Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 8. JÚNí 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA una. Nokkurar krónur úr ríkis- sjóði Dana eftir dúk og disk, geta ekki svift oss þessum rétti, enda munu íslendingar aldrei gefa upp þennan eða neinn ann- an rétt, sem þeir eiga til hand- rita í Árnasafni eða öðrum dönskum söfnum, og ekki heldur til forngripa sinna. Það er ekki í fyrsta skifti, sem það heyrist, að breytingin á skipun Árnanefndar hafi átt að gera safnið, og þar með Kaup- mannahöfn, að námsmiðstöð ís- lenzkra fræða, en breytingin var fólgin í því, að Ámanefnd var stækkuð og fslendingar skipaðir í hana. í fyrra barst Ríkisút- varpinu skeyti um það frá frétta ritara sínum í Kaupmannhöfn, að hin nýja Árnanefnd ætlaði að gera safnið, og þar með Kaup- mannahöfn, að miðstöð íslenzkra fræða. Auðvitað dettur engum fslendingi, sem er með öllum mjalla, slíkt í hug eða myndi vilja láta það líðast, enda var því þá þegar lýst opinberlega yfir í íslenzkum blöðum af hálfu hinna íslenzku nefndarmanna, að slíkt hefði aldrei borið á góma við þá, og að þeir hefði ekki á slíkt fallist, og var jafnvel gefið í skyn, að blaðamaðurinn mundi ekki fara sem frómlegast með, en börn og blaðamenn verða oft höfð til blóra. Nú er þetta náms- miðstöðvarhjal aftur gosið upp og í málsmetandi dönsku blaði, og hefir blaðið þetta eftir einum hinna dönsku Árnanefdar- manna, prófessor Erik Arup, en hann hefir í þessum efnum sennilega gengið erindi landa sinna meira en fslendingum er holt. Það er því engin ástæða til þess að rengja, að rétt sé frá sagt í hinu danska blaði. Ef svo er, er þó auðvitað engin ástæða til að rengja yfirlýsingu hinna íslenzku nefndarmanna frá í fyrra frekar en áður, en hins vegar er þá ekki annað sýnna, en að hinir dönsku samnefndar- menn þeirra hafi farið á bak við þá um mikilvægasta tilganginn með breytingunni á Árnanefnd, og að hér hafi beinlínis verið reynt að hlunnfara þá, sem þó er ilt að þurfa að trúa. Þegar ís- lendingar voru skipaðir í Árna- nefnd, orkaði það mikils tvímæl- is, hvort rétt væri að þeir tæki nokkurn þátt í störfum þeirrar nefndar, en þá var hallast að þvi ráði. En eftir að þetta náms- miðstöðvarmál er nú gosið upp aftur, þá virðist, hvernig sem því nú annars er varið, vera kominn tími til þess, að hinir ís- lenzku nefndarmenn dragi sig fullkomlega út úr nefndinni. Þó að þetta sé til þess ærin orsök, vegur hitt þó, að því er virðist, hvað mest, að það sýnist alveg fráleitt, að íslendingar fari að taka þátt með Dönum í að stjórna eigum, sem fslendingar eiga einir og standa í að heimta af Döivum, því að þeir gætu hæg- lega skilið það, eða látist skilja það, sem viðurkenningu af okk- ar hálfu um að Árnasafn sé á sínum stað í Kaupmannahöfn, og eigi þar að vera. Hinn rétti staður Árnasafns er í Reykjavík, og þar á það að vera ásamt öðru því, er vér eig- um í garði Dana. Það er krafa allra íslendinga, eins og þings- ályktunartillagan, sem nú liggur fyrir, ber með sér, en það gefur hina beztu von um góðan árang- ur af þessari kröfu, að Stauning forsætisráðherra Dana hefir lýst því yfir við fréttamenn Útvarps- ins íslenzka í Kaupmannahöfn, að hann hafi ávalt verið því ^jög fylgjandi, að skilað væri aftur úr dönskum söfnum skjöl- um og gripum, sem að réttu lagi eiga annarsstaðar heima, og er þessi skoðun hans rökrétt safna- mannshugsun. Á málið ætti því að geta komist góður rökspölur nú.