Heimskringla - 29.06.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.06.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® LII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 29. JÚNÍ 1938 NÚMER 39. ISLENDINGAR AUSTAN HAFS OG VESTAN Það er undarlegt að í meir en mannsaldur hefir stór hluti ís- lenzku þjóðarinnar lifað í fjar- lægri heimsálfu, haldið við þjóð- erni sfnu, unnað íslandi með djúpri og fölskvalausri einlægni, og margoft stutt frændur sína í gamla landinu við þýðingarmikil átök. íslendingunum vestan hafs hefir verið fremur lítill gaumur gefinn. Fjarlægðin var mikil, og erfiðleikarnir miklir fyrir landana vestan hafs að koma heim. Ef til vill hefir þetta verið orsök þess, að í hugum margra manna var Altantshafið óbrúandi áll. Landarnir, sem voru komnir vestur yfir, voru samkvæmt þeim hugsunarhætti gersamlega horfnir og höfðu enga þýðingu fyrir fólkið, sem eftir var á íslandi. En á þessu er að verða breyt- ing og hún er að þakka mönnum báðum megin hafsins. Vestan megin hefir starfið þó verið meira. Miklu fleiri menn hafa komið í heimsóknir að vestan, heldur én farið hafa frá íslandi vestur. Og þó hafa flestir þeirra manna, sem gist hafa landa vest- an hafs verið mikilvægur þáttur í baráttu þeirra fyrir þjóðern- inu. En nú eru að verða tímamót í þessu efni. í vetur, sem leið, skrifaði stjórn hinnar ungu æskulýðshreyfingar, — Vöku- manna, til Alþingis, og báðu um fastan styrk alt að 4000 kr. ár- lega til að haldið yrði uppi gagn- kvæmum heimsóknum yfir haf- ið. Það má telja svar við þessari ósk, að á síðara þinginu var veitt ákveðin fjárhæð, er stjórnin ræður yfir, í þessu skyni. — Skömmu áður hafði mentamála- ráð veitt Guttormi Guttorms- syni 1000 kr. skáldalaun, sem þó voru liður í viðleitninni að fá hann heim nú í sumar, enda er fjárhæð sú, sem Alþingi veitti, einskonar áframhald af gerðum mentamálaráðs. Ef til vill hafa menn ekki veitt því eftirtekt, að það er viðburð- ur í lífi fslendinga þegar skáld vestanhafs er settur á bekk með skáldunum hér heima. Með þessu litla atviki, er Atlantshafið brú- að í þessu efni. Hér eftir vona eg að öllum finnist eðlilegt að skáld og rithöfundar vestan hafs hafi full borgararéttindi í andans heimi á íslandi. Eg vil nefna þrjú atvik af ó- tal mörgum, þegar fslendingar vestan hafs hafa lyft þungum byrgðum til gagns og gleði fyrir okkur, sem heima búum á fs- landi. Nefni eg þá fyrst stuðn- ing þeirra við stofnun Eimskipa- félags fslands. f öðru lagi Leifs myndina, sem Bandaríkin gáfu sem fullnaðarkvittun um að þau viðurkendu Ameríkufund íslend- inga. Og í þriðja lagi vil eg nefna Amerísku sýninguna, þar sem stuðningur landa vestan hafs er nú þegar orðinn ómetanlegur og niun þar þó meira eftir fylgja. Mér skilst að báðum megin bafsins sé nú einlægur áhugi fyrir því að auka gagnkvæmt samstarf fslendinga báðum meg- m Atlantshafs og að þetta sam- starf geti orðið miklu fjölþætt- ara en það hefir nokkurntíma verið. Það er einn liður í þessari starfsemi, að svo hefir talast til, að eg fari í kynnisför til landa vestur um haf í sumar og reyni að vera kominn á þjóðminning- ardag þeirra í byrjun ágústmán- aðar. Síðan mun eg næstu vik- urnar þar á eftir, ef epgin for- föll hindra, heimsækja eins margar bygðir fslendinga eins og eg get komist yfir. Eg vil fara þessa för í því skyni að reyna að fá sem gleggsta hug- mynd um samstarfsmöguleikana yfir hafið, hvað við getum sótt vestur og hvað þeir geta sótt