Heimskringla - 20.07.1938, Side 4

Heimskringla - 20.07.1938, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 20. JÚLÍ 1938 iíretmskringlci (StofnuS 1SS6) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 og S5S Sargent Avenue, Winnipeg Talsímia SS 537 Verð blaðsins er $3.00 é.rgangurinn borglst tyrirfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 311 vlSskifta brél blaSlnu aSlútandl sendlst: K-vager THE VIKINO PRESS LTD. 653 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA S53 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskringla” ls published and printed by THE VIKINO PRESS LTD. S53-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 lUIUIIilltUliUlllIlUUUtlUUUUUiUlllllllttiliUliliUllUUlllUUUIiilUlllUliUUIIIllUIIIUUIlilliiJlliUiillilUIIIIIUUIUili^ WINNIPEG, 20. JÚLf 1938 ÍSLENDINGADAGSHÁTÍÐIRNAR í ræðu, sem Sigurður Eggerz, forsætis- ráðherra íslands, hélt eitt sinn fyrir minni ætfjarðarinnar, komst hann svo að orði: “Eg bið yður að signa eitt minni, hennar, sem á létta fuglakliðinn, þunga fossniðinn, hennar, sem á iðgrænu hlíðarnar með litlu lækjunum, hennar, sem á hvítu konung- bornu jöklana, sem nóttin faðmar með breiðu skuggunum sínum og dagurinn kyssir með heitu geislunum, hennar, sem á sterkustu sálina, höfðingborna kuldann, ungborna eldhitann, hennar, sem á feg- urstu krónuna, norðurljósakrónuna, sem spinnur gullþræði yfir alla drauma, hennar minni, Fjallkonunnar, viljum vér signa.” Frá því fyrst að íslendingar tóku að flytja í óslitnum straum vestur um haf 1874, mun á hverju ári einhvers staðar í landsálfum þeirra hér hafa verið haldinn íslenzkur þjóðminningardagur. Winnipeg- fslendingar halda hann á þessu ári í fertug- asta og níunda sinni. Með þjóðminningar- dögunum hafa rifjast upp endurminning- arnar frá ættlandinu, ljúfustu endurminn- ingarnar sem allir eldri íslendingar ala í brjósti. Raddirnar sem í þeim endurminn- ingum tala, eru raddir náttúru íslands, t. d. þær sem á er drepið af Sigurði Eggerz. Náttúra íslands hefir ekki talað við sjálfa sig; hún hefir krafist bergmála í sálum landsins barna. Og þar óma raddir hennar til hinstu stundar hvert sem flækst er um heiminn. Þannig stendur á því, að við höldum fs- lendingadag. Og þannig stendur á öllu þjóðræknisstarfi íslendinga vestra. Upp- runi vor er hinn sami og íslendiga á ætt- jörðinni; um það verður ekki deilt. Og lífs- skilyrðin, andleg lífsskilyrði vor og þeirra, eru hin sömu og verða það, svo lengi sem nokkur íslendingur er hér uppi, sem fædd- ur er og uppalinn á ættjörðinni og jafnvel lengur. Andlegi arfurinn, lundarein- kennin, lifa hér að minsta kosti löngu eftir þeirra dag, sem að heiman hafa flutt. Með þetta fyrir augum, er engin furða þó þjóðræknissinnuðum mönnum finnist það fjarstæð'a, er haldið er fram, að það sem íslenzkt er, eigi hér enga lífsvon og alt starf, sem að vernd íslenzkra erfða lýtur, sé unnið fyrir gíg. En það voru íslendingadagarnir á Hnaus- um og á Gimli, sem Heimskringla var sér- staklega beðin að segja eitthvað frá, skal nú að því vikið. Um leið og fréttin af því barst út, að þess væri von, að Jónas alþm. Jónsson, formaður