Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JÚNÍ 1938 SÖNGUR Ræða eftir Jakob Jónsson Flutt í Wynyard s.d. 29. maí 1938—Texti: Kap. 3, 16-17 Söngmótið, sem stóð yfir í Foam Lake-baö dagana 19. og 20. maí, var stór-viðburður fyrir þær bygðir, sem að því stóðu. Þarna mættust hópar af fólki úr ýmsum áttum, og sameinuðust um eitt listrænt áhugamál. Vér finnum oft til þess, hve efnis- hyggj an er rík í sjálfum oss og öðrum. Hið daglega strit og hin erfiða barátta fyrir efnislegum hlutum dregur oft að sér óskifta athygli fjöldans, og leggur hald á alla krafta einstaklingsins. Það er því hressandi vottur um and- legt innræti fólksins og þrá þess eftir því, sem er æðra eðlis en líkaminn, þegar menn finna köll- mentinu vottar undir eins fyrir yard ættu að geta gert eitthvað með annari eins aðstoð.” Þetta var að minsta kosti meiningin í því, sem hún sagði, og henni var klappað lof í lófa um allan sal- inn. Eg skildi það lófaklapp á þá leið, að fólkið væri hetmi sam- mála, um að góður söngflokkur væri ómetanlegur styrkur í starfi kirkjunnar, og að það vildi samfagna oss prestunum í þess- um bæ yfir því, hve vér værum lánsamir í þessu tilliti. Undir eins á fyrstu öld kristn- innar hafa menn fundið gildi söngsins við kristna guðsþjón- ustu. Páll frá Tarsus hefir á- reiðanlega ekki verið sá eini, sem hvatti menn: “Fræðið og áminn- ið hver annan með sálmum, lof- söngvum og andlegum Ijóðum og syngið guði lof í hjörtum yðar.” Jafnvel í Nýja Testa- un hjá sér þrátt fyrir vorannir, til að helga all-mikinn tíma og krafta iðkun fagurra lista. Söng- mótið stóð aðeins yfir í tvo daga, en alt það fólk, sem þar kom fram, hefir varið miklu af frí- stundum sínum um nokkurra mánaða skeið til að búa sig und- ir, æfa sig og þjálfa; þó að þetta sé fyrsta söngmótið í þessum bygðarlögum, bar það þess vott, að all-mikil rækt hafði verið við það lögð. Vér Wynyard-búar höfum ástæðu til að gleðjast yfir því, hve þessi bær og bygð- arlagið umhverfis áttu marga og góða fulltrúa meðal þeirra, sem komu fram. Vér viljum óska þeim öllum til hamingju, og j þá ekki sízt söngflokk þessarar kirkju, söngstjóra, organista og öllum öðrum, sem með einhverju móti hafa stutt að góðum á- rangri. Þegar um er að ræða það gagn, sem hafa má af slíkum söngmót- um, kemur fleira en eitt til greina. Mörkin eða einkunnirn- ar eiga að sýna frammistöðuna. En vér, sem höfum varið mörg- um árum af æfi vorri til að ganga í skóla og búa oss undir ýmiskonar próf, teljum oss hafa reynslu fyrir því, að próf og ein- kunnir séu harla ónákvæmur mælikvarði á gildi þess, sem gert er. Ef þetta á við almenn- ar námsgreinar, á það ekki síður við um sönglist. í heimi listar- innar gildir enginn talnamæli- kvarði, hvorki um söng né ann- að. Það má því alls ekki leggja mjög mikið upp úr því, hvort söngflokkur eða hljóðfæraflokk- ur er talinn fyrsti, annar eða þriðji á einhverju sérstöku augnabliki. Hitt er meira virði, ef frammistaðan sýnir áhuga og einlæga viðleitni til þess að gera vel. Þegar kirkjukórarnir þrír frá Wynyard komu fram hver eftir annan, var það gleðilegur vottur þess, að fólk