hingað heim. Mér finst senni- legt, að eftir slíka för sé tölu- vert auðveldara fyrir þá, sem standa í landsmálastörfum hér á landi, að styðja á heppilegan hátt hina gagnkvæmu sam- starfsviðleitni fslendinga austan hafs og vestan. Eitt atriði álít eg nauðsynlegt í þessu efni, og það er að gæta hlutleysis um innri málefni þeirra, sem heim eru sóttir. Það er eðlilegt, að landar vestan hafs hafi mismunandi skoðun á stjórnmálum, trúmálum, bar- , áttumálum stéttanna o. s. frv. En þessi skoðanamunur land- anna vestan hafs má ekki ná til þeirra, sem héðan koma. Þeir hafa einungis eitt mál að styðja, og það er þjóðerniskendin. Menn fara vestur um haf í heimsóknir og kynningarferðir til að hitta íslendinga, til að styðja íslend- inga og þiggja stuðning þeirra, en ekki til að taka þátt í nokkr- um innbyrðis átökum þeirra, sem sóttir eru heim. Það leiðir af sjálfu sér, að landar að vestar munu framvegis eins og hingað til gæta sömu varasemi hér á fslandi, eins og þeir jafnan hafa gert. Á þeim vandasömu tímum, sem nú standa yfir, finna allar þjóðir aukna þörf til að standa saman, til að safna öllum, sem eru af sama bergi brotnir til j sameiginlegra átaka. Sú sterka l viðleitni, sem kemur fram af hálfu íslendinga austan hafs og 'vestan til að rétta bróðurhönd yfir hafið og þiggja og veita hlýtt handtak, er ein ánægjuleg- asta sönnunin um lífsgildi hins íslenzka kynþáttar. Jónas Jónsson —N. Dbl. stunda sem ekki gleymast fljótt og skilja eftir fagrar endur- minningar. KVEÐJUSAMSÆTI GUTTORMUR J. GUTTORMSSON Föstudaginn þ. 24. þ. .m komu saman nokkrir vinir þeirra hjóna, Jensínu og Guttorms J. Guttormssonar skálds, til þess að kveðja hann, sem er nú á förum til ættjarðarinnar, sam- kvæmt heimboði frá stjórn ís- lands. Samsætinu stýrði séra E. J. Melan og mælti hann í byrjun nokkur vel völd orð til heið- ursgestsins. — Að því loknu var sungið “Hvað er svo glatt” og lék frú Þórdís Thompson á hljóðfærið. Fóru þá fram ræður j og kvæði sem birt verður hér- með. Lýsa ræðurnar betur þessu samsæti en hægt er að gera me öðru móti. Þeir sem fluttu á- vörp til heiðursgestsins voru sem hér segir: Tímóteus Böðvarsson flutti ávarp til skáldsins. Frú Marja Björnsson talaði til frú Jensínu og færði henni blóm- Jvönd, sem vináttu og virðingar- vott þátttakenda. Voru þá söngv- ar sungnir og fleiri ræður flutt- 1 ar. Þeir sem til máls tóku voru B. H. Jakobsson, Gísli Einarsson log Einar Benjamínsson og af- henti sá síðasttaldi Guttormi ferðatösku að gjöf frá vinum hans í norðurbygð Nýja-íslands. Var þá samsætinu slitið með skemtilegu ávarpi frá heiðurs- gestinum, og að því loknu voru frambornar veitingar og öllum ikom saman um að kveldið hefði verið yndislegt og ein þeirra Kveðja Gerast nú merkir Megindómar. Skerast þeir á skíði Skírletraðir. Yggjungar fslands Og íturmenni Heiðra þig Guttormur Með heimboði! Löngum mér leist Þú litum færir Um óbygðir andans Og öræfi. Veðureygur fórst: Ei vásköpuður. Öðli þíns æðis Var andríki. Hlustaði þjóðin Þunnu hljóði. Var það hennar eigin Æðasláttur? Bárust gegn brotsjó Og brimsins raust ómar söngvarans Á Sandy Bar! Hlustar sál þjóðar Þunnu hljóði Sér hún lostfagra Liti jarðar. Stór vötn Og stórir sandar Er hennar andi Og eðlisfar. Veit eg í listræni Ljóða þinna Voru fslandi Afráð goldin. Kvaðstu líknstafi Líknargaldur Heiðvanur Heimsborgari. Far nú með ríki Yfir Ráharslóð Hitt þú í lið Heimaþjóðar. Sit þú að öldrum Aufúsugestur Á þinnar móður