framsóknarflokksins og fyrver- andi dómsmálaráðherra íslands, yrði kom- inn vestur um það leyti er þjóðminningar- dagar þessir yrðu haldnir og mundi ávarpa íslendinga þar, var undir eins á allra vör- um, að þetta yrðu bezt sóttu íslendinga- dagarnir sem haldnir hefðu verið á Hnaus- um og Gimli. Vér værum ekkert hissa á, að spá þessi rættist. Jónas alþm. Jónsson er svo víðkunnur maður fyrir þjóðmála- starf sitt á ættjörðinni, að til hans þekkir hver maður, sem nokkuð hefir fylgst með í íslenzkum málum undanfarin ár. Þegar framfara- eða \athafnasaga þeirra ára þjóðarinnar verður skrifuð, verða blað- síðurnar færri, sem nafn hans mun ekki skráð á. Breytingarnar sem orðið hafa á athafnalífi þjóðarinnar, í viðskiftum hennar og alþýðufræðslumálum landsins, sem bein afleiðing af sigri samvinnustefn- anna, sem Jónas Jónsson hefir beint brautina, eru svo miklar, að það mun lengi mega leita í sögunni að víðtækari áhrifum nokkurs leiðtoga þjóðarinnar, en í þessu kemur fram. Og þangað ætlum vér að rekja megi þann vorhug, sem ríkjandi er nú á íslandi og sem stingur svo í stúf við hausthug allra eða flestra stærri þjóða heimsins. íslenzk æska virðist þar eiga við frelsi og þroska .möguleika að búa, sem æsku annara landa er bönnuð. í þjóðlífinu heima vottar bæði fyrir framfarahug og framfara sporum á sjálfum kreppuárum heimsins og þegar framfarir stærri þjóð- anna hefir rekið upp á sker og ekkert er bygt upp, sem varanleg þjóðþrif eru að hjá þeim. Já — það má vissulega um litlu þjóðina sem á eyjunni norður undir íshafi býr, á þessu óviðjafnanlega draumalandi sona og dætra sinna, er örlögin hafa frá henni tekið, að svo bjargist bý, sem birnir! Koma þeirra manna vestur um haf á fund frændanna fjarlægu, er átt hafa sinn þátt í að spinna slíkar örlögaþræði í ís- lenzka þjóðlífinu og þá, sem á hefir verið minst, er okkur öllum kær. Jónas alþm. Jónsson er einn þeirra manna. Tækifærið að koma til móts við hann á þjóðminning- ardögunum í Nýja íslandi, munu fáir láta sér úr greipum ganga, sem þess eiga nokk- urn kost. Á Iðavelli norður við Hnausa, verður fyrsti íslendingadagurinn hér um slóðir haldinn laugardaginn 30. júlí. Sá staður er í miðri elztu íslenzku bygðinni hér vestra, þar sem merkilegustu æfintýri landnáms-áranna gerðust. Hver bær, hver fagur skógarlundur á þar sína sögu frá fyrri árum íslendinga hér. Fram undan skemtigarðinum blasir Winnipegvatn við, víðfeðmara en svo, að nokkurt mannlegt auga fái eygt nema lítinn hluta þess, og vekur útþrána í brjóstum manna eins og hafið gerði heima; aðra stundina er það slétt, spegil-bjart og lyngt, hina faldar það öldum minnandi á mátt sinn og skyldleika við ægir. Margir fslendingar þekkja Win- nipeg-vatn vel; þeir þekkja það sem líf- gjafa sinn og auðsuppsprettu; þeir þekkja það einnig, í ham feigðarboðans. Á Iða- velli, á bökkum þessa vatns, hefir íslend- ingadagur verið haldinn mörg ár, og hefir hann reynst aðlaðandi; hátíðin þar hefir dregið menn að úr fjarlægum sveitum, stundum eflaust vegna fornra minninga, en einnig til að sjá þennan nýja Iðavöll og bera hann í huganum saman við hinn forna Iðavöll, er þeir hafa