir. Bates kom með kampavín og við þrír, sem vorum úttaugaðir af baráttu og æsingu drukkum skál Johns Marshalls Glenarms. “Vinir mínir,” sagði gamli maðurinn og stóð upp. Við stóðum líka og horfðum á hann, eg held með hlýjum vinarhug. — “Eg er gam- all og heimskur maður. Altaf síðan eg réði mér sjálfur, hefi eg látið það eftir mér að þjóna dutlungum mínum. Þetta hús er einn þeirra. Mig langaði til að skapa hlut, sem væri bæði fagur og virðulegur, og eg vonaðist eftir, að Jack kynni að þykja vænt um það og langa til að fullgera það og dvelja hér. Ráðið sem eg tók til að fá hann til þessa, voru ekki — eg játa það — samboðin manni, sem vill nánasta ættingja sínum vel. Eg var hrædd- ur við þessar Afríku-ferðir þínar, Jack” — og hann hló — “svo að eg setti þig hér í þennan friðsama stað í miklu meiri hættu, en þú hefir líklega mætt á nokkrum tígrisdýraveiðum. En þú hefir sigrað. Látum oss drekka skál þína og óska'þér friðar og langrar æfi.” “Það segjum við allir!” sögðu hinir. “Eitt ennþá,” bætti afi minn við, “eg vil ekki að þú haldir það, Jack að þú hafir verið gerður arflaus, hefði eg dáið þarna úti í Egyptalandi. Alt sem mig langaði til, drengur, var að ná þér heim. Eg gerði aðra erfðaskrá í Englandi, og sagði fyrir hvar eigur mínar skyldu lenda, og þér var ekki gleymt. Átti sú erfðaskrá að vernda þinn hag ef eg dæi fyrir alvöru!” hann hló glaðlega. Hinir yfirgáfu okkur. Stoddard fór til að hjálpa Larry að búa sig af stað. Sátum við afi minn einir og töluðum saman við langa borðið. “Mér datt í hug að margt gæti komið hér fyrir,” sagði eg og horfði á fallegu, grönnu fing- urnar hans, er hann þurkaði gleraugun sín. “Einu sinni hélt eg að eg yrði drepinn, en stund- um hélt eg eða var hræddur um að það yrði ekki, en að þú skyldir koma aftur til þessa lífs var algerlega óvænt. Bates blekti mig alveg. Samræðurar, sem eg heyrði milli hans og Pick- erings þarna úti í kirkj uanddyrinu þetta þoku- kvöld, virtist mér staðfesta grun minn á honum. En svo leggur hann líf sit í hættu að verja húsið og þá vissi eg ekki hverju eg skyldi trúa.” “Já, Bates er dásamlegur maður. Honum féll ávalt illa við Pickering og þótti gaman að leika á hann.” “Hvar náðir þú í Bates? Hann sagði mér að han væri frá Bandaríkjunum, en hann hvorki talar né breytir eins og hann væri það.” Afi minn hló. “Auðvitað ekki. Hann er írskur. Mentaður maður — og það er alt sem eg veit um hann, nema að hann er dásamlega ágætur þjónn.” En eg var ekki að hugsa um LJÓSHEIMAR Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan Bates, heldur um Marian Devereux. Eg get ekki haldið lengur áfram án þess að segja afa mínum frá, hvemig eg hafði svikið samninginn og farið í burtu, en hann gaf mér ekkert tæki- færi. “Þú verður hér áfram — þú hjálpar mér til að fullgera þetta hús?” spurði hann með mikl- um ákafa. Mér virtist harðýðgislegt og órækt- arlegt að segja honum að eg gæti það ekki, að hinn mikli heimur lægi fyrir utan takmörk Glen arms landsins og biði eftir mér, til að sigrast á, að eg hefði bæði grætt og tapað á veru minni þarna, og vildi nú fara í burtu. Það var hvorki leyndardómurinn, sem nú var útskýrður, né hættan, sem nú var sigruð, er var efst í huga mér, heldur minningarnar um unga stúlku, sem hafði hlegið svo