Heimskringla - 15.06.1938, Page 4

Heimskringla - 15.06.1938, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 15. JúNí 1938 BfflBBWBOIIUWiniBlllfBtliSIIHWmWtlllilWWIIIMWIBHHIUBIlWIIBISIBnBllHHBminiiniIIBIHg ffrimskringJUt J (StofnuS 1S89) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeo Talsimis 86 537 Ver5 blaSslns er $3.00 irgangurlnn borglst tyrtrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. jj QU ylðskifta bréf blaSlnu aðlútandl sendist: Jfenager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is publlshed and printed b; THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Jfa*. Telephone: 86 537 iimiiMiuiiiiiiiiiuiiiilllllllilllllllllllllllllllllllllllillllllilllllllllllllllllllllMllllllllllMlllllllllllllllllllllilUlillllB WINNIPEG, 15. JÚNÍ 1938 UM SASKATCHEWAN KOSNING ARN AR Dagblöð þessa bæjar voru undanfamar vikur áhyggjufull út af kosningunum í Saskatchewan. Öðru þeirra fórust þau spámannlegu orð um þær á sjálfan kosn- ingadaginn, að liberal stjórninni væri falls- von og fylkinu háski búinn, nema því að eins að yfirnáttúrlegir hlutir gerðust. Og nú bera kosningaúrslitin með sér að liberalar hafa unnið frægan sigur; krafta- verk hefir því gerst á þessu herrans ári 1938 í Saskatchewan-fylki. Af hverju háskinn stafaði í þessum kosningum, er ekki nefnt í blöðunum. En þau töluðu mikið um “Biblíu-Billa” nokk- um þar á ferðinni, sem öðru nafni heitir William Aberhart og er forsætisráðherra Alberta-fylkis. Hann kvað vera bænrækinn og trúaður vel. Út á það höfum vér ekki oft heyrt enskumælandi menn hér setja. Samt var þetta fundið Aberhart til for- áttu í blöðunum. Aberhart svaraði því kurteist en kánkvíst, eins og hans er vandi, og spurði hvort ekki væri nú nóg af mönn- um tekið, þó guð væri ekki einnig frá þeim tekinn. Því sáum vér aldrei svarað, en það kann vel að hafa skoðast sem ónær- gætni gagnvart liberal-stjórninni, að vera að biðja guð um regn og góðar og frjó- samar tíðir, þó vér sjáum ekki að háski mikill geti í því falist, jafnvel þó karlinn væri bænheyrður. En svo er nú svo margt sér til gamans gert í kosningum, að það er naumast sanngjarat, að taka því öllu há-alvarlega. Það hefði mátt ætla, að hinir erfiðu tímar, sem menn í Saskatchewan, sem annar staðar, hafa átt við að búa, hefðu að einhverju leyti snúið hugum kjósenda á móti stjórninni. Það er nú að vísu sagt, að stjórair séu harðærinu ekki valdandi. En má spyrja hvað er það annað en mann- félagsskipunin, sem veldur harðærinu ? Annað hvort hafa stjórnir eitthvað með það að gera, eða þær sitja ekki til mikils á stóli. Stjórnir geta ekki gengið fram hjá þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir um að veita straumunum í athafnalífi þjóð- félagsins: iðnaði, verzlun, farmleiðslu og fjármálum, í þá farvegi, að þjóðfélaginu verðvtil heilla og þroska. En þessa stjórn á athafnalífinu hefir skort hjá liberal- stjórninni í Saskatchewan, sem þar er búin að vera við völd í nærri 40 ár, eins og hjá öðrum stjórnum, sem köllun sína hafa hafa svikið. Hún hefir í stað þess látið ein- staka menn fara með þetta vald og færa sér í nyt, unz nú er komið sem komið er, að almenningur og stjórnar-nefna hans er ekkert orðið annað en þý fárra manna og verða að sitja og standa, eins og þeir segja þeim, meira