Iesið um í Gýlfaginn- ing og Völuspá. Og ennfremur auðvitað til þess, að njóta þeirrar skemtunar, sem þarna er ávalt að öðru leyti vís á hverjum þjóðminningardegi. Á þessum íslendingadegi, sem nú fer í hönd, flytur dr. Rögnvaldur Pétursson ræðu fyrir minni íslands, auk þess, sem heiðursgestur Þjóðræknisfélagsins hér vestra, Jónas alþm. Jónsson mun ávarpa ís- lendinga. Einnig verða þar fleiri ræður fluttar og verður um það hægt að fræðast af auglýsingum á öðrum stað í blaðinu, en sem ekki er við hendi er þetta er skrifað. Karlakór íslendinga í Winnipeg, syngur þar, undir stjórn Ragnars H. Ragnars. Og eins og að undanförnu, verða þar fjöl- breyttar íþróttir. Til þess að njóta alls þessa sem ríku- legast, er aðeins eitt ráð; það er að sækja fslendingadaginn á Hnausum. Tveim dögum síðar en þjóðhátíðin á Hnausum fer fram, verður íslendingadag- ur Winnipegmanna og Gimlunga haldinn á Gimli. Þetta er á mánudag 1. ágúst. Þá er hér í bæ ahrjfénrtur helgidagur — Civic Holiday. Þar sem laugardagurinn er mikið til helgur einnig, verður því ekki borið við, að þjóðminningadaga þessa sé ekki hægt að sækja báða. fslendingar, sem störfum hafa að sinna, þurfa ekki að fara fram á meira við vinnuveitendur, en að fá sig leysta hálfan laugardaginn. Og annara þjóða menn hér hafa ávalt sýnt sig viljuga, að veita íslenzkum verkamönn- um tækifæri, að skemta sér þennan sér- staka dag með þjóðbræðrum sínum. Um hátíð þessa og fyrirkomulag alt, hefir mjög greinilega verið skrifað í Heimskringlu af ritara íslendingadags- nefndarinnar, Davíð Björnssyni. Við það er því litlu að bæta. Staðurinn sem dagur þessi er haldinn á, er aðeins 20 mílum sunnar á bökkum Winnipeg-vatns, en Iða- völlur er, þar sem norðurbúar Nýja-íslands halda sinn íslendingadag. Og Gimli er einn af merkilegustu sögustöðum íslenzkra landnámsmanna, eins og kunnugt er. Það eru um 7 ár síðan Winnipeg-íslendingar byrjuðu að halda dag sinn þar. Var það gert vegna hinnar vaxandi kröfu Winni- peg-búa um að taka sér ferð á hendur út úr bænum í sumarhitanum á þjóðminn- ingardaginn, sem aðra tyllidaga. Hefir há- tíðin og hepnast ágætlega; hún hefir verið vel sótt og breytingin reynst vinsæl. Til hátíðar þessarar hefir verið svo vel efnt undanfarin ár, að hún mælir með sér sjálf. íslendingadagur Winnipeg-manna, er orðin eftir 49 ár, sem ætla má, stofnun, sem starf sitt rekur eftir föstum reglum að öllu því teknu með í reikninginn, sem reynlsan hefir leitt í ljós að til bóta gæti horft. Um leið og það ætti að vera sem hver annar sjálfsagður hlutur, að hver þjóð- rækinn íslendingur sem kost á þar á, sæki þessa þjóðminningardaga, og stuðli með því að viðhaldi íslenzku og alls sem ís- lenzkt er hér vestra, er þess að minnast, sem oss ætti öllum að vera ljúft og skylt, að með því að halda þjóðminningardag, er verið að signa minni Fjallkonunnar. GRIÐAROF Félagið sem kennir sig við hinn rauða kross var stofnað fyrir 75 árum til að hjúkra særðum hermönnum. Þess fulltrúar héldu nýlega fund í London, ræddu lítt eða ekki um særða hermenn, heldur um verndun vopnlausra manna, kvenna og barna, þegar barist er. Frá því seinasti aðalfundur