Heimskringla - 01.06.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.06.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 1. JúNf 1938 íTtctmskriniik f (StofnuO 1SS8J Ktmur út á hverjum miBvikuiegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. (53 og (55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis SS 537 VerS blaðslns er $3.00 6.rgangurinn borgist g ryrirfram. Allar borganir sendlst: THE VIKINO PRESS LTD. 011 yiSskifta bréí blaðinu aðlútandl sendlst: = K-nager THE VIKING PRESS LTD. (53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskri/t til ritstjórans: g EDITOR HEIMSKRINGLA SS3 Sargent Ave., Winnipeg -------------------------------------- | “Heimskrlngla” ls published and printed by THE VlKItiG PRESS LTD. «53.555 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1938 RÆÐA flutt í Sambandskirkjunni sunnudaginn 29. maí af Guðrúnu H. Finnsdóttur Inngangsorðin eru tekin úr öðru bréfi Páls postula til Korintumanna 17. og 18 v. Drottinn er andi, en þar, sem andi drottins er, þar er frelsi. En allir vér, sem með óhjúpuðum andlitum skoðum í skuggsjá dýrð drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar. Hér talar skáldið og hugsjónamaðurinn, skáldið og skapmaðurinn, er stórhuga dreymir framtíðardrauma um að leysa mannkynið úr andlegum fjötrum. Hann dreymir sama drauminn og alla þá hefir dreymt, sem frá örófi alda hafa hugsað, þráð frelsi og þroska mannanna. Það er stór og fögur hugsjón að mannkynið verði andlega frjálst, horfi með óhjúpuðum aug- um og sjái og skilji dýrð drottins um- hverfis sig. Ef til vill hefir löngun mannanna aldrei verið sterkari og ákveðnari að láta andann vaxa og horfa frjálsum óhræddum augum fram á veginn, heldur en núna á þessari yfirstandandi öld, þessari vargöld og vígöld, vélaöld og skröltöld, raföld og gasolíuöld. Á þeirri öld sem mannkynið hefir lent í þeim voðalegustu svaðilförum er sagan hefir skráð, stríði, svartadauða, hungri og neyð, kúgun og ofbeldi. f gömlum menn- ingarlöndum þar sem andlegt frelsi, listir og vísindi hafa þróast um langt skeið, situr nú hnefarétturinn með stálslegna hnúana að völdum. Atvinnuleysi og skort- ur, þar, sem þó er gnægð auðs, og óunnin verk hrópa til fólksins um framkvæmdir. Svo mikil ringulreið hefir komist á stjórn- arfar og siðmenningu heimsins á síðast liðnum áratugum, að margir efast um, að nokkurntíma aftur komist verulegt skipu- lag á mannfélagsheildina. En aðrir sem hugsa lengra, horfa hærra, ganga ekki eftir andlegu flatlendi, treysta mannsand- anum til að halda kyndlinum á lofti og lýsa veginn, þar til mennirnir komast aftur út úr geminga þokunni, myrkrinu og hörm- ungunum, sem yfir hafa dunið. Þeir sem hafa þá trú á framtíðinni, eru spámenn vorra, sem nú lifum. Andi þeirra svíf- ur yfir djúpinu, yfir djúpum fortíðarinnar og yfir ómæld höf framtíðarinnar. Og þeir vita að öllu er óhætt. Þeir vita að mannsandinn muni nú bjargast af, eins og svo oft áður, þegar að hefir þrengt. Hvort sem litið er aftur í óljósa fornöld, eða til samtíðarfólksins, eru mannlegar kendir þær sömu, hugsjónir, tilfinningar og þrár. Sólarljóð forn Egypta eru þrungin fegurð og lotningu, á borð við vor fornu sólar- ljóð, og