yndislega að hún hafði teygt mig í burtu til að sjá hana í annari mynd. Mér var það til huggunar að Pickering sigraður og afhjúpaður græddi ekkert á brellum þeim, sem hún beitti mig. Tap þeirra beggja var sameiginlegt, og í reiði minni þótti mér vænt um að hafa fundið hana í göngunum leitandi ránsfengs fyrir sama húsbóndann og Morgan og Ferguson þjónuðu. Baráttan var búin, og nú var ekkert fram- ar þarna fyrir mig að gera í húsinu við vatnið. Eftir viku tíma eða svo mundi eg fara út í heiminn til að hafa ofan af fyrir mér. Eg var verkfræðingur, og eg efaði ekki, að eg gæti fengið stöðu. Hvað afa minn snerti’, þá mundi Bates sjá um hann og eg ætlaði að heimsækja ha'nn oft. Aldrei framar ætlaði eg að hryggja hann með neinum flækingi. Hann vissi að héðan af var ekki hægt að gera úr mér bygg- ingarmeistara,— það hafði eg sagt honum, og nú langaði mig til að fara í burtu í friði og fara til annarar heimsálfu, þar sem þurfti að leggja járnbrautir, símalínur og brýr. Þessi hugsun fylti svo huga minn, að eg gleymdi því, að hann var hálfgert að bíða eftir svari. “Mér þætti vænt um að gera alt sem þú biður mig um, en það get eg ekki gert. Þú skalt ekki misskilja mig. Mig langar ekkert til að hverfa aftur að mínu fyrra háttalagi. Eg hefi eytt nógu miklum peningum á þessu ferðalagi mínu og haft alla þá gleði, sem mig langar til af því. Eg ætla að fá mér atvinnu einhver- staðar, og fara að vinna.” “En Jack” — hann beygði sig í áttina til mín mjög blíðlega — “Jack þú mátt ekki vera með þessar grillur að ætla að fara að standa á þínum eigin fótum og leggja sjálfur grundvöllin að þínum eigin auðæfum; því alt sem eg á heyrir þér til, drengur minn. Það sem er þarna í peninga skápnum er þín eign, núna í dag.” “Eg vildi að þú værir ekki að þessu. Þú varst mér altof góður, eg á ekkert skilið frá þér, hreint ekkert.” “Eg er ekki að reyna að múta þér, Jack. Eg er bara að friða mína eigin samvizku, það er alt og sumt.” “En fé getur ekki friðað mína samvizku,” svaraði eg og reyndi að brosa. “Eg hefi verið upp á aðra kominn alla æfina, og nú ætla eg að fara að vinna. Værir þú ellihrumur og þyrftir mín við, þá mundi eg ekki hika, en heimurinn horfir á mig nú með eftirtekt til að sjá hvort eg verð mér ekki til skammar.” “Jack, þessi erfðaskrá gerði þér mjög rangt til. Hún setti á þig svartan blett, og mér svíður það og það vildi eg bæta þér! Skil- urðu það ekki drengur minn? Þú mátt ekki hefna þín þannig á mér. Heyrðu við skulum vera vinir?” Hann stóð upp og rétti mér hendina. “Eg á ekki við það! Mér er sama um það! Það var ekkert nema það, sem eg áttr skilið. Þessir mánuðir hérna hafa breytt mér. Heyrð- ir þú ekki að eg sagðist ætla að fara að vinna ?” Eg reyndi að hlægja og eyða þessu þannig. “Það verður skemtilegra hérna í vor,” sagði hann eins og til að laða mig til að vera. “Þegar sumargestirnir koma hingað, þá er regulega fjörugt hérna.” Eg hristi höfuðið. Vatnið þessi litla skál, minning um létt áratak, rauð húfa, sem hvarf inn í sólsetur haustkveldsins. Ákvörðun mín að fara héðan styrktist við þessar minningar. Eg var orðinn næsta taugaveiklaður og því sneri eg mér nú hvatskeytslega að afa mínum. “Svo Miss Devereux var hin persónan, sem vissi um leyndarmálið. Veiztu að hún var þjónn og