var haldinn árið 1934, hafa þrennar stórar styrjaldir verið háðar gegn vopnlausu ekki síður en vopnuðu fólki. í Eþíópíu var eiturgasi og sprengjum úthelt yfir þorp víðsvegar og mörgu fólki komið í hel og örkumlað, sem vissi lítil eða engin deili á stríðinu. f borgarastyrjöld Spánar eru nýjustu flugvélar hafðar til að hleypa stórskotum á borgir og granda hverju sem fyrir verður. f kínverska stríðinu sem nú hefir staðið í rúmlega ár, hafa flugvélar Japa sundrað stórum svæðum í ýmsum borgum og drepið mörg þúsund konur og börn. Þeir sem þessi hermdarverk fremja færa sér til afsökunar að nú sé önnur öld en fyr, nú sé hver þjóð ein heild og allir partar heildarinnar hafi sína þýðingu í stríði, hvort sem vopnum beita eða ekki. Þeir sem starfa í verksmiðjum, á stjórnar- skrifstofum, að lækningum eða hverju öðru starfi, taki rétt eins þýðingarmikinn þátt í ófriði eins og hinir sem bera vopn í fylk- ingu. Allir séu velir í stríðsins stóru vél og því lögmætir aðiljar að þola það harða- brák sem hernaði fylgir. Á öldinni sem leið var litið öðruvísi á þetta frá því Florence Nightingale, hin fræga enska líknarhetja, kom upp um og sigraði kæruleysi og vanhirðu um særða menn svo ótrúlega að líkast var hryllilegri illmensku. Um líkt leyti eða skömmu síð- ar, var barist þar sem heitir Soliferino (árið 1859) ; viðstaddur þá stórorustu var svissneskur maður, Dunant að nafni, og lýsti því sem hann sá á vígvellinum eftir bardagann . Þeir sem þá réðu mestu í veröldinni voru ekki eins harðbrjósta eða óskammfeilnir eins og þeir sem nú fara með ágirnd og ríkdóm, og studdu að því að félag var myndað, með einbeittri for- göngu hins nefnda manns, er hafði aðal- setur í Svisslandi og stjálfstæðar deildir um öll lönd hins siðaða heims. Land- stjórnarmenn í 26 löndum skuldbundu sig til að hlífa særðum, vinna spítölum félags- ins og hjúkrunarstöðvum engan ágang, vernda áhöld og eignir og starfsmenn fé- lagsins, sem merkt væri félagsins merki, sem var rauður kross. Undir því merki skyldi vera traust athvarf og griðastaður þjáðra og líknandi. Fimm árum seinna reyndi félagið sig í fyrsta sinn á vígvöllum er Danir og Þýzk- ir börðust 1864 og gafst ágæta vel, enda var þess vandlega gætt af þeim sem háðu það stríð, að gerast ekki griðníðingar. Og sama gerðist í öllum stríðum sem síðan voru háð, þangað til 1935. Þá feldu ítalir eld og eitur á spítala sem merktir voru rauðum krossi og virtust jafnvel leita uppi þá griðastaði. Ári síðar hófst styrjöldin á Spáni og þá voru ekki spöruð hryðjuverk- in, hvorki við þessa griðastaði né varnar- laust fólk, svo að félagið varð að hætta vanalegri starfsemi, hefir unnið að því að bjarga athvarfslausu flóttafólki úr landi, og reynt að ganga á milli með lipurð til línkindar og linunar á mörgum hörmung- um. Frá U. S. A. hefir bágstöddum á Spáni komið drjúgust hjálp, Kvekarar sendu 150 þús. dali til að næra börn sem áttu bágt, önnur samtök hafa sent 465 þús. dali í peningum og 330 þús. dala virði í vörum til hjálpar flóttafólki, svo og lækna og lyf. Japar höfnuðu algerlega hjálp hins Rauða Kross en Kínverjar tóku henni með þökkum og hafa notið góðs af