hið undrafagra kvæði Jónasar Hallgrímssonar “Sólseturljóð”. Hinn frjálsi andi skáldanna lítur dýrðina með óhjúp- uðum augum. Það eru engin bönd á anda Jónasar eða hula fyrir sálarsjón hans þeg- ar hann kveður til sólarinnar: “Vonin vorblíða, j vonin ylfrjófa drjúpi, sem dögg, j af dýrðarhönd þinni, döpur manna hjörtu j í dimmu sofandi veki, sem vallblómin j vekur þú að morgni. Mynd guðs hins máttka! | mjúkir draumar glaðlega vakna | við geisla þína eins og náttöldur j norðan strauma bláljósar blika, | birtu þína við.” Með andagift, lotning og fegurð, lýsa fornskáldin frá ýmsum þjóðum trúar- bragðahöfundum sínum, guðshugmyndum og hugsjónum. Það sama gera skáld vor enn í dag. f byrjun þessarar aldar kveðqr snildarskáldið Einar Benidiktsson hvert kvæðið eftir annað, sem gerir þeim skiljanlegt, er lesa þau, að — orðið er guð. í “Deginum mikla” dregur Einar guðs- hugmynd sína með voldugum dráttum.: “Hjartað er algeimsins sólna sól þar segullinn kviknar í frumeldsins smiðju. Hans þanki er elding, en þruma hans orð. Alt þiggur svip og afl við hans borð. Stormanna spor eru stilt í hans óði; stjamanna hvel eru korn í hans blóði. Hans bros eru geislar, og blessuð hver storð, Sem blikar af náð undir ljóssins sjóði.” Skáldið “horfir inn yfir sólna sveiginn, hans sjón er eilífðin hádegismegin”. Mað- urinn er í raun og veru aðeins það, sem hann hugsar. útlit, framkoma og öll breytni er mótuð af andlega lífinu, er hver og einn lifir. Menn velja sér fyrir vini og samferðafólk þá, sem eru í andlegu samræmi á einhvern hátt' þá, sem gera daginn hlýrri og bjartari og vökuna styttri. Og það eru stundum fleiri en samtíðarfólkið, sem menn ná sér í, fyrir andlegan félagsskap. Séra Jón Þorláksson á Bægisá, ljóðskáld íslendinga um og eftir aldamótin 1800, er heilsuveill, fátækur sveitaprestur, sem kvað og orti ljóð, þó hann ætti stundúm tæplega björg til næsta máls og sæti í kulda og myrkri, ljóslaus, bleklaus og pappírslaus, án allra lífsþæg- inda. En fyrir andlegt samfélag kaus hann sér Milton, Klopstokk og fl. erlend stórskáld. Og verk þeirra þýddi hann af þvílíkri snild að ljóma leggur af. Sveinbjörn Egilsson rétti höndina suður í lönd og bauð Homer sæti við skrifborðið sitt. Sneri ljóðum eftir hið suðræna stór- skáld á svo forníslenzkt mál að næst geng- ur Eddu kvæðunum. Grímur Thomsen situr í stofunni á Bessastöðum í samfé- lagi með stórlátu fornaldarfólki. Og eng- ar fjarlægðir voru á milli Davíðs konungs Hallgríms Péturssonar og Matthíasar Joch- umssonar. Andans heimur á hvorki ára né alda bil, og þar er hverjum sem vill frjálst, að kjósa sér andlega samfylgd. f þesskonar félagsskap líður tíminn fljótt og leiðindi og eirðarleysi hverfa. Þeir sem eru bjartsýnir og trúaðir á mátt and- ans, halda því fram, að á síðari hluta þess- arar aldar verði fólkið orðið mjög andlega sinnað. Meiri kröfur verði gerðar á and- legum sviðum en nokkru sinni fyr. Trúar- brögðin fái dýpri, víðari og trúrri merk- ingu í huga manna. Skólafyrirkomulagi og mentun verði hagað þannig, að skap- andi afl hugans verði vakið og hjálpað á- leiðis. Uppeldi barna, andlegum og líkam- legum þroska þeirra og heilsufari, verði stjórnað með skynsemi, þekkingu