hefir notað sér tækifærin til að iðka söng með tilsögn hæfra manna. Þar var einnig hægt að fá nokkura hugmynd um það, hve miklir möguleikar eru fyrir hendi til þess að ná jafnvel framúrskar- andi árangri, ef haldið er áfram á sömu braut. Og loks hlaut að glaðna yfir vonum manna um framtíðina, því að það er næsta ólíklegt, að þeir sem hafa róið fyrsta áfanga ferðarinnar af kappi, leggi nú árar í bát. En það er einmitt einn af höfuð- kostum slíkra söngmóta, að þau vekja skilning og áhuga almenn- ings á söng og hljóðfæraslætti. Við að heyra lipurlega framsetta dóma lærðs tónlistamanns um kristnum sálmakveðskap. Þrett- ándi kapítuli Korinþubréfsins — um kærleikann — er allur einn sálmur. í Efesus-bréfinu er ann- að sálmsbrot: “Vakna þú sem sefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér.” (Ef. 5, 14) Auðvitað voru kristnir menn vanir söngvum eða hljóðfæra- slætti við guðsdýrkun, áður en þeir gengu Kristi á hönd og mynduðu sér uppfrá því sína eigin guðsdýrkunarsiði. En sá sem setur sig inn í prédikun Jesús sjálfs, orðalagið, sem hann notar, og ber það saman við hætti og kveðskaparreglur þess máls, er þjóð hans hefir varð- veitt, hlýtur að finna, hve eðli- legt það var, að söngur yrði rík- ur þáttur í guðsdýrkun kristn- innar. Jesús var skáld og talaði oft í ljóðum, og það er vafalaust ein ástæðan fyrir því, að orð hans geymdust. Eg vil nefna tvö dæmi. Hið fyrra er úr fjallræðunni: “Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem of- sækja yður, til þess að þér séuð synir föður yðar, sem er á himnum; því að hann lætur sál sína renna upp yfir vonda og góða, og rigna yfir réttláta og rang- láta. (Matt. 5, 44-45) Síðara dæmið tek eg úr 11. kapí- tula Matteusarguðspjalls: “Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að eg er hógvær og af hjarta lítillátur, 0g þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld; því að mitt ok er indælt og byrði mín létt. (Matt. 11, 28—30) söngfólksins. sinnum hefi Oft og mörgum eg heyrt menn Hann finnur hrynjandina áfram í röddum hennar. En hugmynd- segja, í hálfgerðum afsökunar- ir hans um hana þroskast, alveg Ljóðið býður laginu heim. Það var engin furða, þó að hreyfing, sem frá upphafi tók hið ljóðræna listform í þjónustu sína breiddist út um heiminn með söng á vör- um. Og enn þann dag í dag syngur kirkja Krists. Hún syng- ur yfir hvítvoðungnum og yfir ungmennunum, sem standa í dyr- unum milli bernsku og æsku. Hún syngur yfir elskendum, sem stofna heimili sitt. Og hún syngur yfir þeim, sem deyja, verk sín eða annara, glæð- hvort sem þeir sungu með henni ist smekkur fyrir því, sem fag- urt er, svo að menn kunna að “meta rétt þá hluti, sem munur er á.” Eg læt þessi fáu orð nægja um þýðingu söngmótsins alment, en mig langar að minna yður á orð, sem féllu af vörum söngdómar- ans, Mrs. Morrison, þegar hún sagði álit sitt á söngflokkum kirknanna. Hún sagði: “Eg óska Wynyard til hamingju að hafa þrjá jafn-ágæta kivkju- söngflokka. Prestarnir í Wyn- í lifanda lífi eða ekki. Hún hefir aldrei með öllu gleymt hvatn- ingu postulans: “Fræðið og á- minnið hver annan með