öflugri að- stoð hans. Á þeim allsherjar fundi sem fyr um gætur, lagði einn af fulltrúum Bandaríkja til, að tiltaka viss svæði þar sem engan hernað mætti fremja og binda þá sam- >ykt með allra fylgi. Þá tillögu studdu allir, þar á meðal fulltrú- inn frá ítalíu. Aðeins tveir full- trúar þögðu við, sá frá kaþólska Spáni og sá frá Japan. K. S. BJÖRG JÓNSDÓTTIR JOHNSON Sólin skein inn í herbergið á sjúkrahúsinu í Vancouver, þegar sá er þetta ritar og kona hans áttu síðustu samfundi með vin- konu sinni, Björgu Johnson, skömmu fyrir andlát hennar. — Bros lék um andlit hennar og glaðværðarorð fóru henni um varir er mintu á ótal marga liðna vinafundi er allir stafa sólskini og yl að hjörtum þeirra sem nutu vináttu hennar >og trygðar. Hún hafði átt við mikil veikindi að stríða síðustu árin, en þó þetta síðasta tilfelli væri alvarlegs eðlis, voru vinir henn- ar farnir að gera sér ákveðna von um bata, þegar þeim barst harm- fregnin um lát hennar að kvöldi hins 3. marz s. 1. Dauðamein hennar var hjartasjúkdómur, er batt enda á æfi hennar í svefni. Má því segja að engill dauðans hafi lokað augum hennar mjúkri hendi til hins síðasta svefns og hlíft henni við hinum marg- víslegu þrautum sem oft eru samfara hárri elli, því hún var ekki nema 61 árs og 6 mánaða gömul þegar hún dó. Björg sál. var fædd 4. ágúst 1876 á Skógarströnd við Breiða- fjörð. Því miður hefir sá er þetta ritar ekki getað náð í nein- ar verulegar upplýsingar um ætt hennar, þrátt fyrir talsverða við- leitni. Faðir hennar, Jón, var lengi ráðsmaður hjá séra Guð- mundi Einarssyni á Breiða- bólstað á Skógarströnd. Þor- björg, móðir hennar, var dóttir Guðmundar og Bjargar konu hans, er lengi bjuggu í Öxney á Breiðafirði. Ekki er mér kunn- ugt hvar foreldrar Bjargar reistu bú, eða hvaðan þau fluttu til Ameríku; en það mun hafa verið einhversstaðar í Breiða- fjarðardölum. Til Ameríku fluttu þau árið 1885. Var Björg þá 9 ára gömul. Settust þau að i Mikley í Nýja fslandi og bjuggu þar á ýmsum stöðum, en þó lengst á Borðeyri á suðaustur horni eyjarinnar. Kyntist Björg því á uppvaxtarárum sínum öllu erfiði og skorti frumbýlisins í eyðiskógum Nýja-íslands. Varð hún, eins og aðrir, að byrja ung að vinna fyrir sér. Var þá helst að leita til borgarinnar Winni- peg í þeim efnum. Árið 1899, hinn 17. marz, giftist hún eftir- lifandi manni sínum, Jóni Jóns- syni frá Grund í Mikley. Varð samverutími þeirra því 39 ár. Nokkur fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Selkirk og höfðu þar greiðasölu. Þaðan fluttu þau til Grunnavatnsbygðar og bjuggu í grend við Hove pósthús. (Nafnið á pósthúsinu átti að vera Hof, en enskurinn er frá- bærlega tornæmur á mál). — Ruddu þau þar mikið land og breyttu því í akra og engi. Höfðu þau þar allmikið bú. Með fram- úrskarandi atorku og hagsýni beggja hjónanna komust þau í allgóð efni. Hafði Jón ætíð fiski- útgerð á vetrum. Eftir 11 ára búskap í Hove-bygðinni, fluttu þau hjón til Oak Point. Gaf Jón sig þá nær eingöngu að fiskiút- gerð og verzlun með fisk. Árið 1925 fluttu þau alla leið til San Diego, Calif. Kom Jón sér þar upp fiskiútgerð, en Kyrrahafið reyndist honum ekki eins