að segja skipa stjórn- unum fyrir um alla lagasmíði þjóðfélags- ins. Alt þetta mun Satkatchewan-búum hafa verið Ijóst, sem öðrum, þó því væri ekki mótmælt með kosninga-úrslitunum og stjórninni hafi í raun og veru verið þakkað það auðmjúkt og undirgefnast með at- kvæðagreislunni. Þetta er skuggahliðin á kosninga-úrslitunum, að straumarnir halda áfram að renna eftir sama farvegi og áður og skola því afhroði sem þjóðfélagið geld- ur með athöfnum sínum upp á fjörur ein- stakra manna eftir sem áður, en almenn- ingur situr eftir með sárt enni og tóm- hentur. Allir hinir flokkarnir, sem sóttu, höfðu einhverjar breytingar að bjóða, fram yfir það sem liberal stjórnin hafði, og sem til nokkra umbóta horfðu í þessum efnum, sem athygli hefir hér verið dregin að, en þeim var öllum hafnað. Eini flokk- urinn, sem dálítið vann á af þeim, var C.C.F. flokkurinn. Er oss sagt, að íslend- ingar hafi mikið fylgt honum að málum. Sigur liberala mætti frá þessu sjónar- miði skoðast yfiraáttúrlegur, en auðvitað áttu blöðin ekki við það með ummælum sínum. Raunverulega má eflaust sigur þeirra þakka að einhverju leyti því, hve liberal- stjórn hefir lengi verið við völd í fylkinu. Að undanskildu einu kjörtímabili hefir þar verið liberal-stjóm frá 1906 til þessa dags. Allir stjóraarþjónar í fylkinu frá forsætis- ráðherra og niður að hundasmalanum (dog catcher), hafa verið liberalar. — Og þeir hafa átt böra og buru o. s. frv. Þarna hefir því til orðið liberalskur ætt- bálkur, sem er ekki svo lítill hluti kjós- enda og ófús er, þó á ýmsu syngi, að láta öðrum eftir þá mola, er falla af borði stjórnarinnar og erfðafé þeirra er. Auk þess hefir hópur annara manna verið upp á náð stjórnarinnar komin á þessum síð- ustu og verstu tímum og hún hefir alið önn fyrir eða fætt þá á sinu sem slegin var meðfram járabrautunum. Með alt þetta fyrir augum virðist oss ekkert ónáttúrlegt við sigur stjórnarinnar í kosningunum nýafstöðnu. íhaldsmenn hlutu alt að því helmingi færri atkvæði í þessum kosningum en árið 1934. Finnur blaðið Winnipeg Tri- bune ástæðu til að þakka fyrir það, með þeim rökum, að liberal-stjórninni hafi hlotnast þau. Auðvitað veit blaðið ekkert um þetta. Liberal-stjórnin hlaut einnig mikið færri atkvæði í þessum kosningum, en 1934. Hún hefir þá tapað æði miklu, sé þetta svo, sem blaðið segir. Hitt er miklu líklegra samt að flokkarnir, sem fleiri atkvæði höfðu nú en áður, hafi hlotið þessi íhaldsmanna atkvæði. Sú er og skoðun manna, sem vér höfum hitt að máli og að vestan hafa komið. Þó að þingmannatala stjórnarinnar sé í yfirfljótanlegum meirihluta, mun hún ekki hafa meira sér að bakhjarli en um 45% allra greiddra atkvæða. Minnir það sem fyr á nauðsynina á breytingu á kosn- ingalögunum. Kjördæmaskipunin sjálf hefir, að því er við má búast, heldur ekki verið færð úr lagi fyrir liberölum í þau 40 ár sem þeir hafa verið við völd í fylkim En þeim breytingum mun reynast erfitt að koma á, meðan svo stór hluti kjósenda má heita ættrif eins flokks, liberala. MEXIKó Mexikó var á blómatímum Spánarveldis einn hluti þess. Hefir margt verið líkt með löndum þessum síðan þó Mexikó hafi nú lengur verið lýðveldi. En sérstaklega vakti þetta þó eftirtekt fyrir rúmum tveim vfkum, því ekkert þótti þá sýnna, en að í Mexikó væri að draga