sálmum, lofsöngnum og andlegum ljóðum og syngið guð sætlega lof í hjörtum yðar.” 0g listdómar- inn í Foam Lake skildi það vel, hvílíka þýðingu þetta atriði guðsdýrkunarinnar hefir haft fyrir kristinn lýð. Til eru þeir menn, sem virðast álíta, að messan sé einhverskonar sam- kepnismót milli prestsins og tón, að þeir verði að segja það “rétt eins og það er, að þeir fari engu síður í kirkju vegna söngs- ins en ræðunnar. Það er eins og þeir eigi von á því, að prestarnir verði afbrýðissamir, líkt og krakkar, sem séu að leika listir sínar og vita, hver hafi betur. Herfilegri misskilningur á eðli guðsþjónustunnar getur varla átt sér stað. Ræðan og söngur- inn eru tvö listform, sem kirkj- an hefir tekið til þjónustu við fagnaðarerindið og eiga að hjálp- ast að, og geta ekki annað en hjálpast að, ef hvort fyrir sig er tilgangi sínum samkvæmt. Ef alt er með feldu, á að vera betri jarðvegur fyrir kristna prédikun þar sem fagur söngur er um hönd hafður. Söngurinn skapar það andrúmsloft, sem gerir fólk- ið næmara fyrir helgum sann- indum og háum hugsjónum, hvort sem það gerir sér grein fyrir því eða ekki. Þessvegna hafði söngdómarinn rétt fyr- ir sér í því, að orð prestsins hafa betri skilyrði til að festa á hugi manna, þar sem söngurinn er góður. Þetta finnum vér í rauninni 511. En eitt er erfiðara, að gera grein fyrir ástæðunum'fyrir því á sálfræðilegan hátt. Einu sinni var verið að halda fjölmennan verkamannafund í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hitamál voru á dagskrá, og það hljóp svo mikil æsing í fólkið, að til stakra vandræða horfði. Að lokum sáu leiðtogar fundarins sér ekki ann- að fært en að ná í Söderblom erkibiskup til að skakka leikinn. Erkibiskupinn kom og snaraðist upp á pallinn, en hann byrjaði ekki á því að halda ræðu, því að það var vonlaust verk. Hann gekk rakleiðis að litlu harmon- ium og fór að spila — ýms skemtileg lög, sem fólkið kunni, alþýðusönglög og sálma. Nokkr- ir tóku undir, síðan fleiri og fleiri. Menn gleymdu í svipinn óvináttu sinni, misklíð og ágrein ingi. Þeir færðust hver nær öðrum sem góðir félagar og bræður. Og þó að skoðanirnar væru enn skiftar, voru menn reiðubúnir að reyna að leysa vandamálin af sanngirni og vel- vi|d. Söngurinn gerði hvor- tveggja að laða hið betra fram í mönnunum og færa þá saman. Hann skapaði andlegt samfélag batnandi manna. Það er þetta sama, sem söng- urinn gerir í kirkjunni. — En hvaðan kemur honum þetta dul- arfulla töfravald, spyr eg aftur. Söngurinn er ein tegund list- ar, en náttúran sjálf er höfund- ur allrar listar. Hin uppruna- legasta sönglist er raddir nátt- úrunnar, sjávar- og vatnaniður, vindhviðan og laufþytur trjánna, Maðurinn er brjóstbarn náttúr- unnar og þegar hann gaf sér tíma til að hlusta eftir ljóðunum, sem hún söng við hann, fann hann sig snortinn af einhverju, sem hann gat ekki gert sér grein fyrir hvað var. f öllum þessum söng var hrynjandi — tónarnir eða stundum aðeins sami tónninn steig og féll, steig og féll. En svo varð maðurinn var við ann- að. í söng náttúrunnar var til- finning. Það var gleði og hrygð, þróttur eða