Heimskringla


Heimskringla - 15.06.1938, Qupperneq 7

Heimskringla - 15.06.1938, Qupperneq 7
WINNIPÉG, 15. JÚNÍ 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA í KAUPSTAÐ Frh. frá 6. bls. heldur lofuðu guð hástöfum en á tóninum var auðheyrt að þau voru fúl og gröm yfir naumum útlátum. Nú heyrðist lestin blása og Mill snaraðist út með bréfpoka, vissi að búðinni var óhætt fyrir smáþjófum meðan hjónin voru þar, prófessorarnir og kuklar- arnir. f sömu svipan bar að annað ferðafólk, Bigelow fór út og hjálpaði manninum um gas en Mrs. Bigelow afhenti aðalfrú og annari síðri og þrem kökkum súkkulaði og svaladrykki. Þetta vellynta og ekki þóttalausa fólk var að fara þegar Mill kom aftur með póstpokann, bréf og tímarit voru afhent, hjónin báru sín og prófessorarnir, hvort til sinna herbergja, en kuklarar fengu ekki neitt. Þeir höfðu aldrei fengið nein bréf, en þóttust ekki minna mega gera sinnar sæmdar vegna, en skálma að vindauganu og spyrjast fyrir um sendingar til sín. Sfi ungi fór þá út, keypti ekki neitt — alveg skildingalaus — og fékk ekki svo mikið sem spjald úr póstinum, innan skamms heyrðist hófadynur og kveðandi í háum og döprum tón, er hann reið sína leið. Dan Silversmith varð eftir. Andi hans var nú ekki eins ram- bundinn við tómötur og peaches eins og við kæliskápinn. Þegar ísað soda pop fór gutlandi niður þyrstar kverkar, þá var sérlega hressandi að heyra það. Pott- flaskan kostaði tíu cent og hann hafði dime. En ekkert lá á. ' Steinn gjögti í einu armbandi hans, hann vissi hvar smíðatólin voru, spurði stuttrar spurningar og var sagt að hjálpa sér sjálfur. Hann gekk aftur eftir búðinni og hvarf bak við Navaho tjöld þar sem rennibekkurinn stóð. í sama mund gætti Mill Hombres þess að kominn var tími til að bera salvið á ungviðið, hann hvarflaði út um dyrnar þær dyr sem vissu að kerruskála, gleymdi því sem sjaldan skeði, að loka framdyr- um búðarinnar, og síðan heyrð- ust í honum hrópin, er hann kall- aði á krakka sína. Kíghóstinn virtist ekki hafa haft aðrar verk- anir, en örva telpurnar til út- hlaupa og æfintýra, sem þeirra eðlisvani var. Allir litlu kropp- arnir sem smyrsla skyldi voru horfnir út í búskann. Dan Silversmith var einn í búðinni þar til inn komu hjónin sem hann hafði séð um morgun- inn, en hann lét ekki á sér bera. “Hvernig veiztu að það eru egta turkis-steinar?” spurði kon- an. “Sá nokkuð þeim líkt, bara smærri á safni í Santa Fe. — Trúðu mér, þeir eru egta.” j “En þeir eru ekki tvö hundruð dala virði, ekki líkt því.” 1 “Ekki veit eg það. En eg á þá. Eg fann þá og gróf upp. Þeir geta verið gamlir sem fjöll og bláir eru þeir enn, sem segir til hörkunnar og þess að það eru INNKOLLUNARMENN HEIMSKRIN6LU I CANADA: Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson Arnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................G. O. Einarsson Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville........................... Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury............................ H. O. Loptsson Brown..............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge_________________________H. A. Hinriksson Cypress River....................................Páll Anderson Dafoe................................... Ebor Station, Man...................K. J. Abrahamson Elfros................................. Elriksdale.............................ólafur Hallsson Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli................................... K. Kjernested Geysir................................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................G. J. Oleson Hayland...............................Slg. B. Helgason Hecla.............................. Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Hove............................................Andrés Skagfeld Húsavík............................... John Kernested Innisfail...........................Ófeigur Sigurðsson Kandahar................................ Keewatin.......................1.......Sigm. Björnsson Kristnes............................... Rósm. Ámason Langruth.............................................B. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville........................ ófeigur Sigurðsson Mozart................................. Oak Point......................................Andrés Skagfeld Oakview............................. Otto......................................Björn Hördal Piney.................................. S. S. Anderson Red Deer............................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík..................................Árni Pálsson Riverton............................Björn Hjörleifsson Selkirk............................Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock.................................Fred Snædal Stony Hill................................Björn Hördal Tantallon........................................Guðm. Ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víöir............................................-Aug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.....................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach....................................John Kernested Wynyard................................. I BANDARÍKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier...............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.................................F. G. Vatnsdal Minneota./.........................Miss C. V. Dalmann Mountain...........................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham.................................E. J. BreiðfJörO The Viking Press Limited Winnipeg, Manitoba i dýrir steinar af réttri tegund. Ef þeir væru dregnir á band, þá væri það fallegt sörvi.” “Skrítið er, að maurarnir skyldu rogast með einn upp í dagsljósið og þú svo grafa þar niður. Hvar skyldi ait fólkið vera ?” “Búðarhaldarinn er líklega farinn til matar og hefir gleymt að loka á meðan. Helló! Er nokkur hér?” Dan Silversmith gaf ekki hljóð af sér, þótti talið merki- legt og langaði til að skoða stein- ana, hafði vit á þeim manna bezt, vissi líka að steinar sem komu úr dysum voru furðu dýr- ir, einkum þeir stóru. Svo sagði konan: “Legðu þá hérna á glerið, svo þegar kaup- maður kemur inn og lítur þá, getum við séð á honum, hvort honum þykir mikið til þeirra koma eða lítið. Hvað eru þeir margir ?” “Fjörutíu og níu.” Nú var að heyra lítið glamur, er steinarnir komu við glerið. Dan gægðist út milli tjalda, sá það sem hann vildi og var á- nægður. Hann hefði feginn gef- ið tvö hundruð dali fyrir stein- ana, en átti ekki nema dime. Hann hugsaði eftir hvað Mill Hombres myndi gera og Bigelow, sú kona var ör og óprúttin til kaupa. Hjónin tóku nú aftur tal með sér, hún vildi vita hvers vegna hann vildi hafa tvö hundruð dali fyrir steinana og alls ekki minna. Hann sagðist hafa sínar á- stæður, sagði börnunum að fara út og setjast í bílinn, þau skyldu fá gott að borða bráðum og gott að drekka líka. En er börnin voru farin, lét konan í ljósi það sem henni bjó í brjósti, hún hafði verið á spítala til uppskurðar og fanst framkoma hans óviðfeld- in, haun væri breyttur, líkt og hann væri síður en feginn að sjá hana aftur og flytja heim. Hvað kæmi til? “Þú gazt ekki komist hjá upp- skurðinum, Millie.” “Veit eg það, Larry.” “Nú ertu komin til og getur farið að vinna ef með þarf.” “Þú svarar út í hött.” “Uppskurðurinn* og spítala kostnaðurinn var dýr.” “Já, ekki er að spyrja að því.” “Jæja, eg varð að taka pening- ana með bessaleyfi, og á fimtu- daginn kemur eftirlitsmaðurinn. Ef eg er þá ekki búinn að skila þeim á sinn stað, þá kemst það upp.” “Larry!” “Eg stal þeim.” “Handa mér?” Hún varð glöð við og sviphýr. “Handa hverjum skyldi eg stela nema þér og börnunum?” “Larry!” Hún greip um hann og hann tók hana í fangið, skifti um svip, allur kvíði horfinn úr svip hans, sagði í lágum róm og þýðum að hann hefði verið milli vonar og ótta að hún hefði það af og nú þegar hann héldi henni svona mintist hann þess sem hann hefi lesið í bók: “Hang þú þarna eins og ávöxtur, sála mín, þangað til tréð deyr.” Dan Silversmith var horfinn sömu leið og Mill Hombres, hljóð- laust á sínum heimagerðu skóm, gáðu þó