Heimskringla - 29.06.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.06.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 29. JÚNí 1938 HEIMSKRINGLA 3. SfÐA af því verði samt ekki í þetta sinn. Skjátlist mér í því efni mun sannast að eitthvað annað verður látið fylgja til þess að eyðileggja áhrif hennar að mestu. Við skulum sjá hvað skeður. P. B. GESTALEIKIR REUMERTSHJÓNANNA Eftir Jónas Jónsson (Reumertshjónin hafa um skeið verið að sýna leiki á fs- landi. Hafa eftir blaðafréttum að dæma, sjaldan kærkomnari gestir heimsótt ísland. Hér á eftir fer grein eftir Jónas Jóns- son alþingismann, um komu hjónanna og þýðingu leikstarfs þeirra heima, meðan þau stóðu þar við.) f fyrrakvöld var fyrsta sýning á síðara leikritinu, sem Reu- mertshjónin sýna hér með Leik- félaginu. Fyrra leikritið er dap- urlegt, skylt sumum verkum Ib- sens og Jóhanns Sigurjónssonar í hinni hlífðarlausu norrænu al- vöru. Síðara leikritið er franskt. Höfundurinn gerði það á einni viku og hefir grætt á því 6 eða 7 miljónir króna. Svo mikil hefir sigurför þess verið út um allan heim. Þessi tvö leikrit eru vel fallin til að sýna listamensku Reu- mertshjónanna. Hinn mikli danski sorgarleik- ur er talinn með allra erfiðustu hlutverkum, sem nú eru sýnd á Norðurlöndum. Franski leikur- inn um líf rússn'eskra útlaga í Róm, eftir byltinguna, er með gleðiblæ á yfirborðinu og mikl- um léttleik í byggingunni. En undir niðri býr djúp alvara. En vonum og sárum tilfinningum er þar lýst á þann hátt, að léttleiki hins suðræna forms hefir að öll- um jafnaði yfirhöndina. Það var virðulegt en erfitt verk fyrir Leikfélag Reykjavík- ur, að taka á móti þessum góðu gestum. Þau starfa erlendis undir beztu skilyrðum, sem leik- list á við að búa. Þau starfa við stór og fullkomin leikhús með ágætum leikendum. Þau stunda eingöngu leiklist og hafa hina æfðustu leikendur að keppi- nautum. Einu sinni á ári bregð- ur Poul Reumert sér til Parísar og leikur þar á frönsku frönsk leikrit með úrvals leikendum Frakklands. Hann mun vera eini erlendi leiksnillingurinn, sem slíkan aðgang á að því leiksviði í Evrópu, sem á lengsta og glæsi- legasta sögu að baki sér. Leikfélagið hefir að minni hyggju leyst þennan vanda vel af hendi. Flestir af þektustu leikurum bæjarins nema Arndís Björnsdóttir og Soffía Guðlaugs- dóttir hafa haft verkefni í þess- um sýningum. Það var vöntun, að þessar tvær ágætu leikkonur skyldu ekki vera með að þessu sinni, en að líkindum hafa hlut- verk þau, sem skiftu máli, ekki verið nógu mörg. Þeir þrír menn, sem hér standa að jafnaði fyrir leiksýningum, Haraldur Björns- son, Indriði Waage og Ragnar Kvaran, höfðu hver um sig hlut- verk, sem þeir leystu mjög vel af hendi. Auk þess höfðu þeir Haraldur og Ragnar búið leik- sýningarnar undir að verulegu leyti þegar Reumertshjónin komu, og eiga þeir báðir miklar þakkir skilið fyrir vel unnið starf. Erfiðleikarnir fyrir Leikfélag- ið voru að sjálfsögðu að miklu fólgnir í samanburði við hina mikilhæfu gesti. En Reykvík- ingarnir tóku skynsamlega á því máli. Þeir reyndu ekki neinn kappleik við ofureflið, en unnu vel hver að sínu hlutverki, hugs- uðu fyrst og fremst um það að Þessi leiksýning yrði óvenjuleg °g eftirtektaverður atburður í lífi Reykvíkinga. Og þetta hefir tekist. Leik- sýningarnar hafa verið alveg ó- venjulegur atburður. Þær hafa sannfært höfuðstaðarbúa íslands um, að leiklistin