Manþingi. Hverfi þér og önn Við örkost hvera Né vætur þér verði Til vonbrigða Gegn brökun hverri Bilskirnir Heimsku galt háði Hnæfiligu. Heilsi þér ísland Með algleymi Bláinn og Brimir Þér braut vísi Afhvarf þú ei hafir Né ögurstund Hverf þú aftur heim Til Heimisgarða. S. E. Björnson FRÉTTAMOLAR í gær, 28. júní, voru 100 ár frá því að Victoria Englands- drotning var krýnd. Einhver sem grein skrifar í blaðið Winnipeg Tribune í tilefni af þessu, bendir á það, að stjórn Manitoba hafi iekki minst að neinu krýningar- innar 28. júní 1838, þó mikið ^væri þá um dýrð á Englandi, vegna þess að samgöngur hafi jverið slíkar, að fréttin af krýn- j-ingunni hafi ekki borist hingað , fyr en um haustið. Um 5000 I manns var þá í Manitoba og lög- .gjafarstjórnin, sem þeir höfðu, var vanalegast nefnd Assiniboia- ráðið. Þingið kom saman tveim vikum áður en krýningin fór fram, en engirt hafði hugmynd um hana. * * • Sagt er að hópur íhaldsmanna hafi tekið sig saman um það, að reyna að fá Rt. Hon. R. B. Ben- nett til þess að verða áfram for- ingi íhaldssflokksins. Fundur- inn sem haldinn verður til þess að kjósa leiðtoga, fer fram n. k. þriðjudag. 9|C ♦ * Bracken-stjórnin hefir skipað 3 menn til þess að rannsaka fjár- hag Winnipeg-borgar. Einn mannanna er J. T. Thorson þ.m. * * * Hnefaleikurinn s. 1. miðviku- dag milli Joe Louis og Max Schmeling fór þannig að Schmel- ing lá sem rotaður væri eftir rúmlega tveggja mínútna sennu. Hnefaleikurinn fór fram í New York stadium. * * * Flugbátar Francos á Spáni köstuðu sprengjum s. 1. mánu- dag á tvö brezk skip. Kviknaði í skipunum; dó einn maður á öðru, en 3 á hinu. Skipin voru inn á höfnum. Þetta skeði tveim dögum eftir að Mussolini hafði skipað Franco, að láta brezk skip í friði og Franco hafði lofað Bretum að fara gætilega. * * * Fregnritar í London hafa kom- ist að því, að Dr. Sigmund Freud vísindamanninum heimsfræga og sem nú er tvö ár yfir áttætt, hafi ekki verið leyft að yfirgefa Austurríki og flytja til Englands fyr en nazistum hafi verið goldn- ir $50,000. í nokkurskonar lausn- argjald. En féð greiddi grísk prinsessa, er hrifin er af vísinda- starfi Freuds. GÓÐUR GESTUR Flestir Vestur - fslendingar munu fagna komu Jónasar frá Hriflu. — Verðskuldar stjórn Þjóðræknisfélagsins miklar þakkir fyrir heimboðið. Er það mjög til viðhalds vináttu og góðra kynna meðal Vínlandsbúa og þjóðbræðranna heima, að mætir menn heimsæki okkur að heiman og þeir af okkur er efni hafa til langferða heilsi upp á ættlandið. Með óblandaðri ánægju höfum við hlustað á mál þeirra Austur- fslendinga er fyrirlestra hafa flutt í bygðum vorum. ógleym- anlegir verða þeir okkur, séra Kjartan, Dr. Guðmundur Finn- bogason og Prófessor Nordal, en enginn þessara ágætismanna hafa þó tekið jafn virkan og fjölbreyttan þátt í framsókn Fróns-búa sem Jónas Jónsson. Eg kyntist Jónasi fyrst á Gagnfræðaskólanum á Akureyri skömmu eftir aldamótin. Hann var framúrskarandi námsmaður og kepti við þær Elinborgu frá Miklabæ og önnu, er giftist síðar séra Guðbrandi í Viðvík, um efsta sætið í bekknum. Margir skarpgáfaðir unglingar voru þá í skóla, en enginn þurfti að ætla sér að komast upp fyrir þessa þremenninga. Hann tók mikinn þátt í öllum þörfum félagsskap en gaf sig lítt við bæjarglaumn- um. Skólavera Jónasar á Akureyri, var fyrsta sporið á langri og glæsilegri mentabraut. Hann bjó sig vel undir lífsstarfið enda fékk hann miklu áorkað. Hann er mentamaður er mikið hefir fengist