Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JÚNf 1938 LJÓSHEIMAR Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan mmwMWi Við sendum Bates heim frá naustunum með afa mínum en við Stoddard og Larry geng- um yfir ísinn, gengið var gott vegna fölsins á ísnum. Við gengum þegjandi, Stoddard í farar- broddi. Þeir ætluðu sér að ná í járnbrautarlest- ina á næstu stöð við Annandale og fara af henni fjörutíu mílur þaðan, og flýta sér svo þaðan austur til Virginia fjallanna, þar sem trú- flokkur einn hafði aðsetur sitt. Þar sagðist Stoddard geta komið Larry fyrir án þess að spurt yrði hvernig á ferðum hans stæði. Við fórum yfir vatnið og gengum eftir ó- sléttu landi til stöðvarinnar, þar sem Stoddard keypti farmiða handa þeim, fáum mínútum áður en lestin fór af stað. Við stóðum á þessari eyðilegu stöð og héldumst í hendur, og veit eg ekki hvaða hugsanir börðust í huga okkar og hjörtum. “Við höfum heilsast og kvaðst á mörgum einkennilegum stöðum í þessum skrítna heimi. Hamingjan má nú vita hvenær við finnumst aftur!” mælti Larry. “En þú verður að vera 1 Ameríku. Ekkert haf má aðskilja okkur!” sagði eg. að hún hló við öðrum og sýndi honum samúð sína. En eg fylgdi ljósinu. Eg mintist þess með gremj u að eg hafði ætíð elt hana, þegar hún var Olivía, eða gráklædda stúlkan og nú elti eg hana. Vantraust mitt á henni, einstæðings- skapur minn, gat ekki hamlað mér frá þeirri gleði að heyra hlátur hennar mjúkan og þýðan gegnum myrkrið. Eg stansaði til að lofa þeim að komast á undan er þau gengu eftir bogadregnu götunni að kirkjunni. Eg heyrði enn raddir þeirra og fékk löngun til að þjóta inn í skóginn, en nauð- ugur viljugur fylgdist eg með þeim. Ljósið tindraði og málrómur hennar barst mér gegn um myrkrið eins og minning um vorið. Og eg fylgdi málrómi hennar og Ijósinu. Nú heyrði eg að þau hrópuðu upp vandræða- lega og hlógu bæði. “Það gerir ekkert til, við erum ekki hrædd,” sagði hún. Eg kom fyrir buginn á götunni og sá ekkert ljós og kom eg fast að þeim. “Þá heyrði eg að afi minn sagði glaðlega: “Nú verð eg að fylgja þér heim. Þú ert dálegur fylgdarmaður fyrir gamalmenni. óforsjál mær með enga olíu á lampanum.” “Nei, gerðu það ekki umfram alla muni. Eg fylgi þér auðvitað alveg heim. Mér dettur ekki íhug að gefast upp fyrst eg fór á stað.” “Þessi gata er ekki eins og hún ætti að vera. Eg verð að láta bæta hana í vor.” Eg heyrði hann reyna að kveikja á eldspýt- um og Ijóskerið heyrði eg að datt á jörðina og þau hlógu bæði að þessari nýju óhepni sinni. “Mér virðist afbrot Donovans ekki stór- vægilegt. Þeir verða bara að finna eitthvað til að hengja hattinn sinn á,” sagði Stoddard góðmannlega og hluttekningarfullur. “Þetta hjaðnar niður og Donovan verður upplýstur og friðsamur amerískur borgari.” Við vorum allir eins og hálf utan við okkur vegna þeirra viðburða, sem fyrir höfðu komið um daginn, og þegar menn hafa verið saman í slíkri hættu eru þeir tengdir svo nánum bönd- um, að dauðinn einn fær slitið þau. Spaug Larrys hreif ekki í þetta sinn. “Varaðu þig á kvenfólkinu, drengur minn,” sagði hann við mig í áminningar rómi. “Hm! Þú ert reiður við stúlkurnar vegna stelpunnar með stuttu efrivorina.” “Sannarlega! En augun í litlu frúnni, sem fylgdi afa þínum gegn um göngin, minna mig mjög á hana. Svei, þetta kvenfólk!” “Þú veizt nú dálítið um