Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytlme In the 2-GIass Bottle ^ ® LII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 8. JÚNf 1938 NÚMER 36. HELZTU FRÉTTIR Hryðjuverk í Canton Síðast liðinn laugardag hófu Japanir sprengjuárás á borgina Canton í Suður-Kína. Biðu 2500 manna, kvenna og barna bana af því. Er það eflaust met á einum degi í slíkum hryðjuverk- um. En við það átti ekki að sitja, heldur var árásin endur- tekin s. 1. mánudag. Dáið og meiðst er sagt, að J5á hafi 1500 manns. Tveir spítalar urðu fyr- ir sprengjunum. Canton er ein af stærstu borg- um í Kína; íbúar hennar eru um 900,000. Hún stendur við Perlu- ána um 80 mílur frá sjó og var, vegna þess hve vel hún lá við verzlun, mesta verzlunarborg í Kína þar til Shanghai óx henni á síðari árum yfir höfuð. Borgin er enn í höndum Kínverja. — Árið 1911, var hún höfuðból byltingarmanna og er enn mið- stöð kommúnista. Á Perlu-ánni er aragrúi skipa og fleka og eiga þúsundir manna þar heimili. Við borgina skifta Englendingar rnikið. Indland sjálfstætt innan þriggja ára f viðtali við fregnrita frá Bandaríkjunum s. 1. laugardag, hélt Mahatma Gandhi því sleitu- laust fram, að Indland yrði ínn- an þriggja ára algerlega sjálf- stætt land. Ástæðan sem hann færði fyrir því var sú, að trú- mála ágreinings Hindúa og Mos- lema (Múhameðstrúarmanna) gætti nú miklu minna en nokkru sinni áður. En hann hefði á- velt verið það, sem sjálfstæðis- baráttan strandaði á. Ennfrem- ur kvað Gandhi, sem á Indlandi er ávalt kallaður “Frelsari Ind- lands”, að Bretar væru orðnir miklu eftirgefanlegri, en þeir hefðu áður verið. Hefir Gandhi verið að ferðast um Norðvestur- héruð Indlands og haldið ræður um þörfina á að þjóðin samein- ist. Kvað Breta ekki mundu hafa leyft það fyrir einu ári. — Annars virðist Gandhi einnig hafa breyzt, þar sem boðskapur hans er nú sameining í stað æs- inga gegn Moslemum og Bretum. Ein þjóðin enn segir sig úr Þj óðabandalaginu Fyrir skömmu tilkynti Chile- lýðríkið í SuTður-Ameríku úrsögn sína úr Þjóðabandalaginu með tveggja ára fyrirvara. Ástæðan er sú, að tillögum þess um endurbætur á Þjóða- bandalaginu hefir verið hafnað. Chile hafði fyrir nokkru gefið í skyn að ef þessu máli yrði illa tekið, myndi það ekki sjá sér fært að halda áfram að vera í félaginu. Húsabyggingar í Winnipeg Síðast liðinn mánudag kom John Queen borgarstjóri austan frá Ottawa, en erindi hans þang- að var að vita hve mikið fé Win- nipegborg gæti fengið að láni til húsabygginga. — Kingstjórnin hefir gert ráð fyrir að veita um 30 miljónir dollara til að reisa ódýr og lítil íveruhús í bæjum landsins. Alt sem Queen gerði ráð fyrir að Winnipeg fengi af Því, er um $600,000 til $700,000. Hætta á að lána þetta fé er eng- in, því húsin munu leigjast skjótt, að minsta kosti í þessum bæ. Freud leitar skjólshúss í Englandi Síðast liðinn sunnudag kom Dr. Sigmund Freud til Parísar frá Vín. Hann er að flytja til Englands vegna þess að honum er ekki vært í Vín, fremur en öðrum Gyðingum. Kona hans og dóttir voru með honum. Dr. Freud er 82 ára gamall og er heimsfrægur fyrir vísindastarf sitt, sem er sálgrenslan (psycho- analysis). Eignir hans og peningar var af honum tekið í Vín, en vís- inda-áhöld og handrit fékk hann að hafa með sér. Hann sá sér ekki til setu boðið, er blöðin í í Vín hófu árásir á bækur hans og starf. f Vín hafði hann átt