þunglyndi, fjör eða dapurleiki, friður eða æsandi ögrun. Stundum fór þetta eftir hinu innra ástandi mannsins sjálfs. Ef hann var hryggur, fann hann hrygð fossins, ef hann var glaður, gladdist vindblærinn með honum. Hann fann hlut- tekningu náttúrunnar, hið hulda líf hennar. Hann bjó sér því til hugmyndir um lifandi verur, sem bygg.iu í skógarlundum, vötnum, ám og yfirleitt alstað- ar. En skilningi mannsins fór fram og þekking hans jókst. — Hann hætti að trúa á dísir, haf- gúur og huldufólk, en hann finn- ur ennþá líf og anda í náttúr- unni, ef sál hana er óskemd. — eins og hugmyndir hans um sjálfan sig. Sumar frumstæðar þjóðir trúa á margar sálir í hverjum manni, eina í höfðinu, aðra í miðhluta líkamnas og þá þriðju í fótunum. En nú hugsum vér oss manninn sem eina heild. — Einu sinni hugs uðu menn sér anda í trénu, anda í ánni og anda í klettinum. Nú hugsum vér oss einn anda í allri náttúrunni, jafnvel í allri tilverunni. Og í list náttúrunn- ar finnum vér þann anda koma til móts við oss. í samræmi lína og lita, hrynjandi söngs og tóna finnum vér snertingu guðs. - Þannig er samanofin í mannm- um listhneigð hans og trúhneigð. Listhneigðin er þrá hans .eftir að skilja samræmi. Trúhneigðin er þrá hans eftir þeim anda. sem samræmið skapar. En maðurinn lét sér ekki nægja að hlusta; hann vildi líkja eftir og endurtaka. Hann heyrði til- raunir fuglanna til að framleiða söng, og smám saman fór honum fram í því að laða fram með rödd sinni, tilfinningar náttúr- unnar og tilfinningar sjálfs sín. Hann vildi sjálfur taka þátt í að framleiða hið dásamlega sam- ræmi og túlka fyrir sitt leyti andann, sem var höfundur sam ræmisins. Þannig hefir maður- inn ekki aðeins orðið þiggjandi, heldur líka veitandi. Og um leið hefir söngmaðurinn orðið fær um að flytja meðbræðrum sínum raddir frá dulardjúpi al- heimsandans—á enn fullkomn- ari hátt en hin dauða náttúra var fær úm. Þessvegna hreyfir sönn list, hvort sem það er sönglist eða önnur list, ávalt við því dýpsta í sál vorri, vekur öfl nv'/1- ans hið innra með oss og lætur oss finna til skyldleikans við þá alheimssál, sem er höfund'i" «'«■*- arinnar og lífsins. Því að listin er líf og lífið er list. Og af því að vér eigum öll hið sama innst inni, færumst vér um leið hvert nær öðru og hvert í samræmi við annað, eins og tónar, sem stjórn- að er af sömu hönd. Þannig er söngurinn. Hann er í eðli sínu leit að guði, lof- gerð og tilbeiðsla. Þetta er á- stæðan til þess, að söngur eða hljóðfærasláttur er algengur við guðsdýrkun flestra, ef ekki allra trúflokka. En samt sem áður fylgir honum hætta, eins og allri annari unaðslegri reynslu. Það er rík liilhneiging hjá manninum að njóta — njóta hvíldar, njóta bænarinnar, njóta dulrænnar þeynslu, njóta til- beiðslu, njóta söngs, þannig að menn fagni þeirri vellíðan, er því fylgir að heyra eða finna það, sem fagurt er. Menn sækjast eftir hrifningu, líkt og drykkju- menn sækjast eftir ölvímunni. En þetta er óheilbrigt. í þjúðsögun- um lesum vér um menn, sem blésu í hljóðpípu og þá kom dvergur eða önnur dularvættur, sem spurði, hvað hún ætti að gera. Og ef ekki