—Vísir, 2. maí. Guðbr. Jónsson Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu FERÐIR LEIKFLOKKS SAMBANDSSAFNAÐAR Fyrir hönd Leikfélags Sam- bandssafnaðar er ferðaðist með leikinn “Jósafat” til Langruth, Mountain, N. D., og Gimli, lang- ar mig opinberlega að þakka fyrir þær rausnarlegu viðtökur og vinsemd er leikflokkurinn átti að fagna á þessum stöðum. í Langruth var tilreiddur “Turkey Dinner” að heimili Mrs. C. Bjarnason fyrir 20 manns er tilheyrðu flokknum og svo veit- ingar eftir leikinn. Þetta var framreitt af hinu fámenna en duglega íslenzka kvenfélagi þar. Á Mountain og grendinni var leikflokkurinn tvær nætur við framúrskarandi gestrisni og alúð bygðarfólks. Hafði flokkurinn hina mestu skemtun af Dakota ferðinni og gleymir seint þeirri rausn og vináttu, sem þar var að mæta. Á Gimli voru rausnar- legar veitingar bæði fyrir og eftir leikinn. Aðsókn á öllum stöðunum var góð og metur Leikfélagið mikils þann viður- kenningarvott á starfi þess. — Kærar þakkir fyrir öll vináttu- merkin og hina íslenzku gest- risni. Bergthor Emil Johnson Vegur lífsins DAGBLÖÐUM ÚTVARPAÐ Ameríkumenn hafa löngum haft orð fyrir að láta sér ekki alt fyrir brjósti brenna. Maður á altaf von á einhverju athyglis- verðu og frumlegu frá þeim. — Nýjasta uppátæki þeirra núna, í sambandi við útvarp, er að senda dagblöð á öldum loftsins. Senditækið er t sjálfu sér af- ar einfalt. Á sendistöðinni er prentuðu máli og myndum breytt í raföldur. Þetta er gert með örltilli glerkúlu eða “stöfunar- ljósi”, eins og þeir kalla það, sem er látið líða yfir prentuðu síðuna, sem á að útvarpa. “Stöf- unarljósið” sendir aftur svertu- magn síðunnar til rafmyndaklef- ans, sem svo breytir því í raf- öldur, er senda má út með hin- um venjulegu senditækjum stöðvarinnar. Móttökutækið er á stærð við meðalstórt útvarpstæki. Það tekur við þessum raföldum, vís- ir heyrfist yfir pappír með kola- efni á bak við og framkallar á honum þær dökku og ljósu línur, sem mynda stafi og myndir. — Þetta er prentun án svertu og án móts. Tilraunir með þetta útvarp hafa verið gerðar í Bandaríkj- unum nú um nokkurt skeið, og fyrsta útsending fór fram í nóv- ember s. 1. haust. Framfarir hafa orðið miklar síðan, og nú er undirbúningi undir fjölda- framleiðslu móttökutækjanna að verða lokið og fullyrt er að þau verði brátt fáanleg fyrir aðeins um 40 dollara (ca. 180 kr.). Það verður gaman fyrir Bandaríkjamenn að lifa þegar þetta er komið í fullan gang. Þeir stilla útvarpstækið sitt á ákveðna stöð að kveldi og leggj- ast svo til svefns. Þegar þeir svo vakna að morgni, taka þeir þessi “dagblöð” út úr móttöku- tækinu sínu og hlaupa yfir frétt irnar. Þar fá þeir frásagnir um atburði, sem hafa gerst kvöldið áður og um nóttina á meðan þeir sváfu. Móttökutækin hafa þegar sjálfvirkan