Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 8. JÚNf 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ur helmingur aflans af allri aukningunni frá í fyrra á Vest- mannaeyjar. Vertíð er að verða lokið í öll- um verstöðvum, þó munu nokkr- ir bátar stunda enn veiðar í Keflavík, og togararnir halda tnn áfram, en þeir munu hætta fyrir mánaðamót eftir því sem sagt er.—Alþbl. 17. maí. * * * Hafísinn á leið frá Norðurlandi Veðurstofunni barst í gær ár- degis skeyti frá Dettifossi, sem þá var á leið frá Siglufirði til ísafjarðar, svohljóðandi: “Þykk ísspöng sjö mílur fyrir austan Horn — úr því íshrafl að Kögri.” Dettifoss tafðist nokkuð vegna íssins, og sama er að segja um Novu, að hún tafðist um 6 klst. á þessari leið. fsinn virðist þó mun minni á þessum slóðum en hann var fyrir helgi. ís er nú lítill í fjörðum á Ströndum, eftir fregnum er út- varpinu bárust í gær. Nokkurt íshrafl er þó í Reykjafirði og fjörðum þar norðar, en einkum með landi. ísinn bráðnar óðum, því að sjávahiti er svipaður og venjulega á þessum tíma. Húna- flói virðist nú íslaus að mestu. Út af Melrakkasléttu hefir ekki séð ís síðan síðastliðinn föstudag. Þá sást allmikil ís- breiða út við hafsbrún, en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins. Veður var bjart og milt í gær ‘vestan lands og norðan, hiti frá 6—8 stig, víðasthvar. —N. Dbl. 17. maí. * * * úrvalsflokkur stúlkna úr Ármanni til Noregs Úrvalsflokkur kvenna í leik- fimi leggur af stað héðan áleið- is til Noregs á fimtudaginn til að taka þátt í landsmóti Norð- manna í fimleikum, sem háðir verða í Oslo 26.—28. þessa mán- aðar. — í. S. í. barst boð um að senda tvo slíka flokka fyrir nokkru, en vegna gjaldeyrisörð- ugleika voru litlar vonir um að hægt væri að senda flokk héðan. Norðmenn lögðu hinsvegar mjög mikla áherzlu á að þetta tækist og nú hefir verið ákveðið að serida einn flokk. Á laugardaginn fór fram kepni milli úrvalsflokka kvenna úr Ármanni og K. R. um það, hvor skyldi fara utan, og að henni lokinni var ákveðið, að ájt- mannsflokkurinn færi. Fararstjóri og stjórnandi flokksins verður fimleikakennari félagsins, Jón Þorsteinsson. Mun flokkurinn koma aftur heim 13. júní. í kvöld sýnir flokkurinn leik- fimi í húsi Jóns Þorsteinssonar til ágóða fyrir förina. Á þessu landsmóti í Oslo munu mæta fimleikaflokkar frá öllum Norðurlöndum.—Alþbl. 18. maí. ATHUGASEMD 19. maí birtist grein í Lög- bergi frá Sigurði Baldvinssyni; þar er ýmislegt ekki valið af verri endanum, formálinn tekinn úr ellefta Passíusálmi Hallgríms Péturssonar 15. vers, án efa vel valinn fyrir annað eins snildar- verk og sú grein er; honum tekst þar miklu betur heldur en þegar hann réðist í að breyta níðvís- unni eftir Hjálmar í Bólu. Það væri gaman að vita hversvegna S. heldur dauða haldi í rétta 3. ættliði á hverjum 100 árum og hyggur að allir lesendur Lög- bergs gera það sama. Honum feilar víst ekki þar eða hvað? Hvað margir sem fæðast á hverj- um 100 árum þá er hver og einn einstaklingur liður í þeirri ætt, sem hann er kominn af, hvort sem ættin er rakin eða ekki. Á- herslan legst ekki á 100 árin, heldur það hvað margir ættliðir renna frá byrjun og þangað sem hver ætt er rakin til. Einar prófastur Jónsson frá