samverkakona Pickerings?” “Nei það geri eg vissulega ekki,” svaraði hann kuldalega. “Mig furðar að þú skulir tala þannig um konu, sem þú getur varla þekt neitt að ráði----” “Jú, eg þekki hana, hamingjan veit að eg hefi fulla ástæðu til að þekkja hana. En jafn- vel þegar eg fann hvemig hún var, hafði eg ekki hugmynd um að samsærið ætti sér eins djúpar rætur og raun varð á. Hún vissi að þetta var gert til að reyna mig, og hún fram- seldi mig í hendur Pickerings. Eg sá hana fyrir fáum kvöldum síðan héma niðri í göng- unum, þar sem hún var að njósna fyrir Picker- ing; var hún að leita eftir þessum týndu víxl- um, svo að hún gæti fundið náð í augum hans með því að skila honum þeim. Þú veizt að eg hataði Pickering allatíð. Hann var of sléttmáll og mjúkur á manninn, og bæði þú og aðrir bentu mér á hann sem fyrirmynd og hrósuðuð honum. f fyrsta skiftið, sem eg sá Marian Devereux þá var hún með Pickering. Það var í matsöluhúsi í New York rétt áður en eg kom hingað. Eg býst við að hún hafi komið hingað aðeins fáum tímum á undan mér.” “Já, systir Theresa var fjárráðamaður hennar. Faðir hennar var góður vinur minn og eg hefi þekt hana síðan hún var barn. Þú hefir rangt fyrir þér, Jack. Að hún þekti Pickering hefir ekkert að þýða — þau eiga bæði heima í New York og eiga bæði sömu kunningjana.” “En það útskýrir ekki viðleitni hennar að hjálpa honum, eða hvað?” sagði eg bálreiður. “Hann bað hennar — systir Theresa sagði mér frá því — og eg brást heiti mínu að dvelja hér án þess að fara í burtu. Eg fór héðan til þess að fara á eftir henni!” “Já, auðvitað! Þú varst í burtu á jólanótt- ina, þegar þessir þorpárar brutust inn, Bates mintist rétt á það í síðustu fréttunum, sem hann sedi mér. Eg fékk þær þegar eg fór í gegn um New York. Það gerði ekkert til. Eg bjóst við að þú hefðir strokið í burtu til að hafa svolitla jólaskemtun. Mér er alveg sama um það.” “Já, en eg elti hana. Eg fór til Cincinnati til að sjá hana. Hún manaði mig til þess — það var snara. Eitt ráðið, sem þau höfðu til að klófesta eignir þínar.” Gamli maðurinn brosti. Það var venja hans að verða hægur þegar aðrir reiddust. , “Hún manaði þig til að koma; Það er líkt Marian, en enginn neyddi þig til að gera það, Jack?” “Auðvitað þurfti eg ekki að fara, en----” Eg stamaði, hikaði • og hætti. Minningarnar opnuðu hlið sín fyrir mér. Eg sá hana í stigan- um hjá Armstrong. Eg heyrði hin lága, mjúka hlátur hennar og stríðnina í rómi hennar, og sá hana í brosi hennar. Eg fann á ný hina glöðu hrifningu af því að vera nálægt henni. Hjarta mitt sagði mér það hreinskiinislega, hvers- vegna eg hafði elt h'ana til Cincinnati. “Jack, mér þykir vænt um að eg er ekki jarðaður í grafreitnum þarna í Vermont, á meðan engin réttur meðráðamaður er til handa þér. Eg hefi oft haft miklar áhyggjur út af þér. Eg hélt að þú værir íandshornamaður að eðlisfari — og þú vildir ekki verða bygginga- meistari, sem er hverri stöðu virðulegri, en þetta síðasta hlutverk þitt tekur þó út yfir alt, sem á undan er farið. Veiztu það ekkr, að stúlka eins og Marian Devereux er ekki líkleg að gefa sig í þjónustu þorpara? Dettur þér í hug, að hún hafi freistað þín til að elta sig, til þess að hún fengi arfinn?” “En hversvegna reyndi hún að frnna þessa víxla