er ein af vold- ugustu greinum andlegrar menn- ingar. Og það var einmitt þetta, sem þurfti að gerast. Reumertshjónin koma hingað fyrst og fremst til að hrinda á- fram þjóðleikhúsmálinu vegna íslepdinga. Þau gefa alt sem þau ráða yfir af tekjum af leik- sýningum, til leikhússjóðsins. f því er fólgin sterk bending til þeirra manna, sem í sjö ár hafa staðið yfir hlut þessa fyrirtækis og afsakað sig með því, að öll sjónleikjament í heiminum væri steindauð. Talmyndir væru komnar í þeirra stað. En nú verður þessu ekki leng- ur haldið fram. Reumertshjón- in hafa með leik sínum heillað hugi manna í Reyakjvík meir en nokkurn gat grunað. Fésýslu- maður, sem vinnur harða og erf- iða vinna í sínu starfi langan vinnudag, sagði, þegar hann kom heim í fyrrakvöld: Eg sat í leikhúsinu í fjóra tíma. Mér fanst það ekki nema fáar mín- útur. Eg hefði fúslega horft á slíkan leik fram á næsta morg- un. Þannig er dómur þeirra, sem dómbærir eru um málið. Þeir horfa og hlusta hugfangnir á hversu þessir tveir miklu leik- arar sýna hina fjölbreytilegustu hliðar mannlífsins, þannig, að hver hreyfing, hvert orð, hvert augnatillit, hver svipbrigði eru djúpvæg skýring á hræringum mannssálarinnar. Það er eðlilegt og réttlátt metnaðarmál fslendinga, að minnast alveg sérstaklega frú Önnu Borg, og fagna því, að hún sem fór unglingur héðan úr leik- húslausum bæ, til annars lands, í því skyni að stunda leiklist á framandi máli, hefir unnið mik- inn sigur og stendur nú jafnfæt- is manni sínum í þessum merki- legu leiksýningum. Glæsileiki karls og konu er hér hlið við hlið á því stigi, sem samtíðarmenningin hefir bezt að bjóða. íslendingar fagna því, að frú Anna Borg kemur nú heim fullþroskuð listakona, kemur til að halda áfram æfistarfi sinnar merkilegu móður í þágu íslenzkr- ar leiklistar og bendir löndum sínum á að enn er unt fyrir ís- lendinga að fara í víking í and- legum skilningi, í fótspor þeirra íslenzku listamanna, sem fyrir þúsund árum báru merki frónskrar listar um öll Norður- lönd. Engin rós er án þyrna og í sjálfum Eden var höggormurinn til skaða og leiðinda. Svo hefir og farið í þetta sinn. Einn sam- landi frú önnu Borg hefir sent henni kaldar kveðjur. í mínum augum hefði heimför hennar ekki verið jafnglæsileg sem raun ber vitni um, ef allir hefðu ekki sýnt merki um gáfur, mentun og drengskap. En þessi eina und- antekning er líka alveg sérstök meðal fslendinga. Enginn nema hann hefir skrökvað því upp á sjálfan sig, að hann væri doktor frá tilteknum háskóla í Þýzka- landi. Enginn nema hann hef- ir í mörg ár tilgreint þennan illa fengna titil í annaðhvert sinn þegar hann lét nefna sig í blöð- um, unz hann var orðinn að svo almennu athlægi í landinu, að hann sá sér ekki lengur fært að fleyta sér á þessum undarlegu fjöðrum. Þessi maður hefir tekið sig út úr fylkingu hinna glöðu og þakk- látu íslendinga og haldið sig þess umkominn í sínu ömurlega um- komuleysi, að draga úr hinni miklu og almennu viðurkenn- ingu, sem frú Anna Borg hlýtur fyrir1 leiklist sína bæði hér og erlendis. Reumertshjónin hafa gert hingað góða för. Þau sækja að jafnaði heim stærri og ríkari borgir en Reykjavík. En þau hafa áreiðanlega hvergi komið, þar sem fylgt hefir verið list þeirra með meiri fögnuði og að- dáun af íbúum heillar höfuð- borgar, öllum nema þeim fáu, sem móðir náttúra hefir ætlað að búa annarstaðar en í löndum hvítra manna. Reumertshjónin og Leikfélag Reykjavíkur hafa með gestaleik þessum hafið sókn í Þjóðleik- húsmálinu, sem er eitt af mestu menningarmálum þjóðarinnar. Á næsta Alþingi mun tekinn upp sá þráður, sem niður féll 1932, þegar leikhússjóðurinn var skyndilega sviftur öllum tekj- um sínum. Og þeirri sókn verð- ur ekki hætt, fyr en þjóðin á leikhús, sem er samboðið þvi landi, sem hefir fóstrað Jens Waage og þær mæðgurnar, Stef- 'aníu Guðmundsdóttur og önnu ;Borg.