og vís- indalegu eftirliti. Alt þetta er þegar byrj- að. Heilar bókahlöður eru fullar af upp- eldisfræði, siðfræði og sálfræði, sem sýnir að fólkinu er það fullkomlega ljóst, að uppeldi komandi kynslóðar er alvarlegt og ábyrgðarmikið starf. Það sýnir líka ann- að. Þrátt fyrir alt' bölið og andstreymið, eru framtíðarvonirnar og hugsjónirnar um framför mannkynsins Ijóslifandi. Og hví skyldu menn ekki vona ög dreyma um þróun? Hví skyldu menn lifa í myrkri vonleysis og ótta? Þrátt fyrir stríðið og allar þær hörmungar, er renna í kjölfar þess, hafa vísindi, verkfræði og listir, verið svo stórstíg í þarfir mann- kynsins, að það er nærri því eins og þessi andstæðu öfl, þróun og eyðilegging, vitið og fávizkan, ljósið og myrkrið, hafi verið í kapphlaupi um að ná yfirráðum í sálum mannanna. Aldrei hafa hugvit og vísindi verið jafn víða, og í rauninni alstaðar á vettvangi til líknar og hjálpar. Aldrei hafa á jafn stuttum tíma, verið leystir úr dróma jafn margir alda gamlir draumar mannanna. Um loft og lög, í jörð og á, hafa skeð svo margir furðulegir hlutir að engum nema sérfræðingum er fært að skilja þá og útskýra. Hver gat komið inn fyrir dyr í vísinda- höllinni á Chicago-sýningunni og litast þar um, nema að beygja höfuð sit í lotningu fyrir mannlegu viti, þekkingu og áræðni. Hver getur horft á himignæfandi skýja- hallir nútímans, bygðar úr stáli og steini í tárhreinum stuðla stýl nema að spyrja sjálfan sig: er manninum nokkuð ómögu- legt? Ljósgeislana höndla vísindin og láta þá gera margskonar kraftaverk, efnafræðin er að verða almúttug, menn sjá gegnum holt og hæðir. Eyrun eru gerð svo næm að nú heyra menn gras gróa og hlusta á hljómkviður frá yrmlingum og pöddum, er skríða í moldinni undir fótum vorum. Heimsálfurnar talast við, og tími og rúm hverfur. Loft og lögur eru lögð undir fót og í vísindum og verkfræði sýnist nútíma menningu engar skorður settar. Þegar því er veitt athygli, hve miklu þeir af- kasta og framkvæma, sem hafa tamið heila sinn og hönd, verður manni að hugsa fram í tímann og sjá í anda hvernig mundi umhorfs á þessari jörð, ef andi allra yrði samferða að þroska. Hvílíka sælu veröld mannkynið ætti þá til íbúðar. En það er draumurinn sem menn hefir dreyrat og dreymir enn. Þráin eftir göf- ugra og æðra lífi, og fullkomnari mann- félagsskipun hefir fylgt kynslóðunum. Og alt, sem best er unnið meðal manna, er gert af löngun til að hlýða því kalli og hlynna að þeirri hugsjón. — En — mikils þarf með, nú á þessum dimmu dögum, til að lýsa upp og hlýja umhverfið, því svo margir hafa liðið skipbrot vona sinna á ýmsum sviðum, og standa einmana og finna frost og storma næða um sálu sína. Aðrir finna kuldann, er leggur frá úlfúð manna á milli, tortryggni, öfundsýki og allskonar misklíð. í allra hjörtum er þó löngunin eftir samúð, hlýju og vinsamlegu samfélagi með samferðafólkinu. Fólk þjáist af allskonar ótta, ótta við sjálft sig og enn meiri ótta við aðra, ótta við hraðann og hávaðann í öllu, ótta við vélarnar, sem hafa þó losað merin undan miklum þrældómi og eiga eftir að gera betur, ef menn brestur ekki vit og mannúð til að nota þær réttilega. • En almennastur og hættulegastur er þó óttinn og skelfingin, við