ekki að Mill, heldur stikaði þangað sem Bigelow bjó, barði ekki heldur gekk keikur inn í stofu, stansaði á miðju gólfi og virti fyrir sér bókaskápa og veggmyndir. Þegar honum þótti þeim siðum fullnægt, sem áttu við þetta hátíðlega tækifæri, þá tók hann sig allan til, talaði ensk orð gegn sinni eðlisávísun og segir: “You come store.” Þau mintust þess seinna, þegar þau sögðu frá hvernig þeirra trausta vinátta hófst við Dan Silversmith, að þau fóru með honum eins og hlýðin börn, gátu þess líka, að þau hafi ekki séð hvað annað þau gátu gert. Þegar kom í búðina, benti Dan Silversmith orðalaust á steinana og Mrs. Bigelow varð svo hissa og hrifin að hún hljóðaði lítið eitt við. Bigelow vissi hvað á stóð. Konan hans vildi eignast þessar steintölur. Gott og vel, þá var að gera gangskör að því. “Þínir?” spurði hann. “Já” sagði maðurinn sem nefndist Larry. “Til sölu ?” “Já”. “Hvað mikið?” “Get ekki tekið minna en tvö hundruð dali.” 1 “Tvö hundruð dalir er vænn skildingur.” “Já vitanlega, en þetta eru líka vænir steinar,” sagði Mrs. Bige- low. Dan Silversmith hafði horfið aftur að smíðabekknum, og það- an heyrðist nú alt í einu enskt orð eins og goðasvar. Það orð var: “cheap.” Dan Silversmith eyddi því sem eftir var dagsins í búðinni, hann hafði skilið nærri því alt sem sagt var og haft bezta tíma. Ekki sótti hann Bigelow hjónin af því hann vildi bjarga þessum Larry frá tugthúsi, hann var heldur á því, að honum félli kvenmaður- inn Millie vel í geð en ekki of vel samt. Fyrir eiginmann konu eins og Millie, var fangelsið lík- lega fullgott og meir en það, ef ekki gálginn. Nei, hann vildi að Mrs. Bigelow eignaðist steinana ef hún vildi þá. Og nú átti hún þá og þar með búið. Þegar átti að fara að loka, skrefaði Dan Silversmith að ís- skápnum og beið þess að Mill Hombres liti upp. Meðan hann beið, hugsaði hann eftir og undr- aðist hvað sá hefði meint sem gegndi nafninu Larry, þegsar hann nefndi ávexti hangandi á tré þar til tréð væri dautt. Hann sjálfur trúði á það að éta ávexti undir eins og hvenær sem þeir voru fullþroskaðir, sérstaklega ef þeir tilheyrðu öðrum kyn- kvíslum Indíána. Hvað átti það að þýða, að bíða þangað til tréð dæi? Þegar Mill Hombres leit á hann þá grýtti hann tíu centa skildingnum á ísskápinn, eins og ríkismaður og höfðingi og enn einu sinni hrutu honum ensk orð af vörum: “Soda Pop” sagð’ann. - HAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungn&sjúlc- dóma. Er aS flrml 6 skriíatofu kl. 10—12 f. h. o* 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Aye. Talsimi: 33 lSt Omci Phorx 87 208 Rxs. Phohx 72 400 Dr. L. A. Sigurdson 100 MKDICAL ART8 BUILDINO Omcx Houxs: 12 - 1 4 rx. - l r .H. AHB BT APPOXHTHXHT Dr. S. J. Johannesion 218 Sherburn Street Talsiml SO 877 VlOtalstimi kl. S—6 e. h. ÞRÍR DRAUMAR í síðustu viku janúar 1938, dreymdi mig að eg var inni í stóru herbergi, þar var fleira fólk, karlmenn og konur, stóðu allir og horfðu til dyra, sýndist það ætti von á einhverjum. Svo kom maður inn og segir að reikistjarna sem hafi brotn- að fyrir 20 árum, sé á leiðinni til jarðarinnar, fari 20 mílur á mín- útu, og það sveimi mannverur í loftinu í kringum þá sem úti eru, sé haldið að þetta séu sVipir framliðinna vina, er séu að reyna forða jörðinni undan, svo þessi stjörnubrot hitti hana ekki. Einhver spurði hvar það mundi koma á jörðina, sagði hann það yrði um miðjarðarlínu, og á 100 mílna svæði suður, og 100 mílur norur frá því er það kæmi á jörðina brynni jörðin. Washington-ríkið yrði utan við það. En af hita og eiturgasi eyðilegðist alt líf, og alt til norð- ur og suður pólanna eyðilegðist. Eg fór út að sjá þessar mann- verur, og sá þær sveima fram og til baka, sýndist þær vera í fötum líkast þeim er fólk brúk- aði fyrir 50 til 60 árum á fs- landi, sá eg að sumar voru í kvenbúning, væru því konur. Svo lít eg til norðvestur, sé eg þá breiða dökka línu, sýndist mér líkast því er stórfljót eru í vexti kom hún skáhalt til jarðar en var langt í burtu, sýndist mér straumhörð. Svo heyrði eg talað um að önnur ísöld kæmi eftir þetta. — Vaknaði. 