Hofi hefir á einum stað rakið ætt núlifandi konu hér í Mani- toba til Egils Skallagrímssonar á Borg og telur hana 25. mann frá Agli, en frá fæðingu Egils 901 og til 1900 eru 1000 ár, um það þarf ekki að deila. Eg er enginn ættfræðingur, en eg les og skil nokkurnveginn ís- lenzkt mál. Af því Sigurður Baldvinsson þykist vita betur heldur en viðurkendir ættfræð- ingar þá væri honum það mikill vegsauki að benda með skýrum rökum á villurnar, sem þeir fara með ; en því hefir hann gleymt, enn sem komið er. Það er álitið heimskulegt í frekasta lagi, að væna aðra um ósannindi og óráðvendni nema þá að koma með annað betra og sannara í staðinn, og það tel eg víst, að Sig. geri þegar hann hittir það á lagið að setja rembi- lætið í rétt horf. Þó þú S. minn hugsir að mér þyki þú hafa spent bogann þinn of hátt, þá er það fullkominn n^issk^Iningur, þú hefir áður spent að mér bog- ann fyrir mörgum árum, og án þess að eg ali nokkra óvild til þín frá liðnum tíma þá er okkur báð- um það jafn kunnugt að þú hitt- ir þar aldrei það mark er þú hæfðir til. Nú mun Sigurður standa betur að vígi en nokkru sinni fyr síð- an hann eignaðist trogið mikla; orð hans benda til þess að niður- skurður myndi nú duga best eins og við fjárkláðann mikla; en ekki fæ eg skilið að vel hugsandi menn leggi mikið upp úr svona löguðu kjafæði. Eg var um 16 ár í Múlasýslu og heyrði aldrei svo eg muni þau orðtök höfð í- frammi, sem Sig- urður notar í grein sinni er hann kveðst leggja 2 niður vjð sama trogið. En það er nú svona með þennan góða og vitra mann þeg- ar andinn kemur yfir hann þá sýður og bullar frá honum vitið, lærdómurinn og snildin í allar áttir. Sig. )sagði það mundi seinlegt verk að kenna þeim “gömlu að sitja og standa,” og það mun reynast rétt að vera; hann átti þar ekki við hunda, heldur þessa óþægu menn sem sífelt eru að “espa sig” i móti honum, þó hann sé að bera svart við að flytja leiðréttingar og sannleikann út í það endalausa. . Sveinn Árnason —Selkirk, 30. maí, 1938. BYGGINGAR trR ÆVARANDI ÍSLENZKU B Y GGIN G AREFNI Hús, sem bygt er úr íslenzku byggingarefni svo að segja ein- göngu — er einum þriðja léttara en venjuleg steinhús — og ó- dýrara og hlýrra, sterkara og auðveldara í byggingu, er risið upp inni í Kleppsholti. Húsið hefir bygt Kristján Guðmunds- son framkvæmdarstjóri h.f. Pípuverksmiðjan — og er það bygt úr vikur, sem tekinn hefir verið á Eyrarbakka. í viðtali við Alþýðublaðið í gær sagði Kristján Guðmunds- son eftir að hann hafði sýnt tíð- indamanni blaðsins þessa ó- venjulegu byggingu: “Það er ætlan mín og von, að með byggingu þessa húss sé fundin lausn á einu af mestu vandamálum þjóðarinnar á um- liðnum öldum, að hér muni markast tímamót í bygginga- málum okkar, sérstaklega til sveitanna. Hér opnast möguleiki til að framleiða á ódýran, fljótlegan og einfaldan hátt, úrvalsgott bygg- ingarefni, sem mun mega teljast ævardndi. Hver laghentur maður ætti eftir stutta æfingu, (t. d. á nám- skeiði), að geta bygt úr þessu efni, bæði peningshús og íbúðar- hús. Á þennan hátt ætla eg að hægt verði að byggja upp í sveitum og þorpum, á hagkvæmastan og varanlegastan hátt, án þess að f járhagsgetu fólksins sé ofboðið. Það vill svo vel til, að efni í þessa