heima frá því hann var barn að aldri. Til Englands kvaðst Freud hlakka að koma bg starfa þar og vera með nemendum sínum. Viðfangsefni Freuds nú er sál- grenslan manna þeirra er biblían fjallar um. Er sagt í því starfi fólgið, að skýra hálf-ósjálfráð- ar þrár, ótta o. s. frv., manna, er þá voru uppi. Kvað Freud nú hafa á þennan hátt skýrt kafl- ana um Moses. Myndar Eden flokk? Þessa stundina er talsvert um það skrafað á Englandi, að Eden muni innan skamms mynda nýj- an flokk og verða sjálfur leiðtogi hans. Honum kvað ekki lítast á það sem er að gerast í utanrík- ismálunum á Bretlandi. En verst er honum sagt við, að það var látið eftir Mussolini, í samn- ingunum milli ítalíu og Bret- lands, að hann kallaði ekki herlið sitt heim frá Spáni. Telur hann Mussolini verða stjórnanda Spán ar, að þeim sigri unnum. Og með því vaki fvrir honum, að1 draga yfirráð Breta úr höndum þeirra á Miðjarðarhafinu. — Chamberlain forsætisráðherra telur hann einnig að hafa brugð- ist bogalistin í því, að slíta sam- vinnu Hitlers og Mussohni. — Samninga við þá menn sé ekki til neins að gera. Eru margir í íhaldsflokknum á Englandi sömu skoðunar og Eden um þetta. Og út af því sem er að gerast nú í Evrópu, ekki sízt á Spáni, fjölgar þeim æ, er stefnu Edens aðhyll- ast. Það er því margt ólíklegra en það, að nýr flokkur myndist undir merkjum Edens á Eng- landi. Saskatchewan kosningarnar Fylkiskosningarnar í Saskat- chewan fara fram í dag. Hvernig þeim lýkur, er þýðingarlaust að spá nokkru um. Eitt er víst, að stjórnin telur sig nú ekki eins örugga og í kosningunum 1934, er liberalar hlutu 50 þingsæti af 55 alls. Það mesta sem stjórnin gerir sér nú von um, eru 35 þingsæti. Auðvitað getur svo farið að þau verði ekki einu sinni svo mörg. Dreng rænt í Princeton í Princeton í Florida var 5 ára gömlum dreng rænt #úr rúmi sínu 28. maí. Hann hét James B. Cash, auðmannssonur. Var $10,000 lausnarfjár krafist fyrir hann og það greitt, en drengur- inn hefir samt ekki komið fram. Eru foreldrarnir Mr. og Mrs. James B. Cash nú úrkulavonar um að einkasonur þeirra sé á lífi. Ekki treyst Seytján hundruð Afríkumenn, innfæddir, sem unnu í námun- um við Johannesburg í Suður- Afríku, hófu verkfall nýlega í mótmælaskyni út iif gegnlýsing- um. Námustjómin vildi láta gegn- lýsa þá á hverju kvöldi, til þess að vita, hvort þeir hefðu ekki gleypt demanta yfir daginn. Bílaverksmiðjum lokað Bílaverksmiðjum þeirra Fords Chryslers og General Motors á að loka á þessu sumri í tvo mán- uði, að minsta kosti.. Hundruð- ir þúsunda tapa við það atvinnu. En eigendur verksmiðjanna segjast ekki, með þeirri kreppu sem nú sé, geta haldið viðstöðu- laust áfram framleiðslu. Þetta hafði kvisast fyrir nokkru. En stjórnin í Washing- ton hélt að það væri aðeins orð- rómur. En fyrir rúmri viku var Federal Reserva Board Banda- ríkjanna tilkynt það á fundi í Washington. Það eru ekki aðeins þeir sem hjá félögunum vinna, sem tjómð af þessu nær til, heldur fjöldi annara, er framleiða hráefni til bílagerðar. Vandræði og þau meira en lítil leiða því af þessu. En verk- smiðjueigendur segjast ekki geta komið í veg fyrir þetta nema miklar breytingar verði á hag landsins til batnaðar. Hitler heimtar hollustueið af prestum Prestum mótmælendakirkj- unnar í Þýzkalandi hefir verið tilkynt, að ef þeir ekki sverji Hitler hollustueið fyrir ákveðinn tíma, verði þeim