við skólamál. Hann hefir verið forseti Samvinnuskól- Gift í Sambandskirkju ÓLAFUR PÉTURSSON MAUD E. WILSON Laugardaginn 25. júní, voru gefin saman í Sambands- kirkjunni í Winnipeg Ólafur Pétursson, M.Sc., og Maud Eliza- beth Wilson, bæði til heimilis í Winnipeg. Brúðguminn er sonur dr. Rögnvalds Péturssonar og konu hans Hólmfríðar Jónasdóttur að 45 Home St., Winnipeg, en brúðurin er dóttir Mrs. Annie Elizabeth Wilson að 180 Home St., Winnipeg og manns hénnar, A. R. Wilson, er dó fyrir nokkrum árum. Við giftinguna var fjölment, bæði af íslendingum og hér- lendum mönnum, enda eru ungu hjónin vinsæl og eiga fjölda kunningja og skólasystkina, sem alt skólafólk nú á tímum. Kirkjan var fagurlega blómum prýdd fyrir þetta sérstaka tækifæri. Dr. Rögnvaldur Pétursson gifti. , ólafur Pétursson er útskrifaður af Manitoba-háskóla og tók meistarapróf í efnafræði árið 1936. Hefir hann um skeið unnið að efnafræðisrannsóknum við Sewage Disposal Plant bæjarins og tekur nú um mánaðarmótin við umsjónarmanns- starfi á því verki; hann hefir þyí góða stöðu. Á eftir giftingunni safnaðist fjöldi manns saman á heimili foreldra brúðgumans til að árna brúðhjónunum heilla. Voru viðtökur þar hinar ágætustu og rausnarlegustu, sem ávalt á því heimili. Á meðal gestanna þar voru John Queen borgarstjóri og dætur hans. Mælti Mr. Queen fyrir minni brúðurinnar en brúðguminn þakkaði með vel orðaðri ræðu. Var skemt sér með viðræðum og söng alt kvöldið. Heimskringla árnar ungu hjónunum heilla. ans í Reykjavík í fjöldamörg ár. Hann hefir átt mestan þátt í aí' koma unglingaskólum sveitanna á fót. Skólar þessir eru mif stöðvar sveitarmenningarinnar á Fróni og þessvegna hinir þörf- ustu. Sú nýung var upptekin í skólunum á Laugum og Laugar- vatni að hita byggingarnar með laugarvatni og þaðan útbreidd- ist sá siður um sveitir landsins. Það eiga Norðlendingar Jónasi að mestu að þakka að skólinn á Akureyri var gerður að almenn- um mentaskóla með fullum rétti til að útskrifa stúdenta eins og hinn endurskírði og endurfæddi latínuskóli Reykjavíkur. I Með þessum skóla hafa hinir metnað- argjörnu Norðlendingar eignast sitt eigið mentasetur eins og á dögum Hólabiskupanna. Auk alls þessa hefir Jónas skrifað kenslubækur fyrir mið- skóla svo að nú þarf ekki að tyggja alt upp á dönsku eins og áður. Fyrir atbeina Jónasar stofnar hið íslenzka ríki Mennnigarsjóð svo rithöfundum reynist fremur kleift að koma verkum sínum á framfæri, mun það draga tals- vert úr útþrá íslenzkra menta- manna og viðhalda góðum bók- mentum í landinu. Á stjórnmálasviðinu hefir hann samt verið stórvirkastur. Hann sat sem dómsmálaráðherra í náðuneyti Tryggva Þórhalls- sonar og var að honum látnum kjörinn formaður framsóknar- flokksins. Sem dómsmálaráðherra gekk hann allríkt eftir því að embætt- ismenn ræktu skyldur sínar svo einstöku þeirra ultu úr sætum. Þetta aflaði honum óvinsælda í vissum stöðum. Vanvirða ein- staklingsins fellur á stéttina og meðal embættismanna og efnaðri borgara ríkir ákveðin stéttar samúð. Mig minnir að Lincoln lýsti þeirra hugarfari á þessa leið. “Úlfarnir skoða það einka- rétt sinn að éta hjörðina og ilsk- ast við sauðamannin af því hann meini þeim að njóta réttar síns.” Vestur-fslendingum, sem heim fóru hátíðarárið, er minnisstæð röksemd Jónasar ráðherra til viðhalds reglu og bindindis við tækifærið, landinu til verðugs sóma. Mörgum þeirra fanst Frh. á 8. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.