allar nýjar stefn- ur, og andlega leit í áttina til frelsis og framfara. En ekkert fær samt stöðvað frelsisþrá og byltingar mannsandans. Þar er andi drottins í fylgd með mönnunum. Þar er líf og viðhald þess, sem gerir þá að hugsandi, skapandi, starfandi og stjórn- andi- verum á jörðunni. Það er alls ekki meiningin að menn eigi að taka öllu sem býðst eins og góðu og gildu, en það er ekkert að óttast þó fólk komi fram með nýjar hugmyndir og að- ferðir, og reyni að sjá hvort þær eru end- urbót þess, sem áður hefir átt sér stað og er viðtekið. Ef þær fela í sér verðmæti, líf og þrótt, halda þær áfram, en að öðrum kosti falla þær við veginn. — f heimi lista hefir verið mikil grautargerð. Þar hafa menn, og ekki sízt unga fólkið, verið að reyna að sýna hugsanir sínar og láta til sín heyra. Bókmentir, músik, málverka og myndagerð, hefir borið annarlegan stíl og blæ. Mörgum hefir sýnst að hér væri á ferðinni óskapnaðurinn einn, er særði augu fegurðarsinna og fyltu eyru þeirra með úlfaþyt og útburðavæli. En samhliða — eða jafnvel upp úr þessum háværa hjá- róma klossa skóla hafa vaxið myndir, er sýna að listin á ennþá ónumin lönd, músik, sem kveður við þróttmikinn, lífrænan tón og bókmentir, sem eru heimssálinni gróði. Það er ekkert að óttast, jafnvel þó reynt sé að kveða alt hugsanalíf og skapandi afl í hel, þó reynt sé að dæma alt, sem er að reyna að lifa og brjótast áfram í hugum manna, á sama hátt og Kipling lætur í einu kvæðinu sínu djöfulinn gera, þegar hann sezt í dómara sætið til að níða listaverk mannanna. Kipling er ekki skjálfhentur þegar hann dregur upp myndina af þessum dómara, sem situr með spekingssvip, og jafnar öllu jafnt við jörð, sem fyrir hann er borið með þessum orðum: “It is clever — but — is it art?” Þrátt fyrir öll þau illu öfl, sem því miður sýnist vera svo örðugt að leggja í læðing, ei’ andleg heilbrigði manna og trú á lífið ennþá sú, að þá dreymir um réttlæti og frelsi, þá dreymir um að geta horft með óhjúpuðum augum á andleg verðmæti, og notið snildarinnar þar, sem hana er að finna, hvort heldur í orði, línum eða litum, hlustað á hljómkviður meistaranna og stækkað og auðgað anda sinn með því að kynnast anda þeirra er ferðast um fjalla- tindana og sjá inn á fyrirheitna landið — landið þar sem anda þeirra getur orðið allar leiðir færar. Á síðastliðnum 20 árum hefir mannkynið liðið sorgir, kvalir og allskonar hörmung- ar, leiðin hefir verið ströng, en á þeirri ferð hefir margur vitkast og lært að lesa lífsins bók. Núna í vikunni sem leið var uppstigningardagurinn. Sagan segir að síðasta yerkið sem Jesús gerði, hafi verið að kenna lærisveinunum að lesa ritn- ingarnar. Að því loknu hvarf hann þeim í björtu skýi, en þeir stóðu eftir með tóm- læti og söknuð í huga. Sú hefir orðið raunin á, að þegar þeir hverfa sjónum, sem menn hafa dáð og elskað er minning þeirra vafin björtum ljóma, er svo veitir ljósi inn í sálir þeirra, sem bera söknuðinn. Það ljós ljær þeim styrk, andlegt sjálfstæði og frelsi til að horfast rólega í augu við lífið, við hina örstuttu stund, manns- æfina, sem líkist vængjabliki er ber snöggvast við sól en er um leið liðið hjá og horfið í ómælis geiminn. — Einar Benidiktsson, hið