pappírshníf, sem skera pappírinn niður í ákveðn- ar blaðsíðustærðir. Með því að bæta við einfaldri heftivél, getpr þetta litla móttökutæki skorið og bundið tímarit og bækur. Ruth Brindzi skrifar um þetta í blaðið Nation í New York og kemst m. a. svo að orði: “Þessi uppfynding er, fyrir þjóðfélagið, áreiðanlega einhver sú þýðingarmesta, sem gerð hef- ir verið síðan prentlistin var fundin upp. Innan fárra mán- aða verða þessar eftirprentunar- vélar á heimilum um gervöll Bandaríkin. Möguleikarnir eru ótakmark- —N. Dbl. Já, eg þekki þessar mörgu leiðir. Þaðan margur geisli skín. En engin þeirra yngir mig né seiðir. Engin þeirra er — leiðin mín. Leiðin mín — hún liggur í gegnum skóga, lundi og marga dísahöll, en hún liggur líka yfir snjóa, liljugrund og smáravöll. Hún liggur gegnum háa hamrasali, hraun — og yfir blásinn svörð, og í gegnum ljúfa, djúpa dali, með dreymin fljót og ilm úr jörð. Því þetta var mín gamla syndasaga, að sál mín þoldi illa bönd, — að eg er vinur frjálsra ferðalaga og ferðast einij — um höf og lönd .... í sál mér logar landnámsmannsins eldur. Eg lítils ýmsar hættur met, — í kyrstöðunnar fjötra verð ei feldur og fjárbraut enga troðið get. Eg þarfnast rúms. Eg þrengslum fæ ei unað. Mig þreytir kreddumannsins pex. Eg veit hið bezta er andann getur grunað í glöðu frelsi aðeins vex. Eg þarfnast lofts. Eg elska útilegur, — óttast hvorki dverg né tröll. Leiðin mín er lífsins mikli vegur. Leiðin mín er — jörðin öll. Grétar FeUs. yðar, með því að senda þær I band til Ðavíðs Bjömssonar á "Heimskringlu”. Verkið vel af hendi leyst. * * * Munið eftir að hin nýútkomna bók, Myndir II. af listaverkum Einar Jónssonar frá Galtafelli fæst nú meðan upplagið hrekk- ur á skrifstofu “Hkr.” fyrir $2.65; burðargjald, ef um póst- sendingu er að ræða, lOc. Þeir sem eiga eldri bókina er kom út fyrir 12 árum munu vilja eign- ast þessa. Eiga þeir þá mynda- safn af öllum verkum hans. Stjómamefnd Þjóðræknisfélagsins * * * fslendingadags prógröm Eftirfylgjandi íslendingadags prógröm óskast til kaups, fyrir árin 1890,1891,1892,1893,1895, 1896, 1897, 1898, 1899, 1900, 1901, 1902, 1903, 1904, 1908, 1909, 1912, 1914, 1915, 1923. Eintökin mega ekki vera rifin eða mjög óhrein. Sendið þau ekki en tilkynnið “Hkr.” hvaða árganga þér hafið, og á hvaða verði. Verður yður þá svarað strax um hæl. Ennfremur er óskað eftir sög- unni: Fastus og Ermena, er gefin var út á Gimli af Gísla M. Thompson. Ráðsmaður Hkr. aðir. Þessi litlu tæki skilu letr- öðri frásögn jafnóðum og at- burðirnir ske, jafnóðum og sag- an gerist. Engin dagblöð verða fær um að keppa við þetta. Þessi end- urprentunaraðferð er fljótari, þægilegri og ódýrari. Fólkið þarf aðeins að borga pappírinn og rafstrauminn og í staðinn fær það svo meira lesmál en það kemst yfir að lesa. Dagblað heimilisins getur orðið eins stórt og New York Times á sunnudög- um og tímarit og bækur breið- ast út í miljónum eintaka. Það er ekki lengur neinn heila- spuni að útvarpið geti þannig séð okkur fyrir dagblöðum. Ef iú aðeins bætir endurprentunar_ tæki við útvarpstæki þitt, safnar það fréttum og myndum fyrir þig og sýnir þér það “svart á hvítu.”