vikið úr em- bætti. Fyrir tveimur árum fengu prestar mótmælendakirkj unnar samskonar skipun, en neituðu þá að verða við henni, með þeim rökum, að þeim bæri ekki að sverja eiða, sem væru stjórn- málalegs eðlis. Óttast blóðsúthellingar í B. C. Athygli Kings-stjórnarinnar var s. 1. mánudag dregin að því á sambandsþinginu, að nema því að eins að bráðlega yrði betur fyrir því séð, væri uppþota og ef til vill blóðsúthellinga að vænta út af hag atvinnulausra í Van- couver. f Vancouver-borg hafa safnast saman atvinnulausir menn hing- að og þangað að úr landinu. Fyr- ir 18 dögum tóku þeir pósthúsið og listasafnshúsið í sínar hend- ur og settust þar að. Fylkisstjórnin í British Col- umbia hefir beðið sambands- stjórnina ásjár í því, að flytja þessa atvinnuleysingja til þeirra fylkja, sem þeir eru úr. En mennirnir neituðu er til kom að fara. Þeir sögðust hafa leitað aftur og fram um landið atvinnu, en hana væri hvergi að fá. Þeir sögðust og hafa fengið nóg af þeim flækingi og vissu hvað hon- um væri samfara. Þeir biðja engrar ásjár annarar en tæki- færis að vinna fyrir sér. Atvinnuleysingjarnir hafa myndað samtök með sér um að krefjast atvinnu, en meðan hún er ófáanleg, er mjög óttast að til örþrifaráða verði gripið og hjá uppþotum verði ekki stýrt, sem ómögulegt er að segja hvaða hörmungar kunni að hljótast af. Fundur íhaldsflokksins 5. júlí Fundurinn sem íhaldsflokkur- inn hefir verið að undirbúa, til að ráða málum sínum, íhuga stefnuskrána og að velja sér foringja í stað Rt. Hon. R. B. Bennetts, hefst í Ottawa 5. júlí og stendur yfir í þrjá daga. f undirbúningsnefndinni eru 39 menn alls, úr öllum fylkjum landsins. Heldur nefndin fund í Ottawa n. k. laugardag. Mesta áhugamálið er val foringjans, en hver hann verður, er ennþá ekk- ert hægt um að segja. Blöð Frakka og ítala senda hvert öðru tóninn Milli Frakka og ítala hefir samkomulagið aldrei verið verra en nú. Frakkar hafa herinn stöðugt á landamærum Frakk- lands og Spánar og senda spönsku stjóminni eflaust vopn öðru hvoru, eins og sagt er að Rússar geri. Daladier forsætis- ráðherra Frakka fer þar sínu fram hvað sem Mussolini segir og hvernig sem Bretum geðjast að því. Af því hvernig syngur í blöðum ftala og Frakka, hefði fyrrum mátt ætla, að lönd þessi væru að fjúka af stað í stríð. Uppreisn í liði Francos Tvo undanfarna daga hafa fréttir borist frá Frakklandi um að uppþot eigi sér öðru hvoru stað í liði Francos á Spáni. Á Suður-Spáni er sagt að menn í liði Francos hafi í gær neitað að hlýða skipunum yfirboðara sinna í hernum og út af því hafi orðið uppþot, er 11 mönnum varð að bana. Hvað hæft er í þessum fréttum, er ekki gott að segja. TYRKLAND í byrjun maímánaðar brugðu forsætisráðherra Tyrklands, Celar Bagar og utanríkisrítari Rustu Arras sér til Aþenu á Griklandi. Var brátt um för þessa mikið talað í Evrópu, því á allra vitund var, að þeir fóru til að gera samning við gríska alræðissegginn, og þýzksinnaða, að því er ætlað var, John Me- taxas. Það þótti ekkert bera betur vitni um það, að hugur Tyrkja væri ennþá hinn sami og fyr hjá Þjóðverjum og til þess að vera eins og þeir, ætlaði Kem- al Ataturk sér að hefja með þessu landvinningarstefnu aust- an Miðjarðarhafsins og færa út ríki sitt. Byrjunin á þessu var sú, að Kemal gerði samninga við Irak, Iran, Afghanistan og Balkan- ríkin, til þess að hnekkja yfir- ráðum Breta og