Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 8

Heimskringla - 08.06.1938, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JÚNí 1938 FJÆR OG NÆR Sunnudagaskóla skemtiferð Sambandssafnaðar í Winnipeg fer fram n. k. sunnudag 12. þ. m. og taka báðir söfnuðimir þátt í skemtuninni og verður því ekk- ert messað þann dag. Ferðin verður til skemtigarðs Manhattan Club á Rauðárbakk- anum fyrir norðan Wpg. Komið verður saman í Sambandskirkj- unni kl. 10.20 og farið þaðan í “Bus” og í bifreiðum. Sunnu- dagaskólinn útvegar kaffi, te, lemonade, o. s. f. — en fólk er beðið að koma með með sér “Bas- ket Lunch”. Margt verður til skemtunar, — kapphlaup, stökk, “novelty races”, reiptog, knatt- leikir o. s. frv. Allir sem eiga bíla og pláss hafa í þeim eru góð- fúslega beðnir að mæta við kirkj- una og hjálpa með að flytja fólk eða böm út í skemtigarðinn. SUMARIÐ ER KOMIÐ! Allir sem þurfa að bjarga sér ættu að eiga REIÐHJÓL Vér höfum haft sérstakan við- búnað til að bæta úr þörfum yðar í þá átt. • Ný og brúkuð reiðhjól á öllum stærðum og prísum. 26 ára reynsla við aðgerðir. Lítið inn eða skrifið til SARGENT BICYCLE WORKS 675 Sargent Ave., Winnipeg S. Matthew, eigandi Séra Guðm. Árnason messar n. k. sunnudag (12. júní) I Reykjavik; í Hayland Hall s.d. 19. júní. * * * Messa í Sambandskirkj unni í Árnesi sunnudaginn 12. júní, kl. 2 e. h. Á eftir messunni verður sameinaður fundur Sambands- kvenfélaganna í Nýja íslandi og Sambandssafnaðanna. — Vafri mjög æskilegt að sem flestir hlutaðeigendur gætu mætt. * * * Vatnabygðir sd. 12. júní Kl. 11. f. h. Sunnudagaskóli í Wynyard. Kl. 2 e. h. (M.S.T.) Ensk messa í Leslie. Ferming. Jakob Jónsson, sóknarprestur * * * Fröken Halldóra Bjarnadóttir kom heim til fslands hinn 1. þ. m. úr vesturför sinni samkvæmt símskeyti til Mrs. Finnur John- son, Winnipeg. * * * Ingimundur Ólafsson frá Reyjavík, Man., var staddur í bænum s. 1. fimtudag. * * * Síðastliðinn sunnudag skírði séra Philip M. Pétursson son Ragnars Gíslason og Elmu Árna- son Gíslason, að heimili þeirra 529 Agnes St. Hann var skírð- ÞINGBOÐ Sextánda ársþing hins Sameinaða Kirkjufélags ís- lendinga í Vesturheimi verður sett í kirkju Sambands- safnaðar á Lundar, fimtudaginn þann 30. júní 1938, klukkan sjö eftir hádegi. Þingið stendur fram á mánu- dagskvöld þann 4. júlí. Söfnuðir, sem í kirkjufélaginu eru, senda fulltrúa á þingið, einn fyrir hverja 50 safnaðarfélaga eða brot af þeirri tölu. Á þinginu mæta einnig fulltrúar fyrir sunnudaga- skóla og ungmennafélög. Ennfremur heldur Samband íslenzkra Kvenfélaga hins Sameinaða Kirkjufélags ársþing sitt einhvem dag þingtímans. Starfsskrá þingsins verður nánar auglýst síðar. Söfnuðir, sem í félaginu eru, eru vinsamlega beðnir að senda ársskýrlsur sínar til ritara félagsins, Dr. Sveins Björnssonar í Árborg, og ársgjöld sín til féhirðis, Mr. P. S. Pálssonar, 796 Banning St., Winnipeg, að minsta kosti viku áður en þingið byrjar. Guðm. Árnason, forseti Sveinn E. Bjömsson, ritari Á hvítasunnudag, 5. þ. m. voru þessi ungmenni fermd af séra Jakob Jónssyni í ísl. kirkj- unni í Wynyard: Sveinn Halldór Octavíus Eggert- son. Raymond Erling Jónasson Franklin Erling Baldvinsson Walter Baldvin Baldvinsson William Jónasson Emily Axdal ur Ragnar Hjalmar. — Margir , .... __Verna Aldis Hallgnmsson vmir og ættmgjar voru viðstadd- .T . a.