til blóðugrar bylt- ingar eins og á Spáni. En byltingu hefir nú í svip að minsta kosti verið afstýrt. Hve lengi friður helzt, getur enginn gizkað á. Mexikó er allra veðra land í því efni. Að um heilt virðist aldrei geta gróið innbyrðis með þjóðinni, stafar af því, að stjórnirnar fá þar aldrei ráðið eins miklu og þær eiga sanngjarna heimtingu á, vegna ofríkis kaþólsku kirkjunnar fyrst og fremst og svo innlendra og útlendra iðnað- arhölda og stór jarðeignamanna, er ó- gjarnan hlýðnast skipunum stjórnanna, ekki sízt er um einhverjar umbætur á kjör- um verkamanna eða alþýðu er að ræða. Byltingin sem hófst fyrir þrem vikum, stafaði af því, að einn stórjarðeigandi í Potosi héraði svo nefndu, neitað að hlýðn- ast skipunum stjórnarinnar um að láta nokkuð af hendi af jörðum sínum til eigna-ábúðar öreiga sveitamönnum, sam- kvæmt lögum, er samin voru um þetta 1917. Stjórnin greiðir ekki mikið fyrir jarðirnar, en þó eitthvað, og lánar svo smábændunum fé til þess að kaupa með jarðrykjuáhöld, eins og nútíðar búnaður krefst. Lögum þessum hafði ekki að neinu verulegu leyti verið framfylgt af stjórn- endum landsins fyr en núverandi forseti Lazaro Cardenas réðst í það, en hann varð forseti í Mexikó 1934. Hann er framfara- maður mikill, stjórnvitringur svo að mikið er af því látið og hafði svarið þess heit, að hefja hinn snauða verkalýð bæjanna og sveitanna upp úr vesaldómi og fáfræði. En sá er átti jarðirnar í Potosi héraði, hét Saturnino Cedillo, hershöfðingi og var ráðgjafi í stjórn Cardenas, þar til fyrir einu ári. Og úr stjórninni fór hann vegna þessarar stefnu hennar í jarðamál- unum. Hafði hann um sig her all-fjöl- mennan eða um 10,000 manna. Á móti þessum her hans snerist 15,000 manna her frá stjórninni. Varð fundur þeirra við jámbraut eina milli Tampico og San Luis í Potosihéraði. Eftir að stjórnarherinn hafði sprengt upp járnbrautastöðina og fleiri staði, flýði her Cedillo og vörninni var lokið. Cedillo hvarf burtu, en til hans spurðist síðar samt í Mexikó. En með þessu lauk byltingunni. Til skýringar skal þess getið hér, að af rúmum 16 miljónum íbúa landsins alls, búa 10 miljónir úti í sveitum. Eru fæstir þessara manna sjálfseignabændur, heldur verkamenn hjá stórjarðaeigendunum og eiga við eymdar og vonleysislíf að búa. Um 75% allra jarða í landinu eru eign 1% af allri þjóðinni. Þörfin á að gera jarðirn- ar að eign fjöldans er því auðséð. Og það er það sem Cardenas er að reyna að gera. En hví óttuðust menn að með þessu uppþoti í Potosi-héraði, væri að fara af stað eins alvarleg bylting og á Spáni? Á því stendur þannig, að Cedillo hafði fylgi bæði útlendra auðfélaga og kaþólsku kirkjunnar, auk stórjarðeigenda landsins. Það er fullyrt, að Cedillo hafi borist vopn og fé frá öðrum löndum og meira að segja frá Þýzkalandi nú árlangt. Það virðist því alt bera með sér, að hann hafi átt að verða annar Franco. Og það má mikið vera, sé ennþá ugglaust um það, þó þessa stundina virðist alt með kyrrum kjörum í Mexikó. En það var ekki aðeins þessi landbúnað- arlöggjöf, sem Cedillo neitaði að fram- kvæma. Hann reis öndverður gegn menta- málalöggjöf landsins og framkvæmdi ekk- ert af henni heldur. Árið 1934 samþykti þingið að endurskipuleggja barnauppeld- ið á sósíalistiskum grundvelli um alt land- ið. Hafa síðan