vitra skáld, segir í fögru kvæði, er hann yrkir til Huldu skáldkonu, og sér fram á lista- braut hennar: “Svo opnast þín sjón eina sorg- arnótt fyrir sól þeirri, er aldrei hverfur í æginn og upp frá því þráirðu eilífðar- daginn með Edenlífsins síunga þrótt. Þá snýrðu þér inn — að þeim æðra heimi; augu þín skygnast í draumanna geimi og alstaðar sérðu að líf er og ljós—”. KARLAKÓR ÍSLEND- INGA í WINNIPEG Karlakórinn kom saman síð- astliðið miðvikudagskvöld eftir aflokið vetrarstarf, til þess að fagna yfir fengnum sigri og ræða áhugamál sín á framtíð- inni. En fyrst eg tek mér penna í hönd og minnist á kórinn, þá ætla eg aðeins lauslega að fara nokkrum orðum um starf kórs- ins síðast liðið ár af því ekkert hefir enn verið minst á það opin- berlega. En eg tel það þess vert sökum þess að almenningur get- ur ekki gert sér grein fyrir hví- líkt feikna starf er í sambandi við það að æfa og koma saman kórsöng, svo hann hafi tilætluð áhrif á sem víðfeðmustum svið- um. Starfið eftir veturinn er mikið og mjög ánægjulegt. Samstarf- ið milli söngstjóra og söngsveit- ar ágætt, örfandi til söngs og sigra eins og sýnt sig hefir eftir samsöngva kórsins í vor og vet- ur, því eins og þið vitið hefir hann fengið einróma lof bæði í ensku og íslenzku blöðunum frá penna þess fólks, sem mest og bezt kann að dæma um söng í þessari borg. Á þessum vetri hefir kórinn haft um sjötíu samæfingar og sýnist það allvel að verið þar sem ekki eru meir en eins og tveir þriðju af starfsárinu liðið hjá og talsvert af æfingum eftir enn fyrir söng við ýms tækifæri í sumar. Þrjá opinbera sam- söngva hefir kórinn haft nú þeg- ar og auk þess sungið nokkrum sinnum við sérstök tækifæri. En sá sem mest og bezt hefir starfað að velgengni og sigrum kórsins er söngstjórinn Ragnar H. Ragnar. Mörgum öðrum önn- um hlaðinn, hefir hann af lífi og sál lagt fram krafta sína, lær- dóm og list til þess að kenna mönnum að leggja réttar og skýrar áherzlur í framburð ís- lenzkra orða eftir hrynjanda og efni ljóðsins, og tengja saman lag og ljóð svo listgildi og túlk- jun hvorstveggja njóti sín sem j best og komi sem skýrast í ljós imeð hrynjanda tungunnar og hljóðfalli og sveiflum laganna. En Ragnar finst hann aldrei i gera of mikið fyrir söngmentina, hann ann þeirri list og er þar all- ur. Enda er árangurinn af starfi hans með söngsveitinni glæsi- legur. Hann hefir nú haft stjórn karlakórsins með höndum aðeins ! rúmlega eitt ár. Þrátt fyrir það hefir kórinn tekið svo geysileg- | um framförum undir stjórn I hans að einn af dómbærustu i mönnum á ljóð og söng af íslend- ingumh hér í borg, sagði — eftir að hafa hlustað á söng kórsins fjórða maí s. 1., “að kórinn hefði aldrei sungið fyr.” — vitandi þó að kórnum hefði oft áður tek- ist vel bæði undir stjóm Björg- vins Guðmundssonar, Brynjólfs Þorlákssonar og Paul Bardals. Ragnar H. Ragnar hefir áunn- ið sér óskift traust og ástsæld allra félagsmanna, bæði fyrir starfs og listahæfileika sína og prúðmannlega og laðandi fram- komu. Enda kom það greinilega í ljós þetta áminsta kvöld því ræður voru haldnar þrungnar af lífi, áhuga um framtíðarheill og velfarnan kórsins og þakklæti til söngstjórans Ragnar H. Ragnar og