það!” svaraði eg. “Það er nú líklega ekki, fjandinn sjálfur!” “Ákallið þið englana, en ekki döflana,” sagði Stoddard. “Heyrið þið hvað hann segir! Prestur sem ekkert þekkir heiminn.” “Æ, þið bregðið mér um þetta eftir að eg hefi barist með ykkur og boðið dauðanum byrg- in við hlið ykkar herrar mínir!” “Við þökkum þér fyrir,” sagði Larry, og nú kom hraðlestin á meðan við spauguðum þannig. Menn láta þakklæti sitt best í ljós með þögninni og vissi eg að þessir góðu vinir skildu best þakklæti mitt á þann hátt. “Áður en árið líður munum við allir finnast á ný,” sagði Stoddard og greip töskumar. “Bara við gætum verið vissir um það,” svaraði eg, og stuttu síðar veifuðu þeir til mín úr lestinni, en eg hélt heimleiðis yfir vatnið. Mér var þungt í skapi. Eg hafði mist mikið þennan dag, og það sem eg hafði öðlast — vináttu afa míns, sem hafði beðið mig um að vera hjá sér á þann hátt, að erfitt var fyrir mig að neita, fanst mér smámunir til saman- burðar. Ef til vill var Pickering þegar alt kom til alls sigurvegarinn. Afi minn hafði ekkert sagt til að skýra fyrir mér háttalag Marian Devereux nema það, að hann treysti henni fullkomlega. Eg þrammaði áfram, fór eins og óafvitandi í Iand af ísnum og inn í skóginn á bak við garð- inn, þar sem snjóþakin lauf og greinar brotn- uðu fótum mínum. Eg kom út á flötinn á bak við skólann og fann stíginn og hélt heimleiðis. Er eg kom að framdyrum skólans kom kvenmaður út með ljósker í hendinni. Hún sneri við og rétti út hendina til að leiðbeina einhverjum sem gekk mjög gætilega á eftir henni. “Æ, Marian,’ kallaði afi minn, “það er ætíð hlutverk æskunnar að lýsa leið ellinnar. XXXIX Kapítuli Eg fylgdi ljósinu Hann hafði farið að heilsa upp á systur Theresu og Marian var að fylgja honum að hliðinu. Eg sá hana greinilega við Ijósið frá lampanum yfir dyrunum. Hún var í síðri kápu. Afi minn og hún voru í góðu skapi. Hlátur þeirra Iét mér undarlega í eyrum, eins og lokaði mig úti. Heimurinn var innan Ijóshringsins í kring um þau. Eg var afbrýðisamur að heyra “Ef þið viljið leyfa mér, skal eg reyna að hjálpa upp á sakimar,” sagði eg, og fálmaði eftir eldspýtna kassanum í vasa mínum. Eg hefi oft hugsað að það hljóti að búa í mér meðfædd kurteisi. Eg vildi hjálpa þeim, þótt stúlkan væri óvinur minn. “A, það er Jack!” kallaði afi minn upp. “Marian var að fylgja mér að hliðinu og ljósið dó á leiðinni. “Miss Devereux,” tautaði eg kuldalega. Eg vona að eg geti verið kuldalegur í málrómnum við fólk, sem mér er illa við. Nú notaði eg mér það sjálfsagt í fullum mæli. Hún var að leita eftir ljóskerinu og snerti eg hönd hennar er eg leitaði líka. “Fyrirgefið þér,” sagði hún kuldalega. “Bíðið augnablik og þá skal eg finna hvað að er.” “Eg hélt að afi minn hefði tekið ljóskerið, en við ljósið sá eg hinar mjóu fingur hennar halda á því. Kápan hafði dregist til svo að hinir fögru handleggir hennar komu í ljós og snöggvast sá eg andlit hennar, og hún brosti svolítið. Afi minn pjakkaði stafnum óþolin- mæðislega niður í jörðina, og hvatti okkur að skilja eftir ljóskerið og halda áfram. “Látið það eiga sig. Eg fer eftir göngun- um, það er ljósker í kirkjunni.” “Mér þykir það mjög slæmt, en eg tapaði bezta ljóskerinu mínu nýlega.” Það var satt. Eg reiddist að hún skyldi vera svo ósvífin að minna mig á nóttina, sem eg fann hana vera að leita