feng- sælt og Manitoba vötnin. Eftir 5 ára dvöl í San Diego tóku þau sig enn upp og fluttu til Burns Lake í British Columbia. Á því svæði er heill klasi af fiskivötn- um og setti Jón þar upp fiski- stöð. Mun hann hafa verið fyrsti maðurinn, sem stundaði þar veiði til útflutnings svo nokkru næmi. Mun aðallega tvent hafa verið þar til hindrunar: of * mikill kostnaður við að koma fiskinum á markaðinn vegna of hárra flutningsgjalda og tolla, og vand- kvæði á að tryggja sér fiskleyfi á þeksum vötnum. Enda voru nú hjónin tekin að eldast og þreytast, því hvorugt hafði nokkurntíma vægt sér í lífsbar- áttunni. Var nú einnig heilsa beggja tekin að bila. Eftir tæpra 4 ára veru við Burns Lake fluttu þau því burt þaðan og lét Jón þá af því starfi sem hann hafði oft- ast stundað, frá því hann var smásveinn í Mikley. Settust þau nú að í Vancouver. Þar bygðu þau sér enn heimili við fagurt smávatn, er liggur milli hæða nokkurra í einu úthverfi borgar- innar. Heitir vatn þetta Burn- aby Lake. Frá húsinu er hið fegursta útsýni yfir vatnið og skógi vaxna hlíð fyrir handan það með há og tignarleg fjöll í fjærstu baksýn. Hér hefði verið ljúft að eyða efri árunum í hvíld og friði eftir vægðarlaust strit þroskaáranna. En varla var heimilið fullgert þegar dauðinn lagði kalda hönd á hjarta þess. Hjartað hætti að slá og húsið varð autt og tómt. Tvær dætur eignuðust þau Björg og Jón: Jónínu Þorbjörgu, gifta Duncan C. Walker, freight superintendent for the God’s Lake Gold Mines, í norður Mani- toba, og Sigríði Kristínu, gifta Roy Edward Spencer í Venice, Calif. Þrjú barnabörn lifa Björgu sál.: 1. Dennis Robert Walker, 2. Lolita Björg Spencer, 3. John Roy Spencer. Af syst- kinum Bjargar lifa 2 bræður: 1. Guðjón, giftur Stefaníu Jóns- dóttur systur Jóns, manns Bjarg- ar. Búa þau í Los Angeles, Cali- fornia. 2. ólafur giftur Krist- ólínu Finnsson. Þau búa í Van- couver, B. C. Þegar maður lítur yfir langa viðkynningu við þau hjónin, Jón og Björgu, verður fyrir manni, meðal margs annars, eitt fyrir- brigði, sem er ekki alment og kastar því nokkru ljósi á innræti þeirra. Þegar þau fluttu búferl- um var það ekki allsjaldan að fleiri eða færri nágrannar þeirra fluttu sig á eftir þeim og vinir þeirra ferðuðust gjarnan langa vegu til að heimsækja þau. —- Orsök þessa fyrirbrigðis var sú, að þau létu sér ant um hag ná- granna sinna. Vissu þau oftast all greinilega hvernig hagur hvers nágranna stóð og voru ætíð reiðubúin, með ráðum og dáð, að hlaupa undir bagga þar sem þess þurfti. All fjölment var og oft- ast á þeirra eigin heimili. Með Björgu Johnson er til moldar gengin ein af okkar góðu og göfugu landnámskonum. — Starfsvið hennar var heimilið og nágrennið. Heimilinu stjórnaði hún með ráðdeild og skörungs- skap. Því fórnaði hún kröftum sínum óskiftum. Hún var táp- mikil og ósérhlífin í starfinu. Ást hennar og trygð til vina og vandamanna var heil og hrein. Gestum og gangandi veitti hún með ósvikinni íslenzkri rausn. Ekki var hún allra vinur, en legði hún fæð á einhvern, var það sjaldnast sjálfrar hennar vegna, heldur af því að henni

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.