vöru, vikursandur og vik- ur, er til á nokkrum mjög hag- kvæmum stöðum. Á sumum þeirra virðist óþrotlegt magn. Skal eg þar tilnefna: Eyrar- bakka, Rangárvelli, Þjórsárdal, Fnjóskadal.” — Hvenær byrjuðuð þér á byggingunni ? “ Á síðastliðnu hausti. En húsinu varð ekki að fullu lokið fyrir veturinn, en nú er verið að fullgera það, og verður það til- búið til íbúðar í næsta mánuði.” — Gefið mér nánari upplýs- ingar. “Hús þetta er eingöngu bygt úr vikur, bæði útveggir, inn- veggir, sperrur og þak. Stærð þess er 9X16 metrar, eða að flatarmáli 150 fermetrar. Það er ein hæð með lágu risi. Kjall- ari er undir því hálfu. Útveggir hússins eru hlaðnir úr vikurholsteini, 50 cm. löngum, 20 cm. háum og 24 cm. þykkum. Innveggir eru gerðir úr vikur- steini af sömu stærð, en 15. cm. þykkir. Steinarnir eru múmðir saman með hræru úr vikur- sandi og sementi. útveggirnir voru í haust kústaðir að utan með leðju úr fínum sandi og sementi, með íblönduðu vatns- þéttunarefni. — Hafa þeir í vet- ur reynst að vera algerlega vatnsheldir, Innfletir veggjanna eru slétthúðaðir með fínum vik- ursandi. Og eru þá tilbúnir að ínálast eða veggfóðrast. Kostir húsveggja gerðra úr vikursteini, umfram t. d. stein- steypu, eru að minni skoðun þessir: Þeir verða ódýrari og miklu Y lýrri. Útveggir úr vikurstein: jarf ekkert einangrunarlag inn- an á sig, því að hann einn út af íyrir sig einangrar meira en steinsteypuveggur, með venju- legu einangrunarlagi. Vlkur- steinn einangrar betur fyrir há- vaða (lofthljóði), og einangr&r betur fyrir höggum (viðkomu- hljóði). Hann er léttur í með- förum, samt nægilega sterkur, sparar alla timburnotkun til mótgerðar og trésmíðavinnu. Það er fljótlegra að byggja úr honum. Múrhúðunin bindur sig vel við, springur ekki. Minni þensla við hitabreytingar. Það er hægt að negla í veggina, og ef til kæmi að rífa veggina, er hægt að gera það án þess að steinninn brotni. Hann heldur því sínu verðmæti. Húsveggir, sem þannig yrðu bygðir eingöngu ár einangrun- arsteini, myndu henta mjög vel fyrir allar smærri byggingar, svo sem sveitabýli. Þó leyfir burðarþol steinsins, að bygð séu úr honum tveggja hæða hús. Gólf hússins og loft eru úr steinsteypu. Sperrur og þakklæðning er úr vikur. Er það gert á þann hátt, að yfir þvera loftplötuna, með 1 meters millibili eru hlaðnir sperrulagaðir bjálkar úr vikur- plötum. Þakklæðningin er úr vikurplötum, 8 cm. þykkum, 50 cm. breiðum og 1 meters löngum. Endar platanna mætast á miðjum sperrunum og eru þar múraðar fastar. En hliðarkant- ar platanna falla saman í nót og fjöður. Yfir allan vikurþakflötinn er límdur sterkur þakpappi með bráðnu asfalti, festist hann svo vel við, að frekar klofnar papp- inn en hann náist af. Síðan er bráðnu asfalti strokið yfir papp- ann, og á meðan það er heitt og óstorkið, er stráð í það sandi, sem getur verið með ýmsum lit- um. Sandurinn hefir það hlut- verk að verja þakið fyrir veðr- ingu, og að veita því sérstakan lit. Með slíku þaki sparast alt í senn: timbur, þakjárn og máln- ing.” Húsið verður hitað með raf- magni. Kristján Guðmundsson er á- hugamaður um iðju sína og þor- ir að kanna nýjar leiðir og við þurfum sem flesta slíka menn. —Alþbl. 