að víxlunum hans Pickerings. Hún lyfti ljóskerinu og eg reyndi að kveikja á því þótt eldspýtan væri brunnin fast að fingrunum á mér. **Það logar aldrei reglulega vel á þeim, þeg- ar þau eru tóm,” sagði hún með miklum spek- ingssvip. Eg tók það og hristi það rétt við eyrað á mér. “Já, reyndar er það alveg tómt,” tautaði eg önuglega. “‘Æ, Mr. Glenarm,” sagði hún og sneri sér að afa mínum. Eg heyrði í göngustafnum hans nokkur skref frá okkur. Hann var að flýta sér heim. “Eg held að Mr. Glenarm sé farinn heim.” “Það var slæmt!” sagði hún. Þakka yður fyrir hann er líklegast kominn alla leið að kirkjunni nú. Með leyfi yðar----- “Nei það er óþarft.” Maður sem kominn er hátt á sjötugs aldur ætti ekki að reyna of mikið á sig, en eg er viss um að afi minn hljóp upp tröppurnar, því að eg heyrði hvemig göngustafurinn hans glamraði í steingólfinu. “Ef þér viljið fara lengra---” sagði eg. Mér mislíkaði við afa minn hvemig hann fór að ráði sínu, að hlaupa svona burtu og skilja mig eftir hjá ungri stúlku, sem eg vildi fyrir alla muni forðast. “Þakka yður fyrir, en eg fer heim aftur. Eg ætlaði bara að ganga að hliðinu með Mr. Glenarm. Það er svo gaman að hann skuli vera kominn aftur, svo ótrúlegt!” Þetta var 'tal aðeins fyrir siðasakir, eins og óvinir, sem tala sama að borði vinar síns. Hún hlustaði í augnablik eftir fótataki hans og virtist ánægð, því að hún sneri aftur til skólans. Eg fylgdist með henni eins og á báð- um áttum. Frá fellingum kápunnar hennar barst mér daufur fjólu ilmur. Eg var að leita eftir einhverri markleysu til að segja þegar hún mælti. “Það er mjög vel gert af yður, Mr. Glen- arm, en eg er hreint ekkert hrædd.” “Mig langar til að segja yður nokkuð, láta yður vita—” Hún hægði gönguna. “Já.” “Eg er að fara í burtu.” “Já, auðvitað eruð þér að fara í burtu.” Rómurinn, sem hún sagði þetta með benti að þetta væri ákvarðað frá upphafi vega, og gerði svo sem ekkert til. “Og mig langaði til að segja nokkuð við yður um Pickering.” Hún stansaði og leit snögglega á mig. Við vorum í skógarjaðrinum og mjög nálægt skól- anum. Hún safnaði saman skykkjunni og kink- aði kolli dálítið til að laga húfuna sína. “Eg get ekki talað við yður hér, Mr. Glen- arm. Eg hafði aldrei ætlað mér að sjá yður aftur, en eg verð að segja þetta——” “Þessa víxla, sem heyra til skuld Pickerings mun eg biðja Mr. Glenarm að gefa yður, eins og tákn um virðingu mína fyrir yður.” Hún hörfaði til baka eins og hefði slegið hana. “Þér lögðuð mikið í hættu þeirra vegna — hans vegna,” bætti eg við. “Mr. Glenarm eg hafði aldrei ætlað mér að ræða þetta við yður---” “Það er samt betra-----” V Skjálftinn í rödd hennar hnikti mér frá þeirri fyrirætlun að vera hrökulegur við hana. “Hefði eg ekki séð þetta með mínum eigin augum.” “Já, þér eruð blindaður af sannfæringunni um yðar eigin speki.” “En þér ögruðuð mér til að fylgja yður og rjúfa loforð mitt, og þá veit eg eigi fyrri til, en Pickering er kominn á hæla mér. Heimsókn yðar í göngin til að leita eftir þessum víxlum var særandi fyrir mig. Þér voruð andi skóg- anna í augum mínum. f alla þessa mánuði, frá því að eg horfði á árina yðar hverfa inn í sól- setrið, gerði hugsunin um yður dagana bjarta og vöktu hjá mér margt gott, sem annars var gleymt og grafið — löngu síðan. Og þessi | ógeðslega barátta hér. Hún sýnist mér nú minna en