verið 10 þúsund barnaskól- ar stofnaðir, þar sem börunum er kent og þau uppalin eftir nýjustu uppeldisaðferð- um. Fasistarnir í Mexikó og hinar vopn- uðu sveitir, sem kaþólska kirkjan stendur á bak við, heyja hatrama baráttu á móti þessum barnaskólum. Og það hefir nokkr- um sinnum komið fyrir, að kennarar við þessa skóla, hafa verið myrtir. Með þessari stefnu í mentamálum, vak- ir alls ekki fyrir Cardenas, að ráðast á kaþólsku kirkjuna. Hann er ekki trúaður á þær þvingunarráðstafanir, sem sumir fyrirrennarar hans í forsetastólnum gripu til gagnvart kirkjunni. Hann trúir ekki á að þær beri tilætlaðan árangur í frelsis- baráttu alþýðunnar. En hann sér, að börnum í Mexikó má ekki synja þeirrar fræðslu, sem í skólum er veitt út um allan heim og vill að þau fullorðin standi borg- urum annara landa á sporði að þekkingu. En andúð kirkjunnar í þessu máli, færir Cedillo sér óspart í nyt á móti stjórninni. f sveitunum Potosi, Guanajuato, Michoa- can og víðar er sagt, að Cedillo geti kallað út 40,000 manna her, hvenær sem hann þarfnast þess, auk allrar erlendrar að- stoðar. Til þess að bæta kjör verkamanna í bæjunum, snýr Cardenas sér að iðnaði og utanríkisverzlun landsins. En þetta hvort- tveggja 'er mjög í höndum útlendinga, fyrst og fremst bandarískra og brezkra auðmanna. Og þessir herrar heimta en þann dag í dag að landinu sé stjórnað eftir þeirra höfði. En Cardenas er á öðru máli. Hann tekur þá heimild, er stjórnarskrá landsins frá 1917 veitir til þess að hag- nýta náttúruauðæfin. Á síðast liðnu ári voru og lög þessi aukin. Bezta dæmið af því hvernig hann fer þar að, er ef til vill viðureign hans við olíufélögin í Mexikó nýlega. Verkamenn sem hjá olíufélögunum unnu, gerðu fyrir löngu síðan kröfur um ýmsar kjarabætur, svo sem launahækkun, um 40 klukkustunda vinnuviku og tveggja vikna frí að sumrinu með fullum launum. En félögin þverneituðu að verða við þessu. Setti þá stjórnin nefnd eða gerðardóm í málið, er var með því, að kröfur þessar yrðu veittar að mestu eða öllu leyti. En félögin þverskölluðust við a8 fara eftir þeim úrskurði. Biðu nú verkamenn og stjórnin nokkra mánuði eftir fullnaðar- svari frá félögunum. Þegar sýnilegt var, að þau ætluðu ekki að skeyta neitt gerð- ardóminum, gerðu verkamenn verkfall. Og litlu síðar tóku þeir til bráðabirgða yfir- stjórn olíulindanna í sínar hendur. Þetta varð til þess að stjórnin notaði lögin um hagnýtingu náttúruauðæfa landsins til að taka olíuvirisluna í sínar hendur og gera að þjóðeign. Þetta eignanám á olíulindunum væri nú ekki sem álitlegast, ef ekkert væri fyrir það greitt. En stjórnin í Mexikó greiðir olíufélögunum um 80 miljón sterlingspund fyrir þær. Það mun ekki vera fult verð, en vantar þó líklegast lítið á það. Ætlar stjórnin sér að greiða 10 miljón sterlings- pund árlega af þessari upphæð. Olíufélögin voru 17 alls, en voru eign þriggja hringa: Shell, Standard Oil og Sinclair-hringanna. Hlutur Bandaríkja félaganna var metinn 200 miljón dollarar, en hinna brezku 250 miljón eða alls 450 miljón dollarar. Hafa olíu- félögin lagt þetta mál fyrir dóm- stólana í Mexikó, Bandaríkjun- um og á Englandi. Hver úrslit þess verða, er ókunnugt um. En bæði England og Bandaríkin hafa gert Mexikó ýmsan ógreiða á móti þessu, eins og það, að kaupa hvorki olíu