___^_____________ ir og var athöfnin hin skemti- legasta. Karlakórinn Meðlimir karlkórsins eru beðnir að muna eftir söngæfing- unni miðvikud. þann 15. júní n. k. Það er mjög áríðandi að allir mæti stundvíslega því æfð verða lögin er sungin verða á samkomunni 20. júní og enn- fremur lög er sungin verða á fs- lendingadaginn. Stjómarnefndin. CONCERT Under the Auspices of JÓN SIGURDSON CHAPTER I.O.D.E. Federated Church Parlors WEDNESDAY, JUNE 15 — 8.15 p.m. • Program will indude— 1. Flower Pageant — Twenty-six children in colorful Costume 2. A Two-Act Comedy: “A Musical Baby Show” — Soloists: Cora Doig Vera Johannson Lillian Baldwin Josephine Strain Helen Lyons Carman Merritt Wilfred Baldwin Lilja Sigríður Goodmann. * • * DAGSKRÁ KIRKJUWNGSINS Lúterska er haldið verður í ARGYLE-BYGÐ 17—21 JÚNÍ FÖSTUDAGINN 17. JÚNf: Kl. 8 e. h. Þingsetningarguðsþjónusta og altaris- ganga í kirkjunni að Grund. Forseti prédikar. LAUGARDAGINN 18. JúNf: Kl. 9—12 f. h. Starfsfundur. Skýrslur embættis- manna og fastanefnda. Kl. 2—6 e. h. Starfsfundur. Kl. 8 e. h. Ungmennamót. SUNNUDAGINN 19. JÚNÍ: Kl. 11 f. h. Guðsþjónustur á öllum kirkjum presta- kallsins. Eftir hádegið mót undir beru lofti. Kl. 8 e. h. Minningarathöfn í sambandi við fráfall dr. Björns B. Jónssonar. MÁNUDAGINN 20. JÚNf: Kl. 9—12 f. h. Starfsfundur. Kl. 2—6 e. h. Starfsfundur. Kl. 8 e. h. Erindi: séra S. O. Thorlaksson um trúboð á ensku. — Séra R. Marteinsson, íslenzkt erindi um þriggja alda afmæli Svía og lúterskrar kirkju í Ameríku. ÞRIÐJUDAGINN 21. JÚNÍ: Kl. 9—12 f. h. Starfsfundur. Kosning embættis- manna og nefnda. Kl. 2—6 e. h. Starfsfundur. KI. 8 e. h. Trúmálafundur. Efni: “Sálgæzla”. Máls- hefjandi séra Sigurður Ólafsson. Þingslit. Þingið verður haldið í öllum kirkjum bygðarinnar. Verður auglýst á þinginu hvernig skift verður fundum á staðina. Minningar athöfnin verður í kirkjunni á Grund. K. K. ólafsson, forseti Árborg, 31. maí Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.: Kvenfél. “Berglind”, Langruth, Man..........$10.00 Mrs. Svafa Egilsson, Langruth, Man.......... 1.00 Innilegt þakklæti, Emma von Renesse, féhirðir * * * Friðrik P. Sigurðsson og Mr. og Mrs. Kristinn A. Kristinsson frá Geysir, Man., komu til bæj- arins í gær. Mr. Kristinnsson er á leiðinni til Rochester með konu sína til lækninga. » * * Halldór Erlendsson bílasali frá Árborg, Man., var staddur í bæn- um í gær. * * * Margrét Vigfúsdóttir frá Gimli, Man., var stödd í bænum s. 1. mánudag. * * * Halldór Gíslason frá Leslie, Sask., var staddur í bænum yfir helgina. Hann var að fara norð- ur til Winnipegosis, þar sem hann mun dvelja í sumar. • * • Hljómleikar 17. júní Nemendur R. H. Ragnars og Bamasöngflokkur sá er hann stjórnar heldur hljómleika í Music and Arts” söngsalnum föstud. þann 17. júní n. k. Pálmi Pálmason aðstoðar með fiðluleik. Aðgöngumiðar eru til sölu hjá nemendum R. H. Ragnars, með- limum barnasöngflokksins og hjá Steind. Jakobssyni, West- End Food Market. * * *‘ Þórður Helagson frá Árborg kom til bæjarins s. 1. mánudag vestan frá hafi, en þangað fór hann fyrir nokkru til að sjá sig um og hafði í huga að setjast að vestra. í Vancouver kvað hann atvinnuleysi mikið og hefði það ágerst síðan flutningar til Jap- ans mínkuðu vegna hættunnar af völdum stríðsins. Japanir sækja eitthvað ennþá af vörum sjálfir til Canada, en skip þeirra eiga á hættu að verða sökt af ó- vinum þeirra, Kínverjum og Rússum. Mr. Helgason kvaðst ekki ráðinn í því fyrst um sinn að flytja vestur. Pianokensla R. H. RAGNAR Kenslustofa: Ste. 1 Mall Plaza Phone 38175 Á stjóraarnefndarfundi Hins Sameinaða Kirkjufélags fslend- inga í Vesturheimi, sem haldinn var í Winnipeg í gær voru þessir utanbæjargestir staddir: Sveinn Thorvaldson, M.B.E.; og