þýðingarlaus nú! En mér þykir vænt um að eg elti yður, vænt um að hvorki fégirnd né skyldan hömluðu mér frá því. Og nú langar mig til að láta yður vita, að Arthur Pickering skal ekki líða neitt fyrir það, sem hér hefir komið fyrir. Eg skal ekki reyna til að hegna honum. Yðar vegna skal hann vera óáreittur af mér.” Það var eins og ekkastuna, sem eg heyrði líða frá brjósti hennar. Hún rétti fram hendina eins og til að verja sig. “Hversvegna farið þér ekki til hans með hin göfuglyndu fyrirheit yðar? Yður er svo leitt að trúa öllu illu um mig. Og eg mun ekki reyna að verja mig. En þetta mun eg segja yður, Mr. Glenarm. Eg hafði enga hugmynd um að sjá hann hjá Armstrong það kvöld. Mér kom það alveg að óvörum, þegar hann símaði að hann væri að koma og þegar eg fór inn í göngin þarna var það í þeim tilgangi---” “Já?” hún þagnaði og eg beygði mig áfram áfjáður í að heyra svarið. “Eg var hrædd — eg var hrædd um að Mr. Glenarm kæmi of seint. Að yður yrði rutt úr vegi, að þér biðuð ósigur. Eg kom hingað með Mr. Pickering vegna þess, að eg hugsaði að eitthvað hræðilegt kynni að henda yður----” Hún hljop frá mér á vindléttum fótum, svo að kápan hennar flaksaðist frá henni eins og dökt ský. Eg náði henni rétt undir lampan- um fyrir utan dyrnar. “En hvernig átti eg að vita þetta?” hrópaði eg. Og þú stríddir mér á fangelsisvist mirini í Glenárm húsinu. Þú hafðir manað mig til að fylgja þér eftir, þegar þú vissir að afi minn var lifandi og sá hvert eg hélt eið minn við hann eða ekki. Geturðu sagt mér nokkuð hvernig á því stóð?” ' “Eg mun aldrei segja yður neitt meira en þetta. Þér voruð svo áfjáður að trúa illu um mig og að ásaka mig. “Það var vegna þess að eg elskaði þig. Það var afbrýðisemi mín af þessum manni, æskuvini mínum, sem kom mér til að grípa hverja efa- semd, sem bauðst. Þú ert svo fögur — eins og hluti af öllum þessum yndisleik héma og feg- urð. Eg hafði vonast eftir vorinu og þér með því.” “0 gerðu svo vel----” Hlaupin höfðu hallað til á henni húfunni og hún stóð á öndinni af ákafa, er hún reyndi að opna lokuna fyrir hurðinni. Ljósið skein á okkur frá lampanum yfir dyrunum, en eg gat ekki farið með von og trú í baráttu í brjósti mér. Eg greip hendur hennar og reyndi að horfa í augu hennar. “En þú manaðir mig að elta þig. Eg vil fá að vita hversvegna þú gerðir það?” Hún hörfaði frá mér og reyndi að losna. “Hversvegna Marian ?” “Af því mig langaði----” “Já.” Mig langaði til að þú kæmir, Glenarm óðalseigandi.” Síðan hefir vorið vakið Glenarm skóginn þrisvar til lífs. í gær reif eg marz blaðið úr almanakinu. Apríl í Indíana. Hann er ærsla- fullur unglingur, sem hvíslar við gluggann og bendir á sólskinið og þegar þú býst við hinu bezta, kallar hann á skýin og þekur þig í snjó. Hinn forni myrkviður, sem hefir þekt hann lengi brosir ekki að ærslum hans. Valfinotur og beykiviðurinn virða hinn stormasama desember miklu meira. Apríl í Indíana! Hann var rétt fyrir utan húsvegginn, þar sem bláfuglinn bíður 0g hikar eftir bliki hinna gullnu ilskóa hans. Hann skvetti regndropunum á vatnið rétt áðan og stakk Itilu fingrunum sínum í gegnum þunn- an ísinn. Apríl í hjartanu, flytur mér á ný hin- ar unaðslegu dásemdar stundir fyrir þrem árum síðan, er við Marian biðum eftir júní með gleðina í hjartanu, óstyriláta eins og fyrsta vorljóð þrastarins. Unaður þessa