14. maí. Enskt vísindarit skýrir frá því að hægt sé að vinna meira en 2000 mismunandi efni úr kolum. SAMTÍNINGUR Eftir M. E. Anderson Vori fagna fögur sprund Flest að gagni vinna Hafa magn í hraustri mund Huldar sagnir geymir lund. I Sveif úr víði sólin prúð Sumar bíður mengi, Vorsins fríða skrýðir skrúð Skóarhlíð og engi. Blómin anga ung og hlý Út um vanga og haga Sólar fangi sveipuð í • Sumars langa daga. Vetrar gjóla færist fjær Faðmur njólu smækkar Rís úr bóli röðull skær Rós og fjóla stækkar. Andans gróður auðgast má Eðlið góða að finna. Nær eg hljóður hlusta á Hörpu ljóða þinna. Söngvar hljóma, lifnar lund, Ljúfir ómar vaka Vaxa blóm og grænkar grund, Gleðin sómir vorsins stund. Andans knýar unaðs blær Ástar drýgja hótin Ljóða gígjur lipurt slær Ljúfa og hlýja snótin. Ljúft er að kljúfa lífsins ál Lifnar fjör og gaman Þegar ástar blíðu bál Bræðir hjörtun saman. Eg er orðin eins og strá Ei má sköpum renna Brennigrösum ástar á Oft eg fékk að kenna. jTal og lýgi temja sér Trúar flýa í skjólið j Sorta skýjum opið er jAlheims kvía bólið. . lEyðist kvíði, endar hríð, Elnast blíðu hagur, jSenn oss bíður sælli síð Sumars fríður dagúr. Ástar tíðum lifna ljóð lýsa sinni hlýju Ef eg sit hjá auðar hlóð I Áttatíu og níu. j Bracken leiðist lítt að sjá Lýða neyðar kveisu. Stjómar skeiðinn stefnir á Stóru veiðileysu. Feimin njóla fer í skjól Frosta gjólur þagna Girðast hólar grænum kjól Geislum sólar fagna. Vekur yndi, ást og fjör öllum hrindir trega Svoná myndar sælu kjör sólin yndislega. ‘EITTHVAÐ FRUMLEGT, eitthvað nýtt Á við tíðar smekkinn.” Þessi vísuorð komu mér í hug, er eg las ummæli þau sem eignuð eru Dr. Sidney Smith, forseta háskólans hér í fylki og birtust í Winnipeg Tribune 27. maí. Hann æskir þess að fleiri sæki um nám við háskóla Manitoba, sem séu stærilætismenn, með mikinn sjálfsþótta. En ekki á nú sjálfsþótti samt að koma fram í félagslífinu, og honum á að vera samfara meðvitund um þær skyldur sem á slíkum mönn- j um hvíla. “Hin dýra hugsjón Banda- ríkjamanna um mannjöfnuð all- j an, er fyrir löngu búið að dauð- rota.” “Miklir leiðtogar eru að jafn- aði stærilætismenn, en gera sér jafnframt grein fyrir þeirri á- byrgð sem því fylgir. Þeir eru sér þess meðvitandi að þeir til- heyra vissum flokki og vilja ekki að sá flokkur líði neitt af þeirra völdum.” Dr. Smith getur þess að um 60% af nemendum við Manitoba háskólann, vinni fyrir sér sjálfir við námið. En eg álít það sé enginn ávinningur fyrir þá að þurfa að standa að sumu eða að jöllu leyti slíkan kostnað. Þeir nemendur sem það þurfa að gera, standa neðar í skóla, en hinir, sem annaðhvort ávinna sér verð- laun fyrir nám eða eru kostaðir af aðstandendum sínum.” “Eflaust er það hverjum ung- um nemenda tjón að þurfa að vinna fyrir sér á námsárunum.” Einkennileg ósamkvæmni virðist mér koma fram hjá Dr. Smith, þar sem hann er að lýsa yfirlæti þeirra háskóla nemenda við Oxford og Cambridge; það er svo að orði komist, að nem- andi við Oxford gangi um jörð- ina, eins og hann eigi hana sjálf- ur, en sá frá Cambridge eins og sá, sem lætur sig engu skeyta hver hária á.” Og segist doktor- inn ekki geta dást neitt að slíku. Fleiri eru ummælin eignuð hon- um í þessari grein, en þessi komu mér einkennilega fyrir