Heimskringla - 17.08.1938, Page 6

Heimskringla - 17.08.1938, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. ÁGÚST 1938 um, sem nú var hulið. Honum datt í hug, að Pierre og Jeanne kynnu að hafa lykilinn að hinu leyndardómsfulla samsæri gegn honum og þeim fyrirtækjum, sem hann hafði með höndum hér norður frá. Hann hafði ástæðu fyrir þessum grun. Hvers vegna hafði Pierre lifnað svona við, er hann heyrði nafn Fitz- hugh lávarðar? Hversvegna var einn ræningj- anna, af Lundúnaskipinu, kominn með því í sömu ferðinni og Brokans feðginin? Honum fanst að Jeanne gæti útskýrt þetta alt, eins vel og bróðir hennar. Hún gat útskýrt það, sem skeði á bryggjunni. Hún gat útskýrt leyndar- dóminn um málverk Gregsons; því ef til væru tvær Elinar Brokan mundi Jeanne vita það. Með þessum rökum sannfærði hann sig um, að hann ætti að fara einn og frelsa hana. En á bak við þennan ásetning var ennþá gildari ástæða. Játaði hann að sú ástæða væri næg til að eiga í tvisvar sinnum meiri hættu, og flytja hana til Goðaborgar. Hugsunin um að fylgja henni þangað. Vera í samfylgd hennar dögum saman, veitti honum ósegjanlega tilhlökkun. Hann átti einn að frelsa hana, verja hana og flytja hana heim. Hann gugnaði ekki augnablik fyrir hætt- unni, sem fyrir höndum var. Samt gætti hann allrar varúðar. Gregson hinn stjórnkæni hefði kallað á hjálp frá skipinu, en Philip treysti sjálfum sér. Hann vissi að hann mundi að minsta kosti hafa þrjá á móti sér, því að hann var viss um, að maðurinn sem hann særði á höfðanum var ennþá vígfær, og vel gátu þeir verið fleiri þó að hann ekki vissi það. Hann fór svo nálægt skipinu, að barkar- báturinn snerti hliðina á því. í fáeinar mínút- ur hafði skipið skygt á útsýnið, nú sá hann bát- inn í eitthvað mílufjórðungs fjarlægð. Ræn- ingjarnir stefndu beint á fljótsmynnið og þar sem báturinn sneri nú hliðinni að honum gat hann séð mennina en ekki nógu greinilega hvað margir þeir voru. Hann reri djarflega út í tunglsljósið og beygði nú að ströndinní. Ef hinir sæju hann, sem lílegt var, mundu þeir ætla að hann væri að fara í land frá skipinu. Þegar hann hafði náð inn í skuggann hjá ströndinni gat hann alt af náð þeim án þess að þeir sæju han. Hann var ekki fyr kominn inn í skuggann, en hann glæddi róðurinn. Báturinn flaug yfir vatnið . Honum datt það fyrst í hug er hann var framundan hinum bátnum, að hann gæti komist á undan þeim og legið fyrir þeim í mynninu á fljótinu. Hvert árartak jók fjar- lægðina milli hans og þeirra. Stundarfjórð- ungi síðar kom hann að hinum mikla árhólma, er vaxinn var viltum hrísgrjónum og sefi, en í gegn um þennan gróður streymdi fljótið hægt og rólega út í hafið. Líklegast var, að stærri báturinn mundi velja næsta strenginn inn á aðal fljótið, og mundi því fara innan tuttugu skrefa frá honum. ingu á líkama hennar, ekki svo mikið sem hún hreyfði hendina og óstjórnleg skelfing greip hann. Hann hugsaði um hið miskunarlausa ráðabrugg, sem bréfið til Fitzhugh lávarðar hafði látið honum í Ijósi; í sömu svifum duttu honum í hug orð Pierre Coucheés. “Það er dauðinn — verri en dauðinn — fyrir hana—” Var Jeanne fyrsta bráð þessa djöfullega samsæris, er átti að æsa norðurlandið geg' þeim ? f æðinu sem á honum var, hratt Philip bátnum sínum á flot þótt hann ætti í hættu að þeir yrðu hans varir. Til allrar hamingju leit enginn hinna til baka og bugur á álnum fól þá sýn. Hann fullvissaði sig um, að Jeanne væri heil á húfi ennþá sem komið væri, og að hún væri í yfirliði af hugarangist og hræðslu. Forlög hennar biðu hennar einhverstaðar fram- undan í skógunum við Churchill fljótið. Hin eina von hans var að felast og frelsa hana á því augnabliki er þeir tækju