hans? Hversvegna kom hún hingað frá Cincinnati með honum og samferðafólkr hans? Getur þú svarað mér þessum spurningum, skal eg kannske viðurkenna að eg sé flón. Eg býst við að Pickering sé nógu aðgengilegur í augum kvenfólksins.” “Jack, í hamingju bænum talaðu ekki' um þá stúlku eins og “kvenfólk”. Eg setti nafn hennar í þessa erfðaskrá mína, til þess að vekja forvitni þína, því að eg vissi að ef þú ættir á hættu að fá einhverja hegningu fyrir að giftast henni þá mundir þú gera það, því menn eru þannig gerðir. En þú hefir misskilið þetta alt saman, og móðgað hana á hinn rudda- legasta hátt, fyrir mann sem í raun og veru er prúðmenni. En eg vil ekki missa þig, Jack. Eg vil að þú sért hér hjá mér. Þetta er fallegt land hérna í Indiana! Það sem mig langar til er að stofna hér óðalssetur, sem sé konunglega fagurt, er fólkið hér í kring geti verið stolt af, — og mig langar til, að þú eigir það með mér. Að við tengjum nöfn okkar við þessa skóga og þetta fallega vatn. Eg vildi heldur búa nálægt því en nokkuru vatni í Skotlandi. Hinir auðugu Ameríkanar, sem flytja búferlum til Englands, kunna ekki að meta fegurð síns eigin lands. Eg ætlaði mér ekki að byggja neitt völundarhús, heldur fagurt og tigulegt heimili. Þessi leyni- göng í kringum reykháfinn er bara útúrdúr að gamni. Eg skal játa að það var dálítið undar- legur útúrdúr. Þú sérð hvað mikið fer fyrir reykháfnum,” — hann neri saman höndunum og hló. “Og að eg fékk útlenda smiði var ekki til þess að fá alt gert eins og eg vildi láta gera það. Bíddu þangað til þú sérð maí eplin blómgast og heyrir þrestina syngja í vor rökkr- inu. Hjálpaðu mér til að ljúka við þetta hús og ef þig að því loknu langar til að fara, þá máttu vera blessaður og sæll fyrir mér.” Eg varð hrærður af öllum þeim tilfinning- um, sem birtust í þessu tali afa míns. Mér fanst margt göfugmannlegt í þessum hugsjónum hans og honum samboðið. Mér hafði aldrei þótt eins vænt um hann og nú er hann lauk þessari beiðni sinni og sneri sér út að glugganum og horfði út yfir vetrarklætt landið. “Mr. Donovan er tilbúinn, herra minn,” sagði Bates í dyrunum og við fórum inn í bóka- stofuna, þar sem Larry og Stoddard biðu eftir okkur. XXVIII Kapítuli Smáviðburðir. Larry hafði safnað pjönkum sínum sam- an í bókaherberginu, og mér til mestu undrunar var Stoddard kominn þar líka með ferðatösku sína. “Eg ætla að fylgja Donovan á leið,” sagði presturinn. “Það er slæmt að leiðir okkar skilja hér,” sagði afi minn. “Eg er í mikilli þakklætisskuld við Mr. Donovan og einnig við yður Stoddard, vinir Jacks eru einnig mínir vinir héðan í frá, og þegar hurðir verða settar fyrir húsið á ný munu þið heiðra mig með því að þiggja lykla að þeim.” “Hvar er Bates?” spurði Larry. Þjónnin kom inn hæglátur og prúður eins og að venju og tók að safna saman dóti hans. “Bíddu svo lítið! Mr. Glenarm,” sagði Larry. “Áður en eg fer langar mig til að óska yður til hamingju með hina miklu hreysti, sem þessi maður hefir sýnt í þjónustu yðar, einnig trygð hans og rétta framkomu í hvívetna. Einn- ig mun eg segja yður nokkuð, sem þér fáið sennilega aldrei að heyra frá honum sjálfum—” “Donovan!” hrópaði Bates og þaut til hans með útréttar hendur, “gerðu þetta ekki.” En Larry sinti því engu. “Undireins og eg sá þennan