26. marz, 1938, dreymdi mig að inni í húsi er eg staddur. Þá kemur einhver og segir: Nýjustu fréttir eru að árið 1942 rekst J. J. Swanson & Co. Ltd. RtÁLTORS Rtntal, Inturanc« and rinancial ifixtx Slml: 04 221 606 PARI8 BLDO.—WlnnlpeR Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenalustofa: 701 Vlctor 8t. Síml 89 535 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annaat allskonar flutnlnga fram og aftur um bœinn. G. S. THORVALDSON B.A.. LL.B. LögfrœOingur 702 Coníederation Llfe Bldg. Talsíml 07 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFANSSON ÍSLENZKIR LÖQFRÆÐINQAR 6 öðru gólíl 325 Uain Street Talsimi: 97 621 Hafa einnlg skrlfstofur aS Ijdxidar og Glmll oa eru þar að bltta, íyrsta miðvlkuda* i hverjum mónuðl. M. HJALTASON, M.D. ALMINNAR LÆKNINQAR Strgrein: Taugasfúkdómar Laetur ÚU meðöl 1 viðlögum VlStalatimar kl. 2_4 a k 7—8 a8 kveldlnu Sfml 80 867 866 vlctor >t A. S. BARDAL aelur likklatur og annaat um útíar- Jr. AUur útbúnaður sá Þnatl. — Knnfremur selur hann .n.v___ nilnniavarða og legateina. 643 SHERBROOKB 8T. Phone: 66 607 WINNIPBQ thl watch shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings for Bulova Watches Marriage Llcenses Issued 699 Sargent Ave. MARGARET DALMAN TEACHER or PIANO 664 BANNINO ST. Fhone: 26 420 stjarna á jörðina. Og svo er sagt. — Hún er komin. Alt skelfur. Þetta er voðalegt! Og nú kemur annar jarðskjálfti, hús hrundu, og fólk ferst. — Skyldi sá þriðji koma. Ó, þar kemur hann! Drottinn minn sú eyði- legging. Það er sagt að öll jörð- in sé úr lagi. Panama-skurður- inn er eyðilagður, alt það mikla verk. Nú geta öll skip farið þar án þess að borga, eða biðja um leyfi. Japan sokkið í sjó, þeir herja ekki lengur. Þýzkaland alt úr lagi, ríkisfjarhirzlan eyðilögð, og það sem var í henni tóku þjófar. Frakkland eyðilagt, álitið að fjárhirzla ríkisins' hafi sokkið, hún finst ekki. Páfahöllin í Róm hrundi. — Páfinn /aðeins slapp ómeiddur. Mussolini hvarf. Danmörk er nú norður í íshafi, þar er voða kalt nú. ísland hækkaði um 6,000 fet. England varð fyrir minstum skaða, sýnist það standa á traustum grunni. Engin veit um f járhirzlu U. S. Er órannsakað hvort hún er ó- skemd, eða sokkin. Þessi jörð er sterk að þola þetta, en er öll úr lagi gengin. Vaknaði. Þriðji draumur (í apríl 1938): Eg kom út og leit til veðurs, sá þokubakka er var svo þykk- ur að slíkan hafði ei fyr séð, var sem hlaðin veggur, lá frá norðri til suðurs. Svo sé eg að mannshöfuð er að koma út úr þessum þokubakka, datt nú í hug hvort þetta væri nú Kristur, og nú væri alt búið, “dómsdagur kominn”. Svo sé eg að þetta er með húfu líkt og franskir hermenn brúka, (yfir- menn). Það kom aðeins höfuð og hálsinn niður að herðum. sá eg að þetta mundi Japaníti vera, hann var á grúfu, sem maður á Rovatzos Floral Shop 206 Notre Darae Ave. Phone84B54 Freah Cut Flowers Dally Pl&nts ln Seaaon We specialize in Weddiny & Concert Bouqueta & Funer&l Deslgna lcelandlc spoken sundi, leit til beggja hliða, virt- ist vera hræddur við að fara lengra. Nú lít eg til vinstri handar, sé eg að þar kemur mannsmynd í ljós í fullri stærð, og var stór og ljótur, áleit eg þetta vera Satan sjálfan, svo lítur hann til hliðar svo eg sá andlitið, þóttist eg vera viss um að þetta væri Kínverji. Hann var brosleitur, lá á grúfu eins og hinn, var í síðum stakk, berhöfðaður, allur ílla til fara, hann var kominn lengra inn í landið og þar var þokulaust og bjart veður. Hvorugur hreyfði sig. Eg horfði á þetta um stund hélt Japinn kæmi út úr þokunni, en það varð ekki. Vaknaði. Eg vil biðja eldri fslendinga, sem komið hafa fullorðnir að heiman, og álíta að draumar hafi einhverja þýðingu, hvað þeir halda um þessa drauma. — Þeir eru stuttir, maður sá er dreymdi er ólýgin, segir sig hafi oft dreymt bert fyrir stórvið- burðum. Hann sagði eg mætti senda þá til Kringlu ef ritstjór- inn vildi gefa þeim rúm í blað- inu, og svo svari frá spökum spámanni um hvað þeir álíti þeir meini. Með virðing, S. J. Johnson fþróttafél. Reykjavíkur hefir nýlega keypt jörðina Kolviðarhól á 45 þús. kr. Ætlar það að stofna þar íþróttaheimili. Skilyrði til vetrarþrótta eru þar mjög góð.—ísl. 13. maí.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.