—N. Dbl. EFTIRÞANKAR Eins og við mátti búast hefir látið hátt í hinu svonefnda frjálslyndi, yfir sigurförinni í Saskatchewan 8. þ. m. Og sýna þessi gleðilæti betur en nokkuð annað að þeir voru nú allhræddir um sig, sem von var að, því eins og máltækið segir: “Veit hundur hvað étið hefir.” Fréttaritarinn í Edmonton hefir enn fundið hvöt hjá sér til að fræða íslenzka lesendur um það sem er að ger- ast. Ekki er sjáanlegt að hann sjálfur hafi, fremur en að und- anförnu, neinnskilning á hlutun- um, en eðlisávísun leiðir hann til að týna helst upp það, sem léleg- ast er og óviturlegast af því, sem hérlendir leigu-ritþrælar, leggja af mörkum. Er ilt til þess að vita að nokkur íslendingur skuli vera svo andlega alvesæll að hann reyni að “auka alin við hæð sína” með því að hlaða slíku upptýningsrusli á höfuð sér. En svo má einnig minnast hins ís- lenzka málsháttar: “Sjaldan er svo leiður að ljúga, að ekki fáist ljúfur að trúa.” II. Það fyrsta sem fréttaritarinn fræðir okkur um er það að þess- ar fylkis kosningar sanni það, “að fólkið í Saskatchewan vill ekkert hafa að gera með Social Credit.” Eftir því ættu þessir 65,292 kjósendur, senn greiddu atkvæði fyrir Social Credit ekki að tilheyra fólkinu í Sask. Þó þessi atkvæði væri svo dreifð að ekki næði nema 2 af frambjóí endum flokksins kosningu þá er alls ekki hægt með sanni að segja að social credit stefnunni væri útskúfað í þessum kosn- ingum. Þegar þess er einnig gætt að þetta er í fyrsta sinn, sem flokkurinn hefir frambjóð- endur í fylkiskosningum í Sask. mega þessi úrslit heita góð, og er ekki ólíklegt að afturhaldið eigi eftir, að reka sig á það að social credit stefnan sé ekki úr sögunni. Einnig er fróðlegt að bera saman það sem fréttaritar- inn segir um social credit, og það sem hann hefir um C.C.F. að segja. Það er á þessa leið: “að eini stjórnmálaflokkurinn, sem óx fiskur um hrygg í þessum kosningum var C.C.F. Þeir hafa nú 10 þingsæti, en höfðu aðeins 5 áður.” Þetta er að vísu satt að því er þingsætin snertir, en sag- an er ekki nema hálfsögð. Þó flokkurinn næði 5 þingsætum í viðbót við það, sem hann áður hafði, þá er tvísýnt um það hvort honum hafi vaxið fiskur um hrygg, því hann stór tapaði atkvæðamagni. í kosningunum 1934 voru flokknum greidd yfir 103,000 atkvæði en nú innan við 80,000. Þetta er, frá flokkslegu sjónarmiði mjög alvarlegt tap. Þrátt fyrir það að eg fagna því að flokknum hefir aukist þing- fylgi get eg ekki álitið að honum hafi vaxið fiskur um hrygg. III. En það er annað í sambandi við þessar kosningar, sem öllum, þeim sem umbótum unna ætti að vera ánægjuefni. Afturhaldið (liberalar og conservatívar) sem í kosningunum 1934 fékk 321,- 164 atkvæði, náði nú aðeins 239,- 230. En umbótahyggjan (C.C. F., Social Credit, kommúnistar) sem 1934 hafði aðeins 107,716 fylgjendur, hafði nú 173,800. Af því sézt að á þessum 4 árum hafa 66 þús. kjósendur í Sask. sagt skilið við hina gömlu