hana í land. Hann fylgdi þeim eftir t)g hélt sig fast við sefið og hætti sér aldrei út úr skugganum. Eftir dálitla stund heyrði hann raddir og annar barkarbátur bættist við. Þeir stönsuðu svolitla stund og héldu svo jafnhliða upp álinn. Eftir stundarfjórðung liðu allir bátarnir upp í aðal- fljótið, er rann í gegnum svo þykkan skóg að ekkert ljós komst að, nema stjörnuljósið. Philip gat ekki séð þá sem á undan hon- um voru, en hann heyrði til þeirra við og við er þeir töluðu saman. Þegar fljótið þrengdist á stöku stað og skógarveggirnir skýldu honum betur, færði hann sig hættulega nær í von um að heyra hvað þeir segðu, en hann gat ekki hent nema orð og orð á stangli. Einu sinni \ heyrði hann nafn hennar nefnt og þá heyrði hann að einhver hló í bátnum, sem beið þeirra í fljótsmynninu. Eitthvað tólf sinnum heyrði hann þennan hlátur og rödd þess er hló þann tíma, sem hann elti þá svona. Eftir nokkra stund þögnuðu ræningjarnir og ekkert heyrðist nema skvampið í árunum og hraði hinna tveggja barkarbáta jókst. Alt í einu heyrðist langt uppi á fljótinu, rödd sem var að syngja einn af þessum ótömdu kyn- blendinga söngvum skógarins. Hann heyrði að þeir hvísluðust á í bátnum á undan og síðan reru þeir að ströndnini. Philip fylgdi dæmi þeirra, en var eins og fimtíu skref neðar í fljót- inu. Hann lagði bátinn hjá balsamtrjábol er einhverntíma hafði dottið í fljótið. Söngröddin nálgaðist óðum. Fimm mínút- um síðar skreið langur Hudson-félags bátur fram úr rökkrinu. Hann fór svo nálægt, að Philip gat séð hinn fáránlega ræðara í stafni bátsins, róandi og syngjandi, í skutnum kraup Indíáni og reri steinþegjandi. Milli þeirra í miðjum bátnum sátu tveir menn og vissi Philip að þeir voru hvítir menn. ókunnugu mennirnir og báturinn þeirra leið framhjá eins og skuggi. Þessi uppgötvun yfirþyrmdi hann sem snöggvast. Alt sem nú hafði komið fyrir, þeg- ar hann fann Jeanne fyrst á höfðanum, skips- koman. Jeanne og Elin á bryggjunni, leið fyrir hugarsjónir hans, er hann leit í þessi brostnu augu vegna mannsins. Hvað þýddi þetta alt saman ? Því hafði nafn Fitzhugh lávarðar ver- ið nægilegt til að gefa Pierre meðvitundina? Hversvegna voru þessar undarlegu kringum- stæður að draga Pierre og Jeanne inn í sam- særið, sem ógnaði honum? Voru hin siðustu orð er Pierre átti að skila til Gregsons sönn ? Hann beið ekki eftir að svara þessum spurningum. Á morgun mundi einhver finna Pierre, eða hann mundi dragast sjálfur niður til Churchill. Svo þurfti að gera eitthvað við þenn- an dauða mann. Honum hrylti við er hann lét skammbyssuna í hulstrið og stælti sig. Það var óskemtilegt verk, en hann vissi að það þurfti að gerast — til að bjarga Pierre. Hann hóf líkið á loft og rogaðist með það fram á klettabrúnina. Rétt á eftir heyrðist skvamp. Hann flýtti sér nú alt hvað hann gat, samkvæmt fyrirsögn Pierres. X. Brátt hægði Philip gönguna. Hann litaðist áhyggjufullur í kring um sig. Fyrir neðan hann hallaði klettinum niður að dálítilli sandfjöru og náði hún eins langt og augað eygði í skjól- skuggann af hinum græna skógi. Hann sá dökka rönd liggja skamt frá sér og fann að þetta var hin gjáin. Hann komst niður í hana með hægu móti. Hliðar hennar voru sléttar, eins og vatn hefði fágað þær. Niðri á gjáar- botninum var mjúkur, hvítur sandur. Hann gekk inn gjána og brátt gerðist þar aldimt. Vegurinn gerðist ósléttari. Nær ströndinni hnaut hann um hrufur og hellur og furðaði sig á því Jeanne og Pierre höfðu valið þennan stað, er þau gátu fengið annan betri. Fast hjá malarkambi fjörunnar, þar sem dálitið var bjartara, fann hann barkarbátinn, sem Pierre hafði sett upp inn í skugganum. Hann sá ekki fyr en hann hafði