—N. Dbl. FJÆR OG NÆR Dr. M. B. Haldórson í Win- nipeg og Helen dóttir hans, lögðu af stað í morgun vestur til San Francisco. Var Dr. Halldórsson boðinn þangað til að vera á fundi er bandaríska berklavarnarfélag- ið (The American Anti-Tubercu- lar Medical Association) held- ur þar. — Dr. Halldórson gerði ráð fyrir að verða að heiman 2 til 4 vikur. Á mánudagskvöldið buðu þau Mr. og Mrs. J. B. Skaptason honum heim til sín þar sem nokkrir kunningjar hans voru fyrir. — Eftir skemti- legt kvöld árnuðu þeir honum farar-heilla og afhentu snotra tösku. Eru hér nöfn heimsækj- enda auk J. B. Skaptasons, H. B. Skaptason, H. Pétursson, Ó. Pétursson, séra P. M. Pétursson, dr. R. Pétursson, Jón Ásgeirs- son, Steind. Jakobsson, S. B. Stefánsson, Jakob Kristjánsson, P. S. Pálsson, Magn. Peterson. * * * Paul bóndi Johnson frá Bel- mont, Man., kom til bæjarins s. i. föstudag r.orðan frá Hnausum, ?n þar var hann við jarðarför fóstra síns, Baldvins Jónssonai ? Kirkjubæ. * * * HILLIN G ALÖND Fjórtán sögur eftir Guðr. H. Finnsdóttur er nú nýkomin hing- að vestur. Bókin er í stóru átta blaða broti, á þriðja hundrað blaðsíður, prentuð á góðan þykk- an pappír. Frumdegin mynd eftir íslenzkan listamann er á framhlið kápunnar. Hún er prentuð í Félagsprentsmiðjunni í Reykjavík og hin vandaðasta að öllum frágangi. útsöluna annast Gísli Johnson, 906 Ban- ning St., Winnipeg. Ennfrem- ur tekur Magnús Peterson bók- sali, 313 Horace St., Norwood, á móti pöntunum. Kostar póstfrítt $1.75. * * * Nefnd fslendingadagsins fyrir yfristandandi starfsár er sem hér segir: Jón J. Samson, forseti Séra Philip M. Pétursson, v.-for. Davíð Björnsson, ritari Jóh. Sigurðsson, vara-ritari Jochum Ásgeirsson, gjaldkeri. Ásb. Eggertsson, vara-gjaldkeri Th. Thordarson, Gimli, eignav. Eiríkur A. ísfeld Erlendur Anderson Sveinn Pálmason Guðm. Feldsted, Gimli Th. S. Thorsteinsson, Selkirk. * * * .Séra Egill Fafnis frá Glen- boro, Man., kom til bæjarins s. I. fimtudag. Hann kom norðan frá Árborg; var þar á ungmenna þingi lúterskra íslendinga. * * * Gefin saman í hjónaband af sóknarpresti á prestheimilinu í Árborg, Man., þann 31. maí Halli Gíslason, Árbórg, Man., og Albertína Helga Sigurðsson, Geysir, Man. * * * Bók sem allir ættu að eiga er auglýst á öðrum stað í blað- inu. Bókin heitir, “The Claimant’s Fire Insurance Guide” eftir John A. MacLennan. Hún er um skaðabótarkröfu til eldsábyrgð- aréflaga. Fæstir eru heima í þeim sökum, og eru því árlega stórir hópar, er verða fyrir eignatjóni af völdum elds, snuð- aðir um stórfé, sem þeir eiga fult. tilkall til, ef þeir kynnu með að fara. Bókin kostar 75c send með pósti hvert sem er. Þessu ritr hefir verið mikið hrósað. Það er glögt og greinilegt og þó ná- kvæmt og fylgir fyrirmælum laganna í öllum greinum. Pant- anir má senda á skrifstofu “Heimskringlu.” Það er álit vort að enginn ætti að vera án þessa rits, það kostar lítið en getur verndað menn fyr- ir ágangi umboðsmanna eldsá- byrgðarfélaganna sem jafnan fara eins langt og þeir komast þegar um skaðabótar mat er að ræða. * * * Bækurnar eru