Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 7

Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 8. JÚNí 1938 HEIMSKRINGLA 7. SfÐA UNDUR í BULGARÍU Eftir Ivan H. Krestanoff Á þeirri öld vísinda og efnis- hyggju, sem nú stendur yfir, verður því samt ennþá ekki neit- að, að í náttúrunni eiga sér stað fyrirbæri, sem hvorki verða skýrð né véfengd. Má þar til nefna vofur, svipi framliðinna manna, flökkuanda, fjarhrif, fjarskygni. En í Búlgaríu eru við líði helgisiðir, þar sem undrin kepp- ast á við trúna. Þetta er hálf- kristinn og hálfheiðinn leyndar- dómur, sem vekur furðu hjá vís- indamönnum í Búlgaríu og öðr- um löndum, prófessorum og læknum. Þótt það láti í eyrum eins og lygasaga, þá er það samt satt: Þar er dansað á eldi án þess merki sjáist eftir. Þetta fer fram á hverju ári 3. júní á hátíð hinna heilögu Kon- stantínusaa- og Helenu, í þorpinu Vulgari við rætur furðufjallanna Strandja, skamt frá hinu dul- ræna Svartahafi í suðurhluta Búlgaríu. Þarna, mitt inni í aldargömlum eikar og beyki- skógum, á trúarbragðaflokkur heima, sem kallast nestinari, þ. e. elddansendur, af gríska orð- inu “nestia”: eldur. Hinn opin- beri fulltrúi þessa trúfélags og aðalleiðtogi við framkvæmdir helgisiðanna er nefndur vekil. A Þriðja dag júnímánaðar, á musterishátíð kirkjunnar, hefir í manna minnum verið farin skrúðganga til “ajazmanna” eða hinna helgu linda, og vaðið í lifandi eimyrju. Þennan dag sækja þangað þúsundir aðkomu- manna, ekki aðeins úr nálægum þorpum, heldur víðsvegar að úr Búlgaríu og jafnvel frá öðrum löndum. Kl. 10 að morgni kalla klukk- urnar hina trúuðu til þorpskirkj- unnar. Hún stendur í 150 metra i hæð og er kölluð “aðalstöð hins heilaga Konstantínusar”. Það er lítið, hálfdimt herbergi, og brennur þar ' eldur á arni og helgimyndir standa á vegghill- unni. Á veggnum hangir bumb- an helga, sem aldrei er tekin nið- ur og slegin nema þennan dag. Nokkrar gamlar konur brenna vaxkertum á þrífætinum og signa sig. Merkust þeirra er amma Nuna, afgömul kona með traustvekjandi svip; hún var þar til fyrir skömmu “aðalnest- inarinna”. Hátíðabúið fólk) úr öllu þorpinu, karlar og konur, streymir inn í kirkjuna, kveikir á vaxkertum, leggur fram gjaf- ir og raðar sér upp úti til þess að bíða eftir skrúðgöngunni til lindanna helgu. Bænagjörð nest- inarinnanna stendur yfir til kl. 11. ▲ Eftir að amma Nuna hefir gefið merki, er sekkblístruleik- arinn sóttur og bumban tekin og 1 allir búa sig undir að leggja af stað. Þegar fyrstu hljómarnir heyrast úr sekkblístrunni og INNKOLLUNARMENN HEIMSKRIN6LU í CANADA: Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson Árnes.............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................G. 0. Einarsson Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.........................................Björn Þórðarson Belmont....................................G. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge....................... H. A. Hinriksson Cypress River........................... Páll Anderson Bafoe................................... Ebor Station, Man.................... K. J. Abrahamson Elfros................................. Eriksdale..............................ólafur Hallsson Foam Lake...s.........................H. G. Sigurðsson Gimli................................... K. Kjernested Geysir.............................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland................................Slg. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Hove.............................................Andrés Slíagfeld Húsavík............................... John Kernested Innisfail.....................................Ófeigur Sigurðsson Kandahar................................ Kéewatin.............................. Sigm. Björnsson Kristnes............................... Rósm. Ámason Langruth.............................................B. Eyjólfsson Leslie............................................Th. Guðmundsson Lundar.........