Anglo-Iran olíu- félagsins, sem segja má að í Iran sé brezka stjórnin. Með tíð og tíma átti Kemal Ataturk að hugsa sér að verða einvaldur frá Balkanskaga og alla leið til Ind- lands. Að því átti og að miða ^lt sem Kemal gerði í. þá átt, að vekja ungtyrkjann til meðvit- undar um forna frægð þjóðar sinnar. Þessir samningar lögðu honum margt upp í hendur til eflingar. ríkinu, svo sem kol, chromium, gull, eyr, járn, blý og olíu. Stjórnspekingar hans voru grunaðir um að hafa reynt að fá hinn unga Farouk, kon- ung Egypta til þess að hefjast handa um að brjótast undan yfirráðum Bretans. En ekkert af þessu hefir enn komið fram og tilgangur Kemal Ataturk virðist hafa verið allur annar með þessum samningum, en að bindast samtökum við Þjóðverja. Síðan að Hitler tók Austurríki virðist Kemal sem minst skifti vilja við hann eiga og ekki fá hann nær sér en nú er orðið. Eitt til merkis um það er að Bretar náðu í mikil viðskifti nýlega hjá Tyrkjum, er Þjóð- verjar höfðu áður notið. Þetta gerðist á þann hátt, að Bretar veittu Tyrkjum lán, og fyrir það kaupa þeir vopn á Englandi. Það virðist engin af þjóðunum sem í stríðinu voru 1914 með Þýzkal., hafa eins dafnað síðan því lauk og Tyrkir. Og þó mistu þeir óheyrilega mikið af löndum, eins og allir samherjar Þjóð- verja. Arabíu töpuðu þeir allri. En jafnvel þó að Kemal Pasha (nú Ataturk), þá byltingasinni, neitaði að samþykkja Sevres- samninginn 1920, er var heldur móðgandi, og kæmist að betri samningum við sigurvegarana í Lausanne 1923, þá samt viður- kendi Kemal yfirráð Breta í Irak og Palestínu og Frakka í Sýr- landi. Hann gaf jafnvel upp allar kröfur til Kyprus og Egyptalands. En á því landi, sem Tyrkjum var eftirlátið hefir Kemal samt sem áður tekist vel að efla hag sinnar þjóðar. Er það fyrst og fremst eflaust því að þakka, að þar voru allir Tyrk- ir saman komnir. Þeir urðu allir innan þessa nýja tyrkneska lýð- ríkis. Og ungtyrkir höfðu sýnt, að í þeim bjó dáð og dugur. Þeir gengu ákveðið til verks með Kemal í að steypa soldáninum af stóli 1922. Síðan lýðveldið var stofnað, hefir Kemal Ataturk verið for- seti þess og alræðisherra. Hefir hann gerbreytt þjóðinni og elft mentun og menningu hennar. — Hann byrjaði með því, að láta snúa kóraninum úr arabisku á tyrknesku. Karlmennirnir lögðu niður rauðu skotthúfuna og kvenfólkið andlitsblæjuna. Staf- rof Evrópumanna var tekið upp, en hætt við það arabiska. Þjóð- ernisstefnan varð þarna álíka mikil og nú í Þýzkalandi. Kemal varð á undan Hitler að vekja þá hreyfingu upp og ungtyrkir. Við alt þetta má segja að risið hafi upp ný tyrknesk þjóð, frjálsleg, framsækinn og með eins góðri alþýðumentun og þar sem hún er bezt. Kemal Ataturk gerði samning við Rússa um eitt skeið, en hon- um kvað þó ekki vera gefið um að vera Stalin of nákominn, fremur en Hitler. En svo kem- ur þar annað til greina. Rússar eiga Turkestan, en þar er sagt að vagga tyrkneska þjóðernis- ins hafi staðið og Kemal Ata- turk finst að land það ætti fremur að heyra Tyrklandi til en Rússlandi. Fyrir nokkrum árum sór Kem- al Ataturk Bretum eilífa trygð og vinuáttu. Og sú vinátta var endurtekin, er Hertoginn af Windsor, er þá var Edward VIII, heimsótti Trykland 1936. En svo mikið sem Kemal hefir samið sig og þjóð sína að háttum Vestur-Evrópu þjóða, telja þeir sem hann bezt þekkja, að hann vilji ekki verða neinni af stór- þjóðum