sjónir. Aðsent. HEYRT OG SÉÐ Tj'JÖLDI manna hefir gaman af því að fást við að ráða krossgátur, en fáir vita, hvernig krossgátan varð til. Eftirfarandi frásögn er um það: Fyrir nokkrum áratugum síð- an var ungur kennari í New York, sem langaði til að verða frægur og auðvitað ríkur um leið. Hann sat við það öllum stundum, þegar hann var ekki að sinna skyldustörfum sínum, að mála. Þegar hann hafði málað nokkr- ar myndir og innrammað þær, sendi hann þær á sýningu í Monteviedo, því að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Myndirnar fengu afarhraklega dóma, en maðurinn gafst samt ekki upp. Nú tók hann sig til og skrifaði skemtibækur og ætlaði að fara fram úr Mark gamla Twain á því sviði, og hann fékk jafnvel rit sín prentuð. En enginn vildi kaupa. En ennþá þráði hann fé og frægð og fór nú að hugsa um hvað hann ætti að taka sór fyrir hendur næst. Meðan hann var að velta því fyrir sér, raðaði hann upp fáeinum krossgátum af rælni og af því að hann vant- aði vasapeninga, brá hann sér inn til ritstjóra með krossgát- urnar. Fáeinum vlkum seinna var hann orðinn frægur maður. G. Bourget varð á svipstundu frægur um alla Ameríku; kross- gátur hans seldust hundruðum þúsunda saman, og peningamir streymdu inn. Og ofan á þetta alt saman bættist svo það, að fólk fór að kaupa og lesa skemtibækur hans, sem enginn hafði viljað 11 ta við áður. Forlag það, er gaf út kross- gátur hans, lét hann hafa það verkefni að skrifa bók, þar sem aðal uppistaðan var krossgáta og lausn á henni. Þessi bók kom út í stórum upplögum og seldist gríðarlega. Nú er G. Bourget þektur mað- ur — að minsta kosti í Ameríku, og krossgátur hans hafa farið sigurför um allan heiminn. »— Reyndar hefir höfundurinn eng- ar tekjur af uppfinning sinni utan Ameríku; en hann á samt sem áður nokkrar miljónir doll- ara — og frægur er hann. * * * * Nýlega hélt Kemal pasha ræðu í tyrkneska útvarpið og hvatti þjóð sína til að vera káta og reifa. Þar með sannaði hann, að það var ekki til einskis, þegar Mark Twain félagið sæmdi hann heiðursmerki sínu síðast liðið haust. Kemal fékk heiðursmerki Mark Twain félagsins í haust vegna þess ,að samkvæmt skoð- un félagsstjórnarinnar hafði hann kent Tyrkjum að hlægja. Tyrkir eru í eðli sínu mjög al- varlegir menn, og samkvæmt skoðun félagsins hafa þeir ekki hlegið í þúsund ár. En þegar Kemal Pasha kom til sögunnar, gátu þeir ekki varist hlátri. —Alþbl. Einstaklingshyggjan ríkur þáttur í skapgerð íslendinga Hufudstadsbladet í Helsing- fors birtir langa grein um bók þá, er Aage Gregersen fullbrúi í utanríkismálaráðuneyti Dana hefir nýlega gefið út á frönsku 1 París um ísland. Blaðið rekur rækilega stjórnmálasögu íslands og sambandið við Danmörku að fornu og nýju. Þá fer blaðið vinsamlegum orðum um íslenzku þjóðina, og segir, að heilbrigð einstaklingshyggja sé ríkur þáttur í skapgerð fslendinga, og telur hana meðfram afleiðingu þess, hve forfeður þjóðarinnar voru tiginbornir menn, en þó séu íslendingar nú mjög lýðræð- issinnuð þjóð.—Vísir, 23. apríl. All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open §chool Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL 'NOW DOMINION BUSINESS COLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.