dregið bát- inn fram í ljósið, að hann var útbúinn í lang- ferð. Fast við skutinn var búlki mikill og þvert yfir hann var bundin kúlubyssa. Tveir eða þrír skinnpokar voru í miðju bátsins og í skutnum var rúm úr bjarnarfeldum og vissi hann að það var handa Jeanne. Philip setti bátinn gætilega á flot og reri hljóðlega í áttina til Churchill. Ræningjar Jeanne voru talsvert á undan honum, en ef Pierre hafði sagt satt, að þeir færu til Chur- chill fljótsins, þá var hann viss um að geta náð þeim. Hann hafði tekið eftir hversu gætilega Þorpararnir nálguðust höfðann og var viss um að þeir færu helmingi gætilegar til baka, eink- um þegar árás þeirra varð uppvís á síðasta augnablikinu. Þessvegna reri hann hóflega og hélt sér nálægt hömrunum við ströndina, en hlustaði og horfði gaumgæfilega til að vita hvort hann gæti eigi fundið þá. Framundan höfðanum, þar sem stefnumót hans við þau Jeanne átti að verða, staðnæmdi hann bátinn og stóð upp. Vindurinn hafði feikt reyknum í burtu, og skugginn af honum var því horfinn. Milli hans og hins fjarlæga skips lá bjart hafið. í eitthvað tveim hlutum þeirrar fjarlægðar sá hann bát þeirra, þar sem hann dýfðist og reis á bárunum. Hann kraup á kné og leysti riffilinn. Skothylki voru í forða- búri riffilsins og eins í hlaupinu, gekk hann úr skugga um þetta áður en hann hóf eftirförina. Hann gerði ráð sitt í skyndi. Innan hálfrar stundar, ef hann óskaði þess, gat hann náð stærri bátnum. Og hvað yrði þá? Þrír voru móti einum ef til bardaga kæmi. En hvernig gæti hann frelsað Jeanne án þess að berjast? Hann hlakkaði til að berjast við þá, og hló með sjálfum sér er hann hugsaði um liðsmuninn. Hann nálgaðist skipið. Bátur hinna hvarf á bak við það. Ef hann stansaði og útskýrði málið með fáeinum orðum, vissi hann að hann gæti fengið hjálp frá skipinu. Mundi það ekki vera besta ráðið? Hann hikaði í bili og reri hægar. Ef skipverjar hjálpuðu honum til að frelsa Jeanne. Hvaða afsökun gat hann þá haft að fara ekki með hana til Churchill ? Hvað mundi koma fyrir hana ef hann færi með hana þangað? Hvers vegna hafði Pierre hálfdauður grátbænt hann um að fara með hana til Goða- borgar ? Er hann hugsaði um Goðaborg jókst hon- um ásmegin, og hann ásetti sér að berjast þess- ari baráttu hjálparlaust. Ef hann frelsaði Jeanne einn, og færi heim með hána samkvæmt beiðni Pierre, mundi margt skýrast fyrir hon- Hann horfði úr launsátrinu á barkarbát- inn, sem nálgaðist. Hann furðaði sig á hve hægt hann fór. Stundum stansaði hann, engin hreyfing sást á ræðurunum. f fyrstu hélt hann að þetta stafaði af því, að þeir væru óákveðnir hverja leiðina þeir skyldu taka. En brátt kom það í ljós að sú var ekki ástæðan, því að bátur- inn stefndi nú á næsta álinn. Skýringuna fékk hann er skýrt blístur barst yfir vatnið, og næstum því strax svöruðu þeir í bátnum á sama hátt. Philip saup hveljur og beit á jaxlinn í skyndilegum ráðþrotum. Það leit út fyrir að hann yrði að berjast við fleiri, en hann hafði búist við. Eftir að merkið hafði verið gefið heyrði hann að árum var difið ótt og títt og barkar- báturinn nálgaðist óðum. Hann spenti hanann á byssu Pierres og bældi grasið svo að hann gæti óhindraður séð álinn framundan. Þrjú eða fjögur skot ef vel væri miðað, eitt stökk út í ána og Jeanne væri á hans valdi. Þetta flaug honum fyrst í hug. En er hann íhugaði þetta, fanst honum það óráð. Það var örðugt að miða í þessari bírtu. Ef hann skyldi ekki hitta? eða skjóta Jeanne? eða ef skothvellirnir og kúlurnar vektu svo mikinn aðgang í bátnum, að þeir hvolfdu honum? Hin minstu mistök, eða óhepni er henti sjálfan hann, þýddi það að vonir hans yrðu að engu. Jafnvel þótt honum tækist að skjóta