alls læðist inn í sál mína á ný, er eg heyri hundrað raddir frá engjum og skógum og só hina kviku vængi blika í gegn um gluggann. Saga mín og málefnanna að Glenarm hafa komist út yfir þau takmörk, sem eg hafði sett þeim, og þessir tímar ársins eru ekki fyrir skriftir né innanhússathafnir. Marian er að snúa yfir blöðunum í handritinu við vinstri oln- boga minn, og krefst að eg hætti að starfa og komi út með sér. \Afi minn er að ganga úti á svölunum og er án efa að ráðgera breytingar á garinum sem eru hans stöðuga áhugamál. Eg leyfi mér að segja að endingu fáein orð um þá menn, sem hér hafa komið við sögu. Fanginn, sem við Larry skildum eftir var látinn laus eftir nokkra daga með öllum heiðri og þægilegum skaðabótum. Larry er orðinn fræg- ur fyrir bók sína um Rússland. Mjög nákvæm lýsing á ástandinu þar undir stjórn keisarans. Faðir Larry hefir fengið brezku stjórnina til að gefa Larry upp sóknirnar ef hann komi ekki til írlands. Síðasta bréf vinar míns minnist eigi á þau mál. Bates er í Californíu og á þar aldingarð. Er hann heimsótti okkur um jólaleytið síðast hafði hann alt útlit manns, sem líður vel. Æfi séra Stoddards hefir verið mjög breytileg þessi síðustu ár, en af honum verða aðrir að segja á öðrum stað en hér. Hann gifti okkur Marian í litlu kirkjunni, og þegar hann kemur til okkar við og við, þá virðist okkur hann vera maður, sem er bæði líkamlega og andlega mikill vexti. Systir Theresa heldur áfram að kenna skólann og veita honum forstöðu. Hún og hinar brún- klæddu nunnurnar eru hinir yndislegustu ná- grannar. Gjaldþrot Pickerings og hvarf hans er al- kunnugt af blöðunum. Hann er aldrei nefndur á nafn heima hjá okkur. Hvað mig snertir — Marian er að banka í gólfið með hælunum á skónum sínum—þá verð eg að segja að eg er ekki ónýtjungur. Eg sá um að Glenarm húsið væri fullgert og stóð fyrir verkinu og stjórna búgörðum þeim, sem afi minn hefir keypt í þessu nágrenni, en það sem mér sjálfum þykir mest varið í, er að eg hefi skrifstofu í Chicago, er gefur leiðbeiningar í verkfræðislegum efnum, og hefi eg haft margar mikilvægar sýslur í því sambandi. Glenarm húsið er nú eins og afi minn ætl- aðist til að það yrði, fagurt og tígulegt herra- setur. Göngin til kirkjunnar er nú fylt upp að skipun hans. Leynigöngin og skápurinn í veggnum eru nú notuð sem felustaður fyrir vín- flöskur, sem samkvæmt boðum gamla mannsins eru aðeins notaðar á jólunum til að drekka skál Olivíu Gladys Armstrong. Sú ungfrú er nú fríleiksmær í sínum bæ, og fjöldi yngissveina víðsvegar að líta til hennar hýru auga og óskum vér að sá, sem mestu verðleikana hefir vinni ástir hennar. Að endingu, þá má það virðast hégóm- legt fyrir ekki eldri mann en mig, að rita svona langt mál um sínar eigin sakir, en eg vona að öllum sem lesa, sé það ljóst að eg sjálfur er sísta persónan í sögunni, hvað hetjudáð snertir. Mig langaði til að gera heyrum kunnugt reynslu afa míns, að líta inn í þennan heim úr annari veröld og hefir hann sjálfur hvatt mig til að rita um þessi atriði meðan þau voru ennþá mér í fersku minni. Marian, sem allra kvenna er þolinmóðust, er nú að ganga fram að hurðinni og langar út í sólskinið, hið frjálsa vorloft og útsýnið yfir vatnið, og að síðustu er eg tilbúin að fylgjast með henni. ----ENDIR------ í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.