mann, þekti eg hann. Það er hvorki réttlátt gegn honum né yður, að þér vitið eigi hið sanna í þessu máli. Eg leyfi mér því að kynna yður gömlum vini mínum, Walter Creighton. Hann var stúdent við háskólann í Dublin um leið og eg var þar og minnist eg hans þaðan sem hins ágætasta manns.” “í hamingju bænum gerið þetta ekki!” bað Bates, er var mjög hrærður og sneri and- litinu frá okkur. “En eins og eg, fór hann að skifta sér af stjórnmálum. Kveld eitt varð götu upphlaup í Dublin og lögregluþjónn einn var drepinn. Eng- inn vissi hver sekur var, en böndin bárust að ungling einum, var það sonur einhver auðugasta og þektasta mannsins í írlandi. Drengur þessi var flæktur inn í þetta mál af tilviljun einni. Til þess að leiða gruninn frá drengnum, þá tók Creighton á sig sökina með þeim hætti, að hann strauk í brottu. Hefi eg ekki heyrt frá honum þangað til nóttina, sem eg kom hér og hitti hann við að verja hús þetta. Hamingjan veit að það var drengilega gert og ekki líkt venjulegum vinnumanni.” Þeir tókust í hendur. Það var eins og Bates hefði hamaskifti á svipstundu. Þjóns- svipurinn féll af honum eins og fat, en nýr svip- ur kom á hann og ný framkoma. Hann stóð þarna fyrir framan okkur í rökkrinu eins og prúðmenni og höfðingi. Mér varð þröngt um andardráttinn og augu mín fyltust tárum er eg greip hönd hans. “Því í fjandanum gerðir þú þetta?” stam- aði afi minn ákafur og hringsneri gleraugunum sínum í hendinni. “Bates (við köllum hann það ennþá samkvæmt beiðni hans) hló og stakk í fyrsta skifti höndunum í vasann og kom fram eins og honum var lagið, eins og jafningi okkar. “Eins og þú manst, þá þótti mér gaman að leiklist á stúdents árum okkar. Þegar eg kom til Ameríku var eg félítill og þurfti að fá vinnu og það án tafar. Eg sá auglýsingu Mr. Glenarms eftir þjóni. Eg svaraði henni bara að gamni mínu, til þess að sjá hvernig þessi ameríski herramaður væri. Eg varð hrifinn af Mr. Glenarm þegar eg sá hann í fyrsta skifti.” “Því var eins varið með mig!” sagði afi minn. “Eg trúði aldrei sögu yðar, þér voruð of fullkominn í hlutverkinu.” “Jæja, mér var sama þótt eg væri þjónn, það hjálpaði mér að dyljast og mér féll vel við skaplyndi Mr. Glenarms. Húshaldið var eigi svo auðvelt eftir að við komum hingað.” — hann horfði með eftirsjá á hendur sínar — “en þetta spaug, sem Mr. Glenarm fann upp á, að fara til Egyptalands og látast vera dauður til að sjá hvað fyrir kæmi, var of gott til að missa af því, og þegar nýji erfinginn kom fékk eg nýtt tækifæri að sýna leikara íþrótt mína. — Stundum langaði mig mjög til að segja honum alla söguna; eg þreyttist á því að vera tor- trygður og að leika draug þarna á milli þils og veggjar. Og hefði Mr. Glenarm ekki komið á þeirri stundu, sem hann kom, þá mundi eg hafa stöðvað bardagann og sagt sannleikann. Eg vona,” sagði hann við mig, “að þér erfið þetta ekkert við mig, herra minn,” og sagði hin síð- ustu orð svo skringilega að við rákum allir upp skellihlátur. “Mér þykir sannarlega vænt um að eg er ekki dauður,” sagði afi minn og starði á Bates. “Lífið er skemtilegra en eg hafði gert mér hug- mynd um að það væri. En er það ekki synd og skömm að Bates skuli aldrei elda fyrir mig framar!” " ”r’

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.