þá, sem í bátnum voru, mundi bæði sjálfur hann og Jeanne verða að skotspón- um þeirra, sem í landi voru. Hann hjúfraði sig á bak við sefið. Bark- arbáturinn nálgaðist. Augnabliki síðar var hann beint framundan honum og hjarta hans barðist ákaft er hann sá Jeanne í skutnum. Hún hallaðist aftur á bak eins og hún væri meðvitundarlaus. Hann sá ekkert af andliti hennar, en hann sá hár hennar sem flaut yfir það sem hún hvíldist upp við. Hann sá þetta aðeins augnablik og báturinn var horfinn. Hann hafði ekki horft á hina þrjá menn í bátnum. öll athygli hans hafði beinst að Jeanne. Hann hafði ekki séð neitt líf né hrær- Philip heyrði að þeir, sem á undan voru, lögðu af stað og hann hóf eltingaleikinn á ný. Hann furðaði sig á því að Jeanne hafði ekki kallað á hjálp þegar báturinn fór framhjá þeim. Ef hún var ekki særð eða meðvitundarlaus, hlutu fangaverðir hennar að hafa haldið vasa- klút eða ruddalegri hendi yfir munni hennar eða um háls hennar! Blóðið sauð í æðum Philips við þá tilhugsun. f þrjá stundarfjórðunga héltj þessi eltinga- leikur áfram og reru báðir aðilar af kappi upp fljótið. Þá breikkaði fljótið og varð að stöðu- vatni, neyddist Philip þá að bíða meðan hinir bátarnir, sem hann sá nú greinilega, komust aftur inn í fljótið því að annars mundu þeir sjá hann. Þegar hann loksins vogaði að fylgjast á eftir ræningjunum voru þeir mílufjórðung á undan honum. -Hann heyrði nú ekki framar til þierra áraglamrið er hann komst inn í fljótið á ný, og lagðist hann nú öflugt á árina og gætti sín lítt. Fimm mínútur liðu og hann hvorki sá né heyrði neitt. Hann knúði svo bátinn að hann rann í gegn um vatnið eins og beittur hnífur. Svitinn bogaði af andliti hans og ískaldur ótt- inn greip hann heljartökum. Hann reri ennþá fáar mnútur og stansaði síðan. Fljótið breikkaði framundan honum, og varð um mílufjórðung, sást þar glögt um, en þar sáust engir bátar. Hann sat þarna hreyfingarlaus í augnablik, bátinn hrakti undan straumnum, og var Philip eins og agndofa að hafa látið ræningj- ana komast þannig frá sér. Höfðu þeir heyrt til hans og stöðvað bátana upp við bakkann til að láta hann komast fram hjá sér? Hann sneri bátnum og hélt niður fljótið. Hann hlaut að finna þá ef þeir höfðu farið þannig að, færi hann nógu gætilega. En ef þeir höfðu farið inn í einhverja leynikvísl sem lægi frá fljót- inu— Hann stundi er hann hugsaði um Jeanne. Á þessum hálfmílu spotta fyndi hann sjálfsagt hvar þeir hefðu smogið úr greipum hans, þótt það væri kannske um seinan. Hann fór niður miðja ána og starði inn í skuggana báðu megin. Hjarta hans varð blýþungt er hann kom að vatninu. Nú var ekki nema um eitt að gera og hann reri barkarbátnum hægra megin fljótsins og litaðist um eftir vík. Honum gekk seint. Oft flæktist hann í sefum og hrísingrjóna öx- unum, eða smaug undir tré er sveigðust yfir vatnið og vafnings viðarflæjur, til að sjá betur í dimmunni. Hann var kominn tvo þriðju af leiðinni þangað sem hann hafði snúið við, er skutur bátsins hans rendi upp á mjúkt sandrif, er skagaði eitthvað fimtíu fet út í fljótið. — Varla hafði hann fyr fundið bátinn kenna botnsins, en hann ýtti honum til baka og greip riffilinn og miðaði honum upp á ströndina. Uppi á þurru rifinu voru báðir barkarbátarnir. Svolitla stund hélt Philip að þeir í landi hefðu orðið varir við sig, en er hann barst hljóðlega undan straumnum með riffilinn í höndunum, komst hann að þeirri skoðun, að enginn hafði orðið sín var. Hann lét sig reka uns hann komst inn í suggann og reri svo hægt að ströndinni. Hljóðlega klifraðist hann upp bakkann og hélt í áttina til rifsins. Engin leit eftir bátunum. Hann heyrði hvorki málróm né nokkurn