Gunnars Erlendsson- ar fyrir þeirra mikla og óeigin- gjarna starf. Vér höfum stundum orðið þess vör að það koma fyrir þær stundir í lífi voru þar sem marg- ir eru saman komnir og stilla öfl- um anda síns í einlægni og sann- leika um eitthvað ákveðið, að hleðslan verður svo áberandi og heillandi að áhrifin verða óskýr- anleg. Það er á þeim stundum, sem hlýhugur og samstarf treysta sín bönd. Og eina slíka stund átti karla- kórinn 'með söngstjóra sínum þetta áminsta kvöld. Davíð Björnsson FóSTURLAND VORT Alveg nýskeð eru tvær bækur komnar út í Bandaríkjunum og báðar eftirtektarverðar. Önnur eftir M. E. Tracy ritstjóra mán- aðarritsins merka Current Hist- ory og heitir Our Nation — and Theirs, (Þjóðin okkar og aðrar þjóðir). Hin, eftir Harold Sin- clair og nefnist American Years. (Æfiár Bandarkjanna). í bók Sinclairs er rakin lífsbarátta Bandaríkja þjóðarinnar á vissu tímabili. Vonum hennar lýst og erfiðleikum. Staðfestu hennar og hugprýði. Hæfileikum henn- ar til þess að velja og hafna og andlegu þreki hennar til þess að framfylgja því, sem hún áleit happasælast fyrir sig, ekki að- eins á því tímabili sem um var að ræða heldur einkum fyrir framtíð sína og sinna. Hinn höfundurinn, Tracy, situr í Hlið- skjálf og sér um heim allan og ber saman hugsanir og athafnir þjóðanna, þó einkum að því er lýðveldis, og einveldis stefnumar snertir — ber saman aðstöðu ein- staklijigsins í löndum þeim er enn unna, og berjast fyrir lýð- ræðisstefnunni, og í löndum sem einræðisstefnan hefir lagt höft og hömlur á orð og athafn- ir manna. Hvorug þessara bóka eru skrifaðar út í bláinn, heldur auðsjáanlega af knýjandi og lif- andi meðvitund um það, að bráð- nauðsyn beri til þess að vekja fólk til alvarlegrar athugunar á hugsana straumum þeim sem nú velta sér yfir líf manna, þurka út forna farvegi og leggja það sem menn bygðu áður á, í rústir; án þess að menn geri sér nokkra grein fyrir, eða hafi hugmynd um hvað bygt verði á rústunum, eða að spretti upp í flögunum. Þetta ástand er ekki bundið við nokkurt sérstakt land, eða part af mannkyninu. Það er heims- vítt og hótar alstaðar sömu af- drifum og eyðilegging, ef menn standa ekkr vakandi á verði. En yfir hverju eiga menn að vaka? Menn eiga að vaka yfir sjálfum sér. Vaka yfir sinni eigin sál. Vaka yfir þ,ví að láta ekki fljót- ræði síns eigin huga villa sér sjónir á ferli þeim sem reynsla liðinna alda, og fórnfærsla góðra og föfugra manna hefir sýnt og sannað, að væri fjöldanum far- sælastur. Vaka yfir því, að láta ekki stundarhreyfing, eða jafn- vel stundarmótköst sveigja sig af vegi þeim sem líklegastur er til að fela í skauti sínu farsæl- asta velferð einstaklinga og þjóðar. Það sem eg hefi nú sagt á við mannlífið yfir höfuð. En það sem eg vildi leggja sérstaka áherzlu á í þessari grein eru stjórnmálin. Aldrei { sögu mann- anna hafa þeir sem með stjóm- arvöld fara, átt eins erfitt að- stöðu eins og einmitt nú, og til þess ber margt. Breytt aðstaða verklega og viðskiftalega. At- vinnuleysi sem stafar bæði frá þeirri aðstöðu og viðskiftalífi. Skuldaklafar og kröfur sem stafa sumpart frá gáleysi manna, en sumpart frá óviðráðanlegiim

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.