né silfur það- an. Olíuna selur nú Mexikó Japönum sem Bretum og Banda- ríkjamönnum geðjast að vísu miður að, hvernig sem hún fær sér bætt markaðstapið á silfrinu. Stjórn Cardenas er ekki skip- uð yfirlýstum sósíalistum, þó hún sé jafnaðarmanna stjórn. Verklýðsfélögin um alt land, kváðu vera hennar sterkasti bak- hjarl og alþýðan. Þá sem stjórnin hefir handtekið sem uppreisnarmenn, hefir hún ekki leitt upp að vegg til að skjóta þá, eins og sumstaðar er gert eða víðast. Nei, hún fær þeim jarðir til ábúðar og biður þá að bæta ráð sitt og gerast nýta borgara í landinu. Hún lætur heldur engan sitja í fangahús- um fyrir pólitískar sakir. Auðslindir Mexikó eru miklar og margvíslegar. Þar véx allur hitabeltis gróður á láglendinu, en mestur tempraðabeltis gróður uppi í fjöllunum þar sem kald- ara er. Og náma auðurinn er þar fjölbreyttari, en í flestum öðrum löndum. Það væri ekki hætta á því að þjóðin gæti ekki lifað þar góðu lífi, ef ekki stæði svo á, að auðslindirnar væru eins og á Spáni, að mestu leyti í höndum fárra manna og kirkj- unnar. Cardenas er ef til vill að gera alvarlegri tilraun en nokkru sinni hefir áður verið gerð til þess að gera auðsuppspretturn- ar að eign allrar þjóðarinnar. Hvernig sem það tekst og hvort sem úr því verður önnur Spánar- bylting eða ekki, er það víst, að Cardenas mun eftir ítrasta megni gæta allrar sanngirni og bæta eignamönnunum tjón það er þeir verða fyrir að einhverju leyti, eins og hann hefir gert olíufélögunum. Og að það sé af því, að Roosevelt forseti álíti baráttu Cardenas sanngjarna, að nú voru ekki send bandarísk her- skip til Vera Cruz eins og Banda- ríkjastjóra hefir tvisvar áður gert til þess að halda uppi mál- stað olíufélaganna, er ekki ó- sennilegt. Cardenas getur úr einni átt enn átt von á andbyri. En það er frá þinginu, einkum efri-mál- stofunni. Þar eru nokkrir eigna- menn, sem ekki er um jöfnuðinn gefið. En hvað sem þingið sam- þykkir, sættir Cardenas sig við. Hann er ofmikill lýðræðissinni til þess að taka fram fyrir hend- ur þess. Sem stjórnmálamanni mun ekki fjarri, að honum svipi til Roosevelts forseta. ERINDI Flutt á samkomu á Lundar 3. júní 1938 af Mrs. S. E. Björnsson Herra forseti, háttvirtu samkomugestir: Það er mér sérstakt ánægju- efni að hafa tækifæri til þess að vera hér í kveld og'endurnýja gamlan kunningsskap. Mér mun seint úr minni líða sú milda góð- vild, gestrisni og höfðningsskap- ur sem mér hefir ávalt mætt hér á Lundar og Oak Point. Þessi bygð hefir verið talin, og er sjálfsagt ein af okkar allra íslenzkustu bygðum í Vestur- heimi, og verður maður þess fljótt var þegar hingað kemur. Þó bygðin sé í sjálfu sér falleg og frjálsleg, þá væri ekki eins ánægjulegt að koma hingað ef ekki væri íslenzka viðmótið, hlý- leikinn og gestrisnin sem mætir manni hér ávalt, og einmitt þetta hefir sett svip á þenna bæ og þetta bygðarlag sem festist betur í minni en landlags-mynd- ir þær sem menú dást mest að fyrir fegurð og yndisleik. Mað- ur hefir það ávalt á tilfinning- unni, að þetta íslenzka viðmót á sér eðlilegar og djúpar rætur í hjörtum fólksins. Það á ekki skilt við tískuna sem fólk yfir- leitt hefir svo miklar mætur á, heldur er það framkomið af bar- áttu þjóðarinnar gegn um aldir- nar og ekki sízt af baráttu Vest- ur-íslendinga síðan