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville.................................. ófeigur Sigurðsson Mozart................................. Oak Point........................................Andrés Skagfeld Oakview............................J Otto.............................................Björn Hördal Piney....................................S. S. Anderson Red Deer......................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík..........................................Árnl Pálsson Riverton..............................Bjöm Hjörleifsson Selkirk____________________________Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man..........................K. J. Abrahamson Steep Rock.......................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Tantallon........................................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir............................................Aug. Einarsson Vancouver.......................... Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.....................Finnbogi Hj álmarsson Winnipeg Beach....................................John Kernested Wynyard................................. f BANDARfKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier...............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel................................J, K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain...........................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold'.................................Jón K. EinarssoD Upham.................................E. J. BreiðfjörO The Viking Press Limited Winnipeg, Manitoba fyrstu höggin eru slegin í bumb- una, kemur nokkuð óvænt fyrir. Nokkrir svartklæddir kvenmenn, náfölir, þögulir til þessa, taka nú alt í einu að æpa æðislega: “Vah, vah!”, og vekur það óró og helgan hroll í þeim, sem við- staddir eru. Þetta er tákn þess, að nestinarinnurnar séu nú til- búnar til hins heilaga dans dags- ins. Undir hljómum hins sér- stæða hljóðfæraleiks elddans- endanna, “racenica”, byrja þær að hoppa til allra hliða eftir hljóðfallinu, æpa æðislega, fórna höndunum upp eða fram, utan við sig, “geðhrærðar’’ eins og þorpsfólkið kemst að orði. — “Hærra, hraðar, bumbumaður”, kallar amma Nuna, og fjörugur dansinn fyllir íbúa þorps og borgar skelfingu og undrun yfir þessu hrifningarkasti, sem þjarmar að og gegntekur eins og djúpt og einlægt lífsatvik. Há- vær músíkin, stunur dásefjaðra nestinarinnanna, angan reykels- isins, dulrænar aðstæðurnar — alt þetta kippir okkur inn í sér- stakt andrúmsloft fornra helgi- siða, þar sem sömu geðbrigðin koma fyrir og sömu dansarmr. Þetta stendur í stundarfjórðung. Þegar dansinum er lokið, leggúr okrúðgangan af stað með helgi- mvndir í fararbroddi, nestinar- ana næsta og síðan allan múginn, áleiðis til hinnar heilögu lindar hins helga Konstantínusar utan við þorpið, í árdalnum milli alda- gamalla beykitrjáa. A Fyrir framan helgistaðinn framkvæmir presturinn guðs- þjónustu, helgar vatnið og stekk- ur því. Lýðurinn drekkur vígt vatnið, étur vígt brauð, og síðan hefst helgibundinn alþýðudans td .heilinda, og taka nestinarinn- urnar einnig þátt í honum. Loks er snúið aftur til þorpsins, og verða nestinarinnurnar fyrir nýjum geðshræringum á leið- inni. En merkilegast er samt kvöld- ið. Kl. 18 er bál mikið gert á torginu, og er glóðin sem mest og eldurinn sem sterkastur kl. 20. Þá er orðið dimt. “Frá “aðal- stöð hins heilaga Konstantínus- ar” kemur ný skrúðganga, með helgimyndir og nestinara og stefnir hratt að bálinu fyrir framan ldrkjuna. Þangað hafa þorpsbúar borið mikið timbur til eldivið.vr og staflað á torginu, og hækka nú eldtungurnar sem óðast. Sekkblístran og bumban valda ótrúlegum hávaða; eimyrj- an ljómar fagurlega. Þeir, scni helgimyndirnar bera, staðnæm- ast annarsvegar, sekkblístru- leikarinn og bumbuslagarinn hinum megin. Þéttur manngrú- inn stendur í hring um eldinn og bíður með hrollkendri eftirvænt- ingu hinnar undraverðu eldraun- ar, mikilvægasta helgisiðarins, kórónu hátíðarinnar. Myrkur og þögn gerði okkur órótt. Og þarna komu fimm nestinarinnar syngjandi, stukku samstíga inn í glóandi báleisuna og gengu yfir. Augnablik skelfilegs spenn- ings. Það ótrúlega reyndist satt. Berfættar með dýrlingamyndir