til fróðleiks og skemtunar. Góðar bækur eru dýrmæt eign. Látið þær einn- ig vera til prýðis í bókaskápnum Þér Mm notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirjUlr: flenrj Ave. Eut Sími 95 551—95 552 Skrifatofa: Heary og Argyle VERÐ - GÆÐI . ANÆGJA ALÞINGI SLITIÐ Rvík. 13. Maí Fundur var settur í Samein- uðu Alþingi kl. 6 síðd. í gær og fóru þá fram þinglausnir. Forseti Sþ., Haraldur Guð- mundsson gaf yfirlit um störf þingsins. Þingið hafði staðið frá 15. febr. til 12. maí, eða samtals 87 daga. Alls voru haldnir 186 þingfundir, 76 í neðri deild, 79 efri deild og 31 í sameinuðu þingi. Alls voru lögð fyrir þingið 103 lagafrumvörp, þar af voru að- eins 8 stjórnarfrumvörp. 60 lög voru afgreidd frá þinginu; 41 frumvarp dagaði uppi, eitt var felt og eitt afgreitt með rök- studdri dagskrá. — 33 þingsályktunartillögur voru bornar fram, 4 í neðri deild, 8 í efri deild og 21 í sameinuðu þingi. 13 þingsályktanir voru afgreiddar til stjórnarinnar; ein var feld, 4 vísað til stjórnarinn- ar og 15 döguðu uppi. Fjórar fyrirspurnir voru born- ar fram, en aðeins einni svarað. Alls fékk þingið 140 mál til meðferðar. Er forseti Sþ. hafði gefið yfir- lit um störf þingsins, mintist hann á þingstörfin. Hartn kvað þau mjög hafa mótast af erfið- leikum tveggja aðal-atvinnuvega þjóðarinnar. Fjárpestin hefði herjað landbúnaðinn og nú hefði þriðja afla-brestsárið bæst við hjá sjávarútveginum. Nefndi forseti því næst nokk- ur mál, sem þingið hefði af- greitt. Forseti sagði að lokum, að dómarnir um þetta þing myndu verða margir og misjafnir. Er Haraldur Guðmundsson hafði lokið máli sínu, reis for- sætisráðherra úr sæti sínu og las upp bréf konungs um þing- slitin. Bað forsætisráðherra því næst þingmenn að minnast ætt- jarðarinnar og konungs með því að rísa úr sætum. Gerðu þing- mann það, og hrópuðu ferfalt húrra. Kommúnistar og sósíal- istar voru þó að streitast við að sitja. Var þá lokið störfum þingsins, sem var hið 53. frá endurreisii Alþingis, en 1008 ár eru nú liðin frá því Alþingi var stofnað. —Mbl. 900 mílur vegar á 5 klst. Beinum flugsamgöngum var komið á milli Rómaborgar og London 15. maí. Verður flog- ið viðkomulaust milli þessara borga (900 enskar mílur) á 5 klst. * * * Á Vrangö skamt frá Gauta- borg fanst um daginn stór skjald baka af vissri tegund, sem er ekki til nema á suðlægari breidd- argráðum. Hún var 9. kg. á þyngd. Leit út fyrir, að hún hefði um lengri tíma hafst við í litlum hellisskúta, þar sem hún hafði komið sér vel fyrir. Er talið, að skjaldbakan hafi flust til eyjunnar með skipi, sem far- ist hafi við eyjuna. Fyrir hvern meðlim - fjölskyldunnar er MODERN bezt! MJÓLK RJÓMI SMJÖR “Þú getur þeytt rjóman okkar en, þú getur ekki steytt mjólkina okkar!” SÍMI 201 101 ÞÉR GETIÐ ÁVALT FENGIÐ PENINGANA TIL BAKA! Þegar þér geymið peningar yðar á banka, þá eru þeir tryggir—og þér getið hvenær sem þér óskið þess, gengið að þeim þar. Opnið sparisjóðs- reikning hjá næsta útibúi' og leggið reglulega fyrir peninga. THE ROYAL B A N K OF CANADA Eignir yfir $800,000,000

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.