séra Eyjólfur Melan frá Riverton, séra Guðmundur Áraason frá Lundar, frú S. E. Björnsson frá Árborg; auk þess sem til íhug- unar var undirbúningur kirkju- þingsins, var rætt um sumar- heimilismálið. * * • Til bæjarins komu s. 1. föstu- dag dr. og Mrs. S. E. Bjömsson frá Árborg, Man., og Guttormur skáld Guttormsson og frú hans frá Riverton. Var ferðinni heit- ið norður til Lundar til að taka þátt í að skemta á samkomu er þar var haldin til arðs fyrir sum- arheimilið á Hnausum það kvöld. f för með þeim norður slóst prófessor Watson Kirkconnell, er þátt tekur þar í að skemta. * » * Framkvæmdarnefnd sumar- heimilisins á Hnausum hefir á- kveðið að byrja starf sitt í fyrstu viku júlí. Vill hún því mælast til þess að umsóknir verði sendar til Mrs. P. S. Páls- son, 796 Banning St., Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., eða séra P. M. Pétursson, 640 Agnes St., frú Olavía Melan, Riverton, Man., fyrir þ. 15. n. mánaðar. Fyrir hönd nefndarinnar, E. J. Melan Marja Björnsson * * * H. B. Skaftason, verzlunar- maður frá Ashern, Man., var staddur í bænum s. 1. mánudag. • • • Meðlimum Heimilisiðnaðarfé- lagsins og vinum þeirra er boðið að heimsækja Jordan’s Limited (Oriental Rugs), 393 Portage Ave., á föstudagskvöldið 17. júní 1938, kl. 8. Þar verða til sýnis austur- lenzkar gólfábreiður, fagrar og fágætar, en sýningunni fylgir fróðleg og skemtileg skýring á vefnaði þeirra og hinum sögu- legu “munstrum” sem öll hafa sérstaka þýðingu, einnig verður útskýring á litum, sem líka hafa sína sérstöku merkingu. Deildin má þakka Mrs. Hannes Líndal þetta góða tilboð, og það er vonandi að sem flestar fé- lagskonur og vinir færi sér það í nyt. * • • S. 1. laugardag jarðaði séra Eyjólfur J. Melan J. Clifford Spring, tveggja mánaða gamalt barn Mr. og Mrs. Walter Spring. * * * W. A. Arason frá Husawick, Man., leit inn á skrifstofu Hkr. s. 1. föstudag. Hann var ásamt einum eða tveimur kunningjum að fara til fiskiveiða norður í ósa. Mr. Arason er nú 71 árs og hefir í 51 ár stundað fiskiveiði á hverju ári; mun hann því sá ís- lendingur, er öllum hér hefir lengur stundað veiðar. Hann kvað nú þenna túr ekki geta kallast að fara til fiskjar heldur bara sér til skemtunar. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA Forseti: Rögnv. Pétursson 45 Home St. Winnipeg, Man. Allir fslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. f ræðu Guðrúnar H. F. John- son, sem birt var í síðasta tölu- blaði er prentvilla; þar stendur: séra Jón Þorláksson á Bægisá, ljóðskáld íslendinga um og eftir aldamótin 1800 — en á að vera: þjóðskáld íslendinga o. s. frv. • • » Messuboð Sr. Carl J. Olson flytur guðs- þjónustu í Vatnabygðum n. k. sunnudag, 12. júní, sem fylgir: Bertdale, kl. 11 f. h. ífljóti tími) Westside kl. 2 f. h. (fljóti tími) Hólar kl. 4 e. h. (seini tími) Elfros kl. 7.30 e. h. (seini tími) Messurnar í Bertdale og Elfros verða á ensku, en hinar á ís- lenzku. Allir eru boðnir og velkomnir. * » » Messugerð flytur séra Guðm. P. Johnson sd. 12. júní í G. T. húsinu við Sargent kl. 3 e. h. Umræðuefni: “Gamli og nýi sáttmálinn”. — Allir hjartanlega velkomnir. • * * Séra K. K. ólafsson flytur guðsþjónustur sem fylgir sd. 12. júní: Mary Hill 'kl. 11 f. h. Lundar kl. 2 e. h. Á jeftir guðþjón(U(stunni að Lundar verður safnaðarfundur til að kjósa erindreka á kirkju- þing og annars er þörf kann að vera á. * » • fslendingur ferst í bflslysi Föstudaginn 27. maí fórst í bílslysi skamt frá bænum Kit- chener í Ontariofylki, Mr. Walt- er Gillies, fyrrum húsgagna- kaupmaður