í höndunum, æpandi “vah! vah!”, óðu nestinarinnurnaé logandi glæðurnar, spannarþykkar, og virtust vera tilfinningarlausar og einskis sársauka kenna og ekki brenna. Og þetta stóð yfir í fullar fimm mínútur, fimm ó- gurlega langar mínútur, sem hefðu nægt til að helbrenna sér- hverja aðra dansmey, sem ekki hefði verið styrkt með vitrunum dýrlingsins og ekki hefði um- myndað sál sína í spámannlega hrifningu. Við fylgdumst öll beinlínis með því og sáum hvern- ig nestinarinnurnar hnigu í leiðslu og mistu meðvitund og tilfinningu, og höfðu bera fæt- urna í glóandi eimyrj unni án þess að verða meint af í fimm, tíu, fimtán mínútur. Einkenni- legur, óskýranlegur, undursam- legur atburður. A Bumban og sekkblístraan þögnuðu, dansinum lauk með því, að nestinarinnurnar gerðu kross- mark fyrir sér og skrúðgangan sneri aftur til “aðalstöðvarinn- ar”, svo að öldungarnir og nest- inarinnurnar gætu setst að guð- rækilegum og heilögum kvöld- verði, framreiddum á útbreidd- um deigdúki inni í miðri kirkj- unni. Við stóðum þarna, hissa yfir öllu, sem við höfðum séð, og með hugan fullan af því, og horfðum á hve þeir voru nú kyr- látir, aðalþátttakendur þessa dularfulla sjónarspils, og stall- bræður þeirra úr fornöldinni |stigu fram fyrir hugskotssjón- irnar eins og skýring og frum- ! uppspretta þessarar ennþá varð- veittu leiðar til fornra, aust- rænna launhelga, og einkum til trúarkenninga Mitra hins pers- neska og nokkurra annara bland- aðra helgisiða úr Vestur-Asíu, sem þektu samskonar eldraunir, samskonar skrúðgöngur til heil- agra linda og samskonar vígslur. Tilgangurinn var alstaðar sá sami, og hann er það að sumu leyti enn þann dag í dag, að á- vinna sér miskunn drottins (dýr- lingsins) til heilbrigði og frjó- semi, að reka burtu sjúkdóma, að afla sér hæfileika fyrir spá- mannlegar vitranir og opinber- anir, að frelsa sig frá siðferði- legum þjáningum og að bjarga þjakaðri sálinni í æðri heim með samlögum eða sambandi við guð- dóminn, með dulrænni “endur- fæðingu.” — Nú ber fyrst og fremst í þessu ósiðfágaða um- hverfi á efnislegri fyrirhyggju, hræðslu við veikindi og gras- brest, og lækningu taugakvilla. En ugglaust hefir einhverntíma meira gætt æðri andlegra þarfa fyrir frelsun frá syndabyrði og fyrir nána sameiningu við guð sem uppsprettu allrar sannrar sælu. Hrifningsleiðslan er leið að “nýju ljósi”, tæki til að fylla sálina guðlegum mætti. Þessi búlgarska siðvenja, sem ennþá er við líði í kyrlátum og afskektum fjallabygðum Þrakíu og fluttist þangað einhverntíma frá Austurlöndum, færir okkur eins og síðasta bergmál vitnis- burð um stórfenglegt trúar- bragðakerfi og heimsskoðun, sem var huggun og styrkur stuðningur í lífinu öldum saman áður en kristnin kom til sögunn- ar.—Lesb. Mbl. SVALT f HEL f PENINGASKÁPNUM Um annað er ekki meira talað í Aþenu, en hinn furðulega dauða gríska miljónaeigandans, Apostolos Kuskulas. Fyrir rúm- um 20 árum flutti hann til Ame- ríku, þá alveg blásnauður. Hann var heppinn og varð á furðu skömmum tíma miljónaeigandi. Fyrir nokkru síðan var lögregl- unni í Galveston tilkynt, að Kuskulas væri horfinn. Yfir- völdin töldu, að þarna væru ræn- ingjar að verki, sem hefðu num- ið hann á brott og hygðu á að krefjast mikils lausnarfjár. — Allar eftirgrenslanir urðu samt l árangurslausar og var þá gerð húsrannsókn. Húsið var nú athugað í hólf og gólf, en ekkert fanst nýstárlegt. Lögreglan ákvað því að opna hinn stóra peningaskáp miljóna- eigandans. Þegar stálhurðin opnaðist, þá féll lík Kuskulasar í fang lögreglumannanna. Mil- jónaeigandinn hafði sjálfur orðið til þess að loka sig inni í pen- ingaskápnum og hafði soltið í hel. Þarna var ekki um neinn glæp að ræða. Auðæfi Kuskulasar eru talin nema um 13. milj. dollara. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstoíusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er'að ílnnl á skrlfatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlll: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 15S G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrceOingur 702 Coníederation Life Bldg. Talsími 97 024 OmCM PHONl Res. Phoni 87 293 73 409 Dr. L. A. Sigurdson 100 MKDIOAL AJRT8 BUHJ3INO Onrc* * Houas: 12 - 1 4 F.H - • F.a and bt APPonrrMEirr w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINQAR á öðru gólfl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa elnnig skriístofur a8 og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvlkuda* 1 hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannesion 218 Sherburn Street Talslml 30 877 VlOtalstíml kl. 3—8 e. h. M. HJALTASON, M.D. ÁLMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar L*tur útl meðöl 1 vlðlögu® ViBtalstímar kl. 2 4 «. j, *—8 *ð kveldinu Siml 80 867 66B Vlct0r gt J. J. Swanson & Co. Ltd. RMÁLTORS Rental, Intwance and Financial Agente Blml: 94 221 »0« PARIB BLJDO.—Wlnnlpeg A. S. BARDAL aelur llkkistur og annast um útfar- Allur útbúnaður sá bestl. _ Enníremur selur hann mlnnisvarða og iegitelna 843 SHERBROOKB 8T. Phone: 66 607 WINNIPBO Gunnar Erlendsson Planokennorl Keruslustofa: 701 Vlctor St. Simi 89 535 THL watch shop Thorlakson Baldwin Dlamonda and Wedding Rlngs Agents for Bulova Watcheg Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bœinn. margaret dalman TBACHBR OF PIANO 664 BANNING ST. Phone: 26 420 ÞURKAR VALDA UPPSKERUBRESTI í Evrópu hefir verið mjög þurkasamt undanfarnar vikur, og verður því víða mikill upp- skerubrestur. í Englandi er talið fullvíst, að sökum þurkanna verði uppsker- an af hveiti, byggi, höfrum og kartöflum langt fyrir neðan með- allag. f stórum landshlutum hefir varla komið dropi úr lofti undanfarna þrjá mánuði og í ýmsum borgum, t. d. Manchest- er, eru menn farnir að óttast vatnsskort. — í ítalíu er talið að hveitiupp- skeran verði 2 milj. smál. minni en venjulega og verða ítalir að flytja inn jafnmikið magn af hveiti. í Frakklandi er talið að heild- aruppskeran verði einni milj. smál. fyrir neðan meðallag. í Rússlandi er álitið að upp- skeran verði þriðjungi minni en venjulega. Svipaðar tölur liggja fyrir frá jflestum löndum Mið-Evrópu. í Ameríku er hinsvegar talið að hveitiuppskeran verði með mesta móti og verði því öll hveitiframleiðslan í heimmum sízt minni en undanfíarin ár. Rovatzos Floral Shop *0ð Notre Dame Ave. Phone 94 9S4 Freeh Cut Flowers Datly Plants in Seaaon We specialize in Wedding- tt Concert Bouqueta 3c Funeral Designs Icelandlc spoken Bók Guðmundar Kambans: “Jeg ser et stort, skönt Land” er fyrir nokkru komin út í New York og hefir fengið góða dóma. New York Times segir m. a. um bókina, að hún sé ein af hinum stórfenglegustu skáldsögum, þó að miðað sé við alla tíma. önnur blöð hafa farið mjög lofsamleg- um orðum um bókina og flutt greinar og myndir um ísland í sambandi við ritdómana.—Alþbl. HITT OG ÞETTA Lappi nokkur þurfti nauðsyn- lega á peningum að halda. Hann fór til Kiruna, gekk þar inn í banka og bað um lán. — Hvað viljið þér fá mikið? — Tvö hundruð krónur. — Til hvað langs tíma? — Tveggja mánaða. — Hvsða tryggingu getið þér sett? — Eg á 500 hreindýr. Hann fékk lánið orðalaust. Tveim mánuðum seinna kom 1 appinn aftur með fullar hendur íjár. Hann borgaði lánið, stakk síðan þvi sem eftir var, stórur.-. seðlabunka í vasann, sneri sér vio og ætiaði út. — Því í ósköpunum geymiö þér ekki peningana yðar hér? k.allaði bankamaðurinn á eftir honum. I<appinn snéri sér við, hugsaði sig um andartak og sagði því næst: — Hvað eigið þér mörg hrcin- dýr? * * * Foreldrar fimmburanna í Can- ada hafa látið í Ijós óánægju sína útaf uppeldi barnanna. Halda foreldrarnir því fram að dr. Dafoe, læknir fimmburanna, ali þau á alt annan hátt en'æskilegt væri. f fyrsta lagi kenni hann þeim að tala ensku. þó franska sé móðurmál þeirra og í öðru lagi fái fimmburarnir altof sjald- an að sjá foreldra sína. * * * Amerískur vísindamaður, sem hefir tekið sér fyrir hendur að rannsaka, hvað fiskar geti synt hratt, hefir skýrt frá því, að laxinn sé fljótastur allra fiska, því hann geti farið með 40 km. hraða á klukkustund. * * * Norðmenn selja talsvert af bláberjum til Bandai’íkjanna. — Nýlega voru sendar 1vær smá- lestir af frosnum bláberjum til Ameríku frá Álasundi. Sagt er að hægt sé að selja alt að 1000 smálestum af bláberjum í Bandaríkj unum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.