Evrópu of háður. Hann vill að þjóð sín læri af þeim og verði ein af stórþjóðunum, en um samtök til landvinninga við nokkra þjóð, kvað hann ekki kæra sig. NORSKA KIRKJURÁÐIÐ vill ekki hafa konur fyrir presta í sambandi við frumvarp, sem nýlega var lagt fyrir norska stórþingið og fjallar um rétt kvenna til allra embætta, að prestsembættinu meðtöldu, hef- ir kirkjuráðið norska samþykt yfirlýsingu, þar sem það lætur í ljós undrun sína yfia* því að þetta mál skuli en vera lagt fyrir þingið, þvi sama frumvarp var borið upp 1936. Telur kirkjuráðið ekki neiAn efa á því, að mikill meirihluti safnaðanna sé því mótfallinn, að konur gegni prestsstörfum, og væru slík lög því næsta óvinveitt kirkjunni; auk þess gæti þetta orðið ágreiningsatriði og vakið sundrung innan kirkjunnar. Að síðustu mælir fundurinn eindregið gegn frumvarpinu og sendi stórþinginu nefnda yfir- lýsingu.—Alþbl. Þjóðabandalagið tekur enga afstöðu til Abessiníumálsins Tveir fundir voru haldnir í Þjóðabandalaginu 12. maí og rætt um Abessiníumálið á þeim báðum. Abessiníukeisari var viðstaddur, en fultti ekki ræðu sjálfur, heldur var ræða hans lesin af einum abessinska full- trúanum. Halifax lávarður, utanríkis- málaráðherra Breta, var fyrsti ræðumaður. Kvaðst hann álíta, að meðlimum Þjóðbandalagsins bæri engin skylda til þess, að synja ítalíu um viðurkenningu á yfirráðarétti í Abessiníu, þar til Þjóðabandalagið hefði kom- ist að einróma niðurstöðu um málið. Margar stjómir hefðu látið í ljósi óánægju sína með það, að yfirráðaréttur ftalíu hefði verið viðurkendur, vegna þess að þar með hefði verið brot- in siðferðileg grundvallarregla. Halifax sagðist hafa fylstu sam- úð með þessum hugsunarhætti, en hann gæti ekki algerlega fallist á réttmæti hans. Hér væri um að ræða árekstur milli tveggja hugsjóna, annarsvegar væri hugsjón Þjóðabandalagsins, hinsvegar væri liugsjón friðar- ins og nú væri það aðeins stjóm- málalegt vandamál, sem leysa yrði úr hvort friðnum væri bet- ur borgið með því að viðurkenna yfirráðarétt ítala, heldur en með því að standa óbeygjanlegafastá grundvelli Þjóðabandalagsins. — Með þessu kvaðst hann engan veginn vilja afsaka þær aðferðir sem ítalía hefði beitt, né heldur í neinu falla frá grundvallarhug- sjón Þjóðabandalagsins. Ræða Haile Selassie Að þessu loknu var lesin ræða Haile Selassie og var megin inntak hennar á þessa leið: — Hann kvaðst harma það að standa í mótstöðu við brezku stjórnina í þessu máli, því að fyrir henni bæri hann mestu virðingu og nyti gistivináttu hennar. Hann kvaðst enfremur vilja fara þess á leit við brezku stjórnina, að hún rannsakaði að nýju þá afgtöðu, sem hún hefði tekið í þessu máli. Hann komst að lokum svo að orði: “Eg er ekki að biðja um neina aðstoð fyrir Abessiníu, eg er aðeins að biðja um það, að Ethiopíu megi verða leyft að verða meðal yðar sem ríki, er brotin hafa verið lög á. Yfirráð italíu yfir Abes- siníu ná aðeins svo langt, sem byssur hennar draga og eg biðst rannsóknar Þjóðabandalagsins á því, hvað hæft er í þeirri full- yrðingu ítala, að þeir ráði í laodinu.” Forseti fundarins kvað upp þann úrskurð, að engin ályktun skyldi verða samþykt um yfir- ráðarétt ftala, heldur skyldi hverri þjóð lieimilt að taka sína eigin afstöðu til málsins. Kári Johnson frá Baldur, Man., var staddur í bænum s. 1. föstudag.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.