í Winnipeg, 43 ára að aldri; var hann fæddur í Van- couver, en fluttist til Winnipeg 1916, og rak hér um nokkurt skeið húsgagnaverzlun undir nafninu Gillies Furniture Com- pany. Árið 1934 fluttist hann til Kitchener og setti þar á fót ljósmyndástofu. Mr. Gillies lætur j eftir sig konu, Violet, fædd Mar- teinsson, og tvær dætur, June og Audrey. Einnig lifa hann for- eldrar hans, þau Mr. og Mrs. E. G. Gillies í New Westminster, B. C., og þrjár systur, Mrs. R. L. Stevenson, Vancouver, Mrs. W. McGeachy, Winnipeg og Miss Anna Gillies í Los Angeles, Cal. Líkið var flutt til Winnipeg og jarðsett í Elmwood grafreit á miðvikudaginn var. * » » Árslokahátíð Jóns Bjarnason- ar skóla var haldin í Fyrstu lút. kirkjunni þ. 27. maí. Um fjöru- tíu ungmenni útskrifuðust úr ellefta og tólfta bekk í ár. Séra Rúnólfur Marteinsson stýrði at- höfninni en þátt tóku í henni Hon. Griffiths heilsumálaráðh. Manitobafylkis er flutti aðal ræðu kveldsins, ungfrú Dorothy Pálsson er söng einsöngva og Lillian Griffiths, nemandi á skólanum, er spilaði piano-sóló. Ræður fluttu og David Slater fyrir hönd ellefta bekkjar og MESSUR og FUNDIR I kirkju Sambandssafnaðar Uessur: '— á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaOarnefndin: Punölr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Pundlr fyrats m&nudagskveld i hverjum mánuSl. KvenfélagiB: Fundir annan þrlSJu- dag hvers mánaSar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn & hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ULLAR TEPPI TIL SÖLU • Verður til sýnis 12. júní 911 ASHBURN ST. Sími 31722 Alice Hardisty fyrir hönd tólfta bekkjar. ’Bardals bikarinn af- henti Agnar Magnússon. Á hann eru skráð á hverju ári nöfn þeirra er skara fram úr í hverj- um bekk. Þetta ár voru það í níunda bekk Jón Adams, tíunda Robert Macfarlane, ellefta David Slater og í tólfta Alice Hardisty. Nemendur skólans undir stjórn Ragnar H. Ragnar sungu nokkur lög. Snjólaug Sigurðsson lék á orgelið. Athöfnin var í heild sinni hin ánægjulegasta. • * • Spuming Hvað borgar Landsbankinn á fslandi háar rentur af peningum sem lagðir eru þar inn? H. J. SVAR: Vextir á Landsbankan- um hafa til skamms tíma verið 4%, á sparisjóði, nema um því styttri tíma sé ekki að ræða, sem peningarnir eru á bankanum. Wonderland THEATRE Fri. Sat. & Man. June 10, 11, 13 “HAPPY LANDING” Don AMECHE—Sonja HENIE “MISSING WITNESS” Dick Purceli—Jean Dale “SOS Coastguard”—Chapter 11 (Fri. night and Sat. Mat. only) Sat. Matlnee—YoYo CONTEST —Come and Win a Sweater— Mon.—Country Store Nlght, 20 Prlzea Tue. Wed. & Thu. June 14,15,16 Live, Love and Learn” ROBERT MONTGOMERY ROSALIND RUSSEL “MADAME X” Gladys George-Warren Willlam Paramount News Thursday—Country Store Nlght 20 Prlzes » » ARIÐANDI « « Gætið réttinda yðar, með því að afla yður allra upp- íýsinga um skaðabætur. — The Claimant’s Fire Insur- ance Guide er 123 bls., veit- ir allar upplýsingar aðlút- andi vátryggingar kröfum. Skýr og áreiðanleg. Verð 75c. — Sendið pöntun til “Hkr.” eða höf. John A. MacLennan 154 Sherbrook St., Wpeg. AMAZING VALUE -Greatest Advertising Offer Ever Made- A GUARANTEED SCIENTIFIC PUSH-UP Permanent WAVE 95 With Shampoo & Finger Wave Complete This Offer Is Made by the Scientific as an Advertislng Special. Never Before Such Values. Beautlful, Lastlng, Permanent Wavea. Phone 24 862 SCIENTIFIC BEAUTY CULTURE 612 Power Bldg., Portage Ave. & Vaughan St., Winnipeg % Winnipeg’s Largest, Most Reliable, Best Equipped Beauty Salon

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.