átti að fara illa, varð maðurinn að finna eitthvað handa hennl að starfa. Þannig er það enn í dag. Söng- urinn, eins og aðrar fagrar listir, kalla fram öfl hið innra í oss sjálfum; hrífur oss, hreyfir við oss, og þá er um tvent að velja. Annaðhvort njótum vér hins fagra í mollukendri sæluvimu athafnaleysisins eða vér gefum hrifningunni útrás í starfi eða verkum. Vér verðum meiri at- hafnamenn, ákveðnari starfs- menn. Það er eftirtektavert, að 5áll, hinn mikli vitsmunamaður, talar fyrst um sönginn, en síðan um það, sem maður geri í orði j staðinn fátt er betri hjálp fyrir prestinn, sem hefir tekið að sér verk pré- dikunarinnar, að hvetja til starfs í þjónustu guðs, heldur en það, að söngurinn hafi vakið öldur hrifningar hið innra með mönn- unum. Syngið af öllu hjarta, færist hver nær öðrum, finnið þann anda, sem í listinni opin- berast — og þér verðið hæfari til að taka til starfa. “Og hvað sem þér svo gerið í orði eða verki, þá gerið alt í nafni drott- ins Jesú, þakkandi guði föður fyrir hann.” Guðsþjónustan er eins og söng- æfing. Hugsanir yðar eru tón- arnir. Sú sönd, sem stjórnar þeim með bendingum sínum, er hönd drottins. Og söngurinn er hersöngur Íífsins, hinnar óendan- legu þjónustu — hins eilífa starfs. Amen. ISLANDS-FRÉTTIR ÞÉR GETIÐ SÉÐ AÐ EG ÓF ÞESSA MEÐ VOGUE ^EGNA ÞESS AÐ HÚN LfTUR ÚT SEM GERÐ \* VOGUE HREINN HVITUR Vindlinga Pappír TVÖFÖLD Sjálfgerð STÓR BóKARHEFTI 5C Fyrsta ferð Arnar til Akureyrar Flugvél Flugfélags Akureyrar lagði héðan af stað úr bænum um kl. 91/2 í gærmorgun í fyrstu för sína til Akureyrar. Gekk ferðin mjög vel og var flugvélin tvær klukkustundir og 15 mínút- ur á leiðinni. Þar eð þetta var reynsluflug, vildi flugmaðurinn, Farþegaflug hafið Agnar Gofoed-Hansen, ekki taka Örn kom til Reykjavíkur í gær farþega, og fóru þeir því aðeins laust fyrir kl. 3 frá Akureyri. tveir, hann og vélamaður. Tóku Mótvindur var nokkur, er seink- þeir með 15 sekki af pósti. |aði, svo að nú tók flugið lengri —N. Dbl. 3. maí tíma en um daginn, eða um 21/% * * * k]st. Kom flugvélin með farþega, Brjóstlíkan J. J. þar á meðal einn sjúkling, hing- Á afmæli Jónasar Jónssonar, að norðan. 1. maí, komu fjölmargir vinir Eftir rúmlega klukkustundar hans og samherjar saman á vi5dvöl hér, lagði örn aftur af heimili hans, en honum var þá ^ Akureyrar og flaug nú afhent brjóstlíkan það, sem Rík- me® farþega. arður Jónssonar hafði gert. Var Verður ferðum hagað þannig það afhent með þeim ummæl- fyrsf um sinn, að flogið verður um, að með því að láta listamenn fram °£ til baka, milli Akureyrar setja svipmót hans í málm, þá °% Reykjavíkur samdægurs, ef væri þar af vinum hans innt veður leyfir. skylda af hendi við framtíðina, Sagði flugmaðurinn, að ferð- og væri þessi afmælisgjöf að því irnar hefðu gengið ágætlega, og leyti í samræmi við hin fjöl- a^ hann myndi koma aftur suður mörgu störf hans sjálfs. —N. Dbl. 3. maí. - * * * Samkomulag milli matsveina og þjóna á flutingaskipunum og eigenda skipanna I í dag, en þó þyrfti hann fyrst að fljúga til Seyðisfjarðar. Öm flaug í fyrradag frá Akur- eyri til Siglufjarðar og Húsavík- j ur