hávaða. Hann húkti þar og hlustaði í heila mínútu. Hann skreið nær og fann stað í rifinu er lá frá fljótinu inn í skóginn. Hann gladdist mjög yfir þessu. Riffilinn hafði hann tilbúinn ef á þyrfti að halda. Slóðin lá í gegnum hátt grasið, þurra mýri og engi og síðar inn í skóginn. Varla var hann kominn í skóginn er hann sá eldsglæður. Eldurinn var stutt frá honum í hvilft nokkurri, er huldi hann sjónum þeirra, sem um fljótið færu. Hann lædd- ist hljóðlega upp á brún öldunnar sem var milli eldsins og fljótsins og var þá ekki nema tæp fimtíu fet frá tjaldstaðnum. Hið fyrsta sem hann sá var stórt striga- tjald. Eldurinn var gerður upp við klett fram- undan tjaldinu. Yfir eldinum stóð maður nokk- ur hálfboginn og skaraði til glæðunum með kvíslóttri grein. í því bili kom þar að annar maður frá tjaldinu og bar hann tvær stórar kjötsneiðar í annari hendinni en pott í hinni. Sá hann að þeir ætluðu að fara að matreiða, og að sú máltíð átti að vera handa fleirum en tveimur. Hann skimaðist alstaðar þar sem eldbjarminn lýsti eftir Jeanne. Hann sá hana hvergi. Hinir fimm eða sex menn, sem flúið höfðu upp fljótið, sáust þarna ekki heldur., — Hann gróf fingrunum ofan í svörðinn, af geðs- hræringunni, sem hann komst í. Ef til vill höfðu hinar fyrirhuguðu ráðagerðir samsæris- mannanna komið fram við hana lengra inn í skóginum. Hann skreið niður af hólnum, í gegn um lágt kjarrið og komst hinumegin við tjaldstað- inn, en með því móti komst hann í tólf feta færi við mennina hjá eldinum. Hann átti þar al- gerlega yfirtökin og með því að ógna þeim með skammbyssunni gæti hann neytt þá til að segja sér hvar Jeanne væri niðurkomin. Það mundi ekki verða örðugt að handtaka þá og halda þeim föngnum meðan hann fyndi félaga þeirra. Hann hugsaði um þetta eitt og leit ekkí af mönnunum við eldinn. Hann kom að jaðri runnans og stakk höfði og herðum fram úr hon- um, með byssuna í hendinni. Hljóð frá tjald- inu barst honum skyndilega. Einhver hóstaði lágt. Mennirnir við eldinn hreyfðu sig ekki til að líta við, en Philip leit við. í skugga trés eins, er hafði skygt á hana alt til þess^ sat Jeanne. Hún var eins og ein- þar sem hún sneri náfölu andlitinu að honum. Hin fögru augu hennar glóðu eins og stjörnur. Varirnar voru opnar og hann gat séð að hún andaði ótt og títt. Hún sá hann! Hún þekti hann. Ilann gat séð vonargleðina í andliti hennar og það hvernig hún sat á sér að hljóða ekki upp af gleði, alveg eins og hann varð að halda sér í skefjum að kalla ekki til hennar í gleði sinni. Og þarna í skininu frá eldinum ljómaði andlit hans er hann breiddi út faðminn móti Jeanne, gleymdi hann mönnunum. Tæplega hafði hann snúið sér að mönnun- um í því skyni að stökkva á þá þegar tekið var fram í fyrir honum á hræðilegan hátt. Það brakaði í runnanum á bak við hann og stór úlfahundur ruddist fram með opið ginið og bjóst að bíta hann á barkann. Hin sívak- andi sjálfbjargarhvöt kom honum til að beina vopninu að hundinum í staðinn fyrir að mönn- unum. Tennur hundsins ginu við andlit hans og skrokkurinn var rétt við byssuhlaupið þegar Philip skaut. Þótt hann slyppi við tennurnar, var kastið svo mikið á hundinum, að í sama vetfangi lá hann endilangur upp í loft á jörð- inni fyrir framan eldinn. Áður en hann gæti nokkra björg sér veitt höfðu varðmenn Jeanne, sem varð all bylt við ráðist á hann. Þótt hann lægi þannig hafði hann samt byssuna og skaut á þá. Skothvellurinn var daufur og ógeðslegur. f sömu andrá fékk hann hroðalegt högg á höf- uðið, afskaplegur þungi ofan á honum nísti hann niður við jörðina. Hann slepti skamm- byssunni og hálf misti meðvitundina og mátt- inn.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.