þeir byrjuðu nýtt líf í þessu landi. Eins og auglýst hefir verið er þessi samkoma haldin til arðs fyrir Sumarheimilið. Langar mig til í fáum orðum að skýra ykkur frá því starfi og þeim árangri sem orðið hefir af því. Eg býst við að mörg af ykkur sem hér eruð hafi fylgst með því sem skrifað hefir verið í ís- lenzku blöðin um heimilið en til frekari skýringar vil eg geta þess að þrátt fyrir ýmsa erfið- leika var Sumarheimilið reist í fyrra sumar og var byrjað að starfrækja það strax að smíðinu loknu. Að þetta tókst var fyrir sérstakan áhuga og dugnað nokkra manna og kvenna. Vil eg í því sambandi minnast þeirra séra og frú E. J. Melan og Mr. og Mrs. Sveins Thorvaldson í Riverton. Séra Eyjólfur Melan tók að sér formensku á verkinu endurgjaldslaust og var það vel og prýðilega af hendi leyst og er eg honum persónulega mjög þakklát. Þær Mrs. E. Melan og Mrs. S. Thorvaldson tóku að sér allan undirbúning og bústjórn fyrstu vikurnar sem heimilið starfaði. Var það mikið verk og verður aldrei þakkað eins og það á skiö.ð. Voru börnin öll mjög ánægð ineð allan aðbúnað og bústjórn. Mr. S. Thorvald- son var sjálfur sívakandi yfir heill heimilisins, og sannast það hér sem fyr að það mál sem hann styður á þar öflugan stuðnings- mann. Einnig eiga Mr. og Mrs. E. Eljólfsson og Miss Eyjólfsson mikið þakklæti skilið fyrir starf þeirra í þágu heimilisins. En eins og skiljanlegt er, þá hefir alt þetta mikinn kostnað í för með sér, og jafnvel þó tals- verð vinna og fé hafi verið gefið hefir kostnaður orðið svo mikill þetta ár að við höfum ekki fé til að greiða áfallin kostnað og því síður nokkuð fyrirliggjandi fyr- ir komandi ár. En bót í því máli er hú að mál þetta hefir alment góðar undirtektir og fjöldi fólks hefir sýnt vilja til að styðja það. Og eg lít svo á að fyrir vaxandi skilning fólks á þörf þessa fyr- irtækis verði því í framtíðinni engin hætta búin. En fólki þarf að vera það ljóst að þó að eignin tilheyri Sambandskirkjufélaginu og sé starfrækt af því, þá er ekki þar með sagt að engir aðrir geti notið hennar. Eg vildi sjá í framtíðinni að sem flest fátæk íslenzk börn geti haft þarna sumardvöl án endurgjalds, þeim til hvíldar og uppbyggingar. Eg vildi sjá. að íslendingar gætu komið sér saman um þetta atriði og gert það að einni allsherjar stofnun til velferðar okkar æsku- lýð hér. — Þá yrði málefninu borgið og þá næði það þeim til- gangi sem upphaflega vakti fyr- ir stofnendunum, en það var umfram alt að hlynna að fátæk- um íslenzkum börnum einkum frá Winnipeg, og sem ekki ann- ars hefðu tækifæri að njóta sum- arsins í hollu og hressandi lofti niður við vatnið í Skólafríinu. Ekkert annað vakti fyrir okk- ur, og ekkert annað má vera tak- mark þessa fyrirtækis. f því augnamiði var farið á stað, og í því augnamiði verður haldið á- fram að fullgera þessa stofnun, til þess að hún geti komið að sem beztum notum fyrir sem flesta og til hjálpar þeim sem mest þurfa þess með. Við sem tökum þetta málefni að okkur í byrjun erum vel ánægð með það sem þegar hefir verið gert. En nú er þetta aðeins ófullkomin byrjun og við viljum reyna að leggja alt kapp á að framhaldið verði fullkomnara og árangurinn meiri. Til þess að það geti orð- ið verður samúð manna að vera

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.