með þá Jón Gunnarsson framkvæmdast j óra síldarverk- Samkomulag náðist í fyrrinótt. smi5jú ríkisins og Þorst. M. milli Eimskipafél. og Skipaút- Jensson- ^ar Hugvélin 52 mín- gerðar ríkisins óg þjóna og mat- ufur mlb* Siglufjarðar og Rauf- sveina, er á skipum félaganna arkafnar- Eftir fjögra stunda starfa i ^iðdvöl var aftur flogið til Akur- Aðaltekjur þjónanna eru eyrfr’ drykkjupeningar, og hafa þeir1 gafst tími til að fljúga fengið nokkra kauphækkun þá nem hníngílug á Akureyri. mánuði, sem fæstir farþegar eru 1 N' Db ’ m*n # með skipunum milli landa. ’ . , , Aðalbreytingar á launakjörum Fiskaflinn er 4 Þus- smaI- matsveina og þjóna eru sem hér mem en 1 fyrra segir: j Fiskaflinn á öllu landinu var Kaup búrmanna hækkar úr kr. mai orðinn aðeins tæpum 4 200.00 í kr. 270,00 á mánuði. Þus- smálestum meiri en á sama Kaup þjóna á 1. farrými var tíma í fyrra. Alls var fiskaflinn áður kr. 50.00 á mánuði, en 1 fyrra 15. maí 21,785 smálestir, verður nú kr. 100.00 sumarmán- en nu 25,664 smálestir. uðina og kr. 60.00 aðra mánuði Má því segja, að vertíðin sé ársins. Kaup þjóna á 2. farrými litlu betri en í fyrra og nú eru var áður kr. 50 á mánuði, en minni birgðir til í landinu en hækkar í kr. 100.00 yfir vetrar- nokkru sinni áður á sama tíma, mánuðina 6, aðra mánuði óbreytt sem menn muna. Sumarfrí voru einnig lengd lítið Aflinn skiftist þannig á ver- eitt. Voru þau áður 7 dagar,' stöðvarnar nú og í fyrra: en verða nú 9 dagar hjá þeim 1938 starfsmönnum er starfað hafa Vestmannaeyjar ....5729 hjá sama félagi í 2 ár og 10 dag- Stokkseyri ....... 260 ar hjá þeim, er hafa starfað 3 ár Eyrarbakki*....... 58 hjá sama félagi.—N. Dbl. 4. Maí Þorlákshöfn ........ 194 * * * | Grindavík ......... 816 Nýtt Strandferðaskip Hafnir............. 232 Eins 0g áður hefir verið skýrt Sándgerði ........1584 frá í blaðinu, skrifaði forstjóri Garður, Leira .... 595 Skipaútgerðar ríkisins fjárveit- Keflavík, Njarðvk..2843 inganefnd og ríkisstjórn bréf Vatnsl.str., Vogar .... 128 snemma í vetur, þar sem hann Hafnarfj., togarar....2274 lagði til að Esja yrði seld og nýtt Hafnarfj., önnur sk. 709 og stærra mótorskip keypt í Reykjavík, togarar 4319 og verki. “Þér gerið alt í nafni drottins Jesú,” segir hann. Þarna kemur hin kristna pré- dikun til móts við sönginn. Það er hlutverk prédikunarinnar að benda yður á hæfilegt takmark að keppa að, mannsæmilegt verk að vinna, þegar söngurinn hefir skapað hrifningu í hug yðar. Og Rvík, önnur skip .... 529 í bréfinu færði forstjórinn Akranes .....-........Yllb mörg rök máli sínu til stuðn- Stapi ................. 25 ings. j Sandur ............ 183 Fjárveitinganefnd hefir fallist ólafsvík ........ 136 á þessi rök og leggur til að ríkis- j Stykkishólmur . 41 stjórninni verði gefin heimild til Vestfirðir ......2287 þess í f járlögum að selja Esju og Norðurland....... 432 kaupa í hennar stað nýtt mótor- j Ausfirðir ....... 514 skip.—N. Dbl. 4. maí. 1937 3716 231 64 152 592 194 1169 573 2191 92 2422 281 4055 856 1499 34 222 89 17 1679 744 911 Eins og menn sjá, kemur rúm-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.