flokka. — Ætti þetta að verða til þess að opna augu þeirra fyrir því að þeir þurfa að vinna saman til þess að meira jafnvægi náist milli atkvæðamagnsins, sem þeir hafa og því þingfylgi er þeir ná. Svo að öllu athuguðu sé eg ekki að sigurförin svonefnda sé eins glæsileg og af er látið. — Liberalska afturhaldið situr að vísu að völdum í fylkinu en með i þverrandi atkvæðamagni og þingfylgi að baki sér. En gröf- ina framundan. IV. Ekki nenni eg að elta ólar við kosningafréttaslúður Mr. S. G. Það er alt á sömu bókina lært. Allir sem nokkuð hafa fylgst með því, sem gerst hefir í stjórn- málum vita að það er engin ný- lunda að utanfylkismenn taki þátt í kosningum, mætti t. d. minna á að nú fyrir skömmu fóru fram aukakosningar í Ed- monton, þar sem Mr. S. G. á heima, og ef eg man rétt þá sendi Ottawa stjórnin 3 af ráð- gjöfum sínum til að flytja fagn- aðarerindi sitt þar vestra. En þrátt fyrir það voru nágrannar fréttaritarans svo skilningsgóðir að þeii* kusu sér social credit fulltrúa. Eins munu flestir skynbærir menn renna grun í það, af hvaða rótum þetta nazistaþvaður, í sambandi við Alberta hreyfing- una, er runnið. Nazista-hreyf- ingin er illræmd og þessvegna sjálfsagt að reyna að klína nafni hennar á alla andstæðinga auð- valdsins, meðan það er óvinsælt. Og hefði vel mátt láta hina launuðu ritsnapa eina um þessa heimsku. Þess vildi eg óska að blessuðum dómsmálaráðherran- um í Sask. og lögreglunni gengi nú greiðlega að komast eftir hver væri valdur að þessu “hneyksl- anlega”, “alvarlega”, “ólöglega” atviki sem kom fyrir á fundinum í Melville. Það upplýstist þá sjálfsagt um leið hvort menn- imir voru þar af eigin hvötum eða þeir voru pantaðir af öðrum. að segja, hann er grútur og jám- sál — lét- byggja sér kirkju í nafni heilagrar þrenningar, en eftir því-,- sem séð verður, þá rambar þessi kirkja hans á hel- vítis barmi, því þaðan spýr hann eldi og brennisteini, rétt eins og hver annan virðulegur Miðgarðs- ormur” — hann er grimmur úlf- ur í sauðarfeldi — hefir kirkjuna að skálkaskjóli — hann og félag- ar hans flækjast um þarna í Ed- monton, fyrir hunda og manna fótum og sóa þar tímanum í iðju- leysi”. — Þessi sýnishom af veraldarsögunni verða að nægja. ^Það sem af henni er komið, er I alt þessu líkt; lítið annað en I bjánaleg illyrði rótað saman í i klunnalegar málsgreinar. Ekki borið við að færa fram eina rök- semd. Höf. finst líklega að þess sé engin þörf, hver mundi dirf- ast að hafa nokkuð á móti því sem slíkur maður segir. “Á Langhúsum og Sigfús er eg húsráðandi.” Að endingu vil eg benda Mr. S. S. á það að ef hann ætlast til að íslenzkt almenningsálit skipi honum í sæti meðal siðaðra manna, þá verður hann að skrifa betri sögu. Landinn er svo vel viti borinn að hann lyftir engum í hásæti fyrir rakalaus illyrðin einsaman. Og það er bæði ó- drengilegt og heigulslegt að velta illyrðum og persónulegum skömmum yfir menn á máli sem þeir ekki skilja. Hjálmar Gíslason Nú er ekki fréttaritarinn í Edmonton lengur einn um hit- una, þegar til þess kemur að reyna að ófrægja eða rægja Al- berta stjómina og social credit flokkinn. Einhver S. Sigurðs- son kveður sér hljóðs í síðasta Lögbergi og tekur þar í hinn sam streng. Þó á nokkuð annan hátt sé. Hann leggur sig ekki niður við að tína saman fréttir, eða þessháttar smámuni, hann ætlar að skrifa fyrir framtíðina nýjan kafla í veraldar söguna. Hann er málreifur og sjálfglaður eins og Þorbjörg á Langhúsum þegar að komumaður spurði um nafn bæjar og húsbónda og hún svaraði: “Máls af krús eg mæli fús meður sónar blandi.” Mál sitt byrjar hann með tvemur gömlum íslenzkum vís- um, og eiga þær að vera “mottó“ fyrir veraldarsögunni. En það verð eg að segja að vísur þessar eru altof góðar til þess að vera hafðar fyrir pottlok yfir slíkan hugsanagraut. Og þá ekki síður ljóð Þorsteins heit. Erlinggson- ar að vera höfð fyrir rúsínur í annað eins ómeti. Og maðurinn skilur ekki svo mikið í skáld- skapnum að hann geti farið með | þessi erindi óbjöguð. Og verald- arsagan byrjar á því að: “Al- berta-fylki hefir verið leiksoppur í höndum miður vandaðra manna sem sýnast hafa það einkum að markmiði að auðga sjálfa sig á kostnað fylkisbúa.” Um Aberhart hefir hann þetta BRÉF Box 216, Baldur, Man., 23. júní, 1938 Hr. ritstj. Hkr.: Viltu gera svo vel að birta frétt þá sem hér fylgir í blaði þínu: Sunnudaginn 19. júní var fertugasta og fimta giftingar- afmæli þeirra heiðurshjóna Björns Andréssonar og konu hans Kristínar á Baldur. Þann dag heimsóttu þau börn þeirra og tengdaböm. Mr. og Mrs. Ben Anderson,, Baldur; Mr. og Mrs. Norman Hanna, Bel- mont; Mr. og Mrs. Skafti V. Ey- ford, Piney; Mr. og Mrs. Ari Swainsson, Baldur; Dr. Júlíus Anderson, King Edward Hospi- tal, Winnipeg; Miss Anna And- erson (nurse) nú starfandi hjá T. Eaton Co. Ein dóttir þeirra, Rebecca var ekki viðstödd vegna lasleika. Einnig voru þar fjög- ur barnaböm, og Mrs. H. J. Breg og Mrs. Guðný Frederickson. — Eftir að framreiddur var stór miðdagsverður, þá var Mr. og Mrs. Anderson afhent minning- argjöf frá börnum þeirra. And- ersons hjónin hafa átt heima í Argyle bygð síðan þau giftust; fyrst á landi sem Bjöm nam árið 1882 og nú í síðustu 9 ár hafa þau haft heimili sitt í þorp- inu Baldur. Björn mun vera einn af elstu fslendingum í bygðinni sem nú eru á lífi. Mr. og Mrs. Anderson langa til að láta í ljósi þakklæti sitt til mragra vina þeirra sem sendu þeim lukkuóskir og heimsóttu þau þann dag til að óska þeim til lukku. Vinsamlegast, Freda Eyford MINNINGARSJÓÐUR dr. Björas B. Jónssonar Við minningarguðsþjónustu þá er fram fór á nýafstöðnu kirkjuþingi var stofnaður “Minningarsjóður dr. Björns B. Jónssonar” til að heiðra minn- ingu hins látna leiðtoga. Komu þegar á þinginu sem næst $100. í sjóðinn. Skal í hann safna fram að næsta kirkjuþingi. — Gengur alt sem inn kemur til starfsemi kirkjufélagsins* lúth- erska, sem dr. Björn helgaði átarf sitt í þvínæst fjörutíu og fimm ár. Verður fé það er safn- ast því lagt í kirkjufélagssjóð. Með þessu móti er vonast eftir að mönnum og félögum gefist hugðnæmt tækifæri að minnast með kærleiksgjöf þessa látna starfsmanns kirkju vorrar. Allar gjafir í þessu augnamiði ber að senda til féhirðis kirkjufélagsins hr. S. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg, Man. K. K. Ólafsson, forseti kirkjufél. Nonna litla langaði ekkert til að fara í skólann þennan dag, því veðrið var svo tælandi gott til þess að leika sér úti. Hann hringdi því til kennara síns og sagði eins dimmraddaður og hann gat: —Sonur minn getur ekki kom- ið í skólann í dag; hann er svo slæmur í maganum. Kennaranum fanst röddin hálf barnaleg og spurði: — Hver er þetta, sem eg tala við ? — Það er hann pabbi minn! sagði Nonni lafhræddur. All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.